Gullkastið – Alvöru Toppslagur

Þriggja liða einvígi

Enn eitt helvítis jafnteflið í þessum stóru leikjum tímabilsins og enn einu sinni dómaramistök sem falla ekki með okkar mönnum. Frammistaða Liverpool hinsvegar ekkert annað en stórkostleg í báðum leikjum vikunnar, bæði innan sem utan vallar. Leikurinn á Anfield er alveg á lista fyrir einn besta leik tímabilsins.

Spennandi fréttir í síðustu viku þess efnis að Michael Edwards væri líklega að snúa aftur til Liverpool ásamt vini sínum Richard Hughes sem hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Bournemouth undanfarin átta ár. Vonandi fréttist meira af því í þessari viku.

Skoðum hvernig staðan er fyrir síðustu tíu leiki tímabilsins – sjá líka færslu hér neðar

Framundan er svo seinni leikurinn í Evrópudeildinni sem er hálfgert formsatriði og upphitun fyrir stórleikinn næstu helgi gegn Man Utd.

Liverpool er vel á lífi eftir ótrulegt mótlæti í byrjun þessa árs

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 466

Meiðslalisti Liverpool

Til að reyna setja meiðslalista Liverpool í eitthvað samhengi er ósanngjarnt að skoða hvernig hóparnir hjá Man City og Arsenal með sambærilega leikmenn frá (miðum við stöðu fyrir stöðu eins og hægt er).

Svona hefur þetta verið mikið til undanfarnar vikur og samt erum við nýlega búin að endurheimta Robertson, Szoboszlai, Nunez og Tsimikas. Bradley var frá hálft tímabil og Endo tók nokkrar vikur out líka. Það er ekkert annað en sturlað að vera ennþá í séns þegar 10 leikir eru eftir.

Hvernig væri staðan hjá City og Arsenal með þessa rauðmerktu frá undanfarnar vikur?

Það leiðir okkur að spurningunni:

Hverjir hafa mest bensín í lokasprettinn?

Grænt (+85%) / Gult (70% – 85%) / Blátt (60% – 70%) / Appelsínugult ( 50% – 60%) / Rautt (undir 50%)

Arsenal er í tveimur keppnum og búið að spila á nánast sama liði í allan vetur? Bítur það líkt og undanfarin ár?

  • Sex leikmenn hafa spilað +85% og þrír +70% Hinir tveir partur af rotation.
    • Jesus eini sem ekki er með meira en 50% og hluti af því er rotation

Arsenal hafa verið á fáránlegu rönni í markaskorun eftir áramót

  • Eru með 33 mörk í átta leikjum eftir áramót úr 20,63xG eða 12,4 mörk umfram xG.
  • Það lið i deildinni sem hefur verið næst “heppnast” hvað xG varðar er Tottenham með +7,1 í 28 leikjum!
  • Þetta er ekki sustainable
    • Liverpool áhugavert einnig eftir áramót með xG 26 þrátt fyrir ótrúlegan meiðslalista. Verra að félagið skorar EKKERT aukalega umfram xG.

Arsenal var í miklu betri stöðu á sama tímapunkti tímabilsins fyrir ári síðan, bara í keppni við Man City og hættir í öllum öðrum keppnum.

  • Arsenal vann leik 29 og 30 en fengu svo 12 af 24 stigum eftir það. Skrifuðu það á meiðsli Saliba.
  • Arsenal lauk leik í Deildarbikar á síðsta tímabili í nóvember, FA Cup í janúar og Evrópudeildinni í mars. Þeir voru bara að spila deildarleiki í lokin.

Man City fór alla leið í öllum keppnum í fyrra og virðast ætla fara langleiðina í ár líka. Þeir eru líka enn að keyra rosalega mikið á sama mannskap.

  • Fimm leikmenn City spilað +85% af deildarleikjum og þrír eru með +75%
  • Stones hefur verið töluvert frá en fyrir hann eiga þeir vissulega Gvardiol og Akanji eða Kovacic
  • KDB er eina alvöru áfallið en bæði hann og Stones eru komnir aftur fyrir nokkrum vikum núna.
  • Veikleikamerki að vera svona mikið undir þetta vængbrotnu Liverpool liði?

Liverpool veltur allt á meiðslalista eftir apríl þegar deildin fer af stað aftur, eða er það ekki?  Gætum alveg endurheimt alvöru Liverpool liðið fyrir endasprettinn á sama tíma og fer mögulega að draga af City og Arsenal sem bæði eru í CL líka?

