Varnarverkir – 10 dagar í mót

Í dag eru 10 dagar í það að flautað verði til leiks í ensku deildinni og okkar menn verða fyrstu mótherjar Pochettino hjá Chelsea. Liðið er búið með fjóra æfingaleiki í sumar, sá síðasti á mánudaginn. Lokaskrefin í undirbúningnum í gangi þessa dagana, sá hefst í Kirkby á morgun miðað við viðtölin í gær eftir Bayern leikinn.

Liverpool 3 – Bayern 4

Æfingaleikur gærdagsins í Singapore var eins og þeir flestir hingað til, sannkallað Jekyll og Hyde leikrit. Við náðum góðum köflum inn á milli, sóknarleikurinn var lipur og flottur og sannarlega spennandi að sjá hver verður með Salah frammi á Brúnni, ég held að Gakpo sé orðinn kostur í níuna frekar en Darwin og þá bara að sjá hver fyllir þriðja spottið. Sóknarþáttur miðjunnar er bara allt önnur en áður, Szobo farið ágætlega af stað og leikir Mac Allister gegn Leicester og Bayern í það heila bara fínir. Hann er öflug átt í linkup spilinu og mun eiga töluvert af “second assist”. Þeir sem hlustuðu á podcastið okkar EMK í vikunni heyrðu mig klifa töluvert á því að Bayernleikurinn myndi sýna betur hvar við stæðum varnarlega og því langar mig að fá að ræða það mál aðeins í dag.

Varnarleikur í “hybrid” kerfi

Undir lok síðasta tímabils tók Klopp upp á því að leysa upp kerfið okkar með því að leyfa Trent að fljóta inn á miðjuna í sóknarleiknum, festa vinstri bakvörðinn niðri sem hálfgerðan hafsent og láta varnarmiðju og hafsent hægra megin vinna í því svæði sem eftir varð þegar Trent fór upp. Svæðið sem var skilið eftir var stórt en þetta gekk vel upp, Trent náttúrulega öðlaðist nýtt líf og við töpuðum ekki í síðustu 10 leikjunum.

Þeir leikir voru þó ansi margir gegn liðum í neðri hlutanum, liðum sem lágu mjög til baka og réðu illa við pressuna þegar þau unnu boltann og gátu því lítið sótt hratt. Það verður þó að segjast að leikplan Aston Villa var nálægt því að ganga upp á Anfield. Þeir voru fyrsta liðið sem greinilega lögðu upp með það að láta vinstri vængmanninn sinn “svindla” eilítið í varnarleiknum og negldu boltann upp í það risasvæði sem varð til af “flakki” Trent.

Í gær keyrðu Bayern stanslaust inn í þetta svæði. Matip hefur átt í basli í haust og Tuchel náttúrulega gjörþekkir okkur og hann sýndi fram á veikleika þessa kerfis varnarlega. Sem er afskaplega gott því ég held að það sé 117% klárt að Klopp ætlar að hefja tímabilið með því og við eigum strax erfiða útileiki gegn Chelsea og Newcastle sem munu kalla á að liðið verður að geta varist, sem tókst illa í gær og mun safna upp videoum fyrir þjálfarana að skoða.

Einn vandinn sem hefur verið upp í leikjum sumarsins er að við höfum klárlega ekki verið að spila þar með djúpan miðjumann sem hugsanlega væri að fara að byrja fyrsta leik. Ákveðið svekk að Conor Bradley meiddist þannig að Trent spilaði ekki leiki gegn sterkari mótherjum þar. Það var fyrst í gær sem leikmaður lék sem hugsanlega gæti spilað gegn Chelsea. Curtis Jones var prófaður eftir góða frammistöðu sem DM-C fyrir England…en í allt öðru leikkerfi.

Miðjan okkar

Byrjum á þeirri sturluðu staðreynd að við höfum losað SEX leikmenn sem voru skilgreindir sem miðjumenn og fengið tvo í staðinn. Vissulega Arthur einn þeirra og Ox og Keita spiluðu samtals sem svaraði 26 leikjum í mínútum talið. En nú hafa Millie, Fab og Hendo yfirgefið svæðið. Þeir Mac Allister og Szoboszlai þurfa að fylla hratt upp í nokkuð margar leikmínútur en það hlýtur að vera að við bætum við okkur leikmönnum. Meira af því síðar.

Uppleggið varnarlega virðist vera hápressa um leið og boltinn tapast. Mér hefur fundist hún virka vel allt þar til í gær að hún varð mjög stopul. Byrjaði ágætlega en svo komu kaflar þar sem Bayern leysti hana vel. Fyrst í stað með að henda langa boltanum inn í eyðuna hans Trent en svo einfaldlega með að “splitta” djúpu miðjumönnunum upp og fá AM-C eða jafnvel framherja til að koma dýpra og sækja bolta sem svo viðkomandi sneri með og sótti á okkar menn. Trekk í trekk í trekk tókst þeim það, Trent var þá á leið inn í svæðið sitt og Curtis var klárlega ekki alveg viss hversu langt hann átti að fara því ef hann fer of langt verða sex leikmenn inni á sóknarhelming og einn að skila sér í stöðu…svo í raun bara þrír varnarmenn til staðar. Mér fannst hann þó vinna sig inn í leikinn og er eiginlega viss um að hann verði þarna á Brúnni eftir lengri tíma í æfingaleik gegn Darmstadt. Einfaldlega besti kosturinn (skásti) eins og nú er.

Það verða fleiri lið en Bayern sem horfa á þetta video í gær. Það er algerlega ljóst að þetta er mjög góð leið til að losa um pressu og því komnar a.m.k. tvær leiðir til að nýta gegn okkar varnarleik annars vegar með því að negla bara strax upp í svæðið hægra megin eða með þessu “splitti” Bayern og svo áhlaupi upp miðju á vörn…sem hefur átt erfitt með að láta hlaupa beint á sig.

Varnarlínan

Það er sumarið 2023. Lykilmenn í okkar vörn eru Trent, Matip, Van Dijk, Robbo og Gomez sem hafa verið saman í ótal mörg ár og Konaté sem á tvö ár að baki. Enn erum við að sjá sömu nöfn og léku í fyrra í móti þar sem varnarleikurinn var beinlínis vondur, sem sést best á því að Alisson var í fjórða sæti yfir varin skot í mótinu, varði 108 skot sem er um 40% meira en árið áður og 60% meira en þegar við vorum meistarar.

Í leikjunum í sumar hefur Joe Gomez haldið áfram að vera backupið fyrir Trent, allt í lagi þar en hroðalegur þegar hann hefur spilað hafsent. Van Dijk er nýi fyrirliðinn okkar, sá átti misjafnt tímabil í fyrra og vonandi mun bandið ýta honum á fyrri mið sem einn besti (besti) hafsentinn í EPL. Konaté er klárlega kostur nr. 2 núna og sá sem mun hefja mótið með Virgil en staðreyndin er sú að hann hefur verið leikhæfur í um 50% leikja síðan hann kom til LFC og þó að margt hafi breyst í boltanum er það ennþá þannig með hafsentapör að þau þurfa að vera nokkuð stabíl. Vonandi er líkami Ibra að verða klár í enska boltann þá er hæfileikinn til staðar. Ég held að þetta hafi verið ástæða þess að Klopp lét Matip byrja gegn Bayern og þar kom sannarlega í ljós að hann er ekki lengur á þeim stað að geta leikið gegna svo sterkum mótherjum. Það er vissulega þannig að Bayern skoraði rangstöðumark þegar hann steig of snemma til baka en nákvæmlega það sýndi að hann treystir sér ekki eins í háu línuna og áður en í sumar hefur hann gert sig sekan um þau einstaklingsmistök sem við sáum í fyrra. Heilt yfir hefur hann einfaldlega bara átt hroðalegt sumar og það er bara ekki hægt að fara inn í mótið nema bæta við hafsent. En hvar þá?

