Leipzig 0 – 2 Liverpool

Mörkin

0-1 Salah (53. mín)
0-2 Mané (58. mín)

Gangur leiksins

Það kom fljótlega í ljós að Liverpool liðið sem mætti á völlinn var með hausinn rétt skrúfaðan á. Það var barist um hvern bolta og pressan var í lagi. Ekkert þannig að hver einasta sending væri heppnuð, en það er líka enginn að biðja um það. Liðið slapp með skrekkinn þegar Leipzig áttu skot í stöng, Alisson var reyndar ansi nálægt boltanum og góðar líkur á að hann hefði varið ef boltinn hefði farið örlítið innar. Þegar skammt var til leiksloka skoraði Firmino mark sem var dæmt af vegna þess að boltinn átti að vera kominn út af. Myndir af atvikinu voru hins vegar allt annað en afgerandi, og allt eins líklegt að ef þetta hefði verið bolti yfir marklínu, þá hefði ekki verið dæmt mark.

Í síðari hálfleik gerði svo Liverpool út um leikinn á 5 mínútna kafla. Fyrst eftir 7 mínútna leik þegar Hendo fékk boltann vinstra megin í vörninni, og í stað þess að snúa við og gefa til baka þegar hann lenti í pressu sótti hann fram upp kantinn og gaf inn á miðju. Boltinn barst vissulega til Leipzig manna, en pressan varð til þess að sending til baka var ekki nógu nákvæm og Salah komst einn í gegn. Hann gerði engin mistök og skoraði framhjá Gulasci af miklu öryggi. 5 mínútum síðar átti Curtis háa sendingu fram á við þar sem Mané og Upamecano Mukiele voru einir á svæði, og á einhvern óskiljanlegan hátt náði varnarmaðurinn að klúðra þeim bolta þannig að Mané slapp einn í gegn og gerði nákvæmlega jafn mörg mistök og Salah skömmu áður. 0-2, og í mörgum tilfellum hefði maður sagt að þar með væru úrslitin ráðin. Í ljósi þess hve liðið hefur verið brothætt á síðustu vikum þá var erfitt að slaka á, en liðið sýndi að það var ekki mikið til að hafa áhyggjur af. Leipzig fékk einhver hálffæri, og voru mest í því að skjóta illilega framhjá. Vissulega eitt færi þar sem einn þeirra slapp í gegn en Alisson varði í horn, og svo annað færi þar sem Olmo slapp í gegn í uppbótartíma en setti boltann framhjá.

Lokaúrslit urðu því 0-2, og talsverður léttir fyrir allt Liverpool samfélagið svo ekki sé meira sagt.

Bestu/verstu menn

Það er ekki nokkur einasta leið að ætla að taka einhvern leikmann út sem átti eitthvað slæman leik. Þetta var einn af þessum leikjum þar sem liðið mætti ákveðið til leiks, og fáir ef nokkrir veikir blettir til staðar. Ef maður ætti að hnýta í einhver smáatriði þá var Alisson (e.t.v. skiljanlega) ekki með sama öryggið og oft áður þegar hann fékk boltann í lappirnar, en hann var þó a.m.k. að fylgja ráðum Klopp og lúðra boltanum upp í stúku frekar en að reyna að þræða boltann í gegnum einhver nálaraugu til að finna samherja. Stundum er stúkan bara öruggari kostur. Þá er Wijnaldum ennþá aðeins að þjást af því að klappa boltanum aðeins og á alveg til að leita til baka þegar það eru kostir í boði að koma boltanum framar, en það má vel vera að hann sé bara að gera eins og honum er uppálagt. Báðir áttu annars ekkert mikið verri leik en aðrir, og kannski ósanngjarnt að taka þá eitthvað sérstaklega fyrir.

Ozan Kabak komst vel frá leiknum, og það væri óskandi að það takist að skapa smá stöðugleika í hjarta varnarinnar í næstu leikjum, þrátt fyrir að Hendo njóti sín auðvitað alltaf betur á miðjunni.

