íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

Latest stories

 • Upphitun: Napoli á San Paolo

  Ítalir hafa alið af sér marga af þekktari og mikilvægari persónum sögunnar. Galíleó Galilei, Michelangelo, Marco Polo, Machiavelli, Pavarotti, Ferrari, Fellini, Verdi, Da Vinci og að sjálfsögðu Silvo Berlusconi svo að nokkrir af handahófi séu nefndir. Enginn þeirra var þó mikilvægari en Raffaele Esposito frá Napoli, maðurinn sem kom flatbökunni á kortið.

  Ítalir voru auðvitað ekkert þeir fyrstu til að baka brauð og líklega ekki heldur til að fletja það út með þessum hætti. Pizza er til í einhverjum fornsögulegum bókmentum en sósan er það sem gerði útslagið og pizza í þeirri mynd sem við þekkjum í dag á uppruna sinn í Napólí. Orðið pizza kemur fyrir í heimildum frá 16.öld í Napoli og var þá verið að lýsa flatböku. Eftir að Evrópubúar fundu Ameríku og komust í kynni við innfædda þar fóru þeir að vinna með þeirra hugmyndir um tómatsósu sem breytti leiknum. Pizza var þekkt sem matur fyrir fátæka og var ekki matreiddur á veitingastöðum lengi vel. Ekki eru til nákvæmar heimildir um þróun pizzugerðar í Napolí á þessum tíma en til eru heimildir fyrir því að þegar árið 1807 voru til 54 pizzastaðir í Napolí og fjölgaði þeim í 120 á seinni hluta aldarinnar. Pizzugerð var því að þróast í Napolí og á Suður-Ítalíu í nokkrar aldir áður en Raffaele Esposito blessaður kom til sögunnar.

  Þjóðsagan segir að veitingamaðurinn Raffaele hafi viljað heiðra eiginkonu Umberto I Ítalíukonungs er þau heimsóttu Napolí 11.jún 1889. Hann bjó til pizzu með tómatsósu, mozzarella osti og basil og skartaði hún þannig fánalitum Ítalíu. Nafnið á pizzununni hafði hann í höfuðið á Ítalíudrottningu, Margherita af Savoy.

  Fyrir mörgum ítölum er þetta ásamt einni annarri fornri (en svipaðri) útfærslu heimamanna einu alvöru pizzurnar og enn eru til veitingastaðir sem selja eingöngu þessar tegundir af pizzum.

  Ítölsk matargerð er auðvitað eitthvað sem hefur þróast í gegnum aldirnar og er pizza engin undantekning þar. Ítalir eru engu að síður taldir hafa setið nánast einir að henni allt fram á miðja síðustu öld er landið var hernumið af bandamönnum. Fram að því höfðu það aðallega verið ítalir heimafyrir sem og ítalskir innflytjendur í öðrum löndum sem bökuðu sér pizzu.

  Þetta breyttist eftir seinni heimsstyrjöldina þegar herir bandamanna staðsettir í Ítalíu komust á bragðið á ítalskri matargerð. Þessi fátækramatur fór að laða túrista til Napolí sem flykktust í fátækari hverfin til að fá sér þennan gómsæta rétt heimamanna.

  Síðast þegar Liverpool fór til Napolí fórum við yfir sögu félagsins, borgarinnar og komumst að þessu með pizzuna. Eitt varð þó eftir í þeirri yfirferð sem áhugavert er að kynna sér í tengslum við knattspyrnulið Napoli, það er vægast sagt skrautlegur eigandi félagsins.

  Aurelio De Laurentiis


  (meira…)

 • Kvennaliðið fær Reading í heimsókn

  Þá fer þessari fótboltahelgi að ljúka. U18 og U23 liðin áttu bæði ágæta leiki; U18 vann Stoke 4-2 þar sem Bobby Duncan skoraði 2, og U23 unnu Chelsea 3-1, Virtue með 2 mörk og Camacho með 1. Svo þarf auðvitað ekkert að minnast á leikinn í gær, en það sem undirrituðum fannst áhugavert var að Sturridge átti nákvæmlega 3 snertingar í leiknum: 1) tók við sendingunni frá Shaqiri, 2) lagði boltann fyrir sig, 3) smurði boltanum upp í samskeytin. Eins og kunnugt er var þetta 50. mark hans fyrir klúbbinn í deildinni, hann er í 14 sæti yfir þá leikmenn sem hafa verið fljótastir að ná þessari tölu ef við skoðum fjölda leikja, en er hins vegar í 2. sæti ef við skoðum fjölda mínútna. Aðeins Fernando Torres hefur gert betur. Þess má reyndar geta að Mo Salah gæti vel slegið þetta met í vetur.

