Liðið gegn United

Klárt hverjir byrja inná gegn United, ekkert sem kemur á óvart:

Bekkur: Adrian, Gomez, Tsimikas, Konate, Gravenberch, Jones, Elliott, Gakpo, Danns

Skýrsluhöfundur spáði því að Gomez myndi byrja í hægri bak en niðurstaðan er sú að Conor Bradley byrjar, og ekkert sem kemur á óvart þar. Það að Quansah byrji deildarleik úti gegn United segir svolítið hversu mikils metinn hann er í hópnum. Bekkurinn er annars bara ansi góður, og í raun er það bara Jayden Danns sem er fulltrúi ungu kynslóðarinnar þar. Þegar svo Trent, Jota og Alisson mæta aftur til æfinga þá þarf hreinlega að sleppa einhverjum leikmönnum úr aðalliðshópnum þegar leikskýrslunni er stillt upp, og það er fyrstaheims vandamál sem við höfum ekki glímt við í talsverðan tíma núna.

Brighton og Palace voru lítið að hjálpa okkur í gær, enda er það svo að okkar menn verða bara að stóla á sjálfa sig það sem eftir lifir leiktíðar. Öll utanaðkomandi hjálp verður pjúra bónus.

Sigur í dag og sleppa við meiðsli. Bið ekki um annað.

KOMA SVO!!!!!

68 Comments

  1. Sælir félagar

    Þetta er gott lið en er það nógu gott til að vinna brjálaða MU menn í hunderfiðum leik. Ég vona það og nú styttist í að úr því verði skorið.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  2. Ílla stress fyrir þennan.
    Það tekur á að vera í toppbaráttu
    Og þegar keppinautarnir vinna samfærandi sína leiki of okkar menn eru á leið á OT til þess að viðhalda forskotinu þetta gerist vart erfiðra .
    Það er möst að vinna í dag. Flott lið hefði viljað sjá konate þarna inni en ungi strákurinn tæklar þetta í dag… YNWA

    1
  3. 3 stig eina sem maður biður sama hvernig það verður.
    Annars ánægður með byrjunarliðið.

    2
  4. Sammála Daníel þarna í lokin…….. sigur í dag, sleppa við meiðsli!

    YNWA

    1
  5. Sigur eina sem kemur til greina. Vil ekki trúa því að United pakki í vörn á heimavelli. Þetta mun ráðast á færanýtingu okkar manna.

    Áfram Liverpool!

    10
  6. Við vinnum þennan leik. Undanfarið höfum við spilað frekar illa en unnið. Nú er komið að góðum leik. Líst annars illa á hvað Arsenal fer auðveldlega í gegnum sína leiki og þeir hafa varla misst mann í meiðsli allt tímabilið nema Thomas Partey. Spái 0-3 í dag.

    2
  7. Afhverju fær rottan nr 8 i scum aldrei spjald fyrir endalaust væl þoli hann ekki. Koma svo 3 stig boys!

    3
  8. erum við hætta að skora úr hraðaupphlaupum???

    Hvar er doak (grín)?

    1
  9. Frábært mark – einfalt og beint af æfingarsvæðinu. En nýtingin á þessum færum … virkilega slæm og gæti komið í bakið á okkur. Þetta mu lið er svo köflótt og gæti alveg átt einn eða tvo góða kafla í leiknum.

    Bæta við mörkum kæru leikmenn!

    5
  10. Liverpool eru að spila gegn Liverpool þessa stundina og Liverpool er 1-0 yfir á móti sjálfum sér.
    Nei án djóks..getum við nýtt eitthvað af þessum færum ? meiri yfirburði á Old Trafford hafa held ég ekki sést frá því að menn sáu fyrst.

    Betri nýtingu færa í seinni hálfleik væri góð skemmtun.

    2
  11. Sælir félagar

    Frábær frammistaða hjá leikmönnum Liverpool í fyrri hálfleik. Það eina sem hægt er að kvarta undan er að hafa ekki skorað fleiri mörk. Allur seinni eftir og allt getur enn gerst. Vonandi heldur þetta svona áfram.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  12. MU átti ekki skot á rammann í fyrri hálfleik.
    Við klárum þetta í seinni YNWA.

    4
  13. Þvílíkir yfirburðir í fyrri. Það er eins og þessi lið séu ekki að spila í sömu deild. Vissulega svekkjandi að hafa ekki náð að setja eitt af fjölmörgum færum í netið. En talandi um lúxus vandamál.

    I’m so glad, that Jürgen is a Red!!!

    4
  14. Ég hefði byrjað með Gomez í DR. VERÐUM að nýta færin betur. Sagði við vinnufélagana að Liverpool þyrfti að skora 3 mörk til að vinna leikinn.

    1
  15. Ég verð eiginlega að fá að berja í borði og öskra comm.on!!!
    En erum við að domenera leiki og svo er bara eitthvað fyrur framan markið. Lélegar og rangar álvarðanir!
    Vill ekki hljóma frekur en ég nenni ekki að fá eitthvað í smettið eftir svona yfirburði.
    Manutd er ekki fugl né fiskur þarna inná vellinum og hugsa í hálfleik að menn séu bara 0-1 undir og nægur tími til að skemma parryið!

    Comm on takið ykkur saman í andlitinu og klarið þetta helvíti fyrr en seinna

    5
  16. Glæsilegur fyrri hálfleikur. Færanýting mætti vera betri, við eigum að vera lengu búinn að gera út um þennan leik. Tölurnar segja það sem segja þarf. 4 skot á markið, 6 skot fyrir utan markið á meðan Man Und hefur ekki fengið eitt einasta skot á mark eða út fyrir rammann. Við erum búinn að vera 58% með boltann, jafnvel þó Man Und hafi verið meira með boltann í byrjun leiksins.

