Opinn þráður – Interlull, meiðsli og Návígi

Þetta er klárlega eitt allra leiðinlegasta landsleikjahlé tímabilsins hvert ár. Töluvert síðan það voru landsleikir síðast, ekkert nema grútleiðinlegir æfingaleikir og þetta er sérstaklega slæmt fyrir okkur núna enda allt að frétta hjá Liverpool á tveimur vígstöðvum.

Þetta er þannig svolítið lognið á undan storminum því að næstu helgi bíður Crystal Palace, svo City, Everton og City áður en við endum þessa törn á Bournemouth. Tveir leikir á viku og allt undir.

Joe Gomez var í byrjunarliði Englendinga í gær en fór meiddur útaf eftir 10 mínútur. Meiddur á ökkla en ekki vitað hversu alvarlega. Hann á nú skilið nokkur meiðslalaus ár blessaður. Emre Can var síðan sendur heim úr Þýska landsliðshópnum, ennþá meiddur í baki eftir síðasta leik.

Annars er ekki mikið að frétta, mælum þó eindregið með þessum þætti hjá Gulla Jóns, tengist Liverpool að hluta til að þessu sinni. Ljóst að við þurfum að fá Rúnar í podcast einhverntíma.

19 Comments

  1. Verið að tala um að Salah sé búinn að gefa það út við vini sína að hann sé ekki á förum frá Liverpool og vilji vera hjá okkur þar sem hann vill afreka meira og okkar leikstíll henti honum mjög vel.

    LFC er víst að fara bjóða honum 200k á viku sem er bara ágætis fréttir ef rétt reynist.

    Efast ekki í eina sek samt að hinir klúbbarnir verði á eftir honum í sumar það munu koma tilboð og jafnvel risa tilboð en okkur er sama skulum vona að það verði slegið af borðinu eins og fluga sem er að pirra mann!

  2. Emre Can vill 200 þúsund pund á viku ef marka má fréttir dagsins, take a chill pill Emre!

  3. CAN má drulla sér til Juve fyrir mér ef þetta er málið að hann sé að reyna halda LFC í gíslingu með fáranlegar launakröfur hann er ekki svona góður!

  4. Ég er spámannlega vaxinn.

    …………en átti samt smá samtal við Mo. Salah verður áfram hjá Liverpool.

    Ekki hafa áhyggjur.

    Bestu kveðjur,
    Sófasérfræðingurinn frá Liverpool

  5. Úr því sem komið er þá er alveg ljóst að Emre Can og umboðsmaður hans eru að reyna hámarka næsta samning sem hann gerir enda líklegt að það verði stærsti samningur hans á ferlinum. Erum í góðum málum með Klopp og FSG að meta hversu mikilvægur Liverpool hann er. En ég tek öllum svona fréttum frá The Mirrior vægast sagt með fyrirvara enda enganvegin regla hjá þeim að hafa heimildir fyrir svona slúðri.

  6. E.Can er bara einn af mörgum ágætum miðjumönum okkar. Hann er ekki í klassa fyrir ofan Henderson/Winjaldum/Millner/Lallana – Hann er einfaldlega öðruvísi leikmaður en þeir.
    Henderson/Winjaldum/Millner = Eru vinnudýr sem bjóða ekki uppá margt sóknarlega en duglegri leikmenn eru vandfundnir.
    Lallana er líka mjög duglegur en hann er ekki bara eitthvað vinnudýr heldur getur hann skapað og er með góða tækni.

    E.Can er svona mitt á milli vinnudýra og Lallana. Hann er ekki alveg eins duglegur(en samt duglegur) en er með meiri ógn framávið.

    Ef E.Can veit ekki hvort að hann vill vera hjá okkur áfram þá á hann einfaldlega að fara. Bara takk fyrir þjónustuna og gangi þér vel en hann var ekki ómisandi og hann mun ekki detta í hóp Liverpool legends eða leikmanna sem maður hugsar hlýt til og vonar að taki þátt í Liverpool legend leik í framtíðinni.

  7. Hvernig er þetta með E Can. Vill hann vera eða ekki vera. Ef hann hefur bara hálfan hug á því að spila með liðinu áfram þá er best að hann fari. Svo var með Couthino og virðist liðið sakna hans sáralítið inn á vellinum. Betra er að vera með leikmenn sem vilja 100 prósent vera með liðinu. Vonandi verður hægt að ganga frá samningum til langrar framtíðar við Salah, Mane, Firmino, Robertson, Dijk, Comez, Henderson, TAA, Winjaldum og jafnvel fleiri svo Klopp geti byggt upp lið sem berst um alla titla. Fækka mannabreytingum eins og hægt er, þá er hægt að byggja upp af alvöru.

