Miðar á Villareal leikinn

Í vikunni varð ljóst að við munum leika við Villareal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og er fyrri leikurinn á Anfield.

Vinir okkar á Travel4football eru komnir með leikmiða í sölu þó að ekki sé enn staðfestur endanlegur leiktími þann 27.apríl.

Þeir sama hafa hug á að skoða miða á leikinn eingöngu geta smellt á þennan hlekk og við minnum á að maður þarf að stofna sér aðgang. Miðarnir eru á góðum stað á vellinum og eru sendir í tölvupósti til þess sem kaupir tveimur sólarhringum fyrir leik.

Svo er hægt að kaupa miða með hóteli í 2 – 3 nætur og þeir sem hafa hug á að skoða það geta smellt á þennan hlekk hér og farið í gegnum leiðina sem þar er lýst…og muna að stofna sér aðgang.

Verðin eru í samræmi við slíka hospitality miða, að öllu leyti opinberir og fyrirtækið travel4football er opinber ferðaskrifstofa sem setur sig strax í samband við kaupanda varðandi allt, milliliðalaust.

Þegar leiktími og mótherji í FA cup final verður klár munu miðar á þann viðburð koma á síðuna og við látum frétt hingað inn um það.

2 Comments

  1. Væri meira en til í að vera á þessum leik. Hins vegar er ljóst að úrslitaleikur FA cup er á móti Chelsea, einn annar úrslitaleikur gegn þessu liði. það er svo mikið að gerast hjá liðinu okkar að það hálfa er nóg, eins gott að menn séu fókusaðir á komandi verkefni.

    YNWA

  2. Keypti miða af þeim í Beat Lounge á Watford leikinn og algjörlega til fyrirmyndar. Mæli 100% með

    1

City 2 – 3 Liverpool – úrslitin í FA bikarnum tryggð!!!

Manchester United kemur í heimsókn (upphitun)