Liverpool 2-2 Chelsea

 

Mörkin

0-1   Olivier Giroud 36.mín
1-1   Sadio Mané 48.mín
2-1   Sadio Mané 95.mín
2-2   Jorginho 101.mín

5-4 eftir vítaspyrnukeppni

 

Maður leiksins í Super Cup

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Leikurinn

Liverpool byrjuðu leikinn vel og fyrstu 10 mínúturnar þá vorum við sterkari aðilinn. Salah smellti í gott skot á 16.mínútu en Kepa varði vel. En fljótlega fór að halla undan fæti og Chelsea tóku yfir leikinn. Sérstakleg var miðsvæðið fjarverandi og var auðveldlega valtað yfir það í brimsjó af bylgjum. Á 22.mín þá komst Pedro í gott færi en samlandi hans í LFC-markinu varði skotið í þverslánna og í burtu.

Á þessum tímapunkti réðu Chelsea lögum og lofum á vellinum og það kom engum á óvart þegar þeir tóku forustuna með góðri sókn sem endaði með marki Giroud. Ef eitthvað þá vorum við heppnir stuttu síðar að glæsilegt mark Pulisic var réttilega dæmt ógilt sökum rangstöðu með aðstoð VAR. Okkar menn í raun í ruglinu á þessum tímapunkti og hálfleikshléð kærkomið.

0-1 í hálfleik

Í hálfleik var Firmino skipt inná fyrir Oxla1-1-de-Chamberlain sem hafði verið týndur í leiknum og við þessa einu breytingu lifnaði allt lið Liverpool snögglega við. Svo mjög að eftir 3 mínútur höfðu okkar menn jafnað leikinn. Fabinho vippaði boltanum í boxið og snerting Firmino kom boltanum á Mané sem sendi boltanum yfir marklínuna. Forljótt mark en í úrslitaleikjum þá eru öll slík mörk falleg fyrir þitt lið.

Liverpool héldu pressunni áfram eftir markið og stefndi allt í að við myndum valta yfir bláliða. En þeir náðu að safna vopnum sínum og um miðbik seinni hálfleiks var komið jafnvægi í leikinn. Ef eitthvað er þá keyrðu Chelsea til sigurs og tókst að koma boltanum í netið en réttilega var markið dæmt af. Þreyta var klárlega farin að setja mark sitt á leikinn og venjulegur leiktími fjaraði út.

1-1 eftir venjulegan leiktíma

Þó að allir útlimir væru lúnir þá virtis Klopp ná að peppa sína menn upp í framlenginguna. Svo fjandi fjarska vel að eftir 5 mínútur settum við hið ágætasta mark. Enn og aftur var varamaðurinn Firmino partur af því sem best er gert. Keyrði upp vinstra megin við vítateiginn og lagði svo glæsilega upp á Mané sem mætti og hamraði glæsilegt mark upp í þaknetið. Geggjað mark og allir glaðir.

Sigurmark héldu flestir en einungis 5 mín síðar keyrðu Chelsea í sókn og Adrian braut klaufalega á Abraham í teignum og víti dæmt. Jorginho slúttaði vítinu af fagmennsku og aftur voru leikar jafnir. Þreytumerki voru augljós á leikmönnum sem luku þó leiknum með sæmd á tveimur fótum flestir.

2-2 eftir framlengingu

Vítaspyrnukeppni aftur eftir að hafa tapað einni slíkri gegn Man City um daginn í löggiltum æfingarleik skv. enska knattspyrnusambandinu. Í stuttu máli sagt þá unnum við þess vító sem meira máli skipti og Adrian var að sjálfsögðu hetjan með markvörslu í lokaspyrnunni.

Í raun eru mín skýrsluorð fullkomlega óþörf þegar að Klopp orðar þetta svona fullkomlega með tilheyrandi Rocky-tilvitnunum.

