The Egyptian King

Mo Salah bauð upp á sýningu í gær þegar hann kom að öllum mörkum Liverpool í 5-0 sigri. Það sem meira en þá fannst manni Liverpool aldrei fara úr öðrum gír í leiknum. Það sem við erum að sjá frá þessum stórkostlega leikmanni í vetur er nú þegar búið að setja hann í flokk með okkar stærstu stjörnum undanfarin ár og ef þið hafið farið á Liverpool leik undanfarið leyna vinsældir Salah sér ekki.


Viðbrögð okkar á Kop.is þegar Salah kom í sumar voru mjög jákvæð, flott byrjun á sumarglugga sem lofaði mjög góðu, dýrasti leikmaður í sögu félagsins og loksins kominn kantmaður með alvöru hraða, líklega fljótasti leikmaður í sögu Liverpool. Mótvægi við Mané sem var okkar besti leikmaður í fyrra og líklega var það hvað helst kaupunum á Mané árið áður að þakka að stuðningsmenn Liverpool treystu félaginu mun betur þegar Salah var keyptur. Það var enginn að láta sér dreyma um að þetta væri leikmaður í Suarez klassa. Nánst um leið og búið var að staðfesta kaupin á Salah var snúið sér að Naby Keita orðrómi.

Salah er verðmætari en Coutinho, Suarez og Torres

Suarez er ennþá besti leikmaður sem ég hef séð hjá Liverpool fyrir utan Steven Gerrard. Hann skoraði 30 mörk í öllum keppnum fyrra tímabilið sem hann spilaði í heild sinni hjá Liverpool og 31 mark seinna tímabilið, allt í deildinni og ekkert af þeim úr vítum. Hann var líka í verra liði og kom Liverpool grátlega nálægt titlinum.

Torres byrjaði með látum og skoraði 33 mörk í öllum keppnum á fyrsta tímabili, þar af 24 í deildinni. Hann náði ekki yfir 20 deildarmörkum næstu tvö tímabil þar á eftir og hefur eftir á að hyggja verið hype-aður full mikið upp sem leikmaður Liverpool. Engu að síður gríðarlega verðmætur þegar hann fór og rosalegur skellur fyrir Liverpool að maður hélt.

Coutinho fór í sumar fyrir £142m til Barcelona, hann hefur í undanfarin 3-4 ár spilað sem einn af þremur fremstu í sóknarlínu Liverpool og skorað 8-14 mörk í öllum keppnum. Hann var með 12 núna fram að áramótum og klárlega að eiga sitt besta tímabil þegar hann fór en ef við horfum á hann sem kantmann eins og hann hefur verið undanfarin ár og fáum inn Salah í staðin (einmitt það sem gerðist) er þetta engin samkeppni.

Vörumerkin
Torres var aðalsóknarmaður Spánverja og mjög öflugt vörumerki en alls ekkert eina stóra stjarna Spánverja, alls ekki þeirra stærsta stjarna og sama má segja um hann sem leikmann í Úrvalsdeildinni.

Luis Suarez er gríðarlega öflugt vörumerki og einn besti leikmaður í heimi, engin spurning um það. Hann sem vörumerki er gríðarlega verðmætt og ekki síst hjá Barcelona. Það er ekki bara fótbolti sem ræður áhuga Barca og Real á stærstu stjörnum S-Ameríku. Þar eiga þessi lið gríðarlega stóran hluta markaðarins. Suarez er klárlega einn vermætasti leikmaður í heimi en hann var ekki einu sinni vermætasti S-Ameríkumaðurinn í Barcelona fyrr en Neymar fór. Svo má ekki gleyma því veseni sem fylgdi Suarez, þrisvar beit hann leikmann og tvisvar fór hann fram á sölu. Ekki misskilja samt, hann hefði mátt borða Materazzi með hníf og gaffli fyrir mér, ég hefði ekki viljað missa hann.

Þegar Barcelona seldi Neymar vantaði þeim annað vörumerki frá Barselíu og næstur á listanum er Coutinho og því miður var of auðvelt fyrir þá að ná honum frá Liverpool. Hundfúlt að missa hann og þó peningurinn hafi verið mjög fínn verður hann vonandi síðasta stórstjarnan í bili sem fer með þessum hætti frá Liverpool. Van Dijk er skv. öllu ekki partur af Coutinho sölunni og því verður fróðlegt að sjá í sumar hvort Liverpool noti ekki peninginn til að styrkja liðið upp um einn klassa og koma því nær Man City. Ekkert endilega með like for like leikmanni.

Það sem Salah er búinn að gera í vetur innan vallar á sínu fyrsta tímabili er að skora meira nokkur þessara náði að gera hjá Liverpool. Hann er með fleiri mörk en Torres, bæði deildarmörk og mörk í öllum keppnum, spáið aðeins í því m.v. hvað Torres var vinsæll. Salah er tæknilega séð ekki einu sinni aðal sóknarmaður liðsins.

Salah vantar þrjú mörk til að hafa skorað fleiri deildarmörk en Suarez. Honum vantar reyndar töluvert af stoðsendingum til að ná Suarez. Salah er hinsvegar að skila öllu meiri vinnu varnarlega en Suarez gerði þó hann hafi vissulega verið frábær þar einnig.

Coutinho skoraði 28 deildarmörk sl. þrjú tímabil sem er það sama og Salah er búinn að gera í vetur og Mars er bara rétt hálfnaður. Það er allt í lagi að bera þá saman þar sem Coutinho spilaði líka á vængnum sem einn af þremur fremstu hjá Liverpool. Þó auðvitað séu þetta ólíkir leikmenn.

