Latest stories

 • Southampton annað kvöld

  Enska deildin heldur áfram annað kvöld þegar Liverpool heimsækir Southampton í 33.umferð og freistar þess að hoppa aftur yfir Manchester City í harðri titilbaráttu. Man City vann sinn leik í gærkvöldi og eru því stigi á undan Liverpool með jafn marga spilaða leiki en um helgina munu þeir spila bikarleik svo Liverpool verður aftur leik á undan.

  Við förum að sjá endalínuna í þessari deildarkeppni og nú fer hver leikur að tikka extra mikið, hver mínúta mun líða hraðar eða hægar, hvert mark vega meira og allt það.

  Það var ekkert smá dramatískur og kærkominn sigurinn á Tottenham í síðustu umferð og á pappír ætti það líklega að hafa verið fyrirfram erfiðasta hindrunin hjá Liverpool í lokaleikjunum liðsins í deildinni. Fótboltinn er þó ekki spilaður á pappír og því margar hindranir framundan og sú næsta verður fyrir framan Liverpool annað kvöld.

  Southampton hefur verið á góðri siglingu undanfarið og gert góða hluti undir stjórn “hins austurríska Klopp” Ralph Hasenhuttl sem tók við þeim um áramótin. Southampton hafði verið í frjálsu falli undir stjórn Mark Hughes ansi lengi og virtust þeir aldrei ætla að taka í gikkinn og koma honum út. Hasenhuttl sem gerði vel hjá Red Bull Leipzig undanfarnar leiktíðir endaði í Southampton sem gæti reynst hvalreki fyrir þá enda mjög flottur stjóri og kemur Southampton vonandi aftur á svipaðar slóðir og þeir voru undir stjórn Pochettino og Koeman – en það má hefjast eftir að þeir tapa næsta leik.

  Liverpool kaffærði vonlausu, andlausu og bitlausu liði Southampton í lok september þegar liðin mættust í fyrri leik liðana. Shaqiri átti stórleik í fyrri hálfleiknum þar sem hann lagði upp tvö mörk og var svo óvænt tekinn út af í hálfleik.

  Svo margt hefur breyst hjá Southampton síðan þá. Þeir eru enn í fallbaráttu en í þokkalegri stöðu en síðan Hasenhuttl kom inn hefur liðið tekið miklum breytingum. Nú spila þeir af meiri áræðni, pressa ofar á vellinum og hann tók stórar ákvarðanir varðandi leikmannahóp sinn og er nú að gefa ungum leikmönnum tækifæri og nær að kveikja aftur á nokkrum lykilmönnum. Það má því búast við töluvert erfiðari leik en síðast er liðin mættust – já, og leikurinn er á St. Mary’s leikvanginum þar sem gæti verið mikil stemming þar sem að liðið sem allir Southampton stuðningsmenn hata kemur í heimsókn.

  Frammistaða Liverpool í sigrinum á Tottenham var svolítið upp og niður, margir hlutir litu vel út og voru skarpir en aðrir hlutir voru ekki nægilega góðir. Miðjan var svolítið döpur og gekk illa að stjórna henni nægilega mikið þegar leið á leikinn og Klopp/liðið brást ekki nægilega hratt og vel við breytingum á leikskipulagi Tottenham. Kraftur og áræðni Liverpool skapaði mark í blálok leiksins sem var svo sem algjört prump af hálfu Tottenham en vá hvað það var magnað að sjá hve mikið þetta moment virtist lyfta ansi miklum þunga af öxlum Salah þó hann hafi nú í raun ekki skorað sjálfur.

  Það eru allir heilir og að æfa sem eru frábærar fréttir en eins og áður þá er afar ólíklegt að Rhian Brewster og Alex Oxlade-Chamberlain, sem er uppalinn hjá Southampton, verði í leikmannahópnum og eflaust ekki klárir í svona leik strax en líklegt er að Joe Gomez muni koma aftur inn í leikmannahópinn sem er frábær innspýting fyrir komandi átök.

