Allar færslur eftir Einar Matthías

Podcast – Beint í mark

Upphitun fyrir leikinn gegn WBA er í færslunni fyrir neðan podcast

Það er við hæfi eftir 7-0 sigur á Spartak að fá tilboð fyrir lesendur Kop.is á Beint í mark spilinu sem kom út nýverið. Maggi Már hjá Fotbolti.net mætti í þátt vikunnar og var heldur betur í jólaskapi. Kristján Atli mætti aftur til leiks eftir nokkurt hlé og SSteinn var á sínum stað nýlentur eftir Kop.is ferð til Liverpool. Hann var á báðum leikjunum í síðustu viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Kristján Atli og Magnús Már ritsjóri Fotbolti.net

Lesendur kop.is geta fengið 1.500 kr afslátt af spilinu Beint í Mark sem Maggi Már er meðal útgefanda, allt sem þarf að gera er að fara á beintimark.is og nota kóðann kop.

MP3: Þáttur 174
Continue reading

Hverjum viljum við mæta í 16-liða úrslitum?

Mikið óskaplega er gaman að sjá Liverpool loksins aftur í pottinum þegar dregið er í Meistaradeildinni. Ekki bara það heldur var liðið að senda skýr skilaboð um að Liverpool væri sannarlega mætt aftur til leiks meðal þeirra bestu. Það verður dregið á mánudaginn og nú er bara spurning hverja við viljum helst fá upp úr pottinum?

Hvaða lið viltu helst að Liverpool mæti í 16-liða úrslitum?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Þetta eru einu liðin sem við getum mögulega mætt, Liverpool getur ekki mætt liðum sem lentu í fyrsta sæti í sinum riðlum, ekki enskum liðum og ekki Sevilla sem var með okkur í riðli.

Allt eru þetta lið sem við þekkjum vel til og Liverpool hefur mætt þeim flestum nokkrum sinnum áður.
– Bayern höfum við ekki mætt oft í alvöru leik en The Fab Four boðuðu sannarlega komu sína gegn þeim í æfingaleik í sumar.
– Er ekki kominn tími til að kveða niður þessa fáránlegu Basel grýlu?
– Porto er klárlega eitthvað sem stuðningsmenn væru til í að fá með ferðalagið í útileikinn í huga. Allir til í Portúgal í febrúar.
– Juventus og Liverpool eiga sér auðvitað töluverða sögu
– Sama á við um Liverpool og Real Madríd, þeir voru rúmlega númeri of stórir síðast þegar Liverpool var í Meistaradeildinni, spurning hvort bilið sé svo stórt ennþá?
– Shakhtar Donetsk er klárlega minnst sexy fyrir stuðningsmenn enda Shakhtar ekki spilað á heimavelli í nokkur ár og takmarkað spennandi að ferðast til Úkarínu um þessar mundir.

Podcast – Svanavatnið

Frábærir sigrar í tveimur síðustu leikjum og Kop.is verður með sína fulltrúa á svæðinu í næstu tveimur leikum sem báðir eru af stærri gerðinni. Þetta var umræðuefni kvöldsins ásamt svo mörgu fleiru að danshæfileikar Magga fengu meira að segja að njóta sín!

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hrafn Kristjáns þjálfari Stjörnunnar í körfubolta.

MP3: Þáttur 173

Upphitun: Úrslitaleikur við Spartak

Það er satt að segja með nokkrum ólíkindum að Liverpool sé ekki nú þegar búið að tryggja sig áfram í Meistaradeildinni. Liðinu er alveg fyrirmunnað að fara auðveldu leiðina í Evrópukeppnum og því bíður okkar nú hreinn úrslitaleikur við Spartak Moskva um það hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit.

Það vinnur auðvitað með Liverpool að leikurinn er á heimavelli og Anfield hefur sannarlega verið erfitt vígi undanfarið. Eins dugar Liverpool jafntefli í leiknum á meðan það er allt undir hjá Spartak.

Rússarnir hafa verið á mjög góðu róli eftir að liðin mættust í september, hafa ekki tapað leik heimafyrir en töpuðu fyrir Sevilla í Meistaradeildinni og gerðu jafntefli við Marribor í síðustu umferð sem voru góðar fréttir fyrir Liverpool.

Quincy Promes þeirra besti maður var hvíldur um helgina er Spartak vann Rússnesku útgáfuna af Arsenal á útivelli. Ze Luis var á bekknum og Fernando í banni. Þeir voru augljóslega með annað augað við leikinn gegn Liverpool.

Evrópuupphitun tókum við samt betur fyrir fyrri leikinn sem nálgast má hér. Þar fjalla ég m.a. aðeins um heimavöll Spartak en Ísland mun einmitt hefja leik á þeim velli á HM í sumar.
Continue reading