  8. Ég held að E.Can málið sé heldur ýkt.
    Juventus sem hefur hvað mest verið orðað við hann er aldrei að fara borga honum þessi laun talað er um að samningurin við dybala hjá þeim sé td 120.

    En maður veit svosem ekki hverjir eru á eftir honum ákveðin lið virðast tilbúin að borga hvað sem er og ef can sé kominn á þá hilluna og er eftirsóttur getum við bara farið að finna okkur annan miðjumann.

    En maður minn lifandi hvað næsta run liverpool er svakalegt…. vona bara að það verði brosað meira en hitt 🙂

  9. Can er atvinnumaður og leggur sig 100% fram fyrir Liverpool þó svo samningurinn hans sé að renna út.
    Höfum það á hreinu. Ég virði hann fyrir það.
    Sjálfsagt getur hann sótt sér mun hærri laun á næsta samningi þar sem hann fer á frjálsri sölu.
    Ef Liverpool vill halda honum þá þarf að jafna það að einhverju leiti, annars fer hann einfaldlega eitthvað annað og ekkert við því að segja.
    Svo þetta er líklega eingöngu business ákvörðun hvort hann fari eða veri, ákvörðun sem liggur líklega mest hjá klúbbnum og einfaldlega lítið við því að segja. Jörðin heldur áfram að snúast.
    YNWA

  10. Varðandi meintar launakröfur Emre Can verður að teljast ólíklegt að Juventus eða Bayern borgi honum 200.000 pund í vikulaun eða nokkurt annað félag utan Englands.

    Ég kíkti á Global Sports Salaries 2017 og fleiri heimildir. Þá kemur í ljós að PL borgar nákvæmlega tvöfalt meira að meðaltali (99,5%) Serie A , 88% betur Bundes og 57% betur en í La Liga.

    Ef við tökum Barcelona sem dæmi er t.d. Gerard Piqué með 165.000 pund á viku, Sergio Busquets með 180.000 og Andrés Iniesta með 165.000 á viku. Bara Messi og Suarez eru þeir einu með meira en 200.000 pund á viku hjá Barca. Verður Can sá þriðji? Varla.

    Hjá Bayern er t.d. Mats Hummels með 109.000 pund á viku, Manuel Neuer er með 130.000 o.s.frv. Aðeins einn leikmaður Bayern nálgast að vera með 200.000 á viku og það er Robert Levandowski með 190.000. Dettur einhverjum í hug að Can verði sá fyrsti hjá Bayern til að fara yfir 200.000? Dream on.

    Hjá Juve er hugmyndin um 200.000 pund á viku enn fjarstæðukenndari. Lang launahæstur hjá Juve er Higuain með 140.000 og næst launahæstur er Miralem Pjanic sem rétt skríður yfir 110.000 pund á viku. Eins og frægt er að segja við svona aðstæður; what are they smokin there at camp Emre Can?

    Ef þetta er einhver raunveruleg frétt er aðeins ein deild sem gæti hugsanlega borgað leikmanni á borð við Emre Can þessa upphæð og það er PL. Hjá ManU eru t.d. fjórir leikmenn með 200.000 pund á viku eða meira (De Gea, Pogba, Sanchez og Lukaku). Hjá City er það líka fjórir með yfir 200.000 á viku (Touré, David Silva, De Bruyne og Aguero).

    Hjá okkar ástkæra Liverpool er enginn leikmaður með þessa upphæð. Firmino er t.d. með 100.000 pund á viku, Mané með 90.000 og Salah með 120.000 pund á viku.

  11. Flest allir leikmenn reina að fa sem mest i laun, en ef maður litur a þetta fra liðunum þarf maður að taka samann laun og verð a leikmanni, til dæmis þegar við keyptum Andy Carroll a 35 mills með ca
    70 k i laun a viku miða við Man City keypti kun Agüero a 35 mills með 250 k a viku. Ef við segjum 5 ára samning kostar Agüero 35 og laun 65 mills = 90 mills. AC kostar 35 og laun 18 = 53 mills. Þó að AC og Agüero voru keiptir a sama verði er Agüero næstum helmingi dýrari. Hvað ætli Can mundi kosta i dag ef hann æti 4 ár eftir af samning ? 35 mills ? Hef ekki hugmynd hvað hann væri verðlagður á, bara sem dæmi keyptur á 35 mills og 120 k i laun a 5 ára samning gerir gerir 66 mills miða við að fa hann a frítt og 200 k a viku og fim ára samning 52 mills. Eru thad óraunhæfar kröfur að fara fram a 200 k i laun, Thegar hann getur farið frítt ?