Arabía og Afríka
Ástæðan fyrir því að ég segi að Salah sé verðmætari en þeir allir er hinsvegar ekki bara vegna þess að hann er jafn góður ef ekki betri en þeir innan vallar. Það er nefnilega ekki eins fjarri lagi að kalla hann King of Egypt og maður hefði kannski haldið. Það er engin vinsælli hjá þjóð sem telur 87 milljón íbúa. Þá er ekki bara átt við um fótboltaleikmenn heldur í samanburði við alla aðra Egypta. Hann er langbesti knattspyrnumaður Egypta og líklega Arabaheimsins eins og hann leggur sig og þar ríkir hann einn á markaði sem er ekki minni en S-Ameríku markaðurinn. Munurinn á Salah og Suarez, Coutinho og Torres er að hann er einn á markaðnum. Salah er auðvitað líka frá Afríku og þar er einnig gríðarlega stór markaður sem Liverpool virðist ætla að eigna sér enda með þrjá af fimm bestu leikmönnum álfunnar í sínum röðum (ásamt Joel Matip). Þar fyrir utan ná þær vinsældir sem Salah er að skapa sér um þessar mundir hjá Liverpool langt út fyrir Arabaheiminn og Afríku.

Ef að Real Madríd, Barcelona, PSG eða eitthvað af þessum olíufélögum vill kaupa Salah er ljóst að við erum að tala um Neymar upphæðir og jafnvel þá sé ég ekki afhverju Liverpool ætti að vilja selja hann (og því síður afhverju hann ætti að vilja fara?)


Áhrif Klopp

Salan á Coutinho hjálpar alls ekki en vonandi getum við stuðningsmenn Liverpool aðeins farið að horfa upp úr því þunglyndi sem við höfum búið við undanfarin 8 ár að um leið og einhver spilar vel hjá Liverpool er hann seldur, oftast eftir ljótan, langdegin og leiðinlega forleik.

Það er augljóst að stuðningsmenn annarra liða á Englandi eru á bæn um að þetta gerist með Salah og helst að það gerist strax í sumar.

Annarsvegar vonar maður auðvitað að Liverpool sé að byggja upp það gott lið að bestu leikmenn liðsins vilja ekki fara, hvernig Coutinho vildi ekki klára tímabilið með þessu Liverpool liði í Meistaradeildinni og kveðja á semi góðum nótum er mér t.d. ofviða að skilja. Hinsvegar vonar maður að Liverpool sé núna aftur komið í miklu betri stöðu til að selja sína bestu menn.

Barcelona og Real ekkert lögmál
Blessunarlega er enski boltinn miklu stærri í Afríku heldur en hann er í S-Ameríku og á Spáni. Það er draumur krakka þar að spila á Englandi og Salah hefur alla tíð talað um áhuga sinn á að spila í Ensku Úrvalsdeildinni. Eitthvað sem tökum auðvitað með fyrirvara eftir margar svipaðar yfirlýsingar Suarez og Coutinho. Hjá Klopp er hann loksins að fá stjóra sem er að ná því besta út úr honum og taka hann upp um level sem leikmaður. Hjá Liverpool hefur hann einnig samherja sem eru að hjálpa honum mikið sem er ekki víst að hann fengi annarsstaðar. Firmino er líklega draumur kantframherja eins og Salah.

Það er svo örugglega spennandi fyrir bestu leikmenn Afríku að spila með hverjum öðrum hjá sama liði. Frábært bromance Dejan Lovren og Salah brýtur reyndar niður þessa steríótýpu enda ólíklegra tvíeyki erfitt að finna. Ég hef ekki hugmynd um hvort Egyptar séu líklegri til að ná frekar saman við aðra Afríkumenn frá öðrum löndum (utan vallar) en hjá Liverpool hittir hann a.m.k fyrir Mane, Matip og bráðum Keita. Það a.m.k. virðist ekki vera eins mikið lögmál að leikmenn frá Afríku verði að fá að fara til Real Madríd eða Barcelona óski þau eftir þeirra kröfum og það er með leikmenn frá S-Ameríku eða Spáni. Ef Liverpool byggir upp nógu gott lið er ekkert því til fyrirstöðu að halda leikmönnum á borð við Salah.

Það kemur maður í manns stað
Til að taka strax af allan misskilning, Liverpool ætti að semja við Firmino og Salah til æviloka og þvinga þá með valdi til að skrifa undir ef þess þarf. Ef Liverpool ætlar að taka skref upp á við þarf að hætta sölum á Sterling, Suarez og Coutinho til liða sem við viljum vera keppa við, ekki styrkja og þannig stækka bilið enn frekar.

Það hefur engu að síður alla tíð verið þannig að margir af bestu leikmenn Liverpool fara á einhverjum tímapunkti, stundum áður en félagið vill missa þá. Þetta átti líka við þegar Shankly og Paisely voru stjórar. Keegan, Souness og Rush fór þá en vélin hélt áfram og styrkti sig ár frá ári.

Houllier og Benitez byggðu upp lið og keyptu leikmenn sem urðu heimsklassa leikmenn undir þeirra stjórn. Eftir að Owen fór 2004 var ekki sóknarmaður á hans kaliberi í þrjú ár hjá Liverpool, samt fór liðið tvisvar í úrslit Meistaradeildarinnar og mest allan áratuginn var Liverpool að bæta sig sem lið. Frá 2005-2009 þegar Liverpool var að fara nánast allra leið í Meistaradeildinni eða gera atlögu að titlinum vildi enginn af stjörnum liðsins fara.

