Liverpool 0 – 0 United

Mörk

Alls engin í dag.

Gangur leiksins

Byrjum á fyrri hálfleik. Við komum inn í leikinn af miklum krafti, fengum 6 horn á fyrstu 16 mínútunum. United stilltu upp 7 leikmönnum sem hægt er að telja varnarsinnaða, McTominay var í sóknartengiliðnum. Jább. Scott blessaður.

Það var þó því miður þannig að líkt og í síðustu leikjum náðum við ekki að opna varnarmúr liðs sem liggur jafn djúpt og gestirnir mættu inn í þennan leik og þegar Oliver flautaði til hálfleiks var staðan markalaus og í raun ekki komið til kasta Onana að verja bolta sem hann var í vanda með.

Í síðari hálfleik byrjuðum við frekar hægt, sóknarleikurinn náði sér ekki á strik og United fóru að ná smá sjálfstrausti og að halda aðeins í boltann. Gravenberch virtist togna í nára og þurfti að koma útaf, Klopp ákvað að kippa Szobo útaf með honum eftir afar dapra frammistöðu Ungverjans knáa, flytja Trent upp á miðju og setja Gakpo í holuna í 4231.

Hættulegasti færið okkar féll í fætur Trent rétt utan teigs þar sem Salah lagði á hann boltann og skotið sleikti stöng með Onana frosinn. Curtis og Elliott var þá hent inná og við enduðum leikinn á að spila með 442 sem auðvitað þýddi að leikurinn varð ansi opinn og það var í raun Alisson sem átti bestu vörslu dagsins þegar hann varið frá Höjlund einn gegn einum. Konaté var næstur því að skora í lokin eftir að boltinn féll fyrir fætur hans upp úr horni en laust skot hans var beint á Onana.

Dalot lét reka sig útaf í lok uppbótartímans en markalaust jafntefli niðurstaðan, það fjórða í þessum leik á síðustu níu árum.

Umræðupunktar

* Skulum byrja á því jákvæða. Við erum ekki að halda með Manchester United. Vá hvað það er í raun sorglegt að lið af þessari stærðargráðu mæti i svona stóran leik á þennan hátt. Örugglega skiljanlegt og við máttum undirbúa okkur undir það en samt, úff hvað það er langt fallið á þessu félagi!

* Að því sögðu þá verðum við að klára svona leiki. Með posession upp á 66% og 34 tilraunir að marki þá bara áttu að vinna. Sama hver mótherjinn er, þ.e. ef þú ætlar að ná árangri eins og þeim að vinna titil.

* Eftir 15 heimasigra í röð í deild töpuðum við stigum á heimavelli, auk þess þýddi markalausa jafnteflið það að við náðum bara að jafna félagsmet um mörk skoruð í 34 leikjum í röð. Þetta tvennt er ekkert skemmtilegt að United hafi náð að skemma.

* Síðustu leikir hafa verið þungir og erfiðir á margan hátt, sóknarlínan er að því er virðist bara dottin úr sambandi, Salah sá eini sem hefur komist á blað í deildinni frá því í byrjun nóvember og galdurinn í skónum þeirra virðist bara horfinn að mestu. Við sáum það í dag að sjálfstraust Diaz, Nunez og Gakpo í færunum er ekkert!

* Það er í raun magnað að vera í 2.sæti í deildinni og bara einu stigi frá toppnum miðað við það að við erum enn heldur ekki komin með á hreint hver besta miðjan okkar er, eða í raun leikkerfið þar. Í dag var Endo á fínu róli en alls ekki Grav og Dom. Enn einu sinni var Trent settur inn á miðju til að kveikja á einhverju…og ég held að það styttist alveg í varanlega ákvörðun um það ef ekki beygir í rétta átt.

* Að öllu sagt þá er það nú bara ansi ágætt að vera svona pirraður með jafntefli heima gegn United verandi í 2.sætinu, komnir í 16 liða úrslit EL og í báðum bikarkeppnum. Og aftur, við þurfum ekki að horfa á annan Unitedleik fyrr en í vor, þökkum fyrir það.

