Liverpool 3-1 Wolves – Svo nálægt en því miður tókst það ekki

Í upphafi leiks þá var maður ekki endilega bjartsýnn á að Liverpool tækist að landa Englandsmeistaratitlnum þetta árið, ekki vegna þess að maður hafði ekki trú á að Liverpool myndi klára sitt heldur reiknaði maður sterklega með að Man City myndi klára sitt þægilega. Það kom því sem mjög óvænt rússíbanareið þegar City lenda 2-0 undir og maður fór að hafa þessa miklu von á að kannski gæti þetta bara verið að fara að gerast og viðbrögðin eftir að leikirnir enduðu í samræmi við það. Þessi óvænta von dróg svolítið úr manni orkuna.

Leikurinn byrjaði nú heldur ömurlega þegar Wolves komst strax yfir með mjög einföldu marki þar sem vörn Liverpool var gjörsamlega úti á túni. Liverpool brást hins vegar ágætlega við því og náði stjórn á leiknum og jöfnuðu með marki frá Sadio Mane. Staðan var 1-1 þegar spurðist út á Anfield að Man City væru lentir undir og kom mikil spenna og stress í leikmennina á vellinum og fór leikurinn aðeins að einkennast af því.

Það var 1-1 í hálfleik og Liverpool þurfti að gera skiptingu eftir að Thiago meiddist á læri rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og James Milner kom í hans stað. Hrikalega vont ef Thiago er að fara að missa af úrslitaleiknum um næstu helgi þegar Fabinho er nú þegar meiddur og í keppni við tíman um að vera klár í þann leik.

Mane skoraði gott mark fljótlega í upphafi seinni hálfleiks sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Mo Salah skoraði svo markið sem Liverpool var búið að bíða svo lengi eftir á 84. mínútu en því miður var City þá rétt nýbúið að snúa 0-2 í 3-2 sér í vil og það mark hafði því miður ekki þau áhrif á leiktíðina sem vonast var eftir. Andy Robertson skoraði svo þriðja mark Liverpool nokkrum mínútum síðar.

Það var sárt að þetta skildi tapast svona þegar á einum tímapunkti virtist hitt ólíklega vera að fara að gerast en þegar tvö svona sterk lið mætast í svona baráttu og kunna öll trick-in til að vinna leiki með þrautseigju og gæðum þá gerist þetta því miður stundum. En áfram gakk, Liverpool getur orðið Evrópumeistari um næstu helgi og fullkomnað bikarþrennuna á leiktíðinni sem væri frábær endir á mjög góðu tímabili!

32 Comments

  1. Grátlegt er eina orðið sem mér detttur í hug.
    City klára þetta á 6 fkn mínutum
    Úff þetta var svo nálægt.
    En ótrúlega stoltur af þessu liði.

    14
  2. Ekki í fyrsta skipti sem fjöldi jafntefla kosta okkur titilinn. Grátlegt.

    Mikill karakter hjá City. En núna þegar ég er búinn að horfa á mörkin þá spyr ég hvort það sé ekki rannsóknarefni hvernig Aston Villa sleppir inn þessum þremur mörkum á fimm mínútum???

    7
  3. Ég sagði að ef við myndum vinna TOT þá væri titillinn okkar úf þetta gat ekki verið meira spennandi jesús minn nú þarf að girða sig og leikmenn rækilega í bómull og vera allir klárir 28.ágúst koma svo.

    YNWA.

    5
  4. Ekki annað hægt en að springa úr stolti yfir þessu liði. Hefur átt í fullu tré við langdýrasta lið sögunnar sem hefur þar að auk fengið hjálp frá dómurum þessarar deildar (vítið sem Everton fékk ekki á móti City og vítið sem City fékk á móti Wolves fyrir jól vega þungt núna).. Frábær sigur í dag gegn seigum Úlfum og ef sagan endurtekur sig vinnum við Meistardeildina á laugardag og svo titill á næsta ári. Takk, Liverpool, fyrir frábært tímabil!

    12
  5. frábær frammistaða þetta tímabil.