Alonso og Mascherano eru þeir leikmenn sem Liverpool mistókst hvað verst að fylla skörðin eftir, hafa raunar ekki gert það ennþá. Vonandi verður Keita loksins leikmaður í þeirra gæðaflokki á miðjunni. Ef við horfum á Torres fyrir Suarez sem bein skipti er það nánast okkar tíma Keegan – Dalglish skipti nema Suarez er miklu betri en Torres. Van Dijk er það fyrsta gáfulega sem við sjáum koma í staðin fyrir Hyypia í vörn Liverpool. Sadio Mané er mun betri leikmaður en Raheem Sterling var hjá Liverpool þó auðvitað sé ósanngjarnt að bara þá saman enda Sterling bara unglingur þegar hann var hjá Liverpool. Firmino fyllir ekki skarð Suarez en saman eru Firmino og Salah byrjaðir að fylla skarð Suarez og Coutinho m.v. þetta tímabil.

Klopp factor
Það sem er hvað mest spennandi við Salah frá okkar sjónarhóli er að hann er ekkert fyrsti leikmaðurinn sem tekur svona stórt skref undir stjórn Klopp. Hann kann að búa til platform fyrir leikmenn sem skora svona mikið og reglulega og það sem er mikilvægast viðhalda þessu formi.

Lewandowski var fullkomlega óþekktur utan Póllands, hann var hjá Dortmund í fjögur ár áður en hann fór á frjálsri sölu eftir að hafa látið samninginn renna út. M.ö.o. Dortmund tókst þó að halda honum þetta lengi þó hann var að skora í kringum 30 mörk á hverju tímabili (í færri leikjum en ensku liðin spila).

Aubameyang er líklega nærtækasta samlíkingin við Salah sem til er. Hann var 24 ára þegar hann fór til Dortmund sem kantmaður sem hafði flakkað töluvert milli liða og verið lánaður nokkrum sinnum. Hann er einn af fáum í fótboltanum sem er svipað fljótur og Salah. Hann var á barmi þess að springa út þegar Dortmund keypti hann. Fyrsta tímabilið hans var frekar rólegt enda Dortmund í meiðslavandræðum og rugli. Eftir það fór hann að skora meira en Lewandoski var að gera hjá Dortmund og þeir héldu honum í fimm ár.

Miðað við þessa tvo er Salah ekkert one hit wonder og ef Dortmund gat haldið þessum tveimur leikmönnum góðum í 4-5 ár er ekkert því til fyrirstöðu að Liverpool haldi Salah svipað lengi ef ekki lengur. Munurinn á Liverpool núna og þegar Mascherano, Sterling, Suarez og Torres voru seldir er að félagið er mun líklegra núna til að festa sig í sessi sem Meistaradeildarklúbbur en það var og er nú þegar komið í 8-liða úrslit þeirrar keppni sem er lengra en t.d. Arsenal hefur náð síðan guð má vita hvenær.


Twitter í gær

Endum þetta á nokkrum vel völdum tístum frá því í gær.


Robben er einnig kantframherji og einn sá besti


Miðað við síðasta leik ætti þetta að hafast hjá Salah sem sýnir hvernig tímabil hann er að eiga. Suarez, van Persie og Drogba voru allir aðalsóknarmenn sinna liða. Salah er það auðvitað að vissu leiti líka hjá Liverpool en mun meira í ætt við það leikstíl t.d. Messi og Ronaldo, utan af kanti.


Heatmap af Salah hjá Liverpool sýnir að hann er mikið meira en bara sóknarmaður.


Það er eins og í tilviki Coutinho á margan hátt ekki alveg hægt að líkja honum við Hazard og Özil en þessar tölur sýna samt hvað Salah er að skila fáránlega góðum tölum hjá Liverpool.


Haha


Verð að taka undir þetta að hluta til, það hefur alltaf komið ný stjarna upp hjá Liverpool, tekur misjafnlega langan tíma. En eftir að Suarez fór hafði maður vissulega áhyggjur að svona leikmann myndum við ekki sjá á næstunni. Það sem meira er að Coutinho var farinn að spila á svipuðum klassa núna á þessu tímabili og Firmino gæti alveg skorað nálægt 30 mörk í öllum keppnum þegar þetta tímabil verður flautað af.


Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?


Að lokum er þetta allra best, ef þið vitið ekki hver Katie Hopkins er, ekki kynna ykkur það.

45 Comments

  1. Flott samantekt, en það sem pirrar mig enn meira er samt að helvítis Móra tókst að loka á hann… Salah svarar með 4mörkum eftir þann leik en shit hvað ég hata að þurfa að viðurkenna það að Móra tókst að loka á Salah.

  2. Það sem hann er ogeðslega góður hann er á sama leveli og messi á þessu tímabili og það er hægt að sanna það með tolfræði eina sem messi hefur yfir hann er að vera á toppnum í deildinni sinni.
    Samt sem áður er uppáhalds leikmaðurinn minn í Liverpool í dag Firmino sem er alveg jafn mikilvægur og salah ef ekki mikilvægari vegna þess að hann er besti varnarmaður í heimi sem spilar sem framherji og ogeðslega goður í klokum stungusendingum og farinn að skora meira og meira.

