Watford eftir landsleikjahlé

Eftir landsleikjahlé sem virðist hafa staðið a.m.k. 7 mánuði þá leggja okkar drengir aftur af stað í eltingaleiknum um hið heilaga gral – Englandsmeistaratitilinn.

Að venju þá hefur enska knattspyrnusambandið valið okkar lið til að hefja leik eftir slík hlé og skellir á hádegisleik fyrir Kloppo og félaga. Hann var vissulega ekki sáttur með það en gat þó aðeins huggað sig við það að flandra ekki langt að heiman eða leika við einhvern af risunum eftir hlé.

Það er Woj karlinn og lærisveinar í Watford sem mæta til leiks á Anfield kl. 11:30 að okkar tíma (búið að færa klukkuna í Englandi á sumartíma) og þeirra bíður það verkefni að halda aftur af liði sem hefur verið að leika ótrúlega vel frá áramótum og mun með sigri tylla sér á topp Úrvalsdeildarinnar.

Watford koma inn í leikinn sitjandi í fallsæti með 22 stig, þremur stigum neðan við fallbaráttuliðið Everton sem á þó tvo leiki til góða og ekki hægt að segja að gengið frá áramótum sé í samræmi við okkar gengi, þeir hafa náð sér í 9 stig af 39 mögulegum, tveir sigrar í þrettán leikjum…en þá er þó ekki öll sagan sögð… því ÖLL þau stig hafa unnist á útivelli! Þeir unnu í Southampton í síðasta leik sínum, steinlágu þó í Wolverhampton þar á undan en það er eina deildartap þeirra á útivelli á almanaksárinu 2022.

Leikkerfi Watford hefur breyst frá því að við fórum á Vicarage Road og ég varð vitni af í persónu því 5-0 rústi. Hodgson fær vinnu út á það að búa til ólseig lið sem nenna að standa í vörn og hlaupa upp annað slagið í sókn til að skora mark til að komast enn aftar og hanga enn lengur á boltanum. Markmaðurinn byrjar að tefja í fyrsta útsparki og menn munu taka sér tíma til að finna rétta staðinn fyrir innkastið og menn munu verða fyrir óvenju miklu hnjaski fljótt og reglulega.

Það eru alveg góðir leikmenn í þessu liði. Þeir hafa vissulega saknað Sarr í vetur en það er margt spennandi við Emmanuel Dennis sem ber upp sóknarleikinn og vængbakvörðurinn Kamara hefur vakið athygli. Það er hraði framávið þarna og við vitum alveg að Roy hefur ekki fallið með lið svo glatt.

Okkar lið á þó ekki að lenda í vanda með þetta lið, það er bara einfalt! Til þess eru gæðin alltof mikil í okkar hópi. Við vitum það að Trent spilar ekki þennan leik þó menn voni að hann sé að koma til baka og það virðist óljóst hver staðan er á Naby Keita að þessu sinni.

Við vitum það að framundan er rosaleg törn risaleikja. Þessi er klárlega minnstur í mánuðinum og ég held að við munum aðeins nýta róteringarsénsinn í þessum leik, jafnframt því þó að keyra liðið saman aftur og búa til ryþmann á ný. Klopp veit það að við höfum oft verið að koma illa út úr pásum og hann mun sannarlega passa upp á það að hafa liðið tilbúið á laugardagsmorgun. Mín uppástunga af liði er hér:

Matip semsagt hvíldur held ég fyrir Benfica og City og Gomez verður látinn spila bakvörðinn ekki síst til að standa af sér verkefnið Dennis og þá líka ekki síður til að koma honum á ferðina ef að meiðsli Trent taka lengri tíma. Ég held að Fabinho verði hvíldur og þar sem Keita er tæpur held ég að Thiago og Jones fylli upp miðjuna. Salah spilaði báða leiki og er búinn að vera í brasi svo ég held að Jota verði eins og í laginu á vinstri vængnum og leiði okkur inn í gloríuna. Sadio Mané er á þannig rönni að hann byrjar held ég en þar gæti að sjálfsögðu Luis Diaz mætt. Hann mun þó pottþétt verða settur í að terrorsiera Benfica í næstu viku, það kann hann vel.

Verkefnið er einfalt, skyldusigur eins stór og þeir verða. Menn eru að leggja af stað í stærsta mánuð lengi – jafnvel þann stærsta í sögu félagsins. Anfield mun skoppa þrátt fyrir morgunleikinn góða og það mun verða til að gera menn enn meira gíraða í verkefnið.

Ég stend við spána úr podcastinu á mánudaginn, 3-0 sigur og toppsætið a.m.k. þangað til flautað verður af í Burnley síðar um daginn.

KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOO!

3 Comments

 1. Takk fyrir upphitunina. Held að við verðum með eins stigs forystu eftir þessa umferð.?

 2. Maðir gerir sér stundum ekki grein fyrir því hversu lítið er eftir af tímabilinu en á morgun er einmitt leikur 30/38 og því farið að halla vel á seinnihlutann á tímabilinu og ekkert má útaf bregða..
  Sigur er einfaldlega nauðsynlegt og og í raun má ekkert klikka því að city menn munu ekki tapa mörgum stigum út tímabilið.
  Vinnum þennan leik og setjum góða pressu á city.

  2
 3. Er ekki smá skrýtið að hvíla Matip þegar hann spilar ekki landsleiki ?
  Einnig verður Salah aldrei hvíldur, yrði mjög skrýtið að hvíla hann í mikilvægum deildarleik.
  Held að Jota yrði helst hvíldur af þeim fyrir Bobby.

  2

Fjórum árum síðar

Liðið gegn Watford