Maður leiksins

Niðurstaða könnunarinnar mun gefa lokaorð með mann leiksins en að mati pistlahöfundar þá var Mané maður leiksins með sín mörk og þétt að hans baki kom Firmino sem kom inná í hálfleik sem leiðrétting á mistökum stjóra síns. Innkoman hjá meistara Bobby breytti leiknum okkur í hag þegar við vorum undir og án hans þá hefði niðurstaðan verið önnur.

Umræðan

Liverpool unnu Super Cup og það er hinn fínasti bikar til að flagga. Stærstu kampavínsflöskurnar verða kannski ekki afkorkaðar en þetta er alvöru bikar sem skráður verður á vegg meistaranna. Það er líka hinn besti siður að vinna úrslitaleiki og vítaspyrnukeppnir þannig að allir slíkir sigrar eru velkomnir á heimilum Liverpool-manna. Klopp hefur heldur ekki besta record í úrslitaleikjum og frábært að peppa upp þá tölfræði með því að klára þennan leik við erfiðar aðstæður. Við þetta má bæta gullfallegum myndum af meisturum á þessum ágæta tengli.

YNWA

48 Comments

  1. Adrian. Frá skúrk yfir í hetju. Love it!

    Vorum ótrúlega lélegir heilt yfir. Sérstaklega varnarlega. En það gleymist á augabragði þegar titlum er landað.

    Nú er bara að láta alla sem spiluðu liggja í vígðu vatni með mikið af ís og vona að menn jafni sig fyrir laugardaginn.

    Áfram Liverpool YNWA!

    2
  2. Flottur titill í safnið!

    Til hamingju allir, kæru púllarar.

    6
  3. Ef þetta er ekki stórmeistarabragur þá veit ég ekki hvað, eigum ömurlegan leik en skilum titlinum heim. Frábært kvöld!

    4
  4. Hrikalega sætt að vinna þetta á vítum!

    En Klopp verður samt að taka á sig handónýta uppstillingu liðsins í upphafi.

    5
  5. Sæl og blessuð.

    Ég segi bara eins og Rocky: ,,Yo Adrian [we] did it!”

    Ferlega sætt að bæta við einum bikar enn í baráttusigri. Chelsea á mikið hrós skilið. Spiluðu ótrúlega vel og voru gríðarlega hættulegir. Verður gaman að fylgjast með þeim í vetur.

    En öskubuska dagsins er auðvitað okkar maður í markinu.

    Glæsilegt!

    4
  6. Í leiknum um samfélagssköldin tapaði betra liðið, við. Í þessum leik tapaði líka betra liðið, Chelsae, í bæði skiptin á einni vítaspyrnu. Liðið okkar olli mér vonbrigðum, en hafa ber í huga að það er byrjun móts, lykilmenn að mæta eftir álfukeppnir í sumar. En til hamingju öll, sigurinn er okkar.

    YNWA

    3
  7. Það hefði ekki verið gaman að tapa tveimur bikurum á vító og hvað þá eftir 120 mín leik þar sem menn voru gjörsamlega búnir.
    Liverpool byrjaði betur í þessum leik en Chelsea átti síðasta hálftíman í fyrirhálfleik og voru sangjart yfir.
    Í síðari hálfleik þá byrjuðu okkar menn aftur betur og er allt annað að sjá sóknarleikinn með Firmino inná vellinum og jöfnuðum við mjög sangjart.
    Í framleginguni virkuðum við mjög þreyttir, skoruðum reyndar gott mark og fengum svo annað á okkur sem Adrian gerði misstök en hann breyttist í hetju í vító.

