Liverpool – Sheffield United 3 – 1

Fyrir leikinn þá hafði maður sjá áhyggjur af því að við myndum ekki ná að gíra okkur upp fyrir þennan leik og mér finnst það gerast.

Mörkin

Nunez  1-0                   (17 mín)
Bradley sjálfsmark1-1 ( 58 mín)
Mac Allister 2-1           (76 mín)
Gakpo 3-1                   (90 mín)

Hvað réði úrslitum?

Mér fannst við ekki byrja þennan leik. Sheffield fékk dauðafæri strax í upphafi leiks og er það áhyggjuefni að annan leikinn í röð gefum við andstæðingum okkar færi í byrjun leiks og það á Anfield.  Við tókum hægt og rólega völdin á vellinum án þess að skapa eitthvað og fengum svo þetta trúða mark frá Nunez. Nunez skoraði eftir að hafa skokkað í átt að markverðinum sem hafði nægan tíma til að spyrna og sparkaði beint í Nunez og inn fór boltinn.

Þarna hélt maður að liðið myndi komast ennþá meira í gang og fara að ógna af einhverju viti en það eiginlega gerðist ekki í fyrri hálfleik. Jújú við vorum betri og meira með boltan en vorum ekkert að opna þá mikið og var það helst skot fyrir utan teig sem voru helstan ógnin.

Í síðari hálfleik var þetta sama drullan áfram. Við betri án þess að ógna mikið og það kom á því að við fengum mark á okkur. Það var auðvitað gegn gangi leiksins en ef menn spila eins og þetta sé æfingarleikur þá getum við fengið svona mark á okkur.
Maður veltir fyrir sér á þessum tímapunkti hvað Klopp var að hugsa að taka Salah af velli þegar 30 mín voru eftir og okkur vantaði mark og viti menn ég er en þá að velta því fyrir mér.

Mac Allister kom svo með geggjað mark og við ógnuðum þeim og hótuðum þriðja markinu og það kom svo á 90 mín.

Hverjir stóðu sig best?
Mac Allister er kóngurinn á Anfield í dag og réði miðsvæðinu og skoraði stórkostlegt mark á tímapunkti þar sem panic var að nálgast hámark.
Diaz var líflegur og mér fannst koma aukinn kraftur í liðið þegar Andy, Elliott og Jones komu inn á völlinn með dugnað og vinnusemi sem okkur vantaði.

Hvað hefði betur mátt fara?
Fyrir utan úrslitin þá nánast allt. Við virkuðum ekki eins og lið sem var að reyna að komast í toppsætið. Við virkuðum eins og lið sem hafði engu að keppa að lengi vel. Já það getur verið erfitt að brjóta varnarmúr en það vantaði alla ákefð að einfaldlega ganga frá þessum andstæðing sem er klárlega nokkrum gæðaflokkum fyrir neðan okkur.
Bradley fannst mér eiga í vandræðum. Konate fannst mér eiga í vandræðum, Gomez fannst mér vera í vandræðum og  Gravenberch var ekki að sína okkur að hann eigi að byrja marga leiki með þessari frammistöðu. Salah var svo alveg týndur lengi vel og ef við horfum bara á frammistöðuna hjá honum þá skilur maður skiptinguna hjá Klopp en vill maður ekki alltaf hafa Salah inn á þegar okkur vantar mark? 

Hvað þýða úrslitin?
Þá er komið að máli málana starfsmannasjóðurinn eða ok þetta var lélegt næturvaktargrín en mál málana er að við erum komnir á toppinn aftur. Tveimur stigum fyrir ofan Arsenal og þremur stigum fyrir ofan Man City.  

Umræðan eftir leik

Ég vona svo innilega að menna vakni eftir þennan leik. Átti sig á því að við erum að fara að kveðja Klopp og að hver einn og einasti leikur er úrslitaleikur. Ef við ætlum okkur titilinn þá þurfum við að spila betur en við gerðum í kvöld en við vitum samt að það eina sem skiptir máli er þú og ég(ok, ég er hættur). Eina sem skiptir máli eru þessi 3 stig og við náðum þeim í kvöld.

