Atalanta – Liverpool part 2

Þetta er búið að vera skrítið tímabil. Væntingarnar fyrir tímabilið voru svona temmilega bjartsýnar eftir lélegt ár á undan og svo endurnýjun á miðsvæðinu.  Svo hefur tímabilið verið frábært en allt í einu datt þetta undan okkur og manni líður eins og himinn og jörð séu að farast.

Liðið er en þá að standa sig eiginlega betur en maður átti von á en samt er maður svekktur að nýta ekki tækifærið sem okkur var í boði s.s að Man City hafa oft verið betri en málið er að við höfum líka oft verið betri undri Klopp(væri ekki leiðinlegt að taka 97 stiga tímabil núna og slátra deildinni).

Næst á dagskrá er Atalanta og eftir 0-3 tap á heimavelli eru menn ekki mjög bjartsýnir en það sem maður hefur lært undir stjórn Klopp er að við munum aldrei gefast upp.

ATALANTA

Var stofnað árið 1907 og er þekkt fyrir góðar akademíur. Heimavöllur liðsins tekur c.a 25 þ manns og eru þarna gallharðir stuðningsmenn sem munu taka vel á móti Liverpool mönnum og syngja líklega stanslaust í 90 mín. Þetta er einn af þeirra stærstu leikjum í sögunni.
Atalanta er lið sem á ekki glæsta bikar sögu en þeim tókst þó að vinna Coppa Italia árið 1963 og eru Ítölsku blöðin að tala um þetta sem einn af glæstu sigrum Atalanta og eru nánast búnir að afskrifa Liverpool ( stærri lið en þeir hafa gert það og séð eftir því).  Þið verðir að afsaka en mér er svo drullu sama núna um sögu Atalanta ég hef meiri áhyggjur af leiknum sjálfum.

Mér finnst þetta stórskemmtilegt lið og á meðan að maður var að lasta Liverpool liðið þá gat maður eiginlega ekki fundið margt leiðinlegt um þetta Atalanta lið. Þetta er ekki lið sem er með Ítalskan varnarmúr fyrir framan sig heldur spilar það maður á mann vörn sem er ótrúlega hugrökk vörn til að spila þegar liðið mætir liði eins og Liverpool.

Ég veit ekki hvort að þið tókuð eftir því í síðasta leik en Klopp var að leysa maður á mann vörnina með því að færa miðjumennina okkar aftar á völlinn til að færa Atalanta leikmenn framar og svo var það langur á Gakpo eða Nunez sem voru sterkir að halda bolta og næsta skref var þá að keyra á þá 3 á 3 eða 4 á 4.  Það sem okkur gekk samt illa var að nýta okkur þessa stöðu betur.

Ef Atalanta halda áfram að spila maður á mann vörn þá bíð ég eiginlega spenntur að sjá hvernig Klopp ætlar að leysa þá stöðu. Er hann að fara að gera svipað en gera það betur eða ætlar hann að breytta alveg til og færa þetta út í en þá meiri geðveiki.

Liverpool
Carragher var að stinga upp á því að spila varaliðinu í þessum leik og er ég 100% ósammála honum. Man City er ekkert að fara að klúðra deildinni úr þessu(við vitum það liða best) og er þetta okkar stærsti möguleiki á titli. Ég vill að við keyrum á þetta frá fyrstu mín.

Saga Liverpool er full af ótrúlegum Evrópukvöldum og af hverju gæti þessi Atalanta leikur ekki verið það líka? Við höfum séð það svartara  0-3 undir gegn AC Milan í hálfleik,  0-3 undir gegn Messi/Suarez Barcelona,  1-3 undir gegn Dortmund og hálftími eftir.

Við erum ekki á Anfield núna en ég tel að leikmenn verða gíraðir í þennan leik frá fyrstu mín og kannski dugar það ekki til en það verður ekki af því að menn voru ekki með 100% trú á verkefnið og selja sig hart fyrir klúbbinn.

 

Ég held að þetta verður liðið okkar.
Alisson verður í markinu enda okkar sterkasti og verður að fá að spila.
Trent geggjaður sóknarlega og Bradley meiddur svo að við þurfum á honum að halda.
Van Dijk/Konate okkar besta par
Andy er kominn í gang og er þá einn besti vinstri bakvörður í heimi.

Endo sér um að passa okkur varnarlega.
Jones er einn besti pressu kallinn okkar og orkubolti.
Sly er þarna af því að hann getur skapað og hreyf sig.

Mac Allister er auðvitað búinn að vera okkar besti maður undanfarið en hann virkar smá þreyttur en hann gæti klárlega byrjað inn á og þá tel ég að hann verður frekar fyrir Endo(viljum sækja) heldur en hina. Svo gæti Klopp líka sett Gakpo á miðsvæðið og verið með fjóra sóknarmenn inn á en það er kannski óþarfi að byrja á því.