Allnokkrir leikmenn eiga tilkall til þess að vera útnefndir maður leiksins. Salah er auðvitað fáránlega mikilvægur liðinu þegar kemur að markaskorun og sýndi það í dag með því að brjóta ísinn. Hendo er alltaf jafn mikilvægur liðinu, og að vissu leyti er ágætt að hafa hann aftar svo hann geti stýrt restinni af liðinu. Trent er farinn að líkjast sjálfum sér meir og meir, en ætli tilnefningin fari ekki til Curtis Jones sem er sífellt að vaxa sem leikmaður. En líklega ætti þetta að teljast sigur liðsheildarinnar fyrst og fremst.

Umræðan eftir leik

Það að vinna einn leik er klárlega ákveðin byrjun á viðspyrnunni frá botninum, en núna er þessi leikur búinn og næsti er skammt undan. Það vill þannig til að sá leikur er gegn Everton og er á Anfield. Gleymum ekki að Everton vann síðast á Anfield fyrir 22 árum síðan, og við getum fyrirgefið ýmislegt varðandi taplausar hrinur eins og t.d. að tapa fyrir Burnley eftir 68 taplausa leiki á Anfield, en að tapa fyrir Everton á Anfield er bara alls ekki í boði. Við getum glaðst að við sáum liðið okkar spila aftur eins og það á sér, enda máttum við alveg vita að leikmenn voru ekkert búnir að gleyma hvernig ætti að spila svona. Það var líka gleðilegt að sjá að í þetta skiptið var Liverpool liðið sem refsaði fyrir varnarmistök, en var ekki í því hlutverki að færa andstæðingunum gjafir á silfurfati eins og gerðist í síðustu tveim leikjum.

Kætumst meðan kostur er segir í kvæðinu, og njótum þess þegar vel gengur hjá liðinu okkar. Ef þessi niðursveifla síðustu vikna hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að sigurleikir eru svo innilega ekkert sjálfsagt mál.

43 Comments

  1. Þetta er nákvæmlega svarið sem við þurftum frá okkar mönnum eftir hrikalega erfiðar vikur.
    Virkilega vel spilað í kvöld vörn góð og sóknin þetta er eitthvað sem maður var búinn að sakna sjá sannfærandi sóknarleik.

    Salah frábær í þessum leik en mér fannst Hendo og Kabak standa sig vel líka!

    YNWA !

    11
  2. Alveg yndisleg tilfinning og mjög svo kærkomin! Við vorum virkilega flottir og ég hlakka mikið til að hlusta á hlaðvarpið sem vonandi kemur fljótlega 🙂

    Förum bara alla leið í CL í vetur!

    11
  3. Svona þekkjum við þetta lið, sífellt ógnandi og vörnin hélt hreinu. Alisson átti ekki brainfart og vonandi fer hann að verða sjálfum sér líkur aftur.
    Eina er að ég hefði viljað sjá Ben Davies koma inn í miðvörðinn seinustu 15 mín en annars frábær leikur og vonandi koma menn á fullu inn í næsts leik

    4
    • Hann meiddist aðeins um daginn og það gæti hafa tafið ferlið aðeins, annars sammála. Við erum á réttri leið og meiðslalistinn er kominn niður í ,,aðeins” sjö.

  4. Elska Liverpool liðið einsog það leggur sig.
    FRÁBÆRT AÐ SJÁ OKKAR MENN SÝNA SITT RÈTTA ANDLIT

    8
  5. Leipzig góðir en við bara miklu betri! Kabak er að koma vel út í vörninni, finnst komin meiri ró þarna aftast ólíkt því þegar Philips og Rhys voru að spreyta sig.

    Og maður minn hvað Gini er traustur, virðist geta spilað endalaust. Er ekki búið að bjóða honum almennilegan samning?!

    Ekki hægt annað en að vera kátur með kvöldið!

    10
    • Sammála. Hversu mörg stig höfum við misst af vegna óvandaðra og furðulegra atvika í dómgæslunni í vetur. Væri gaman að sjá það svona sirka.