Vinstri bakverðirnir okkar tveir voru ekki keyptir til að verjast. Þeir eru báðir með sína styrkleika fram á við frekar en varnarlega og nú er þeim gert að “sitja” lengur en áður. Leikkerfið þýðir að við sjáum vart lengur báða bakverðina “bomba upp völlinn” og leggja upp færi hvor fyrir annan og tölfræði Robbo fram á við hrundi í síðustu leikjunum. Umræðan í kjölfarið var sannarlega ósanngjörn, hans perfomance kom til fyrst og síðast út frá breytingunum á leikkerfinu, engu öðru. Í sumar hefur það verið á sama veg, það er þannig að mótherjinn sækir minna upp vænginn þeirra en það hefur líka verið kallað eftir því að keyptur yrði örvfættur hafsent…sem væntanlega þá tæki sæti bakvarðar í einhverjum leikjum. Robbo er alvöru atvinnumaður og ekkert kvart, það hefur þó virst þannig að Tsimikas sé ekki eins kátur enda er hann einfaldlega slakur varnarlega og líka ósanngjarnt að verða of fúll þar. Hann er samt ekki nógu góður í þetta hlutverk í þessu kerfi.

Hvað þá?

Hérna er ég aðeins að tína upp það sem ég hef horft til í síðustu leikjum, bæði í vor og nú í sumar. Þetta kerfi er ævintýragjarnt og skemmtilegt og hefur kallað á fleiri mörk – sem er æði. Ákefðin í mörgum leikjum sumarsins hefur sýnt að við ætlum aftur að verða liðið sem enginn þolir að spila á móti og það sjást skýr merki um að það gæti verið að koma upp.

Hins vegar var frábært að fá Bayern leikinn upp og sjá hvar skóinn kreppir. Ég er ekki stjóri en svörin í þessu kerfi held ég að verði að vera tvö til að við ráðum við að spila þetta kerfi við öll lið.

a) Fjárfesta í leikmönnum sem ráða við hlutverkin. Þetta er númer eitt. Klopp hefur sjálfur talað um að þurfa sexu og það er verið að rabba við Southampton um Lavia og mögulega líka André frá Brasilíu (þó margir segi að bara annar verði tekinn). Þarna þurfum við leikmann sem getur brotið upp sóknir þegar við erum undir pressu en líka leikmann sem hefur orku til að elta þann sem fer upp með mótherja sem sækir í “splittsvæðið” og getur komið sér til baka og á sama hátt með stöðuskilning til að falla niður í varnarlínuna þegar flæðið er orðið of mikið. Curtis er risa spenna, en það er helvíti stórt skref fyrir strák sem hefur spilað AM-C/AM-R að eiga að stíga inn í þetta hlutverk bara einn tveir og grilljón því það er engin þolinmæði fyrir tapleikjum og öðru brasi. Það er erfitt að finna proven leikmann í þetta hlutverk satt að segja því það kallar á helvíti margt sko! Þess vegna er ég svekktur að það sé klárt að nýr leikmaður sé ekki kominn til að læra með liðinu.

Á sama hátt þarf að bæta við hafsent. Það er of mikið að kaupa tvo en mér finnst þörfin vera næstum sú. Matip ræður ekki við það að spila við sterkari lið deildarinnar og Tsimikas getur ekki leyst þetta hlutverk varnarlega, Robbo á erfitt en Kostas einfaldlega ekki. Þá er líklega svarið að kaupa vinstri hafsent sem getur leyst þetta hlutverk og hafa Gomez upp á að hlaupa hægra megin, ég held að Virgil geti reyndar líka alveg verið hægra megi. Matip finnst mér eiga skilið að fá að fara og menn hljóta að selja Nat og fá einhvern pening uppí. Hinn ungi Quensah hefur verið að stíga upp, mér finnst hann eiga að fá að vera hafsent númer fimm og fá mínútur í bikurum og Europa League.

b) Alvöru Gegenpressing í gang takk! Þegar liðið hefur allt pressað strax og boltinn tapast þá höfum við litið vel út. Það er ógeðslega erfitt en á fyrstu árum Klopp sáum við þessa breytingu, bakverðir fóru alveg upp á síðasta þriðjung til að pressa og hafsentar hikuðu ekki við að fara hátt á völlinn til að elta sína menn. Fyrstu 20 gegn Leiceseter var pressan vond og á löngum köflum gegn Bayern klikkuðu 1 – 2 leikmenn á að vera með og gæðalið finna það strax út. Það var vissulega þannig að Matip var sá sem hræddastur var við pressu, Curtis var smá tíma að vinna sig inn í hana og Szobo datt aðeins út svona “inn á milli”.

Klopp hefur tekist þetta áður, það er auðvitað erfiðara þegar Trent er fljótandi um völlinn en ég hef alla trú á Klopp og félögum í því að teikna upp lausnir á því sem Bayern sýndi fram á í gær.

Þegar við hvolfum öllu á botninn

Þá er það einfaldlega þannig að við verðum að fjölga í leikmannahópnum!!! Þegar Lovren karlinn var seldur var ákveðið að taka séns og kaupa ekki inn mann fyrir hann. Við munum hvernig það endaði. Í fyrrasumar var enginn “tilbúinn” leikmaður keyptur og við sáum hvernig það endaði.

Leikkerfið sem við erum að nota er spennandi og skemmtilegt sóknarlega, okkar sóknarlína er bara virkilega flott og við munum vinna fullt af leikjum. Hins vegar vinnur varnarleikur fleiri leiki og er lykilþáttur þess að vinna mót. Það mun að mínu viti ráðast á leikmannakaupum næstu daga og lokavinnu Klopp á æfingasvæðinu hvort að við verðum í alvöru toppbaráttu líkt og fyrir síðasta tímabil eða hvort við munum sjá skemmtilegt lið sem tapar of mörgum leikjum til að vera þar og endum í bardaga með Spurs og Villa um Europa League sæti.

Nákvæmlega í dag veit ég ekki hvoru megin við lendum því kaupastefnan síðustu tvö ár hefur verið skrýtin. Mér finnst þó alveg ljóst að Klopp kallar eftir styrkingu og því er glasið mitt meira hálffullt þó tíminn sé að styttast. Ef að enginn leikmaður hefur bæst við fyrir æfingaleikinn á mánudag verður það glatað tækifæri fyrir nýja menn að upplifa það að spila fyrir Klopp án þeirrar utanaðkomandi pressu sem kemur um leið og EPL hefst.

Það verður dáldið refresh á netinu fram að því!

67 Comments

  1. Frábærar pistill Maggi.

    Liverpool liðið í dag er þremur frábærum leikmönnum frá því að geta keppt við City, Arsenal og Manu um titilinn. Ég er að tala um frábæra leikmenn eins og Gvardiol, Caicedo, Doucouré.

    Miðað við kaupstefnu eigenda LFC endum við líklega með André (ódýr kostur) og annan ódýran miðjumann sem gerir ekki atlögu að byrjunarliðssæti.

