Flopperto Firmino

Roberto Firmino var nafn sem maður heyrði af fyrir nokkrum árum. Svaka efnilegur Brasilíumaður í Hoffenheim og sá sem tók við keflinu af Gylfa Sigurðssyni á þeim bænum. Hann fór að vaxa í sínum leik og varð nokkuð fljótlega einn af mest spennandi sóknartengiliðum í þýska boltanum – og þá er nú mikið sagt!

Maður reiknaði alltaf með að hann myndi enda hjá einhverju stærra liði en Hoffenheim og spreyta sig á stærra sviði en það virtist ekki verða af því eftir frábært tímabil frá honum. Tímabilið eftir var gott en ekki í takt við það sem var áður, Hoffenheim var í smá ströggli og þá spruttu skyndilega upp orðrómar um að Liverpool hefði áhuga á honum og hygðist kaupa hann. Kviss, kvamm, búmm. Allt í einu varð hann orðinn leikmaður Liverpool sem pungaði út hátt í 30 milljónum punda fyrir hann.

Flest allir stuðningsmenn Liverpool urðu afar spenntir. Mjög skiljanlega líka. Ungur og gífurlega spennandi brasilískur landsliðssóknarmaður fyrir hellings pening úr þýsku deildinni – ef einhverjum finnst það ekki spennandi þá veit ég ekki hvað ætti þá að koma þeim til!

Arftaki Suarez, næsta stórstjarna Liverpool og verðandi besti leikmaður deildarinnar. Hype-ið og spennan var afar mikil og gátu vel flestir stuðningsmenn ekki beðið eftir því að sjá hann klæða sig í alrauðan búning Liverpool og byrja að raða inn mörkum og stoðsendingum fyrir liðið.

Loks kom upp stóra stundin og maður varð kannski ekki eins heillaður og maður reiknaði með. Þolinmæði er dyggð og því ákvað maður að bíða og gefa honum aðeins lengri tíma. Hann átti sínar rispur inn á milli en annars var ekki mikið í gangi hjá honum og voru að renna á mann tvær grímur varðandi hann og langtíma framtíð hans hjá Liverpool. Þetta var spennandi en kannski var þetta samband sem var ekki gert til að endast. Hann meiðist, Liverpool liðið er ekki merkilegt, Rodgers er rekinn og Klopp er tekinn við, þá var kominn tími til að endurmeta stöðuna og vonast eftir því að hann finni sig.

Hér er pistill sem ég skrifaði um Firmino þegar hann kom og hvers mátti vænta af honum sem leikmanns og hlutverkana og hæfileikana sem hann gæti komið með til liðsins. Því miður var maður bara ekki að sjá þetta strax.

Þann 20.september síðastliðinn setti ég inn þessa færslu á Twitter. Þetta var ónotaleg tilfinning en eitthvað sem hafði skriðið í hausinn á mér og vildi ekki burt. Ég var orðinn smá smeykur um að þarna væri enn eitt dæmið þar sem við kaupum mjög dýran leikmann en keppinautur okkur næði í annan sem væri betri á helmingi lægra verði.

Hafði ég rangt fyrir mér?

ÓJÁ!

Klopp tók við keflinu og eftir smá aðlögun og fikt tókst honum að finna það hlutverk sem virðist henta Firmino alveg fullkomlega. Hann spilaði honum sem framherja þegar mikil meiðslakrísa herjaði á sóknarlínu liðsins og hefur sömuleiðis komið honum fyrir sem tíu eða aftari-framherja ef svo mætti að orði komast. Leikur hans er heilt yfir orðinn mikið betri, vinnusemi hans farin að skila sér og hann er farinn að skora og leggja upp helling af mörkum.

Hér má sjá leiki hans undir stjórn Jurgen Klopp og má sjá svakalega bætingu í hans leik. Það leynir sér ekki að hann er orðinn svakalega effektívur fyrir lið Liverpool og virðist þetta aðeins vera byrjunin.