      1
      • Cirka 12 stig í EPL. Það eru samantekin ráð gegn LFC þar, ekki spurning. Sástu atvikið í Leicester leiknum þegar 1st half er að klárast, 1min bætt við og Liverpool í sókn þegar boltinn tapast og 46min liðnar og dómarinn setur flautuna upp í sig en þegar hann sér að Leicester á séns á skyndisókn hættir að við að flauta hálfleikinn af !? Og það atvik er tittlingaskítur miðað við rangstöðuna og svo brotið á Mane í fyrsta og öðru marki þeirra.

        2
    • VARsjár-skoðunin gekk svo hratt fyrir sig að fyrst hélt é að það væri hreinlega ekkert VAR í þessum leik. Og dómarinn snöggur og fumlaus. Það er eitthvað mikið að í enskum dómaramálum, það er bara þannig.

      4
  6. Sælir félagar

    Frábært að heyra úrslitin en ég sá ekki æleikinn því miður.. Það má aldrei missa trúna á þetta lið. Þeir geta allt ef því er að skipta og nú er komin viðspyrnan frá botninum. Áfram Liverpool

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
    • Væri hægt að biðja þig um að sleppa að horfa á næstu kannski 10 leiki 😀
      YNWA

      2
  7. Fínn leikur! Og þetta tuð yfir ákvörðunum Klopp með uppstillinguna er að verða pínu þreytt. Ókei, hann kann mögulega að hafa gert einhver mistök í vetur. Og Nat Philips hefur alveg sýnt að hann er langt frá því að vera ónýtur leikmaður.

    En mögulega finnst þjálfarateyminu of mikil áhætta í því að spila nýjum leikmanni og tiltölulega óreyndum leikmanni saman í svona stórleik. Klopp og teymi eru að reyna að spila eins vel úr stöðunni og hægt er.

    Greinilegt að Klopp treystir reynslu og leiðtogahæfni Hendo í svona stórleikjum og vitandi að úrvalið á miðjunni er talsvert meira en í vörninni þá velur hann að hafa einn sinn besta mann í vörn – sem ótrúlegt en satt er heill! – til að stjórna umferðinni þar. Og jafnvel veita Ali smá traust (sem gott og vel, hann sýndi ekki alveg eða ofmat gegn City og Leicester en gleymum bara því sem orðið er).

    Hendo fær líka alveg að leita smá inn á miðju til að senda boltann enda Liverpool oftast með fremur háa línu. Þetta gekk upp í þessum leik þótt það hafi ekki alltaf gengið upp. Þessi leikur er vonandi ekkert one off heldur endir á slæmu gengi og upprisan sjálf.

    Ég horfði annars á leikinn í einhverri skrýtinni útsendingu og verð að viðurkenna að gervihljóðin sem notuð eru í enska, ásamt íslensku lýsingunni, gera heilmikið fyrir áhorfið! Eins fáránlega og það hljómar. Á svona tómum risavelli þar sem ekkert heyrist nema öskrin í þjálfurum og leikmönnum verður þetta í mesta falli að helmingi.

    Vonandi verður áhorfendum hleypt inn á vellina frá fyrsta leik næstu leiktíðar. Gilt bólusetningarskírteini verður líklega forsendan en þá ættu all flestir að vera komnir með það miðað við fréttir af gangi mála. Það spillir ekki að miðasalan skilar um það bil 200m. punda á ári og það er einn Mbappe. Eða 3-4 aðrir mjög góðir. Nóg af sófaspeki hjá mér í kvöld.

    Bjartir tímar framundan!

    YNWA

    12
  8. Fótbolti er skrítin íþrótt.

    Þetta var flottur leikur í kvöld og líklegt að stuðningsmenn fari að tala um að þetta var það sem við þurftum og allt annað að sjá liðið.

    Mér finnst liðið spila bara mjög svipað og í undanförnum leikjum á alveg 100% ákefði, menn að selja sig dýrt og sundurspila andstæðinga á löngum köflum.

    Það sem gerðist í þessum leik t.d vs Leicester leikinn er að við fengum gefins tvö dauðafæri og viti menn við nýttum færin(ja, að minnsta kosti tvö) á meðan að andstæðingurinn fékk ekki færri færi en Leicester um daginn en einfaldlega skoruðu ekki.