    Það munu flest lið spila upp á opna svæðið sem Trent skilur eftir (þar er veikleiki LFC), enda besta leiðin til að skora mörk á móti Liverpool. Ef við finnum ekki nýjan Fabinio – Wijnaldum típu sem getur hjálpað vörninni með því að dekka þetta svæði þá verður veturinn mjög langur. Jones er ekki svarið við varnartengiliðnum sem liðinu sárvantar. Hann er ekki nógu góður í að verjast líkt og Trent til að spila þetta mikilvæga stöðu inn á miðjunni. Fyrir mér er 6 mikivægasta staðann á miðjunni í Klopp fótbolta.

    12
  2. Hárrétt en ég held að við verðum að horfa upp á að í mesta lagi verður keyptur miðjumaður, ef það á annað borð verður gert.
    Athugum að það á enn eftir að fá menn í stað Hendo og Fab og okkur bráðvantar 2 miðverði og helst hægri bak.
    Fáránleg innkaupastefna hefur komið okkur í þessa stöðu og gerir það að verkum að við fáum ekki það sem okkur vantar.
    Hef akkúrat engar væntingar fyrir þetta mót og leikurinn í gær staðfesti það.

    4
  3. Hvernig væri að fara á eftir Gravenberch 21 árs hann er metinn á í kring um 25-30m? held það væri ágætis kaup

    1
  4. Góður pistill.

    Hrikalega svekkjandi innkaupastefna síðastliðin ár. Maður er búinn að horfa upp á þetta gerast hægt og rólega. Tækifærin voru ekki nýtt til fulls. Mér finnst líklegt það verið keyptur inn einn leikmaður og svo beðið fram í janúar eftir þeim næsta. Það væri eftir FSG.

    Þetta lið undir stjórn Klopp getur unnið leiki. Ekki spurning. En með þessa vörn sé ég Liverpool tapa allavega 10 leikjum á komandi tímabili. Og ekki ná í Meistaradeild. Held þetta verði pirrandi timabil.

    Vona þessi svartsýni í mér verði farin í upphafi móts. Til þess þarf FSG að taka upp veskið og klára kaupin.

    Áfram Liverppol og áfram Klopp!!!

    7
  5. Góður pistill Maggi. Mitt glas er yfirleitt alltaf stútfullt, en það er aðeins að minnka í því núna. Ég hef miklar áhyggjur af DM stöðunni. Ef Lavia verður keyptur er það í sjálfu sér gott og blessað, en hann er bara 19 ára og það eru ennþá talsverðir veikleikar í hans leik. Þótt það sé vissulega erfitt að meta hann út frá frammistöðu með fallliði. Það sama má að mörgu leyti segja um André, hann er vissulega aðeins eldri en hann hefur bara spilað með Fluminense, þannig að það er alveg undir hælinn lagt hvort hann fellur inn í enska boltann.

    Ég er hrifinn af Bajcetic og get séð hann fyrir mér sem DM, en hann á enn lengra í land en Lavia til að geta fyllt í skarð Fabinho. Það er alveg óhugsandi að fara inn í tímabilið með 6 miðjumenn (ef við teljum Thiago með) sem flestir eru frekar slakir varnarlega.

    Í sambandi við vörnina er ég hjartanlega sammála þér.Þessi fljótandi staða hjá Trent gekk vel í vor, en eins og þú segir þá eru til ágæt svör við þeirri leið – eins og Bayern sýndi okkur. Spurningin er hvort það sé ekki betra að hafa hann fastan á miðjunni og fá öflugan bakvörð.

    6
  6. Sælir félagar

    Takk fyrir góðan pistil Maggi og allt þar bæði satt og rétt. Mér sýnist að FSG sé að skíta uppá bak miðað við það sem orðrómurinn segir. MU að taka Lavia, ekkert fast í hendi með Brassann unga og ekkert að gerast í miðvarðarstöðunni. Sem sagt sami grautur í sömu skál og verið hefur. Ógeðslegt ef rétt reynist og ef svo fer sem horfir verðum við að skrölta í 10. til 8. sæti. og allt í kringum liðið og innan þess á niðurleið.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
    • Ég spái eftirfarandi: Engir fleiri leikmenn inn í sumarglugganum en einn ódýr keyptur í janúar t.d. þessi André. Við ættum að vera farin að þekkja einkennin á innkaupum FSG.

      10
    • Sigkarl, ég gerði mér engar vonir um að FSG myndi eyða 200 – 300 milljónum punda til að laga uppsöfnuð vandamál í þessum glugga frekar enn að þeir myndu hafa leyst miðjuvandamálin síðasta sumar eða miðherjastöðuna þegar þeir fóru í ruslatunnuna og sóttu þennan Ben Davies um árið.

      Liverpool Fc er sökkvandi skip með FSG í brúnni!

      Jurgen Klopp er búinn að vinna kraftaverk með þetta lið undir þessum anskotans nískupúkum, okkar eina von er að klúbburinn verði seldur sem fyrst!

      FSG out og það strax!

      13
  7. Finnst þetta allt í biðstöðu. Gravenberch ekki til sölu hjá Bayern og Tchouameni ekki heldur hjá Real eins og staðan er núna en það eru leikmenn sem hafa verið á óskalistanum. Getur verið að þeir verði falir ef Kane fer til Bayern og MBappe til Real?

    1
    • Þó að þessir leikmenn yrðu til sölu, þá tel ég engar líkur á því að Liverpool myndu reyna að sækja þá.

      3
  8. Takk Maggi, fínn pistill sem “zoom-ar” vesen og vandræðagang hjá okkar mönnum.

    Allt er þegar þrennt er, mér segir svo hugur að þetta verði þriðji leikmannaglugginn í röð þar sem við erum með allt á hælunum þrátt fyrir yfirlýsingar í vor að það ætti að klára öll leikmannakaup fyrir undirbúningstímabilið.

    Þrátt fyrir ágæta hluti varðandi stækkun á Anfield og betrumbætur á æfingasvæðinu þá er getuleysi og ræfildómur FSG algjör þegar kemur að leikmannakaupum. Þýðir lítið að hafa umgjörðina fína og flotta þegar innihaldið er magurt!

    8
  9. Jájá, eins og ég sagði áður bíð ég með að flippa yfir glugganum þangað til 1.sept. Þetta lítur nú samt ekki vel út varðandi hóp sem ætlar að berjast um alla titla. Eins og undanfarin tímabil lúkkar 1st 11 nokkuð sexy og það er breidd í framlínunni og eins og Maggi segir að liðið á eftir að skora en að verja markið er svo allt önnur ella. Þessi þýsku no name lið áttu ekki erfitt með það og alvöru lið munu refsa. Það sem böggar mig samt rosalega er að talað er um að Klopp þurfi nú að finna lausn á þessu. Ha? Þetta er ekkert nýtt vandamál, þótt að liðið sé 3núll yfir þá er ekkert öruggt. Klopp kann ekki að læsa leikjum. Horfði á fyrri hálfleik á móti Bayern, komnir í 2núll og hvernig væri þá að æfa (fyrst þetta eru æf.leikir) að halda forystu. Detta aðeins niður, gefa eftir posession og breika svo. Gerðist trekk í trekk í fyrra að missa niður forystu. T.d. Spurs á Anfield, jesus kristur, meira ruglið.

    Varðandi gluggann hingað til. Þetta er algjört fíasko. Ekki spurning. Það virðist allt vera í tómu rugli. Það átti alltaf að kaupa sexu. Nú þegar Fab er farinn segir Klopp að hann þurfi sexu…wtf! Já, núna þarftu tvær og allar bestu enda annarsstaðar á meðan klúbburinn borar í nefið.