    Adrian 6 – átti fínan leik en er ekki í sama klassa og Alison eins og var vitað. Seldi sig illa í vítíni þar sem hann bauð uppá þetta en varði í vító sem gerir hann að hetju dagsins(aldrei víti að mínu mati)
    Gomez 4 – átti einfaldlega mjög lélegan dag og skipti litlu hvoru megin hann var að verjast eða sækja.
    Dijk 7 – Mjög solid leikur hjá honum. Virkaði sá trausti í vörninni
    Matip 6- átti fínan leik í kvöld. Sýndi bæði frábæra takta og svo hljóp hann úr stöðu tvisvar sinnum mjög illa sem galopnaði vörnina okkar.
    Andy 6 – Solid leikur hjá kappanum, var ekki eins áberandi í sóknarleiknum og oft áður sökum þess að Chelsea voru að sækja mikið en var alltaf á fullu upp og niður.
    Fabinho 5 – var gjörsamlega skelfilegur í fyrirhálfleik og náði sér ekki alveg á strik í þessum leik en hann er samt orðinn algjör lykilmaður í þessu liði þrátt fyrir að þetta var ekki hans besti leikur(hef aldrei séð hann tapa eins mörgum boltum í einum leik)
    Henderson 6 – fyrirliðinn gjörsamlega á fullu í þessum leik en það kom ekki mikið úr því en hann var mjög duglegur að bjarga bakvörðunum með því að aðstoða þá í þessum leik.
    Milner 5 – Vinnsla til fyrirmyndar en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn liðsins.
    Ox 4 – Átti mjög lélegar 45 mín, var gjörsamlegar týndur og virtist alltaf vera að gera röngu hlutina bæði þegar liðið var með boltan eða án hans.
    Salah 7 – Það dró aðeins úr honum þegar fór að líða á leikinn en hann var sífelt ógnandi og létt varnarmenn Chelsea hafa fyrir hlutunum í kvöld.
    Mane 8 – Fyrsti leikurinn á tímabilinu sem hann byrjar og spilaði hann 102 mín og skoraði tvö flott mörk og á bara eftir að verða betri.

    Firmino 9 – Kom inná í hálfleik og gjörbreytti leiknum. Hann virkaði samt mjög þreyttur snemma í framleginguni en þeir sem efast um mikilvægi hans geta horft á þennan leik. Lagði upp bæði mörkinn.
    Gini 6 – Eins og aðrir miðjumenn liðsins vantaði ekki vinnsluna en hefur átt betri leiki.
    Trent 5 – Komst lítið í takt við leikinn af bekknum en maður hefði haldið að hann ætti að virka manna ferskastur
    Origi 7 – Mér fannnst hann koma mjög sterkur inn en hann spilaði 20 mín og var frábært að sjá hann stundum einn í pressuni og ná að loka á sendingar sem gerðu það að verkum að þeir þurftu að sparka fram. Virkilega duglegur og ógnandi.

    LIVERPOOL komnir með SUPER CUP í hús og sá maður hvað þetta skipti Klopp og strákana miklu máli en þetta er stórbikar.

    Versta við þetta er að liðið þurfti að spila 120 mín í þessum leik og menn alveg búnir á þessu. Eigum 4 tíma flug eftir og lítin tíma til að undirbúa liðið fyrir laugardaginn. Kæmi mér ekkert á óvart ef kappar eins og Shaqiri/Lallana gætu byrjað næsta leik.

    YNWA – Það er búið að redda því að þetta verður ekki bikarlaust tímabil sem er frábært en okkur langar í meira.

    6
  8. Frekar slappur leikur hjá okkar mönnum, ansi þreyttir en það hafðist.

    2
    • Ég hef svo oft sagt það að Gomes á ekki að vera bakvörður hann kemur að mínu mati mikið betur út úr miðverði það var ógnvekjandi hvað oft hann var með fríann mann sem hann gleymdi fyrir aftan sig eða missti inn fyrir sig. Það verður líka að Jörfa til þess að bæði Ox og Gomes eru að koma til baka eftir allveg svakaleg meiðs og það er einu sinni þannig að sumir komast aldrei aftur í það form sem þeir voru í fyrir meiðsl. Það er líka mitt mat að Ox komi mikið betur út miðsvæðis en sem fremsti maður eða kantmaður á vinstri væng held að Klopp hafi allveg séð það líka í kvöld.
      En sigur er sigur og það skiptir mestu ásamt skemmtanagildi leikjanna.
      Til hamingju allir sem einn þetta var bara fyrsti af mörgum.