  3. og nú veit ég allt um Katie Hopkins ……

    Annars er óþarfi segja eitthvað meira. Fyrir utan hvað hann er góður í fótbolta þá dýrka ég hvað er virðist vera með allt á hreinu utan vallar! Það virðist ekkert hafa áhrif á hanb að vera einn besti fótboltamaður í heiminu þessa stundina!

    Nú þarf bara að halda áfram að byggja upp liðið í kringum Salah og félaga frammi.

  4. langaði aðeins að benda á að fyrsta myndin þarna er algjörlega úr hlutföllum, pýramitinn stóri á giza er um 230 metrar á hverja hlið en hann er sýndur þarna sem jafn stór breydd andfield sem er um 68 metrar, til að hafa þetta á hreinu er pýramitin breiðari en tvisvar lengdinn á andfield vellinum, vela að merkja er andfiled völlurinn 101 metri á lengd þannig að pyramitinn er jafn breiður og 2.33 andfild vellir.

    allt þetta lýsir vel hvað Salah er orðin stórt nafn á Englandi.

  5. Nr. 4

    Rugl er þetta í þér, veistu hvað það er erfitt að flytja svona gamlan Píramíta? Þetta er nýr píramíti sem búið er að byggja á Anfield og algjörlega í réttum hlutföllum 🙂

  6. Er þá sala 2,3 x stærri en Anfeild? 😉 Si Saaaaaalaaaaaa 😉

    Af hverju segi ég ekki Mo Sala, vel að merkja þá þíðir “Si” Herra eða “Sir”!

    þannig er það bara 😉

    LFC4LIFE

  7. Áhugaverðir punktar í þessari grein ekki síst með afrísku áherslurnar í leikmannakaupum. Svo virðist sem vel úthugsuð strategía ráði hér ferðinni hjá Liverpool.

    Eins og við höfum fengið að kynnast oftar en einu sinni togar spænska málsvæðið sterkt í leikmenn frá S-Ameríku. Mesta dýrðin heima fellur á leikmenn sem spila fyrir risana á Spáni. Slíku er ekki fyrir að fara með afríska leikmenn.

    Þessa afrísku þróun sér maður líka í Þýskalandi t.d. hjá RB Leipzig sem hefur á sínum snærum marga frábæra kornunga afríska leikmenn. Við njótum góðs af því með Keita sem ég spái að verði næsta stórstjarna Liverpool. Þvílíkur leikmaður þar á ferðinni.

    Stóra fyrirstaðan með afríska leikmenn var ávallt þessi Álfukeppni sem kom eins og fleygur í deildarkeppnirnar í janúar þegar mest lá við kannski. Í fyrra var ákveðið að færa Álfukeppnina yfir á sumarið þannig að það mál er úr sögunni.

    Ég hef alltaf verið hrifinn af eiginleikum afrískra leikmanna sem ráða oft yfir gífurlegum hraða, líkamlegum styrk og keppnishörku.

  8. Góð samantekt á manninum sem er á góðri leið með að verða goðsögn. Vonandi ber hann gæfu til að vera sem lengst hjá félaginu og vinna ótal titla og viðurkenningar. Gott var að minnst var á Firmino í þessu sambandi en einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að leikstíll þeirra tveggja falli extra vel saman og geri enn meira úr því sem fyrir er. Firmino er farinn að skora ansi mikið einmitt eitthvað sem manni fannst vanta lengi vel. Slæmt var að missa Suares, Torres, Owen ofl en enginn þeirra kemst í hálfkvisti við missinn í Alonso sem var besti eða með þeim bestu í heiminum aftarlega á miðjunni í 5-7 ár eftir að hann yfirgaf félagið. Hugsið ykkur hvernig sagan hefði getað verið skrifuð öðruvísi hjá liðinu okkar góða ef hann hefði verið kyrr.

  9. Salah er að þagga niður í öllum efasemdarmönnum, rugl góður leikmaður. Suarez verður nú alltaf snillingurinn hjá mér, mörkin hans voru einstök en Salah virðist vera meiri markamaskína…sem er ekki beint slæmt.

  10. Hvað Salah varðar, þá sjáum við svo augljóslega munin á Klopp og Móra. Mórinn byggir ekki upp, komi menn ekki fullskapaðir eru þeir út. Klopp aftur á móti byggir menn upp, hefur marg oft sýnt það við frábæran árangur. Síðan sjáum við framtíðarsýn Klopp, það er að ég held kristaltært að allir núverandi verða áfram, nema eithvað stórslys verði, þá kemur Keita næsta sumar og örugglega einhver önnur nöfn. Samantekt:
    Ég geri ráð fyrir því að við höldum CL sæti, öll bæting við þetta lið er bara ávísun á eithvað meiri háttar árangur á næstu árum, OKKAR TÍMI ER KOMINN!!!!!!!!!

    YNWA

  11. Keita er með ótrúlegt auga fyrir stungusendingum og tækni til að framkvæma þær. Keita og Salah! Miðað við þær væntingar sem ég hef þá er Salah að fara skora hátt í 350 mörk á næsta tímabili.

