Ian Ayre hættir 2017

Stórar fréttir frá Anfield en Ian Ayre hefur ákveðið að hætta sem CEO hjá Liverpool er samningurinn hans rennur út eftir næsta tímabil.

Ótúlega langur fyrirvari á þessu og spurning hvort Liverpool verði búið að finna eftirmann hans fyrir þennan tíma. Margir sem fagna þessu líklega enda Ayre ekki verið vinsæll á Anfield og eini arfur Gillett og Hicks sem er ennþá á Anfield. Hann tók hinsvegar þátt í því að kjósa þá í burtu á sínum tíma og FSG segir í sinni yfirlýsingu að þeir hefðu ekki viljað missa Ayre, ákvörðunin sé hans.

Persónulega hef ég ekki hugmynd um það hvort þetta sé gott eða sælmt fyrir Liverpool, Ayre hefur tekið þátt í að snúa rekstri Liverpool við og Liverpool hefur verið að eyða helling í leikmenn undanfarin ár. Hvað hann hefur haft mikil áhrif á val þessara leikmanna er svo spurningamerki, held að hans þáttur í vali á leikmönnum sé stórlega ofmetinn. Hinsvegar er spurning hvort nýr maður verði ekki með meiri fótboltabakgrunn, ráðnir verði tveir menn, annan Director of Football og annan sem sér meira um rekstur félagsins.

Treysti FSG vel til að finna eftirmann Ayre og þá í fyrsta skipti sinn mann í þessa stöðu.

5 Comments

 1. copy/paste frá þræðinum á undan

  http://www.liverpoolfc.com/news/announcements/211482-ian-ayre-to-step-down-as-ceo-in-may-2017

  Ian Ayre staðfestir að hann hætti í Maí 2017 þegar samningurinn hans rennur út. Eigendurnir segja að þeir hafi reynt að fá hann til að vera áfram, en án árangurs.

  Væri snilld ef síðuhaldarar gætu tekið smá umræðu um kappann í næsta poscasti, helstu afrek hjá klúbbnum, hvað hefði betur mátt fara og hvað gæti tekið við.

  Sjálfur er ég pínu smeykur við tilhugsunina um ´CEO sem er að renna út á samning´, hvort það muni hafa áhrif á hvernig hann vinnur vinnuna sína os.fr.

 2. Sitt sýnist hverjum um hvernig Ayre hefur staðið sig í leikmannamálum. Sjálfur hef ég ekki verið 100% ánægður með hann en það breytir því ekki að maðurinn á inni endalausar þakkir og eilífðarmiða í heiðursstúkuna fyrir framgöngu sína í því að þvinga G&H frá liðinu. Ef ekki hefði verið fyrir hans framtak og tveggja annarra þáverandi stjórnarmeðlima þá værum við að styðja þriðjudeildarlið í dag.

 3. Ég mun ekki sjá eftir honum. Ég held að þessi staða sé eiginlega bara “show off” Hver sá sem verður ráðinn verður eftir sem áður fjarstýrt frá Boston og ræður engu. Alveg eins og Ayre.

 4. Ég held að það sé alveg ljóst að hann hefur staðið sig afskaplega vel þegar kemur að markaðshlið Liverpool FC. En síðan er spurning hvort ekki hefði verið betra að hafa annan starfsmann með meiri reynslu af gerð samninga við leikmenn.

  Hlutirnir virkuðu stundum klúðurslegir hjá Ian Ayre, sérstaklega til að byrja með þar sem hann skorti líklega alla reynslu.

  Best væri að fá einhvern hardcore gaur til að sjá um þau mál. Mann sem hefur séð þetta allt áður. Ráða síðan annan til að sjá um markaðsmálin. Þetta fer ekkert vel saman svo vel á að vera.

 5. Mér fannst yfirlýsingin sérstök, óþægilega mikið verið að benda á að þetta hafi verið hans ákvörðun, nánast fær mann til þess að sannfærast um að þetta hafi ekki verið hans ákvörðun. Ég efast stórlega um að hann verði mikið lengur í sinni stöðu en út næsta sumar.

  Erfitt að meta nákvæmlega hvort hann hafi verið að standa sig vel eða ekki. Útfrá markaðshliðinni virðist hann hafa unnið gott starf, sérstaklega ef horft er til þess að klúbburinn hefur nánast alfarið verið utan meistaradeildar frá þvi hann kom til starfa.

  Hinsvegar virðast samningamál oft á tíðum hafa gengið afar brösulega, t.d. tók allt síðasta sumar að ganga frá kaupum á Benteke til þess eins að hann var síðan keyptur á uppsettu verði rétt fyrir lokun gluggans. Auðvitað hugsar maður líka hvort sterkari aðila í þessari stöðu hefði getað landað Sanchez, Willian, Mikhitaryan, Diego Costa. Einnig hefur klúbburinn ítrekað misst sterkustu leikmenn liðsins í raun allt frá því 2008.

  Mögulega spilar inn í líka þættir eins og taktlausar ákvarðanir um miðaverð og skelfileg æfingaferð síðasta sumar þar sem klúbburinn spilaði flesta leiki fyrir hálftómum völlum og á móti mjög lélegum andstæðingum og tók síðan metflugmílur á milli leikja. Gæti þessi dapra æfingaferð hafa haft einhver áhrif á hræðilegt líkamlegt ástand liðsins á fyrstu mánuðum tímabilsins?

  Síðan gæti þetta nú bara verið eins og segir í yfirlýsingunni…..kallinn vill bara fara að slaka á og njóta lífsins 🙂

Flopperto Firmino

Kop.is Podcast #113