Lykilmenn sendir heim meiddir

Jurgen Klopp var ekkert himinlifandi neitt með þetta ömurlega leiðinlega landsleikjahlé sem við erum að afplána núna og skapið hefur væntanlega lítið skánað eftir því sem líður á það. Þrír lykilmenn Liverpool hafa nú þegar verið sendir heim vegna meiðsla!

Van Dijk spilaði allan leikinn í sigri Hollendinga á Þjóðverjum þar sem hann skoraði m.a. gott mark. Væntanlega er ekkert að honum og Klopp búinn að semja við Koeman um að fá hann heim fyrr enda Holland bara að spila vináttuleik í þessari viku. Hann er samt sendur heim undir því yfirskyni að hann sé ennþá að jafna sig af sínum meiðslum.

Fair play ef hann verður með um helgina.

Mo Salah skoraði eftir hornspyrnu fyrr í vikunni en fór meiddur af velli í sama leik. Hann er sagður meiddur í alvöru og var sendur fyrr heim þar sem hann er ekki leikfær í seinni leikinn hjá Egyptum. Ekki stórvægilegt en gæti kostnað hann 1-2 leiki hjá Liverpool.

Núna í kvöld eru svo að berast fréttir þess efnir að Mané hafi puttabrotnað og það á þumalputta sem hlítur að vera fáránlega vont.

Hann verður að teljast mjög tæpur fyrir Huddersfield.

Milner meiddist fyrir landsleikhahléð og svo fékk Henderson gult í leiknum gegn Króötum sem þíðir að hann er í banni gegn Spánverjum. Hann ákvað samt að vera áfram á Spáni enda einn af leiðtogum liðsins og fjölskyldan hans var búinn að bóka ferð á leikinn í Sevilla.

Braselía á svo leik annað kvöld þannig hópurinn gæti orðið nokkuð tæpur gegn Huddersfield.

14 Comments

 1. þetta hefði getað verið miklu verra fyrir okkur. Salah, Dijk, Mane og Millner meiddir. Pælið í því ef þetta væru okkar lykilmenn 😉

 2. Ég hef sagt þaðáður og segi það aftur.
  Ég hata landsleikjahlé!

 3. Við höfum Sturridge og svo er Lallana komin til baka, ég var búinn að gleyma hversu góður hann var.
  Fitt Lallana er einn af okkar bestu miðjumönnum, þannig að fá hann til baka verður mikilvægt fyrir okkur. Það er ágætt ef að Mane og eða Salah missi af leik eða tvem, við eigum góða leikmenn til taks sem munu þá leggja allt í sölurnar og nýta sénsinn.

 4. Einn daginn er talað um að bekkurinn hafi aldrei verið jafn sterkur og ef einhver meiðist þá fara úr límingunum, en ég hata landsleikjahlé.

 5. Já bekkurinn er sterkari en er nokk viss um að það fari um nokkra þegar verið að tala um að 4 lykil byrjunarliðs menn eru meiddir og eða tæpir. Vonum það besta og núna þurfa Shaqiri og fleiri að stíga upp það hlýtur að vera morgunljóst að liðið verður öðruvísi mannað á móti Huddersf.

 6. Ég elska landsleikjahlé þegar leikmenn Liverpool meiðast ekki. Jæja, fjórir lykilmenn meiddir, annaðhvort frá í örstuttan tíma eða nokkrar vikur. Ég held að sá sem var að blaðra hér á síðunni um að meiðsli Milner hefðu komið á besta tíma ætti að sleppa þvílíkri þvælu. Það er aldrei góður tími til að meiðast sama hvernig prógramm er undir, punktur.
  Nú reynir á Klopp og hópinn. Nú sést hvort hópurinn okkar er eins góður og við viljum meina. Nú fá menn eins og Sturrigde, Shagiri, Lallana og fleiri að láta ljós sitt skína. Nú komast etv einhverjir bráðefnilegir guttar úr unglingaliðunum á bekkinn. Nú er tími sannleikans að renna upp.