Næstu skref

Á miðvikudaginn er það 8 liða úrslit Carling Cup gegn hörkuspræku West Ham liði sem bakkaði yfir Úlfana í dag. Svo er það seinni partsleikur Skötudaginn eina við Arsenal þar sem toppsæti deildarinnar er í boði. Við þurfum að vera búin að pússa markaskóna þá takk!

52 Comments

    • Gary Neville sagði að United var mun betra liðið i þessum leik og óheppnir að vinna ekki…
      Eflaust verra að hlusta á Íslensku lýsendurnar en geri ráð fyrir því að þú þurfir ekki að kunna lesa né skrifa til að geta lýst leikjum yfir höfuð.

      3
  1. Skelfileg úrslit!

    Andskotinn sjálfur, hefði verið gott að ná sex stiga forskoti á Man City.
    miðað við spilamennskuna núna er ég ekki spenntur fyrir janúarmánuðinum.

    7
  2. Algerlega ömurlegt og skömm að!
    Bara áframhald af spilamennsku undanfarinn leikja!
    Þetta lið getur ekki neitt!!

    10
  3. Virgil, Tsimikas og Alisson þeir einu sem spila á pari í dag.

    Allir aðrir undir pari.

    Ótrúlegt að segja að það lítur út fyrir að það vanti gæði í sóknarleikinn. Það er svosem ekkert að koma í ljós í dag en það skín í gegn þegar miðjumenn eru ekki að bjarga liðinu með undramörkum.

    Tvö töpuð stig og nú verður liðið að vinna á móti Arsenal næstu helgi.

    Áfram Liverpool!

    10
      • Sammála, gleymdi að nefna Endo sem skilaði fínni frammistöðu, amk eins og gæði hans bjóða upp á.

        6
  4. Úr því Dalot fauk út af (fyrir minni sakir, að mínu mati) var Nunez bara grútheppinn að fá ekki rautt þegar hann klappaði fyrir dómaranum eftir gula spjaldið sitt. Grútheppinn! Þessir suður-amerísku stælar eiga eftir að koma honum í koll.

    Og fokk hvað þetta eru glötuð úrslit… en samt betri en tap.

    7
  5. Við þurfum að fara skoða þessar frammistöður hjá Núnez, hann er skelfilegur.

    12
    • Ég veit alveg hvert þú ert að fara. En til varnar…þá spilar Klopp ekki með níu. Nunes er pjúra nía, og okkar bolti hentar honum ekki, hvort það sé honum að kenna eða uppsetningunni á liðinu veit ég ekki. Hann fékk engar matanir í dag til að skjóta í slá eða stöng, er það honum að kenna eða hreinlega skipulaginu?, hann er engin Firmino það er alveg á hreinu og við skulum aldrei bera þá 2 saman. Ég veit alveg að Nunes hefur fullt af mörkum í sér, hann skorar mikið fyrir sitt landslið. En mun hann gera það fyrir LFC…who knows?

      4
      • Mér gæti ekki verið meira sama hvaða stöðu Klopp spilar honum hefur fengið fullt af færum og alvöru 9 skorar úr þeim og færið gegn Luton svíður mest

        4
      • Darwin er bara ekki nægilega góður til að vera byrjunarliðsmaður hjá Liverpool, ég vil ganga svo langt að segja að hann sé orðinn dragbítur á þetta lið. Lætur endalaust plata sig í rangstöðuna, klárar færin sín illa og missir hausinn þegar hann verður pirraður. Ég er í raun steinhissa á því að leikmenn Utd hafi ekki gert meira af því að pirra hann eftir að hann fékk gult.
        Hann má eiga það að hann er duglegur, hleypur mikið og djöflast en það bara skilar afskaplega litlu. Núll mörk í síðustu tíu leikjum og í þessum leikjum hefur hann að meðaltali náð einu skoti í leik sem hefur hitt á markið. Óboðlegt.

