Latest stories

 • Spá Kop.is – leiktímabilið 2019 – 2020.

  Það er komið að því.

  Takið öndina úr hálsinum og sleppið andanum frá ykkur. Vitringarnir á kop.is hafa hent saman spá fyrir leiktímabilið sem framundan er og eru tilbúnir að deila henni með ykkur!!!

  Að gríni slepptu þá er það orðinn árviss viðburður hjá okkur félögunum að henda spánum okkar saman í eina allsherjarspá og henda í loftið fyrir fyrsta leik. Það er vissulega margt sem gæti enn mögulega gerst þar til mótið hefst en við stoppum undirbúning spárinnar á miðvikudag og miðum út frá því.

  Eins og áður röðum við öllum liðum í sæti, það lið sem verður í 1.sæti í spá hvers okkar fær 20 stig og það í 20.sæti fær 1 stig. Að þessu sinni erum við 9 spámenn og því mest hægt að fá 180 stig en minnst 9 stig. Ef lið eru jöfn samtals vinnur það lið “tie-break” sem er spáð hærra sæti af okkur einhverjum penna og ef það er jafnt þá vinnur það sem fær sjaldnar færri stig…þetta skýrist allt!

  Við skulum henda okkur af stað, þráðurinn verður langur þar sem að þessu sinni við ætlum að taka öll liðin í einu, allt frá neðsta sæti til þess efsta!

  (more…)

  [...]
 • Opinn þráður – Silly Season

  Spá fyrir tímabilið er væntanleg en hendum á meðan í einn Silly Season þráð þó að lítið sé að frétta hjá okkar mönnum.

  Reyndar var Shaqiri orðaður við Monaco fyrir 36m sem væri mjög áhugavert því þá myndi Liverpool væntanlega þurfa einhvern í staðin. Höfum litla trú á þessu samt.

  Uppfært (3 mínútum eftir að færslan var birt) – Okkar maður ekki langi að kála þessu

  Coutinho hefur á sama tíma verið orðaður við öll stórliðin á Englandi. Nýjasta nýtt á twitter er að hann hafi hafnað því að fara á láni til Tottenham. Vonandi sjáum við hann ekki í neinu öðru ensku liði (en Liverpool).

  Wilfred Zaha er sagður hafa lagt inn transfer request hjá Palace en Everton hefur verið að bjóða í hann í þessari viku. Everton var líka orðað við Iwobi hjá Arsenal.

  Christian Eriksen er sagður hafa hafnað United, já eða þeir hætt við að kaupa hann (þar sem hann hefur ekki áhuga).

  Lukaku virðist vera á leiðinni til Inter Milan

  Tottenham virðist vera að kaupa Lo Celso frá Spáni. Þeir hafa reyndar verið orðaðir við alla helstu bitana á markaðnum og taka þar fullkomlega við hlutverki Liverpool.

  Hvað finnst ykkur, hvaða einkunn gefið þið þessum glugga hjá Liverpool?

  Hvaða einkunn fær þessi leikmannagluggi hjá Liverpool?

  Skoða niðurstöður.

  Loading ... Loading ...
  [...]
 • Harry Wilson á láni til Bournemouth

  Þar með er það endanlega ljóst að Harry Wilson verður aldrei leikmaður Liverpool og bara tímaspursmál hvenær hann fer endanlega.

  Smá svekkjandi að hann hafi aldrei fengið séns hjá Liverpool enda búinn að vera hjá félaginu frá 6 ára aldri og lengi verið eitt mesta efni félgsins. Á móti sýnir þetta gæðin sem eru fyrir hjá félaginu og ljóst að Klopp er meira en vel treystandi til að meta hans hæfileika.

  Harry Wilson fær núna tækifæri í Úrvalsdeildinni sem er eðlilegt næsta skref hjá honum og vonandi hækkar hann eitthvað í verði við þetta. Liverpool skuldar eiginlega Bournemouth líka fyrir sölurnar á Solanke, Ibe og Smith.

  Ryan Kent er eins orðaður við Leeds en ekkert boð hefur borist frá þeim ennþá. Lierpool vonast eftir að fá meira fyrir hann en kostaði að kaupa Andy Robertson til að setja þetta í eitthvað samhengi.

  [...]
 • Adrian nálgast Liverpool

  Eins og reikna mátti með er Liverpool komið langt á leið með kaup á nýjum varamarkverði en samkvæmt öllum helstu Liverpool tengdu fréttafólki mun það vera Adrian sem kemur.

