Podcast – I´ll be Muslim too

“If Salah scores a few I´ll be too” sagði lagið og hann gerði heldur betur það og gott betur. Næsta verk hjá okkur er því bara láta vaða í þetta. Umræða um Salah var auðvitað fyrirferðarmikil í þætti vikunnar, viðbrögð við drættinum í Meistaradeildinni fékk einnig sinn sess og í öðrum fréttum veltum við fyrir okkur almennum leiðindum.

Kafli 1: 00:00 – Man City í Meistaradeildinni
Kafli 2: 17:10 – Mo Salah í samanburði við aðra
Kafli 3: 34:45 – Kloppfactor og er framtíð Salah hjá Liverpool?
Kafli 4: 47:50 – Watford leikdurinn, Van Dijk og Ings
Kafli 5: 54:05 – Aðrar fréttir vikunnar, Mourinho í kunnuglegum dansi?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Sveinn Waage

MP3: Þáttur 186

12 Comments

 1. YES! Takk fyrir mig.

  Skil ekki hvernig man shitty getur verið verri dráttur en Bayern, RM eða Barca…
  Þeir henta okkur líka miklu betur en gamla frúin frá Torino, þannig að ég held að þessi dráttur hafi bara verið fínn. Ef og Hefði fræðin alltaf hressandi 😉

 2. Sælir félagar

  Takk fyrir skemmtilegan þátt. Ég er á sama vagni og Sveinn Waage hvað MC varðar. Við einfaldlega vinnum það einvigi. Það verða 4 -1 á Anfield og 3 – 2 á Heimavelli MC sem ég man ekki hvað heitir og er reyndar alveg sama hvað heitir.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Ég er ekki alveg að skilja Emre Can. Hann er vissulega mjög góður miðjumaður en ekki betri en svo að hann á fjarri því fast sæti í byrjunarliðinu en núna vill spila á næsta tímabili fyrir lið sem “keppir um titla”. Ég stend allavega í þeirri meiningu að hann er að spila fyrir lið sem er líklegt að keppa um titla á næsta tímabili um titla ef leikmannakaupin ganga upp í sumarglugganum og ein af þeim stöðum sem þá þyrfti að styrkja væri einmitt á miðjusvæðinu sem gæti þýtt það að Can væri meira í aukahlutverki. Reyndar er verið að stuðla að því með kaupunum á Naby Keita.

  Allavega finnst mér Liverpool hvorki veikara eða sterkara þegar hann er að spila. Fyrir mér er hann á svipuðu kvaleberi og Henderson, Wijnaldum og Lallana og eins og þetta lítur út fyrir mér þá kæmist hann ekki í byrjunarliðið hjá liði sem væri með raunverulega betri gæði á miðjunni en Liverpool eins og Man City, Barcelona, Real Madrid. Hann kæmist líklega í lið eins og Juventus og Bayern en ég er ekki að sjá að þau lið séu eitthvað betri lið en Liverpool. Þau lið eru að spila í lakari deildum og það sannaðist best þegar Liverpool valtaði yfir meistaradeildarkadidantana í Bundesligunni um sæti í í meistaradeildinni.

  Ég vona að sjálfsögðu að hann verði áfram en ég held að það sé þá líka möguleiki að kaupa algjöran heimsklassa miðjumann í staðinn fyrir hann sem er nær því að vera í nánd við gæðin sem Gerrard eða Alonso bjuggu yfir þegar þeir voru upp á sitt besta.

 4. Ég hef skilið það þannig að Can vilji staðfestingu á því að hann sé í plönum Klopp en að Klopp sjái hann ekki endilega sem aðalmanninn á miðjunni (ég lái honum ekki). Það er kannski í hugum einhverra skemmtilegra að vera stjarna hjá Juve en uppfyllingarefni hjá okkur (ég skil reyndar ekki svoleiðis hugsunarhátt, ég myndi frekar hella upp á te á Melwood en spila á Ítalíu).

 5. Hugsa að Can sé eftirsóttur af flestum stórliðum Evrópu, sérstaklega á frjálsri sölu en samt aðallega vegna þess að þetta er mjög góður leikmaður á frábærum aldri. Vonandi er hann ekki búinn að semja við annað lið nú þegar. Eins og þetta horfir við mér er eins og hann sé að bíða eftir því að Liverpool tryggi sæti sitt í Meistaradeildinni á næsta ári og eftir það ræðir hann framtíð sína væntanlega við stjórann og fær hvar hann er í hans plönum. Can er alltaf í liðinu þegar hann er heill og því klárlega hátt metinn af Klopp.

  Hundfúlt mál en ljóst að Liverpool bara verður að vera oftar en einusinni á fjögurra ára fresti í Meistaradeildinni til að halda sínum bestu mönnum, ættum að hafa séð alveg nógu mörg dæmi þess undanfarin ár.

 6. Can er ágætur en cmon félagar hann er ekkert það mikilvægur ég geri mér grein fyrir því að það er gott að hafa hann og hann er sterkur leikmaður og á flott moment en það er haugur af svoleiðis leikmönnum sem vildu glaðir koma til LFC ..OG við erum að fara fá Naby Keita næsta sumar ég hef bara engar áhyggjur af þessu.

  Ef hann vill spila eitthvern smákóng sem hann er ekki og láta LFC eltast við sig þá verði honum bara vinsamlegast að góðu , ef hann vill signa nýjan samning þá er það bara allt í lagi líka en sýna klúbbinum smá fokkins virðingu!

  Er sammála þér Einar Matthías er líka viss um að hann sé að sjá hvort að LFC nái að tryggja sér CL sætið og taki svo ákvörðun útfrá því.

 7. Emri Can, já, sjáum til.
  Móri er að gera upp á bak hjá M.U. hann er ótrúlegur drullusokkur, vill láta reka sig og fá uppgreiddan samninginn og semja við annað lið og er á ofurlaunum eða tvöföldum launum. Hann gerði nýjan samning við M.U. í januar. Hann er að gera allt sem hann getur til að vera rekinn og semja síðan við PSG. og væntanlega verður rekinn þaðan.
  En ég hef reyndar broslega litlar áhyggjur af þessu.

 8. Gomez að fara meiddur af velli hjá Englandi eftirt 7 mín leik.

 9. Sælir félagar.

  Niðurstaðan varð 5 – 5 í eldriborgaraleiknum á Anfield. Dómarinn bsleppti 2 vítaspyrnum sem Liverpool átti að fá en skipti svo sem ekki máli. Alonso setti 2 á Liverpool með frábærri fyrirgjöf í fyrri þar sem hann spilaði á móti BM en sá samt ástæðu til að leggja upp fyrir þá. Svo skoraði hann eitt úr aukaspyrnu sem dómarinn var óspar á að láta BM kallana hafa. McAllister átti move leiksins þegar hann datt um sjálfan sig í teig BM og var McMannaman nærri dauður úr hlátri á bekknum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 10. Það var reyndar Aldridge sem hrundi í tvígang um sjálfan sig, (ekki að það skipti máli )en það var algjör snilld 😀 😀

The Egyptian King

Opinn þráður – Interlull, meiðsli og Návígi