        2
  6. Bara flottur leikur hjá Liverpool. Sumar sendingar of og aðrar van en algjörir yfirburðir á öllum sviðum eins og tölfræðin sýnir. Það vita það allir sem vilja vita að það er erfitt að spila gegn 11 mönnum í vörn og plássið er ekki mikið. Auðvitað var eitt og annað sem betur mátti fara en að hrauna yfir liðið er ekki sangjarnt gagnvart okkar mönnum. Við erum í öðru sæti og það er akkúrat þessum sömu mönnum að þakka. Göngum áfram veginn saman 🙂
    YNWA

    27
    • Ég var einmitt að hugsa það sama, vorum í raun bara óheppnir að united eru með stóran meiðslalista, mögulega komið aðeins framar á völlinn með betri menn inn á.

      Það var bara eitt lið á vellinum sem var að reyna og reyna, auðvitað virkar rútan stundum og þú nærð stigi, annars mundu lið ekki koma á anfield og spila svona.

      Næst á dagskrá, gleyma þessum leik – sjá united tapa næstu 3-4 leikjum og æfa skalla boltan á markið, eða einfaldlega gefa Peter Crouch samning.

      3
    • Þeir tóku nú bara Mourinho á þetta, maður var aldrei með hjartað í buxum þegar þeir fóru í sókn, þetta var alltaf 11 menn fyrir aftan boltan, jafnvel í sínum eigin vítateig…kannski markteig líka á köflum…en eins og 10 há sagði að þeir væru þarna til að sækja sigur…já einmitt.

      2
  7. Endó góður í leiknum en miðaverðir man utd bestu menn vallarins og átu nánast allt sem kom að marki hjá þeim.

    9
  8. 7-0 í fyrra og utd var alltaf að fara loka og taka fáa séns.
    Menn hljóta að fara vinna í sóknarleiknum færslur og hlaup og annað.
    Við erum svakalega bitlausir
    34 skot og ekki einu sinni stóð maður upp og fannst eitthvað vera gerast.
    12 horn og ekki eitt skapaði hættu að ráði.
    Nunez ? Hvað getur maður sagt ég botna ekki í honum oft eftir næsta leik gæti maður elskað hann en svo er bara eitthvað Diaz hefur ekki komist á skrið frá pabbans var rænt. Sobo er bara oft mjögungglamalegur nefni nokkra. Sem ég hef mikla trú á.
    Það er eitthvað allt svo þunglamalegt hjá okkur þessa daganna
    Stóru leikirnir
    Chelsea stig
    Spurs tap
    City stig
    Newcasrle sigur
    Manutd stig
    6 stig af 15 í þessum leikjum……

    6
  9. Alisson bjargaði okkur alveg þegar hann varði gegn Højlund í seinni. Mættum hálfgerðu varaliði Utd en náðum ekkert að gera.
    Call the season off!

    7
  10. Sælir félagar

    Óskaplega dapurt hjá Liverpool og MU fengu tvö bestur færin í þessum leik. Sóknarleikur liðsins á að snúast mikið um Darwin Nunez sem engan veginn stendur undir því. Afar dapur búinn að vera í vetur og virðist gjörsamlega fyrirmunað að skora mörk þó hann fái færi til sem hann fékk að vísu ekki í leiknum. Hugmyndsnauður sóknarleikur en varnarleikurinn í góðu lagi svo sem.

    Skiptingar Klopp komu of seint og breyttu nákvæmlega engu um struktur leiksins. Enginn leikmaður góður á miðju og sókn en varnarliðið stóð sig með Alisson bestan eins og venjulega. Leikurinn í heild vonbrigði og það þarf að fara að setja sóknina upp á nýtt með það í huga að leikmenn hafi einhverja hugsun í framlagi sínu. Darwin og Diaz glórulausir leikmenn sem engu skila nema djöfulgangi. Það er nauðsynlegt að koma einhverri vitrænni vinnu inn í sóknarleikinn sem er einhverveginn algerlega glórulaus.