Næst á dagskrá.
Man Utd á útivelli næsta sunnudag. Við þurfum að vera gíraðir í þann leik en við vitum að þeir myndu elska að skemma fyrir okkur tímabilið með því að sigra okkur en við mætum vonandi í vígahug.

YNWA 

26 Comments

  1. Juju .MAC maður leiksins en breytingin að fá Elliot inna hann var með magnaða krossa sem opnuðu leikinn uppa gátt sem virtust vera vonlaust að gera þangað til hann kom inna og eiginlega eins með Jones og Robertson

    14
  2. Mac Allister að bera liðið á herðum sér síðustu misserin.

    Svei mér þá ef það er ekki bara smá Gerrard-ára yfir honum.

    Þrjú skyldustig í hús.

    Áfram Liverpool!

    15
  3. Gríðarlega mikilvæg stig. Sheffield hefur minnir mig strítt stóru liðunum eða hvað? Þeir hlupu eins og tittlingar og djöfluðust í okkar mönnum, vildu ekki gefa neitt eftir. Og lengi vel áttum við fá svör. Endalaust dútl og Salah var langt frá sínu besta. Fékk ekki ósvipuð færi og Macca skoraði úr.

    Gravenberch er mjög langt frá því að vera nógu góður fyrir okkar lið en hann er ungur og mun vonandi bæta sig. Aðalmálið var hvað liðið var illa samstillt. Alltof margar snertingar og ómarkviss gegnumbrot.

    Hafði orð á því í leikhléi að Jones myndi bjóða upp á smá sköpun og er ekki frá því nema að sú hafi verið raunin. Óvænt var að sjá hvað Gakpo kom sterkur inn, alvöru svagger og maður sá hann loks nýta styrk sinn og stærð.

    En Macca er maðurinn.

    4
  4. Gomez á að gera betur í aðdraganda marksins hjá Sheffield en markið hjá Macca var augnakonfekt,maður minn.

    United á sunnudag sem eru að mása og blása gegn hörmungar Chelsea liði…..on we go.

    5
  5. Mestu vonbrigðin eru með Zobo. Hann er alltof hægur í sínum aðgerðum.

    5
  6. Mac Allister enn á ný augljós maður leiksins, það momentið og það markið!

    Finnst Gakpo eiga skilið meiri ást í skýrslu enda skoraði hann mikilvægt þriðja mark og átti mjög flotta innkomu líkt og hinir sem komu inná.

    Þetta grín með Joe Gomez sem vinstri bakvörð og hvað þá miðjumann verður bara að fara hætta, þetta á að vera neyðarúrræði en virkar fáránlega heimskulegt á heimavelli gegn Sheffield Untited sem hafa fengið á sig 80 mörk og eru með 15 stig. Þvílíkur munur að fá Robbo loksins á vænginn og taka úr þessari handbremsu.

    Stigin þrjú samt eina sem skiptir raunverulega máli, augljóst að Liverpool þarf að koma mun ferskara til leiks um helgina og vonandi að þessi Chelsea leikur kosti þá einhverja orku. Liverpool var að setja possession met í kvöld og eiga því að hafa átt nokkuð þægilegt kvöld hvað það varðar.

    24
  7. Og þvílíka endurkoman hjá Chelsea! Vonum að það hafi áhrif á MU menn fyrir sunnudaginn!!

    7
      • Akkúrat sem ég meinti, vona að MU mæti rúnir sjálfstrausti og við náum að hefna fyrir síðasta leik gegn þeim! :O)

        2
  8. Horfði á glefsur úr stórskemmtilegum sigri Chelsea á mu. Alltaf gaman að sjá þessa féndur okkar tapa hvað þá með þessum tilþrifum. En að því sögðu – þá er næsta víst að Liverpool leikmenn hafa margsinnis fengið á sig harðari brot inn í teig en þessi sem gáfu heimamönnum tvö víti. Þetta er ekki grín hvað búið er að leika okkur grátt á þessu sviði.