 7. Auðvitað er vont að missa menn í meiðsli en það hefur heyrst að Milner verði mögulega klár samkvæmt Mirror og einnig er líklegt að Virgil verði klár um helgina.

  Þá eru það Salah og Mané sem eru meiddir (að öllum líkindum) og inn fyrir þá koma Shaqiri og Sturridge/Lallana. Við höfum oft séð það svartara hvað varðar meiðsli en alveg hrikalegt að menn séu að æfa í 1 1/2 viku með landsliðinu og spila 2 leiki og menn detta í meiðsli bara útaf því.

  Ég þoli ekki þessi landsleikjahlé en við höfum séð það svartara.

  Áfram gakk og notum nú hópinn. Ég sé fyrir mér að Curtis Jones gæti mögulega komið inn á bekkinn eða jafnvel Solanke eða Origi koma inn líka.
  Persónulega finnst mér þetta spennandi að fá að sjá hópinn notaðann og fá ferskar lappir inn sem dauðlangar að sýna hvað þeir geta.

  YNWA – In Klopp We Trust!

 8. Já og Naby Keita var tekinn af velli fyrir lok fyrri hálfleiks í landsleik, með einhver óþægindi í mjöðm. Ekki batnar ástandið.

 9. Hjalti Þ#7, veit ekki hvort þú eigir við mín ummæli fyrir nokkrum greinum síðan. En, staðreyndin er einfaldlega sú að Milner meiddist, og þegar ég sagði að meiðsli hans hafi einhverntíma komið á hentugum tíma, þá hafi það verið þegar meiðslin áttu sér stað. Hann var orðin alvöru þreittur, landsleikjahlé var að koma, og síðan er prógrammið framundan á pappírnum í léttari kanntinum. Er sammála þér að það sé aldrei góður tími að meiðast, en manni sýnist það samt vera nánast órjúfanlegur hluti af leiknum. Þannig ég mótmæli því að ég hafi verið að blaðra, ég byggði einungis mat mitt á þeirri staðreynd að Milner meiddist. Svo eru Salah og Mane að bætast við, veit ekki með meiðsli Salah, og veit ekki hvernig puttabrotið hjá Mane hefur áhrif, en ímynda mér að hann fái ekki að spila með spelkur, þannig ekki gott.

  YNWA

 10. Van Dijk verður líklega í næsta leik. Samkvæmt nýjustu fréttum verður Salah það líka. Mane er puttabrotinn og hann þarf því líklega einhvern tíma til að jafna sig en ekki samt hægt að fullyrða því fótboltamenn spila oft með spelkur á meðan þeir eru að jafna sig af meiðslum. Það fer allt eftir eðli meiðslana hjá Mane. Keita hefur verið varamaður í undanförnum leikjum.

  Ég stend í þeirri meiningu að þetta er ekki jafnt slæmt og það virðist, þó það sé alltaf bölvanlegt að lykilmenn séu að fara í meiðsli út af lansleikjahléum. Sem betur fer er hópurinn breiður og ef bara Van Dijk og Salah spilar er hægt að stilla upp ógnarsterku liði.

 11. Naby Keita meiddur líka. Hélt utan um lærið og fór út af í fyrri hálfleik á móti Rúanda. Þetta landsleikjahlé er ömurlegt svo vægt sé til orða tekið. Vonandi að okkar menn sem eiga leiki í dag komi heilirút úr þessu rugli.

 12. Ég held að áhangendur LFC ættu að vera aðeins slakari yfir þessum “meiðslum” í landsleikjahléinu. Held að amk. sumt af þessu sé bara aðferð til að sleppa við vinaleikina og komast heim frá gagnslausu æfingaprógrammi með landsliðum. Þessi Nations League æfing er algert rugl, sérstaklega að byrja þetta veturinn eftir HM. Leikmenn bestu liðanna eru að spila alltof marga alvöru leiki árið 2018 — engin spurning að margir eru að reyna að sleppa við suma landsleiki sem skipta litlu.