  12. Það. Er bara ekkert hægt að lýsa þessum gæja neitt, maður hefur hreinlega bara að eg held aldrei séð neitt þessu líkt hjá okkar félagi siðan maður byrjaði að fylgjast með í kringum árið 1990. Einna helst hægt að bera Salah saman við Suarez sem mér finnst reyndar besti knattspyrnumaður í sögu Liverpool þó hann sé ekki mesta legendið í sögu félagsins. Ef eitthvað er þá stefnir Salah á að verða bara enn betri fyrir félagið okkar en Suarez var. Það yrði algjör draumur ef hann næði að skora 35 deildarmörk sem er ekkert útilokað en ef hann næði því myndi hann bæta met Cole og Shearer sem náðu 34 mörkum en þá í 22 líða deild en hann vantar ekki nema 4 mörk til að bæta metið yfir flest mörk skoruð í 20 líða deild en Suarez okkar, Ronaldo og Nistelroy er það ekki eiga það met saman sem er 31 mark..

    Núna helst í gær vill ég að okkar menn bjóði honum nýjan samning og geri hann að launahæsta leikmanni félagsins frá upphafi því hann á það fyllilega skilið. Hann er víst í dag með einhver 90 þús pund á viku sem er bara eðlilegur samningur miðað við að hann var Gerður í fyrra og þá ekkert búin að sanna á Englandi en ég tel líklegt að hann hafi ekki verið með meira en 50-60 þús pund á viku hjá Roma enda launin þar miklu lægri en gengur og gerist á Englandi. Van Dijk er i dag launahæsti leikmaður félagsins með 180 þús pund á viku og mér finnst að við eigum að bjóða Salah allavega 200 þús pund á viku en það mætti alveg vera nær 250 þús pundum til þess að sýna honum hversu mikið við metum hann… Bara bjóða honum risa samning helst í dag og á sama tíma koma með yfir lýsingu um það að félagið muni ekki í sumar hlusta á nein tilboð í drenginn sama hversu há upphæð yrði boðin í drenginn. Ég myndi td ef ég réði ekki einu sinni samþykkja 250-300 milljónir punda. Ég nenni ekki að hlusta á slúður í allt sumar um að stærstu lið Evrópu séu að eltast við hann og því væri kjörið að gera við hann nýjan risasamning og fá á á sama tíma þessa yfirlýsingu um að hann fari ekki fyrir neina upphæð í sumar og að félagi bara segi okkur stuðningsmönnum að við þurfum ekkert að stressa okkur á þessu og okkur verði einfaldlega lofað því að hann fari ekki…

    Keita kemur í sumar og ef við fáum 2-3 hörku leikmenn í viðbót menn sem geta hreinlega bætt byrjunarliði þá er þetta lið tilbúið til þess að berjast um alla titla klárlega. Ég myndi td Ekkeert kvarta þótt það kæmi inn leikmaður sem er betri en Mane sem dæmi og Mane ætti þá ekki fást sæti í liðinu , tek bara Mane sem dæmi, frábær leikmaður en hversu frábært væri það ef hann ætti ekki fast sæti í liðinu og yrði eitthvað á bekknum væri ekkert slæmt að eiga mann eins og Mane bara á bekknum. Það sem ég er að reyna að segja er það að við þurfum ekki að kaupa marga leikmenn í sumar , Keita plús 2-3 aðra leikmenn sem eru jafn góðir eða betri en einhverjir af þeim 11 okkar bestu leikmönnum og þá erum við að tala um svakalega breidd. Sáum bara í fyrra hvað það gerði fyrir breiddina að fá Chamberlain. Ég er ekkert búin að útiloka að Karius verði aðalmarkvörður á næsta tímabili og ef hann heldur áfram að vaxa fram á vorið munum við ekki þurfa markmann en myndi samt ekkert kvarta ef það kæmi inn heimsklassa markvörður. Segjum að það komi inn þannig týpa og jafnvel miðvörður sem er betri en Matip og Lovren ásamt Keita og svo einn frábær leikmaður sem getur leyst allar þessar stöður fremst á vellinum. Höfum ekki næga breidd í þremur fremstu stöðunum ef meiðsli kæmu upp. Fá inn einn þarna fremst á völlinn og hann má alveg vera jafn góður eða betri en einhver af okkar þremur fremstu , einhver sem getur sett verulega pressu á þessar þrjár bombur okkar þarna fremst á völlinn. Ég er ekkert að segja að við þurfum nauðsynlega markmann og miðvörð en engin af okkur myndi kvarta ef það kæmi markvörður og miðvörður sem eru betri en þeir leikmenn sem við eigum í þessum stöðum í dag. Væri td til í að skoða Stefán De Vrij frá Lazio sem fæst frítt í sumar og er einnig hollenskur og gæti mögulega smellpassað með Van dijk enda þekkjast þeir eflaust vel og frá sama landi. Allavega sama hvað Klopp gerir í sumar mun ég treysta honum enda nánast hver einustu leikmanna kaup sem Hann hefur gert fyrir okkur hafa verið frábær þótt maður hafi stundum hrisst hausinn og ekkert verið að deyja úr spenningi með einhverja leikmenn sem hann hefur keypt sem dæmi Andy Róbertsson en sá hefur heldur betur látið mann éta þau nokkur sokkapörin í vetur og maður er farin að narta í skópörin sín líka.

    Allavega spennandi sumar í sumar ekki spurning og kannski það sem er mest spennandi er bara að fá að vera stuðningsmaður Liverpool i dag enda eitt mest spennandi lið Evrópu í dag það er bara staðreynd…

  13. Viðar #12
    Það eru Suarez, Ronaldo og Shearer ekki Nistelrooy.

  14. Sammála félagar. Bjóða Salah risasamning með enga buy out klausu. Ef slík klásúla yrði uppá 200-300 mills að þá kæmi mér ekkert á óvart ef psg eða RM myndu virkja hana. Þetta er bara orðinn klikkaður fótboltaheimur. Við megum þakka fyrir að vera með schnillinginn hann Klopp sem breytir plasti yfir í gull og demanta.

