Byrjunarliðið vs. Chelsea í Istanbul

Nú styttist í upphafssparkið á úrslitaleiknum um UEFA Super Cup og spennan magnast í Istanbul. Rauði herinn hefur þrisvar sinnum hampað titlinum í sögu sinni en það var árin 1977, 2001 og 2005. Þessi ágæti silfraði verðlaunagripur verður seint kallaður sá mikilvægasti í knattspyrnunni en bikar er bikar er bikar og til þess að vera gjaldgengur í að spila leikinn þá þarftu að hafa unnið Evróputitil. Þátttaka í úrslitaleiknum er því eingöngu fyrir hina útvöldu og sigursælu og við viljum að sjálfsögðu landa öllum titlum sem Liverpool keppir um.

Mótherjinn að þessu sinni eru hinir engilsaxnesku Chelsea en þetta er í fyrsta sinn sem um al-enskan Super Cup er að ræða. Lampard og lærisveinar hans fengu flengingu í fyrsta keppnisleiknum undir hans stjórn og þeir gætu því mætt sem sært ljón í þennan leik. Í það minnsta þá hafa báðir stjórar gert upp huga sinn varðandi byrjunarliðin og þau eru eftirfarandi:

Liverpool: Adrian, Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Mane, Salah.

Bekkurinn: Lonergan, Kelleher, Wijnaldum, Firmino, Lallana, Shaqiri, Brewster, Origi, Hoever, Alexander-Arnold, Elliott.

Það sem helst vekur eftirtekt er að Mané kemur inn í byrjunarliðið en Bobby Firmino sest á bekkinn. Einnig koma Englendingarnir Milner og Henderson inn í liðið og Origi fær sér sæti á bekknum ásamt Wijnaldum. En Chelsea setja sitt lið svona upp

Pulisic sem olli okkur miklum vandræðum gegn Dortmund sumarið 2018 byrjar inná og einnig Kante sem ku vera tæpur á meiðslum. Að öðru leyti mátti alveg búast við þessari uppstillingu og bara game on.

MONTE CARLO, MONACO – AUGUST 26: Liverpool celebrates after winning the UEFA Super Cup match between Liverpool and CSKA Moscow at the Stade Louis II on August 26, 2005 in Monte Carlo, Monaco. (Photo by Shaun Botterill/Getty Images)

Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir neistaflugi ásamt þrumum og eldingum þegar leikar hefjast og gerum heimtingu um heavy metal músík að hætti Klopp frá fyrstu mínútu. Upphitunarlagið er því í takt við tilefnið og verða hlustendur þrumulostnir að hlusta á þessa rafmögnuðu rokkhunda. Vonandi verða rauðklæddu stuttbuxnastrákarnir okkar í álíka stuði og hinn síungi Angus Young í þessu lagi. Hækka í græjunum!!

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.

77 Comments

 1. Athyglisvert byrjunarlið. Gæti verið að Chamberlain sé vængmaður í þessum leik ? Hann hefur bæði reynsluna og hraðan til að gera það. Gott að vita að við erum bæði með Shaqiri og Origi á bekknum svo nóg er af breidd í þessar vængmannsstöður.

  Ég held að liðsuppstillingin verði svona

  Mane – Salah- Chamberlain.
  Milner – Fabinho – Henderson
  Robertson -Van Dijk- Matip – Gomez.
  Adrian.

  Ég er mest forvitnastur um hvernig Adrian standi sig. Mín kenning er sú að ef hann er laus við óþarfa klúður bitnar fjarvera Alison ekkert of mikið á Liverpool nema að því leitinu til að Alison varði oft eitthvað sem á ekki að vera hægt og hvað hann er góður bæði í að spila með fótunum sem hálfgerður sweeper og hvað hann er kastlangur með höndum.
  Ég vona innilega að hann standi sig. Liðið þarf á því að halda.

  Meðan geta Adrians er óskrifað blað hjá mér ætla ég meira að vonast eftir sigri en að búast við honum. Chelsa er gott lið og úrslitin gegn Man Und sögðu ekki alla söguna. Þeir sóttu vel á Man Und í síðari hálfleik og vörn Man Und hafði batnað til muna frá síðasta tímabili og þeir voru leyftusnöggir að fara í skyndisóknir. Man Und var í óskastöðu í hálfleik til að bæta við mörkum vegna þess að Chelsea þurfti að sækja.

  1
 2. Ég er svo sáttur með að við seldum Simon Mignolet. Hefði ekki getað þetta með hann sem nr.2 og í markinu í dag.

  Mikilvægur leikur framundan – 2-0 sigur Salah með mörkin. Bikar í hús.

  Áfram Klopp og áfram Liverpool !!!

