Liverpool – Sheffield United

Liðið er komið og er ekkert óvænt.

Endo var eitthvað tæpur og því fær Gravenberg að spreyta sig.  Klopp ætlar ekki að taka neina áhættu og er með okkar allra sterkasta lið í dag.

69 Comments

  1. Gott að hvíla Endo og möguleg gul spjöld, verða einhver spjöld á lofti næsta sunnudag!

    Bekkurinn góður og gott að sjá Jones þar á meðal. Væri allt í lagi að sjá markaregn en 3 stig nóg fyrir mig.

    YNWA

    6
  2. Sælir félagar

    Þetta er gríðarlega sterkt lið sem þarna er sett upp. Hvernig sem Sheffield United stillir upp og hvort sem þeir reyna að leggja rútunni eða berjast frammi á vellinum þá á þessi leikur að vinnast. Eina spurningin þarna er uppstillingin á miðjunni með þessum flottu strákum þar. Verður þetta með Macca sem aftasti miðjumaður eða verður þetta fljótandi miðja þar sem t. d. Gomes kemur inn á miðjuna þegar okkar menn sækja. Ég veit það ekki en þetta verður örugglega áhugaverður leikur fyrir okkur Púllara.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  3. Í dag eru nákvæmlega sex ár frá einhverjum skemmtilegasta fyrri hálfleik sem ég man eftir í stjórnartíð Klopp. Stemningin á Anfield þann dag var líka rosaleg…

    Í dag skipa stigin þrjú öllu. Mín spá er 2-0 sigur Liverpool. Salah og Diaz með mörkin.

    KOMA SVO!!! KLÁRUM ÞETTA!!!

    6
  4. king macca holding mid. skorar og stoðsending. lásu það fyrst hér

    3
  5. Fullkominn dagur er svona í mínum huga:
    Enginn meiðsl
    Auðveldur sigur þar sem markatala okkar lagast enn frekar
    Robbo, curtis, gakpo fá mínútur í færurnar, margir leikir framundan í apríl og við þurfum breidd
    Endo klár um helgina
    Besti leikmaður úrvalsdeildarinnat undanfarið, macca, spilar sinn síðasta leik í sexunni

    Spái 5-0 sigri
    Koma svo

    4
  6. Ótrúlega vel varið hjá Kelleher. Og gott að vera ekki undir strax á fyrstu.

    5
  7. Hérna er tillaga: Geta okkar menn ímyndað sér að kominn sé seinni hálfleikur þegar flautað er til leiks?

    Liðið er eins og unglinguinn minn, tekur hálftíma að vakna.

    7
  8. Ég hef það á tilfinningunni að í dag sé dagur og stór dagur sem tilefni er til að fagna.

    4
  9. Frábært! Mikið væri gaman ef Núnezinn myndi endurtaka þetta á sunnudaginn.

    3
  10. Mætti auka tempoið og fækka snertingum. En yfirburðirnir eru algjörir.
    Býst við næsta gír í seinni

    3
  11. Það vantar enn svo mikið upp á Gravenberch.

    Fáum ekki mörg svona færi.

    5
  12. Sælir félagar

    Mér er sama hvað sagt hefur verið hér fyrir ofan – þessi skelfilegi göngubolti hjá Liverpool er ekki boðlegur. Einhver leiðinlegasti hálfleikur sem ég hefi horft á í vetur. Hálfhlaup og staðir leikmenn ásamt því að taka engar 50/50 sendingar á þau fáu hlaup inn í teig sem sem hafa sést gerir það að verkum að leikurinn er steindauður og tilþrifalaus. Endalausar þversendingar og til baka. Ef ekki væri fyrir mark Darwin þá væri þessi hálfleikur steindautt 0 – 0 jafntefli. Það mark kom ekki uppúr snjöllum leik Liverpool heldur fyrir heimskuleg mistök markvarðar Sheffield United.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  13. Okkar menn geta ekki gengið stoltir frá fyrri hálfleik. Eiginlega bara skammarleg frammistaða.

    5
  14. jæja, ekki hátt á manni risið ef boltinn hefði ekki slysast í mark hjá honum Nunezi.

    Okkar menn hafa ekki sýnt mikið hugmyndaflug í sókninni.

    En sjáum við setur. Seinni hálfleikurinn er alltaf betri en sá fyrri!

    3
  15. Höldum ró okkar og verum jákvæð. Kannski var þetta uppleggið að eyða ekki meiri orku í þennan leik. Við erum á toppnum.

    1
  16. Í svona leikjum finnum við fyrir fjarveru lykilmanna:

    Endo gæfi Macca svigrúm til að skapa frammi.
    Jones myndi bjóða upp á mun fjölbreyttari gegnumbrot en Gravenberch
    Jota hefði breytt hálffærum í dauðafæri og nýtt þau.