    En Man Und er enn inn í leiknum og við þurfum að klára þennan leik. Ten Hag er góður stjóri og því er alltaf möguleiki á að þeir komi til baka ef okkar menn passa sig ekki. Ef einhverjir eru meðvitaðir um það , þá er það Klopp og lærisveinar hans.

    Ég hef því ekkert voðalegar áhyggjur ef liðið heldur áfram að spila með þessum hætti.

    2
  17. Það ver 1-0 í hálfleik þegar við unnum 7-0 í fyrra.
    Tölfræðin er allavegna með okkur í fyrr hálfleik ?

    4
    • Jæja huggulegt að gefa þeim mark í forgjöf eftir fyrri hálfleik sem fór 1-0 en hefði átt að fara 3-0.

      2
  18. Vá hvað þetta var glatað.

    Scum áhofrendur vaknaðir.

    Má ég biðja um Eliott og Jónas?

    2
  19. þoli ekki þetta mu lið…

    geta ekkert en fá svo allt í einu þessa fáránlegu líflínu og vakna nú af krafti!

    1
  20. Classic Liverpool.

    Vonandi sjáum við einnig classic Liverpool með sigurmark í Fergie-time.

    Það er meistaratitill og annaðhvort skilja menn það eða ekki.

    7
  21. Mikið svakalega er þreytt að horfa uppá hvað sóknarmenn liverpool þurfa að gera allt flókið og svo skjóta þeir og hitta ekki markið ótrúlegt hvað liverpool þurfa mörg færi og svo fá utd gefins mark og svo komast þeir í eina sókn og skora hvaða helvítis rugl er í gangi hérna

    2
  22. þetta skrifast á sóknarlínuna. Áttu að vera búnir að slökkva algjörlega í þessu mu drasli

    Verðum ekki englandsmeistarar með svona nýtingu.

    2
  23. Eins og gat skéð…
    Við erum til skammar þarna
    Þvi fyrr sem jota kemur þvi betra..
    Skelfilegt að sjá þessa 3 fremmstu

    3
  24. Jæja, er “slip” tímabilsins í uppsiglingu?
    Nú treysti ég á að Diaz minn hlaði í mark eða tvö.

    2
  25. jæja nægur tími. Nú þarf að taka skjótar ákvarðanir inni í teig. Ekki þetta endalausa ofhux.

    2
  26. Er hægt að hafa Kanote í þessu liði, hann þolir varla einn leik og getur ekki spilað þann næsta. Reyndar er þetta sóknarmönnum að kenna að nýta ekki færin.

    2
  27. Búið dæmi. Verðum í 3 sæti eftir Arsenal. Þvílíkt klúður. Qansa í þessum og Van dik á móti Arsenal. Alltof dýrt og lélegt

    1
  28. Hvernig í andskotanum er þetta bara staðan? Að sjá þessi færi sem Salah og Nunez eru að klúðra leik eftir leik hlaut að koma í bakið á okkur einn daginn.

    1
  29. Risastór skita. Framlínan öll með hauskúpuframmistöðu. Quansah auli. Jones með ömurlega varnarvinnu og leyfir mainoo að skjóta.

    1
  30. Var þessi þulur ekki að horfa á leikinn. Skelfilegt að hlusta á þessa menn.

    2
  31. Diogo Jota hefði klárað þennann leik fyrir okkur í fyrri hálfleik. alveg er það algjörlega týpískt Liverpool að henda þessu frá sér gegn gjörsamlega ÖMURLEGU United liði. Verst að sóknin okkar var jafn ömurlega léleg og getulaus og þetta United lið var í fyrri hálfleik.

    2
  32. Því miður þá er Ten Hag með Klopparann okkar í vasanum á þessari leiktíð.

  33. EF Ten Hag er með Klopparann í vasanum, hvers vegna hefur honum ekki tekist að sigra Klopp í venjulegum leiktíma?

    2
  34. Ok, þetta gekk ekki í dag því miður 🙁

    Þriðja sætið verður okkar í lok tímabils sem er ekki svo slæmur árangur miðað við allar breytingarnar sem voru gerðar á miðjunni fyrir þetta tímabil, ég átti ekki von á því að við yrðum í toppbaráttu í vetur vegna allra þessara breytinga.

    Enn stóra vandamálið liggur í þessum andskotans meiðslalista sem hefur elt okkur nær allan tíman meðan Klopp hefur verið stjórinn hjá okkur. Við getum verið þakklát fyrir að hafa Jurgen Klopp sem stjóra, hann skilur eftir sig margar góðar minningar sem færðu okkur tvo stóra titla sem hefðu sennilegar aldrei orðið ef hann hefði ekki komið. Nú er þessum tíma að ljúka og ég er ekkert allt of bjartsýnn á næsta tímabil eg verð nú að segja það.

      • Carl Berg, ef þú myndir nú einhvern tímann lesa kommentin hjá mér áður enn þú gagnrýnir þau, þá kemur nokkuð skýrt fram hverjar ástæðurnar eru.

        Enn ljósi punkturinn er sá að ég hafði ekki rétt fyrir mér og meistari Klopp er búin að ná frábærum árangri, og nýju miðjumennirnir hafa staðið sig frábærlega.

        Eins og ég sagði hér að ofan eru þessi endalausu meiðslavandræði það versta sem við eru að glíma við.

        1
  35. Algjörlega ömurleg frammistaða hjá framlinunni í dag miklu meira með boltann og ná ekki að skora eitt mark úr opnum leik eitt úr horni og eitt úr víti ömurleg frammistaða

    1

Úrslitaleikur T – 8: heimsókn á Old Trafford

United 2 – 2 Liverpool