 3. Like!! I blog quite often and I genuinely thank you for your information. The article has truly peaked my interest.

 4. Veit einhver hvar Liverpool er að spila í kvöld?
  Sé bara þessa bláklæddu.

  3
 5. Hrikalega flot vornin. 2 Chelsea leikmenn gegn 6-7 liverpool monnum og eitt audvelt hlaup inn fyrir og daudafaeri. Hraedileg varnarvinna. Ansi lin frammistada hingad til, vonandi rifa their sig i gang i seinni halfleik.

  3
 6. Þetta er búið chelsea vinnur, klopp er að hvíla menn. Uxinn sést ekki á vellinum, fór hann heim?

  2
 7. Þetta er nú ekki aðlaðandi bolti sem við erum að spila er þetta bikar númer 2 á 2 vikum sem við erum að fara að tapa. Afhverju í andskotanum er Firminho ekki með Ox hefur ekki sést allan leikinn var búin að gleyma að hann væri inná.

  2
 8. Búnir að vera einum færri allan hálfleikinn, Uxinn er alveg týndur. Klopp hlýtur að messa yfir mönnum í hálfleik og gera einhverja breytingu.

  3
 9. Flottar 10 mín og svo bara hættu menn að spila og chelsea hafa átt þenna fyrri hálfleik að mestu leyti.
  Champo hefur nákvæmlega ekkert sést í þessum leik og vona ég að Firmino eða Origi komi inná strax. Og svo mætti skella Trent í bakvörðinn.

  1
 10. TIL HÁBORUNNAR FKN SKAMMAR.
  KLOPP TAPAR URSLITA LEIKJUM TIL GAMANS
  ÉG SKAMMAST MÍN!!!!!!

  2
  • Caps lock virðist vera fast inni hjá þér.

   10
 11. minnir mann á eitthvað af þessum 10 æfingaleikjum sem töpuðust fyrir stuttu kanski ástæðan fyrir því að menn hlaupa eins og þeir séu 10 kg of þungir

  2
 12. Afburðalélegt og varnarleikurinn í markinu var barnalegur.

  Firmino og Wijnaldum inná í hálfleik fyrir Milner og AOC.

  3
 13. Mjög lélegur hálfleikur hjá okkar mönnum.
  Byrjuðum af krafti fyrstu 15 mín. Vorum í hápressu sem virkaði og fengum nokkur færi.

  Svo var eins og við misstum öll tök á leiknum, þeir náðu að lesa okkar leik og eignuðu sér miðsvæðið. Varnarleikurinn okkar hefur verið lélegur allt undirbúningstímabilið og hefur ekki verið sanfærandi gegn City eða Norwich, þetta vandamál heldur áfram í dag þar sem við eru rosalega flatir og Chelsea fá nóg af tíma fyrir framan vörnina til að stinga í gegn.

  Það hefur engin leikmaður hjá okkur verið góður í dag.
  Fabinho er að eiga skelfilegan leik þar sem hann er að tapa boltan og er alls ekki að standa sig að verja varnarlínuna okkar.
  Ox var týndur í 45 mín og vona ég að hann fari útaf í hálfleik fyrir Firmino.
  Varnarlínan er einfaldlega ekki að gera sig og miðjumenn okkar eru að tapa þeiri baráttu.

  Góðu fréttirnar eru að staðan er aðeins 0-1 og við höfum verið að fá færi í þessum leik og þurfum núna að sýna það í síðari hálfleik að okkur langar í þessa dollu

  YNWA

  4
 14. Hvað er Gomez að gera í hægri bak getur einhver með viti útskýrt þetta fyrir mér því ég á erfitt með mig núna er bæði reiður og pirraður að Klopp sé að reyna þetta helvítis bull enn eina ferðina.

  4
 15. Vörnin er ekki eins sterk og á síðasta tímabili. Pedro og Giroud voru að finna of mikið af svæðum fyrir aftan bakverðina eins og sást í markinu sem þeir skoruðu. Mér fanst allt púður fara úr Liverpoolliðinu eftir 20 minutur og Chelsea átti ekki í neinum voðalegum vandræðum að loka fyrir alla sóknarmöguleika.

  Sem betur fer er nóg af vopnum á bekknum eins og Origi, Shaqiri og Firmino og einnig Trent Alezsander. Nú veit ég ekki hvort það þurfi bara að laga eilítið af hlutum til að koma í veg fyrir varnarlekann og snúa vörn í sókn en sem horfir mun Liverpool tapa þessum leik.

  Miðað við þessa spilamennsku getur Liverpool prísað sig sælt við að ná meistaradeildarsæti. Það þarf að laga mikið af hlutum til þess að liðið fari að rúlla.

  Mér finnst Adrian hafa staðið sig vel í þessum hálfleik og þetta mark var ekki við hann að sakast. Hann varði meðal annars dauðafæri og átti þónokkuð af inngripum. Hann er ekki ástæðan fyrir því að Liverpool er undir. Það er aðallega óásættanlegur varnarleikur og hvað sóknin er bitlaus.