  • Alisson og Jota eru skrifaðir til 14.04 – out í þrjá deildarleiki í viðbót ef það gengur eftir
  • Trent, Jones, Gravenberch og jafnvel Bajcetic eru skráðir til 31.03 eða eftir landsleikjahlé
  • Konate gæti náð United leiknum um næstu helgi
  • Thiago og Matip eru líklega alveg out
  • En þá mega þeir sem nú eru heilir ekki halda áfram að detta endalaust aftur í meiðsli. Það þarf einhversstaðar að vera botn.

Meiðslalistinn fram til nú hefur gefið okkur leikmenn sem gætu vel nýst vel á lokakaflanum og eins sparað tugi milljóna á leikmannamarkaðnum í framtíðinni.

  • Quansah og Bradley eru bara komnir til að vera í hópnum og ekkert sjálfgefið að taka af þeim stöðuna.
  • Bobby Clark hefur ekki fengið eins afgerandi séns þar sem Liverpool hefur ekki lent í eins miklum meiðslavandræðum í hans stöðu en augljóst að Klopp telur hann sem part af aðalliðshópnum.
  • Danns – McConnell gætu fengið mínútur og þá vonandi núna til að hvíla lykilmenn ekki sem break glass option
  • Kelleher og Tsimikas hafa líka stigið verulega upp í vetur, sérstaklega eftir að þeir komust í smá leikform.
  • Eigum Doak og Bajcetic alveg inni næsta vetur, þeir leikmenn sem voru afgerandi efnilegastir fyrir tímabilið.

Þetta er hrikalega jafnt og spennandi og öll lið geta klárlega hitt á formið sem þarf til að klára þetta. En að Liverpool hafi lifað þennan kafla af er með hreinum ólíkindum og vonandi fáum við að sjá okkar raunverulega lið eftir apríl þegar lykilmenn fara að koma aftur.

Arsenal og Man City hafa að sjálfsögðu virkað sprækari í mörgum leikjum undanfarið enda ekki að glíma við nein meiðslavandræði að ráði, ekki í deildarbikarnum (og Arsenal ekki heldur í FA Cup).

Liverpool er vel á lífi enn og meira er erfitt að biðja um frá okkar mönnum, eðlileg dómgæsla og forskotið væri töluvert á toppnum núna.

18 Comments

  1. Takk fyrir frábæran þátt, enn og aftur er æðislegt að fá þátt svona fljótlega eftir svona svakalega leiki og kjarna þetta aðeins á meðan hausinn er ennþá á fullu spani eftir svona hasar.

    Mann skortir orð, sérstaklega þegar maður var farinn að stressast hressilega upp klukkutíma fyrir leik þegar liðin voru kynnt, til að lýsa þessari frammistöðu. Það voru allir að skila sínu og gott betur. Fókusinn var skýr og €ity, með alla sína olíuleikmenn, kiknaði undan pressunni. Seinni hálfleikurinn er einfaldlega master class í possession og pressu og að horfa á þessa €ity-leikmenn spræna á sig af stressi í hvert skipti sem þeir fengu boltann var einfaldlega skemmtun útaf fyrir sig.

    Það er einmitt eftir svona leiki sem maður bölvar stiginu og að þetta hafi “bara” endað sem jafntefli. Sérstaklega í ljósi viðleitni Doku þarna í lokin að blanda saman fótbolta og karate í einhverskonar fusion fótbolta-fimi sem endaði með takkastimplun í brjóstkassann á MacAllister.

    VAR á Englandi er hugsað til þess að leiðrétta “clear and obvious errors”. Ef þetta er ekki skýr og augljós villa þá veit ég ekki hvað. Orðið á götunni er að Michael Oliver telji sig vera svo góðan dómara að hann þurfi ekki að fara í skjáinn þegar það eru svona vafamál í gangi og að VAR-dómararnir í Stockley Park séu ragir við það að senda Oliver í skjáinn útaf svona málum. Ef það er raunin, þá fengum við það lárrétt beint í smettið um helgina. Þegar hörðustu ManUtd-stuðningsmenn eru að flagga þessu sem víti þá ætti það að vera góð vísbending um afleik dómgæslunnar í þessum leik.