      YNWA.

      1
  9. Mane gjörsamlega geggjaður og fyrsti bikarinn í hús (staðfest)
    Þetta var erfiður leikur og sérstaklega að fara í 120 mín en það var þess virði.
    Til hamingju allir/öll með þennan bikar

    3
  10. Hæ. Þetta er ég sem var með caps lock takkann fastan inni. Ég er að éta góðan ullarsokk og smá rautt með. Held kjafti framvegis. En fyrri hálfleikurinn var versta sem ég hef séð í mörg ár.
    CHAMPIONS OF EUROPE
    SUPER CUP CHAMPIONS
    peace out.

    9
  11. Þetta var vissulega fyrsti bikarinn á þessu tímabili, en verður ekki sá síðasti.

    Ekki var þetta besti leikurinn sem við höfum séð með liðinu á síðustu misserum. En það gleymist fyrst bikarinn vannst. Líka ágætt að gefa Adrian auka sjálfstraust, ekki slæmt að hafa tryggt liðinu sínu bikar í sínum fyrsta leik í byrjunarliði.

    Nú er klárlega aðalmálið að tjasla mönnum saman og tryggja að það verði sótt 3 stig á laugardaginn. Það er einfaldlega ekki neitt svigrúm til að misstíga sig í deildinni. Greinilegt að liðið saknar Firmino mjög þegar hann er ekki inná, og hjálpaði svosem ekki hvað Oxlade-Chamberlain var ósýnilegur. Mögulega hefði Origi haft meiri áhrif, og það kæmi ekkert svakalega á óvart ef við sæjum hann byrja á laugardaginn. En við skulum bara treysta læknateyminu til að meta hvaða leikmenn verða í standi til að spila þá.

    3
  12. Finnst að margir hér á KOP.IS eigi að klára sokkinn sinn eftir sigur okkar manna. Erfiðar aðstæður og þetta Chelsea lið bara hreint ekkert slakt. Mane Salah Firmino allir geggjaðir í kvöld – það er fátt sem stoppar þá.

    5
  13. Var þetta besti leikur Liverpool ever.. langt í frá.. ekki versti leikurinn heldur.. en stundum þá er hægt að spila “illa” en vinna samt. Það er merki um gott lið.

    Það verður að taka með í reikninginn hitann og molluna sem er á þessum velli.
    Það er reyndar bara skammarlegt að úrslitaleikir séu leiknir í þessum löndum þar sem hitinn er vel fyrir meðallagi svona langt fram á kvöld.

    Miðað við aðstæður þá spiluðu bæði lið alveg þokkalega.. þetta var ekki neinn súperbolti hjá þeim en það er varla við öðru að búast svona snemma á tímabilinu.

    En svona blammeringar eins og hjá Halldóri og Dude… vá.. af hverju eruð þið eiginlega að fylgjast með Liverpool.
    Það er löngu vitað að það að halda með þeim er rússibanareið.. allt tímabilið..

    Þannig að ég held að þið ættuð annaðhvort að fara að styðja ykkar lið í gegnum súrt og sætt eða fara bara að halda með einhverju öðru liði.. allavega að róa ykkur aðeins..

    Auðvitað er liðið ekki hafið yfir gagnrýni.. en haldið þið að stjórn Liverpool heyri í ykkur??
    Held nefninlega ekki.

    Hvernig væri bara að skella lyklaborðinu niður í skúffu á meðan leiknum stendur og njóta leiksins.. svo að venta þegar tapið er í hús.. annars bara að grjóthalda kjafti á meðan leiknum stendur..

