Gullkastið – Kidstanbul

Eftir að Ryan Gravenberch fór af velli eftir tæplega háflftíma leik á Wembley voru Liverpool án 12 leikmanna sem flestir eru lykilmenn í leikmannahópi Liverpool. Þrátt fyrir það tókst Liverpool að vinna og það á nokkuð sannfærandi hátt Chel$ea, eitt dýrasta lið sögunnar. Liverpool fékk miklu minni hvíld fyrir leik og hafa spilað miklu fleiri leiki en Chelsea í vetur þannig að þegar þeir örfáu lykilmenn sem byrjuðu fóru að þreytast henti Klopp bara krökkunum inná og þeir kláruðu dæmið. Frábær frammistaða.

Tókum snúning á því sem var að gerast um helgina og spáðum í spilin fyrir næstu leiki, hvernig í veröldinni stillir Klopp upp gegn Southampton á miðvikudaginn?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 464

10 Comments

  1. Sælir,
    takk fyrir þáttinn,

    Hvar er best að sjá Highlights úr leiknum sem og öðrum. Ég lendi alltaf í einhverju bulli þegar ég er að leita.

    með fyrirfram þökk.

    2
  2. Ég verð nú aðeins að koma inná þessa umræðu Klopp kids.
    sem Manutd sendiherran G.Neville ræddi um eftir leik.
    Ég tek eftir því að Chelsea mönnum sárnar þessi umæli alveg svakalega og varla ná að hemmja sig.

    Menn hafa nú sýnt frammá að Chelsea liðið sé örlítið yngra, bæði byrjunarliðin og svo þeir sem enduðu þennan leik og bæði er rétt, en inn í þessum reikniformulum eru að bæði Dijk 32 og endo 31 bæði byrjuðu þennan leik og enduðu.

    Svo hef ég séð Chelsea menn vera telja upp leikjafjölda þessara stráka til að reyna sanna fyrir sér að þarna séu engir byrjendur á ferð 🙂 mcconnel á að vera með 7-8 leiki og framveigis
    það er rétt í öllum keppnum en mínútu fjöldin á transfermartk fyrir leik nær varla 3 leikjum hann er að koma inná í nokkrar mín hingað og þangað.

    Svo kemur aðþví sem menn virðast ekki skilja. ætla skjóta inn að varamenn Chelsea sem koma inn kostuðu 165 vs 19,5 mp . við hjótum að skilja það allir að bekkur Liverpool undir öllum normal kringumstæðum kostar ekki 19,5 mp.

    svo les maður yfir meiðslalista liðana fyrir leik, sem var álíka langur.
    en ber svo saman nöfnin á þessum lista. það er himin og haf á milli leikmanna á þessum lista í gétu
    ef fleiri en 1-2 á listanum hjá Chelsea teljast til lykilmanna þá eru þeir í mun alvarlegri málum með hóp en mér datt í hug.

    Klopp Kids.
    byrjunarlið Liverpool í þessum leik
    Andy,Dijk,Konate,endo,mcallister,Diaz.
    þetta eru mögulega menn sem við myndum geta séð í 11 manna byrjunarliði í flestum tilfellum.
    við erum með Ryan Gravenbrch á miðjunni sem meiðist eftir 28 mín og hægri bakvörður þarf að fara uppá kannt og einn af 3 fremmstu dettur á miðjunna.
    þetta leikrit hefði ekki getað verið betur skrifað fyrir Chelsea.
    Joe gomez, kostas og quansah eru menn sem koma inná sem ættu séns á að komast inná í svona leik ef allt verður eðlilegt en varla þó, heill Matip hefði tekið 11 eða fyrstur af bekk í dc ef hann væri með.
    Það sem menn virðast ekki skilja er að Liverpool var með mikið af varaliðinu sínu í byrjun og stráka á bekk sem almenn eru þar ekki
    meðan bekkur Chelsea kostar 165mp. þegar allt þetta er sett saman og hvernig þessi leikur spilaðist og hverjir voru að koma innaf bekk hjá Liverpool, Og Chelsea liðið hafi ekki náð að klára þennan leik er svakalegt áfall enda sér maður og heyrir maður hvað þeim er brugðið og í algjöri vörn. Poch var freðin eftir leik greyið.
    svo fer maður aðeins og sér verðmiðan á þessu Chelsea liði, og bara vá! og þetta lið getur nákvæmlega ekki neitt. prufið að snúa þessu við í höfðinu á ykkur. takið alla þessa mökdýru menn chelsea út og finnið menn í varaliðinu þeirra á 0-13 mp og setjið þá inná ásamt 3-4 af aðaliðinu og Salah,Nunez og sobo og trent og þessa kalla inn í Liverpool liðið. þetta hefði endað svona 7-0 eða meira… ég er ekki að grínast. Ég skil stuðningsmenn Chelsea vel að vera búnir að missa höfuðið út um allt eftir þessi úrslit.

    13
    • svona sem dæmi þá voru 7 leikir skráðir á Bobby Clark fyrir úrslitaleikinn. Í þessum 7 leikjum hafði hann spilað 50 mínútur.