  Nóg um það. Eftir stutta stund hefst leikur Liverpool og Reading í kvennadeildinni, fyrsti heimaleikurinn í deildinni á þessu tímabili hjá stelpunum. Það er búið að tilkynna liðið:

  Kitching

  S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe

  C.Murray – Coombs – Roberts

  Charles – Sweetman-Kirk – Clarke

  Bekkur: Little, Fahey, Daniels, Babajide, Linnett

  Ég geri ráð fyrir að Preuss sé meidd fyrst hún er hvorki í liðinu né á bekk. Vonum bara að Kitching fari ekki að meiðast líka. Þá er Leandra Little aftur komin í hópinn, og byrjar á bekk.

  Þess má svo geta að leikurinn verður sýndur beint á Facebook síðu FAWSL. Við uppfærum svo þessa færslu með úrslitunum eftir leik.


  Leik lokið með 0-1 sigri Reading. Markið skoraði Chaplen á 35. mínút eftir langa sendingu inn fyrir vörnina. Liverpool missti svo konu af velli þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en þá fékk Rhiannon Roberts sitt seinna gula spjald fyrir klaufalegt brot rétt fyrir utan teig. Eftir það voru möguleikar liðsins skiljanlega litlir, en þó sóttu okkar konur nokkuð stíft síðustu mínúturnar, og t.d. átti Babajide gott skot rétt framhjá undir lokin. Þetta var frumraun Fran Kitching í markinu, og hún stóð sig nokkuð vel, hefði þó mögulega mátt vera betur staðsett í markinu. Hún varði m.a. vel aukaspyrnu frá Fara Williams, en sú var reyndar í hóp Liverpool sem vann titilinn síðast. Fara þessi er einnig þekkt fyrir að hafa verið heimilislaus snemma á ferlinum. En nóg um það. Það að vera ekki með markvörð á bekknum hefði vel getað endað illa þar sem Kitching lagðist tvisvar í grasið, líklega eitthvað meidd í baki, en hún náði að harka af sér og kláraði leikinn.

  Ekki úrslitin sem við vonuðumst eftir, en vonum að liðinu gangi betur í næsta leik.

 • Chelsea – Liverpool 1-1

  1-0 Hazard ´25.mín
  1-1 Sturridge ´88.mín

  Leikurinn

  Það má segja að bæði lið hafi stillt upp sínu sterkasta liði í dag. Það var lítið sem kom á óvart í liðsuppstillingu dagsins. Helst var það hjá Chelsea hvort að Rudiger yrði leikfær og Van Dijk hjá Liverpool en báðir voru klárir og á sínum stað þegar flautað var til leiks.

  (meira…)

 • Liðið gegn Chelsea er klárt!

  Eins og við var að búast þá gerir Klopp margar breytingar frá því á miðvikudagskvöld. Liðið er svona:

  Alisson

  TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

  Milner – Wijnaldum – Henderson

  Salah – Firmino – Mane

  Bekkur: Mignolet, Moreno, Matip, Fabinho, Keita, Shaqiri, Sturridge

  Í raun ekkert þarna sem kemur á óvart. Van Dijk var lítið sem ekkert búinn að æfa í vikunni en hann er orðinn leikfær, sem eru gleðifréttir.

  Liðið hjá Chelsea lítur svona út en þeir eru með sitt sterkasta lið, Rudiger orðinn leikfær í miðri vörninni við hlið Luiz, Jorginho kemur inn í stað Fabregas og frammi verða þeir Giroud og Hazard, báðir reynst okkur erfiðir síðustu misseri.

  Kepa

  Azpi – Luiz – Rudiger – Alonso

  Jorginho – Kovacic – Kante

  Hazard – Giroud – Willian

  Bekkur: Caballero, Cahill, Zappacosta, Moses, Fabregas, Barkley, Morata

  Þetta verður eitthvað. Koma svo!

  YNWA

Back to Top

Ad Blocker Detected!

Advertisements fund this website. Please disable your adblocking software or whitelist our website.
Thank You!