    Fátt sem pirrar mig meira en svona “stuðningsmenn”.

    /rant off

    YNWA

    39
    • Er löngu hættur að lesa komment sem eru skrifuð í hita leiksins því það er ekki þess virði að lesa það sem er skrifað meðan á leik stendur því það pirrar mann bara og ég hvet þig til að fara þá leið líka. Hef ekkert skoðað það sem þessir svart rausa kallar eða drengir eru að skrifa og ætla mér það ekki.

      YNWA.

      1
  14. unnum þetta helvíti.. slétt sama hvernig við gerðum það.

    komnir með dollu í hús og fríkeypis markaðurinn okkar vann vítaspyrnukeppni á móti dýrasta markmanni í heimi.. nýkominn og strax með medalíu um hálsinn.. þetta er sannkallað öskubusku ævintýri hjá honum.

    4
  15. Fannst flottasta mómentið í þessum leik þegar Klopp nánast afhenti sjálfum sér medalíuna.

    3
  16. Þetta var Dudek leikur hjá Adrian, hélt ekkert hreinu, átti hörku vörslur og var ólíklega hetjan í restina. Hans fyrsti bikar á ferlinum og það leyndi sér ekki hvað hann var sáttur. Klopp toppaði þetta svo í viðtalinu eftir leik.

    Maður leiksins var svo reyndar Kanté hjá Chelsea, hann er fáránlega góður. Með hann í svona gír þarf Chelsea bara einhverja 10 aðra með honum til að enda í topp 4. Leicester gerðu þetta reyndar og fóru alla leið.

    Það er mjög þungt verkefni framundan á laugardaginn gegn Southampton en vonandi gerir þessi sigur verkefnið auðveldara.

    7
  17. Adrian – 8 daga bið eftir Evrópubikar
    Man City – 125 ár – Enginn evrópubikar

    Allez Allez Allez

    Hrós á Chelsea. Betra liðið tapaði í dag alveg eins og betra liðið tapaði í leiknum um góðgerðarskjöldinn.

    Klára World Club cup og að minnsta kosti einn bikar í viðbót og þá verða jákvæðar minningar frá þessu tímabili.

    12
  18. N’Golo Kante gjörsamlega pakkaði miðjunni okkar saman í fyrri hálfleik. Geggjaður mótor í manninum.

    7
  19. Geggjað að fá bikar!

    Miðjan léleg í dag eins og í síðustu tveimur leikjum sem veldur því held ég að vörnin er á hælunum.
    Vona að Klopp nái að koma miðjunni í stand asap og væri til í að sjá Keita og Shaq fá séns.
    Ox átti hrikalegan leik enda er alveg ógeðslega langt síðan hann var að spila byrjunarliðsleik, vonandi kemst hann í sitt gamla form.
    Gomez á aldrei að vera tekinn fram yfir Trent i hægri bak þegar hann er heill og Matip er einfalda betri miðvörður en Gomez.

    3
  20. Sælir félagar

    Svona er fótboltinn, ekki alltaf sanngjarn en Lampard ætti að hugsa um af hverju hann spilaði ekki þessu byrjunarliði á móti MU. Þá hefði sá leikur farið á annan veg. Ég er sáttur með niðurstöðuna en leikur okkar manna var ekki til fyrirmyndar heilt yfir og uppstillingin með Firmino á bekknum var óskiljanleg. Ég ætla ekki að ræða einstaka leikmenn en anzi margir mega taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik. Annars bara góður.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  21. Chelsea betri og Kante frábær. Okkar menn virkuðu þungir og þreyttir og Ox týndur.
    Vító er svo mikið til spurning um heppni og hún datt okkar megin að þessu sinni.

    Sigurvegari kvöldsins er samt Southampton.

    2
    • Spurning með þetta víti. Aðstoðadómarinn flaggaði strax útspark og mér fannst hún í mun betri aðstöðu en dómarinn að sjá hvort þetta var víti eða ekki.

