Benfica í 8 liða úrslitum – miðar komnir í sölu!

UPPFÆRT 11:35

Samstarfsaðilar okkar í Englandi, Travel4Football hafa sett miða á seinni leikinn í 8 liða úrslitum við Benfica í sölu.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því að öskra drengina áfram í undanúrslit geta smellt á þennan hlekk hér til að staðfesta þann vilja sinn!

Við munum setja upp frétt um miðana síðar í dag einnig – en þetta er einfalt – það þarf að hugsa hratt, þeir seljast nefnilega hratt þessa dagana.

UPPFÆRT

Við munum mæta Portúgölsku meisturunum í Benfica í 8 liða úrslitum og verður fyrri leikurinn á stórglæsilegum leikvangi þeirra Estadio da Luz.

Í undanúrslitum ef við förum þangað munum við mæta sigurvegurunum úr viðureign Bayern Munchen og Villareal. Fyrri leikur þeirrar viðureignar færi fram á Anfield ef svo fer.

Aðrir leikir eru svo Chelsea – Real Madrid og Man City – Atletico Madrid. Sigurvegarar þeirra leikja munu svo mætast í undanúrslitum.

BRING IT ON!!!!

Við ætlum til Parísar krakkar – það er bara svoleiðis.

Um leið og travel4football opna fyrir sölu á miðum sínum á leikinn við Benfica munum við setja upp hlekk á síðuna undir sérstakri frétt.

Upphafleg frétt

Í dag er dregið í 8 liða úrslit og síðan næsta skrefið einnig, undanúrslit, í Meistaradeildinni.

Í pottinum eru eftirtalin lið:

Engar ákveðnar reglur eru í gangi héðan frá, öll þessi 8 lið geta mætt öllum í þessum umferðum. Þrjú lið frá Englandi og Spáni, þýskt og portúgalskt lið en einmitt þessi 4 lönd eru efst á UEFA listanum, ekkert frá Ítalíu eða Frakklandi.

Við munum fylgjast með drættinum – endilega henda inn óskamótherjum hér að neðan og hvernig þið sjáið framhaldið.

Síðar í dag eða í fyrramálið munum við setja inn frétt um möguleg miðakaup í gegnum samstarfsaðila okkar, Travel4football.

32 Comments

 1. Klára bara eitt land í einu, byrja á Portúgal svo Þýskaland og hefna svo gegn Real í úrslitaleiknum.

  6
  • Já, var það ekki. Það á margt eftir að gerast en mætti segja mér að planið rætist.

   2
 2. Óskaliðið er auðvitað Barcelona.

  Nei bíddu…

  sorrý, það er United sem er óskaliðið.

  Nei bíddu aftur…

  Mér er eiginlega nokk sama. Held þetta verði allt drulluerfiðar viðureignir. Treysti Klopp og strákunum.

  8
 3. Trent meiddur og verður ekki með gegn N.Forest ekki gott vonandi jafnar hann sig fljótt!

  3
 4. A.Madrid væri gaman. Ólíkt mörgum finnst mér alltaf gaman að horfa á þá spila. Vona ensku liðin fái öll alvöru lið. Sérstaklega Man City.

 5. Ég spurði einn bitran stuðningsmann manhjúdd klukkan hvað drátturinn væri en fékk ekkert svar. Eru þeir ekkert með?

  12
 6. Ég myndi vilja sjá Man City fá alvöru slag á móti Bayern eða Real Madrid.
  Ég væri mest til í Benfica eða Villareal með fullri virðingu fyrir þeim þá eru þau slökust á pappirum.

  1
 7. Frábær dráttur, og ef við förum áfram þá bíða annað hvort Bayern eða Villareal
  Mjög sáttur með þetta þó að þetta sé að sjálfsögðu erfiður slagur, en hann hefði svo sannarlega getað orðið mun erfiðari.

  5
 8. Nákvæmlega ekkert að þessu.

  Svo er ágætt að leyfa harðhausunum í AM að tuskast í City í 200 mín. eða svo.

  Hlakka til að fylgjast með!

  6
 9. Algjör draumadráttur! Nú lendir ManCity i Athletico hakkavélinni, gæti ekki verið betra.

  7
 10. Þetta eru og verða hörkuleikir, allir af þeim.
  Benfica er bananahýði og svo myndi ég frekar vilja bayern heldur en villareal! (Nei, ég gleymi aldrei evrópudeildinni)

  4
  • Held að það séu samt engin bananahíði í 8 liða urslitum meistaradeildar.

   3
   • Yep það er nokkurn veigin þannig ef þú ert í 8 liða í meistaradeild þá ertu þar að ástæðu það er engin heppni.