    Mér fannst liðið einfaldlega uppskera það sem það átti skilið í þessum leik og ég held að menn átti sig ekki alveg á styrkleika andstæðinga Liverpool en þetta er algjörlega hörku lið sem við vorum að spila á móti og væri án efa í meistaradeildar baráttu í ensku deildinni ef þeir væru þar.

    Næst er það Everton og nú skal hefna helvítis síðasta leik gegn þeim en hann var líklega sá leikur sem hefur skemmt hvað mest fyrir okkur á þessu tímabili(meiðsli Van Dijk/Thiago og VAR drullan)

    YNWA

    13
  9. Eins og ég hef sagt. Hlaut að koma að því. Ég held að Koeman verði farinn frá barca áður en Gini fer þangað. Verði honum bara að góðu. Barca lélegt í kvöld. Liverpool frábært ! Þrátt fyrir 10 meidda lykilmenn ! 10 meidda LYKILMENN ! Næst er derby slagur. 6 stiga leikur, Áfram Liverpool !

    4
    • Ömurlegt hvernig barca er orðinn en ekki græt ég það. Er ekki málið að Gini vill vera en menn eru ekki tilbúnir að hækka launin eins mikið og hans óskir kveða á um? Annars ef menn vilja fara þá eiga þeir að seljast. Vil frekar vera með leikmenn sem vilja vera en skemmd epli í körfunni.

      1
  10. Góður sigur í kvöld, en aðeins í framhaldi af kommenti #11, ég sá einhver skot eftir PSG leikinn þar sem Koeman var skælbrosandi eins og kjáni. Það hefur örugglega ekki farið vel í stuðningsmenn Barca. Rekinn á morgun?

    2
    • nei, það eru forsetakosningar hjá Barca 7. mars. Verður rekinn fljótlega eftir þær eða í seinasta lagi í lok tímabils.

      2
  11. Sæl öll,

    góður leikur hjá Liverpool og virkilega kærkominn sigur! Það er góður stígandi í leik C.Jones og hann er framtíðarleikmaður fyrir okkur, hversu mikilvægur verður hann verður tíminn að leiða í ljós en hann er enskur og það er mjög mikilvægt á dögum BREXIT. Þessir tveir leikir hjá Kabak virka vel á mig og ef hann er “meiðslalítill” er alvöru samkeppni fyrir Gomez til staðar. Kabak verður þó að passa sig á að vera með athygli og á “tánum” allar 93 mínúturnar svo hann bjóði ekki upp á mörg svona færi eins og í lokin í gær þar sem hann var allt, allt og djúpur og spilaði leikmanninn réttstæðan. Mér fannst Mané og Trent vera menn leiksins, Mané er alveg ótrúlega mauriðinn gæi og Trent er farinn að senda boltann aftur eins og alvöru miðjumaður, alveg geggjuð sendingageta hjá bakverðinum okkar. Ég væri til í að Liverpool prufi oftar að láta Trent og einn af miðjumönnum víxla stöðum, þegar komið er á “þriðjung andstæðinganna”, og bjóða þar með upp á þá ógn að Trent skjóti á markið. Mér sýnist og hef þá trú á að það “henti” Liverpool vel að spila gegn RB Leipzig því þetta er ekki lið sem vill ekki hafa boltann, pakkar í vörn og treystir á skyndisóknir eins og lang flest lið eru farin að gera gegn okkur á Englandi. Þess vegna hef ég ekki miklar áhyggjur af seinni leiknum og við verðum í pottinum fyrir átta liða úrslitin. Eins og deildin stendur núna verðum við bara að fara “full throttle” á CL og vinna þessa keppni! Mér finnst okkur enn vanti að gera nokkur mörk í röð úr “opnum” leik þar sem við spilum okkur í gegn eða langskot til að lyfta sjálfstraustinu vel upp. Auðvitað voru mörkin í gær í “opnum” leik en þau urðu aðalega til vegna mistaka andstæðinganna (sem hægt er svo sem að pressa í mistökin). Að því sögðu og án þess að gera lítið úr sigrinum í gær er aðal prófið leikurinn gegn everton á laugardaginn.