      1
  22. Sæl og blessuð

    Svo við víkjum nú talinu aftur að Mignolet þá verður að segjast að seinheppni hans ríður ekki við einteyming. Hann er eins og veiðimaður sem bíður allan daginn átekta við árbakkann og svo um leið og hann pakkar saman dótinu þá fyllist áin að fiski! Það hlýtur að vera spes fyrir hann að fylgjast með arftaka sínum ná því á einni viku sem honum auðnaðist aldrei að gera.

    Southampton leikurinn verður svo mikil prófraun á liðið. Væntanlega verður vörnin sjálfskipuð – reikna með að Gomezinn fái að vera á bekknum – en miðjan verður vafalítið ólík því sem var í gær. Lallana – Shaquiri – Ox/Milner/Hendo – Frammi verða Origi – Salah – Firmino.

    1
  23. Takk fyrir þetta leikmenn Liverpool og til hamingju Liverpool aðdáendur. Telst þessi bikar ekki til tímabilsins 2019-20 svo þá er kominn einn bikar þennan veturinn. Hefði samt frekar viljað vinna leikinn við MC bara af því að var þetta þreytandi MC lið. Hvernig ætli Adrian líði þessa dagana. Kominn yfir þrítug og hefur fyrir komu til Liverpool ekki verið beint í sénsunum til að vinna eitthvað. Eftir nokkra daga í vinnu í Liverpoolborg þarf hann að leysa einhvern besta markmann heims af hólmi og vinnur svo bikar þar sem hann fær hetjustimpil. Ef þetta rífur ekki upp sjálfstraustið hjá honum þá veit ég ekki hvað þarf til. Nú hefur hann traustið frá Klopp og verður að standa undir því.
    Annars er ég hæstánægður með sigurinn þó leikurinn hefði eflaust getað verið betri. Miður ágúst, 3 leikir búnir, þ.a. tveir langir úrslitaleikir og einn bikar í hús. Þetta er erfið byrjun og strax mikið álag á menn og vonandi ná menn að jafna sig fyrir næstu leiki. Einhver minntist á kolvitlausa uppstillingu Klopp með Ox inná. Þessu er ég bara alls ekki sammála. Í vetur verður að hrókera liðinu allmikið og Ox er í huga Klopp eflaust einn af 3-5 fyrir utan fyrsta lið sem koma mun við sögu í mjög mörgum leikjum. Drengurinn hreinlega verður að spila sig í form.

    8
  24. Til lukku öll.

    Með þessum sigri hefur Liverpool aftur náð þeirri stöðu að vera sigursælasta Enska liðið, með 46 “major trophis” unna.
    Einum meira en Man Utd.

    Gaman að því.

    16
  25. Hjalti , Klopp sagði nú bara sjálfur eftir leikinn að það hefði verið mistök hjá sér að láta OX byrja þannig eitthverjir höfðu nú bara víst rétt fyrir sér með það.

    Annars finnst mér persónulega full reynt að hafa 3 miðverði inná sama tíma hefði viljað sjá bara Trent byrja leikinn í stað Gomez hefði þýtt meiri ógn frammávið.
    Skiptir ekki öllu máli núna samt þetta spilaðist svona og þeir unnu í lokinn sem er það eina sem skiptir máli.

    2
  26. Hafliði þú telur þá alla titla nema Góðgerðarskjöldinn? Þar er staðan 21-15 fyrir MU. Ef ég gerist pínu leiðinlegur og spyrji er ekki Super cup bikar það sama og Góðgerðarskjöldurinn þ.e. meistarar að keppa sín á milli. Annars þarf bara að drífa sig fram úr MU þó Góð… skjöldur sé taldur með og það sem fyrst.