    En því miður gerðum við 6 jafntefli í 6 leikjum gegn hinum liðunum sem náðu meistaradeildarsæti. Kostaði okkur á endunum, þó það sé grátlegt að 92 stig dugi ekki.

    5
  6. Hvað er fyrrverandi City-maðurinn Douglas Luiz að gera í þriðja marki City? Reynir ekki einu sinni að ná boltanum þegar hann kemur skoppandi út úr teignum. Gefur de Bruyne bara frían passa.

    5
    • Eigum við ekki að hætta finna eitthvað sem mátti betur gerast hjá A.Villa?
      Við komum okkur í þessa stöðu og eigum ekki að vera þurfa treysta á önnur lið eða leikmenn.

      26
      • Heyr heyr heyr!!! Vinnum á eigin verðleikum og eigum enn möguleika á þrennu! Það er ekki varnarmanni Villa að kenna að Liverpool endaði í 2. sæti, 18 stigum á undan Chelski í 3.sætinu… 😉

        16
  7. Stoltur af okkar liði! Lágkúrulegt af markmanni City að eyða helmingi uppbótartímans emjandi á vellinum og ekki síður af dómaranum að bæta ekki nema 23 sek. við. Nema að eitthvað væri saman við það?

    7
  8. Stevie G eins og mikið maður dýrkaði hann en hann er stærsti looser sem Liverpool hefur átt það er bara staðreynd

    4
  9. Dagskráin í enska boltanum er tæmd. Okkar dagskrá er samt ekki tæmd, úrslitaleikur meistaradeildarinar er eftir. Það verður leikur, sem ég held að verði dulítið spez svo ekki sé meira sagt.

    YNWA

    3
  10. Sæl og blessuð.

    Þessi þrjú mörk voru einfaldlega brandari. Annað hvort voru AV einfaldlega búnir eftir þessar 75 mínútur – rækilega peppaðir í upphafi og nýstignir upp úr slag við Burnley eða þá var einhver maðkur í mysu.

    Þarf að fara ofan í saumana á þessu viðskiptamódeli hjá Pep og furðulegir dómar þ.á.m. þessi stutti viðbótartími í dag. Gleymum ekki vítadómnum sem átti að falla Everton í vil í þeim leik.

    Margt sem maður skilur ekki. Sennilega er Liverpool eina fótboltaliðið sem stendur undir nafni í deild. Ekki leikfang einhverra sykurpabba sem lýtur sínum eigin lögmálum.

    11
  11. Við skulum ekki missa okkur í fordómum á önnur lið, leikmenn, dómara eða önnur sem eru viðriðin fótboltann.

    Til dæmis varðandi stuttan viðbótartíma, þá viðgengst í öllum leikjum. Menn eru lengi að labba útaf í skiptingum, 20 sekúndur að taka föst leikatriði o.s.frv.
    Væri mikið frekar að taka upp svipað skipulag og í hand- og körfubolta þar sem klukkan er stopp ef boltinn er ekki í leik. Held það sé nánast orðin undantekning ef leiktími er meira en 60 mínútur af uppgefnum 90

    2
  12. var svosem búinn að sætta mig við 2. sætið í deildinni áður en flautað var til leiks í dag.

    En af hverju gátu þessir ógeðslegu olíusvindlarar ekki bara unnið þægilegan og sannfærandi sigur í stað þess að gefa manni þessar vonir?

    Er enn pirraður.

    7
  13. Hálfbroslegt að þeir sömu og væla yfir að PSG sé að eyðileggja boltann fagna hvað mest að City vinni deildina en enginn þeirra heldur með þeim hahahaahha