  Adrian er 32 ára gamall Spánverji sem var hjá West Ham frá 2013 og þar til samningur hans við félagið rann út nú í sumar. Hann á 125 leiki með West Ham svo hann er reyndur og nokkuð flottur varamarkvörður.

  Liverpool þarf að klára félagsskiptin fyrir hádegi á fimmtudag svo hann verði gjaldgengur fyrir leikinn gegn Norwich á föstudag.

  Uppfært:

  Adrian hefur verið formlega staðfestur af LFC og hefur skrifað undir samning til 2 ára með valkost á ári í viðbót.

  [...]
 • Simon Mignolet til Club Brugge

  Strax eftir leikinn gegn Man City fór Simon Mignolet á Luton fluvöll og flaug heim til Belgíu þar sem hann fer í læknisskoðun á morgun áður en hann gengur frá félagsskipum og fimm ára samningi við Club Brugge.

  Þetta eru auðvitað ákveðin tímamót enda Mignolet einn af sjö markmönnum sem hafa eignað sér markmannstöðuna hjá Liverpool (fyrir alvöru) á þessari öld. (Með Grobbelaar, James, Westerveld, Dudek, Reina og Alisson). Hann spilaði 204 leiki samtals í öllum keppnum og þar af 155 leiki í deildinni. Það verður seint sagt að mikill söknuður verði af Mignolet í markinu hjá Liverpool en á móti verður að gefa honum að hann var aðalmarkmaður Liverpool í gegnum nokkur erfið ár varnarlega.

  Livrpool var reyndar ansi nálægt því að vinna deildina á hans fyrsta tímabili en það hafðist ekki þar sem liðið lak 50 mörkum. Mignolet var vissulega partur af vandamálinu varnarlega en honum er líka vorkun af varnarleiknum fyrir framan sig sem innihélt hetjur eins og Skrtel, Agger, Sakho, Toure, Flanagan, Johnson, Enrique og að sjálfsögðu Cissokho. Allt leikmenn sem eru fyrir löngu farnir frá Liverpool.

  Mignolet var aðalmarkmaður Liverpool næstu tvö tímabilin á eftir en á hans fjórða tímabili var fyrst reynt fyrir alvöru að skipta honum út úr markinu. Hann vann þann slag við Karius og fékk hálft tímabil til viðbótar en eftir þegar Karius tók af honum stöðuna var ljóst að dagar hans hjá Liverpool væru senn á enda. Hann vildi satt að segja fara fyrir ári síðan.

  Mignolet var einfaldlega aldrei nógu góður markmaður fyrir Liverpool og tilheyrði hópi sem hefur verið að kveðja Liverpool undanfarin ár (af sömu ástæðu). Fram að úrslitaleiknum í Kiev var Karius alveg að réttlæta þessa skiptingu í markinu og eftir innkomu Alisson höfum við loksins fengið að sjá fyrir alvöru hvað heimsklassa markmaður skiptir miklu máli.

  Það vantar ekki að Mignolet átti auðvitað sín moment á þessum sex árum sínum hjá Liverpool (þó það nú væri) hann varði slatta af vítum sem dæmi og er langt í frá alslæmur markmaður. Utanvallar virkar hann líka toppmaður og allur af vilja gerður til að standa sig. Það bara skiptir svo litlu máli innanvallar, líklega er það kostur af hafa kolklikkaðan markmann aftast á vellinum sem horfir á vítateiginn sem sitt konungsríki.

  Ef Mignolet kveður (gangi þessi skipti í gegn) er Liverpool búið að kveðja Moreno, Sturridge og Mignolet, 3 af 5 sem ég myndi perónulega telja að félagið þyrfti að losa sig við með Lallana og Clyne. Enginn þeirra var að standa undir launapakkanum undanfarin ár og allir tilheyra tíma þar sem Liverpool var bara klassa neðar en núverandi árgangur. Það er sannarlega ekki söknuður af þeim, ekki þegar Edwards og Klopp eru hægt og rólega að kaupa menn í staðin eða taka þá upp úr akademíunni. Þeirra track record á leikmannamarkaðnum saman er svo miklu betra en Liverpool náði t.d. á tíma Rodgers. Það er reyndar alls ekkert auðvelt að kaupa markmann fyrir Mignolet enda enginn að fara hagga Alisson í markinu.