  Alisson

  Trent – Matip – Virgil – Robertson

  Lallana – Fabinho – Wijnaldum

  Salah – Firmino – Mane

  Ég ætla að giska á að þetta verði liðið sem muni byrja gegn Southampton, aðeins öðruvísi uppbyggð miðjan en sú sem var gegn Tottenham. Ég held að Fabinho byrji alveg pottþétt þennan leik og ég held að Lallana komi inn á miðjuna með honum og annað hvort Wijnaldum eða Henderson verða þar með. Hins vegar þar sem það er leikur í Meistaradeildinni eftir helgi þá held ég að Henderson hefji leikinn á bekknum gegn Southampton og komi inn gegn Porto, Milner mun líklega vera í vinstri bakverði í miðri næstu viku þar sem Robertson er í banni og mun því ekki taka 90 mínúturnar á morgun.

  Vörnin er kannski farin að vera ákveðið spurningarmerki aftur loksins en þar sem bæði Gomez og Lovren eru komnir til baka úr meiðslum þá er held ég meira spurning um hvenær heldur en hvort annar þeirra muni taka sætið af Matip sem hefur þó spilað heilt yfir mjög vel. Ég hugsa að Klopp muni byrja með Matip í þessum leik en að sama skapi kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi byrja inn á með Lovren.

  Það er algjör skyldusigur annað kvöld, Liverpool má ekki við því að misstíga sig og ætti undir flest öllum kringumstæðum að klára þennan leik sama hvernig momentum er með Southampton. Þeir eru betri og eiga að vilja sigurinn meira, ég tek ekki annað í mál en ég held að Southampton muni ekki gefast upp án alvöru baráttu.

  Vinni Liverpool annað kvöld nær liðið aftur tveggja stiga forystu á City sem á leik inni en Liverpool á svo leik á undan City í næstu umferð og tækist Liverpool að vinna báða þá myndu þeir stija fimm stigum á undan City sem ætti tvo leiki til góða og vonandi truflað sálarfriðinn hjá þeim ljósbláu þegar þeir eru að fara inn í virkilega strembið prógram.

  Sjáum til, einn leikurin í einu og sá næsti er Southampton. Koma svo og klárum þennan leik!

  [...]
 • Smicer og Berger árita fyrir stuðningsmenn

  Þeir Vladimir Smicer og Patrik Berger munu verða staddir í Jóa Útherja í Ármúlanum á laugardaginn á milli klukkan 14:00 og 15:00 og árita þar fyrir stuðningsmenn. Til að allt gangi sem best, þá er miðað við áritun á einn hlut pr. stuðningsmann. Endilega kíkið á kappana, sér í lagi ef þið komist ekki á árshátíðina sjálfa sem haldin verður seinna um kvöldið.

  [...]
 • Paddy Berger, Vladi Smicer og þú?

  Já, það er óhætt að segja það að framundan er ansi hreint mögnuð heimsókn. Við erum sko ekki að tala um neina gúmmítékka. Vladimir Smicer og Patrick Berger eru væntanlegir til landsins um næstu helgi og verða heiðursgestir á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Mikið rosalega er það á tæru að ég muni sækja þann viðburð og vil ég hvetja þig lesandi góður til að gera slíkt hið sama hafi þú aldur til. Árshátíðir klúbbsins eru fyrir löngu orðnar þekktar fyrir frábæra skemmtun þar sem færri hafa komist að en vilja. Mikil ásókn er í hátíðina í ár, en búið er að bæta við nokkrum aukamiðum og því ennþá séns að bæta sér í hópinn. Nú er um að gera að hafa hraðar hendur.

