íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

Latest stories

 • Byrjunarliðin á Anfield gegn Napoli

   

  Þá er komið að lokaleik Liverpool í C-riðli Meistaradeildarinnar þetta árið. Undir er hreinn úrslitaleikur við ítalska stórliðið Napoli en ekkert nema sigur dugar Rauða hernum og sá sigur þarf að vinnast með réttri markastöðu. Við höfum komið okkur í þessa stöðu með brotlendingunni í Belgrad fyrir nokkrum vikum en Jurgen Klopp talaði um að hans menn hefðu misst mójóið í þeim tapleik. Ekki gekk nægilega vel í París þrátt fyrir góða takta á köflum og því allt undir í kvöld.

  Það er því ekki seinna vænna en að endurheimta mójóið og grúvið og viðhalda þeirri vaxandi stemmningu sem einkennt hefur síðustu leiki Liverpool. Hvar betra en að gíra sig upp í gríðarlega Evrópu-endurkomu en á hinum heimsfræga Anfield!

  Liðsval herr Klopp hefur verið kunngert og það er svohljóðandi:

  Bekkurinn: Mignolet, Fabinho, Lovren, Keita, Sturridge, Shaqiri, Origi.

  Þrjár breytingar frá síðasta leik en inn koma fyrirliðinn Henderson, bakvörðurinn Alexander-Arnold og framherjinn Sadio Mané. Í sjálfu sér ekkert óvænt en við höfum einnig marga góða valkosti af bekknum til að hafa áhrif á leikinn.

  Carlo Ancelotti hefur afhjúpað sitt byrjunarlið og það er eftirfarandi:

  Oft var þörf en nú er nauðsyn! Finnið ykkur sjónarhorn við hæfi, þorstaslökkvandi drykk og íklæðist lukku Liverpool-treyjuna! Klukkutími í leik og spennan magnast!

  Come on you REDS! Forza Liverpool!

  Allez! Allez! Allez!

  YNWA!

  Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 • Meistaradeildin undir á Anfield annað kvöld

  Bendi mönnum á þær frábæru fréttir í færslunni her fyrir neðan að í dag framlengdi Joe Gomez samning sinn við félagið!

  Annað kvöld mæta Napoli menn á Anfield í loka leik riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það var ljóst þegar dregið var að við vorum í hrikalega erfiðum riðli og hefur hann reynst enn erfiðari þar sem Rauða Stjarnan, sem flestir bjuggust við að yrði fallbyssufóður, hefur verið að ná að stela stigum á heimavelli. Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að

  • Napoli fer áfram með sigri eða jafntefli gegn Liverpool
  • Napoli fer áfram sama hvernig fer gegn Liverpool ef París tapar
  • París fer áfram ef þeir sigra Rauðu Stjörnuna
  • París fer áfram sama hvernig fer ef Liverpool vinnur ekki Napoli
  • Liverpool fer áfram ef þeir sigra Napoli 1-0 eða með tveggja marka mun
  • Liverpool fer áfram með sigri á Napoli ef París sigrar ekki Rauðu Stjörnuna
  • Rauða Stjarnan fer í Evrópudeildina ef þeir sigra París og Liverpool tapar gegn Napoli

  Staðan er því þannig að Liverpool getur bæði unnið og tapað riðlinum á morgun. Napoli er í öðru sæti ítölsku deildarinnar, átta stigum á eftir Juventus. Ítalirnir hafa nánast úr fullum hóp að velja en aðeins Vlad Chiriches og vængmaðurinn Simone Verde eru meiddir og ég býst við að sjá lið þeirra svona á morgun

  Ospinna

  Maksimovic – Koulibaly – Albiol – Mario Rui

  Allan – Hamsik – Fabián

  Callejón – Mertens – Insigne

  Helsta spurningin í mínum huga er í vinstri bakverði en Alsírbúinn Faouzi Ghoulam er kominn aftur eftir meiðsli og byrjaði leik þeirra gegn Frosinone um helgina en Mario Rui hefur staðið sig vel í fjarveru hans og er líklega betri varnarlega og ég trúi því að Ancelotti muni mæta á Anfield til að verjast og beita skyndisóknum og því býst ég einmitt líka við því að Mertens byrji sem fremsti maður frekar en Milik til að nýta þann hraða sem Mertens býður uppá og eiga þá Milik á bekknum ef hann vill breyta til. Napoli liðið fer inn í þennan leik fullt sjálfstrausts vitandi það að ef þeir ná í stig eru þeir komnir áfram og hljóta að telja líkur sínar á því ansi góðar þar sem þeir hafa ekki tapað leik síðan 29.september gegn Juventus.

  Fyrir þá sem vilja kynna sér Napoli enn frekar þá skrifaði Einar master ritgerð um þá fyrir fyrri leik liðanna.