Screen Shot 2016-03-11 at 23.01.54

Firmino er samt leikmaður sem maður hefur svolítið verið að klóra sér í hausnum yfir. Það er eitthvað svo einstakt við hann og maður er stundum ekki alveg að átta sig á því hvaða týpa hann er og hvar og hverju hann er bestur í.

Hann er ekki Suarez-legur, hann er ekki Coutinho-legur, hann er ekki Sterling-legur, hann er ekki Messi-legur eða Sanchez, Hazard eða eitthvað álíka. Hann hefur helling í sínum leik og sér maður oft bregða fyrir einhverju sem minnir mann og hinn og þennan en persónulega er ég ekki á þeim vagni að búast við því að hann verði okkar “næsti Suarez”. Hann er og verður held ég áfram frábær fyrir okkur og verður eingöngu betri held ég þegar líður á þessa leiktíð og enn fremur þegar sú næsta hefst.

Fyrir mitt leiti hefur hann – enn sem komið er allavega – ekki þennan sama eiginleika og Suarez hefur og getur gjörsamlega tekið heilu og hálfu leikina hálstaki og klárað þá bara upp á eigin spýtur. Firmino getur það og hefur gert það en alls ekki eins stöðugt og félagi okkur Suarez getur gert og gerði eiginlega bara strax frá sínum fyrsta leik með liðinu.

Ég hef velt þessu fyrir mér, hvað gæti hann orðið hjá Liverpool og hvernig getur Liverpool nýtt þennan fremur óhefðbundna leikmann. Er hann einhver ný kynslóð eða furðulega samsett blanda af eiginleikum leikmanna eða höfum við bara ekki séð hans besta enn þá?

Rétt í þessu rakst ég á punktinn sem ég hafði verið að leita eftir í langan tíma til að koma þessum pistli sem setið hefur í hausnum á mér í nokkurn tíma á blað. Neil Atkinson, einn allra besti Liverpool-penninn í dag, kom með þessa málsgrein í Echo áðan:

I like Firmino behind a clear centre forward but he isn’t a traditional Liverpool number 7 player. Someone on Twitter compared him to Thomas Muller and I like that comparison. He’s a little trickier than Muller but the main thing is his appreciation of the game and of how to find space.

BOOM! Þarna kom það. Samanburðurinn og þessi síðasta lína sem ég þurfti til að fá einhverja góða mynd í hausinn. Roberto Firmino er Thomas Muller og gæti orðið okkar útgáfa af kannski aðeins tæknilega betri á bolta útgáfu af Muller. Vinnusemin, hjartað, nýting og opnun á plássi, góðar tímasetningar á hlaupum og sendingum, staðsetningar í og við teiginn og þess háttar. Það er svakalega mikið sameiginlegt á milli Muller og Firmino.

Hvernig gat maður ekki séð það fyrr?!

Áður en menn missa sig þá er ég ekki að segja að þeir séu jafn góðir eða Firmino sé kominn á sama stall og Muller – sem er by the way alveg fucking frábær knattspyrnumaður! Það er eitthvað svona einstakt við þá sem leikmenn sem maður getur oft ekki alveg áttað sig á.

Ég hef legið á punkti í nokkurn tíma og langað að koma honum hérna inn en eins og ég segi aldrei fundið rétta tímann eða efnið til að koma honum inn í.

Roberto Firmino, markahæsti leikmaður Liverpool eins og er, hefur skorað níu mörk á síðustu vikum/mánuðum og slatta af stórum og mikilvægum mörkum EN mark hans hefur aldrei “unnið stig”. Það fannst mér virkilega áhugaverð niðurstaða þegar ég fór að skoða þetta aðeins.

Andið rólega!

Þetta er vafalaust mjög ósanngjörn pæling og kannski svertir smá árangur hans og frammistöðu undanfarið. “Sigurmark” er mark sem gefur stig eftir að leikmaður skorar jöfnunarmark eða sigurmark. Sem sagt, mark sem breytir engu stigi í eitt eða einu í þrjú. Hann hefur átt einhverjar stoðsendingar sem tryggja þessi mörk frá öðrum en fókusum á mörkin.

