Gullkastið – Lognið Á Undan Síðasta Storminum

Síðasta landsleikjahlé tímabilsins fyrir rosalegan endasprett í deildinni og ljóst að Liverpool verður að keppa á tveimur vígstöðvum í stað þriggja eftir svekkjandi endi í framlengdum leik í enska bikarnum. Það var þó alltaf þriðja mikilvægasta málið á dagskrá enda Liverpool með sinn aðalfókus á aðrar keppnir, Sparta Prag var ekkert vandamál í 16-liða úrslitum og ljóst að næsta verkefni verður á Ítalíu. Við gætum átt 12-15 leiki eftir undir stjórn Klopp eftir því hvernig gengur í Evrópudeildinni og vonandi verður vorið okkar tími líkt og áður undir stjórn Klopp.

Michael Edwards er staðfest að snúa aftur til Liverpool (eða FSG réttara sagt) og Richard Hughes frá Bournemouth kemur í hans gamla starf hjá Liverpool. Næsta verk er að ráða nýjan stjóra og framlengja við lykilmenn.

Bættum sóknarlínu við Ögurverk lið aldarinnar skipað mestu gerpum deildarinnar frá aldamótum, tveir áttu nú fast sæti í því liði fyrir.

Nú er svo bara að leggjast á bæn um að meiðslalisti Liverpool fari að lagast fyrir endasprettinn og ekkert óvænt komi upp i landsleikjapásunni, þær hafa ekki beint verið að vinna með okkur hingað til.þ

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 467

 

4 Comments

 1. Fynd dagsins er orðrómurinn um að Gareth Southgate verði næsti stjóri Man Utd. Dj. hló ég!

  6
 2. Takk fyrir góðan þátt, bræður, þetta er nauðsynleg sálusorg fyrir okkur að ræða hlutina eftir svona tap. Það sem ég tek út úr þessu tapi er að álagið er þá minna fyrst við erum ekki í FA-bikarnum lengur en maður lifandi hvað það er ömurlegt að tapa fyrir þessum skúnkum, hvað þá að fá á okkur fjögur mörk og að þeir merji þetta með marki í lok framlengingar.

  Miðað við fagnaðarlætin hjá þeim þá var eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í öllum boltaíþróttum í einu með Sir Alex í forsvari ásamt Beckham og Roy Keane í byrjunarliðinu.

  Sama hvaða keppni það er, sama hvaða leikur það er – ég þoli ekki að tapa fyrir ManUtd!

  Það sem svíður mig hvað mest með þetta tap er að þetta var alfarið okkur að kenna. Við leyfðum þessum afturkreistingum að stjórna leiknum til að byrja með og áttum alfarið að láta kné fylgja kviði eftir að við komumst í 1-2. Það er rannsóknarefni útaf fyrir sig af hverju við gátum ekki bætt við marki í seinni hálfleik, gersamlega óafsakanlegt. Frammistaða sem fær Antony til að líta vel út er eitthvað sem við verðum að horfast í augu við. Sem prinsipp-mál þá á maður alltaf að taka svona töp út á norskum fréttamönnum þannig að ég skil Klopp fullkomlega að hafa arkað út úr þessu viðtali við þennan gæja.

  Hvað varðar einstaka leikmenn, þá er eiginlega erfitt að vera eitthvað mikið fúll yfir þessu. Blessaðir drengirnir eru örendir eftir álagið að undanförnu þannig að þeir eiga allar manns þakkir skildar. Það má setja spurningamerki við svo margt í þessum leik, þá sérstaklega leikskipulagið og uppleggið á krítískum tíma í leiknum. Af hverju voru t.d. svona margir frammi undir lok framlengingar og við fengum þetta skítamark á okkur? Hvernig tekst okkur í ósköpunum að klúðra skyndisókn, 5 á móti 2??Hausinn er ekki alveg rétt skrúfaður þarna þegar svona mikið liggur undir. Eins þá má velta fyrir sér þessum skiptingum í leiknum og skipulagið almennt að undanförnu. Af hverju var Salah t.d. að spila allan leikinn á móti Sparta Prague? Leikurinn var búinn eftir kortér og þá hefði bara átt að gera strax breytingar í ljósi álags og meiðslavandræða.

  Að því sögðu þá er ég handviss um að Alisson hefði ekki hleypt svona mörgum mörkum í gegnum sig. Það má ekki misskilja þetta sem óþarfa gagnrýni á Kelleher. Þvílíkt sem sá gæji hefur komið sterkur inn í leikjunum að undanförnu og þvílíka bætingin sem er á honum. Hann mun þó alltaf standa í skugganum af Alisson og ekkert við hann að sakast í þeim efnum. Við erum orðnir góðu vanir með þennan yfirfrakka í markinu hjá okkur og segir mér hugur að ManUtd-liðar hefðu ekki verið jafn árangursríkir fyrir framan markið okkar ef hann hefði verið með.

  Nú er komið að lokasprettinum, sannarlega lognið á undan lokastorminum. Ég held í þá bjargföstu von að við munum hafa betur í deildinni og sömuleiðis landa þessum deildarbikar í Evrópu. Ég hef samt smá áhyggjur af því hvað við höfum verið ósannfærandi í þessum Big Six-leikjum þetta tímabilið ef frá eru taldir €ity-leikirnir. Er Klopp að springa á limminu eða eru þetta bara liðin sem þekkja veikleika okkar of vel og nýta sér það óspart?

  Ég trúi ekki öðru en að Klopp kreisti nú út það sem eftir er á tanknum og klári þetta með drengjunum með stæl. Sömuleiðis trúi ég því að drengirnir vilji kveðja okkar besta mann með viðeigandi hætti.

  Áfram að markinu – YNWA!

  7
 3. Sælir félagar

  Takk fyrir þáttinn og eins og Magnús bendir á hér fyrir ofan þá eru svona þættir nauðsynleg sálusorgun eftir svona leik eins og þann sem við lékum síðast, og eins og hann segir líka þá þoli ég ekkert verr en að tapa fyrir MU. En nú er það frá, búið og ekkert fær breytt fortíðinni og því best að velta sé ekki upp úr henni. Vonandi verða hinar nýju ráðningar félaginu okkar til sóma og framdráttar. Vonandi tekst þeim að landa okkar gamla liðsfélaga Xabi Alonso til félagsins og vonandi fær hann betra vinnu umhverfi en Klopp sem oft hefur átt erfitt undir FSG.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 4. Mér finnst Liverpool ekki nógu “grimmir” í því að fá leikmenn til þess að gefa ekki kost á sér í landsliðsverkefni, alveg eins og shitty og arsenal eru að gera undanfarið, og utd gerði lengi. Leikmenn okkar eru oft að fara í landsleiki ekki 100% fitt og koma svo bara meira meiddir tilbaka.

  5

Manchester United 4-3 Liverpool

Hverjir eru líklegastir til að taka við Liverpool?