Allar færslur eftir Einar Matthías

Breytingar á hópnum

Nú þegar glugganum hefur verið lokað liggur ljóst fyrir að Liverpool rétt eins og mörgum öðrum liðum tókst alls ekki að landa þeim leikmönnum sem vonast var eftir í vor. Engu að síður er óhætt að fullyrða að Liverpool kemur til leiks með betri hóp heldur en fyrir ári síðan. Þetta er lið sem er ennþá að vaxa og hefur alls ekki toppað ennþá. Sama má segja um alla þá leikmenn sem keyptir voru í sumar, þeir eru allir keyptir fyrir það sem þeir gætu orðið ekki endilega það sem þeir eru í dag. Liverpool er með einn besta stjóra í heimi til að vinna með slíka leikmenn.

Glugginn er ekki eingöngu dæmdur út frá þeim sem keyptir voru eða tókst ekki að kaupa heldur líka út frá því hverjir fóru eða fóru ekki. Liverpool hagaði sér loksins eins og stórklúbburinn sem félagið er á markaðnum og er það vonandi bara byrjunin. Það eru stór skilaboð að kaupa leikmann af Arsenal og ekki síður að hann hafi valið Liverpool umfram Chelsea. Van Dijk vildi bara Liverpool og það er stórklúbbalegt að tryggja sér Naby Keita með þeim hætti sem það var gert. Stærstu skilaboðin voru þó að gefa Barcelona afdráttarlaust puttann og segja samningsbundnum leikmanni sem félagið vill ekki selja að virða samninginn sinn. Loksins loksins.

Skoðum aðeins hvernig staðan er á hópnum núna
Continue reading

Podcast – Plan A eða ekkert!

Klopp ætlar ekki að tjalda til einar nætur svo mikið er víst. Liverpool tryggði sér Naby Keita undir lok þessa glugga í stað þess að kaupa einhvern sambærilegan strax sem ekki hentar jafn vel. Mögulega er Virgil van Dijk hugsaður eins? Ekki kom Thomas Lemar eins og vonir stóðu til eftir gærkvöldið og því hægt að tala um smá vonbrigði í þessum glugga.

Sumarglugginn hjá Liverpool var til umræðu í þessum þætti sem tekin var upp í beinni frá síðustu klukkustund gluggans. Eins spáðum við aðeins í leikmannakaupum annarra enskra liða.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi.

MP3: Þáttur 162

GLUGGAVAKTIN

Podcast í beinni

Hvaða einkunn gefur þú þessum glugga hjá Liverpool?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...19:15 (EMK)
Nokkuð ljóst að það verður ekki mikið meira að frétta af Liverpool sem skiptir máli. Oxlade-Chamberlain bætist við kaupin á Salah, Robertson og Solanke. Nokkuð ljóst að þetta er langt undir væntingum. Það að tryggja Naby Keita næsta sumar var engu að síður mjög flott viðbót en hjálpar ekkert í baráttunni núna. Klopp ætlar augljóslega að tjalda til meira en einnar nætur hjá Liverpool og er að sanna það að hann er tilbúinn að vera mjög þolinmóður. Á móti veit ég ekki hversu marga leikmenn Liverpool hefur reynt að kaupa en reyna svo við einhverja allt aðra í næsta glugga.


18:30: (EMK)
Sakho í læknisskoðun hjá Palace er sagður vera á leið þangað fyrir um £26m. Frábært verð fyrir leikmann sem Klopp hefur ekki viljað nota en á móti styrkir það ekkert vörn Liverpool að selja miðvörð svo mikið er víst. Ekki nema peningurinn og plássið á launaskrá fari í að kaupa annan miðvörð. Rosalega leiðinlegt hvernig ferill Sakho fór hjá Liverpool enda var hann að spila frábærlega þegar hann datt úr liðinu.

Annars er ekkert í pípunum nema mögulega að Markovic fari aftur til Silva, nú hjá Watford. Þessi dagur ætlar þvi að verða frekar óspennandi hjá okkar mönnum og draumar um Lemar og Van Dijk rætast líklega ekki.

Við tökum sumargluggann betur saman í podcast þætti í kvöld, stefnum á að hafa þáttinn live frá ca. 22:00

14:09 (Maggi)

Divorck Origi er fyrsta staðfesta brottför dagsins, fer til Wolfsburg á láni út þetta tímabil en ekki virðist neitt ákveðið með framhald. Var alltaf ljóst að hann var ekki til í að verða „squad player“ á HM ári. Gangi honum vel, nú er að sjá hvort hann verður aftur í rauðum búningi síðar…

11:00 (EMK) – Staðfest


9:15 (EMK) – Dagurinn byrjar bara alls ekki vel, þessir fara mjög sjaldan með rangt mál.


09:00 (EMK) – Ekki það sem við viljum heyra en vonum að þetta sé lengra komið.


Continue reading

Podcast – Meistaradeildin getur tekið gleði sína

Ef að þið eruð að taka þættina upp á kasettu þurfið þið líklega tvær að þessu sinni. Þátturinn í dag fór í framlengingu enda meira en nóg að frétta í þessari rosalega skemmtilegu viku. Ekki nóg með það þá verðum við aftur með podcast á fimmtudaginn og stefnum að hafa það live frá síðasta klukkutíma félagssiptagluggans.

Á dagskrá:
Naby Keita kominn
Lemar, VVD og fleiri í pípunum
Vesen á Coutinho, partur 4.
Hoffenheim og Arsenal
Já og sitthvað fleira.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hreimur Örn.

MP3: Þáttur 161