Mörkin hans til þessa hafa aldrei verið úrslitamörkin. Hann hefur engu að síður átt mjög svo stór og mikilvæg mörk. Til að mynda fyrstu mörkin í comeback sigrum og jafnteflum eða mörkin sem sjá um að tryggja að “sigurmörkin” gefi stigin, nota bene markið hans gegn Man Utd sem tryggði 2-0 sigur.

Til samanburðar þá hafa 13 af 47 mörkum Daniel Sturridge verið “sigurmörk” sem er mjög öflugt enda er Sturridge oft svakalega effektískur í þessum 1-0, 2-1 sigrum sem Liverpool hefur verið að ná undanfarin ár þegar hann er heill. Luis Suarez með sín 82 mörk fyrir Liverpool, á lengri tíma hjá félaginu en Sturridge, er bara með 14 “sigurmörk”. Það gæti eflaust hækkað eitthvað ef maður reynir að grafa upp einhver jafnteflismörk og svona en við nennum því ekki.

Hvað þetta varðar er hann greinilega meiri Suarez en Sturridge. Skorar kannski ekki eins ört “úrslitamarkið” en er engu að síður svakalega effektívur og skorar mörkin sem drepur niður baráttu mótherjans og/eða kemur Liverpool á bragðið – sem er á margan hátt ekki síðri kosturinn. Ég myndi nú ekki gráta það ef hann myndi feta í fótspor Dirk Kuyt hvað mikilvæg mörk varðar en af 71 marki hans fyrir Liverpool þá voru 24 sigurmörk!

Allavega, smá pælingar varðandi snillingin hann Firmino sem er kominn með níu mörk og átta stoðsendingar í 32 leikjum fyrir Liverpool á sinni fyrstu leiktíð. Við erum nú ekkert að hata þetta – og margir sem eru ekki fylgjendur Liverpool vilja ekki viðurkenna hann sem einn af betri sóknarmönnum deildarinnar í dag og gein af betri kaupum leiktíðarinnar. Að hugsa sér!

Það er næstum vika í næsta leik, djöful hlakka ég til að sjá hann aftur á vellinum. Ég reikna með að varnarmönnum Man Utd hlakki ekki til að mæta honum aftur næsta fimmtudag.

33 Comments

 1. Skemmtileg samantekt og ótrúlega spennandi leikmaður. Ég er mjög þolinmóður með Klopp við stýrið og hlakka mjög til að sjá hvað gerist næstu misserin. 🙂

 2. Flottur pistill. Vil þó gera tillögu að breyttri lokasetningu:

  “Ég efa að varnarmenn Man Utd hlakki til að mæta honum aftur næsta fimmtudag.”

 3. Nokkuð góð samlíking með Muller, en ég hef altaf horft á hann sem svona Bergkamp týpu, getur allt og á eftir að verða mjög mikilvægur fyrir okkur.

 4. Flottur pistill. Ég er einn af þeim sem spáðu hann yrði vonbrigði tímabilsins. Það er náttúrulega ekki það sama og flopp en enga síður. Það hefur verið virkilega gaman að sjá hann spila þegar hann spilar vel en það hefur ekki verið mjög oft á þessu tímabili. Hann hefur samt að mínu mati spilað sig inn í framtíðarplön Liverpool. Ómissandi partur að liðinu í dag. Vona hann klári tímabilið með stæl og þá má segja þetta hafi verið gott fyrsta tímabil hjá þessum 30m punda manni.

 5. Sælir félagar

  Það er rétt Tryggvi að sögnin að hlakka tekur alltaf með sér nefnifall en það er auka-atriði. Skemmtilegur pistill og gaman að fá svona samantekt í andlitið. Ég var lengi einn af þeim sem fannst Firmo vera hálfgert flopp. Hann átti nokkra (fáa) mjög góða leiki en svo datt hann ofan í nokkurra leikja meðalmennsku og verra en það inn á milli.