  Og varðandi þetta tuð um að miðjan sé ekki nógu skapandi og allt það. Það er augljóst, og Klopp og aðrir í kringum liðið hafa talað um það, að markmið LFC upp að öðru landsleikjahléinu var einfaldlega að spila þannig að:
  a) ekki vera komnir svo langt á eftir City og öðrum að deildarkeppnin væri komin í vandræði
  b) tryggja að við gætum verið komnir í örugga stöðu í UCL með því að vinna báða leikina við Red Star
  c) nýir leikmenn þyrftu ekki að taka sína eldraun á móti erfiðustu liðunum sem við spilum allt árið

  Þetta hangir allt saman. Shaquiri er ekki nógu góður varnarmaður og hefur of margar feilsendingar til að gefa honum lausan tauminn og taka út miðjumann sem er þekkt stærð í að halda bolta og vinna leik. Keita verður skapandi maður á þessari miðju um leið og hann getur spilað svolítið meira í leikjum sem eru ekki eins mikilvægir og verið hefur. Sturridge er meiðslapúki og það er mjög gott að hafa hann í þeim pakka að hann komi inn í 30 mínútur eða svo. Það er núna fullt af auðveldum leikjum framundan þar sem ýmsir sem hafa verið fastamenna fá hvíld. Og Fabinho er lykill hérna sem verður að koma inn svo að hægt sé að hvíla Hendo og spila sóknarsinnaðari bolta þegar það á við (hann gefur frelsi til að færa miðjuna hærra því að hann er hraðari og sterkari en Hendo til baka). Miðað við meiðslasögu Hendo er heldur engin leið að hann geti spilað 2x í viku í langan tíma.

  Megin vandinn sem liðið stríðir við núna er að við höfum ekki verið að spila sóknarsinnaðan bolta og allar varnir deildarinnar eru búnar að leysa hluta af vandanum af okkar hraðaupplaupum. Lið eru að loka miðjunni og leyfa LFC að spila á vængjunum, en detta svo djúpt inn með hafsentana til að loka á sendingar inn á markteig–hreinsa þær beint út. Hérna spilar inní að Firmino hefur ekki verið að fá nægjanlega háan miðjumann með sér — og að liðið hefur tekið fáránlega fá skot við vítateigsbogann. Það er algerlega nauðsynlegt að við förum að spila þannig beinan bolta til að skapa meira pláss á vængjunum–líkt og í körfubolta þá verður lið að spila bæði inná markteig og skjóta við vítateigslínu til að halda hafsentunum í vafa. En það er held ég alveg öruggt að Klopp hefur markvisst verið að forðast þannig spil, því að það setur meiri pressu á vörnina þar sem pláss getur opnast fyrir aftan miðjumenn þegar pressan kemur upp miðjuna og skot eru tekin fyrir utan. Liðin sem við höfum verið að spila við hafa flest öll haft svo mikinn hraða að slíkt hefði verið flónska.

  Næstu 4-6 vikur munu snúast um að færa liðið hærra upp á vellinum þegar það hefur boltann, án þess að draga úr öðru sem þegar er gott. Þetta lið er algerlega á réttu róli — og stjórinn er algerlega meðvitaður um það að deildin getur bara tapast á haustin, ekki unnist. Hingað til fær hann 8/10 — eina ástæðan að hann færi ekki 9/10 er leikurinn á móti Napoli þar sem planið virðist hafa verið arfavitlaust og áherslan of mikið á að reyna að halda hreinu og svo bara vona að mark dytti inn.

  Að lokum legg ég til að íslenska landsliðið bjóði Virgil í heimsókn og kenni þeim að verjast. Bæði mörk Sviss voru svona mörk sem gerast ekki þar sem Virgil er við völd.

 13. Storsniðug þessi þjoðadeild. En það á að hætta með vináttuleiki. Leikmenn eru á 75% getu eða meiddir. Það er ekkert smá álag á minnum. Sjest best á Salah kallinum sem er ekki líkur sjálfum sér

Opinn þráður – Liverpool-borg

Gullkastið – Katrín Ómars