  Hún fer sem sagt fram næsta laugardag og verður haldin í Silfursölum, Hallveigarstíg 1. Húsið opnar klukkan 19:00 með fordrykk. Dásemdar matur verður borinn fram og veislustjóri verður sjálfur Sveppi krull. Eins og áður segir þá verða þeir Paddy Berger og Vladi Smicer heiðursgestir hátíðarinnar, en Arngrímur Baldursson (LFC History Addi) mun spyrja þá spjörunum úr og fá svör við slatta af skemmtilegum spurningum. Það verða svo eðal Poolararnir í Stuðbandinu sem halda uppi stemmaranum fram eftir nóttu.

  Hægt er að kaupa sér miða með því að smella hérna.

  Það styttist í dæmið, hlakka til að sjá þig.

  [...]
 • Liverpool 2, Tottenham 1 (Skýrsla)

  Svona ef við erum alveg hreinskilin, þá er ákveðin gleði sem fæst bara með því að vinna fótboltaleik fullkomnlega óverðskuldað. Sú gleði svífur nú yfir öllum Liverpool mönnum, þetta var þvílík rosa meistaraheppni, í sama klassa og mark Origi gegn Everton.

  Gangur leiksins.

  Spurs byrjuðu af krafti en Liverpool brást vel við og pressuðu gestina hægt og rólega niður. Okkar menn voru miklu meira með boltann, létu hann ganga innan liðsins og hunnu hann fljótt til baka ef fyrir slysni boltinn endaði hjá Spurs. Á sextándu mínútu sendi Jordan Henderson boltann á Andy Robertson, sem hafði tuttugu fermetra rými á vinstri kantinum. Andy okkar leit upp, sá Firmino vera að hefja hlaup milli varnarmanna Tottenham. Andy Robertson vippaði boltanum í gullfallegan boga, beint á ennið á Bobby sem stýrði boltanum í netið og Anfield trylltist.

  Svalasti maður í heimi

  Þetta var eina skotið á mark í fyrri hálfleik. Í korter eftir að Firmino skoraði voru Liverpool meira með boltann og vantaði nokkrum sinnum mjög lítið upp á að annað dauðafæri skapaðist. Mest áberandi var það þegar Mané kaus að reyna að setja boltann í fjærhornið þegar hann var með Andy Róbertson lausan á nær, hefði að öllum líkindum átt að gefa boltann þar. Svo sem létt að vera vitur eftir á.

  Þegar fór að líða á fyrri hálfleik fóru Spurs að færa sig upp á skaftið. Þeir náðu að loka betur á sóknarhlaup bakvarðanna okkar og tóku í raun öll völd á miðjunni. Maður var satt best að segja feginn þegar var flautað var til hálfleiks, vonaði að Klopp myndi finna krók á móti bragði í leikskipulagi liðanna.

  Það gerðist ekki. Frá fyrstu mínútu seinni hálfleiks tóku Spurs öll völd á vellinum. Þeir fundu taktinn sinn og myntu all hressilega á að þetta er drullugott lið þegar þeir hrökkva í gírinn. Miðjan okkar var hræðileg á þessum kafla og langa kafla voru átta eða fleiri leikmenn Liverpool í kringum teiginn hans Allison að reyna að halda uppi pressu og koma í veg fyrir að Spurs sköpuðu færi. Í smá tíma virtist það vera að virka. Spursarar skutu mikið fyrir utan teig og Alisson þurfti ekki að verja boltan fyrr en á 56. mínútu. Skotið varði hann út í teig, þar sem Eriksen kom á hlaupi til að þruma á markið, en Andy Robertson var vel vakandi og varði það skot í horn.

  En þú getur ekki leyft liði eins og Tottenham að var 65% með boltann, nánast allt á þínum vallarhelming án þess að þeir refsi þér. Það eina sem ég hef gagnrýnt Klopp mjög regluega fyrir er hversu hægur hann er að gera breytingar á liðinu þegar planið hans er ekki að ganga upp. Henderson og Milner vilja væntanlega gleyma þessum leik sem fyrst, því þeir voru étnir af Spurs miðjunni.

