Gullkastið – Uppgjör á lokaumferðinni og tímabilinu

Einar Örn mætti aftur ásamt Hallgrími Indriða

Uppgjör á lokadegi tímabilsins og tímabilinu í heild var aðalmál á dagskrá í þessari viku með annað augað á hvað gerist í framhaldinu, bæði á leikmannamarkaðnum og auðvitað í París um helgina.
Einar Örn annar af stofnendum Kop.is mætti aftur eftir langt hlé og fréttamaðurinn knái og fráfarandi Formaður Liverpool klúbbsins Hallgrímur Indriða var með okkur að auki.

1.mín – Lokaumferðin á Anfield og Etihad
28.mín – Leikmannamarkaðurinn hjá Liverpool
41.mín – Uppgjör á tímabilinu hjá helstu liðum af rest
70 mín – París næstu helgi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti:
Egils Gull (léttöl)
Húsasmiðjan
Sólon Bistro Bar
Ögurverk ehf

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Einar Örn og Hallgrímur Indriða
Einar er eigandi Zócalo á Norðurlöndum sem við mælum auðvitað eindregið með.

MP3: Þáttur 382

5 Comments

  1. Við vorum mögulega aðeins fljótir á okkur að tala um endurkomu Nott Forest í efstu deild. Þeir eiga vissulega eftir að spila við Huddersfield um hvort liðið fer upp.

    5
  2. Sælir félagar

    Skemmtilegur þáttur og viðmælendur. Fréttamaðurinn Hallgrímur Indriðason traustur og segir ekki meira en hann getur staðið við og gaman að heyra í Einari Erni aftur. Gaman væri að heyra meira um pælingar á leikmannamarkaðinum eftir sigurinn á R. Madrid.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  3. Góðar likur að Thiago og Fabino verði með um helgina….væri gaman að fá upphitun fyrir leikinn sem fyrst svo við sófaspekingarnir getum vellt fyrir okkur leiknum….

    4
    • Ótrúlegt ef Thiago nær þessu maður hélt hann hefði tognað en það eru virkilega góðar fréttir ef rétt reynist!

      4
  4. Thiago mun ekki sleppa þessum leik, ekki fab heldur. Bara spurning hvort þeir byrji.
    Ég get ekki beðið eftir að sjá salah og díaz, og svo mané í sínum síðasta leik. Það verður allt lagt í sölurnar!!

Liverpool 3-1 Wolves – Svo nálægt en því miður tókst það ekki

Gullkastið – Liverpool búið að bursta tennurnar frá 2018