  Þá að okkar liði. Klopp tilkynnti það á blaðamannafundi í dag að Mané, Lovren og Lallana væru allir mættir til æfinga eftir meiðsli en í síðustu leikjum höfum við séð að það hefur reynt á hópinn að halda áfram að hala inn stigum þrátt fyrir töluverðar hræringar á byrjarliðinu en það er ljóst að í næstu tveimur leikjum, nú gegn Napoli og næstu helgi gegn Manchester United, þurfum við að sjá okkar besta lið og allir þurfa að eiga góðan dag til að koma okkur inn í sextán liða úrslit og ná sigri gegn erkifjendunum.

  Við sáum það síðustu helgi að liðið okkar getur vel skorað mörk, eitthvað sem við vissum alveg síðan á síðasta tímabili, og það er hrikalega jákvætt að liðið virðist vera að fara toppa á hárréttum tímapunkti á tímabilinu ef við getum haldið þessu gangandi inn í jólatörnina. Mané fékk nokkrar mínútu til að sprikla gegn Bournemouth og því okkar fremstu þrír allir klárir til að starta þennan leik og ég panta helst aðra þrennu frá Mo Salah og klára þetta helst snemma í leiknum en ég tippa á að við sjáum þetta lið á morgun

  Alisson

  Trent – Matip – Virgil – Robertson

  Wijnaldum – Henderson – Keita

  Salah – Firmino – Mané

  Vissulega gæti Lovren komið beint inn í liðið og ég vona að hann sé nægilega heill til að byrja en ég á von á því að sjá Matip her og Lovren gegn United annars er miðjan stærsti hausverkurinn, þeir hafa róterað mikið undanfarið bæði vegan meiðsla og hvíldar og finnst mér nánast allir gera eitthvað tilkall til þess að byrja þennan leik en ég ætla skjóta á að fyrirliðinn komi inn fyrir Fabinho.

  Spá
  Ég held að þetta verði hrikalega spennandi leikur sem verður erfiður fyrir taugarnar. Það versta er að leikurinn á morgun gæti orðið til þess að við endum í Evrópudeildinni, ég hef ekki haft jafn mikið á móti Evrópudeildinni og margir en ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að þurfa að spila alltaf á fimmtudegi og sunnudegi í titilbaráttu við City. Ég ætla því að vera mjög bjartsýnn fyrir morgundeginum. Ég geri ráð fyrir að Napoli mæti varfærnislega til leiks og muni reyna að beita skyndisóknum en sóknarafl okkar, ásamt heimavellinum sem hefur sjaldast brugðist okkur í Evrópu, mun vera þeim ofurliði og við komumst snemma yfir, ætla spá 3-1 sigri þar sem loka mínúturnar verði okkur mjög erfiðar en við komumst áfram í sextán liða úrslit!
  ALLEZ, ALLEZ, ALLEZ

 • Joe Gomez framlengir

  Glæsilegt, enn einn lykilmaður Liverpool skrifar undir nýjan langtímasamning. Joe Gomez var að skrifa undir samning sem rennur út sumarið 2024. Hann var einn allra efnilegasti varnarmaður í heimi þegar hann kom til Liverpool og hefur verið að standa undir þeim væntingum það sem af er þessu tímabili.

 • Kvennaliðið heimsækir Reading

  Þá er hafinn næsti leikur kvennaliðsins í deildinni, en nú heimsækja stelpurnar Reading.

  Liðinu er stillt svona upp:

  Preuss

  S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe

  Roberts – Fahey – Coombs

  Clarke – Linnett – Sweetman-Kirk

  Bekkur: Kitching, Rodgers, Little, Thomas, C.Murray, Daniels

  Leikurinn er hafinn, og staðan er 0-1 okkar konum í hag þegar þetta er skrifað, Sweetman-Kirk með markið. Við uppfærum svo færsluna að leik loknum.


  Leik lokið með jafntefli, 2-2. Courtney Sweetman-Kirk (sjá mynd) skoraði bæði mörk okkar kvenna, það fyrra á 9. mínútu. Fara Williams skoraði bæði mörk Reading, það fyrra í upphafi seinni hálfleiks og jafnaði þar með leikinn, seinna mark Liverpool kom á 67. mínútu en jöfnunarmarkið kom 7 mínútum fyrir leikslok.

  Glöggir lesendur síðunnar muna að téð Fara Williams lék áður með Liverpool og var m.a. stór hluti af meistaraliðinu árið 2013.

  Okkar konur voru alls ekki langt frá því að vinna leikinn, en þó svo að jafntefli séu auðvitað ekki þau úrslit sem við óskum eftir, þá er þetta vissulega bæting frá fyrri leik liðanna nú í haust sem tapaðist.

  Þess má svo geta að í lok leiks kom leikmaður úr akademíu Liverpool – Lauren Thomas – inná í sínum fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið.

  Liverpool er sem stendur í 8. sæti deildarinnar, með Everton í næsta sæti fyrir neðan, og West Ham og Bristol í næsta sætum fyrir ofan.

  Við munum svo halda áfram að fylgjast með stelpunum okkar hér á síðunni.

Back to Top

Ad Blocker Detected!

Advertisements fund this website. Please disable your adblocking software or whitelist our website.
Thank You!