  Það var um miðjan síðari hálfleik sem Spurs skoruðu markið sem þeir áttu skilið að skora. Henderson braut frekar aulalega á Harry Kane á miðju vellinum. Kane tók aukaspyrnuna eins fljótt og auðið var og sendi boltann á hægri kantinn. Eriksen fékk svo boltann inn í teig og ég er hundrað prósent sannfærður um að Eriksen hafi ekki verið að reyna senda boltann á Lucas Moura, en hjá þeim síðarnefnda endaði boltinn og hann gat ekki annað en setta hann í netið. Ekkert nema verðskuldað hjá Spurs.

  Þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma gerði Klopp loksins breytingar. Henderson og Milner véku og í staðinn komu inn á Fabinho og Origi. Tveir miðjumenn út fyrir miðjumann og sóknarmann, þetta kallast að taka sénsinn.

  Lok leiksins voru ekki fyrir viðkvæma. Okkar menn reyndu og reyndu að skora, en á móti kom að svo margir þeirra voru komnir í sókn að Spurs gátu beitt skyndsóknum. Ég held að ansi margir hafi verið að kveðja titilbaráttuna þegar fimm mínutur voru eftir af venjulegum leiktíma. Eftir sókna Liverpool náðu Tottenham einni slíkri skyndisókn.

  Sissoko og Son, gegn aðeins einum varnarmanni Liverpool. Sá varnarmaður var Virgil van Dijk sem sýndi ótrúlega takta. Hann kom í veg fyrir að Sissoko gæti sent á Son og neyddi Sissoko til að þess að taka skot með vinstri, sem er hans verri löpp. Skotið endaði einhverstaðar í kringum Goodison Park og við stuðningsmenn Liverpool náðu andanum á ný.

  Þá var komið að úrslitastundu. Liverpool fékk horn á 89. mínútu. Trent gaf hann inn í teig, einhver varnarmaður skallaði frá. Andy náði boltanum, gaf aftur á Trent sem sendi háa sendingu þevert yfir þvöguna í teignum. Mo Salah, einn og óvaldaður.

  Mo Salah skallar.

  Hugo Lloris ver… en í stað þess að grípa boltan blakar markmaðurinn boltanum niður í markteignum.

  Í lappirnar á Alderweireld.

  Og boltinn skoppar af Alderweireld rétt yfir marklínuna.

  Sjálfsmark á 91. mínútu. Liverpool fer heim með þrjú stig!

  Bestu/verstu

  Báðir bakverðirnir voru frábærir í leiknum, en Andy Robertson var ögn betri. Hann er komin með níu stoðsendingar á tímabilinu, sem er einfaldlega sturlað.

  Verstu? Held að það verði að vera Milner. Hann sást varla í leiknum, var ekki í takt við liðið og hélt ekki í við hraðan í leiknum. Frábær leikmaður, ekki hans dagur.

  Ýmsir punktar.

  • Þessi sigur var meistaraheppni. Okkar menn gáfust aldrei upp börðust fram á síðustu mínútu og uppskáru þess vegna sigur. Þeir hætta ekki að berjast, sama hvað.
  • Komið gott af þessari Milner, Wijnaldum og Hendo miðju. Ég vil fara að fá Fabinho aftur í byrjunarliðið.
  • Lokamarkið var sjálfsmark en Salah fagnaði eins og hann hefði sjálfur skorað. Ég vona að hann lýti svo á að hann hafi skorað, gæti hjálpað honum að finna aftur skotskónna.
  • Virgil van Dijk er eins og stendur besti varnarmaður í deildinni, kannski heiminum.

  Þvílík endemis snilld. Næsti leikur er á föstudaginn, ég er strax orðin spenntur fyrir honum.

  [...]
 • Byrjunarliðið gegn Spurs

  Jæja, eftir tæpan klukkutíma hefjast leikar á Anfield og Klopp ætlar að leyfa þessum hetjum að freista þess að endurheimta toppsætið af olíufurstunum.

