Kvennalið Liverpool 2 – 1 Reading

Í dag léku Liverpool og Yeovil í kvennadeildinni, Chris Kirkland og Vicky Jepson stýrðu liðinu og stilltu svona upp:

Kitching

S.Murray – Bradley-Auckland – Matthews – Robe

Fahey – Coombs – Babajide

Charles – Linnett – Clarke

Bekkur: Sweetman-Kirk, C.Murray, Daniels, Little, Rodgers

Aftur sást ekkert til Anke Preuss. Hins vegar var ágætt viðtal við hana á heimasíðu Liverpool fyrir skemmstu, svo ekki er hún farin langt.

Leiknum lauk með sigri Liverpool, 2-1. Það var Kirsty Linnett sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á 17. mínútu, en 10 mínútum síðar jöfnuðu Yeovil konur. Það var svo ekki fyrr en á 86. mínútu að Jessica Clarke skoraði mark sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Liðið er nú komið með 6 stig í deildinni eftir 4 leiki, og eru okkar konur núna t.d. með jafn mörg stig og Chelsea sem unnu deildina í fyrra, jafnvel þó svo Chelsea séu búnar að spila 5 leiki. Þær léku við Arsenal fyrr í dag og töpuðu stórt, 5-0. Arsenal konur eru því einar á toppnum með 12 stig og líta afar vel út svona í byrjun tímabils. Við getum verið nokkuð ánægð með stöðuna hjá okkar konum, sérstaklega í ljósi þess að vera nánast með nýtt lið og vera að leita að knattspyrnustjóra.

5 Comments

  1. Orðið á götunni er að Preuss hafi meiðst á öxl á æfingu, og það sé ástæðan fyrir því að hún hefur ekki spilað tvo síðustu leiki.

  2. Vel gert Daníel

    Ótrúlegt en satt að þá er ég farinn að hafa gaman af því að fylgjast með kvennaliðinu og ekki skemmir að fá sigurleik 🙂

  3. #3: þar sem það er hvorki fótbolti né Liverpool FC þá vil ég efast um að við förum út í slíkt.

Veiki hlekkurinn

Opinn þráður – Liverpool-borg