    7
  14. Ef við skoðum leik okkar manna í dag Staðan er 1-1 hjá okkur Aston villa er að vinna City seinni hálfleikur að hefjast. Hvað gerðu okkar menn í seinni hálfleik ? Þegar við höfum verið að spila á móti 5 manna varnalínu undanfarið þá höfum við lend á vegg. Aston Villa komst í 0-2 – Staðan ennþá 1-1 hjá okkur í þessari stöðu er City ennþá meistari Það hlýtur að gefa þeim sálrænt boost að við erum ekki að ná koma marki á úlfanna. Við fáum 3 Hornspyrunna á 84 minutu Let that sink in boys – Liverpool sem átti í gríðarlegum erfiðleikum að skapa sér færi á móti úlfan fékk 3 hornspyrnunna í leiknum á 84 minutu og viti menn Mark!! Ég er alveg pottþéttur á því ef við hefðum komist í 2-1 og Aston Villa að vinna sinn leik 0-2. Þá hefði City Þurft að setja allt í botn til að ná úrslitum. Kannski hefði það gerst maður veit aldrei enn Sálfræðilega séð Þá er þetta skemmtilegur Vinkil í umræðunna, Overall fannst mér liðið frekar slappt í dag svona miðað við hvernig spilamennskan hefur verið undanfarið enn þegar Tiago hverfur í hálfleik þá er svo sem vitað mál hvað gerist í framhaldi af því. Enn kannski er maður bara svo Svekktur eftir daginn að maður er ekki að sjá þetta í réttu ljósi hvernig liðið spilaði í dag..

    Enn Varðandi Veturinn Þá getur maður varla kvartað við fórum með deildinna næstum því fram á síðustu minutu. 2 Bikarar komnir í hús og Einn sem lýtur orðið illa út ef Tíago og Fab eru meiddir :/

    1
    • Svo er eitt strákar Markmaður Aston villa verður fyrir nokkrum árásum í dag þegar stuðningsmenn City hlaupa inn á völlinn til fagna…. Ég er ekki að segja að ég vilji fá titilinn í hendurnar okkar með refsiaðgerðum…Enn Þarf FA ekki að refsa grimmt fyrir þetta með Mínusstigum og feitiri $ sekt? við erum ekki að tala um eina árás heldur nokkrar og allt til á video…. Þetta er fucking disgrace og algjör viðbjóður og fyrir þetta þarf að refsa City með einhverju sem hefur ekki sést áður.

      Fyrirgefið double post félagar vildi bara bæta þetta í umræðuna og sjá viðbrögð

      2
  15. Ég er ekki að kenna Steven Gerrard um þetta en það er nokkuð til í því sem Þórhallur Stefánsson segir hér að ofan.

    Ef að City hefði verið 3-0 yfir í hálfleik þá hefði enginn kvartað yfir því. En að vera 2-0 yfir eftir 70 mín og tapa svo 3-2 er aumingjaskapur. Ekkert ósvipað og þegar hann rann á hausinn í algerum crucial leik á móti Chelsea hérna um árið. Maðurinn er raðlooser þegar kemur að Premier league.

    Jú hann getur unnið SPL og vissulega vann hann meistaradeildina en aldrei ensku úrvalsdeildina. Vil ekki sjá hann taka við af Klopp.

    Af því sögðu, einn titill (og sá stærsti fyrir utan þennan í dag) í boði.

    Væri geggjað að taka hann. Sem betur fer þurfum við ekki að treysta á Slippy G. aftur.

    1
  16. Þegar ljóst var að Man.City var að gera jafntefli eða tapa þá hefði það þýtt 15 milljón pund sem Aston Villa hefði orðið af ef Liverpool hefði orðið meistari. Fá á sig 3 mörk þegar 15 mín eru eftir á 5 mín. segir mér að stjórn Villa hefur skipað liðinu að tapa því jafntefli eða sigur þeirra skipti engu máli. Bónusgreiðsla vegna leikmannakaups Man.City af Villa hefði fallið niður upp á 15 millur. Lið eins og Villa fær ekki á sig 3 mörk á fimm mínundum nema samkvæmt skipunum.

    2
    • Eigum við ekki aðeins að róa okkur í geðveikinni.
      Heldur þú í alvöru að Steven Gerrard myndi selja æru sína á 15 mill pund?? Til að koma í veg fyrir að Liverpool verði englandsmeistarar.

