íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

íslensk aðdáendasíða besta félags í heimi

Latest stories

 • Liðið gegn Manchester City

  Ég náði ekki að giska á rétt byrjunarlið í upphituninni þar sem Lovren kemur inn í liðið, Gomez fer í bakvörðin og Trent sest á bekkinn.
  Liðið er svona í dag

  Alison

  Gomez – Lovren – Van Dijk – Robertson

  Milner – Henderson – Wijnaldum

  Salah – Firmino – Mané

  Bekkur: Mignolet, Matip, TAA, Fabinho, Keita, Shaqiri, Sturridge

  Það var ekki sama á teningnum hjá City en þeir koma svona til leiks í dag

  Ederson

  Walker – Stones – Laporte – Mendy

  B.Silva – Fernandinho – D.Silva

  Sterling – Aguero – Mahrez

  Bæði lið mæta með sterk byrjunarlið og er hægt að búast við góðum leik. Er pínu ósáttur að sjá Gomez fara úr miðverðinum þar sem hann hefur litið mjög vel út á tímabilinu en Trent hefur átt slaka leiki undanfarið og spurning hvort Clyne sé ekki í standi fyrir svona stóran leik.

 • Upphitun: Meistararnir mæta á Anfield

  Á sunnudaginn verður einn stærsti leikur tímabilsins leikinn á Anfield þegar núverandi meistarar, Manchester City, mæta til Liverpool en fyrir tímabilið var búist við að þetta yrðu liðin tvö sem myndu berjast um titilinn í ár og eftir sjö leiki eru þau jöfn á toppnum með nítján stig af tuttugu og einu mögulegu. Þegar þessum leik lýkur kemur landsleikjahlé og þessu gríðarlega erfiða leikjaprógrami sem okkur var úthlutað milli september og október landsleikjanna lokið. Eftir góða byrjun eftir síðasta hlé hefur aðeins fjarað undan velgengninni og eru nú komnir þrír leikir án sigurs hjá liðinu, meðal annars þessi afleiti leikur gegn Napoli í vikunni. Nú þarf liðið að sýna að það geti svarað þegar á móti blæs eftir að hafa verið að sækja sigra þrátt fyrir að vera ekki komnir á fullt skrið í byrjun tímabils.

  Andstæðingurinn

  Andstæðingurinn á sunnudaginn er þó alls ekki lúalegur en eftir góðan árangur á sjöunda áratugnum hrundi City liðið töluvert og eyddi næstu áratugum á flakki milli efstu tveggja deilda Englands með viðkomu í þriðju efstu deild í eitt ár. Þeir náðu svo loks að festa sig í sessi í efstu deild frá árinu 2002 svo eins og flestir sem þetta lesa vita breyttist allt 2008 þegar Abu Dhabi United Group keypti liðið, ári sienna voru þeir hársbreydd frá því að komast í meistaradeildina en þeir hafa ekki endað neðar en fjórða sæti síðan þá. Liverpool hefur þó haft ágætis tak á City frá því að Abu Dhabi keypti liðið en liðin hafa mæst 25 sinnum síðan þeir keyptu en City hefur aðeins unnið 5 af þeim viðureignum meðan Liverpool hefur unnið ellefu.

  Manchester City er með valinn mann í hverri stöðu en eiga þó í smá vandræðum fyrir leikinn á sunnudaginn því vinstri bakvörður liðsins, Benjamin Mendy, hefur verið frá vegna meiðsla og Fabian Delph, sem hefur leyst stöðuna í fjarveru Mendy er einnig frá. Það er því líklegt að Aymeric Laporte færi sig úr miðverðinum yfir í bakvörðin líkt og í leiknum gegn Hoffenheim í vikunni. Hinn valkosturinn væri að Oleksandr Zinchenko spili, en hann gerði þaðgegn Brighton um síðustu helgi. Hann er þó töluvert sóknarsinnaðari og ólíklegt að Guardiola stilli honum upp gegn Mo Salah þrátt fyrir að sá síðarnefndi sé ekki í sínu besta formi. Á miðjunni eru Gundogan og De Bruyne tæpir, Gundogan meiddist lítillega í leiknum gegn Hoffenheim í vikunni en verður líklegast í leikmannahóp hinsvegar var ekki búist við De Bruyne fyrr en í byrjun nóvember en hann er þó byrjaður að æfa með liðinu. Leikurinn um helgina kemur þó líklega aðeins of snemma fyrir hann og býst ég ekki við að sjá hann í leikmannahópnum um helgina.