    Rétt eins og í fyrra þegar maður hélt að Keita, Ox og jafnvel Milner færu og þeirra pláss endurbætt er nákvæmlega sama í gangi núna með Gomez og Matip. Same shit, different season. Og hvað, á Trent að taka alla (vonandi) 65 leikina og performa upp á tíu í öllum. Ungi skotinn frá því í fyrra auðvitað farinn á lán og ekkert back up. Það eru tíu dagar í fyrsta leik og hópurinn er sjokkerandi lélegur miðað við…get ekki sagt væntingar því maður hefur þær ekki til FSG…hvað á maður að segja…kröfur stuðningsmanna a.m.k.

    Allavega, bíð með að snappa algjörlega fyrr enn 1.sept.

    10
  10. Mjög góð skrif og ígrunduð. Líklega töluð út úr hjarta okkar flestra sem fylgjumst með liðinu. Klár nauðsyn á sexu og varnarmanni. Ég veit ekkert og tjái mig því ekki um nöfn. Grunnstyrking í þessar tvær stöður gæti þó gert LFC að einu besta liði Englands aftur. Ég vona að það gerist.

    4
  11. Ég bara neita að trúa því enn og aftur að fsg ætli að leika sama leikinn og þeir gerðu þegar Lovren var seldur að taka alltaf einhvern helvítis sjéns. Það bara virkar ALDREI, sérstaklega ekki þegar liðin í kringum okkur eru að styrkja sig GRÍÐARLEGA mikið !
    Við verðum að fá tvo sterka miðjumenn, sem geta helst tekið þátt í leiknum á móti chel$ea, en við erum að brenna úti á tíma með það. Það er eitthvað sem segir mér að Liverpool sé í störukeppni við Southampton, og það er ekki gott. Okkur vantar varnarmiðjumann sem er JAXL, aka Caseido, en það er eitthvað sem segir mér að fsg fara í einhverja ódýra útgáfu af honum og Levia, og við endum með eitthvað láns drasl, Warthburg útgáfu af þeim tveimur.
    Tölvan sem spáði okkur 7 sætinu þekkir greinilega FSG og þeirra heimsku !

    FSG OUT !

    6
  12. Flottur pisttill Maggi

    Algört metnaðarleysi hjá þessum blessuðu eigendum okkar, ótrúlegt að Klopp skuli vera þarna enn.

    Ef við förum inn í þetta tímabil með Jones í liðinu þá getur guð bara blessað þennan klúbb, engan veginn nógu góður fyrir okkur.

    5
    • Leifi, ég er líka hissa á því að Jurgen Klopp skuli vera enn að þjálfa þetta lið, ég spáði því á síðasta tímabili að hann myndi yfirgefa okkur í sumar.

      Jurgen klopp er alltof góður þjálfari til að þurfa að sætta sig við þetta sem FSG er að bjóða honum uppá.

      6
  13. Kemur mér nákvæmlega ekkert á óvart að stuðningsmenn Liverpool séu ósáttir við stöðuna.
    Ekki margir dagar í mót og ekkert að frétta við byrjuðum þetta vel og allir í góðum fíling með flotta styrkingu í Mac og Szobozlai en svo fara menn 1 af öðrum og eftir situr ein versta breidd á miðjuni sem maður hefur séð.

    Tek undir með mönnum hér að ef þetta verður svona þegar gluggin lokar þá er voðin vís.
    Ekki útaf því að byrjunarliðið sé slæmt það er það alls ekki en útaf þeirri staðreynd að þetta er Liverpool og menn munu meiðast og við erum með 0 breidd. Ungliðarnir eru ekki tilbúnir í þetta hafa hvorki reynslu né getu til að breyta miklu.

    Erum með Thiago sem er nánast hægt að afsrkifa strax hann mun meiðast og vera meiddur meira og minna allt tímabilið eins og alltaf. Þú er þá með Curtis Jones sem jú átti ágætis sprett í loka tímabils en hann er aldrei að fara halda á miðjuni ásamt bara Mac og Szobozlai hverja áttu eftir svo ? jú hinn 19 ára Bajcetic flottur talent en hann fer í flokk þessa yngri.

    Þetta er fyrir utan að við erum enn með Gomez í liðinu og Matip sem er orðinn bara hægari það ásamt VVD sem er árinu eldri þeir urðu ekkert betri við það og þetta er vörn sem strögglaði big time á síðasta tímabili. Enginn styrking bakvið Trent hann er einn þarna og ef hann dettur út jú þá kemur þrumufleigurinn Gomez og reddar þessu bara fyrirgefið meðan ég æli.

    FSG eru að fara keyra þetta lið Klopp niðri í svona 6-7 sæti á þessu tímabili útaf þeir bara neita að styrkja liðið meira en þeir ná að selja uppí eins og með söluna á Hendo og Fab sem líklega skilar þeim svona eh staðar í kring um núllið í nettó þegar að launaliðir eru teknir saman af þeim sem fóru líka.
    FSG verða fara ég treysti Klopp 100% en hann fær bara ekki backup þetta er viðbjóðslegt að horfa uppá !

    8
    • Ég var alltaf viss að FSG myndi selja leikmenn upp í það sem þeir myndu kaupa, þetta er sama mynstrið og þeir eru búnir að sýna síðan þeir komu.

      Eins ógeðslegt og það er þá stjórnast fótboltinn í dag 100% af peningum og ef Liverpool Fc ætlar að vera stórlið þurfum við eiganda með fulla vasa af peningum.

      Klúbburinn verður að fara í söluferli sem fyrst. Aðdáendur Liverpool þurfa að fara vakna og horfast í augu við hin raunverulega vanda sem er ekki einhverjir einstakir leikmenn eða þeir sem eru að finna réttu leikmennina, vandamálið er 100% FSG sem eru mörgum númerum of litlir til að eiga Liverpool Fc. Afhverju haldið þið Michael Edwards hafi yfirgefið okkur, hann var ekki að fara í annað starf, hann gafst hreinlega upp á nísku FSG.

      6
      • Algjörlega.
        Maður hefði haldið eftir velgegni Liverpool síðustu ára þegar peningar streymdu inn og netto eyðsla í leikmanna mjög lág meðað við hversu vel þeim gékk með einn besta þjálfara í heimi innanborðs.

        Að FSG myndi hamra á járnið meðan það væri heitt en nei það er látið hópin brenna út bókstaflega með fáum styrkingum nema þá sóknarlega.

        Ég vona að maður éti sokk og það komi inn 2-3 inn fyrir gluggalok en maður sér það bara ekki gerast.
        Hvað er annars að frétta td með Lavia afhverju er ekki búið að klára þetta ef að Klopp vill þennan leikmann. Engin töfra lausn en ef þetta er leikmaður sem Klopp vill þá vill ég sjá FSG klára þessi kaup !

        YNWA

        6
      • Ragnar H, ég var að vona allan tíman þegar við vorum á toppnum að berjast við Man City að einn og einn góður leikmaður yrði keyptur í hverjum glugga til að halda í við þá.

        Ég er algjörlega þeirrar skoðunar að salan á Philippe Couthino færði okkur meistaratitilinn og meistaradeildartitilinn sem við unnum, því þá fengum við besta varnamannin og markvörðin á þeim tíma í Alisson og Van Dijk.