Sóknarlega væri auðvitað ekki vitlaust að spila Gakpo af því að hann virtist vera eini með smá lífi gegn Atalanta í fyrsta leiknum en ég held að Klopp munu bara segja fuck it og keyra á Diaz, Jota og Salah sem allir geta búið til eitthvað upp úr engu.
Nunez  gæti líka startað að sjálfsögðu en ég held að hann verður super sup í þessum leik.

Spá 

Ætli ég hafi ekki bara verið manna þyngstur á Kop.is spjallinu undanfarið og er ég þá ekki bara að tala um í kg. Gengi Liverpool hefur farið illa í mig og ég sár og svektur yfir því að við séum að klúðra síðasta tímabili Klopp hjá Liverpool.
Það væri því við hæfi að halda þessum pirring áfram og spá 1-2 fyrir Liverpool og úr leik en ég bara nenni því ekki. Ég ætla að spá því að við séum að fara að upplifa alvöru Liverpool evrópu kvöld.
Þetta fer 0-3 fyrir Liverpool eftir 90 mín  og svo klárum við þetta í framlegingu 0-4.

Klopp bað okkur nefnilega að breyttast úr efasemdarmönnum í þá sem trúa þegar hann kom og viti menn ég gleymdi því í smá stund. Ég ætla að trú

YNWA

 

 

17 Comments

  1. Slúttarar…

    Cole Palmer var að setja þrennu á 17 mínútum á móti Everton rétt í þessu.

    Darwin hefur skorað úr 7 dauðafærum í vetur en klikkað á 32 (big chances missed). Það er 17.9% nýting úr dauðafærum, takk. Hann er eitthvað annað en striker.

    18
  2. Ég hélt stemningin á Anfield yrði svakaleg eftir Klopp tilkynnti hann hygðist hætta í lok tímabils. Fannst eins og sama hvað þá yrði sungið og trallað á pöllum. En mér finnst eins og það hafi bara ekki gerst. Stuðningsmenn eru lengi í gang og fljótir að láta þagga niður í sér. Er fólk sammála?

    Það er alltaf verið að skammast út í leikmenn og meira segja þjalfara fyrir áhugaleysi en mér finnst eins og stuðningsmenn séu þeir verstu þessa dagana. Það er ekki langt síðan áhorfendur á leikjum öskruðu leikmenn áfram og sungu þó liðið væri í brekku. Tólfti maðurinn var sagt. Hvar er hann?

    Vinnum deildina. En byrjum á alvöru atlögu gegn Atalanta. Áfram Liverpool og áfram Klopp!!

    12
  3. Erfiðir dagar er að baki. Jafnvel einhverjir þeir furðulegustu síðan Klopp kom. Því er mikilvægt sem aldrei fyrr að styðja liðið til góðra verka. Er hugsi yfir nokkrum hlutum..
    …eru okkar menn komnir yfir topp kaflann á tímabilinu?
    …fór þessi helv leikur gegn MU algjörlega með liðið eða hvað??
    …eru VvD, Endo, Comez og Macca búnir á því vegna ofálags? Ætti ekki að vera.
    …Nunez. Getur verið að hausinn sé eitthvað vitlaust skrúfaður á hann eða jafnvel forskrúfaður.
    …staðan á TAA, Salah og Jones. Enn meiddir eða hvað? Ef Salah er alveg heill þá er hann tæplega að vinna fyrir svimandi launum þessa mánuðina.
    …getur verið að léleg færanýting liðsins sé eitthvert met? Hélt að slíkt ætti Everton sem helst aldrei geta blaðrað boltanum í netið. Liverpool á reyndar langflestar marktilraunir í deildinni.
    …andleysi, þreyta eða annað hjá Klopp.
    …eins og okkar menn geta verið góðir á deginum sínum, hvað þeir geta verið daprir þegar þeir eru ekki á deginum sínum.
    …er ennþá a þeirri skoðun að miðað við liðið sem Klopp hefur haft í höndunum síðan hann kom hafa komið allt of fáir titlar í hús. Jafn margir Englandsmeistara titlar og hjá Leicester og Chelsea?!! Alls átta titlar í heild en MC er með 18 titla á sama tíma og Chelsea og MU með fimm hvor.
    …tímabilið er ekki búið og enn hægt að gera góða hluti til vors.
    Áfram Liverpool

    16
    • Í sambandi við of fáir titlar í hús.

      Byrjum á því að skoða hvað fjárgmagn hann hefur vs City
      Skoðum líka árangurinn í deildinni þarna eru tvö tímabil sem hefðu í 98% tilfella dugað til að vinna Enska titilinn en besta enska lið allra tíma var bara að toppa sig á sama tíma.