  12. Vitanlega skilar sú staðreynd að Emre Can kemur á frjálsri sölu aðeins 24 ára gamall einhverju í launaumslag kappans. Núverandi laun eru 70.000 pund á viku og hann á von á mikilli hækkun.

    En það félag sem semur við Can þarf ekki aðeins að hugsa um stakan leikmann heldur fordæmið. Emre Can á ekki fast sæti í landsliðshópi Þjóðverja. Engin þýskur leikmaður er með 200.000 pund á viku. Niclas Sule, sem að mínum dómi er betri leikmaður en Can, kom á frjálsri sölu frá Hoffenheim 22 ára gamall og er með 70.000 pund á viku.

  13. Fyrir Juventus og fl lið að brjóta 200þús múrinn fyrir Can myndi að ég held koma leikmönnum í uppnám að maður sem hefur ekkert sannað þéni meir en stjörnur liðsins.
    Leiðinlegt mál en ég treysti Klopp og c.o.
    YNWA.

  14. Gæji sem tekur svona hjòla á skilið 200k á viku, ekki spurning!

    Án djòks er þetta hrikalegt klùður hjá lfc varðandi Can. Ef leikmaður á ár eftir að samning og neitar að skrifa undir þá seturðu viðkomandi á sölu. Leikmaðurinn verður þá að hugsa sig um hvort að rétta skrefið sé að færa sig um set án 100% vissu um að grasið sé grænna hinum megin. Allavega verður klùbburinn að fá eitthvað fyrir vinnu sìna ì að bùa til top class leikmann. Þetta er galið ef hann fer frìtt. Ég hélt að klùbburinn hefði lært af McManaman klùðrinu. En Can er hollur klùbbnum á meðan hann er samningsbundinn, það fer ekki á milli mála. Hann er bara að spila vel ùr sinni aðstöðu og liggur ekkert á að ákveða sig. Eiginlega skiljanlegt. Ef lfc klùðrar CL sæti þá er þetta no brainer. Vona að það sé aðalatriðið, ef lfc nær þvì þá verði Can áfram.

  15. Veit ekki betur en að samningaviðræður hafi staðið nokkuð lengi við EC og strandi ávallt á því að EC vilji riftunarverð í samninginn sem eru engin fordæmi fyrir hjá Lfc. Mér finnst Lfc. einmitt hafa sýnt hvað í þá er spunnið varðandi hvernig leikmaðurinn hagar sér, þegar félög, eins og þú segir #15, leggja ómælda vinnu í leikmenn sem eitthvað er spunnið í og útúr því kemur prímadonna þá verða félögin að standa fast í lappirnar, ef fórnarkostnaðurinn er EC þá megi hann fara til fjandans og fordæmið fyrir aðra leikmenn komið. Grasið er grænna þeim megin sem þú ræktar það, það er að renna upp fyrir honum að taktíkin í samninga viðræðunum er að rakna upp og það er farið að glitta í sinuna hinum megin á bakkanum. Hvað hefðum við fengið fyrir Philippe Coutinho ef það hefði verið riftunar verð á honum? Sýni hann auðmýkt og skrifi undir nýjan samning hjá Lfc. á hann alla mína respect skilið, hugsið ykkur ef Gerrard hefði látið svona með öll stóru liðin sem voru tilbúin með sleggju á dyrnar á sínum tíma. Ég held að menn átti sig ekki á að Liverpool er stórlið sem er að vakna úr dvala og er að taka risa skref fram á við sem hefur ekki sést, ja, í alltof langan tíma. Gæti samt verið að EC sé að átta sig á þessu. Munum það, það kemur ALLTAF maður í manns stað, enginn er stærri en liðið og það þarf að sýna það í verki. Klopp veit það.

    In Klopp i trust!

    YNWA!

  16. Nenni ekki að ræða um Can. En að fá Rúnar í PodCast…..ööö….já takk, snilld væri það 🙂

  17. Það yrði virkilega gaman og gott að fá Alderweireld frá spurs. Hann er á frjálsri sölu og þaulvanur Pl auk þess sem við eigum inni að hirða frá þeim, styrkja okkur og veikja þá.
    Yrði mjög sterkur leikur.

  18. Alderveireld er held ég ekki samningslaus, á eitt ár eftir í sumar og Tottenham vill 44 milljónir fyrir hann en. Eir munu selja hann í sumar í stað þess að missa hann frítt eftir ár.

Podcast – I´ll be Muslim too

Lengsta landsleikjahlé sögunnar? (opinn)