  Á bekknum eru svo Mignolet, Fabinho, Lovren, Keita, Lallana, Shaqiri og Origi. Ekkert ógurlega óvænt þarna, stórleikjamiðjan mun vonandi standa fyrir sínu.

  Spurs stilla á móti:

  Þessi mynd er hérna bara vegna þess að mér finnst svipurinn á Lloris fyndin.

  Byrjunarliðið er semsagt: Lloris, Trippier, Alderweireld, Sanchez, Vertonghen, Rose, Sissoko, Eriksen, Dele, Lucas og Kane. Á bekknum sitja Gazzaninga, Davies, Foyth, Skipp, Wanyama, Son Llorente.

  Elsku leikmenn Liverpool, síðasta vika er búin að vera rosalega spes fyrir mann sem vinnur í ferðamennsku. Ég myndi vera virkilega þakklátur ef þið rústuðuð þessum leik.

  Þakkir fyrirfram, Ingimar.

   

  [...]
 • Kvennaliðið heimsækir City

  Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að karlaliðið mætir Tottenham á Anfield núna kl. 15:30 að íslenskum tíma, 16:30 að enskum tíma þar sem það var skipt yfir í sumartímann í nótt. En áður en að þeim leik kemur skreppa stelpurnar okkar yfir til Manchester og mæta þar City í deildinni. Þetta verður því fjórði leikurinn í röð hjá þeim þar sem þær mæta toppliðunum þremur, hafandi mætt City í bikarnum, og svo Chelsea og Arsenal í deildinni í síðustu leikjum.

  Liðinu verður stillt upp svona:

  Bekkur: Kitching, Little, Hodson, Kearns, Linstet

  Enn og aftur er bekkurinn að mestu skipaður stelpum úr akademíunni, Bo Kearns heldur áfram að byrja á bekknum, og Linstet er í fyrsta skipti á skýrslu með aðalliðinu.

  Leikurinn verður sýndur beint á Facebook síðu kvennaliðsins.

  Við uppfærum svo þessa færslu með úrslitum og stöðu síðar í dag.


  Leik lokið með sigri City, 2-1, með sigurmarki á 94. mínútu. Ömurleg úrslit eftir að okkar konur höfðu barist eins og ljón allan leikinn. Þær fengu á sig mark um miðjan fyrri hálfleik, en á 52. mínútu fékk liðið vítaspyrnu eftir að skot af markteig fór í höndina á einum leikmanni City. Courtney Sweetman-Kirk fór á vítapunktinn, og þó svo að markvörður City hafi valið rétt horn, þá náði hún ekki að verja gott skot Courtney og staðan því jöfn, 1-1. Þannig var staðan allt fram á næst síðustu mínútu uppbótartíma þegar City fengu ódýra aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Liverpool, fyrirgjöfin rataði á kollinn á leikmanni City sem skallaði í netið fram hjá Preuss sem hafði fram að því varið eins og berserkur. Sannarlega ekki úrslitin sem okkar konur áttu skilið, því þó þær hafi vissulega legið meira til baka áttu þær líka sín færi, og t.d. hefði Sweetman-Kirk átt að gera betur í uppbótartíma þegar hún vann boltann af leikmanni City og var skyndilega sloppin nánast ein inn fyrir, en ákvað að skjóta fyrir utan teig frekar en að spila nær. En svosem alltaf auðvelt að dæma leikmenn svona heima úr sófa.

  Arsenal konur unnu sinn leik gegn Birmingham og eru því áfram efstar, en á meðan gerðu Chelsea jafntefli í sínum leik, og Yeovil konur unnu Everton. Okkar konur eru áfram í 8. sæti á lygnum sjó, en ef þær halda áfram að sýna frammistöðu eins og í leiknum í dag er klárt mál að þær eiga eftir að fá fleiri stig í þeim leikjum sem eru eftir af tímabilinu.