  Með Brottför Mignolet eru aðeins sjö leikmenn eftir sem komu til félagsins (í aðalliðið) þegar Rodgers var stjóri félagsins og fjórir af þeim (Firmino, Milner, Gomez og Clyne) voru aðeins þrjá mánuði undir hans stjórn. Hinir þrír eru Origi, Lallana og Lovren. Það er aðeins einn eftir frá tíma Kenny Dalglish með Liverpool, Jordan Henderson.

  [...]
 • Tap í vítaspyrnukeppni

  Liverpool og Man City mættust í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley sem lauk 1-1 eftir venjulegan leiktíma en það var Man City sem vann 5-4 í vítaspyrnukeppni en Wijnaldum var sá sem klúðraði sinni spyrnu fyrir Liverpool. Það þarf því að bíða í að minnsta kosti nokkra daga í viðbót eftir vonandi fyrsta bikar tímabilsins.

  Leikurinn
  Þetta var mjög opinn leikur á báða bóga og mikill hraði í honum. Liverpool byrjaði þokkalega og voru þeir Mo Salah og Firmino mjög beittir í framlínunni en það var Man City sem komst yfir með hálf klaufalegu marki á 12.mínútu þegar Raheem Sterling potaði boltanum í Alisson sem snerti hann örugglega svona þrettán sinnum áður en hann rétt skreið yfir marklínuna. Gremjulegt en nóg eftir. Man City voru kannski með undirtökin í leiknum eftir markið en Liverpool skapaði sér nokkur góð færi í kjölfarið og þá sérstaklega í gegnum Mo Salah.

  Í seinni hálfleik voru þeir rauð klæddu sem tóku stjórn á leiknum og voru feykilega öflugir heilt yfir. Sérstaklega eftir að Klopp gerði nokkrar skiptingar þegar aðeins var liðið á hálfleikinn. Naby Keita kom mjög öflugur inn á miðjuna sem var heilt yfir nokkuð bitlaus og Liverpool fékk fullt af tækifærum og í raun ótrúlegt að það hafi ekki tekist að skora fleiri mörk. Sterling átti skot í stöng úr skyndisókn fyrir City en Van Dijk átti skalla í slá sem hafnaði ansi tæplega á marklínu og rétt á eftir átti Salah skot í stöngina. Liverpool átti fast leikatriði og boltinn barst til Van Dijk sem lyfti boltanum inn í teig á Matip sem skallaði boltann inn af stuttu færi og jafnaði metin þegar einhverjar 10-15 mínútur voru eftir. Þá tók Liverpool öll völd, Keita átti fínt skotfæri og Salah fékk fullt af færum sem voru vel varin af markverði Man City. Í blálok leiksins fékk Salah færi sem var varið en hann skallaði frákastið og Kyle Walker leikmaður City náði að bjarga á línu. Þá var ljóst að farið yrði í vítaspyrnukeppni.

  Shaqiri, Lallana, Wijnaldum, Salah og Chamberlain tóku spyrnur Liverpool en Wijnaldum var sá sem klúðraði sinni með frekar döpru skoti. Alisson var gremjulega nálægt að verja eina spyrnu City en skotið var nokkuð fast og skoppaði undir hann og inn í markið.

  Bestu menn Liverpool
  Vörnin var nokkuð shaky á köflum og heilt yfir hefur maður séð hana betri en þeir áttu sín snilldar augnablik. Joe Gomez var bæði nokkuð slakur og á hælunum en líka alveg frábær. Van Dijk var fínn og Matip kom gífurlega flottur inn. TAA og Robertson í bakvörðunum hafa átt töluvert betri leiki.

  Miðjan var nokkuð dauf í fyrri hálfleik og var ekki að fúnkera nægilega vel. Fabinho var allt í lagi en hefur verið betri, Wijnaldum sást ekki mikið og Henderson var nokkuð bitlaus. Keita kom inn og þá kom meiri hraði og gredda inn í miðjuspilið. Firmino leit gífurlega vel út fannst mér og virðist vera að detta í ágætis form en lang besti leikmaður Liverpool og leiksins að mínu mati var Mo Salah sem á ótrúlegan hátt tókst samt ekki að skora. Í spili Liverpool var hann frábær og City menn réðu í raun ekkert við hann og geta þakkað markverði sínum og Kyle Walker fyrir það að hann hafi ekki gert út um leikinn.

