Gullkastið – Fáránlegur meiðslalisti

Stór skuggi fyrir frábærum sigri á Brentford þar sem líklega bættust þrír lykil leikmenn til viðbótar við meiðslalistann sem var fáránlegur fyrir. Úrslit í öðrum leikjum þíða þó að Liverpool situr á nýtt eitt á toppnum.
Nóg um að vera á Englandi og Luton er verkefni vikunnar

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 462

6 Comments

 1. Takk fyrir skínandi þátt sem ég hlýddi á með morgunkaffinu og á leið til vinnu. Ekkert að hljóðgæðunum að þessu sinni!

  Tíu litlir meiðslapésar hefðu sett hvaða lið sem er á hliðina.

  Sú var og raunin með okkar ástkæra. Þegar liðböndin gáfu sig með látum, hvert og eitt, í upphafi tímabils Klopp, þá fann maður orkuna renna út úr liðinu. Stöðugleikinn var enginn: City var niðurlægt einn laugardaginn og þann næsta völtuðu Bournmoth yfir okkur. Best kom þetta í ljós þegar gerpi allra gerpa – Ramosinn – fleygði Salah á jörðina í úrslitaleiknum eftirminnilega. Þá horfði maður í örvæntingu á bekkinn og hver var næstur inn? Haugryðgaður Lallana: miðjumaður sem hafði sjálfur verið á sjúkrabeði mánuðum saman fyrir besta sóknarmann í heimi. Sá lagði að vonum lítið af mörkum þennan klukkutíma.

  Öll þessi ár hefur maður emjað og grenjað á einhverja breidd. Þungarokksboltinn tekur sinn toll og þá þarf bekkurinn að vera vel skipaður og æfingasvæðið að sama skapi. Núna loksins horfum við á þá ósk raungerast. Nýir leikmenn stíga fram, ungir og graðir og svo fáum við af bekknum leikmenn sem geta amk fyllt upp í hluta af því skarði sem byrjunarliðið skilur eftir sig.

  Þetta eru því aðrir tímar en hvað maður óskar og vonar samt að þeir endurheimti sem fyrst sinn fyrri styrk og færni, þessir meiddu. Þetta er auðvitað löngu hætt að vera fyndið og var það raunar aldrei.

  12
 2. Arsenal – Newcastle er ekki fyrr en á laugardaginn, en þeir eiga samt leik við Porto í meistaradeildinni á miðvikudaginn

  3
 3. Hlakka til að hlusta. Þessi meiðsli eru algjörlega óþolandi.

  4
 4. Segjum sem að Liverpool og svo núna Bayern muni fara á eftir Alonso, hvað ætli hann velji ?
  Tuchel er að hætta með Bayern, það er staðfest og þeir munu klárlega reyna að fá Alonso til sín.
  Ef að Alonso vinnur deildina með Leverkusen þá er örugglega freistandi að taka við Bayern því að þeir eiga að vera áskrifendur að þessum titli og geta alltaf fengið bestu menn deildarinnar til sín.

  En Liverpool er auðvitað sérstakur staður og alls ekkert slæmt lið til að taka við.

  https://www.mbl.is/sport/enski/2024/02/21/liverpool_faer_samkeppni_fra_bayern/

 5. Takk fyrir frábæran þátt, góð samantekt á stöðunni og nú er ekkert annað en að setja í einhvern af efri gírunum á sjálfrennireiðinni og landa því sem í boði er. Brentford var afgreitt hressilega, liðið sem ManCity var í vandræðum með núna síðasta í gærkvöldi. Nú dugar ekkert minna en að ganga almennilega frá Luton-liðum í kvöld.

  Það ótrúlega í þessari stöðu að við erum enn í færri að geta náð ‘the poor man’s’-fernu 🙂 þetta er alfarið í okkar höndum ef við vinnum þá leiki sem eftir eru. Hversu raunhæft það er veit ég ekki… en ég held alltaf í vonina.

  Á næstu 99 dögum eru 26 leikir sem Liverpool þarf að spila, sem þýðir að við erum meira og minna að spila tvo leiki í viku það sem eftir lifir tímabils. Þó svo að þessi meiðslaslisti sé kominn á það stig að hann sé að æra óstöðuga þá grunar mig samt að Klopp sé mögulega að horfa til þess að gefa mönnum hvíld og þá mögulega detta menn fyrr inn en gert var ráð fyrir svona til þess að hrella aðeins andstæðingana. Það er allaveganna sú von sem ég held í því það er náttúrulega alveg glatað ef t.d. staðan á Alisson er þannig að hann er ekki í spilanlegu ástandi fyrr en í besta falli þegar við tökum á móti Everton.

  Þegar uppi er staðið þá tókst okkur næstum því hið ómögulega fyrir tveimur árum sem var einmitt 63 leikja tímabil. Ólíkt stöðunni þá, þá er viðbúið að við verðum komnir með marga af okkar bestu leikmönnum til baka fyrir lok tímabilsins… sem mun gera gæfumuninn þegar við leggjum heiminn að fótum okkar!

  Áfram að markinu – YNWA!

Jota frá í 2 mánuði

Liverpool – Luton úrslitaleikur 1 af 13