    Svo er það dæmigert að VAR skyldi ekki taka á þessari líkamsárás sem Sheffield leikmaður gerði á Konate.

    En – gott kvöld!

    5
  9. Ég tók bara ekki eftir Salah fyrr en hann fór af velli. Gomez á ekki að vera bakvörður, en hann stóð sig samt vel. Cravenberch á ekki að byrja leik, hann er of hægur, það sama má segja um Szoboszlai of hægur í sínum aðgerðum, en á alltaf að byrja. Mac Allister er upp á 10. Vonandi er Ok með Endo, sennilega bara að hvíla hann fyrir næsta leik, við þarna,,,,þarna æ, hverjum er ekki Drull.

    2
    • Einmitt varðandi Salah. Þó Salah sé ágætis leikmaður er hann hvorki mikilvægasti leikmaður liðsins né upphaf og endir alls. Sést best á þeirri staðreynd að árangur liðsins er betri í þeim leikjum sem hann spilar ekki. Sjálfum finnst mér hann vera ofmetinn, án þess að draga nokkuð úr því að hann er sterkur leikmaður í sterku liði. Nú í vetur hefur það sýnt sig að sama hvað við teljum leikmenn mikilvæga þá kemur maður í manns stað. Gott dæmi um það er Allison. Í þessari maraþon keppni sem enska PL er þá vinnur liðið sem er með besta 18-20 manna hópinn sem nær saman. Knattspyrna er nefnilega liðsíþrótt.

      10
  10. Sælir félagar

    Ég viðurkenni að ég var orðinn fullkomlega trylltur um miðjan seinni hálfleik að horfa upp á liðið okkar spila eins og ekkert þurfi á sig að leggja til að vinna fótboltaleik. Ég var alveg guðs lifandi feginn þegar Salah og Garfaranum var skipt út af. Báðir áttu algerlega off leik og allt var betra en hafa þá inn á. Leikur liðsins lifnaði aðeins við með þeim skiptingum og aftur miklu meira þegar Gakpo og Jones komu inn á. Loksins sást smá ákafi og sigur vilji í liðinu. Fram að því voru Darwin og Diaz einu mennirnir sem nenntu að reyna eitthvað.

    Eftir sleggjuna frá besta manni liðsins eina ferðina enn þá var reyndar engin spurning hvernig leikurinn færi en ákafi þess liðs sem stefnir á meistara sætið sást samt ekki. Það verður fyrirkvíðanlegt að horfa á þetta lið spila á Gamla Klósettinu ef það leikur svona eins og það lék í kvöld. Sobo sagði í viðtali um daginn að það hafi verið talað um hvað hann væri góður í upphafi tímabilsins. En fólk skildi bara sjá hvað hann gæti verið góður því hann ætti eftir að verða miklu betri núna í vor. Ekki sá ég þess merki í þessum leik en innkoma Gakpo var hressandi aldrei þessu vant.

    En hvað um það. Liðið okkar drullaði þremur stigum í hús þó væri ekki neinn “bravör” á sigrinum. Þessi þrjú stig eru auðvitað gríðarlega mikilvæg og koma sér vel. Ég sagði í upphitun að þessi leikur væri dæmigert bananahýði ef hann væri á útivelli. Einhverjum snillingi þótti þetta heimskuleg athugasemd sem segir ef til vill meira um þann snilling en margt annað. Það leit nefnilega út fyrir að þarna væru okkar menn komnir á bananahýðið og allt í veseni. Á útivelli hefði þessi leikur getað farið illa en sem betur fór gerðist það ekki.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  11. Mér finnst spes að það sé hvergi talað um tæklinguna á Konate í seinni. Hann gæti auðveldlega verið með slitið krossband núna. Þetta var svona mjög svipuð tækling og Pickford tók á VVD fyrir uþb tveimur árum. Alveg eins og þá, þá var ekki einu sinni dæmt brot, hvað þá gult, alveg með ólíkindum að þetta var ekki skoðað nánar.
    Mér finnst þetta svona dálítið saga þessa tímabils, ég fullyrði að með eðlilegri dómgæslu væri Liverpool núna með ca 5-10 stiga forskot á toppnum.