        6
      • Klárt mál þetta voru ein bestu kaup sem gerð hafa verið hjá Liverpool síðari ára.

        4
  14. Ég bara skil ekki hvernig Jurgen Klopp nennir að vinna undir þessum kana fábjánum sem FSG eru og hafa fullkomlega ekkert vit á fótbolta. Þvílíkt þýskt langlundargeð. Einn besti þjálfari heims að þurfa bíða ár eftir ár að þessir algeru amatörar gefi honum mannsæmandi leikmannahóp og vinnuaðstæður.

    Það er fokking ótrúlegt að við séum 9 daga fyrir fyrsta leik að reyna fá Southampton til að lækka verðmiðann á Lavia með að þykjast ætla á eftir Andre hjá Fluminense í staðinn. Það er fokking ótrúlegt helvíti að Henderson og Fabinho hafi verið leyft að fara áður en við vorum komnir með skothelt plan um hverja ætti að kaupa í staðinn. Nú vita öll lið að við erum desperat og hækka verðmiðann á öllu þegar Liverpool bankar á dyrnar.
    Það er bara hrein geðveiki að Klopp sé að testa nýtt 3-2-2-3 leikkerfi 9 dögum fyrir mót og við vitum ekki enn hvaða miðjuleikmenn munu verja vörnina og hvaða menn verða í vörn eða hvort Trent Alexander spilar þar. Varnarleikurinn hörmung og Klopp að koma fram í fjölmiðlum og opinberlega nefna 4 leikmenn sem þurfa að verjast betur. Þetta er bara algert fíaskó frá a-ö og ekki sæmandi klúbbi eins og Liverpool. Liði sem hefur unnið CL 6 sinnum. Nýtt leikkerfi þarf allavega ár í undirbúning, allavega lágmark heilt undirbúningstímabil þar sem allur hópurinn er til staðar og spilar sig saman. Það er ekkert af þessu til staðar hjá Liverpool núna. Ekkert. Fyrirliðinn farinn og liðið í fullkomnu tómarúmi.

    Venjulega myndi maður bíða til 1.sept með að pirrast en þetta er bara svo langt langt frá því að vera boðlegt. FSG báðu Klopp afsökunar 2014 á gæðum leikmannahópsins þegar hann tók við. Þeir vita að hann er einn albesti þjálfarinn í heiminum. Þeir vita að þeir eru núna að bjóða honum uppá algera lágkúru og meðalmennsku. Þessi Schmadtke virðist vera enginn bógur í að ná í alvöru leikmenn. MacAllister og Schoboszlai voru keyptir út á klásúlur sem allir hefðu getað virkjað en vildu spila fyrir Klopp. Það hefur orðið algert hrun í leikmannamálum eftir að Michael Edwards fór frá liðinu hafandi gefist upp á nískunni í FSG.

    Klopp farinn að pirrast á stuðningsmönnum Liverpool fyrir að halda ekki rétt á treyjum eftir 4-3 tapið gegn Bayern. Hann lofar okkur að við verðum með virkilega gott lið fyrir lok gluggans. Við eigum að trúa að loforð FSG til hans um að styrkja liðið muni halda. Á meðan halda eigendurnir stöðugt að sér höndum og núna er Gvardiol farinn til erkifjendanna í Man City. Vinstrifótar heimsklassa miðvörður sem okkur sárvantaði. Verður líklega einn besti miðvörður ensku deildarinnar næstu 10 árin. Leikmaður sem er mikill Liverpool aðdáandi og hefði klárlega valið okkur yfir City ef FSG væru ekki svona krossþroskaheftir með peninga.

    Það er eins og John Henry fái eitthvað kynferðislegt útúr því að telja aura og reyna “lowballa” önnur lið. Situr á skrifstofunni í Boston, horfir á endursýningar á Pawn Stars og fitlar við sig á meðan hann sendir skilaboð til innkaupadeildar Liverpool um að bjóða 10-15m punda undir raunvirði í leikmenn eða njóti þess í botn að segja að allir gæðaleikmenn sem Klopp vill fá séu “Not Cost Efficient”. Kannski er þetta eina leið þessa áttræða karlfausks til að ná honum upp. Maðurinn er í dag gjörsamlega að kæfa og eyðileggja Liverpool.

    Ég var að vona að öll þessi bið og salan á Henderson og Fab væri til þess að fara td á eftir Tchouameni og Gvardiol. Við værum að bíða eftir að Mbappe sápuóperan endaði og gætum fengið alvöru leikmenn með sigurhefð og heimsklassa gæði til Liverpool. FSG væru loksins að vakna og gefa Klopp það sem hann á skilið og hafa haldið þeim uppi í áratug. Jafnvel Klopp sjálfur talaði um að kannski væru þeir að gefa honum gjöf með að fá Mbappe að láni í 1 leiktíð.
    En auðvitað elska FSG að láta orða sig við stórstjörnur eins og Mbappe, koma með lowball tilboð í Valverde ofl. Þeir eru bara að hafa okkur aðdáendur Liverpool að algerum fíflum og ætlar sér alls ekki eyða neinum alvöru peningum í okkar lið. Gróðinn frá Liverpool fer til Boston Red Sox og samstæðunnar. Þetta er moldrík samstæða en líta á Liverpool sem sína cash cow. Þetta er orðið algerlega augljóst.
    Mennirnir sem ætluðu að troða Liverpool inní European Super League, snarhækka miðasöluverð á Anfield og nokk sama um orðspor klúbbsins. Við erum bara 1 fyrirtæki í Excel skjali hjá þeim. Þeim er drullusama þó Man Utd séu að ná vopnum sínum á ný og muni mögulega vinna fleiri titla á næstu árum. Kannski takandi okkur yfir sem sigursælasti klúbbur Englands. FSG eru bara in it for the money. Vilja bara að Liverpool malli rólega áfram á sjálfbæran hátt og skili þeim öruggum tekjum og viðskiptavild. Þetta er bara staðreynd sem Liverpool aðdáendur verða að fara átta sig á.

    Þeir eru búnir að taka Liverpool eins langt og þeir ráða við. Ráða orðið miðlungsfólk eins og Schmatdke ofl og önnur lið að gera stærri auglýsingasamninga en við. Við erum sitjandi eftir í öllu. Við bara verðum að losna við FSG og það strax. Það er hugsanlegt þá að við þurfum að losa okkur við Klopp líka. Hann er orðinn algjört peð fyrir FSG og afsakar þá stöðugt. Byrja frá grunni með nýja hugmyndafræði, nýtt yngra fólk og eiganda sem hefur alvöru passion og getu til að stýra jafn risastórum klúbbi og Liverpool til sigurs í öllum keppnum.

    44
    • Heyr heyr AEG! Ef þetta var ekki þruma í blávinkilinn þá veit ekki hvað!

      Vildi geta sett 10 like á þetta strax!

      10
      • Þetta komment frá AEG er líklega það besta sem ég séð hér á síðunni í áraraðir. Því miður er þetta allt 100% rétt. Ég skil ekki af hverju Klopp lemur ekki hressilega í borðið og hótar að ganga út. Kannski er hann búinn að því.

        AEG = alveg einstök gæði.

        Því miður get ég ekki sagt það sama um eigendur LFC.

