Gullkastið – Gleðilegt ár

Síðasti þáttur ársins og af því tilefni spáðum við aðeins í leikmannamarkaðinn framundan í janúar. Hlóðum í stutt uppgjör á árinu 2023 þar sem helst stendur uppúr að Liverpool varn Man Utd 7-0 á Anfield. Þrír nokkuð ólíkir leikir í jólatörninni og alvöru slagur framundan strax eftir jól.

Það kom svo vinstri vængframherji/sóknarmaður í Ögurverk lið aldarinnar

Þökkum öllum hlustendum og lesendum fyrir árið, næsta ár verður að sjálfsögðu okkar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 453

25 Comments

  1. Úrslitin í leikjum kvöldsins líta bara nokkuð vel út fyrir okkar menn:)
    Vonandi verslar Liverpool í Janúarglugganum, sexu og left back í það minsta.

    12
  2. Moyes gamli refur loksins vann hann leik á Emirates ekki slæmt það.

    14
  3. Storkostlegt að vera einir þarna uppi á toppnum þrátt fyrir mikið mótlæti. Við eigum líka mikið inni og vonandi verður veskið dregið upp til að þetta raðirnar.

    5
  4. Arsenal skoraði ekki á heimavelli gegn West Ham. Þetta þýðir að „Liverpool 2.0“ hans Jürgen Klopps er efst í úrvalsdeildinni um áramótin. Með sigrinum gegn Burnley komst Liverpool í efsta sæti deildarinnar en Arsenal fékk tækifæri í kvöld til að endurheimta það þegar liðið tók á móti West Ham á heimavelli. Hins vegar töpuðu liðsmenn Mikel Arteta í 2-0 þökk sé mörkum frá Thomas Soucek í fyrri hálfleik og Konstantinos Mavropanos í þeim síðari fyrir „Hammers“. Arsenal pressaði stíft á lokamínútunum en náði aldrei að koma boltanum framhjá Alphonse Areola. Niðurstaðan þýðir að að Klopps Liverpool toppar töfluna þegar hálft tímabil er búið. Arsenal er tveimur stigum á eftir þeim rauðu, eins og Manchester City gæti verið ef þeir vinna frestaðan leik sinn sem þeir eiga vegna þátttöku á HM félagsliða. Fjórði efsti keppinauturinn Aston Villa tapaði gegn Manchester United á „Boxing Day“ og er þremur stigum á eftir Liverpool. Í kvöld tapaði Tottenham, sem var í svo góðu formi í byrjun tímabils, einnig gegn Brighton 4-2. Þetta var fimmta tap þeirra á tímabilinu og eriu þeir sex stigum á eftir þeim rauðu

    Við erum því í efsta sæti úrvalsdeildarinnar í lok fótboltaársins 2023. Hver hefði trúað því. Það sýnir mér líka hversu mikilvægt er að halda í það sem við höfum. Það eru margir sem hafa spurt sig á árinu hvað félagið okkar sé að gera í raun og veru og kannski voru kaupin á miðjumönnunum sl haust hið fullkomna svar frá félaginu. Margir sérfræðingar og jafnvel við stuðningsmenn fordæmdum framgöngu félagsins á leikmannamarkaðnum þegar hvorki Bellingham, Caicedo né Lavia klæddust rauðu treyjunni við lok gluggans. Eftir á að hyggja var þetta kannski ekki svo vitlaust eftir allt saman.

    Manchester City heldur áfram að drottna með vafasömu atferli sínu, Newcastle United hefur ákveðið að feta sömu braut og eru smá saman að tapa virðingu og reisn sinni og stóran hluta ársins var Manchester United einnig að daðra við að verða næsta félag til að yfirgefa allt sem þeir hafa staðið fyrir. Við þetta bætist Chelsea með mjög svo vafasömu atferli sínu sem gerir það að verkum að baráttan um efsta sæti úrvalsdeildarinnar verður fljótt útilokuð fyrir flest liðin.