    Ég man ekki lengur hvenær sóknin hefur skilað marki í opnum leik. Dómgæslan slök og útkoman mikil vonbrigði gegn þessu getulausa MU liði. Þeir eiga samt hrósið eftir leikinn fyrir að leggja sig algerlega fram í leiknum allan tímann meðan sumir LFC leikmenn voru meira og minna á hálfum hraða og endalausar þversendingar í öftustu línu koma aldrei til með að skila mörkum.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
    • Salah (sóknin), skoraði í síðasta deildarleik, þannig að ekki nær minnið þitt mjög langt aftur Sigkarl

      6
    • Ég veit ekki alveg hvaða leik þú hefur verið að horfa á, en dómgæslan var nú minnst áberandi í þessum leik.

      2
      • Aðeins að bæta við þennan legg hjá mér, sendingar, skot og allt það var bara hræðilegt hja LFC, maður stundum gafti og spurði sjálfan sig hvort LFC væri að reyna skora eða skjóta í keilu. Varnarleikur hjá mu var góður, ef maður er í bowling.

        3
    • Alls ekki sammála með færin, við erum með nálgægt 3 í xg meðan Utd er með eitthvað í kringum 0.5. Þetta er svona svipað og þegar við unnnum 7-0.

      3
  11. Miðað við þessa frammistöðu er ég strax farinn að kvíða fyrir leiknum á móti Arsenal.

    10
  12. Fæ ekki skilið að þetta væri ekki hendi. Annars mjög slæmur leikur hjá LIV sem voru með skítinn í buxunum.

    7
    • Veit ekki af hverju commentið á þinn póst fór neðst.
      Ég held að reglan sé að boltinn skoppar frá líkamanum upp í hönd sé ekki víti…en það er allavega að held stundum til að réttlæta sjálfan mig að sé ástæðan

      1
    • Í mínum fótbolta leikjum í denn var hendi er þú stöðvaði bolta með hendi. En þessar reglur í dag eru margar hverjar kjánalegar og sérstaklega eftir að VAR kom.

      2
  13. Með hendina þá er það skýrt í reglunum
    Að ég boltinn skoppar af eitthverjum líkhamdhluta og í hendina þá er það ekki hendi.
    Þessi 2 töpuðu stig skrifast á okkur sjálfa.
    Við erum stigi frá 1 sætinu og getum náð því með sigri í næsta leik á Anfield.
    Svo leiðréttum við þessi stigatap á OT seinna þar sem þeir geta ekki bakkað svona og þurfa að spila fótbolta við okkur.
    Liverpool er á frábærum stað.. gleðjumst

    5
  14. Liðið okkar var ekkert slæmt. Andstæðingurinn spilaði eins og neðrideildarlið; pakkaði í vörn og náði þeim einu úrslitum sem það gat vænst. Eru væntanlega himinilifandi með þetta. Mér fannst þetta svosem líka vera hendi á Shaw. En það virðist vera 50/50. Við vorum betra liðið en alls ekki nógu beitt fram á við. Er sem er.

    9
  15. Mér fannst Endo bestur í dag.
    Mér finnst líka algjörlega rangt að United hafi fengið bestu færin. Það er líklega best að horfa að expected goals þar sem við erum með yfir tvö mörk en Utd undir einu. Þetta var einfaldlega leikur þar sem við náðum ekki að nýta færin og Utd spilaði eins og lið stjórnað af Sam Allardyce í fallbaráttu. Eiginlega skandall að við unnum ekki fyrir rest, þetta svíður rosalega enda eru Utd svo slakir að það hálfa væri nóg.
    Ótrúlegt að sjá hversu slakir Utd eru og svekkjandi að nýta ekki færin til að vinna þennan leik, með öllu réttu ætti Utd að vera í fallbaráttu í ár mv spilamennsku.