    15
    • ég nefndi þetta reyndar í kommenti hér að ofan, bæði þessi árás og svo þegar ég sá vítin sem Chelsea fékk þá tel ég að Liverpool hefði ekki fengið víti fyrir sambærileg brot, miðað við reynsluna hingað til.

      3
    • Já nefndi líka þarna í gær hvort þessi mong ætti ekki að fá spjald fyrir það.
      En er sammála algjörlega glórulaust að þeir skoðuðu þetta ekki einu sinni maður skilur varla hvað er í gangi með dómgæslu á englandi lengur gagnvart Liverpool.

      2
  12. Afsakið en eftir lestur þessarar umfjöllunar um leikinn í gær get ég ekki orða bundist. Það er gott og blessað að gera kröfur en það má líka sýna smá sanngirni. Vissulega sýndi Liverpool liðið ekki sinn besta leik í gær en sigur vannst og það er að mínu mati það eina sem skiptir máli á þessu stigi tímabilsins. Það er stundum sagt að það sé einkenni góðra liða að vinna líka þegar þau eiga slæman dag og liðið kláraði verkefnið með hjálp smá töfra frá okkar magnaða Mac Allister.
    Miðað við það hvernig pistlahöfundur skrifar mætti halda að liðið hafi tapað leiknum.
    Kannski ágætt að hafa í huga orð hins eina sanna Bill Shankly er blaðamaður ýjaði eitt sinn að því við hann að Liverpool liðið væri að ströggla: “Ay, here we are with problems at the top of the league.”

    15
  13. Óska eftir alvöru podcasti eftir bjagaða umfjöllun í DR. Football sem ekkert sèr eða skilur þegar kemur að LFC. United vitleysan alveg að fara með það dæmi.

    14
    • Já, það er orðið hundleiðinlegt að hlusta á það. Merkilega lélegir “sérfræðingar” sem geta ekki talað af neinni alvöru um leiki liða í epl.

      Mæli með að gera lego með börnunun og hafa annað augað á leiknum því þá geturu ekki orðið hoppandi brjálaður yfir leiknum 🙂

      Sammála Einari, 3 stig það eina sem skiptir máli og mögulega athygli og fókus leikmanna meiri á sunnudeginum.

      2
  14. ÞVÍLÍK gæsahúð sem maður fær alltaf á ANFIELD ! Næst er bara að hefna fyrir síðasta leik á gamla ógeðis vellinum.

    3
    • Og í millitíðinni er góð skemmtun að horfa á best of myndbönd af Man Utd aðdáendum bregðast við 7-0 sigrinum á Anfield í fyrra. 🙂

      3
      • Sælir félagar

        Ég er sammála því að það er lítið fjallað um Liverpool leiki hjá Hjörvari. Það er helst ef þeir finna eitthvað neikvætt þá velta þeir sér upp úr því. Það er auðvitað mönnum til vansa sem þykjast vera að tala um fótbolta af viti hvernig þeir fjalla (fjalla ekki) um Liverpool sem er búið að sitja á toppi töflunnar frá áramótum.

        Það er helst Hjörvar segi með fýlutón að Liverpool geti hugsanlega ef til vill orðið meistarar í vor. Gunni Birgis er með svo dökk Arsenal gleraugu að hann er nánast blindur þar fyrir utan eru MU menn og Chesea maður og einn hógvær Liverpool maður sem kemur frekar sjaldan í þáttinn. Ekki mjög faglegt verð ég að segja. Aftur á móti geta þeir velt sér endalaust uppúr MU leikjum, liðs sem er gjörsamlega að skíta á sig í deildinni.

        Það er nú þannig

        YNWA

        4

Liverpool – Sheffield United

Úrslitaleikur T – 8: heimsókn á Old Trafford