Liðið gegn RB Leipzig

Verður þetta dagurinn þar sem liðið okkar rífur sig upp á r********u og sýnir hvað virkilega í því býr? Eða mun form síðustu vikna/mánaða halda áfram? Við fáum líklega svar við því eftir 3 tíma eða svo, en þá mun þetta lið hafa lokið leik gegn RB Leipzig:

Bekkur: Adrian, Kelleher, Phillips, Rhys, Davies, Neco, Tsimikas, Shaqiri, Cain, Clarkson, Oxlade-Chamberlain, Origi

Aðeins ein breyting frá byrjunarliðinu gegn Leicester, enda er Milner meiddur og Thiago kemur í hans stað. Bekkurinn er ámóta sterkur og þá, Kelleher er blessunarlega kominn til baka, en annars erum við að mestu með unglinga. Fáum sjálfsagt að sjá Shaqiri fyrstan inn af bekknum, svo Origi og Ox. Það eru þó 5 skiptingar ef ég man rétt, og verður gaman að sjá hvort Klopp sjái ástæðu til að gefa eitthvað af yngri strákunum séns. Myndi ekki veðja neitt svakalega miklu.

Það væri rosalega sterkt að tapa ekki, en fyrst og fremst væri sterkt að sýna að liðið er ekki búið að leggja árar í bát.

KOMA SVO!!!!!

25 Comments

 1. Gott að sjá enga breytingu á vörninni, vonandi verður svo þar til ben og fabinho koma aftur.
  Vona að einbeitingin verði í 90 mínútur í dag.
  Spái engu, það er úrelt.

  2
 2. Var pínu að vona að maður myndi bara sjá N.Phillips þarna með Kabak og svo Hendo á miðjuni en maður getur ekki fengið allt sem maður vill.

  Vonandi virkar þetta í kvöld hjá þeim vona það svo innilega ekki bara fyrir okkur stuðningsmenn heldur bara fyrir leikmenn þeim getur ekki liðið vel eftir úrslit fyrri leikja.

  YNWA !

  3
 3. Vona svo sannarlega að Liverpoolmenn komi einbeittir í þennan leik og vinni hann.
  Spái 0-2 fyrir okkar mönnum

  2
 4. Bæði Nat Phillips og Kabak hafa reynslu á móti þýskum liðum en endilega höldum áfram að spila besta miðjumanni liðsins í vörninni

  5
 5. Ég fer ekki fram á mikið í kvöld.
  1. Halda hreinu
  2. Enga heilabilun frá Alisson
  3. Engin meiðsli

  5
 6. Okkar menn líklegri og óheppnir að boltinn hafi verið rétt farinn útaf hefði verið gott að fá mark þarna.

  3
  • Ekki mikið um færi frekar tíðindalítill fyrri hálfleikur en engu að síður fannst mér okkar menn vera líklegri til að ná marki heldur en RB.

   Búið að vera ágætis spil á milli okkar manna en eins og oft áður vantar herslu muninn til að gera þetta hættulegt fyrir framan markið.

   1
 7. Kabak er góð viðbót við varnarlínuna, 20 ára, spila sinn annann leik og alls ekki verri en lovren. Hann á eftir að vaxa helling og síðar með dijk sér við hlið? Framtíðarleikmaður held ég.
  Vona samt að við skorum.

  4

Gullkastið – Þegar sýður uppúr þá þrífur maður eldavélina

Leipzig 0 – 2 Liverpool