    5
   • Í 8 liða úrslitum eða ekki þá á Liverpool að sigra benfica í 2 leikja úrslitum á blaði og í flestum tilvikum. Þess vegna er þetta bananahýði (það er ý í hýði)

    3
 11. Þetta var nálægt því að vera fullkominn dráttur og líka mjög góður fyrirboði. Ég held að í fjórum af síðustu sex skiptum sem Liverpool hefur unnið Evróputitil höfum við mætt portúgölsku liði í 8-liða úrslitum

  5
 12. Hef ekkert séð til þessa Benfica liðs en eitthvað hljóta þeir að kunna fyrir sér fyrst þeir eru komnir þetta langt? Reikna með hörkuviðureign og minni á að það hefur hingað til hentað okkar liði fremar illa að teljast betra liðið en þetta verður einhver veislan maður lifandi

  4
 13. Var einmitt að vona að City fengju AM og er svo helsáttur við Benfica.

  6
 14. Sælir félagar

  Það má segja að þetta sé óskastaða í Meistaradeildinni. Við fáum ekki enskt lið nema mögulega í úrslitum og ættum að geta komist þangað ef allt fer vel, meiðsli og veikindi. Gaman fyrir City að kljást við AM í tveimur leikjum og sá seinni verðu 120 + vító. Reikna með City og RM í undanúrslitum og við þurfum líklega að eiga við Bæjara í okkar undanúrslitaleik. Þetta verður fjör 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
  • Einmitt AM er þannig lið að það sýgur úr öllum orku þetta er það leiðinlegasta sem ég fylgist með ég er mjög feginn að City þurfa kljást við þá.
   Skil ekki að eh nenni að horfa á þetta lið spila knattspyrnu.

   5
 15. Vantar smá ráð.
  Hvernig eru sætin þarna ?
  Getur maður lent í raun hvar sem er á langhliðinni ?

  VILLAGE HOSPITALITY
  The Village is located in the Sandon. Originally owned by John Houlding, the first LFC president, the Sandon holds a special place in LFC’s history. Guests will enjoy great food, a friendly service, whilst savouring the famous pre-match atmosphere. Exclusive post match access is also given to guests after the game.

  Match ticket in the wing section of the Upper Sir Kenny Dalglish Stand.

 16. Vantar smá ráð.
  Getur maður lent hvar sem er á langhliðinni ?

  VILLAGE HOSPITALITY
  The Village is located in the Sandon. Originally owned by John Houlding, the first LFC president, the Sandon holds a special place in LFC’s history. Guests will enjoy great food, a friendly service, whilst savouring the famous pre-match atmosphere. Exclusive post match access is also given to guests after the game.

  Match ticket in the wing section of the Upper Sir Kenny Dalglish Stand.

 17. Vantar smá ráð
  Getur maður lent í því að sitja hvar sem er á langhliðinni hérna ?

  VILLAGE HOSPITALITY
  The Village is located in the Sandon. Originally owned by John Houlding, the first LFC president, the Sandon holds a special place in LFC’s history. Guests will enjoy great food, a friendly service, whilst savouring the famous pre-match atmosphere. Exclusive post match access is also given to guests after the game.

  Match ticket in the wing section of the Upper Sir Kenny Dalglish Stand.

 18. Er vandræðalega svekktur að komast ekki til Lissabonn á fyrri leikinn því Benfica er líklega liðið mitt númer tvö í heiminum eftir að móðir mín heitin flutti til Portúgal og tók ástfóstri við þetta lið og kom því áfram á mig.

  Ótrúlega stór klúbbur og heimavöllurinn magnaður, en að því sögðu þá eru þeir klárlega sá mótherji þarna sem er bæði saddastur að vera kominn í 8 liða úrslit og með slakasta leikmannahópinn af liðunum sem eftir eru. Mjög góður dráttur á allan hátt og stemmingin á þessum leikjum verður rosaleg, áhangendur Benfica eru háværir og ótrúlega ástríðufullir. BRING IT ON!!!

  14
 19. Afar vondar fréttir af Trent. Ætli sé hægt að kalla Neco Williams til baka úr láni?

  2
  • Stórefast um það, eru ekki lánssamningar að jafnaði fyrir eina önn í senn? Endurkallanir virðast hafa átt sér stað í janúarglugganum ef ég man rétt, en endilega leiðréttið mig ef ég er að rugla.

 20. Milner leysir TAA af í nokkra leiki. En er þetta ekki eitt besta kommentið?
  @petercrouch
  : “If you watch the game, you don’t see Firmino. If you watch Firmino, you see the whole game.”

  9
  • þettta komment átti vel við 2019.

   Jota er betri en Firmino í dag og liðið skorar meira og er með meiri stigasöfnun með DJ á toppnum.

   1

Arsenal 0-2 Liverpool

Nottingham Forest á morgun (8 liða úrslit FA bikarsins)