  Nú er það hinsvegar alveg ljóst að leikur hans er batnandi og meiri stöðugleiki einkennir frammistöður hans sem eru fleiri góðar og einstaka mjög góðar. Ég vona núna að hann eigi eftir að ná viðvarandi stöðugleika og verða einn af máttarstólpum framtíðarliðs Klopp’s og vinna sig inní hug og hjörtu okkar allra,

  Það er nú þannig

  YNWA

 6. Miðjan i liðinu er afar hressandi þessa dagana…allir heilir að spila Thunderrokk!

  —-Coutinho – Firmino – Lallana

  ———–Can – Henderson

 7. Ef að ég ætti að velja leikmann tímabilsins á þessari stundu að þá myndi
  Roberto Firmino Barbosa de Olivera örugglega vera efstur á blaði hjá mér en hann hefur verið rosalegur á þessu ári 2016.

 8. Eg er auðvitað rosalega anægður með mörkin og stoðsendingar Firmino og auðvitað finnst mer hann áberandi miklu betri nuna siðustu vikur en fram að aramótum en mer finnst hann samt oft a tiðum týndur. Hann vantar stöðugleika eins og svo mörgum öðrum i okkar liði. Ég var reyndar alveg rolegur fyrir áramót og bjost við honum sterkari eftir áramótin og eg býst enn við honum mun sterkari a næsta tímabili.

  Ef Firmino, Coutinho og Lallana fara allir að sýna stöðugleika þa erum við i flottum málum þarna fram a við.

 9. frabær potari og otrulega mikilvægt ad hafa slikt innanbords .. oft liklegur match winner !

 10. Í 13 af þessum 25 leikjum undir Klopp er hann með 7 eða meira í einkunn á whoscored, sem þykir gott, skora á menn að skoða meðaleinkunnir leikmanna yfir tímabilið. Þó hann skori ekki eða leggi upp þá er mikil vinnsla í honum. Kemur á óvart hversu margir héldu að hann myndi floppa.

 11. Sá besti í liðinu í dag, mikilvægari en Coutinho og Sturridge (sem virðist alltaf vera í fýlu?)

 12. Það virðist oft trufla okkur að menn þurfa tíma til að komast í gang. Tölfræðin segir að það geti tekið þrjú ár að skera úr um velheppnuð kaup. Þar inná milli byrja til dæmis sumir mjög vel en brenna svo út.
  Þó að Firmino sé að standa sig vel í framlínunni býður hann uppá meira en bara einhvern einn hæfileika. Það er svona “jack of all traits, but a master of none” fílingur í kringum hann. Hann hefur hins vegar gæði og virðist passa mjög vel við hugmyndafræði Klopp um samstíga liðsheild. En hann þarf að hafa einhverja með sér, er ekki matchwinner í þeim skilningi að leiða vagninn. Sterling til samanburðar hefur öskrandi hraða, en vantar síðan gæði á öðrum sviðum ef hraðinn einn og sér dugar ekki.
  Væri gaman að vita hversu margar úrslitastoðsendingar eða sköpuð færi Firmino hefur átt til samanburðar við úrslitamörkin. Öflugir liðsmenn geta nefnilega látið aðra líta vel út.

 13. Þetta verður spennandi sumar. Það er ekki auðvelt að lesa í það hvað Klopp mun gera.

  Er t.d Sturridge leikmaður sem Klopp fílar. Ég er ekkert allt of viss um það. Of latur fyrir pressuna.

  Mun Sturridge sætta sig við það að þurfa að sitja á bekknum, eiga ekki öruggt sæti.

  Ekki viss um að Klopp hafi þolinmæði gagnvart prímadonnu töktum Studge.

