Kop.is er með gott aðgengi að opinberum miðum á Anfield Road á alla heimaleiki í samstarfi við norska aðila. Þeir sem hyggjast nota norska vinasíðu kop.is, https://www.norwegiansportstravel.no/ ættu að líta á eftirfarandi leiðarvísi.
Norwegian Sports Travel eru með miða á alla heimaleiki Liverpool í hvaða keppni sem er. Miðarnir eru í Kenny Dalglish Stand (og Anfield Road End á Evrópuleikjum). NST eru opinberir söluaðilar Liverpool og því engir milliliðir á ferðinni, allt pappírsmiðar sem annað hvort eru sendir heim eða afhentir á hóteli.
ATH!
Hægt er að festa sér miða á alla leiki núna, óháð því hvort leikdagar færast. Þegar endanleg dag- og tímasetning leiks er komin klára Norðmennirnir bókunina sem miðar þá að gistingu út frá leikdegi. Því er hægt að byrja á að kaupa pakkann hjá Norðmönnunum, áður en farið er í að kaupa flug.
Pakkarnir innihalda tvær gistinætur á góðu hóteli frábærlega staðsettu í miðborg Liverpool. Hægt er að kaupa fleiri nætur á sama hóteli á síðunni þeirra, auk þess sem hægt er að „upgrade-a“ gistingu úr herberjum upp í íbúð. Leiðarvísir um síðuna:
Skref 1: Skrá sig á síðuna:
Slóðin er semsagt https://www.norwegiansportstravel.com. Þegar síðan opnast er efst í vinstra horninu þessi flipi:
Þá opnast síða þar sem þarf að skrá inn allar sínar upplýsingar, þ.á.m. leyniorð. Athugið að velja þarf Ísland sem heimaland til að fylgja þeim skrefum sem á eftir koma.
Þegar skráningu er lokið er svo farið i það að velja sér leik og pakka:
Til að sjá hvaða leikir eru í boði þarf að fara neðst á síðuna og smella þar á valinn leik.
Innifalið í þessum miða eru miðar á Reds Bar Hospitality barinn á Anfield sem opnar 2,5 klukkustundum fyrir leik og er opinn þar til 1 klukkustund eftir leik. Matur og drykkur ekki innifalið.
Þá er að velja sér leik. Þá er smellt á viðkomandi leik neðst á síðunni og þá opnast þessi gluggi hér:
Hér á að slá inn kopis í einu orði og án nokkurs annars. Þar með kemur inn afsláttur en verður líka til þess að ekki er gerð nein krafa um flug með í pakkann eða tilboð þar um (enda öll frá Noregi).
Næst er að smella á „Next“ og lesa yfir að upplýsingar séu réttar athugið að póstnúmer þarf að vera a.m.k. 5 tölur og því þarf að setja „00“ á undan sínu póstnúmeri.
Að því loknu er að smella aftur á Next og upp kemur skref 2. Þar á að velja „Free delivery“ sem valkost og halda áfram að smella á Next.
Skref númer þrjú kemur með spurningu hvort óskað er eftir reikning (faktura) eða hvort að bókunarnúmer (Vipps nummer) dugar. Eilítill kostnaður leggst á og þá er að smella á „next“.
Afhending miða:
Um tvo kosti er að ræða. Sendur er e-mail miði á póstfang kaupanda. Þann miða er farið með í tilgreindan inngang á Anfield þar sem armband fæst í með því að sýna hann. Armbandið veitir aðgang á Reds Bar og á miðanum sést sætið.
Þegar fyrirvarinn er styttri (og einnig í einhverjum „stærri“ leikjum) eru fulltrúar ferðaskrifstofunnar í Liverpool og sjá um að afhenda miða á leikdag.
Til að breyta standard pakkanum.
Það er gert áður en keypt er og er einfalt, snýst um að bæta við ofan á þann pakka sem að er grunnur.
Smellt er á valinn leik og hakað í flipana áður en smellt er á „buy“
Þegar búið er að raða saman óskuðum pakka fyrir viðkomandi ferð er að smella á „Buy“ og fylgja fyrrgefnum leiðbeiningum varðandi greiðsluform.
Ef frekari upplýsinga er óskað er langbest að senda sér erindi á drengina í tölvupósti bestilling@norwegiansportstravel.no eða hringja í þá beint í síma +47 45 28 61 54.
Við á kop.is bindum miklar vonir við vinasamstarf við Norwegian Sports Travel. Ekki væri úr vegi að smella á okkur tölvupósti á kop2016@gmail.com og veita okkur umsögn um þjónustu ferðaskrifstofunnar, bæði ánægjuleg sem og ef eitthvað mætti betur fara.
_______________________________________________________________________
Að auki stefnum við félagarnir á að vera með hópferðir á Anfield sem við auglýsum nánar á síðunni þegar að þeim ferðum kemur.
Ferðasögur úr fyrri ferðum:
Everton í maí 2013
Crystal Palace í október 2013
Swansea í febrúar 2014
West Brom í október 2014
QPR í maí 2015
Man Utd í janúar 2016
Sunderland í nóvember 2016
Swansea í janúar 2017