    Almennt séð hefur þetta ár einnig verið krefjandi á þann hátt að það hefur verið áþreifanleg gremja hjá mörgum stuðningsmönnum yfir því að við séum ekki á sömu braut og hin stóru liðin. Ég veit ekki hvar Liverpool væri núna með fjárfestingum eins og Chelsea gerði á þessu ári – en ég er nokkuð viss um að það hefði ekki verið jafn gott Liverpool og Klopps “Liverpool 2.0” sem toppar deildina um áramótin.

    Breytingar eru í sjónmáli hvort sem okkur líkar betur eða verr. Jurgen Klopp mun ekki vera hjá Liverpool að eilífu, ekki heldur Mo Salah. Og jafnvel þó að nýjir einstaklingar komi til að láta okkur dreyma á komandi árum þá hefur Manchester United sannað á þessu ári hversu ótrúlega erfitt það er að koma félagi aftur á réttan kjöl eftir röð af röngum ákvarðanatökum eiganda og stjórnenda og skiptir þá ekki máli hvort það félag er það stærsta í heimi.

    Ég óska öllu Liverpool samfélaginu gleðilegs nýs árs og ég þakka skemmtilegar umræður á síðunni á árinu sem er að líða.

    31
    • Arsenal getur reyndar endurheimt toppsætið á gamlársdag, þegar þeir spila við Fulham á útivelli. Vonum að Fulham taki stig af þeim þar, enda er Fulham með þrusu gott lið.

      Gleðilegt ár til allra Liverpool aðdáenda nær og fjær. Vonandi verður árið 2024 Liverpool og ykkur farsælt. YNWA

      4
  5. Það kann að hljóma hrokafullt en ég var einhvern veginn búinn að bóka sigur Westham í þessum leik þeirra á móti Arsenal.

    Liðið okkar er ekki jafnfrábært og það var fyrir 3-4 árum. En það er seigla, þolinmæði, þrautseigja. Og margir leikmenn að stíga upp.

    Fram í maí, Continue.

    5
  6. Þetta ár hlýtur að vera árið hans Klopps. Hann vill ekki eyða miklu. Hefði mögulega getað fengið Rice eða Bellinghaham en hann bað um Endo og þrjá í viðbót. Ég vona sannarlega að þetta sé romcom með góðum endi.

    Það er enginn tilviljun að Aston Villa séu svona sterkir. Þeir hafa (fyrir utan skrýtna Chelsea) spanderað mestu í leikmenn síðustu þrjú ár en líka hitt á góð kaup.

    Nú er komin átta ára reynsla á frábæra leiðsögn gæðastjóra sem skilur klúbbinn – ég held að hann elski hann eins og barnið sitt – og það skiptir máli.

    Andy, Kostas, Joel, Mac og margir fleiri meiddir. Hálft byrjunarliðið.

    Samheldnin er þétt og allir standa á bakvið hana með Norbert.

    Við alla þessa slæmu dóma, og að líta framhá þeim og halda áfram, er sigur út af fyrir sig.

    Við tökum deildina og höldum taktíkinni áfram.

    You Truly Never Walk Alone.

    7
  7. Vonandi heldur þessi góði árangur áfram hjá okkar mönnum, ég er svolítið hræddur um að næstu vikur verði erfiðar fyrir okkar menn, það eru margir meiddir og svo þessi Afríkukeppni og svo það að okkur hefur ekki gengið vel í Janúar undan farin ár.

    Jurgen Klopp og staffið í kringum hann á algjörlega heiðurin af þeim árangri sem er í gangi núna hjá okkar mönnum. Ég er með slæma tilfinningu fyrir því sem vænta má eftir hans dag, fallið gæti orðið ansi hátt.

    5
  8. Þessir strákar vita svo helling um fótbolta, að það hálfa er nóg. Svona eftir á, hvað EF Salah hefði látið sig detta niður við hrindinguna, hefði það skipt máli? Annað eins hefur skeð!
    Annars Gleðilegt Nýtt Ár kæru Koparar!!!!!!!

    YNWA

    4
  9. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og þættina á árinu Kop-arar og víst væri lífið snauðara án þeirra. Það er ljóst að framundan eru erfiðir dagar, Salah og Endo lausir. Sem betur fer eru ca. 20 daga hlé á deildinni sem í reynd styttir þetta tímabil en einhverjir leikir verða þetta án þeirra. Gott væri að fá eitthvað nýtt blóð inn í hópinn í janúarglugganum því liðið er í dauðafæri að vinna deild, bikar og Evrópubikar. En án bætts liðstyrks verður það ansi miklu erfiðara. En hvað um það. Árið hefir verið ótrúlega gjöfult (7-0) á sumum sviðum en lakara á öðrum (engin meistaradeild) eins og gengur. Við getum þó heilt yfir vel við unað.