  Næsti leikur
  Á föstudaginn hefst deildin þegar Liverpool fær nýliða Norwich í heimsókn og þrátt fyrir tap í dag þá verð ég nú bara að segja að liðið lítur bara nokkuð vel út og ætti að klára þann leik örugglega. Nú er Mane að mæta aftur til æfinga og verður klár í slaginn fljótlega svo þetta er allt að smella sýnist manni. Það hefði verið gaman að næla í smá sigurverðlaun í dag en nú tekur við deildin og svo fær Liverpool tækifæri á að taka Ofurbikar Evrópu fljótlega takist þeim að vinna Chelsea í þeim leik. Byrjum á að setja tóninn í deildinni og leggja Norwich næstu helgi.

  [...]
 • Liðið gegn Man City

  Klopp hefur valið fyrsta byrjunarlið sitt í fyrsta semi alvöru leik tímabilsins og það er sterkt.

  Alisson

  TAA – Gomez – VVD – Robertson

  Henderson – Fabinho – Wijnaldum

  Salah – Firmino – Origi

  Bekkkur: Mignolet, Chamberlain, Shaqiri, Lallana, Lovren, Keita, Matip

  Enginn Milner en sterkt lið og flottur hópur. Það eru leyfðar sex skiptingar svo reikna má með að ansi mörgum verði róterað eftir 45-60 mínútur.

  [...]
 • Góðgerðarskjöldurinn, upphitun!

  ÞETTA ER AÐ BRESTA Á!

  Já, eins ótrúlegt og það hljómar er enski boltinn að byrja að rúlla á ný. Liverpool fékk heila tvo mánuði og þrjá daga í sumarfrí, sem hlýtur að vera einhverskonar met. En á morgun munu Evrópumeistararnir okkar fara á Anfield South og etja kappi við Englandsmeistara Manchester City. Þeir ljósbláu kræktu sér í alla þrjá bikarana á Englandi. Þegar sama lið vinnur FA bikarinn og deildina er það í höndum silfurhafanna í deildinni að keppa um skjöldinn, okkar manna í Liverpool.

  Myndaniðurstaða fyrir community shield
  Minnsti bikarinn, samt bikar (skjöldur)!

  Góðgerðarskjöldurinn.

  Síðan 1908 hefur verið keppt um góðgerðarskjöldinn. Árið 2002 var keppnin endurskírð Samfélagsskjöldurinn. Ástæðan ku vera að FA telst ekki sem góðgerðarsamtök og fóru á trás við reglur um slík, meðal annars reglur um gegnsæi í fjármálum.

  Bikarinn nýtur ekki beint virðingar á Englandi. Hann var hálfgert olnbogabarn lengi vel, til dæmis var það þannig til 1993 að ef keppendur gerðu jafntefli þá deildu þau skildinum. Fyrst var hann í hálft ár í skápnum hjá öðru liðinu og svo hálft ár hjá hinu. Það voru líka lengi vel óskýrar reglur um hvaða lið keppti ef einhver vann deildar-bikar tvennu. Í fyrsta sinn sem það gerðist var hóað í stjörnulið til að keppa við Tottenham Hotspurs. Sem er reyndar alls ekki galin pælin, þó full NBA-leg fyrir minn fótboltasmekk.

  Árið 1971 vann Arsenal tvennuna en afþökkuðu að keppa um skjöldinn. B-deildar meisturum Leicester var boðið sætið þeirra. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu og voru þá í þeirri furðulegu stöðu að hafa unnið skjöldinn en aldrei bikarinn né efstu deild. Það er algjör óþarfi að google hverja þeir unnu.

  Liverpool hefur unnið skjöldinn fimmtán sinnum, síðast 2006. Það var fyrsti af fimm leikjum við Chelsea á tímabilinu. Er furða að liðin hafi verið komin með net ógeð á hvor öðru? Okkar menn hafa 15 sinnum unnið bikarinn og sigur á morgun færir þá upp í annað sæti á töflunni um flesta skildi. Enga síður er þetta klárlega minnst virti bikarinn og margir Bretar kalla hann ekkert annað en vináttuleik. Það er samt almenn regla að þjálfarar frá meginlandinu vilja þennan bikar meira en Bretarnir.

  Jæja, geturðu nefnt alla leikmenn þarna?

  Þá er spurninginn: Er þetta fyrsti keppnisleikur tímabilsins eða síðasti æfingarleikurinn? Hvað mig varðar fer það eftir sigurvegaranum. Ef Liverpool vinnur leikin mun ég fá mér einn kaldann og brosa breitt. Ef City vinnu verður maður meira í laginu: Ó jæja, þetta er bara skjöldurinn, eini leikurinn í vetur með sex skiptingum.