  15. Kaupum Allison, fáum Keita, Draxler/Lemar og Timo Werner. Hver í andskotanum á að vilja fara frá þessum klúbbi þá?

    (feeling hopeful)

  16. Flottur pistill!

    Salah virðist vera ótrúlega jarðbundinn gaur og ég er viss um að ef Klopp tekst að kaupa þá leikmenn sem hann vill fá í sumar ættum við að geta barist um titla. Ef það tekst hefur Salah enga ástæðu til þess að færa sig um set.

  17. Er einhver að horfa á World cup í Englandi 1966 í sjónvarpinu ? Þetta er með því fyndnara sem maður hefur séð , hljóð setning , tónlist , klipping , myndar taka allt Óskarsverðlaun. Annars frábær samantekt hjá þér Einar ekki við öðru að búast hef ekki mikið við að bæta tel að við þurfum samt 3 næsta sumar en megum samt ekki gleyma okkar uppeldisstrákum tel að einhver af þeim eigi eftir að koma sterkir inn á næsta tímabili.

  18. Er ekki kominn tími á að henda í eitt Man U-podcast eins og þið gerðuð hér um árið?

  19. Sælir félagar

    Mo Salah er dásamlegur leikmaður og er að gera ótrúlega magnaða hluti í þessu skemmtilega Liverpool liði okkar. Firmino er samt minn uppááhalds leikmaður í liðinu og er búinn að vera magnaður í vetur. Þrátt fyrir markaskorun Salah þá er Firmino að mínu mati mikilvægasti leikmaður liðsins og sá sem liðið má síst við að missa. Það kastar engri rýrð í mínum huga á Salah sem vonandi heldur áfram að raða inn mörkum.

    Það er athyglivert sjónarhorn hjá Einari M. með öflun stuðningsmanna í Asíu og Afríku og þar með auknar tekjur liðsins. Það væri ekki slæmt heldur að ná til Indverja sem eru að verða fjömennasta þjóðríki veraldar og þar er anzi stór óplægður akur. Það er líka ástæða til að þakka Einari Matthíasi fyrir enn eina greinina sem skemmtir manni. Nú er bara spurning hvað hann gerir meira í landsleikjahléinu. Það er nánast eins spennandi og að bíða eftir næsta leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  20. Er búnað horfa á alla þessa World Cup þætti so far. Sjúklega skemmtilegir og steiktir þættir!

    Annars sýndist mér á Vísi að Liverpool muni þverneita öllum tilboðum í Salah næsta sumar, sama hversu há þau yrði. Er 100% viss að Klopp myndi ganga úr brúnni ef FSG myndu reyna að casha inn á Egyptanum okkar. Liverpool hefði líka ekki verið jafn vel statt fjárhagslega í langan tíma og myndu stórbæta liðið fremur en að selja sína bestu menn. Klárlega sett stefnan á stóra titla á næsta tímabili.

  21. Hvers vegna þú endaðir ágætis pistil á myndbandi sem sýnir marga karlmenn tuddast á einhverri grey konu er mér hulið….

    En hvað um það.

    Ætla að byrja á því að taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr Salah að neinu leiti. Var sáttur við kaup hans síðasta sumar, fannst hann góður í byrjun en gagnrýndi hann fyrst fyrir að fara illa með mörg tækifæri. En síðustu mánuði hefur hann verið hreint stórkostlegur og þetta er klárlega hans tímabil. Kevin De Bruyne er svo alls ekki með titilinn MVP í vasanum!

    En ég vil samt meina að Salah er að þrífast í kerfi sem leyfir honum einnig að springa út. Held því fram að eingöngu í Man City í dag, myndi hann eiga séns á að sýna þessa takta sem hann hefur gert hjá okkur. Firmino er að mínu mati ekkert síðri leikmaður og jafnvel álíka verðmætur fyrir okkur í dag. Það sem hann gerir þarna frammi með og fyrir Salah/Mane er ómetanlegt.
    Ég reikna með að pistlahöfundur hafi aldrei náð að sjá King Kenny spila, fyrst hann nefnir bara Suarez og Gerrard. Ég efast um að okkar klúbbur eigi aldrei eftir að fá leikmann sem hafði þau áhrif eins og hann yfir heilan áratug.
    Menn verða ekki legend á hálfu tímabili. Ekki á nokkrum tímabilum. Ég á erfitt með að kalla Suarez “legend” eftir hans stutta veru þó hans hæfileikar hafi verið með þeim bestu í heiminum. Skilaði okkur engum titlum og engu legacy.
    Gerrard nær því auðveldlega, Carragher sjálfssagt einnig þó hann hafi ekki verið jafn góður leikmaður.
    Eigum ekki að gjaldfella orð, gerir bara lítið úr hinum raunverulegu “legends” fyrir klúbbinn. Sjáum hvernig málin standa eftir 4-5 ár eða meira. Nóg hefur verið um 1-hit wonders í boltanum.

    Burtséð frá þessum orðaleik, þá ætla ég auðvitað að halda áfram að njóta þessa yndislega fótbolta sem Herr Klopp er að bjóða okkur upp á með Salah, Bobby, Hendo og hinum félögunum. Hvort það skili okkur titlum í ár, hæpið…. en grunnurinn er frábær til að byggja á næstu tímabil. Vonandi heldur þetta frábæra ævintýri áfram og svo dæmir maður ávallt að leikslokum.