    Það magnaða síðan við það, eins og kom svo vel fram í þættinum ykkar, að þá erum við bara farnir að dusta þetta af okkur sem enn ein mistökin og við horfum bara fram á veginn. Við erum það brenndir af þessu VAR-klaustur–fokki að við erum hættir að kippa okkur upp við þetta. Spáið aðeins í þeirri staðreynd.

    Mótið er galopið ennþá og nú fáum við alla hersinguna okkar tilbaka af meiðslalistanum í þessu alltof langa leikhléi. Megi það verða til þess að við pökkum restinni af mótinu saman og stöndum uppi sem Englandsmeistarar í vor!

    Áfram að markinu – YNWA!

    9
  2. Þetta VAR/dómara dæmi er bara orðið alltof dýrt fyrir Liverpool, í seinustu umferð var ekki einungis sleppt augljósu víti fyrir Liverpool heldur slapp Havertz við rautt og skoraði síðan sigurmarkið fyrir Arsenal alveg í lokin. Þetta gæti skipt sköpum þegar upp er staðið.
    Í staðinn fyrir að vera með 4 stiga forskot á City og Arsenal (að því gefnu að við nýtum vítið og Arsenal nái ekki að kreista fram úrslit manni færri), eru Arsenal nú á toppnum jafnir okkur og við einu stigi á undan City.
    Síðan má auðvitað tala um aðra leiki eins og Tottenham leikinn, þetta er bara orðið alltof mikið.

    6
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir góðan þátt og gott spjall. Þótt líklega ekkert lið á Englandi fari eins illa út úr afar slakri dómgæslu eins og Liverpool þá nennir maður varla að ræða þann endalausa farsa. Oliver er hrokagikkur og hann á auðvitað að spyrja VAR dómarana hvort ástæða sé til að skoða atvik á vellinum en hann er svo viss um eigið ágæti að hann gerir það ekki. Þar með dæmist hann vera fífl og ég er algerlega ósammála Einari Matthíasi um gæði hans. Hroki og hleypidómar er einhver versti löstur sem til er á nokkrum manni og Oliver hefur nóg af hvorutveggja.

    Ég vil spyrja um annað og heldur skemmtilegra mál. Gæti verið að ráðning Michael Edwards sé hluti af því að ná Alonso til Liverpool. Þegar séð verður að allt nánasta starfslið Klopp fari með honum og þar með fái nýr stjóri hreint borð og sitt eigið “tím” sér til aðstoðar, mun það ekki auka líkurnar á að Alonso komi? Michael Edwards er líka annálaður snillingur við samningaborðið og því ætti hann að geta talað spánverjann snjalla til Liverpool vona ég. Ég veit auðvitað ekkert um þetta frekar en aðrir utan stjórnar klúbbsins en mér er spurn.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Sælir aftur

      Svo virðist samkvæmt orðrómi (rumors) að hugmynd FSG og Michael Edwards sé að fá Alonso til Liverpool. Góðar fréttir finnst mér þó Maggi hafi meiri trú á einhverjum Portugala 🙂

      Það er nú þannig

      YNWA

      7
  4. Sem betur fer unnu arsenal porto……ekki er Arteta að skipta mikið inná…..

    2
  5. Þó vissulega hafi framtíðarhlutverk Edwards skýrst mikið í dag sem uppbyggjandi á einhverskonar “multible teams manager” þá hef ég smá áhyggjur af fýsileika knattspyrnustjórastöðunnar á Liverpool fyrir væntalega góða kandídata. Slíkir eru núna vanir öðru umhverfi og meiri yfirráðum.

    Er ekki einhver hætta á að þeir hrökkvi frá hlutverkinu af því að þeim sé ætluð minni yfirráð?

    1
    • Stjórar hafa hvergi meiri yfirráð en á Englandi, á flestum stöðum í Evrópu hafa þeir bara ansi lítið að segja þegar kemur að leikmannamálum, eru bara meiri svona þjálfarar. Þó svo að Edwards komi í þetta hlutverk og svo annar yfirmaður fótboltamála, þá mun stjórinn hafa mikið að segja varðandi allt þetta. Þannig að nei, ég tel enga hættu á að þeir hrökkvi frá hlutverkinu út af því.

      4
  6. Það verður athyglistvert að sjá hvaða lið það verður sem að Edwards talar um að FSG muni fara að kaupa. Hann segir það stóru ástæðuna fyrir endurkomunni sinni vera sú sú að leiða það verkefni að kaupa og byggja upp nýtt félag fyrir FSG, er ég ekki að skilja þetta rétt ?
    Þá gætum við gefið okkur það líka að hans hlutverk muni aðalega koma að því að ráða nýjan mann til að stýra innkaupum og í samstarfi við hann að ráða nýjan þjálfara og vera svo mest í hinu verkefninu.