 14. En yfir í annað! Norwich voru að ná jafntefli gegn City, þetta 4 sæti er galopið!

 15. Merkið við laugardaginn 23. apríl í dagbókinni. Þá kemur Rafa í heimsókn á Anfield!

 16. Þetta er nú lítt flókið. Brasilíumaður sem kemur úr þýsku deildinni hlýtur að þurfa nokkra mánuði til að komast inn í deildina. Þótt umræðan hafi verið á köflum kjánaleg, þá held ég að allir hafi séð gæðin sem RF býr yfir. Eina sem ég hef áhyggjur af er það að landsliðsþjálfarinn er farinn að gefa honum þann séns sem hann á skilinn.

 17. Mér fannst koma fram ansi góður punktur á Twitter um daginn. Þá voru Payet og Firmino báðir með 8 stoðsendingar og 8 mörk. Einn átti að flokkast sem flopp en hinn átti að vera í samkeppni um að vera leikmaður tímabilsins í deildinni, áhugaverðar skoðanir.

  Munurinn á þessum tveimur hefur kannski einmitt verið sá að Payet hefur kannski meira verið í því að skora “sigurmörk” sem tryggja liði hans sigur heldur en Firmino, án þess að ég viti nokkuð um það.

  Ég hef að minnsta kosti fulla trú á Firmino sem lykilmanni í liði Klopp næstu árin og ég elska þessa Müller samlíkingu sem og pistilinn í heild.

 18. Góður pistill um góðann leikmann sem á vonandi eftir að verða enþá betri undir stjórn Klopps.
  En ég var að horfa á viðtalið við Rafa eftir að hann tók við Newcastle þar sem hann segir að Liverpool hafi alltaf litið á Newcastle sem eitt af stóru liðonum í ensku deildinni þegar hann var okkar stjóri.
  Það var einhver ró og sjálfsöryggi yfir kallinum og hann hefur greinilega trú á verkefninu og vonandi tekst honum að halda Newcastle uppi. Ég hef komið á þeirra heimavöll og það var virkilega skemmtilegt að koma og upplifa stemninguna þar þegar Kevin Keegan var stjórinn og liðið þeirra eitt það besta í deildinni.
  Það eru greinilega mikil tengsl á milli klúbbanna, okkar menn hafa stjórnað þarna áður, ekki bara Keegan líka Daglish,Souness og núna Rafa og þarna höfum við fengið Macdermott,Kennidy og Berdsley og fleiri.
  Ég hef líka grun um að Liverpool hafi horft til Newcastle þegar ákveðið var að stækka Anfield .
  Ég ætla alla vega að nota tækifærið og óska Rafa Benites alls góðs með nýja starfið þar sem ég tel hann einn af okkur og einn af okkar bestu stjórum.

 19. @18

  Payet meiddist þegar hann var á flugi með West Ham og liðið dalaði við það, hann kom svo aftur til baka úr meiðslum og liðið fór strax að spila betur. Það sem ég hef séð af Payet segir mér hann hafi svo sannarlega hit the ground runing. Verðmiðin hefur lika áhrif á valið.

 20. Skritið að stærri liðin eru ekki að bjoða 30-40 millz i Vardy, Mahrez eða Payet bara til að koma sma stressi og salfræðistriði af stað fyrir lokasprettinn i deildinni. Eg myndi allavega hiklaust byrja rugla i hausamotunum a þessum leikmönnum með tvöföldun launa og annað slikt.

 21. Coutinho – Götze – Firmino framlína með Sturridge. Já takk. Notum peningin sem Tottenham eyðir í Henderson fyrir Götze. Stelum síðan Gundogan frá Dortmund á miðjuna með Can. Subotic í vörnina með Malip og Sakho og Lovren. Já takk. Vantar bara vintstri bakk og kannski backup stræker. En samt. Höfum Origi – sem er ekkert að verða verri með tímanum.

