Allar færslur eftir Einar Matthías

Gullkastið – Megavika

Thomas Tuchel hafði þetta að segja eftir leik í gærkvöldi: „This is Anfield, this is what they do.“
Owen Hargraves kom einnig með góða línu í umfjöllun eftir leik: „Hard work beats talent when talent doesn’t work hard“
Báðir ná að lýsa frammistöðu Liverpool í þessari viku vel en liðið er núna búið með tvo leiki af sjö leikja ofurprógrammi. Tottenham og PSG voru látin líta út eins og miðlungslið í báðum leikjum en fóru full nálægt því bæði að fá eitthvað út úr þessum leikjum. Frammistaða okkar manna var efst á baugi að þessu sinni enda tilefni til.

Kafli 1: 00:00 – Engin evrópuþynnka eftir Kiev
Kafli 2: 07:30 – Tottenham og PSG óvanalega léleg?
Kafli 3: 15:20 – Rangstöðureglan og önnur vafaatriði
Kafli 4: 23:30 – Aukin samkeppni eins og vítamín fyrir miðjuna
Kafli 5: 39:40 – Er Salah áhyggjuefni?
Kafli 6: 45:10 – Endurkoma Sturridge hápunktur vikunnar
Kafli 7: 48:30 – Ein besta varnarlína í heimsfótboltanum?
Kafli 6: 56:50 – Southampton um næstu helgi

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn sem var staddur í anddyrinu á hóteli á Spáni með tilheyrandi stemmingu frá hótelbarnum skammt frá.

Gullkastið er þáttur í boði Egils Gull (léttöl)

MP3: Þáttur 207

Gullkastið – Tottenham umræða

Þáttur vikunnar var að nánast öllu leiti helgaður næstu andstæðingum Liverpool. Við og við er gagnlegt og gaman að fá sjónarmið andstæðinganna og fengum við heldur betur fagmann með okkur að þessu sinni, sjálfan Boga Ágústsson fréttamann sem líklega hefur haldið hvað lengst með Tottenham hér á landi.

Kafli 1: 00:00 – Intro – Afhverju Tottenham á sínum tíma?
Kafli 2: 21:40 – Sumarglugginn hjá Tottenham
Kafli 3: 28:20 – Vesen með New White Hart Lane
Kafli 4: 37:00 – Mikilvægi Meistaradeildarinnar fyrir Tottenham
Kafli 5: 48:15 – Hvar verður Pochettino eftir 2-3 ár?
Kafli 6: 53:00 – Tottenham – Liverpool um helgina

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Bogi Ágústsson fréttamaður

Gullkastið er þáttur í boði Egils Gull (léttöl)

MP3: Þáttur 206

Podcast – Gullkastið!

Liverpool fer inn í landsleikjapásu á toppi deildarinnar eftir góðan sigur á Leicester. Við erum aftur farni að senda þættina út á íslensku og prógrammið eftir hlé er vægast sagt rosalegt. Allt eins og það á að vera.

Kafli 0: 00:00 – Intro – Egils Gull og The Anfield Wrap heimsókn
Kafli 1: 13:00 – Hópferð í Nóvember
Kafli 2: 16:00 – Breyttar áherslur hjá Klopp í vetur?
Kafli 3: 24:50 – Hvaða áhrif hafa mistök Alisson?
Kafli 4: 35:30 – Maður leiksins gegn Leicester
Kafli 5: 43:00 – PSG, Napoli, Rauða Stjarnan
Kafli 6: 52:00 – Rosalegt prógramm framundan

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 205

TAW og ferð til Liverpool

Minnum á hópferð Kop.is á leik Liverpool og Fulham – sjá nánar hér


Líklega fór það ekki framhjá lesendum/hlustendum síðunnar að við félagarnir skelltum okkur til borgarinnar góðu um daginn og fórum á leik Liverpool og Brighton. Án þess að hlaða í eiginlega ferðasögu langar okkur aðeins að fara yfir það helsta úr þessari ferð og þá sérstaklega heimsókn okkar í höfuðstöðvar The Anfield Wrap.

Þetta er alls ekkert okkar fyrsta ferð til Liverpool og hefð er farin að skapast fyrir því að sofa í Keflavík daginn fyrir ferð með það fyrir augum að ná að sofa aðeins lengur enda flugtími jafnan aldrei i dagsbirtu og þreytandi að sofna jafnan í kvöldmatnum fyrsta daginn úti, enda jafnan borðað á veitingastöðum! Happy Hour á hótel barnum frá 13:00 – 00:30 fór alveg með þær áætlanir (aftur) og líklega sefur maður bara heima næst til að koma betur sofin í Leifsstöð.
Continue reading

Meistaradeild – PSG, Napoli og Rauða Stjarnan

Þrælerfiður riðill að þessu sinni og útileikir á stöðum sem þekktir eru fyrir vandræði utanvallar. Liverpool fer samt með kassan út í allar þessar viðureignir og öll þessi lið vildu miklu meira sleppa við Liverpool úr potti þrjú en að Liverpool væri eitthvað að spá í þeim.

Öll þessi lið koma hinsvegar frá sögufrægum borgum og ætti efni í upphitun ekki að vera vandamál.
Napoli höfum við skoðað, þeir fundu upp pizzuna! Trúarbrögð hafa orðið til af minna tilefni. Liverpool vann Napoli 5-0 fyrr í þessum mánuði í æfingaleik, býst við þeim aðeins beittari í Meistaradeildinni.
– PSG er mjög ungt félag og því engin rosaleg saga milli þeirra og Liverpool. Arsene Wenger sagði einhverntíma að ekkert lið ætti landfræðilega stærra fan base og þar væri mjög illa nýttur markaður. Það var áður en Qatar keypti félagið, þeir eins og Wenger hafa séð lið sem býr eitt að stórborginni París. Öfugt við t.d. London er ekkert annað stórlið í París. Það er samt ekkert rómantískt við þetta félag þrátt fyrir heimilsfangið, þetta er partur af PR maskínu Qatar sem dælir olíu pening í félagið líkt og Abu Dhabi gerir í Manchester.
– Rauða Stjarnan er síðan fornfrægt félag sem snýr núna aftur í Meistaradeildina með lið sem er að stórum hluta byggt upp af heimamönnum. Þeim hefur reglulega verið gert að spila heimaleiki sína fyrir luktum dyrum vegna óláta stuðningsmanna liðsins.

Verst er að fyrsti leikurinn kemur á milli leikjanna gegn Chelsea og Man City. Væri vont að eiga erfiðan útileik þá viku.

Skoðum aðeins hina riðlana:
Continue reading