    1
  7. Klopp á það til að vera ansi trúr og tryggur sínum leikmönnum. Og eftir gott tímabil 21/22 sá hann ekki ástæðu til að endurnýja miðju liðsins og það kostaði liðið meistaradeildarsæti.

    Með Edwards innanborð efast ég um að liðið hefði farið inn í 33/23 tímabilið með Keita, OX, Henderson, Milner.

    Edwards vildi t.d. ekki gefa Winjaldum langtímasamning sem reyndist hárrétt ákvörðun enda sást vel á hans síðasta tímabili fyrir LFC að GW að hann var á hraðri niðurleið.

    Sitt sýndist hverjum þegar Hendó og Fabinho voru seldir í sumar. Enginn saknar þeirra í dag. Ox og Keita halda áfram að vera meiddir hjá sínum nýju félögum. Keita hefur spilað 80 mínútur fyrir Werder Bremen

    Við gætum séð fram á talsverða endurnýjun á hópnum í sumar. Matip fær væntanlega ekki nýjan samning og alls ekki Thiago, einnig tel ég meiri líkur á að Mo Salah verði seldur. Robbo getur nú þakkað fyrir að vera með samning til 2026.

    Gakpo þarf svo að fara að sýna að hann eigi einhverja framtíð hjá liðinu.

    Takist að sannfæra Alonso um að koma þá erum við að horfa fram á spennandi tíma.

    5
    • Ég ætla að varpa sprengjunni hahaha
      Kannski meira til gamans

      Eða kannski fékk Klopp ekki backup til að kaupa þá leikmenn sem hann vildi á þessum tíma og keypti þá enga sem varð á endanum til þess að samstarfið súrnaði

      Tek það fram að þetts eru getgátur höfundar en ekki staðreyndir 🙂

      1
      • gæti verið en mér þykir ólíklegt að FSG hafi viljað halda í hálaunaða leikmenn eins og Ox og Keita, sérstaklega í ljósi þess að eftirspurn virtist vera eftir þeim báðum sumarið ´22 og þeir að renna út á samning.

        FSG gæti mögulega hafa bent Klopp á að hann væri með nægilega marga miðjumenn og þyfti fyrst að losa um einhverja af þeim áður en aðrir væru keyptir.

        Allir þessir miðjumenn voru mikið meiddir og 4 af þeim komnir vel yfir þrítugt.

        Að halda í þá er amk ekki í takt við þá stefnu sem FSG eru þekktir fyrir.

        Maður veit að samband Klopp og FSG hefur ekki alltaf verið dans á rósum og FSG eru engan veginn gallalausir eigendur.

        Cavalho og Gakpo virðast heldur ekki vera vel skátuð kaup.

        2
    • Ég kaupi þær skýringar að Klopp sé búinn á því. 9 ár í brúnni á Anfield er ekki fyrir hvern sem er og hingað til hefur hann verið maður orða sinna. Þó vissulega megi reyna að fá hann til að endurskoða sína ákvörðun.

      Guardiola var ekki nema fertugur þegar hann þurfti að taka sér pásu eftir 4 ár með Barcelona.

      Dalglish var fertugur þegar hann hætti 1991 eftir tæp 6 ár í starfi.

      Hins vegar gæti ég trúað því að Klopp ætti eftir að taka aftur við Liverpool eftir nokkur ár. Hann á nóg eftir sem stjóri.

      2
    • Ég held bara að vandamálið sé að það sem hann vill er tími með fjölskyldunni, næði til að slaka á og drekka bjór, og hugsanlega horfa á einn eða tvo fótboltaleiki í imbanum án þess að þurfa að leikgreina á meðan í tætlur.

      3
      • Það og að hann sé útkeyrður.

        Vissulega er möguleiki að eitt og annað hafi gengið á sem hafi hjálpað Klopp að taka þessa ákvörðun.

        Svo er sagt að ákvörðun Pep Lijnders um að hætta í sumar hafi haft áhrif á Klopp. En í Hollandi er slúðrað um að Lijnders taki við Ajax í sumar.

        1

Stórmeistarajafntefli staðreynd – Liverpool 1 City 1 (Skýrsla uppfærð)

Níu fingur á næstu umferð í Evrópudeild