      Danns hafði spilað korter.

      MConnell hafði byrjað einn leik og komið inn á í þremur. Leikið samtals um 95 mínútur.

      3
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og skemmtilegt spjall. Hvað varðar innlegg “f” hér fyrir ofan þá er ég honum sammála. þetta avr afar þungt högg fyrir Poc og Chelsea liðið þar sem þeir reiknuðu með að taka þennan leik í nefið og enda leiktíðina með málm í farteskinu. Það er eðlilegt að þeir leiti sér huggunar í einhverju bulli en staðreyndin er sú að þeir steinlágu fyrir liði sem var betra í öllum þáttum fótboltans og þó helst þeim mikilvægasta sem er að fótbolti er hópíþrótt/liðsíþrótt. Lið Liverpool er samstæð heild þar sem hver maður þrkkir skiðpulagið og hugmyndina á bak við það, og allir sem koma inn í liðið þekkja hvert hlutverk hvers leikmanns og liðið spilar sem órofa heild og allir fyrir alla.

    Chelsea liðið er aftur á móti hópur einstaklinga þar sem hver hugsar um sig og sína frammistöðu áháð öðrum leikmönnum bláa olíuliðsins. Einnig eru hugmyndir stjórans óskýrar og leikplanið slakt og enginn veit í raun hvert hans hlutverk er í sambandi við liðið sem heild á vellinum. Fyrir vikið er leikur Chelsea ómarkviss og krampakenndur með ómarkvissum rykkjum í leikstílnum og spastískum æðibunugangi út um allan völl. Þetta gerir það að verkum að ef krampakippirnir gefa ekki mark þá er ekkert eftir til að skapa nýja möguleika eins og staða þessa fokdýra ólíuliðs í deildinni sýnir.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  4. Takk fyrir góðan þátt drengir!

    Ég er alveg meira en til í að henda Fellaini inn sem samkeppnisaðila fyrir miðju-gerpi.

    8
  5. Flott umfjöllun að vanda.
    Ég verð samt að segja að mér finnst menn oft tipla á tánum í kringum þessa umræðu um dómgæslu á Englandi. Þetta snýst ekki um einhverja skakka línu sem er sett eða að dómarinn hafi misst tök á leiknum. Í þessum leik (og fjölmörgum öðrum leikjum) var augljóslega bullandi hlutdræg dómgæsla þar sem greinilega var reynt að koma í veg fyrir sigur LFC. Hvort þar veldur landlægt hatur á klúbbnum af hálfu dómara (sem flestir virðast vera frá Manchester svæðinu) eða bara gamaldags spilling og “match fixing” veit ég ekki en það er ekki bara hægt að afgreiða þetta sem skort á gæðum í dómgæslu.

    7
    • Þetta er gargandi vandamál. Eins og tíu metra hár bleikur fíll í stofunni.

      3
  6. Sælir bræður, takk fyrir góðan þátt og til hamingju með fyrsta titil tímabilsins. Megi þeir verða allaveganna fjórir í viðbót ef fram heldur sem horfir og við náum Samfélagsskildinum í sumar 🙂

    Dómaralufsan sem þarna var við stjórnvölinn má þó eiga það að línan sem hann var greinilega að draga strax í upphafi var að hafa gott flæði á leiknum. Ég er alltaf hlynntari því frekar en að það sé verið endalaust að flauta, stoppa, tefja og drepast úr leiðindum. Hinsvegar þá er þetta mjög varasamt af því ef þú ert ekki sterkari karakter en þessi dyramotta sem var dómari í leiknum þá er hægt að missa þetta úr böndunum og m.a. með þeim afleiðingum að leikmenn þurfa að fara útaf meiddir… sem varð raunin á sunnudag.

    Það er síðan alveg magnað hvað andstæðingar okkar eru að reyna að drulla yfir þessa frammistöðu hjá ‘krökkunum’ okkar og vísa m.a. í að meðalaldur Chelsea í þessum leik hafi verið lægri en okkar manna. Þetta lið er ekkert að tengja við að þetta eru akademíu-leikmenn sem eru svo blautir á bakvið eyrun að það mætti halda að þeir hafi verið að koma úr ungbarnasundi, slíkt er reynsluleysið… og samt lönduðu þeir þessu með stæl. Milljarðamannskapurinn hjá Chelsea hreinlega gafst upp og Pochettino hangir áfram í starfi einungis af því Chelsea getur ekki sagt honum upp af því þeir sprengja þá FFP-rammann sinn – epískur harmleikur 🙂

    Hlakka svo til að sjá okkar menn taka svo næsta skref í átt að FA-bikarnum í kvöld – það er svakalegur stígandi með Liverpool þessa dagana og það er virkilega gaman að sjá þetta allt smella saman núna. Nú er bara að láta kné fylgja kviði og leggja €ity að okkar fótum í úrslitaleik tímabilsins!

    Áfram að markinu – YNWA!

    1

Bikar í hús!

Southampton kemur í heimsókn – Upphitun