    12
  16. Ég held að reglan sé að boltinn skoppar frá líkamanum upp í hönd sé ekki víti…en það er allavega að held stundum til að réttlæta sjálfan mig að sé ástæðan

    1
  17. Vorum oft í vandræðum með stoke, manutd er hið nyja stoke

    2
  18. Liverpool miklu betri en ManU í dag. Hunsvegar hefði ManU getað stolið sigrinum með smá heppni.

    Sammála Sigkarl með að Klopp og félagar þurfa að finna lausnir á sóknarleik liðsins. Ég var anægður þegar ég sá Gakpo koma inná en hann var fljótur að minna mig á hvað hann skortir, sem er áræðni og sjálfstraust. Ótrúlegt með öll þessi stóru nöfn í sóknarlínunni að ekki sé hægt að leika sér meira með árásir á þetta ömurlega ManU lið í dag.

    En þetta var enginn heimsendir í dag. Liverpool voru allavega miklu betri. Sé meira eftir töpuðum stigum gegn Luton.

    Man City eru svo alveg að redda þessari keppni í ár með því að vera ekki 10 stigum á undan öðrum.

    Áfram Klopp og Liverpool!!!

    8
  19. Við hefðum unnið ef Bruno hefði ekki verið í banni… 😉 — Annars er ég drullufúll en samt ánægður með þá staðreynd að sigur á móti Arsenal hleypir okkur aftur á toppinn.

    7
  20. Algjórlega frábær frammistaða og ótrúlegir yfirburðir gegn liði sem byrjaði að tefja á fyrstu mínútu. Því miður létu mörkin á sér standa en engar áhyggjur þau koma.

    Áfram gakk!

    8
  21. Arsenal mun reyna vinna leikinn það mun líklega vera okkur í hag eigum bara erfitt með að spila gegn svona taktík liði sem vill ekki vinna og spilar uppá jafnteflið eins og United gerði minntu mig á stoke nema fengu færri föst leikatriði en þeir gerðu í den.

    5
  22. Hvernig er það: kann Darwin ekki rangstöðuregluna? Getur verið að hann sé bara með 25 vatta peru? Skorar ekki, fær gult, heppinn að sleppa við rautt og alltaf rangstæður. Okkur vantar betri framherja.

    Já, og Newcastle-leikurinn var undantekning…

    3
  23. Hvað er málið með Carvalho? Hann var frábær hjá Fulham og leit mjög vel út hjá Liverpool. Hann er 21 árs og það virkar á mann eins og Klopp vilji hann bara ekki.

    3
  24. Frá Mane yfir í Diaz er eitthvað það versta sem Klopp hefur gert. Maðurinn getur ekki tekið menn á.

    4
  25. Þetta var hundfúlt, sem er auðvitað merkilegt fyrir þær sakir því þetta var United en ekki Burnley sem var í heimsókn. Maður hefði hér áður fyrr ekkert verið að missa sig úr fýlu yfir jafntefli gegn United en í dag er ég með nettan pirring í maganum yfir að þeir hafi ekki valtað yfir eitt lélégasta United lið síðustu áratuga.

    Við getum vælt yfir því að þeir hafi mætt til leiks í þeim eina tilgangi að verja markið og svo kannski fá eina og eina skyndisókn til að stela þessu. Það þjónar samt engum tilgangi. Þeir spiluðu upp á sinn styrkleika í dag og varð vel úr verki. Ég er meira pirraður á þessum rándýru og vel borguðu framherjum okkar í dag sem eru að virðist algerlega ófærir um að setja eitt og eitt mark hér og þar.

    Og hvað kom fyrir Szoboslai? Hann er alveg heillum horfin eftir alveg geggjaða byrjun á tímabilinu. Miðjan var ekki að virka í dag. Kannski komin tími á að hvíla hann og leyfa öðrum að spila næstu leiki.