  [...]
 • Spurs mæta á Anfield

  Þessu blessaða landsleikjahléi er lokið! Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum. Eða eitthvað svoleiðis. Reyndar verðum við að bíða fram til 15:30 á sunnudaginn að sjá okkar menn rölta út á Anfield, en þá mætir Mauricio Pochettino með lærisveina sína í heimsókn. Okkar menn geta með sigri í leiknum náð aftur toppsætinu af City eftir hádegisleikinn hjá þeim í dag.

  Landsleikjahléið

  Okkar menn virðast koma nokkuð vel undan vetri. Trent þurfti að yfirgefa herbúðir Englands og fara aftur á Melwood vegna meiðsla í baki, en þetta eru meiðsli sem hafa verið að hrjá hann undanfarið og komu ekki til vegna veru hans með landsliðinu. Shaqiri þurfti líka að yfirgefa herbúðir síns landsliðs vegna óljósra meiðsla í nára. Lovren náði 90 mínútum með sínu landsliði, og Henderson kom inná í leik fyrir England. Þremenningarnir Brewster, Gomez og Oxlade-Chamberlain eru allir á réttri leið með sín meiðsli, og eru allir mættir til æfinga. Brewster lék fyrri hálfleikinn með U23 í gær og skoraði reyndar ekki nema tvö mörk.

  Andstæðingarnir

  Nú er loksins farið að spila knattspyrnuleiki á nýja leikvanginum þeirra, reyndar bara æfingaleikir til að prófa öll kerfin og til að sjá hvort allt virkar áður en alvaran skellur á, svo það er örugglega ákveðinn léttir fyrir klúbbinn. Breytir svosem litlu um þennan tiltekna leik, þar sem hann er jú spilaður á Anfield. Eins og gengur eru auðvitað einhver meiðsli í hópnum, t.d. er líklegt að hvorki Harry Winks né Eric Dier spili leikinn, og Aurier virðist vera tæpur sömuleiðis, en að öðru leyti ættu allir þeirra menn að vera heilir. Reyndar er Spurs sá klúbbur sem á hvað fæsta leikmenn á sjúkralistanum í augnablikinu, á meðan United er með flesta. Nóg um það. Þetta lið er með hörkuleikmenn í hverri stöðu, og því skiptir ekki öllu máli hvernig þeir stilla upp, þeir munu mæta með gríðarsterkt lið á morgun.

  Staða Spurs í deildinni er sú að liðið er núna 16 stigum á eftir fyrsta sætinu, en það er ekkert svo langt síðan að liðið var alveg við toppinn og var talað um það sem líklegan kandídat í baráttuna um titilinn í vor. Úr þessu er slíkt ólíklegt, ef eitthvað slíkt á að gerast þurfa bæði Liverpool og City að tapa ansi mörgum stigum í þessum síðustu umferðum. Liðið mun því líklegast vera að slást um 3-4 sætið úr þessu, og gæti mögulega farið jafnvel enn neðar ef stigasöfnunin verður eitthvað ámóta og hún er búin að vera núna síðustu vikur. Þannig hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum, og tapað þrem. Vonum bara að þetta form hjá þeim haldist út helgina a.m.k., en eftir það mega þeir alveg fara að braggast, sérstaklega þann 20. apríl þegar þeir mæta á Etihad.

  Staðan á liðinu

  Það ku víst vera búið að gefa út “provisional squad” fyrir leikinn. Sá hópur inniheldur hvorki Gomez né Oxlade-Chamberlain, og það ætti svosem ekki að koma neitt á óvart, enda eru þeir félagar bara nýbyrjaðir að æfa. Klopp talaði meira að segja um það að hann hefði líklega hent Ox aðeins of snemma út í laugina með því að láta hann spila þennan hálfleik fyrir U23 liðið. A.m.k. talaði hann um að taka hann aðeins úr sviðsljósinu á næstu vikum, en það kæmi sjálfsagt ekki á óvart ef hann sæist á bekknum í einhverjum af lokaleikjum tímabilsins. Það sem vekur hins vegar meiri athygli er að Keita er ekki í þessum hóp, og gæti verið að díla við einhver meiðsli, þó hann hafi reyndar sést á æfingum í vikunni. Ekki alveg ljóst hvert málið er með hann.