        10
    • Allra ég segi allra besta samantekt á þessu FSG rugli. Ekki vottur af pollíönnu í þessu kommenti og hefði ég ekki getað orðað þetta betur. Hvar er FSG out! Hvernig geta menn verið svona samdauna þessu… það er sífellt logið já logið upp á transfer. Mbappe rugluð löngu orðið þreytt og 200mill transsfer warchestið sem LiV átti því það var búið að spara svo mikið. Svo Bellingham bullið. Það átti aldrei að kaupa hann. Ryk í augun á stuðningsmönnum. Geta ekki keyft 19ára latia. Búið að fórna ítrekað seasonum verandi nánasir. Þegar klopp fer sem verður stutt í þá lítum við til baka og sjáum öll tækifærin á bikurum sem glötuðust þar sem vantaði miðjumanna eða varnarmann og hlutir áttu bara að reddast… nú er kominn áratugur af þessu moneyball ræningjum… FSG OUT!!!!!!!!

      6
  15. Ég deili líklega áhyggjum með mörgum Liverpoolaðhangendum yfir því hvað leikmannakaup ganga löturhægt og undarlega fyrir sig. Ég held ég hafi aldrei séð jafn mikinn aragrúa af miðjumönnum fjúka út um leikmannagluggan á sama tímabilinu. hjá einu einasta stórliði í ensku deildinni.
    Hvernig dettur þeim í hug að selja tvo bestu CDM leikmennina okkar án þess að vera með plan A, plan B, Plan C, Plan D tilbúið ? Fabinho er líklega besti varnartengiliður sem Liverpool hefur nokkurn tímann átt, gæðalega séð og skarðið sem hann skilur eftir sig er nær því að vera hyldjúpur dalur frekar en agnarsmá sprunga.

    Ég geri mér grein að við erum líklega í ný uppþyrluðu ryki og kannski verða tveir varnasinnaðir miðjumenn komnir í lok gluggans auk miðvararðar sem eiga það allir sameiginlegt að vera gott betur en brúklegir. Þá er staðan allt öðruvísi.
    Klopp hefur kallað eftir þolinmæði frá okkur aðhangendum. Ég vona að sú þolinmæði borgi sig og í lok gluggans erum við nokkrum leikmönnum ríkari, því núna sem stendur erum við allt of mörgum miðjumönnum fátækari.

    6
    • Sammála þér með þetta Brynjar en þolinmæði okkar fer ört þverrandi korteri fyrir fyrsta leik og 27 dögum fyrir lok leikmannagluggans. Það verður mikið fróðlegt að heyra í Klopp um næstu mánaðarmót!

      3
  16. Óskapleg neikvæðni er þetta í mönnum og það áður en tímabilið byrjar, herra Klopp er búinn að segja að það komi fleiri menn sem styrkja liðið og ég ætla að trúa því þannig til annað kemur í ljós.
    Liverpool er búið að kaupa þrjá sterka leikmenn á árinu Gakpo, Mac Alistair og Szobo og það þeir eiga eftir að bæta við fleiri mönnum.
    Ég segi ekki að glasið mitt sé barmafullt af bjartsýni en það er langt frá því að vera hálf tómt eins og hjá mörgum hérna.
    Það er alltaf verið að gagnrýna eigendurnir og að sumu leyti með réttu en hvernig eigendur viljum við fá, viljum við arapana með fullt rassgat af peningum sem virða engar reglur og komast upp með það eða viljum við svona pabbakassa eins og eiga Chelsea og man utd. Ég er búinn að vera Liverpool maður alla mína hund og kattar tíð og mann alveg eftir því þegar klúbburinn var við það að fara í gjaldþrot og þessir eigendur komu og skáru okkur niður úr snörunni og fyrir það verð ég þeim þakklátur restina af lífinu og örugglega í því næsta líka.
    Það er nefnilega ekki svo víst að við fáum neitt betra eigendur þótt þessir fari frá klúbbnum.
    YNWA

    16
    • Algerlega sammála þér Tryggvi. Það er orðið hrútleiðinlegt að lesa menn ape-sjitta á liðið okkar hérna á þessum þræði. Peningar leysa ekki allt, sbr Chelsea, MUn osfr.

      FSG er þekkt stærð hjá okkur, fjarri því að vera fullkomnir eigendur, en það ætti að fara varlega í að óska eftir einhverjum eigendabyltingum án þess að vita hvað tekur við.

      7
    • Mér gæti ekki verið sama hvort eigendurnir komi frá Saudi Arabiu, BNA eða Rússlandi svo lengi sem þeir eru fjárhagslega samkeppnishæfir við eigendur hinna stóru liðanna, hver er ekki að svindla, það eru allir að svindla bara misjafnlega mikið, fótboltinn í dag snýst 100% um peninga, það er bara þannig.

      FSG er aldrei að fara að ógna hinum stóru liðunum þegar kemur að leikmannakaupum, viljum við að Liverpool Fc sé á pari við Fulham eða Stoke? nei ekki ég. Liverpool er stórveldi með mikla sögu og á að berjast um stóru titlana á hverju ári, undir eignarhaldi FSG er það vonlaust!

      pappakassarnir hjá Man Utd eða Chelsea mega alveg vera pappakassar áfram, enn það eru engir pappakassar sem stjórna Man City þeir eru að gera fína hluti með liðið og leikmannakaup, eru þeir að svindla, það má vel vera enn hver er ekki að því í heimi sem allt snýst um peninga og veðmál. Ég hef ekki áhuga á rekstri þessara liða ég hef áhuga á fótboltanum og því sem mitt lið er að gera.

      7
      • Þú hefur ekki áhuga á rekstri liða en hrópar eftir fjármagni í hvert einasta skipti sem þú sest við lyklaborðið til að viðra drauma þína um olíueignarhald.

        Að óska eftir rússneskum olíupeningum segir ýmislegt um hvers konar stuðningsmaður þú ert.

        En er þetta allt svona vitavonlaust? Einungis 6 titlar (7 með skildinum) á síðustu 4 árum.

        Þá er litið framhjá því að liðið fór tvisvar hátt yfir 90 stig án þess að vinna deildina og á síðustu 6 árum höfum við þrisvar leikið til úrslita í CL.

        Samt gaman að þú sért að vitna í söguna. Rifjum það upp að árin 1991 til 2018 voru heilt yfir mikil vonbrigði fyrir stórveldi og það var í raun ekki fyrr en árið 2019 sem velgengnin hófst að nýju undir eignarhaldi FSG.

        Ýmislegt má segja um FSG, Þeir hafa haldið vel utan um reksturinn og gert LFC samkeppnihæft við þá bestu á ný.

        Vissulega má gagnrýna skort á fjármagni til leikmannakaupa og þá sérstaklega það að ekki var farið að endurnýja miðju liðsins í fyrra. Einnig væri ég til í að sjá frekari uppfærslu á varnarmönnum í sumar.

        Einnig er áhyggjuefni að ekki var farið á fullu í að kaupa staðgengil fyrir Fabinho fyrr en salan var gengin í gegn.

        Og nei það eru ekki allir að svindla, heldur hefur regluverkið í kringum FFP brugðist. Við skulum bíða og sjá hver refsingin verður.

        11
      • Indi minn þú ert sá eini hér hrópandi með blóðskituna í buxunum yfir Rússneskum olíupeningum, þú er trúlega einn af mörgum sem ert heilaþveginn af rússafóbíu.

        Þú sagði við mig í síðasta þræði að skipta um lið, ef þig virkilega langar að fara út í svoleiðis umræðu þá hugsa ég trúlega mun meira um hag Liverpool Fc enn nokkurn tíman þú. Ég er búin að ráðleggja þér að skrolla yfir það sem ég er að skrifa.