    Klopp þarf eitthvað að hrista upp í mönnum en vonandi taka þeir sinn eigin pirring í dag og yfirfæra hann á eitthvað gott. Arsenal verða mun erfiðari andstæðingur en United, lið sem er allavega líklegt til að skora mörk.

    YNWA

    3
  26. Góðan daginn félagar, veikleikar Liverpool eru ekki að koma fram í þessum leik, við höfum verið að “stela” sigrum á lokamínutum í nokkrum leikjum gegn liðum sem höfðu áhuga á að spila fótbolta sem laskað lið utd hafði engan áhuga á að gera í þessum leik. Ég á von á allt öðrum leik um næstu helgi gegn toppliði Arsenal. Hef áhyggjur af því að þreytu sé farið að gæta í okkar liði og það er ávísun á frekari meiðsli með auknu álagi Desembermánaðar . Hef talsverðar áhyggjur af nokkrum leikmönnum okkar sem virðast ekki vera að ná því flugi sem við eigum von á eins og Gakpo og Gravenberch ? ég sakna Jota sem virðist hafa eiginleika sem aðra skortir að “hanga í sníkjunni ” og hirða fráköstin eins og Fowler og Owen gerðu svo listavel hér áður. En að þessu sögðu þá er ég drulluspenntur fyrir leiknum gegn Arsenal um næstu helgi og reikna með allt öðrum leik þar

    3
  27. Nokkrir þankar að leikdegi loknum.

    1. Ég spáði að leikar myndu enda 1-1. Það hefði vel getað endaði þannig – Færið sem Nunez og Diaz fengu hefði átt að endað netinu (eins og skotið frá Trent) og Höjlund/Antony naga sig örugglega í útnöguð handarbökin fyrir að hafa brugðist einir á móti markmanni. En það breytir engu 0-0 er jafn pirrandi þótt það hafi verið skráð í skýin. Það var einhvern Liv-Chelsea anno 2014 ára yfir leiknum. Sigurrönn hjá okkur en útbrunnir andstæðingar með bakið upp við vegg. Hef löngum bölsótast út í Rodgers fyrir að mótivera liðið ekki rétt fyrir þann leik, en nú gerði Klopp að þvi er virtist sömu mistök. Það var ekki nóg að keyra á þá eins og bestíur, það þurfti að spila af einhverri yfirvegun. Það kom í ljós fyrir framan markið þegar hauslausa nían okkar var komin í færi. Nánar um það síðar.

    2. Áhorfendur á Anfield voru að sama skapi hauslausir. Þarf ekki að fara að gera eitthvað í þessu? Er það miðaverðið sem er að drepa stemmarann? Það sama gerðist 2014, þá voru allir í banastuði fyrst, en um leið og blés á móti þagnaði allt. Klopp talaði um þetta þegar hann byrjaði – þekkjandi Dortmund stemmninguna – fannst honum alveg makalaust hvað Kopparar voru þögulir (og yfirgáfu m.a.s. leikvanginn áður en flautað var til leikloka). Í evrópukeppninni heyrist ekkert í okkar fólki en gestirnir syngja og tralla allan leikinn. Þetta er eiginlega það dapurlegasta við viðureign gærdagsins. Hvað er hægt að gera í þessu? Taka krísufundi með Koppurum? Nóg heyrist í fólki á samfélagsmiðlum en … þögn á áhorfendabekkjum!

    3. Þegar Carrol, Downing, Adams og félagar mættu til leiks (2012?) þá gekk hvorki né rak að koma boltanum í netið. Jú, einhver titill vannst þann veturinn en þetta var ekki samt að ganga upp hjá Dalglish. Þá slógu menn samt met í sláarskotum en löngum vildi boltinn bara ekki inn. Núna erum við með þetta curious case of Darwin Nunez. Í einu skársta færi leiksins skoppaði boltinn hægt í átt að hliðarlínunni en okkar maður nam staðar og góndi í kringum sig. Hvað var hann að gera? Aðdragandinn var svipaður og á móti Newcastle þegar hann varð bjargvætturinn, þá skaut hann strax, stútfullur af sjálfstrausti. Nú rak hann boltann klaufalega frá sér, klessti einhvern veginn á Diaz og svo elti hann ekki boltann sem rúllaði rólega yfir endalínuna. Hvað er að gerast á æfingasvæðinu? látum vera þótt hlutirnir gangi ekki 100% upp, en hausinn – maður minn!

