Liðið fyrir lokaleikinn – verður þetta risa dagur í sögu Liverpool?

Þá er komið að lokaumferðinni í ensku Úrvalsdeildinni þessa leiktíðina og er Liverpool áður en hún hefst í öðru sæti og stigi á eftir Man City sem mun tekur á móti Steven Gerrard og hans mönnum í Aston Villa.

Það þarf í sjálfu sér ekki það mikið að gerast til að Liverpool gæti endað sem meistari í dag en það er þó eflaust frekar langsótt. Til þess að það gerist þarf Liverpool að sigra Wolves á Anfield og vonast til að Aston Villa vinni eða geri jafntefli gegn Man City á Etihad vellinum, sem er eflaust ekki líklegt en alls ekki ógerlegt.

Liverpool missti þrjá lykilmenn í meiðsli í síðustu leikjum og vantar Fabinho, Virgil van Dijk og Mo Salah í byrjunarliðið en það koma þó mjög sterkir leikmenn inn í staðinn. Matip og Konate eru saman í miðverðinum, Henderson er djúpur á miðjunni með Thiago og Keita og Jota kemur inn við hlið Mane og Diaz í sókninni.

Alisson

Trent – Matip – Konate – Robertson

Keita – Henderson – Thiago

Mane – Jota – Diaz

Bekkur: Kelleher, Firmino, Salah, Van Dijk, Milner, Jones, Minamino, Tsimikas, Elliott

Salah og van Dijk eru á bekknum sem eru mjög góðar fréttir fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni um næstu helgi en Fabinho nær ekki á bekkinn í dag en Liverpool eru vongóðir um að hann verði klár í slaginn um næstu helgi. Divock Origi, sem er á leið til AC Milan eftir leiktíðina, er því miður meiddur vegna meiðsla og getur því ekki fengið tækifæri á að koma inn á í síðasta skiptið á Anfield sem leikmaður Liverpool en hann mun 100% fá mikla ást frá þeim á vellinum þegar leiknum lýkur enda átt risa þátt í velgengi liðsins undanfarin ár og kveður Liverpool sem hetja.

Sjáum hvað setur í dag, þetta gæti orðið risa dagur fyrir Liverpool en ef ekki þá ætti það ekki að skyggja á þá staðreynd að Liverpool hefur leikið deildarkeppnina frábærlega. Það þarf að klára með sigur í dag og sjá hvað gerist í hinum leiknum, ef það verða vonbrigði í dag þá gefst afskaplega stórt tækifæri til að bæta upp fyrir það næstu helgi!

29 Comments

 1. Verðum að vinna og vona. Virgill litli og Salah að koma til baka sem eru góðar fréttir. Svekkjandi að Origi sé frá, hefði verið flott að gefa honum fimm mín í restina til að kveðja. Gerrard þetta er skrifað í skýin, koma svo.

  5
  • Afskaplega skrítið ég er að tengjast NovaTV -> Sjónvarp Símans -> Sportið -> Liverpool-Wolves og fæ MCI – AVL

   1
   • ok, kemst inn með því að þræða mig aðra leið í gegnum NovaTV -> Sjónvarp Símans.

    1
 2. Pressuvörnin í dag er það allra lélegasta sem maður hefur séð. Wolves aldrei í neinum vandræðum.

  1
 3. Verður nú að hrósa wolves eru að gera hörku leik á anfield og nú er city búið að keyra yfir villa þannig að við verðum að einbeita sér að meistaradeildinni

  1
 4. Alvöru karakter í þessu City-liði.

  Á sama tíma og okkar menn eru í meðalmennsku.

  Ég get lofað því að ef við hefðum verið að valta yfir Wolves á meðan City voru 2 mörkum undir, þá hefðu þeir aldrei komið með þetta comeback.

  3
 5. Salah treður honum inn!! Og jafnar Son í baráttunni um gullskóinn

  2
 6. Sæl og blessuð.

  Gríðarleg spenna allt til þess síðasta. City kláraði orkubú Aston Villa og völtuðu yfir þá á kortéri. Þeir fóru inn í þetta með krafti – rækilega hvattir af þjálfaranum – en svo var orkan búin og þá var ekki að sökum að spyrja.

  Okkar menn eiga heiður skilinn. Frábær barátta og gefur annað sætið ekki bönsj of monní?

  Æ, maður er súr og svekktur en svona er lífið.

  4
 7. Þetta verður erfitt í úrslitaleiknum gegn Madrid án Thiago og Fabinho.

Upphitun: Lokaumferð gegn Wolves á Anfield

Liverpool 3-1 Wolves – Svo nálægt en því miður tókst það ekki