        Þú virðist ekki hafa mikið skilmat hvað eru titlar og hvað eru stórir titlar, fyrir það fyrsta hefur Liverpool Fc aðeins unnið tvo stóra titla á þessum árum undir eignarhaldi vina þinna í FSG. Ég er búinn að marg útskýra fyrir þér og öðrum afhverju Liverpool gekk svona vel í 4 – 5 ár á þeim tíma sem þeir unnu þessa stóru titla vega sölunar á philippe Coutiho enn það virðist erfitt fyrir kjána eins og þig að skilja það sem ég er að skrifa.

        Þú þarft ekki að minna mig á sögu Liverpool Fc og allra síst hvað þeir voru að gera á áttunda áratugnum ég er nú nokkuð viss miðað við skrif þín að þú hafir ekki verið fæddur fyrr enn löngu eftir þann tíma.

        5
      • Indi minn, það má bæta því við fyrst þú staðhæfir að það séu ekki allir að svindla sem þú hefur ekki hugmynd um frekar enn ég eða aðrir. Enn ég er nokkuð viss að þú sér að vitna í Man City þegar þú talar um svind enn eitt þarf að hafa í huga að það er nokkuð ljóst að nýr eigandi Chelsea er sennilega á gráasta svæðinu þega kemur að þessum hlutum enn maður heyrir ekki mikið talað um það miðað við gagnrýnina sem fyrri eigandi Chelsea fékk.

        Ég er nokkuð viss að það sé mikil pólitísk utanaðkomandi áhrif sem ráða för hverjum á að refsa og hverjum ekki, þetta enduspeglast í því þegar ákveðnum þjóðum er meinuð þáttaka á íþróttamótum, pólitík og íþróttir eiga alltaf að vera aðskilin.

        4
  17. “The Blues moves guickly to cover the injury to Wesley Fofana”

    Frétt frá SkySport þar sem Chelsea hendir tæpum 40 millum í 25 ára miðvörð vegna meiðslavandræða á þeim bænum, auk þess landsliðsmaður Frakka.

    Eitthvað að gerast “kvikklí” heima hjá okkur?!

    4
  18. Gakpo getum við séð fyrir okkur að komi í staðinn fyrir Firmino.
    Mac Allister í staðinn fyrir Keita + Ox.
    Szoboszlai í staðinn fyrir Hendo.

    Þá á eftir að fá inn nýja menn fyrir Milner og Fab. Jújú, Curtis og Bajcetic eru kannski að fara að taka einhverjar mínútur í stað þeirra sem M+F komu með, en alls ekki allar og talsvert minna í reynslubankanum hjá þeim tveimur.

    Það er vissulega búið að losa eitthvað af leikmönnum sem voru komnir vitlausu megin við hæðina og farnir að dala, en Matip er t.d. enn í hópnum og er bara að fara í eina átt getulega séð héðan í frá. Núna ætti klúbburinn að vera að vinna að því að fá mann í staðinn fyrir hann, og ætti að vera löngu búinn að fylla upp í götin á miðjunni.

    Jújú, ef (og þetta er risastórt ef!) menn haldast heilir, þá gæti þetta kannski sloppið með Thiago, Curtis, Harvey, Bajcetic, Mac Allister og Szoboszlai á miðjunni. Sjá menn fyrir sér að liðið sleppi við meiðsli á miðjunni? Hef ekki trú á því, það þarf bara eina tæklingu eða eina óheppilega lendingu til að einn þessara verði frá í 2 mánuði. N.b. þá er bara alls ekki hægt að ætla Bobby Clark eða McConnell að ætla að spila nokkurt einasta hlutverk í þessum hóp þó þeir hafi alveg sýnt ágæta takta á undirbúningstímabilinu, þeir eru einfaldlega ennþá númeri of litlir, hvað svo sem síðar verður. Og maður þarf líka bara að spyrja sig: er þetta miðjumannahópur í liði sem vinnur titla? Þrír kjúklingar, tveir nýjir og einn gamall meiðslagjarn reynslubolti? Það væri mikil bjartsýni að halda það.

    Klukkan heldur áfram að tikka, og eftir því sem nær dregur fyrsta leik þá minnkar alltaf bjartsýnin.

    7
    • Nákvæmlega. Og ég áskil mér rétt til þess að eipsjitta eftir þörfum.

      6
  19. Sæl og blessuð.

    Ég held ég hafi ekki áður fagnað marki sem okkar fagurrauða (eða nú, grænhvíta) lið hefur fengið á sig. Sú var þó raunin í þessum ævingaleikjum. Það var aldeilis frábært að fá á sig fjögur mörk í leik, hvort heldur var óþekkt lið í þýsku deildinni eða hið tröllvaxna F.C Bayern.

    Það er einfaldlega sjálfsmorð að fara inn í deildina með heillum horfna Gomez og Matip, meiðslagjarnan Konete og Virgil á virðulegri niðurleið.

    Og ég trúi því ekki að FSG kjósi að velja þann kostinn. Við hljótum að fá einhverja grjótharða leikmenn í vörnina – einhverjar 100 mills þangað takk.

    Þessu ekki óskylt: hvar er þessi van der Berg? Af hverju er hann aldrei nefndur? er hann ekki löngu skriðinn yfir tvítugt?

    4
      • af hverju er hann ekki kallaður heim? stendur hann ekki undir væntingum?

  20. Sælir
    Vildi lika geta sett 10 like á AEG
    Súmmar stöðuna algjörlega upp
    Þó sumir sjái ekki í gegnum FSG er litið hægt að hjálpa þeim í því eftir þennan lestur
    Kv

    8
    • AEG, Alveg einstök gæði, sagði einhver hér að ofan.
      FSG, Farið söngvar galnir, segi ég.

      4
      • (en samt, gleymum því ekki að Liverpool hefði farið algjörlega í hundana hefði FSG ekki keypt félagið á sínum tíma)

        1
      • Ég er nú ekkert viss um að Liverpool hefði farið í hundana þótt Liverpool hefði verið dæmt niður um deild og einhver mun fjársterkari eigandi keypt klúbbinn á endanum og komið liðinu strax upp á nokkrum árum og við værum ekki ósennilega búnir að vinna mun fleiri titla í dag enn undir eignarhaldi FSG?

        6
  21. Ég hef aldrei baunað á FSG neitt sérstaklega en það fer að styttast í það allverulega……

    Rúm vika í ræsingu og Fab farinn,sem opnar tómarúm á hans stöðu og enginn sem virkar álitlegur kostur að mínu mati í hópnum. Ég skil bara ekki þetta hangs og ef ekki á að opna veskið,þá verður þetta erfiður vetur – þarf engan snilling til að sjá það. Styrking á vörn og miðju er algjör nauðsyn fyrir veturinn.

    6
  22. Eins og ég sé þetta núna þá er þetta búið spil, okkur vantar einn af bestu varnarsinnuðum miðjumönnum heims, sé ekki hvar við fáum hann, lavia er bara 19 ára smákrakkar með enga reynslu, eða hans reynsla er svo góð að southhampton féll úr deildinni þannig nei takk hann bætir ekki liðið næsta vetur, það er skothelt þessar 50m eru betur settar í gæða mann með reynslu, en miðað við hvað klopp var pirraður í gær þá lítur þetta ekki vel út.

    Ég tel þvimiður að það sé ekkert í spilunum í dag nema lavia ef hann kemur og ekkert annað þá endum við aldrei í top 4 því miður

    5
  23. Með þennan hóp þá erum við að fara að enda í 6-7 sæti, því miður. Meira að segja Klopp er farinn að pirrast út í saklausa aðdáendur sem biðja hann um að árita boli.