    YNWA!

  22. Það breytir engu þessi hópur karlmanna höguðu sér illa þar sem þeir hópuðust að henni og kölluðu ” you are shit ´ þegar hún reyndi ræða við þá. Það má vera margir eru ekki sammála Katie Hopkins en mér fannst hegðun múgsins fyrir allar hellur og þetta myndband á ekkert erind i þessum pistill.

  23. djöfull er ian wright að drulla í kökudeigið!!!!

    hann er að reyna hræra í einverja djöfulsins dramasögu fyrir sumarið og heldur því fram að liverpool geti ekki staðið í lappirnar…. þeir geta það bara víst og eru það vel stæðir að ekkert tilboð gæti freistað þeirra… og það sem meira er að skítataktíkirnar hjá spænsku risunum koma ekki til með að virka þar sem enginn afrískur leikmaður í þessum liðum er nálægt því kaliberi sem mo salah, mané, kante eða aubameyang eru á þannig að þetta er alghör skita að reyna halda svona fram hjá þessum gaur…..

    pirrandi að sjá svona fréttir……

    písát

  24. Varðandi Salah, þá sé ég ekki ástæðu þess að hann ætti að vera endilega eitthvað æstur að vilja fara yfir í annað félag ef honum líður vel hjá Liverpool og sér fram á það að liðið gæti verið í titilbaráttu á næsta tímabili. það væri allt annað ef liðið er ekki í blússandi séns á að tryggja sér meistaradeildarsæti á þessu tímabili og er komið í áttaliða úrslit í meistaradeildinni.
    Í fyrsta lagi virðist Liverpool vera orðið svo fjárhagslega sterkt að t.d þurfti Coutinho að lækka sig í launum til að fara yfir í Barcelona og öðru lagi þá vildi hann sjálfur fara yfir til liverpool út af leikstílnum og þjálfarnum og einmitt út af leikstílnum hefur hann náð að sýna fram á að hann sé einn sá allra besti í heimi.

    Ég held að allar forsendur séu til staðar að hann vilji vera áfram en ég segi það með þeim fyrirvara að Liverpool endi í fimmta sæti í deildinni en það gæti alveg eins gerst því þessi lið sem við erum að keppa við munu ekki misstíga sig mikið á þessu tímabili og fjögra – fimm stiga forskot er furðulega fljótt að étast upp.

  25. #21 Brynjar

    Já, auðvitað er mér margt hulið eins og flestum á þessari jörð.
    Á þessu myndbandi sá ég hóp manna ‘bullya’ þessa konu á frekar andstyggilegan hátt. #hugrekki

    Eftir að google þessa konu, sé ég að hún er blaðamaður hjá sorpritinu Sun og hefur einhverja tengingu við íhaldssamtök og hugsanleg öfgasamtök.
    Ekki ætla ég að taka upp hanskann fyrir einhverja öfga, en öfgarnir eru víða og oft á þeim stöðum sem við erum blind á.

  26. Ég myndi nú lesa mig aðeins betur til ef þú ætlar að fara taka hanskann sérstaklega upp fyrir KH. Viðbjóðsleg manneskja og einmitt mjög fyndið hjá þeim að syngja þetta Salah lag fyrir hana.

  27. Maður kynnir sér fólk og þau málefni sem það stendur fyrir áður en maður fer í slíkan pakka. Það sem hefur einmitt verið augljóst fyrir mér síðustu ár er að þegar einstaklingar eru stimplaðir hitt og þetta, þá í flestum tilfellum á það einfaldlega ekki við. Þetta “mob mentality” er orðið sérstaklega ljótt undanfarið.
    En, ég er ekkert að taka upp hanskann sérstaklega fyrir hana sem persónu. Þekki hana ekki neitt og miðað við það sem ég les um hana, þá hef ég takmarkaðan áhuga á að eyða tíma mínum í það. Myndbandið samt lýsir sér sjálft. Bully tactics.

  28. En sorrý. Auðvitað er fáránlegt að fara í svona umræður hér.
    Salah er maðurinn í dag! 😀

  29. Við getum alveg örugglega andað með nefinu varðandi Salah og hugsanlegt brotthvarf hans. Ef hann er skynsamur(vonandi agentinn hans líka) eins og hann virðist virka alltaf að þá veit hann að svona form er ekki eitthvað sem fólk fær í sms-um. Svona árangur næst með þrotlausri vinnu og hjá réttu liði og hjá réttum þjálfara.

    Ég vona innilega að LFC geri RISAsamning við Salah í sumar, helst daginn eftir síðasta leikinn okkar og sendi skýr skilaboð út í fótboltaheiminn að LFC ætlar sér stóra hluti undir stjórn KLopps.

  30. Balti.

    Höfum þetta einfallt. Þessi manneskja hefur megnustu fyrirlitningu á Mohamed Salah út af því að hann er múslimi og þessvegna var þessi hópur að syngja fyrir hana. þessi tenging var mjög augljós.

  31. #31 Brynjar

    Veistu, nú hef ég verið að skoða þetta aðeins í kvöld og sé ekkert um að þessi kona hafi megnustu fyrirlitningu á Mo Salah, eða múslimum almennt.
    Hinsvegar nokkuð augljóst að hún er ein af þeim sem hefur verið að berjast gegn innflytjendastraumnum og lofar Brexit.
    Virkar nú ekkert sérlega skörp þannig séð, en þessi augljósa tenging þín er langt í frá augljós. Frekar langsótt ef áðurnefnt er notað sem grunnur á niðurstöðum þínum.
    Reyndar ágætis viðtal við hana á Rubin Report.
    Take it from the horses mouth 🙂

  32. Ég þurfti ekki nema að lesa þetta og það tók fyrir mig um þrjár sekúndur að finna þetta.