    Með óskum um gleðilegt komandi ár fyrir okkur alla, stuðningsmenn, leikmenn staff og stjóra og þakkir fyrir allt það dásamlega sem Klopp og félagar hefa gefið okkur í genum árin. Lifið heil.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  10. Gleðilega hátíð kæru Kop-arar.

    Staðan er svolítið snúin. Miðjan okkar er að slípa sig saman og þarna eru öflugir einstaklingar sem gætu blómstrað sem heild á vorönn. Sókin gæti vaknað til lífsins, DIaz, Gakpo og Nunez gætu endurheimt sjálfstraustið. Vörnin með Virgil í hjartanu er grjóthörð en svolítið þunnskipuð með þessum meiðslum. Reiknum ekki meira með Matip og Konate er 50% maður (eins og hann er góður). Hljótum að bæta við þann hóp – og eins og þeir nefna, fá einhvern sem kann meira fyrir sér en bara eina stöðu í vörninni.

    Þá skilst mér að Endo sé liðtækur í vörninni svo e.t.v. er það hin langþráða 6-a sem gæti riðið baggamuninn.

    En ég gleðst yfir því að við skulum vera á toppnum yfir áramótin!

    5
  11. Sé ekki að LFC kaupi einhvern sem er á byrjunarliðslevel í janúar. Eftir leikinn á móti Newcastle 1. janúar er ekki deildarleikur fyrr en 21. janúar. Robbo verður líklega kominn til baka þá og MacAllister og hugsanlega Bajcetic. Salah kemur væntanlega ekki síðar en fyrstu vikuna í febrúar til baka sem og Endo (gæti þó verið vika lengur í hann þar sem Japan er líklegra til að komast í 4 liða úrslit í sinni keppni en Egyptaland).

    Vandinn hjá liðinu hefur ekki verið gæði fyrstu manna eða þeirra sem hafa komið inná. Vandinn hefur verið að spila saman hópinn og finna út réttu uppstillinguna/taktíkina gagnvart mismunandi tegundum af rútum. Það verður ekki leyst með meiri mannskap, heldur með því að núverandi mannskapur spili meira saman.

    Einu meiðslin sem eru langvarandi og alvarleg varðandi byrjunarlið er Matip — þar var hópurinn þunnur með Quansah sem 5ta mann. Nú erum við með hann sem 3/4ða mann — en miklu betri heldur en mátti reikna með og fullkomlega brúklegur sem byrjunarmaður í flestum leikjum. Kostas er væntanlega frá fram í apríl, og hefur verið ágætur að leysa af, en Robbo er að koma til baka og við höfum Gomez þar (sem þynnir þó miðvarðarhópinn) og Bradley.

    Kæmi ekki óvart ef annað hvort Rhys eða Sepp van den Berg komi til baka úr láni og verði í hópnum sem 5ti kostur í miðverðinum. Ekki best, en erfitt að kaupa góðan 5ta kost og engin ástæða til að kaupa byrjunarmann.

    En svo má líka spyrja í hina áttina — af hverju ættum við að vera að versla inn? Hvaða leikmenn eru falir núna í janúar sem eru sannarlega betri en okkar fyrstu 16-18 leikmenn? Kannski Andre Trindade — en sé hann ekki koma til LFC nema að hann sé nokkuð öruggur um byrjunarliðssæti. Og það er engan veginn ljóst að hann sé bót framyfir það sem við höfum, sérstaklega gegn rútuliðum þar sem Endo er að sýna góða takta.

    En það þarf aðeins að batna ákvörðunartakan inní boxinu. Vil sjá fleiri taka takta og reyna að gera hluti á eigin spýtur. Finnst við senda boltann of mikið inní teig og oft mega reyna skot fyrr í sóknum. Við erum að skora heilmikið rétt fyrir utan boxið sem er jákvætt, en ekki nógu mikið af potmörkum eftir að boltann er varinn og fellur inní markteig.

