Gullkastið – Toppslagurinn

Fjórtán menn á meiðslalista og áfram skröltir´ann þó. Tveir magnaðir sigurleikir í vikunni og rosalegur stórleikur framundan um helgina. Slúður um mögulega endurkomu Michael Edwards og helstu fréttir síðustu viku.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 465

7 Comments

  1. Það læðist að mér léttur grunur, að Origi hafi að minnsta kosti inn í sér brosað út í annað við flautumark Nunez, hafandi sjálfur skorað eitt slíkt á móti Everton.

    YNWA

    12
  2. Takk fyrir þessar umræður. Heldur betur flottir dagar en meiðslavesenið skyggir vissulega nokkuð á gleðina. Og reyndar mikið ef ástandið fer ekki að skána. Eftir leikinn hjá Arsenal í gær þakkaði ég eiginlega fyrir að okkar lið er búið með báða leikina við þá. Þessi vetur er furðulegur og ekki síður innbyrðis viðureignir efstu liðanna sem sitja núna í CL sætum. Svona er staðan ef ég reikna hana rétt:
    Arsenal 4 2 1 1 5-3 7 stig
    Aston Villa 3 2 0 1 2-3 6 stig
    Liverpool 4 1 2 1 6-5 5 stig
    Man City 3 0 1 2 1-3 1 stig

    5
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegar umræður og bjartsýni ykkar Maggi og Steini. Ég er meira á vagninum hans Einars og yrði samt mjög feginn ef bölsýni okkar væri ástæðulaus. Þetta meiðslum hrjáða lið hefur unnið kraftaverk með Klopp við stjórnvölinn en að líkindum verður eitthvað undan að láta ef við fáum ekki afturbata menn hið snarasta. En hvernig sem þessir leikir veltast og snúast þá er ekki hægt annað en að dást að árangri liðsins með allt að 14 leikmenn í einu á meiðsla listanum undanfarnar vikur.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
    • Já þetta auðvitað tryggir að hann verður ekki þriðji maður hjá okkur.

      Hvað er að því að standa í svonalöguðu á móti Man City? 🙂

  4. Takk fyrir góðan þátt,. bræður. Þátturinn var það góður að ég sofnaði á æfingadýnunni. Kenni reyndar lasleika og vansveftu eftir Dune II um það frekar en leiðindum í þættinum, þið eruð bara með svo þíðar og góðar raddir að þið gætuð tekið að ykkur að lesa rökkursögur fyrir þá sem eiga erfitt með að sofna 🙂

    Ég er ekki að átta mig á þessu fári í kringum í Forest-leikinn og þetta ‘drop ball’-fíaskó. Álíka atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þar sem Forest fékk boltann og í ofanálag þá fannst manni takkarnir fljúga óvenjunálægt Konate þarna undir lokin þannig að ég lít svo á að réttlætinu hafi verið náð með því að við fengum boltann.

    Að því sögðu þá eru stjörnurnar á himninum einhvern veginn að raðast með þeim hætti að leikurinn við €ity er að verða hinn eiginlegi úrslitaleikur tímabilsins. Tap setur okkur í erfiða stöðu, allt annað heldur okkur í bílstjórasætinu.

    Það sem þessi gullnáma sem akademían okkar er farin að skila okkur er á pari við það þegar byrjað var að sjónvarpa á fimmtudögum. Maður er bara að bíða eftir því að fermingahópurinn lendi á einhverjum vegg í þessari vegferð sinni en það hefur ekki gerst ennþá. Lengi getur gott skánað á meðan ungviðið raðar inn mörkunum.

    Nú er bara að bíta á jaxlinn, halda haus og klára allt sem eftir stendur af tímabilinu.

    Áfram að markinu – YNWA!

    Ps. Richard Hughes, technical director hjá Bournemouth, mun víst yfirgefa félagið í lok tímabilsins. Hughes er góðvinur Michael Edwards og eru spekingar farnir að leggja tvo og tvo saman um að þeir félagar muni snúa til okkar og leiða næstu stórsókn Liverpool. Vonum að þetta gangi eftir og að Xabi Alonso fái að taka þátt í því með þeim.

    3
  5. Það eru leiðinlega margir storklúbbar að leita sér að stjóra fyrir næsta sumar svo sem Real og Bæjarar og svo aðrir minni sem lifa á forni frægði eins og man utd og Chelsea, því miður held ég að það verði erfitt fyrir okkar menn að fá Xabi Alonso til að koma þar sem það er enginn venjulegur maður sem treystir sér til að fara í fótspor meistara Klopp, ég hef trú á að hann verði áfram í Þýskalandi og ef hann fer í annan klúbb þá endar hann örugglega hjá bæjurum þar sem þeir eru með allt niður um sig og því meiri líkur fyrir hann að gera vel.

Spilað gegn Aston Villa á tvennum vígstöðvum

Sparta Prag – Liverpool