    2
    • Dæmigerð viðbrögð hjá bómulakynslóðinni….Sá engan pirring hjá Klopp léttur húmor í kallinum…

      6
  24. Hvað er annars að frétta af þessum triljónum kærum á man-city……juventus hefur fengið að finna fyrir því heima fyrir….

    6
  25. Þetta verður frábært tímabil. Við erum með ungan og þrælgóðan hóp. Losuðum út fúna fætur og trénaða takta. Liðið er ungt, en samt með gríðarlega reynslu.

    Blæs á allt þetta tuð um að við getum ekki varist. Æfingaleikir eru ÆFINGAleikir. Taktíkin var ekki að gera allt til að vinna leiki heldur til að prófa ákveðna hluti sem er ekki hægt að prófa á æfingasvæðinu. Ég sá ummæli að ofan að “Klopp kunni ekki að ganga frá leikjum—af því að við létum kjúlla spila í æfingaleik..! Svona rugl dæmir sig sjálft.

    Það er fáránlegt að meta ekki þá sem við höfum og þekkjum, ef því að það er til jútjúb vídíó af einhverjum dúddum að sóla einna mann.

    Okkur vantar miðvörð — engin spurning. Okkur vantar líka djúpan miðjumann. En ekki láta eins og hópurinn okkar sé einhverjir lúðar. Við erum með lið sem er nógu gott til að spila um topp 4 algerlega.

    Nenni ekki svona neikvæðni eins og má lesa hérna að ofan. Menn komnir á innsog með bréfpoka og haus milli lappanna í byrjun ágúst. Liverpool er lífið — ekki bara dótakassar og rósadansar.

    15
    • Amen eftir efninu.
      Hjartanlega sammála þér Andri.
      Ég ætla í það minnsta að bíða eftir að tímabilið fari af stað áður en fer að ofanda og naga á mér neglurnar af stressi, það eigi eftir að koma fleiri leikmenn sem styrkja liðið okkar.
      YNWA

      2
  26. strákar , úr einu i annað, hvernig er best(ódýrast) að nálgast miða á Anfield ?

    1
    • Best er að versla við viðurkennda aðila og fá miðan örugglega í hendur vel fyrir leik. Þú borgar hærri upphæð en hjá frænda Andy á horninu á Gilman Street, en ef þú ert að kaupa flug, gistingu og annað uppihald, þá er dýrt að þurfa að húka á Park með leikinn á fullu nokkrum metrum frá ef miðinn klikkar.

      2
  27. Klúbburinn hefur losað sig við sirka 1.5m punda í launum á mánuði fyrir þá sem yfirgáfu okkur. Ekki nema 300k eða svo komið inn og þar að auki erum við með sirka 5 leikmönnum færri en á síðasta ári.

    Þetta er eitthvað sem þarf að leiðrétta og það í sumar. Hvað mig varðar þá hefur mér funstist Liverpool mjög dapurt í sumar eftir að hafa byrjað sterkt með kaupin á Mac Allister. Szlobby allt of dýr hjá liði þar sem eigendur vilja helst ekki opna veskið. En svo kom himnasendingin frá Sádi Arabíu. 52m kúlur inn og hjálpin sem þurfti til að endurræsa innkaupadeildina. Hvað gerist? Akkúrat ekkert!

    Eins og staðan er í dag með þennan leikmannahóp, þá verður það ströggl að enda í topp 4. Missa einn eða tvo í meiðsli og þetta verður enn verra. Það er engin heil brú í þessari stefnu hjá liðinu. Við erum með virkilega sterkan kjarna sem þarf á hjálp að halda og það þarf ekki neitt öskrandi mikla fjárinnspýtingu til að lagfæra þetta.

    En………

    9
  28. Vá tímabilið er sem sagt búið áður en það byrjar, eins gott að hafa væntingarnar í lámarki.

    Ömugurlegt að sjá LFC fara beina leið niður og það í beinni.

    2
  29. Skv transfermarket er Liverpool með fæsta í hóp, 22 leikmenn, lið í kringum okkur eru með 30-32 leikmenn.
    Ekki veit ég hvað hvetur menn til einhverrar bjartsýni ef staðan verður svona þegar að glugginn lokar. 2 leikmenn inn og 6 leikmenn út ? Er það styrking ?

    4
  30. Asskoti súrt að sjá Josko Gvardiol fara til City. Það er varnarmaður sem ég hefði viljað sjá hjá Liverpool.

    4
    • Henderson14, þú ert ekki einn um það, ég var að vona að sögusagnirnar sem ég heyrði í síðustu viku að Liverpool væri að skoðan hann væru sannar, bæði ungur og góður leikmaður sem hefði gefið okkur mörg góð ár með hann í vörninni.

      Framundan er langur og erfiður vetur fyrir okkur Liverpool stuðningmenn, eins og staðan er núna fer ég með engar væntingar inn í þetta tímabil.

      5
      • Plús það að hann á víst að vera Liverpool stuðningsmaður. Helvíti súrt að sjá a.m.k. tvo slíka spila með City (KDB og Gvardiol).

        6
    • Boston RS hefur 9 titla undir belti. Fjórir af þeim hafa komið síðan árið 2002, eftir að FSG keyptu klúbbinn.
      Hinir 5 titlarnir komu allir fyrir árið 1919!!

      Það tók Boston RS 101 ár að vinna 5 titla áður en FSG keypti klúbbinn. Það hefur tekið þá 21 ár að vinna 4titla eftir að FSG keypti klúbbinn.

      Menn eru fljótir að gleyma nefnilega.
      LFC hafði ekki unnið ensku deildina býsna lengi, en tókst það á örfáum árum eftir að FSG eignaðist klúbbinn. Þá unnum við líka allt sem hægt var að vinna.

      Þau ár sem liðin eru síðan við unnum þetta allt, eru hjóm eitt miðað við tímann sem við biðum eftir því!!

      Insjallah
      Carl Berg

      2
  31. Ég tek undir með flestum hér. Liðið sem hefur barist við City undanfarin ár, halað inn tekjur og er verðlaunað með Tsimikas sem varabakvörð vinstra megin og hinum megin ungling sem á ekki leik í PL. Sama og engan DM. Punkteraða Matip og Gomez í miðverði í stað hnignandi Van Dijk og meiðslapésa Konaté. Liðið losar sig við c.a. 6 leikmenn og fá 2 í staðinn. Þessi rekstur á liðinu er ferlega vandræðalegur og metnaðarlaus. Klopp á að gera gull úr engu. Kannski kaupa 19 ára strák á uppsprengdu verði frá So’ton með frekar auða ferilskrá. Förum úr því að vera meistarar í að vera heppnir að ná 5.sæti. Yrði hissa ef liðið endar ofar en 7.sæti í vetur. Sé alveg fyrir mér að City, Utd, Chelsea, Arsenal, Newcastle, Tottenham, Villa og Brighton endi öll ofar en Liverpool.

    7
  32. Er einhver ástæða til að vera bjartsýnn fyrir tímabilið?

    Svona ef maður er raunsær og ekki með “alltaf-næsta-tímabil-Liverpool-gleraugun” á sér?

    Varnarlega (miðja + vörn) lítur liðið alveg skelfilega út.

    2

Gullkastið – Nýja leikmenn strax!

Staðan á leikmannamarkaðnum