    Gleðilegt ár og göngum þetta saman alla leið fram á vorið

    5
    • Robbo kemur ekki tilbaka í janúar skv. fréttum í dag. Hann getur ekki einu sinni hreyft handlegginn almennilega hvað þá meira. Svo nú reynir á Gomez og hans heilsufar.

      4
      • Já, var að lesa viðtalið við Klopp. Ekki alveg skýrt hvað hann segir, en amk. virðist hann ekki vera að koma fyrr seint í janúar hið fyrsta. Vont ef satt er. Ég væri auðvitað til í vinstri fótar bak/miðvörð í hópinn — svo vonandi gerist það 🙂

        3
  12. Ég set jákvætt spurningamerki við þessa spá hjá Andra. Við eigum bara þrjá leiki í janúar, vitanlega ekki auðvelda. Newcastle heima, sem gæti reynst tricky fyrst og fremst af því þeim hefur gengið frekar illa og verða að komast á rönn. Svo er Bournmouth, heitasta liðið í deildinni, en ég held að það sé lið sem við eigum að vinna ef rétt er að málum staðið. Chelsea eigum við svo á heimavelli í mánaðarlok. Set 70/30 á þann leik. 7-9 stig í þessum þrem leikjum senda skilaboð.

    Eftir þetta prógramm er Arsenal á útviell 4. feb. Þar á eftir Burnley heima, Brentford úti, Luton heima og svo Nott’m Forest.

    20-24 stig úr þessu átta leikja prógrammi samanlögðu færi ansi langt með að skila titli í hús.

    Mér fannst mjög gaman að horfa á Liverpool-leiki þegar dýrðin var stærst og þeir virtust ósigrandi. Verstur andskotinn var að á sama tíma var annað ósigrandi lið. Og alltaf, nema einu sinni, munaði einu stigi.

    Nú í vetur eru allir að glata nokkrum stigum. Óþarfi að gleyma því að eini tapleikurinn okkar er leikur sem var svínað á af dómgæslu. Slíkt nefni ég aldrei en þetta var bara svo blatant og ófaglegt þann 30. sept að það mun seint gleymast. Allt í lagi að tapa og jafnvel allt í lagi að dómar séu umdeildir. Þetta var bara smá beyond rugl þarna hjá dómarateyminu þann 30. sept.

    Hvað um allt það. Gleðilegt nýtt ár kæru Koparar.

    YNWA

    2
    • Ég er ekki enþá búinn að sætra mig við úrslitin úr þeim leik og verð bæði fúll og pirraður að hugsa um hann, það var leikur sem við áttum ekki að tapa.

      2
  13. Jonny Evans hélt uppi merki gamlingja í kvöld!

    Hálffertugur og besti leikmaður MU í glæsilegu tapi gegn Nottingham Forest.
    Það er gott sem gamlir kveða. 🙂

    5
  14. Gleðilegt komandi ár félagar búið að vera gaman að rökræða gengi Liverpool við ykkur eins og alltaf hvort sem það er í blíðu eða stríðu en auðvitað hafa þetta verið forréttindi að fylgjast með Klopp og co þetta tímabil ekkert nema stolltur af spilamennsku okkar liðs hvernig sem fer þá er ég sáttur við liðið okkar núna.

    YNWA

    5
  15. Það virðist erfitt fyrir Utd að ná sé niður á jörðina eftir jafnteflisleiki eða sigurleiki. Stuðningsmenn og leikmenn djöflanna gjörsamlega ærðust af fögnuði eftir jafntefli gegn Liverpool og sigur heima gegn Villa. Internetið hreinlega sprakk og Hojlund fagnaði eins og hann hefði skorað úrslitamark á lokamínútu á HM. Í kjölfarið fylgdu tveir tapleikir gegn Weat Ham og Nott For. Dásamlegt.

    13
  16. Gleðilegt ár og takk fyrir góðar umfjallanir hér og í hlaðvarpinu og megi Liverpool halda dampi á komandi árum.

    1

Burnley 0 – 2 Liverpool

Newcastle heimsækir Anfield á nýársdag