Kvennalið Liverpool 2 – 1 Reading

Í dag léku Liverpool og Yeovil í kvennadeildinni, Chris Kirkland og Vicky Jepson stýrðu liðinu og stilltu svona upp:

Kitching

S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe

Fahey – Coombs – Babajide

Charles – Linnett – Clarke

Bekkur: Sweetman-Kirk, C.Murray, Daniels, Little, Rodgers

Aftur sást ekkert til Anke Preuss. Hins vegar var ágætt viðtal við hana á heimasíðu Liverpool fyrir skemmstu, svo ekki er hún farin langt.

Leiknum lauk með sigri Liverpool, 2-1. Það var Kirsty Linnett sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á 17. mínútu, en 10 mínútum síðar jöfnuðu Yeovil konur. Það var svo ekki fyrr en á 86. mínútu að Jessica Clarke skoraði mark sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Liðið er nú komið með 6 stig í deildinni eftir 4 leiki, og eru okkar konur núna t.d. með jafn mörg stig og Chelsea sem unnu deildina í fyrra, jafnvel þó svo Chelsea séu búnar að spila 5 leiki. Þær léku við Arsenal fyrr í dag og töpuðu stórt, 5-0. Arsenal konur eru því einar á toppnum með 12 stig og líta afar vel út svona í byrjun tímabils. Við getum verið nokkuð ánægð með stöðuna hjá okkar konum, sérstaklega í ljósi þess að vera nánast með nýtt lið og vera að leita að knattspyrnustjóra.

5 Comments

 1. 1
  Daníel Sigurgeirsson

  Orðið á götunni er að Preuss hafi meiðst á öxl á æfingu, og það sé ástæðan fyrir því að hún hefur ekki spilað tvo síðustu leiki.

  (4)
 2. 2
  Gunni

  Vel gert Daníel

  Ótrúlegt en satt að þá er ég farinn að hafa gaman af því að fylgjast með kvennaliðinu og ekki skemmir að fá sigurleik :)

  (4)
 3. 3
  Jói djöfull

  Það væri gaman að fá fréttir af St. Helens RFC líka.

  (2)
 4. 4
  Daníel Sigurgeirsson

  #3: þar sem það er hvorki fótbolti né Liverpool FC þá vil ég efast um að við förum út í slíkt.

  (2)
 5. 5
  Ólafur Örn

  Takk fyrir þetta

  (0)