    6
    • Tók einmitt eftir þessu með Kabak í uppbótartímanum þegar hann sat eftir lang aftastur og gerði það að verkum að RB leikmaðurinn var réttstæður og fékk dauðafæri sem hann nýtti sem betur fer ekki. Stóð sig annars mjög vel og kemur vonandi til með að læra betur á okkar leik og mennina í kringum sig.

  12. Sæl og blessuð.

    Verður maður ekki að vona að við séum bara komin í átta liða úrslitin? Ef meiðslalistinn styttist er aldrei að vita hvers megnug við verðum þegar líður á vorið. Vissulega eru BM og Paris ógnvekjandi en við skulum samt halda í vonina.

    Annars hefði náttúrulega ekkert opnast fyrir okkur ef leibzigmenn hefðu dritað upp á bak í vörninni. Þá hefði þetta vafalítið orðið enn einn markalausi leikurinn þar sem okkar menn eru á fullu allan tímann…

    just say’n.

    1
    • Eins og staðan er í dag og eins og liðið er búið að spila, þá ætla ég sannarlega að bíða með allar fullyrðingar um 8 liða úrslitin þangað til flautað hefur verið til leiksloka í seinni leiknum. 2 útivallarmörk og sigur í fyrri leik gefa manni vissulega tilefni til örlítillar bjartsýni. Bara smá samt.

      4
  13. Auðvelt að koma eftir á og segja þeta sé nokkurn veigin búið að vera svipað en ég er því ekki sammála..skoruðum 2 mörk og héldum hreinu það er annað en síðustu 7 mörk í smettið í 2 leikjum.

    RB voru búnir að skora hvað 10-1 í síðustu leikjum ..það verður að taka það góða úr þessu

    Og já staðfesting á hversu Curtis Jones er mikilvægur..Klopp tók hann ekki útaf í þetta sinn.
    En mér er spurn afhverju er Ox að koma inná ..hann hefur nákvæmlega ekkert uppá að bjóða hann er algjörlega búinn á því virkar eins og 10 kg of þungur algjörlega skugginn af sjálfum sér hann er engan veigin tilbúinn til að vera koma inná.

    6
    • RH var Klopp ekki bara að gefa Firmino og Salah smá hvíld í lok leiks. Þeir verða auðvitað að vera í topp formi á laugardaginn. Ég er sammála með Ox. mér hefur fundist hann afspyrnuslakur í þeim leikjum sem hann hefur komið inn á eða byrjað hvað sem veldur.

      4
      • Ó jú það er vissulega rétt með hvíldina á þeim.
        En það eru eh aðrir á bekknum sem kanski hefðu gott að fá eh mínutur í stað Ox ..ég tel hans tíma liðinn hjá Liverpool ekki nema eitthvað stórkostlegt breytist því miður maður vonaði að þessi leikmaður myndi ná að sýna gæðin en röð af endalausum meiðslum hafa komið í veg fyrir það.

        Og veit einhver um Keita er hann lifandi ?

        2
      • 2018 til 19 meiðslin kláruðu Ox. Auk þess var hann nýlega frá í 5 mánuði. Þetta er því miður fullreynt með hann.

        2
    • Já sammála því miður segi það með ykkur ..Ox með hjartað á réttum stað og var brilliant áður en hann meiddist illa en það fer að verða nokkur skipti sem hann meiðist í raun illa ..gæðin og hæfileikarnir eru þarna til að vera með þeim bestu í heimi en því miður kemur líkaminn hans í veg fyrir það.

      2
  14. Held að það hafi verið Mukiele sem missti af boltanum í seinna markinu en ekki Upimecano. En flottur sigur og Kabak að standa sig vel.
    Tökum Neverton með svipaðri spilamennsku.

