Árshátíð Liverpoolklúbbsins

Hin alþekkta og magnaða árshátíð Liverpoolklúbbsins er rétt handan við hornið!

Árshátíð Liverpoolklúbbsins verður haldin á SPOT í Kópavogi laugardaginn 9. október. Goðsögnin Steve McManaman verður heiðursgestur að þessu sinni, en hann lék á sínum tíma 364 leiki fyrir Liverpool og var einn allra besti leikmaður félagsins á 10. áratug síðustu aldar.

Veislustjóri verður Villi Naglbítur og Pálmi Gunnarsson mun opna árshátíðina með laginu okkar allra.

Frekari upplýsingar um dagskrá, máltíð og verðer að finna á Facebooksíðu Liverpoolklúbbsins og skráning á hátíðina er að finna á þessum hlekk sem hægt er að smella á til skráningar

Árshátíðir Liverpoolklúbbsins á Íslandi eru þekktar vel út fyrir landsteinana enda eingöngu snillingar sem mæta þangað, vert að mæla með!!!

7 Comments

  1. Ber álíka virðingu fyrir McManaman og Owen. Heimamenn sem sviku klúbbinn.

    5
    • Hann fór á einhverju stigi ferilsins til annars liðs. Með ólíkindum langsótt að erfa það við hann núna rúmlega 20 árum seinna.

      Þannig að þú berð basicly bara virðingu fyrir Gerrard og Carragher af bestu leikmönnum Liverpool frá þessari öld?

      Það er ekki beint eins og það sé óskiljanlegt að líklega besti leikmaður Liverpool á late 90´s tímanum hafi viljað reyna fyrir sér hjá Real Madríd.

      13
      • Það er ekki beint eins og það sé óskiljanlegt að líklega besti leikmaður Liverpool á late 90´s tímanum hafi viljað reyna fyrir sér hjá Real Madríd.

        Svona álíka skiljanlegtog hjá Owen og skipti Sterling yfir í City.

        Mig minnir að þú hafir ekki verið sérlega ánægður með sendiherraskipun Owen hjá LFC. Værir þú til í að fá Sterling aftur?

        Ekki var biturleikinn í Liverpool borg minni þegar Macca fór sem var reyndar á siðustu öld.

        Vissulega vann hann tvo Evrópudeildaritla með RM en þar man enginn eftir honum og í dag treystir hann á menn eins og þig sem eru fljótir að gleyma og eiga auðvelt með að fyrirgefa vegna þess að Liverpool aðdáendur eru þeir einu sem muna eftir honum.

        1
      • Ég er ekki og hef ekki verið einhver sérstakur aðdáandi McManaman en hann var einn besti leikmaður Liverpool í 10 ár og á fínan feril hjá félaginu. Hann er mjög flottur gestur á Árshátíð klúbbsins sem er ár eftir ár fáránlega vegleg. Hann fór frá Liverpool með svipuðum hætti og er orðið meira venja í dag. Tæki t.a.m. fagnandi á móti Wijnaldum eftir 10 ár. McManaman miklu frekar en t.d. Raheem Sterling enda miklu stærri partur af sögu Liverpool. Sterling fór frá Liverpool með mun meiri stælum en McManaman og beint til beinna samkeppnisaðila, hann var engu að síður fín viðskipti fyrir Liverpool.

        Stóra vandamálið með Owen var að hann fór til United undir lok ferilsins. Aðalástæðan fyrir því að hann kom ekki aftur eins og t.d. Ian Rush er reyndar vegna þess að Liverpool langaði ekki að fá hann aftur. Ekki jafn mikið og Newcastle.

        Það sem ég er að meina er að þeir eru líklega fáir þér þóknanlegir sem gestir á árshátíð ef það er nóg að þeir fóru frá félaginu einhverntíma á ferlinum.

        11
  2. Ég leit alltaf á McManaman sem Liverpool mann í Madrid. Tókst að samgleðjast þegar hann skoraði í úrslitaleik CL. Ég fyrirgaf líka Torres eftir nokkur ár.

    9
  3. Ef Owen hefði sleppt þessum Utd félagaskiptum í lok ferilsins væri hann klárlega talinn club legend. Með þeim félagaskiptum eyðilagði hann orðspor sitt hjá klúbbnum. Það eina sem maður getur kvartað yfir McManaman var að hann skildi fara frítt frá klúbbnum en…..

    …..það þarf líka að hafa í huga að þegar McManaman yfirgefur klúbbinn var nkl. ekkert búið að vera í gangi hjá félaginu síðustu árin. Liðið var langt á eftir Arsenal og United og var að enda frá 3.-7 sæti í deildinni árin á undan og norskir leikmenn voru í stórum hlutverkum. Hvernig átti hann að geta sagt nei við Real á þessum tíma?

    Ef maður setur sig í hans spor, 27 ára, á þessum tíma. Hvort hefði maður viljað spila í meistaradeildinni með Real eða með Liverpool í engri Evrópukeppni næsta tímabilið? Hvort myndi maður vilja spila með Roberto Carlos, Raúl, Eto’o, Morientes, Anelka eða Björnebye, Staunton, Ince og Riedle? Hefði maður sagt nei, manni hefði verið gefið tækifæri á margfalda launin sín?

    McManaman hefur alltaf talað fallega um klúbbinn og verið flottur sendiherra félagsins. Hann er klárlega Liverpool club legend!

    11
  4. Spàidi því að núna strax er thiago að verða búin að missa sex vikur af seasoninu og manni finnst þetta hafa verið vika. Ég held að hann sé mjög oft að taka einmitt þessi meiðsli 2-3-6 vikur hér og þar og hafi lika gert það hjá Bayern.

    En er bjartsýnn á morgundaginn og spái 2-0 solid bara leikur þar sem allir spila vel. Salah og firmono skora en ég held að firmino byrja kostnað jota. Hann er klárlega ennþá einn af fyrstu mönnum á blað hjá Klopp og jota mun þurfa tíma til að vinna sér inn sætid hans Firmino.

Porto 1-5 Liverpool

Upphitun: heimsókn frá Manchester