Allar færslur eftir Einar Matthías

Alisson Becker til Liverpool (Staðfest)

Ekkert vesen á Alisson í læknisskoðun og hafa bæði lið nú staðfest kaupin á kappanum. Dýrasti markmaður sögunnar takk fyrir og góða kvöldið. Liverpool á aftur óumdeilanlega einn af bestu markmönnum deildarinnar sem er frábær tilfinning.


Continue reading

Podcast – Alisson

Það hefur ekkert vantað upp á stórtíðindi í þessari viku og varla annað hægt taka þetta saman í podcasti. Alisson Becker er kominn til Englands til að klára viðræður við Liverpool og lækinsskoðun áður en hann verður kynntur sem langdýrasti markmaður sögunnar. Kaupin á Shaqiri voru kláruð í síðustu viku sem er gott þar sem í dag var tilkynnt að Ox-Chamberlain verður líklega ekkert með á næsta tímabili. Að lokum er Nabil Fekir ennþá talin vera möguleiki í þessum mánuði. Klopp líður greinilega ekki helvítis hálfkák.

Kafli 1: 00:00 – Vangaveltur um Alisson
Kafli 2: 33:50 – Hvað verður um núverandi markmenn Liverpool?
Kafli 3: 42:40 – Frábær breyting á innkaupastefnu Liverpool
Kafli 4: 54:00 – Hvað eru hin toppliðin að gera á markaðnum?
Kafli 5: 01:08:50 – Ox meiddur – Shaqiri inn
Kafli 6: 01:12:10 – Fekir síðastur inn í sumar?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi (Ath: Hljóðið í Magga lagast eftir um hálftíma þátt)

MP3: Þáttur 199

Hvern viljum við í markið?

Óskalisti nánast allra stuðningsmanna Liverpool inniheldur nýjan markmann fyrir næsta tímabil og alls ekkert að ástæðulausu. Sjálfur var ég hérna á meðan leik stóð 26.maí:

Þetta er ekkert flókið við viljum auðvitað heimsklassa markmann til Liverpool sem ekki gerir jafn ljót mistök og Karius gerði sig sekan um á stærsta sviði sem hann hefur spilað. Hinsvegar vandast málið aðeins þegar við förum að skoða þessa svokölluðu heimsklassamarkmenn og bera þá saman. Fyrir það fyrsta á Liverpool ekkert kost á að kaupa meirihlutan af þeim og þeir sem mögulega væri hægt að sannfæra um að koma til Liverpool standa til boða á álíka yfirverði og Andy Carroll var keyptur á. Þar fyrir utan gera þeir flestir sig einnig seka um slæm mistök af og til. Svo er alveg rosaleg tilviljun að þeir markmenn sem spila fyrir varnarsinnuð lið eins og Atlético Madríd og Man Utd séu bestu markmenn í heimi.
Continue reading

Xherdan Shaqiri til Liverpool (Staðfest)

Liverpool hefur staðfest kaup félagsins á Xherdan Shaqiri frá Stoke City á um £13m. Þessi upphæð var klásúla í samningi Shaqiri sem var virkjuð við fall Stoke í vor. Stuðningsmenn Liverpool hafa ekki beint verið að hópast í ríkið til að kaupa kampavín af þessu tilefni enda ímynd Shaqiri ekkert í líkingu við sem hún áður var. Það þíðir samt ekki að Klopp geti ekki náð meiru út úr honum en aðrir hafa gert og það liggur fyrir að Liverpool hefur áður reynt að fá hann til Liverpool. Michael Edwards var byrjaður að vinna bak við tjöldin í leikmannakaupum Liverpool er Brendan Rodgers reyndi að fá hann sumarið 2014 og ég held að okkur sé orðið óhætt að treysta Edwards og Klopp á leikmannamarkaðnum. Kaupverðið á Shaqiri er tiltölulega lítið á núverandi markaði, Klopp talar um þetta sem „no brainer“ en hann hefur svosem ekki verið að fara á háar upphæðir í gegnum tíðina. Kynnum okkur kappann betur ásamt kostum og göllum við að fá hann til félagsins.
Continue reading

Lovren og vörn Liverpool

Það er verulega margt hægt að segja um Dejan Lovren og líklega er nú þegar búið að segja um 87% af því. Þetta er vægast sagt misjafn leikmaður og umdeildur eftir því en eitt verður hann aldrei sakaður um og það er að gefast upp. Hann hefur lent í ótrúlegu mótlæti mest allan sinn feril sem knattspyrnumaður en það er ekkert á við það sem hann gekk í gegnum sem krakki.

Króatía mun líklega komast töluvert meira í sviðsljósið núna eftir árangur liðsins á HM og þessi velgengni þeirra er kannski sérstaklega skemmtileg fyrir okkur íslendinga enda þekkjum við fá landslið orðið betur en þetta lið Króata. Hinsvegar höfum við lítið velt fyrir okkur sögunni á bak við flesta leikmenn liðsins, sérstaklega eldri leikmenn liðsins sem voru að alast upp á stríðsárunum í Júgóslavíu og ólust jafnvel upp sem flóttamenn í öðrum löndum. Líklega er þarna að finna part ástæðunnar fyrir því afhverju þetta land gefur af sér þennan ótrúlega fjölda afreks íþróttamanna á heimsmælikvarða og nær árangri bæði í hópíþróttum og einstaklingsíþróttum.
Continue reading