Cardiff heima í bikarnum

Rétt í þess var verið að draga í 4.umferð FA bikarsins og eftir sigurinn á Shrewsbury í dag vorum við þar.

Verkefnið er annar heimaleikur gegn liði úr neðri deild, nú er komið að Cardiff City á Anfield. Leikurinn einhvern tímann á bilinu 4. – 7.febrúar.

7 Comments

 1. Æðislegur dráttur! Mikið er nú gaman að við séum ekki alltaf að fá úrvalsdeildarliðin lengur.

  7
 2. ætlum vid ad breytast i man city hvad heppni vardar med motherja i bikarnum. nu er lag ad komast i 16 lida urslit og ta er allt hægt. Klopp hlytur ad vilja hafa þennann bikar a afrekaskra sinni tegar hann hættir annað er galid 🙂

  6
 3. Flott fyrir okkar lið að fá aftur neðrideildarlið. Vonandi fer Klopp að virða þessa keppni eins og á að gera og stefna á sigur en ekki nota þessa keppni sem einhverja æfingaleiki.
  Ef við skoðum árangur Liverpool síðustu 5 tímabil eða svo er ég viss um að Liverpool hefur verið með besta lið Englands, jafnvel í sögunni, til að uppskera svona lítið. Enginn FA bikar, enginn Deildarbikar, enginn Góðgerðarskjöldur. Á sl 5 tímabilum hefur MC unnið 10 titla, Chelsea 5 titla, Liverpool 4 titla, Arsenal 3 titla. Eru Chelsea og Arsenal svipuð að styrkleika og Liverpool síðustu ár???? Ég vill miklu frekar að okkar menn vinni þessa bikara heldur en að lenda í þriðja sæti í deildinni eða komast í undanúrslit í Meistaradeildinni. Þegar sagan er skrifuð þá telja bikarar en ekki hve oft menn lenda í öðru, þriðja eða fjórða sæti, án þess að gera lítið úr þeim árangri. FA bikarinn á Anfield.

  5
  • Alveg sammála Hjalti. Það verður að fara að taka inn þessa bikartitla. Á sama tíma og við teljum alltaf deildarbikartitla með titlum LFC þá erum við í næstu setningu að gera lítið úr þessari keppni, pínu hræsni. Ég veit alveg að CL skilar langmestum tekjum, en kommon.
   Góð breidd hjá city hefur skilað sigri í deildarbikar undanfarin hvað ? 4 ár og eru þeur nú með jafn marga sigra í deildarbikar og LFC. Taka bara þessa tvær bikarkeppnir ! Næst er það arsenal á leið okkar til Wembley. Þeir voru ansi slappir á móti Nottingham Forest í gær.

   2
 4. Höddi. Ég held að það sé ekki bara góð breidd hjá MC sem hefur gert þeim kleift að taka deildarbikarinn. MC var, fyrir núverandi velgengnisskeið, nánast titlalaust lið og því efast ég ekki augnablik um að krafa eigendanna er að vinna allt sem mögulegt er sama hve merkilegir þeir titlar eru. Þeir eru hungraðir í titla.
  Til að fyrirbyggja allan misskilning þá finnst mér Klopp frábær og er hann að læra hvernig aðdáendur klúbbsins hugsa. Hann á þó eitthvað í land td þegar hann missti það út úr sér hvað merkilegt væri við þessir innbyrðis viðureignir við Everton. Að segja þetta við aðdáendur klúbbanna, sérstaklega í borginni, er eins og að segja kristnu fólki að jólin séu ekki merkileg.

  4
 5. Varðandi Arsenal leikinn á fimmtudaginn þá væri ég til í að sjá framlínuna skipaða Jota, Firmino og Kaide Gordon. Unglingurinn á það skilið eftir frammistöðuna gegn Shrewsbury. Minamino getur svo verið til vara fyrir þann sem þreytist fyrst, en mér fannst hann ekki vinna sér inn neina punkta í síðasta leik.

  2
  • Sammála.
   Gordon virkilega spennandi leikmaður vona að hann fái að byrja í næsta leik.
   Já því miður hefur Minamino alls ekki verið að finna sig maður vildi óska þess að hann færi að detta í gang en hann og Ox keppa um hvort meira useless þessa stundina því miður.

   2

Liverpool 4 – 1 Shrewsbury

Gullkastið – Bikarleikjavika