    YNWA

  15. Vel gert!
    Smá útúrdúr, en ég vil (draumur) að eigendur leggi til hliðar kaupstefnu sína, geri algjöra undantakningu, og kaupi mbappe, borgi honum þau laun sem þarf og 7 ára samning. Ég er 90% viss að það borgi sig á endanum. Tek aftur fram, þetta er draumurinn minn.
    Vonandi helst einbeitingin áfram í næsta leik og út leiktíðar. Ég get ekki horft upp á liðið í deildinni með sama truntugangi.

    1
    • Það er auðvitað búið að vera að slúðra um þetta í meira en ár (Mbappé 2020), kappinn virðist vera á útleið frá PSG og Klopp aðdáandi hans, plús það að framlínan okkar hefði gott af nýju blóði. Nú og svo skuldar Nike okkur ennþá “marquee” kaupin sem áttu að fylgja nýja samningnum. Þá má maður láta sig dreyma um að liðið hafi haldið fast um veskið í síðustu leikmannagluggum til að eiga fyrir þessari sprengju.

      Raunsætt mat er samt líklega að launapakkinn hjá Mbappé passi engan vegin við stefnu FSG eða laun hjá öðrum leikmönnum Liverpool, og ég er ekki viss um að liðið liggi endilega á digrum sjóðum til að splæsa í hann.

      En maður má láta sig dreyma.

      8
      • Já, við ættum að hafa efni á honum. Og það myndi líklega skila sér. Rétt eins og þegar MU keyptu Ronaldo og Rooney. Félagið sópar að sér nýjum stuðningsmönnum og byggir svo velgengni á fjárhagslegum success í kjölfar kaupa sem virðast dýr en skila margfalt til baka.

        Okkar félag hefur margfaldast í verði á síðustu árum en það er auðvitað hlutabréfaverð, byggt að trausti fjárfesta til félagsins til framtíðar. FSG horfir öðruvísi á upphæðina og veit að raunvirði eða eigið fé eða hvað sem tína má til er ekki það sama. Þeir halda nokkuð fast um budduna en það er líklega vegna þess að þeir vita að markaðsverð í kauphöll endurspeglar ekki að fullu raunvirði. Það getur hækkað eða lækkað snarpt – og þeir virðast nokkuð áhættufælnir fjárfestar sem frekar vilja eyða með varúð og treysta á að mannskapurinn finni sanngjarnt verðlagða dementa sem Klopp gerir svo að heimsklassamönnum. Mané, Salah, Fabinho, Robbo … lengi mætti telja vel heppnuð kaup.

        En svo gæti verið skynsamlegt fyrir FSG að segja bara … all in? Kaupa Mbappe og gera statement sem mun skekja heimsbyggðina, þrír milljarðar fótboltaáhugamanna tala ekki um annað. WTF? Og FSG segir bara: It’t might be worth it after all?

        Ég veit það ekki. En það væri svakalega skemmtilegt að sjá Liverpool vinna deildina 6-7 sinnum á næstu tíu árum.

        Það yrði grátur og gnístran tanna að sjá Salah fara á braut. En ég myndi sætta mig við það ef Mbappe kæmi í staðinn fyrir auka hundraðkall. Það eru sjö ár á milli þeirra.

        Maður var svo stoltur stuðningsmaður síðasta vor af því að maður vissi hversu rosalega var búið að vinna fyrir þessu. Hversu í raun var risið upp úr öskunni og gert það sem átti ekki að vera hægt að gera í keppni við klúbba sem hafa þykkt veski af óútfylltum ávísunum. Ég efast um að nokkur titill í PL hafi unnist af annarri eins ástríðu, samstöðu og heilindum allra þeirra sem lögðu sitt af mörkum. Þess vegna var þetta ennþá sætara. Og ennþá stærra. Að vinna með slíkum yfirburðum með hugmyndafræði sem byggir ekki á því að kaupa sér titil.

        Nú stendur félagið frammi fyrir því hvort það eigi að halda áfram sömu stefnu eða fara í enn dýrari og þar með áhættusamari fjárfestingar sem geta gert félagið óhagganlegt til margra ára. Ef það misheppnast tapa stórir menn miklu fé. To be or not to be. I don’t know, segi ég. Hamlet orðaði svarið í mun fleiri orðum.