  Það má segja að helsta spurningamerkið sé ástandið á Trent, hvort hann verði látinn spila eða ekki. Við skulum gera ráð fyrir að svo verði, en líklegast er að Milner taki hans sæti ef hann verður ekki metinn leikfær. Líkleg uppstilling er því eitthvað á þessa leið:

  Bekkur: Mignolet, Moreno, Lovren, Milner, Henderson, Sturridge, Origi

  Já góðir hlustendur, hver veit nema Lallana fái sénsinn aftur á morgun. Kannski er það rangt mat, en hann fékk tvær vikur án þess að þurfa að standa í einhverju landsleikjaveseni, á meðan t.d. Henderson fékk ekki sömu hvíldina. Sjáum til hvað Klopp gerir á morgun.

  Undirritaður ætlar að gerast svo djarfur að spá okkar mönnum sigri í leiknum (við spáum reyndar nánast alltaf sigri í þessum upphitunum okkar, svo þetta ætti nú tæpast að koma á óvart!). Það er þó alveg ljóst að leikurinn verður erfiður, leikirnir gegn Tottenham hafa nánast alltaf verið það (nema náttúrulega leikurinn tímabilið 2013-2014 þegar meira að segja Flanagan skoraði). Við skulum því spá að leikurinn endi 2-1, þar sem Mané og Wijnaldum skori mörkin, en Tottenham nái að svara fyrir sig með stórglæsilegu sjálfsmarki frá Matip. Hver veit, kannski nær Alisson að verja, og þá fer þetta 2-0. Ég væri jafnvel sáttari við það.

  Sjö leikir eftir í deild. Nú er að duga eða drepast.

  KOMA SVO!

  [...]
 • Opin þráður: Stiklað á stóru í landsleikjahléinu.

  Vitrir menn segja að besta landsleikjahléið sé stutt landsleikjahlé, sem þetta hlé hefur sem betur fer verið. Nú eru ekki nema fimm dagar í að Spurs komi í heimsókn á Anfield og ég er allavega orðin mökkspenntur fyrir þeim RISA leik. Við sleppum Gullkastinu (ég held að strákarnir þurfi nokkra daga í viðbót til að jafna sig á þeirri gleði) þessa vikuna, en hér eru nokkrar af fréttum vikurnar.

  Bestu fréttirnar eru að (hingað til) er að engin fyrir utan Trent og Shaqiri búnir að koma heim meiddir. Þeir meiddust víst báðir fyrir hléið og vonandi ná þeir fullum bata fyrir helgi. Jordan Henderson er greinilega búin að ná sér að fullu og afrekaði það að spila sinn fimmtugasta landsleik fyrir England. Firmino og Alisson byrja með Brasilíu gegn Tékkum í kvöld og svo er Fabinho á bekknum.

  Hollendingarnir okkar Van Dijk og Wijnaldum voru báðir á skotskónum gegn Hvíta Rússlandi en töpuðu svo gegn Þýskalandi 2-3. Mané spilaði og skoraði með Senegal gegn Malí í kvöld. Aðrir leikmenn voru afslappaðri í hléinu: Lallana skrapp á ströndina, Milner til Dubai og svo sýnist manni að fríið hafi farið ágætlega í Salah:

  Þær gleði fréttir bárust að Joe Gomez sé byrjaður að æfa aftur með aðalliðinu en hann byrjar að spila aftur þegar hann byrjar að spila aftur, við sjáum til hvenær hann er tilbúin að spila aftur, hann þarf allavega einhvern tíma í að byggja aftur upp þolið.