    1
    • Góðgerðarskjöldurinn telst ekki vera “major trophi”.
      Ég tók skýrt fram að um slíka titla væri að ræða 🙂

      2
  27. Smá útúrdúr … en Liverpool á 4 leikmenn á topp 6 yfir bestu leikmenn Evrópu síðasta tímabil, í Gullskós-forvali UEFA.

    Bara Messi og Ronaldo verma þessi sex eftstu sæti ásamt Van Dijk, Alisson, Mané og Salah.

    Við erum komin yfir Hodgon-tímabilið, gott fólk.

    Svo mikið er víst.

    7
  28. Langt í frá besti leikur LFC. Fyrri hálfleikur alveg skelfilegur, og ég bara vorkenni Ox, það er langt í að hann nái fyrra formi. Samt bikar og það er alltaf frábært. Firmino er í algjörum heimsklassa !

    Til hamingju púllarar nær og fjær. Vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju stórkostlegu !:-)

    1
  29. Finnst neikvæðnin í commentum á þessari síðu, (sérstaklega þegar okkar menn lenda undir í leikjum) verulega þreytt. Finnst jákvætt og skiljanlegt að leikmenn sem eru og verða undir miklu álagi í vetur eins og t.d. TAA, Bobby og Gini hafi verið hvíldir hluta af leiknum og ég treysti Klopp fullkomlega til að meta það hverju sinni. Menn geta verið sammála eða ósammála uppstillingunni í einstökum leikjum en að tala um að uppstillingin sé fáranleg (eða eitthvað þaðan af verra) í hvert einasta skipti sem að sterkustu ellefu eru ekki hafðir í byrjunarliðinu finnst mér amk. algjör óþarfi. Ágætisleikur hjá báðum liðum við erfiðar aðstæður. Kante, Pulisic, Firmino og Mane bestir.

    21
    • Mjög sammála þér. Ég forðast umræðuna hérna ef við vinnum ekki, sem betur fer gerist það mjög sjaldan þessi misserin.

      Núna er komin töluverð reynsla af titlum og ekki síst úrslitaleikjum í þetta frábæra lið okkar. Klopp er búinn að byggja upp hóp sem vill vinna allt og vonandi munum við fara langt í bikarkeppnunum líka. Við eigum þær alveg inni.

      8
    • Hjartanlega sammála Suso!
      Mér finnst Klopp strax vera byrjaður að rótera.
      Þessir þrír sem þú nefnir verða pottþétt allir í byrjunarliðinu gegn S´ton að mínu mati. Einnig Origi, Milner og Matip.
      Gomez, Henderson og Salah eða Mane hvíldir.
      Þetta er eina leiðin til að díla við alla þessa leiki sem framundan eru.
      P.S. Er líka sammála um nöldrið…..

      2
  30. Sælir félagar

    Það er sérkennilegt að fólk megi ekki hafa skoðanir á uppstillingu og frammistöðu leikmanna án þess að það sé talið nöldur og neikvæðni. Mér finnst að fólk sé almennt bara mjög jákvætt gagnvart liðinu og Klopp þó það sé ekki alltaf sammála því sem gert er. Ég held að þessi vettvangur hér sé umræðuvettvangur en ekki halelúja samkom. Þar sem fólk ræðir mál koma fram mismunandi skoðanir og viðhorf og hvað er að því. Að tala um nöldur og neikvæðni er mesta nöldrið sem hér sést í umræðum að mínu viti.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  31. Alveg sammála Sigkarli að gagnrýni á leikmenn og þjálfara varðandi frammistöðu og uppstillingu á 100% heima hér. Það sem ég furða mig á eru upphrópanir og dómsdagsspár hjá sumum í miðjum leik t.d. um slokknaðar titilvonir etc. Tímabilið er langt og við hljótum að hafa lært að hafa smá trú á verkefninu þó það komi slappur hálfleikur.

    2

Byrjunarliðið vs. Chelsea í Istanbul

Adrian tæpur á morgun