 22. Sammála Jóni Jónssyni með að Firmino sé svona Bergkamp týpa. Bergkamp gat næstum allt serm alhliða sóknarþenkjandi leikmaður og ef hann hefði skorað örlítið meira hefði hann verið á stalli með þeim allra bestu í sögunni. Ef Firmino verður eins góður og Bergkamp þá erum við í góðum málum. Þurfum við þá ekki annan topp senter til að fylla upp í leikina sem Sturridge spilar ekki vegna meiðsla? Sárasjaldan vinna lið titla á Englandi ef þau hafa ekki 20 marka skorara í sínum röðum. Einhvern sem skorar reglulega allt tímabilið.

 23. Frábær pistill, takk fyrir mig. Hlakka mikið til að sjá hvernig Klopp mun stilla liðinu sínu upp eftir þetta tímabil og hverjir verða áfram. Eins mikið og ég vildi fá þennan deildarbikar og eins mikið sem ég vil vinna EUFA-bikarinn að þá verðum við auðvitað að átta okkur á því að þetta er alls ekki hans hópur, ennþá.

  Núna er það staðfest, að mér skilst að sveppurinn hann fellaini fær ekki bann fyrir að traðka á Emre Can og kýla hann með olnboganum í andlitið. Eru menn ekki að f%&$/ grínast?!?!?!?!?

 24. … og United fær ekki refsingu fyrir níðsöngva, kanski vegna þess að MU fordæmdi verknaðinn. Mér finnst það ekki nóg, klúbbar/stuðningsmenn sem verða uppvísir að svona hegðun eiga að fá áþreifanlega refsingu, ef uppræta eigi svona hegðun. Og ég óttast að einhverjir í okkar ranni reyni að ,,borga fyrir sig” á fimmtudag næstkomandi með söngvum um flugslysið 58, það hefur gerst áður og er jafnógeðslegt og söngvar MU fans um Hillsborough harmleikinn.

 25. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það töluvert mikið lán í rugli að Fellaini hafi ekki verið refsað – þetta er algjörlega handónýtur leikmaður og mun betra fyrir okkur að hafa hann þarna inni í stað t.d. Schweinstiger eða Herrera.

 26. Snýst ekkert um það. Snýst um prinsipp! Hefði mátt vera hver sem var mín vegna.

 27. Það var leikmaður í D deildinni ensku sem var að hita upp fyrir leik um daginn sem var mál að pissa og ákvað að fara bakvið eina stúkuna og létta á sér og hann fékk 5 leikja bann og félagið sem hann spilar fyrir fordæmdi verknaðinn.
  Ef að maður ber þetta saman við Fellaini vs Can dæmið að þá er það allt í lagi að ráðast á menn inni á vellinum en að pissa bakvið stúku er hræðilegt og á greinilega ekki að sjást.
  Ég skil ekki alveg hvað er í gangi og þetta sendir skrítin skilaboð um hvernig menn eiga að hegða sér og hvað má og má ekki.
  Það var reyndar góður punktur sem að einn kom með að Fellaini sé að spila sé nóg refsing fyrir Man Utd.

  http://fotbolti.net/news/11-03-2016/leikmadur-i-fimm-leikja-bann-fyrir-ad-pissa-a-stukuna

 28. – smá útúrdúr-

  http://www.liverpoolfc.com/news/announcements/211482-ian-ayre-to-step-down-as-ceo-in-may-2017

  Ian Ayre staðfestir að hann hætti í Maí 2017 þegar samningurinn hans rennur út. Eigendurnir segja að þeir hafi reynt að fá hann til að vera áfram, en án árangurs.

  Væri snilld ef síðuhaldarar gætu tekið smá umræðu um kappann í næsta poscasti, helstu afrek hjá klúbbnum, hvað hefði betur mátt fara og hvað gæti tekið við.

  Sjálfur er ég pínu smeykur við tilhugsunina um ´CEO sem er að renna út á samning´, hvort það muni hafa áhrif á hvernig hann vinnur vinnuna sína os.fr.

Liverpool 2 – Man. United 0

Ian Ayre hættir 2017