Gullkastið – Endurtekið efni

Jafnteflis tap á Old Trafford og svekkjandi helgi í boltanum en sigur í miðri viku.
Amorim að nálagst Anfield? Fréttir vikunnar og nýtt Ögurverk lið aldarinnar.
Næst hjá Liverpool eru tveir leikir á Anfield.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Óli Haukur og SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 470

9 Comments

 1. 17:36 “loksins þurfti hann að verja í markinu”.

  Onana er með flest varin skot af öllum.

  1
  • Það er af því að vörnin hjá ManUtd er hriplek og heldur engu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og þegar De Gea hélt þeim á floti. Ef eitthvað er, þá ættu markverðir ManUtd að vera heiðursborgarar Manchester – ótrúlegt dæmi!

   3
 2. Takk fyrir góðan þátt, það er bölvanlegt að niðurstaðan okkar út úr þessum ManUtd-leikjum í vetur skuli vera svona slöpp. Ég gersamlega þoli ekki þegar við erum að tapa stigum á móti lakari liðum í neðri hluta deildarinnar. Sérstaklega núna þegar Klopp er á kveðjutímabilinu sínu að við getum ekki drattast til þess að vinna þetta arfaslaka lið frá Manchester.

  Það er eitt að tapa stigum ef þú ert að spila á móti betra liði sem yfirspilar þig og vinnur sér inn sigur. Það er annað þegar við erum með svo mikla yfirburði að ofurtölvan sprakk við að reikna út af hverju við vorum ekki 15-0 yfir í hálfleik.Einhversstaðar heyrði ég að menn teldu slaka spilamennsku Salah upp á síðkastið núna tengjast föstutímabili múslima sem lauk í dag. Maður hefur svo sem ekki greint það sérstaklega hvort það sé almennt hjá þeim leikmönnum sem eru múslimatrúar hvort frammistaða þeirra sé eitthvað lakari þegar þeir eru að fasta.

  Það er gersamlega óafsakanlegt að sjá framlínuna okkar klúðra hverju dauðafærinu á fætur öðru, það var eins og Salah væri markvisst að reyna að skora í fyrstu snertingu, sem varð til þess að boltastrákarnir þurftu að hlaupa nánast út á flugvöll til að ná í boltann. Ég hata það hvað ég elska Núnez mikið því ég er tjúllast á því hvernig hann er svona oft að klúðra algjörum dauðafærum.

  Brotalamirnar í leiknum drógu það svo skýrt fram hvað við söknum okkar bestu manna. Ímyndið ykkur ef við hefðum haft Jota, TTA og Alisson í þessum leikjum gegn ManUtd. Það væri búið að slátra Ten Hag ef við hefðum haft okkar sterkasta lið á móti þessum pulsum.

  Að því sögðu þá erum við komnir í aftursætið hvað varðar titilbaráttuna að sinni. Ég hef hinsvegar enga trú á því að Arsenal nái að klára sitt leikja-run með fullt hús stiga. Ég held að það verði eitthvað meltdown-augnablik hjá þeim þarna sem verður til þess að Arteta gjörsamlega trompast og lemur einhvern í spað. €ity eru einfaldlega slakir, ég hef 0 áhyggjur af þeim.

  Nú treystum við bara á að við klárum þennan Atalanta leik á fimmtudag. Góðu fréttirnar fyrir okkur eru að bæði €ity og Arsenal fóru í gegnum erfiða leiki í Meistaradeildinni þannig að hausinn á þeim verður fastur í því öllu saman.

  Nú klárum við þetta á lokametrunum!

  Áfram að markinu – YNWA!

  10
   • Já, sástu þessi mörk sem Real Madrid var að skora? Vörnin hjá €ity eins og hauslaus hæna. Crystal Palace var síðan að standa hressilega í þeim, aldrei vita hvernig sá leikur hefði farið ef Palace hefði fengið víti í stöðunni 1-2 sem hefði verið sanngjarn dómur. Augljóst að varnarmenn eru búnir að finna út úr hvernig á að stoppa Haaland enda ekki erfitt að tækla einhliða leikmann. €ity eru bara búnir að toppa og ég held að það verði talsverð uppstokkun hjá þeim í sumar.

    1
 3. Bara verðum að vinna Ensku deildina, Klopp að fara og einhver Amorim 38 ára með enga reynslu nema í portugal, hann hefur ekkert að gera í Ensku deildina og ég held að leikmenn munni ekki taka mark á honum, því miður.

  hræddur um að við séum að lenda í slæma kaflanum næstu árin.

  5
 4. Á það hefur verið bent, að þrátt fyrir hið mikla afreksjafntefli manu nú um helgina þá útilokuðu þeir þar með að komast uppfyrir þann sama andstæðing þetta árið.

  Öllu öllu litlu má nú fagna.

  1
 5. Það má kannski bæta því við að það eina jákvæða sem ég tek út úr þessum leik gegn ManUtd er sú staðreynd að með þessu jafntefli þá er tölfræðilega ómögulegt að ManUtd verði enskur meistari þetta árið!

  4

Gullkastið – Uppfæra áskrift hjá Hlaðvarpsveitum

Liverpool – Atalanta í kvöld (Upphitun)