    Er annars er Diaz lúsiðinn.
    Szobo er að reyna eitthvað
    Salah á nokkuð inni

    Of margar snertingar, of mikið klapp en þetta gæti smollið í seinni.

    5
  17. Horfi í leikhléi á chelsea skora gegn mu úr víti.

    Liverpool hefði aldrei fengið víti á svona brot!

    3
  18. Erum við fávitar,
    Hvaða foucking anskotans drulluhala hátur er þetta

    2
  19. úff og úff.

    Hversu fyrirsjáanlegt var það að þeir skyldu skora hjá okkur?

    Hugmyndalausir frammi og kærulausir í vörn.

    Sjálfsmark….

    2
  20. Menn eru að klappa boltanum um allan völl og eru bara alveg sofandi í vörn og sókn

    4
  21. Nákvæmlega það sem svona skítaframmistaða á skilið. Djöfulsins göngubolti og gamalmennaframmistaða

    4
    • Enga aldursfordóma, 30min eftir og ef ég héldi með Arsenal eða City þá væri ég ekki að fagna strax.

      3
  22. 100% á klopp. Gravenberch alltof lengi inná. Gat ekkert… göngu bolti og ætluðu að sigla þessu á 1 marki. LÉLEGT

    7
  23. Bradley karlinn með sjálfsmark aftur. Óheppnismark. En aðalmálið er að liðið er að spila ömurlega, enn einn leikinn. Sérstaklega sóknarlega.
    En hver veit, kannski verður heppnin með okkur í enn eitt skiptið.

    5
  24. jæja konate meiddur. Hrikaleg tækling hjá sheffield manninum.

    ætlar var ekki að skoða?

    1
  25. ManU buið að jafna og við í hættu a að tapa sögulega nema menn girði sig i brók.

    Konate, out meiddur

    C Bradley engan veginn i takkt við leikinn.

    3
  26. Hvernig fékk maðurinn ekki spjald fyrir þetta brot á Konate ????

    2
  27. Hrokafull frammistaða, halda menn að þeir geti bara leikið sér á móti botnliðunum eins og þetta sé æfingaleikur á móti Reyni Sandgerði. Ef ég væri Klopp myndi ég taka alla framlínuna útaf. Þetta lið getur ekki unnið deildina með þetta attitude

    4
  28. G Gadbo guð minn almattugur

    Tja djöfull vona eg að hann tropi sokk upp i mig

    2
  29. Hverslags topplið er það sem er í stökustu vandræðum með að tapa ekki leiknum gegn langlakasta liði deildarinnar

    3
    • Bæði Szobo og Salah hafa verið ömurlegir síðan þeir komu til baka. En þurfa kannski tíma til að komast í betra leikform.

      11
  30. haha jáááá !!!
    jess
    og
    ja!

    Gott að fá Robertson inn á og mér finnst sem Salah hafi fenguið svipuð færi í fyrri hálfleik.

    Meira direct Bæta svo við mörkum!

    2
  31. Greinilegt miðað við comment hérna að Klopp hefur mistekist að breyta mönnum úr doubters yfir í believers.

    5
    • Það að menn hafi orð á því að liðið spili lélega þýðir ekki að menn hafi misst trúna.

      13
    • Alltaf sama sagan hér á síðunni. Ef Liverpool lendir í erfiðleikum þá breytist tóninn strax í bölmóð hjá mörgum. . Engin þolinmæði þrátt fyrir að Liverpool gangi yfirleitt frá anstæðinum sínum á lokakaflanum. Algerlega sammála að Klopp hefur ekki náð að breyta viðhorfi allra Liverpool aðdáenda .

      1
  32. Hversu yndislegt er að vera með leikmann eins og Mac Allister í liðinu okkar þessi leikmaður eru bestu kaup okkar í mörg ár.

    4
  33. Ég er til í fleiri svona hjartatruflunarvaldandi leiki fram að leiktíðarlokum svo framarlega sem við vinnum þá alla.

    Skil ekki hvernig Gravenberch er valinn fram yfir Ellliott í byrjunarliðið. Sá síðarnefndi var miklu sprækari þær 30 mínútur sem hann fékk en Gravenberch með allan sinn tíma. Finnst Gravenberch hreinlega ekki skilja taktinn í liðinu en vonandi er þetta bara lærdómstímabil hjá honum.

    Ánægður með innkomu Robbo og Gakpo en það tók sig upp gamalt kæruleysi hjá Gomez í aðdraganda marks United.

    Átta úrslitaleikir eftir. Koma svo!

    3

Liverpool – Sheffield United

Liverpool – Sheffield United 3 – 1