Gullkastið – Þegar sýður uppúr þá þrífur maður eldavélina

Það blæs verulega á móti hjá okkar mönnum og alls kyns furðusögur verið á lofti um helgina eftir slæmt tap gegn Leicester í leik sem var reyndar að svona 75% leiti nokkuð vel spilaður af okkar mönnum. Leipzig í Meistaradeildinni annað kvöld, Everton um helgina og meiðslalistinn svo langur að Ingó Tóta er að semja lag um hann.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 324

14 Comments

 1. Sælir félagar

  Takk fyrir góðan þátt og sálarbjargandi. Sammála ykkur um að Klopp er meira virði en hvaða leikmaður sem er og á að vera á Anfield eins lengi og hann vill sjálfur og svo hefi ég ábilandi trú á því að liðið nái sér á strik aftur á þessu misseri. Þetta tvennt segir samt ekki að ekki megi gagnrýna sumt af því sem hann gerir og hefir gert saman ber Danaleikinn í haust. Það eina sem mér fannst vanta hjá ykkur var spá fyrir leikina tvo og mér finnst það dauft af ykkur að þora ekki að spá. Mín von er 1 – 1 í kvöld og 3 – 1 fyrir Liverpool á laugardaginn.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
  • Haha við bara steingleymdum að spá svo einfalt var það. Held bara í fyrsta skipti.
   Daníel var líka fljótur að skamma okkur fyrir það.

   2
  • Hér er ekki töluð golffranskan, átti nú reyndar viðurnefnið sauður út frá búsetu á Norðurlandinu sem svo að betur fer varð að Maggi mark síðar.

   Ég skorast ekki undan áskorun míns fyrrum umsjónarkennara.

   Leipzig – Liverpool= 2-2 og Liverpool – Everton= 1-0.

   5
   • Takk fyrir þetta félagar og sauðirnir er nú bara gæluorð í mínum munni og aldrei notað nema um góða drengi í mínu lífi. Sauðskepnan hélt lífi í þjóðinni um aldaraðir og forustufé (sauðir) eru einhverjar mekilegustu skepnur íslenska dýraríkisins og eiga mjög fáa sína líka í universinu 🙂

    6
 2. Er skit hræddur við næstu 2 leiki.

  Everton er i flottri stöðu til að vinna okkur a Annfield, jafna okkur að stigum og eiga 2 leiki a okkur, eins og Aston Villa

  Synist við vera þa i 8-10 sæti

  1
 3. Ást og hatur. Já það má segja að það sé stutt á milli ástar og haturs í fótboltanum.
  Hver er merking YNWA ? Nær merkingin eingöngu yfir þá tíma sem Liverpool gengur vel en ekki í gildi þegar illa árar ? þegar stuðnigur þarf að vera sem mestur.
  Árið 2020 elskuðu stauðningsmenn Liverpool, skáluðu, glöddust og draumar þeirra rættust. Nokkrir bikarar í höfn. Besta lið í heimi, KLOPP sá besti, magnaðasti ever og kominn í dýrlinga tölu. Firmino elskaður og dáður ásamt fleirum og við Poolara áttum heiminn skuldlaust. Skál, kampavín og gleði.
  Það er sorglegat að sjá skrif Poolarar í dag þegar illa gengur……Firmino glataður – selja hann, Klopp búinn að missa klefann-reka hann o.s.fv., Thiago var fagnað í byrjun en liggur undir ámæli í dag. Í dag er allt á suðupunkti……sigrarnir í fortíðinni….. Jota keyptur og sló í gegn skoraði 9 mörk áður en hann meiddist og munar um það. Hvernig er hægt að ætlast til þess að liðið sé i fyrsta sæti deildarinnar með neðangreinda leikmenn meira og minna meidda ???
  • Virgil Van Dijk
  • Joe Gomez
  • Joel Matip
  • Diogo Jota
  • Naby Keita
  • Fabinho
  • Sadio Mane
  • Alex Oxlade-Chamberlain
  • Xherdan Shaqiri
  • Fabinho
  • James Milner
  Svo má ekki gleyma leikmönnum sem eiga ekki heima í liðinu og eru endalaust á örorkubótum eða á bekknum og það kostar milljónir punda.
  Hvaða lið annað en Liverpool gæti verið í 4-5 sæti í dag miðað við aðstæður ???
  Önnur lið en Liverpool hafa verið brokkgeng að undanförnu að undanskildu Mancity svo sem Tottenham sem hefur tapað síðustu leikjum, S.hampton, Everton í dag fyrir Fulham o.s.fv. og United í byrjun og áhangendur vildu Solskjer í burtu (Nú þegja þeir), Gylfi Sig var elskaður og dáður þangað til síðastliðinn vetur er hann floppaði og þá komu dómarnir: Útbrunninn, ömurlegar, losna við hann o.fl.o.fl…..en í dag er hann að slá í gegn aftur 😉 Hver segir að t.d. Firmino sem er dæmdur í dag geti ekki komið aftur til baka ???
  Stattu með liðinu sem þú fagnaðir öllum titlunum með árið 2020….það gera sannir poolarar. Nú er þörf ! Það er spurning hvernig sumir túlka YNWA…….ef ekki nú þá aldrei !!!
  Alltaf gott að vera í dómarasætinu bakvið imbann og þurfa ekki að bera ábyrgð.

  19
 4. “A lot of football success is in the mind. You must believe you are the best and then make sure that you are”

  Þessi orð voru sögð af okkar mikla meistara eitt sinn og eiga vel við akkurat núna okkar menn þurfa að finna aftur mojoið sitt og það mun koma !

  YNWA !

  5
 5. En Maggi, hvað finnst þér um að fimmtugur dómari sé að höffa og pöffa um völlinn í ensku úrvalsdeildinni? Ég skaut á þig spurningu um daginn, eftir síðasta podcast, og var þá að velta fyrir mér þyngd, hraða og aldri Jon Moss. Hvenær finnst þér að dómarar eigi að láta gott heita?

  3
 6. Takk fyrir frábæran þátt strákar alltaf gaman að hlusta á ykkur
  Þið eruð svona einhverskonar sálu bjarkarar ( ef maður segir það svona Er bara ekki viss )
  Á svona tímum þá held ég svo á til að Bjarka okkur hinum að þið mættuð hugsa ykkur um að hafa svona annað slagið tvo þætti sumar vikurnar eins og til dæmis eftir Meistaradeildar leiki
  Bara svona til um hugsunar
  En annað takk kærlega fyrir ykkar frábæra framlag

 7. Sammála ykkur í hlaðvarpinu að við höfum verið mjög flottir en klúðrum svo dæminu með mistökum. Það er ekki eins og við séum að spila mjög illa (eins og júnæted hefur gert í mörg ár) þannig að það er mjög stutt í næsta rönn hjá okkur.

Red Bull liðið í Leipzig

Liðið gegn RB Leipzig