      7
    • Sammála. Gjörsamlega útilokað að miðlungslið Villa fái á sig 3 mörk á stuttum tíma gegn liði sem hefur núna unnið deildina fjórum sinnum á fimm árum. Ef Villa hefði reynt á sig síðustu tíu mínúturnar hefðu þeir alltaf unnið 5-3.
      .
      Tökum þetta næstu helgi og þá er þetta besta frammistaða Liverpool síðustu 30 árin.
      YNWA

      5
    • Þurfum líka að láta skoða úrslitaleik meistaradeildarinnar 2005. Ekki fræðilegur að AC Milan, skipað þessum leikmönnum og verandi 3-0 yfir í hálfleik hafi getað fengið á sig 3 mörk á nokkrum mínútum án þess að einhver hafi skipað liðinu að fá á sig þessi mörk!?!

      7
  17. Hei róum okkur aðeins . Liverpool tapaði ekki titlinum á laugardaginn, við vorum 14 stigum á eftir City um áramót og hverjum hefði dottið í hug að þetta færi í spennu í lokaumferðinni ? Það verður að viðurkennast að city er því miður besta liðið í PL þetta tímabilið og ekki átti á von á öðru en að þeir myndu klára Aston Villa í lokaleiknum þó Villa menn hafi náð að gera þetta spennandi í 75 mínutur. Það voru því miður allt of margir “off” leikir í vetur sem við misstum niður í jafntefli eins frábært og þetta lið okkar hefur nú verið. Nú er bara að bíta í þessar margfrægu skjaldarrendur fyrir næstu helgi og sigla heim CL titlinum þó ég geri mér fulla grein fyrir að það verður langt frá því að vera auðvelt en ég ætla að leyfa mér að trúa því að við séum með nógu gott lið til að klára þetta ef ekki í venjulegum leiktíma þá í vító. Að því sögðu ætla ég að þakka herr Klopp og strákunum fyrir taumlausa skemmtun í vetur í PL og ekki síst ykkur félögum á Kop.is fyrir frábæra pistla og ykkur samáhangendum fyrir bæði uppbyggileg komment og ekki síður þau sem voru ekki eins uppbyggileg en sem betur fer eru ekki allir á sömu skoðun með okkar ástkæra Liverpool lið og mörg frábær komment hafa verið skrifuð og og önnur sem báru þess merki að hafa verið skrifuð í mikilli geðshræringu og er undirritaður ekki undanskilinn þegar kemur að þeim síðarnefndu. Takk kærlega fyrir veturinn Y.N.W.A

    9
    • Jafntefli við Brighton og tap á móti West Ham og Leicester vega ansi þungt, það eru bara leikir sem þurfa að vinnast þegar verið er að berjast við m.city. Fóru svo ekki báðir leikirnir á móti Tottenham í jafntefli? Það er bara of dýrt.

      2
  18. Sælir félagar

    Ég vil biðja menn að róa sig í samsæriskenningunum. Liverpool getur og á að gera það sem þarf til að vinna deildina. Liverpool getur ekki verið að treysta á önnur lið til þess arna. Liverpool einfaldlega vann sér ekki nógu mörg stig til að fara yfir City og þar við situr. Frammistaðan á leiktíðinni er samt mjög góð og 92 stig er frábær árangur. Ég vonaði – en skynsemin sagði mér að City mundi aldrei fara að tapa gegn miðlungsliði A.Villa. Enda fór það svo og það er eðlileg niðurstaða leiksins. Ég er nánast fullkomlega sáttur við Klopp og félaga á þessari leiktíð og við gerum bara enn betur næst.

    Það er nú þannig

    YNWA

    15
    • Sammála Sigurkarli, geggjað tímabil og getur orðið enn geggjaðra næstu helgi.
      Allir þessir leikir og oft unaður að horfa á þessa snillinga, t.d. í síðasta leik, þessi sending hjá Thiago – þvílík snilld.

      7

Liðið fyrir lokaleikinn – verður þetta risa dagur í sögu Liverpool?

Gullkastið – Uppgjör á lokaumferðinni og tímabilinu