  Andstæðingurinn – Manchester City

  Hér um bil allir gárungar, sérfræðingar, sófaspekingar og twittertröllkarlar spá því að deildin í ár verði barátta milli Manchester City og Liverpool. Ef menn draga það í efa, er það oftar en ekki því þeir hafa ekki trú á að Liverpool geti tekið annað tímabil eins og í fyrra. Engin spáir því að City muni gefa mikið eftir, þeir eiga séns á að verða Englandsmeistarar þriðja tímabilið í röð. Samt vita allir að Meistaradeildin er þeirra stærsta markmið í vetur.

  Þeir hafa aðeins bætt við sig einum manni það sem af er sumri, spænska undrinu Modri. Hann er þá um það bil hundraðasti ógeðslega góði miðjumaðurinn í liðinu. Framlínan er óbreytt en stóra breytingin á liðinu er að Kompany er horfin á braut. Belginn spilaði reyndar bara 17 leiki á síðasta tímabili, en hann er svakalegur missir úr klefanum.

  Þeir hafa átt skrautlegt undirbúningstímabil. Ferð þeirra til Kína tafðist um nokkra daga sem setti allt í rugl. Þeir spiluðu fjóra leiki í Asíu bikarnum, unnu West Ham og töpuðu fyrir Wolves í vítaspyrnukeppni. Þeir unnu líka leiki gegn tveimur minni liðum frá Kína.

  Tengd mynd
  Óvinurinn.

  Manchester City eru vél sem vill bikara. Pep Guardiola er þannig karakter að ég held að hann verði nákvæmlega jafn ákafur í að vinna þennan bikar og FA bikarinn. Sem betur fer er okkar maður alveg jafn óður og vill fara úr því að hafa engan bikar með Liverpool, í tvo í jafn mörgum leikjum.

  Okkar menn

  Þetta er búið að vera upp og niður undirbúningstímabil. Ég nenni ekki að lesa í úrslit leikjanna, Klopp lætur oft liðið æfa tvisvar daginn fyrir æfingaleik og jafnvel á leikdagsmorgun. Leikmenn hafa verið að snúa aftur einn af öðrum, aðeins Mané býður þangað til eftir helgi með að snúa aftur.

  Drottinn minn að reyna að spá byrjunarliði. Það kæmi mér í raun lítið á óvart ef Mignolet byrjaði á markinu en allt úr herbúðum Liverpool bendir til að Alison hafi komið til baka í fantaformi svo ég held að Brassinn byrji. Verður bara léttari á sér eftir að hafa sötrað 40 Capirinihas og kíkt á hestbak.

  p1dgmv94ck1371tfr1fsgfkm1d34d.jpg
  Okkar maður naut þess að vera í fríi

   

  Í vörninni held ég að við sjáum þessa klassísku línu: Trent, Matip, Van Dijk og svo Robbo. Klopp hefur verið að leika sér með Lallana sem djúpan miðjumann á æfingatímabilinu en held að Fabinho verði þar. Fyrir framan hann spái ég Gini og Hendo.

  Svo sóknarlínan. Mané er ekki ennþá komin aftur, Salah náði einum æfingaleik eins og Bobby. Ég held að að Firmino og Salah byrji leikinn en verði teknir útaf mjög fljótlega í seinni hálfleik. Ná mínútum í skrokkinn og vera tilbúnir í Norwich. Stórleikja-Origi mun svo fá tækifæri til að byrja.

  Spá.

  Bæði Klopp og Pep hafa sagt að þeir vilji vinna skjöldinn, en hvorugur vildi tala um að sigur væri einhver yfirlýsing fyrir tímabilið. En þessi leikur setur tóninn fyrir fyrstu vikurnar. Leikmenn Liverpool fengu margir hverjir að bragða á sigur-kampavíni í fyrsta sinn í Júlí. Það væri fínt fyrir þá að venjast bragðinu, hver einast bikar ykkur hungrið í næsta. Fyrir þrem mánuðum hafði Klopp ekki unnið titil með Liverpool, eftir þennan leik og Evrópska ofurbikarinn eftir hálfan mánuð gæti hann verið komin með þrjá.

  Leikirnir við City í ár verða jafn hnífjafnir og í fyrra og gæti vel gerst að þeir muni ráða úrslitum um titilinn. Ég held að þrátt fyrir að þetta sé “bara” skjöldurinn verði þessi í algjörum járnum og ráðist á einu marki. Spái 1-0 sigri Liverpool!

