Gullkastið – Liverpool á flugi

Frábær sigur á útivelli hjá afar ungu Liverpool liði og toppsætið ennþá okkar. Fórum yfir það helsta í þessari viku og hituðum upp fyrir bikarvikuna sem er framundan

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 457

12 Comments

  1. Það kom upp hugmynd um að leita til hlustenda varðandi það að taka fyrir eitt topic í hverjum þætti sem kæmi frá hlustendum.

    Endilega komið með slíkt hér að neðan, við myndum þá velja eitt úr og taka það fyrir.

    4
    • Ok geggjað!! Heyrðu það væri gaman að fara ofan í lífshlaup Tierney og sjá hvað það er sem veldur þessari andúð á Liverpool. Líklega liggur þetta í einhverjum vandamálum í æsku. Er hann bara í alvöru að fara að dæma Liverpool Chelsea???

      12
    • Tierney á að dæma Liverpool – Chelsea! Þetta er löngu hætt að vera í lagi.

      2
  2. #Hvað gerist þegar/ef City verða dæmdir niður um 2-3 deildir seinna á árinu.
    Myndi slíkur dómur hafa áhrif á það hvort Klopp myndi framlengja sinn samning við Liverpool

    5
  3. Simon Hooper spjaldakóngur og sauður dæmir Carabao Cup leikinn á morgun og það er ekkert VAR. Húrra eða þannig.

    Og viku seinna kemur fávitinn Paul Tierney á Anfield og mun skemma allt sem hann getur fyrir Liverpool. Ég mæti með blað og blýant til að skrá helstu gullkornin hjá mér.

    Hvenær ætlar Liverpool eiginlega að brjálast almennilega yfir þessari augljósu herferð PGMOL gegn félaginu?

    Og ég legg til að Gullkastararnir lesi upp grein Paul Tomkins um Paul Tierney og Liverpool, það er hrollvekjandi lesning.

    3
  4. Söfnuðurinn hér á Ystu Nöf er alltaf með Liverpool topic á hverri samkomu.
    Það væri nú ekki leiðinlegt ef að þið ræðið um feril Xabi Alonso næst og hvað hann gerði fyrir Liverpool. Sögur af honum og hvar hann er nú. Mörg okkar spá að hann verði næsti stjóri Liverpool þó svo að Axel ábúandi á Stóra Lóni sé þar fremstur í flokki.

    27 leikir
    24 sigrar
    0 tap
    85 mörk skoruð
    Xabi Alonso boltinn
    Næsti stjóri Liverpool !!!

    Það væri nú eitthvað ef þið tækjuð þetta umræðuefni fyrir en nú verð ég að fara út og gefa hröfnunum. Það er hrafnaþing hér á Ystu Nöf.

    YNWA

    13
  5. Já það væri skemmtilegur líður. Jafnvel taka nokkur og stytta þá umræðuna til að koma fleirum að.

    Mínar pælingar.
    Er frammistöður C.bradley og Gomez þess eðlis að liverpool þarf ekki að setja kaup á bakvörðum eins framarlega og áður? Eða teljið þið að TAA endi á miðjunni og við þurfum þá allavega RB.
    Nú lýsti Konate því yfir að draumur hans væri að spila fyrir PSG, teljið þið að hann verði arftaki dijk og verði mörg ár hjá lfc eða er möguleiki að hann fari ?
    Meira er það ekki í bili.

    2
  6. Las þessa samantekt nýverið. Mjög áhugavert og dæmi hver fyrir sig. Get ekki sannreynt tölurnar og er lítið fyrir samsæriskenningar. En dómgæslan á Englandi er léleg og mér finnst skrítið hversu oft sömu dómararnir eru að dæma leiki LFC. Svo fann þetta þegar ég fór að gúggla það. Kannski dómararnir í Gullkastinu hafi lesið þetta?

    https://tomkinstimes.substack.com/p/objective-data-liverpool-are-refereed

    4
  7. Takk fyrir góðan þátt. Ég er sérstaklega ánægður með jákvæðnina sem skein í gegnum spjallið enda ekki hægt annað þegar liðið er í bullandi séns í fjórum keppnum og er með kemestríu á við snarbilaða tívolí-bombu sem fer í gang þegar henni hentar, andstæðingum okkar til mikillar mæðu.

    Ég er 44 ára og er ennþá að vasast í þessum myndaspjöldum tengt íþróttum. Ég mæli eindregið með því að þið sem þetta lesið gerið ykkur ferð í Jóa Útherja og fjárfestið í 1-2 pökkum og upplifið fegurðina og kyrðina við að draga upp falleg spjöld sem sóma sér vel í góðri möppu, plastvasa eða sem huggulegt bókamerki. Svo má nota afgangsspjöldin sem merkimiða á gjafir – hver væri t.d. ekki til í að fá afmælispakka þar sem Iago Aspas óskar þér til hamingju með daginn 🙂

    Varðandi topic til umræðu, þá finnst mér afskaplega gaman að hlusta á samtöl þar sem er farið aðeins á dýptina í málum og maður fær að kynnast ‘mekkanum’ á bakvið ákveðna hluti. Mér dettur í hug hvort það væri séns að skoða aðeins Akademíuin hjá Liverpool og af hverju við erum að fá svona rosalega góða uppskeru þaðan núna? Það að geta búið til eigin leikmenn, sérstaklega í þessu samkeppnisumhverfi með háum verðmiðum á nánast öllu sem tengist leikmönnum, er mögulega einhver mesta gullnáma sem hægt er að komast í.

    4

Bournemouth 0 – 4 Liverpool

Einum leik frá Wembley – Upphitun fyrir Fulham