      Úrslit í meistaradeild getur farið í hvaða átt sem er og í eitt skipti var maður leiksins markvörður andstæðingana sem var stórkostlegur.

      Það er nefnilega ótrúlega stutt á milli í þessu sporti. Eitt árið var Liverpool millimeter frá því að vera meistari og eitt árið var City að tapa 0-2 fyrir Villa en kláraði 3-2 og tók titilinn í blálokinn.

      Ég er á því að Klopp hafi eiginlega gert of mikið með þetta lið. Maður hugsar um leikmenn eins og Firmino, Salah, Matip, Mane, Gini, Hendo, Fabinho, Andy til að telja nokkra. Engin af þessum leikmönnum var stjarna þegar þeir komu en við lítum á þá alla sem stjörnur í dag einfaldlega af því að Klopp gerði þá að stjörnum. Ég er 100% viss um að helmingurinn af þessum gaurum hefði ekki náð eins langt ef Klopp hefði ekki tekið við þeim.

      9
  4. Alveg mögnuð skrif hjá þér hjalti þ og ekki annað hægt en að vera sammála hverju orði. Meira svona !

    9
    • Takk fyrir það. Veit að við erum yfirleitt sammála þegar kemur að Liverpool og styðjum þá alveg sama hvernig gengur.

      4
  5. Takk fyrir flotta upphitun, sammála hverju einasta orði (nema ég held að €ity eigi eftir að renna á einhverju bananahýði í deildinni 🙂 )

    Við eigum að hætta að efast, við eigum að trúa, trúin hefur skilað okkur á þennan stað – uppgjöf er ekki valkostur!

    Áfram að markinu – YNWA!

    10
  6. Empire of the Kop var að birta þessa tölfræði!

    LFC v NottForest 22 skot 1 mark
    LFC v ManCity 18 skot 1 mark
    LFC v Brighton 30 skot 2 mörk
    LFC v ShefUnited 29 skot 3 mörk
    LFC v ManUnited 27 skot 2 mörk
    LFC v ChrPalace 21 skot 0 mörk

    Þetta er með ólíkindum og vandséð hvað Klopp getur gert þegar færanýtingin er með þessum hætti

    10
  7. Sælir félagar

    Ég tek undir með goa hér fyrir ofan að meðan framherjar liðsins standa sig ekki betur en raun ber vitni um er raun lítið hægt að gera. Ég er búinn að halda því fram í allan vetur að Darwin muni springa út og raða inn mörkum. Það er greinilegt að Klopp hefur verið á sama máli. Nú er ég búinn að gefast upp á drengnu. Ég vil fá annan mann í framlínuna og hann getur bara vermt bekkinn þar til hann verður seldur í sumar ásamt Salah.

    Svo vil ég að þeir sem þurfa að komast í leikæfingu og ungu pjakkarnir í liðinu spili leikinn á móti Atalanta. Nunez og Salah mega gjarnan spila þann leik því ég vil þá báða út úr liðinu sem þarf að berjast um meistaratitilinn við City svindlarana. Þeir gera ekkert nema ergja mann á velinum og taka pláss frá almennilegum leikmönnum. Það er nefnilega þannig að samkvæmt tölfræðinni hér fyrir ofan hafa þeir ekkert að gera í framlínu liðsins.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  8. Aldrei að gefast upp, hvað þá fyrirfram. Áfram Liverpool, vinnum þetta atalanta lið. Það er allavega ekkert vanmat núna.
    Rétt upp hönd sem átti von á að við myndum vinna barca 4-0 eftir að hafa tapað úti 3-0 🙂

    6
    • Því miður náum við ekki að taka upp Gullkast í þessari viku, þótt mikil nauðsyn hafi verið á að ræða málin og allt það sem hefur farið úrskeiðis undanfarið.
      Menn búnir að vera á faraldsfæti og við náðum bara ekki að finna tíma.
      Það verður bara kjaftfullur þáttur í byrjun næstu viku.

      7
    • Vildi Arsenal og city áfram hlaða þá af leikjum sem gæti hjálpað okkur að vinna deildina…..kanski virkar þetta í þveröfuga átt…..ég myndi setja allan fókus að vinna Atalanta á morgun eftir úrslit kvöldsins hjá arsenal og city……við getum vel snúið við stöðunni með góðum sigri á morgun og um helgina….

      7
      • Sammala,
        Nu er bara að gíra sig i leikinn i kvöld og reyna.

        Ars og City hafa bara focus a deildina eftir þessi hörmung i gær

        3
  9. Vinnum 5 – 0.

    Frábært tímabil heldur áfram.

    Svo verðum við Englandsmeistarar í vor.

    Koma svo …

    Áfram Liverpool!

    6

Liverpool 0 – 1 Crystal Palace (Skýrsla)

Liðið gegn Atalanta