        2
      • Sammála og svo verðum við að eiga varnarmann sem heitir nafni eins og Cancel(o). Held að bara nafnið hafi mikið að segja að það sé ekki mörgum sleppt inn.

  16. Sælir félagar

    Nú er ég búinn að horfa á leikinn og flest það sem hér hefir komið fram er bæði satt og rétt. Það er þó tvennt sem mér finnst standa uppúr eftir að hafa horft á leikinn.

    1. Dómgæslan var ekki gallalaus enda sjálfsagt erfitt að eiga gallalausan leik við dómgæslu í fótbolta. Hitt var samt augljóst að dómarinn dæmdi bara leikinn sem slíkan en var ekki að dæma með öðru liðinu eða á móti hinu. Það hefir örugglega verið dálítið notalegt fyrir leikmenn Liverpool að fá að leika leik þar sem dómarinn var ekki 12. maðurinn í liði andstæðingsins. Þetta hefir örugglega hjálpað til að leikmenn voru áræðnari og treystu félögum sínum betur á aftasta þriðjungi vallarins.

    2. Leikmenn Liverpool kláruðu leikinn. Þeir heldu einbeitingu og unnu með liðinu hver og einn alveg fram að lokaflautinu. (Þarna spilar svo liður nr. 1 með leikmönnum. Þeir hafa ekki fengið tilfinninguna sem hefur ábyggilega plagað þá oft í leikjum í vetur að “þetta þýðir ekkert, dómarinn mun ráða lyktum leiksins hvað sem við gerum” og svo misst móðinn í framhaldinu.) Málsgreinin innan svigans er bara pæling um hvernig stendur á að liðið hefir ekki klárað leiki og stundum eins og misst móðinn í mótlæti í dómgæslunnar í leikjum á Englandi.

    Ég er nefnilega sammála Sig. Ein #10 að mér finnst að leikmenn liðsins oft hafa komið inn á völlinn og spilað vel, barist vel allir sem einn og verið betri aðili leikja. En svo hafa komið ákvarðanir og dómgæsla bæði VAR og vallardómari og beinlínis eyðilagt leiki fyrir liðinu með dómgæslu sem snýst um að dæma lið en ekki leiki. Þetta hlýtur að vera niðurdrepandi og móralsk mjög skemmandi. Þessu verður að ljúka og Liverpool verður að fá dómgæslu eins og þau lið fá sem verið er að spila við.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  17. Varðandi VAR, sem hefur í allt of mörgum tilvikum leikið okkur grátt. Tökum flautukörfu sem dæmi, þegar leikmaður hefur sleppt bolta í skoti og flauta gellur, telst karfa gild þó eftir millisekúndu sé flautað eftir skot. Þetta er erfiðra að samræma í fótbolta, þ.e. hvenar bolta er spyrnt, síðan að meta það samtímis hvenar samherji tekst á við að ná boltanum. Það er nefnilega þannig, við höfum mjög snögga framherja, eiginlega með þeim sneggstu í boltanum, rangstæðan sníst um að vera nærstur marki andstæðinga, hins vegar virðist ekkert tillit tekið til hvenar bolta er spyrnt sem sendingu, og þess að vera sneggri en andstæðingurinn í boltann, hefur mikið að gera með viðbragð. Nóg með þetta VAR raus, flottur leikur. M.Salah lofaði okkur þessu, fram að þessu staðið við það, megi allar vættir heimsins gefa að svo verði áfram. Ekki það að vættirnar hverjar sem eru, eru ekki neinir sérstakir vinir í raun.

    YNWA

  18. City að vinna deildina og Liverpool er svona lið eins tímabils. Þett stefnir í langa bið aftur eftir næsta titli?

    1
    • Nei nei, það er mun styttra í næsta deildarsigur hjá okkur en hjá ykkur, júnæted. Það er reyndar bara fínt að sólskerið nái rönni annað slagði því þá fær hann ekki sparkið.

      8
  19. Enginn Ali eða Kelleher á æfingu í gær. Adrian í markinu um helgina?

Liðið gegn RB Leipzig

Grannaslagur á laugardag