  2
 16. Það er oft verið að flækja þessa íþrótt of mikið. Chelsea vill bara meira vinna þennan titil. Miklu meiri ákvafi, næstum alltaf fyrstir í boltann. Meir að segja er Zuma að spila vel!!!

  2
 17. Þetta er hörmungar frammistaða 2 skiptingar í hálfleik ekkert minna.

  1
 18. Af hverju er Firmino ekki í byrjjunarliðinu? Af hverju eru bæði Henderson og Milner á miðjunni? Af hverju er Uxinn inná. Hann hefur ekki sést allan leikinn. Af hverju er Gomes ekkert betri varnarlega en TAA. Artnold er líka miklu betyri sóknarlega. Hvernig væri að Klopp tæki aðeins til í hausnum á mönnum í leikhléinu. Þvílíkur drullubolti sem okkar menn eru að spila. Andskotinn bara.

  Það er nú þannig

  6
 19. TAA er svona 10x betri framávið en Gomez það vita allir enda er Gomez miðvörður Gomez er mögulega á pari TAA í vörn kanski betri í sumu en það er EKKI að sýna sig að við séum með hann VVD og Matip inná sama tíma þetta hægir á okkur framávið og kantarnir fá ekki sama flæði og er venjulega ég er algjörlega á móti þessari uppstillingu mér er sama hvort það er Westham eða Barca sem við spilum á móti þú notar TRENT og Robertson bestu bakverði í evrópu á sama tíma nema þeir séu einfaldlega meiddir eða í banni. PUNKTUR.

  2
 20. Ox hefur ekki sést í leiknum gætum alveg eins verið einum færri. Pulisic sem ég hélt að væri á leið til Liverpool vegna Klopp þegar hann var seldur er að eiga stórleik. Spurning hvað er í gangi hjá Liverpool. Salah og bestu leikmenn liðsins eru ekki að nenna þessu lengi ef stjórnin sýnir engan vilja til að styrkja liðið.

 21. Heitasta helvítis helvíti, hvaða rugl var þessi hálfleikur?
  Það þarf 4-5 skiptingar.
  Maður heldur í vonina.

  3
 22. Leikurinn er auðvitað bara hálfnaður en maður skynjar áhugaleysi og þreytu. Ég vill sjá Henderson lyfta bikar í dag.

  1
 23. Firmino strax með assist. Frábær eins og alltaf.

  Uxinn alveg gagnslaus. Virðist hafa tapað gjörsamlega öllu eftir meiðslin.

  Gomez einnig lélegur. Inn með TAA takk.

  2
 24. Vá hvað Firmino er góður, þetta er bara annað lið eftir að hann kom inná.

  3
 25. Hvað er að frétta af varnarlínunni. Afhverju eru þeir svona hátt, öll lið hlaupa í gegnum þá.

  2
 26. Rándýrt að fara í framlengingu í svona tilgangslausum leik. Gæti kostað um helgina.

 27. Salah er ekki hafinn yfir gagnrýni og hann er allt of oft að klappa boltanum í stað þess að taka snertinguna og koma honum í spilið.

 28. Mané er bara ótrúlegur og þetta hlaup hjá honum í aðdragandanum var sublime.

  Firmino þarf að krota undir 10 ára samning.

  1
 29. Meistari Firmino með assist #2.

  Frábærlega klárað hjá Senegalska Kónginum.

  1
 30. Gat verið að varamarkmaðurinn þyrfti að gefa víti.

  Algjör gjöf. Glórulaust úthlaup.

  4
  • Er Liverpool ekki núna búnir að vinna flesta tilta á englandi ( einum fleirra en m, utd )

   2
 31. Ég hefi orðið trylltur ef þetta hefði gerst hinumegin á vellinum og Liverpool ekki fengið víti. Þannig að ég ætla ekki að kvarta yfir þessum dómi

  2
 32. Uff get ekki þolað að tapa tveim bikurum í röð í vitó
  Koma svo liverpool

  1
 33. Til hamingju öll – (en vællinn í sumum hérna er yfigengilegur).

  6
 34. Vá þvílík veisla sá fyrsti kominn í hús vonandi af mörgum þetta tímabil . Höfum átt betri leiki en hverjum er ekki sama vi? unnum ?

 35. Þetta er algjör veisla að lesa eftir á. Þarna eru þvilikir meistarar að commenta a leikinn. Ég er í hláturskasti yfir þvi, hvers konar aular þið eruð. Jákvæðir og neikvæðir eftir þvi sem hentar. Ekkert pepp og enginn stuðningur. Þið minnið á fyrverandi manninn minn.

  2

Ofurbikarinn á morgun

Liverpool 2-2 Chelsea