Opinn þráður – Liverpool-borg

Undanfarin ár höfum við reynt að deila reynslu okkar af Liverpool borg og tekið saman á sér síðu sem fjölmargir hafa nýtt sér þegar verið er að skipuleggja ferð til Liverpool. Þetta er auðvitað misjafnlega vel uppfært hjá okkur en úr því að við erum þessu endalausa landsleikjahléi datt okkur í hug að leita til ykkar. Ef þið hafið góða reynslu af veitingastöðum, hótelum eða annarri afþreyingu  sem við erum ekki með á okkar lista þá endilega segja frá því hérna í ummælum og við getum þá mögulega notað það í “Liverpool borg” síðuna okkar.

Eins bendum við á Miðar á Anfield síðuna hjá okkur þar sem hægt er að kaupa miða á velflesta heimaleiki Liverpool.

5 Comments

  1. Sæl verið þið félagar. Er að fara á Liverpool Cardiff þann 27. okt. Einhver pöbb nálægt Anfield sem er öðrum betri fyrir leik? Er ekki Park horfinn?
    YNWA

  2. Sælir hvernig er staðan á Kop ferðinni í næsta mánuði,er ekki undirbúningur í fullum gangi og menn orðnir peppaðir?

  3. Hér er einn sem er á leiðinni á leik LFC – Fulham!! Eru fréttir af þessari ferð væntanlegar?

  4. Ég er líka að fara á leikinn Liverpool – Fulham!

    með hvaða steikar stöðum mælið þið með í Liverpool ?
    og barir líka ?

Kvennalið Liverpool 2 – 1 Reading

Lykilmenn sendir heim meiddir