    “Mail Online was forced to pay £150,000 to a Muslim family whom Hopkins had falsely accused of extremist links. In a 2017 libel case, Hopkins was required to pay £24,000 in damages and £107,000 in legal ”

    Ég fattaði strax og ég sá viðtalið að þetta hlyti að vera tilfellið og fór aðeins og googlaði hana og sá það var tilfellið. Hún var bendluð við hægri öfgasamtök og því vissi ég eins og skot hvað var í gangi.

    Ég vil svo sem ekkert að vera munnhöggvast við þig. Það verður öllum á mistök og vissulega var það hroki hjá mér að

  33. Að segja að það hlyti margt að vera þér hulið. Mér fannst bara þessi tenging svo augljós að ég þurfti nú ekkert að gera neina rosalega heimildarvinnu til þess að komast að þessu og vita hvað væri í gangi.

    Annars gangi þér bara allt í haginn.

  34. Sæl og blessuð.

    Þið gúrúar …

    Hvar væri best að fá miða á einhvern vorleiki okkar manna ef maður myndi nú vilja skella sér?

    Fleira var það ekki að sinni.

    Salahsalahaslah!!!!

  35. Á þessi hópur af vanvitum í myndbandinu með Katie Hopkins að vera Liverpool aðdáendur? Mo Salah skorar slatta af mörkum er pistlahöfundur þá kominn í lið með Islamistum á Vesturlöndum. Mig minnir að þú búir í Svíþjóð, ertu alveg heilaþveginn af pólitísku rétthugsuninni þar?
    Ekki tengja Liverpool við Islam.
    Brynjar Jóhannsson: Þú veist greinilega ekkert hvað er í gangi. Fyrst þú ert að googla, googlaðu þá Jordan Peterson.

  36. #4
    Þetta er náttúrulega fáránlegasta comment í heimi. Varstu að reyna að sýna fram á að þú kynnir á google.com eða að lesa wikipedia?

  37. Ég leyfi mér fullyrða að lang flestir aðdáendur fótbolta séu fylgjendur þess að það eigi ekki að musmuna fólki eftir trúarbrögðum eða húðliti og sjái ekkert athugavert við það að trúarbrögð séu iðkuð með hófsömum hætti. Það vill svo til að tveir leikmenn Liverpool eru múslimar og því er ekki annað hægt en að tengja þau trúarbrögð við Liverpool að því leitinu til.

    Hvað í ósköpunum veit ég ekki hvað er í gangi ? Þessi kona er hægri öfgamanneskja og hefur meðal annars fengið dóm vegna ærumeiðinda sem hún skrifaði um múslima og þar að auki verið ásökuð um að halda rasisma á lofti. Eina sem ég furðaði mig á því að Balti skildi ekki tenginguna.

    Ég held að þú ættir að líta þér nær og spara aðeins gífuryrðin. Þú hefur greinilega ekki efni á þeim.

  38. Hlynur

    Hvað var fáranlegt við þetta koment mitt ? Eina sem ég var að sýna fram á að þessi manneskja hafði fengið kæru fyrir ærumeiðindi um múslima. Balti átti erfitt með að sjá þá tengingu.

    Ég var ekki að reyna að sýna neitt annað en þessi kona væri yfirlýstur rasisti. Þetta er orðið reyndar orðið dálítið típískt. Þegar menn eru orðnir svarþrota ráðast þeir á manninn í stað þess að ræða málefnin.

  39. Sæll Brynjar. Ég skil ekki hvað þú ert að meina. Comment númer 4 er e-ð tuð fra manni sem kallar sig joispoi um hlutföllin á pýramídanum á photoshoppaðri mynd. Ég var að segja að það tuð væri fáránlegt. Fór e-ð í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að blanda mér í alla hina vitleysuna sem er í gangi hérna í þessu commenta kerfi.

  40. Fyrirgefðu Hlynur. Ég hélt að þú hafðir gert innsláttarvillu. Mitt koment var nr 34 og þú skrifaðir #4 var ég að vitna sjálfur í ummæli sem ég las úr Wicipedia og því tók ég því að þú værir að beina spjótum þínum að mér.

    Gangi þér allt í haginn.

  41. #40
    Brynjar upphafið að þessu öllu var ósmekklegt myndband sem mér og greinilega öðrum hér sáu múg manna tuddast konu og þegar hún reynir tala við þá þá eru hún kölluð ljótum nöfnum og þaggað i henni með öskrum. Svona hegðun á fórdæma og breytir engu að konan sem lenti i þessu var Katie Hopkins og að einhverjum misllíkar skoðunum hennar.

  42. Ég verð bara að koma útúr skápnum. Hlynur Snorrason er í raun Kristján Eldjárn Kristjánsson. Þetta var einkahúmor sem ég áttaði mig ekki á að væri búinn. Ég get ekki verið að gera menn reiða hérna inni undir hans nafni.

    Áfram Liverpool ávallt allstaðar. Eða e-ð… man ekki hvaða frasa Hlynur bjó til þegar hann skrifaði sem Kristján Eldjárn.

Liverpool 5 – 0 Watford

Podcast – I´ll be Muslim too