  Aðeins minni spurning fyrir Guardiola fyrir þennan leik er Raheem Sterling. Sterling byggir leik sinn mikið á sjálfstrausti og þegar hann kemst í gír á hann yfirleitt nokkra stórkostlega leiki í röð og er í þannig formi eins og er. Hann hefur spilað sex deildarleiki í ár og komið að sex mörkum. Hinsvegar virðist hann eiga erfitt með að mæta Liverpool, sérstaklega á Anfield. Það er yfirleitt baulað mikið á hann og það virðist komast undir skinnið á honum því hann hefur ekki náð að sýna sitt rétt andlit gegn sínu gamla liði. Guardiola hefur á bekknum dýrasta leikmann í sögu City Riyad Mahrez en hann breytir þó dínamíkinni í sóknarlínunni töluvert. Mér þykir því líklegt að City stilli svona upp

  Ederson

  Walker – Otamendi – Kompany – Laporte

  B.Silva – Fernandinho – D.Silva

  Sterling – Aguero – Sane

  Liverpool

  Liverpool átti mjög slakan leik gegn Napoli í vikunni og það eru nokkrir leikmenn sem gætu átt skilið að setjast á bekkinn fyrir leikinn gegn City þó mér þyki ólíklegt að Klopp muni gera margar breytingar fyrir þennan leik. Daniel Sturridge og Xherdan Shaqiri hafa báðir komið vel inn í liðið þegar þeir hafa fengið tækifæri og mun allavega annar þeirra líklega spila hluta af þessum leik en þrátt fyrir núverandi form væri það risastór ákvörðun ef Klopp tæki annan þeirra inn fyrir einn af fremstu þremur. Því finnst mér líklegra að við sjáum hefbundna sóknarlínu en vona innilega að breytingar komi fyrr en í Napoli leiknum ef þetta er ekki að ganga. Einnig hefur Trent ekki verið sannfærandi í undanförnum leikjum og ég gæti trúað að ef við værum ekki að fara í einn stærsta leik tímabilsins myndi Nathaniel Clyne fá að spreyta sig. Geri hinsvegar ráð fyrir að Trent byrji og vonandi að hann verði með hugan við þessa viðureign en ekki mánudagsviðureignina þar sem hann mætir stórmeistaranum Magnus Carlsen í skák.

  Miðsvæðið velur sig nánast sjálft. Naby Keita fór meiddur af velli í Napoli en gæti þó náð leiknum á sunnudaginn en þykir líklegt að hann verði á bekknum ef hann verður með yfirhöfuð. Fabinho hefur ekki fengið mikinn spiltíma og því ólíklegt að honum verði hennt í djúpu laugina í þessum leik. Líklegasta niðurstaðan er því Milner, Henderson og Wijnaldum sem er kannski ekki mest skapandi miðjan en áttu góðan leik saman gegn París og geta vonandi sýnt það sama gegn City.

  Alison

  TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

  Wijnaldum – Henderson – Milner

  Salah – Firmino – Mané

  Spá

  Ég spái mjög fjörugum leik, held að Liverpool komi mjög grimmir til leiks eftir frammistöðuna gegn Napoli og vilji sýna að það hafi verið „one off“ og komist yfir snemma leiks ætla að spá 3-2 Liverpool í vil. 2-0 í hálfleik en City verði svo mun betri aðilinn í seinni hálfleik þegar fer að draga af okkar mönnum eftir kraftmikinn fyrri hálfleik en náum að galdra fram eitt mark sem tryggir leikinn. Skýt á mörk frá Firmino, Van Dijk og Milner setji eitt gegn sínum gömlu félögum.

 • Napoli 1-0 Liverpool

  Markið
  1-0 Insigne 90.mín

  Leikurinn
  Það er nú ekki mikið hægt að taka úr þessum leik annað en að Liverpool liðið var virkilega slakt í nær öllum þáttum fótboltans og Napoli voru bara mikið betri, miklu áræðnari og miklu meira skapandi.

  Strax í byrjun þá virtist sem Liverpool ætlaði að spila af krafti og notast við langar sendingar í hlaupaleiðir framherjana til að komast yfir pressuna hjá Napoli – líkt og var gert gegn Chelsea og kannski ekki galið að reyna að notast við sömu aðferð gegn öðru liði sem nýlega var þjálfað af Sarri.

  Það bara gekk hins vegar ekkert upp þar sem leikmenn Napoli sáu við þessu og náðu að skilja framherjana eftir tvídekkaða og einangraða. Þeir sóttu í sig veðrið og stjórnuðu allri umferð á miðjunni, voru fljótari að bregðast við lausum boltum og náðu að loka á allar ógnir Liverpool sem aldrei þessu vant náði varla skoti að marki.

  Kannski hjálpaði það ekki til að upprunalegt leikskipulag Liverpool þurfti að breytast mjög snemma leiks þegar Naby Keita var borinn af velli og dýnamíkin á miðjunni breyttist. Liverpool var nú svo sem ekki með tökin á miðjunni fram að því en við það missti Liverpool þann leikmann sem átti eflaust að sjá um að brúa bilið á milli miðju og sóknar.

  Joe Gomez bjargaði á línu og Alisson varði og bjargaði nokkrum sinnum meistaralega en það dugði ekki til því Napoli náði því miður verðskulduðu marki á 90.mínútu þegar góð lá fyrirgjöf frá hægri kanti barst inn í teig Liverpool og sigldi framhjá varnarmönnum og Alisson og mætti Lorenzo Insigne sem tæklaði boltann yfir línuna.