  TÍMABILIÐ ER AÐ BYRJA, ENSKI ER KOMIN AFTUR!

  [...]
 • Liverpool 3-1 Lyon

  Jæja loksins vann Liverpool æfingarleik! Liverpool vann Lyon 3-1 í Frakklandi í dag.

  Mo Salah, Alisson, Firmino, Shaqiri og Keita voru allir mættir í byrjunarliðið í sínum fyrsta æfingaleik í sumar en Klopp róteraði liðinu frá því í síðasta leik.

  Alisson er greinilega eitthvað slæmur í fótunum eftir að hafa verið að dunda sér á hestbaki í sumarfríinu sínu og missti boltann klaufalega undir engri alvöru pressu og endaði á að vera fyrir sóknarmanni Lyon sem fékk frekar ódýra vítaspyrnu á 3.mínútu leiksins. Memphis Depay skoraði úr spyrnunni og kom Lyon yfir.

  Liverpool voru frekar sprækir. Salah átti nokkur sæmileg færi í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora. Roberto Firmino jafnaði metin með ansi góður marki eftir undirbúning Shaqiri sem báðir kvöddu leikinn eftir þrjátíu mínútur.

  Ki Jana Hoever, sem skrifaði fyrr í dag undir nýjan langtíma samning við Liverpool, átti flottan kross úr hægri bakverðinum sem varnarmaður Lyon afgreiddi ansi snyrtilega í sitt eigið net. Í hálfleik fóru Keita og Salah út af.

  Harry Wilson skoraði þriðja markið frekar snemma í seinni hálfleik með virkilega flottri slummu utan við teig. Í kringum 60.mínútu skipti Klopp út öllu liðinu sem var þá inn á.

  Liverpool átti nokkra fínar rispur í seinni hálfleiknum og maður fór að sjá margt sem maður hafði ekki séð mikið af í undanförnum leikjum. Liðið varðist heilt yfir betur og var meira ógnandi frammi.

  Lallana var flottur í djúpa hlutverkinu í fyrri hálfleik, Hoever ansi sprækur í hægri bakverðinum en það sem kannski stóð upp úr var Harvey Elliot. Þessi sextán ára strákur kom inn á þegar alsherjar breytingin átti sér stað og var allt í öllu. Flottar sendingar, flott hlaup, bjó til pláss og þurftu varnarmenn Lyon að halda sér á tánum þegar hann fékk boltann. Rosalega spennandi strákur.

  Liðið heldur nú áfram að æfa stíft fram að leiknum gegn Man City á sunnudaginn og það að t.d. Keita og Salah hafi náð að spila hálfleik í dag boðar vonandi gott og þeir geta tekið einhvern þátt í þeim leik.

  [...]
 • Byrjunarliðið gegn Lyon

  Liverpool mætir Lyon klukkan fimm í dag í síðasta æfingaleik liðsins í sumar. Það er töluvert sterkari hópurinn sem mætir í þennan leik en við höfum séð í þeim síðustu. Alisson, Mo Salah, Xherdan Shaqiri, Naby Keita og Roberto Firmino eru allir komnir aftur og byrja þennan leik.

  Alisson

  Hoever – Gomez – Lovren – Larouci

  Keita – Lallana

  Salah – Shaqiri – Wilson

  Firmino

  Bekkur: Mignolet, Lonergan, Fabinho, Van Dijk, Wijnaldum, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Brewster, Robertson, Origi, Matip, Lewis, Duncan, Alexander-Arnold, Elliott, Van den Berg.

  Það var sama byrjunarlið í síðustu tveimur leikjum en því öllu skipt út í dag. Larouci kemur óvænt aftur í liðið en hann meiddist um daginn og var talið að hann yrði frá í einhverjar vikur, frábært að sjá hann kominn aftur.

  Guð má vita hvernig þessu liði er stillt upp. Líklega er Lallana í þessu djúpa hlutverki á miðjunni.Þetta gæti verið 4231 eða 433 með Wilson eða Shaqiri á miðjunni. Hef bara ekki hugmynd.

  Sjáum hvað setur. Æfingaleikir eru æfingaleikir en það væri nú gaman að sjá sigur í dag. Reikna má með að allir þeir sem eru að spila sinn fyrsta æfingaleik í sumar muni taka fyrri hálfleikinn og fá hvíld í seinni.

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close