Allar færslur eftir Einar Matthías

Podcast: Kaldur, blautur gúmmíhanski í smettið

„Ég get ekki hætt að hugsa um þennan helvítis Crystal Palace leik“ sagði Klopp á síðasta tímabili og það breyttist heldur betur ekkert á þessu tímabili. Tapið núna var jafnvel ennþá verra og meira pirrandi. Við félagarnir náðum þó alveg að halda ró okkar í umræðu um þennan bölvaða leik og fórum svolítið um víðan völl í þætti kvöldsins. Um að gera kanna það, þér líður betur á eftir.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Kristján Atli og Maggi

MP3: Þáttur 150

Hvar þarf að styrkja liðið: Varnarmenn

Liverpool liðið núna minnir svolítið á Spice boys liðið hans Roy Evans sem var frábærlega mannað fram á við en féll á varnarleiknum. Ef eitthvað er var varnarleikurinn aðeins betri þá og er Nei Ruddock t.a.m. með betri tölfræði varnarlega en Lovren og Sakho núna. Vörnin er ca. á pari við tímabilin tvö (´97-´99) þegar James var í marki með Bjorn Tore-Kvarme og Phil Babb fyrir framan sig. Liðið er að skora töluvert á móti á þessu tímabili rétt eins og liðið gerði undir lok síðustu aldar en ekki nærri því nóg til að það dugi. Sókn vinnur leiki, vörn vinnur titla. Það er millivegur á þessu en þetta á ennþá við.
Continue reading

Hvar þarf að styrkja liðið: Sóknarleikmenn

Hvað þarf Liverpool helst að kaupa í sumar er stóra spurningin um þessar mundir á eftir vangaveltum um það hvar liðið mun lenda í deildinni auðvitað. Allir helstu fjölmiðlar Englands með góð sambönd við félagið sögðu frá því í síðustu viku að Klopp hefði að öllum líkindum úr £200m að moða á leikmannamarkaðnum í sumar. Eins hefur það legið fyrir síðan í haust að stækka þyrfti hópinn aftur nú þegar þáttaka í Evrópukeppni er aftur á dagskrá. Eins þarf að kaupa menn í staðin fyrir þá sem fara í sumar og þeir verða nokkrir.

Sóknarmenn

Fyrirfram hefði ég sagt að hæsta kaupverðið ætti að fara í mörk sem klára litlu liðin. Sóknarmann sem gerir það sama og Costa, Kane, Lukaku, Zlatan og jafnvel Giroud eru að gera. Þetta stenst hinsvegar enga skoðun þegar maður rýnir í tölurnar fyrir þetta tímabil. Heilt yfir er Liverpool að skora meira en nóg í leikjunum gegn liðunum í neðsta þriðjungi töflunnar eða 33 mörk í 13 leikjum. Liverpool er með öðrum orðum að skora 2,5 mörk að meðaltali í leik gegn neðstu liðum deildarinnar en hefur aðeins unnið sjö af þessum leikum. Þessi lið hafa skorað 21 mark á móti.

Sóknarleikurinn er ekki vandamál hjá liði sem skorar rúmlega 2,5 mörk í leik, það segir sig alveg sjálft. Heilt yfir allt tímabilið er liðið að skora 2,13 mörk í leik eða mest allra. Liverpool er bara að gera þetta öðruvísi en hin liðin. Það er enginn 20+ marka maður að skila okkur í baráttu á toppnum heldur er markaskorun að dreifast vel á marga.

Auðvitað viljum við öll þennan “alvöru” sóknarmann sem skorar reglulega en hann er alls ekki nauðsynlegur á meðan liðið skorar eins og það er að gera í vetur. Líklega er þessi 20 marka maður nú þegar á mála hjá Liverpool. Hann heitir Daniel Sturridge en hentar bara leikstíl liðsins ekki nógu vel og er þar fyrir utan alltaf meiddur. Eins væri líklega hægt að fá nálægt 20 mörkum frá Origi væri hann að spila alla leiki og taka vítin. Ástæðan fyrir því að Klopp leggur ekki ofuráherslu á þessa leikmenn er sú að það kæmi bara niður á sóknarleik liðsins í heild að reyna spila upp á þessa menn.

Það er ekki eins og Liverpool sé langt á eftir öðrum liðum hvað þetta varðar.


Continue reading

Podcast: Hagstæð helgi

Helgin var ljómandi góð eftir gríðarlega pirrandi leik í miðri viku gegn Bournemouth. Staða Liverpool í baráttunni um eitt af efstu fjórum sætunum er mun betri núna en hún var á miðvikudagskvöldið. Þetta var helsta umræðuefnið í þætti kvöldsins ásamt því að spáð var í spilin upp á framhaldið.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Kristján Atli

MP3: Þáttur 148

Upphitun: Stoke – Liverpool

Þessir Bournemouth tapleikir verða ekkert minna pirrandi eftir því sem þeim fjölgar. Reyndar eru þessir leikir ekkert allir gegn Bournemouth og því síður tapast þeir allir en enn eina helvítis ferðina hendir Liverpool frá sér forystu og enn einu sinni tapar liðið stigum gegn liðunum í neðri helmingi deildarinnar. Þetta rennur allt saman í eitt á endanum.

Leikurinn gegn Bournemouth var sjötta 2-2 jafnteflið á tíma Klopp sem stjóri Liverpool. Liverpool hefur misst niður forystuna í öllum þessum leikjum og í þremur þeirra hafði liðið komið til baka eftir að hafa lent undir rétt eins og í gær. Það er því engin furða að Anfield treysti liðinu ekki og sé órólegur í stöðunni 2-1, það er eitthvað mikið að hjá liðinu í heild hugarfarslega þegar kemur að því að verja forystu.

Hugurinn ber þig samt bara hálfa leið og stór partur af hinum helmingnum snýst um gæði og af þeim er bara ekki nóg hjá Liverpool. Sérstaklega ekki þegar lykilmenn vantar.

Enn eina ferðina skorar Liverpool meira en eitt mark í leik og það dugar ekki, það er fullkomlega galið að fimm mörk gegn Bournemouth á einu tímabili gefi aðeins eitt stig. Vörnin og markvarsla er aðalvandamál Liverpool og þar skiptast öftustu leikmenn Liverpool á að gera sig seka um hræðileg mistök.
Continue reading