  Það er ekkert nýtt að frétta af Lovern og Chamberlain, sá síðarnefndi spilaði með U-23 liðinu fyrir hálfum mánuði og fór út af vegna verks aftan á læri. Það var víst fyrst og fremst varúðarráðstöfun, það stefnir allt í að hann spili eitthvað á tímabilinu.

  Í „fréttum sem engin átti von á“ er það helst að Alberto Moreno gæti verið á leið til Barcelona. Samningur Spánverjans  rennur út í sumar og eru Katalónarnir að leita að varaskeifu fyrir Jordi Alba. Ef þetta reynist satt mun ég óska honum alls hins besta, ferill hans hjá Liverpool var ákveðin vonbrigði og hver veit nema La Liga henti honum betur en Úrvalsdeildin.

  Á laugardaginn fór fram góðgerðarleikur Liverpool og AC Milan. Leikurinn var hin besta skemmtun og hvet ég ykkur til að horfa brot af því besta úr honum. Ekki á hverjum degi sem Kaká, Pirlo, Cafu, Fowler, Gerrard, Agger, Hyypia, Carragher, Kyut og Luis Garcia keppa á sama vellinum!

  Hversu fallegt?

  Í öllu leiðinlegri fréttum af þessum leik þá var einn helber hálfviti sem ákvað að góðgerðarleikur væri rétti staðurinn til að vera með rasisma. Búið er að banna fíflinu að koma aftur á Anfield, út ævina. Seinna sama kvöld var ráðist á Gary McAllister á götum Leeds, við óskum honum skjóts bata.

  Annars er orðið frjálst og endilega bætið við fréttum sem fóru framhjá mér. Mig langar að varpa eftirfarandi spurningu til lesenda: Hverjir eru að ykkar mati þrír mikilvægustu leikmenn tímabilsins?

  [...]
 • Liverpool verður rólegt á leikmannamarkaðnum

  Undanfarið hefur Liverpool gefið það töluvert í skyn að ekki verði keypt eins mikið næsta sumar og jafnvel næstu ár og liðið hefur gert núna undanfarið. Fáránleg skilaboð á margan hátt nú þegar liðið er komið meðal þeirra bestu á ný og spurning hversu trúanlega maður á að taka þessu. Það er ekki eins og Real Madríd, Barcelona, Manchesterliðin, Juventus eða Bayern ætli bara að slaka á næstu misseri.

  Árið 2018 keypti Liverpool vissulega dýrasta varnarmann sögunnar og í skamman tíma dýrasta markvörð sögunnar. Ofan á það kom Naby Keita loksins ásamt Fabinho og Shaqiri. Svo lengi sem Liverpool selur ekki “Coutinho” aftur er engin þörf á að kaupa jafn mikið á þessu ári og spurning hvort það sé ekki hreinlega betra að gera það ekki.

  Jurgen Klopp heldur því statt og stöðugt fram að þetta lið sé að hefja sína vegferð ekki að enda hana sama hvað gerist á þessu tímabili. Kaup sumarsins bættust við Liverpool liðið sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og liðið í ár er töluvert sterkara. Klopp vill sjá núverandi lið halda áfram að þroskast saman og á meðan hann er við stjórnvölin er líklega ekkert áhyggjuefni að Liverpool ætli sér ekkert endilega að slá einhver met á leikmannamarkaðnum.

  Allir lykilmenn Liverpool eru á langtímasamningi og fá mjög reglulega bætta samninga í takti við frammistöðu innanvallar. Samningar skipta ekki öllu máli í nútíma fótbolta en það sem er mikilvægara er að þessir leikmenn hafa enga ástæðu til að vilja fara. Flestir lykilmenn liðsins eru rétt núna að nálgast hátind ferilsins og engin ástæða til að ætla að þeir hætti að bæta sig núna.

  Skoðum aðeins nánar leikmannahóp Liverpool með næstu 3-5 ár í huga.

  (more…)

  [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close