  Verðskuldað en graut fúlt að fá þetta mark á sig og Napoli hoppar upp fyrir Liverpool í riðlinum með fjögur stig en bæði Liverpool og PSG eru með þrjú.

  Besti leikmaður Liverpool
  Þeir voru nú ekki margir sem stóðu eitthvað upp úr – í raun einungis sárafáir. Van Dijk átti nokkrar góðar rispur en þeir Alisson og Joe Gomez báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn liðsins. Alisson náði í nokkur skipti að bjarga mjög vel með að koma sér af línunni og stöðva sókn þegar Napoli tókst að komast á bakvið vörnina okkar. Gomez var feykilega öflugur og átti að mér fannst virkilega góðan leik. Mikið svakalega lítur strákurinn vel út!

  Slæmur dagur
  Allt. Það var í raun og veru allt slæmt í dag.

  Bakverðirnir voru ekki nægilega góðir fannst mér og ströggluðu svolítið í leiknum. Miðjan var nú varla með og framlínan sást ekki. Napoli voru bara mikið betri hér í kvöld og eru öflugt lið og sterkir á heimavelli. Liverpool voru ekki góðir en það skal ekki tekið af Napoli að þeir voru mjög góðir.

  Umræðan eftir leik
  – Síðustu dagar hafa ekki verið góðir fyrir Liverpool og liðið á köflum virkað nokkuð ólíkt sjálfu sér og nokkur af sömu vandamálunum dúkkað upp í þessum þremur leikjum gegn Chelsea og Napoli. Er það eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjuar af?

  – Miðjan hefur verið nokkuð bitlaus og ekki náð að stjórna leikjum nægilega vel og framlínan hefur verið nokkuð bitlaus. Í hinum tveimur leikjunum var liðið allavega að skapa sér færi en ekki nýta þau og í kvöld tókst ekki að skapa neitt.

  – Hefði Klopp átt að rótera meira fyrir þennan leik og eru of margir leikmenn þreyttir eftir þrjá leiki í röð þar sem liðið hefur þurft að elta boltann meira en vanalega?

  – Mun Klopp taka einhverjar stórar breytingar fyrir leikinn gegn City og er þetta kannski í fyrsta skipti sem við finnum fyrir því að hafa ekki klárað kaupin á einhverjum eins og Nabil Fekir í sumar?

 • Liðið gegn Napoli – ein breyting

  Klopp gerir eina breytingu á liðinu sínu frá síðastliðinni helgi þegar liðið mætti Chelsea en Naby Keita kemur inn fyrir Jordan Henderson á miðjuna.

  Alisson

  TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

  Milner – Wijnaldum – Keita

  Salah – Firmino – Mane

  Bekkur: Mignolet, Moreno, Lovren, Fabinho, Henderson, Shaqiri, Sturridge

  Ég vildi sjá þetta lið í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá Keita koma inn í liðið og Wijnaldum spila sem djúpi miðjumaðurinn. Milner og Keita eru báðir mjög skapandi og kraftmiklir sem gefur liðinu meiri sprengikraft.

  Myndi vilja sjá þetta lið aftur á sunnudaginn þegar við mætum City en meira um það seinna. Lovren kemur inn fyrir Matip á bekknum og hópurinn að nálgast það að vera eins öflugur og hann getur orðið á þessum tímapunkti.

  Eitthvað talað um að það sé ekki mikill hraði á miðjunni og í vörn Napoli í kvöld svo þetta gæti orðið forvitnilegt á eftir. Sigur í kvöld gefur Liverpool mjög góðar líkur á að komast upp úr riðlinum en í hinum leiknum er PSG að rúlla yfir Rauðu Stjörnuna í París en Napoli gerði jafntefli á útivelli gegn þeim serbnesku í fyrstu umferðinni.

 • Gullkastið – Úrslit upp á 6,5

  Rimma við Chelsea að baki og önnur eins vika framundan gegn Napoli og Man City. Þétt dagskrá og langur þáttur að þessu sinni. Alveg tveir Gull á mann en rétt er að biðjast fyrirfram afsöknuar á öllum bröndurum Steina í þættinum.

  Kafli 1: 00:00 – Klopp vs Sarri
  Kafli 2: 13:40 – Sturridge og Hazard áttu fyrirsagnirnar
  Kafli 3: 32:20 – Dýrt að detta úr deildarbikar
  Kafli 4: 38:20 – VAR dugar ekki til þegar Kevin Friend er að dæma
  Kafli 5: 44:00 – Sterkasta miðja Liverpool?
  Kafli 6: 58:50 – Harry Wilson á Old Trafford
  Kafli 7: 01:06:30 – Napoli og Man City

  Stjórnandi: Einar Matthías
  Viðmælendur: Maggi og SSteinn

  Við bendum hlustendum á að nú er hægt að finna þáttinn á Spotify undir Kop.is eða Gullkastið. Eins erum við á Itunes og öðrum podcast veitum.

  MP3: Þáttur 209

Back to Top

Ad Blocker Detected!

Advertisements fund this website. Please disable your adblocking software or whitelist our website.
Thank You!