    4. Szlobo er að breytast úr bestu miðjukaupum tímabilsins, í einhverja ballerínu þarna á miðsvæðinu, hælsendingar úti í bláinn og endalaust að senda boltann í fætur andstæðinga. Þessi tignarlegi leikmaður er að á miklum villigötum. Og skotið rétt fyrir utan teig hátt yfir – vissi hann ekki að Onana kann ekki að grípa? Það þurfti bara fast skot á markið og við hefðum getað náð frákastinu. Maður vonaðist tli þess að Eliott myndi byrja – miklu meiri orka þar og áræðni. Lengi vel var Endo það eina sem gladdi á miðjunni. Elska baráttuna í þeim leikmanni! En miðjan var mikil vonbrigði.

    5. Svo hafa ýmsir bent á það að við höfum lifað á lánuðum tíma – skoraði í blálokin eftir að hafa lent undir. Sigrað í leikjum en höfum svo viðurkennt að frammistaðan hafi verið óboðleg. Lukka er ekki ótakmörkuð auðlind. Þarna þvarr hún.

    Hvað gerist á móti Arsenal? mætir liðið til leiks? verða áhorfendur áfram með hálsbólgu? Eigum við roð í Martinelli, Ödegaard, Saka, (trúi varla að ég sé að nefna hann en:) Haverz?

    Játa, að ég er ekki bjartsýnn.

    7
    • Vil taka undir með það sem þú segir um Nunes og um leið þær áhyggjur sem Robbie Fowler hefur viðrað. Nunez er allt of mistækur og á í vanda með að halda einbeitingu og er ekki með góða fyrstu snertingu. Hvorutveggja er hægt að laga en hann a að vera kominn með það mikla reynslu í deildinni að framistaða hans veldur áhyggjum.
      Hvað Endo varðar þá hef ég ahyggjur af því ef hann er að verða okkar besti miðjumaður því Endu er miðlungsleikmaður og vantar mjög mikið til hjálpa liðinu. Okkur vantar afgerandi sexu sambærilega við Rodri ef við ætlum okkur meistaratitil. Aðrir miðjumenn verða einfaldlega að stíga upp og verða meira afgerandi.

      6
  28. Fannst Konate og Endo standa sig rosalega vel og almennt vörnin að skila sínu. Salah spilaður pínu úr stöðu of lengi (varð betri þegar hann fór meira í miðjuna), lítil ógn í Diaz, Nunes ekki alveg nógu vakandi, og sennilega hefði Klopp geta gert aggressívari breytingar fyrr. T.d. að spila með 3 manna vörn (Gomez, Konate og VVD og Endo sem varnartengil – eins og við vorum nánast síðasta korterið) og bæta einum sóknarmanni inn á miðjusvæðið (svona poacher).
    United var almennt að éta krossana sem við vorum að dæla inn – og hefðu Nunez og Gapko (báðir tæpir 190) – verið í miðjum teig hefðu þeir hugsanlega skilað meiru. Með þá 3-4 miðjumenn að mata inn í teiginn.

    Annars er helsta áhyggjuefnið mitt hvað Gapko er að dala… Hef svakalega trú á honum og hef ekki verið jafn bjartsýnn með leikmann síðan Minamino setti á sig treyjuna. Við vitum hvernig það fór…

    4
  29. Með frammistöðunni er búið að setja tíkall í trúðinn Gary Nevill…

    7

Liðið gegn United (part 2)

Af lánsmönnum