The curious case of Fabio Borini

Kristján Atli: Við kynnum til leiks nýjan penna hér á Kop.is: Ólafur Haukur. Hann er lesendum síðunnar eflaust að góðu kunnur enda verið virkur í ummælum og skrifað greinar á sína eigin síðu í góðan tíma. Við erum hæstánægðir með að fá kauða til leiks og vonandi bætir hann í flóru umfjöllunar hér á síðunni. Hér er fyrsti pistill Ólafs, gjöriðsovel:


“F**king hell! Rífið af þeim peningin og hlaupið!!”

Þetta voru viðbrögð mín og margra annara við fréttum af því að Liverpool hafi gefið Stoke og Sunderland leyfi til að bjóða Oussama Assaidi og Fabio Borini samninga eftir að félögin höfðu boðið samanlagða 21 milljón punda í sitt hvorn leikmanninn.

Hvorugur þeirra hafði eða hefur náð að setja sitt mark á liðið. Assaidi spilaði fjóra deildarleiki fyrir tveimur árum síðan en Borini á ögn fleiri eða þrettán deildarleiki og náði að skora eitt mark fyrir Liverpool. Leikir Borini hefðu eflaust verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir nokkur slæm meiðsli hans á sinni fyrstu leiktíð með liðinu.

Á síðustu leiktíð fór Assaidi á lán til Stoke og Borini á lán til Sunderland. Báðir léku við góðan orðstír og var Borini valinn besti ungi leikmaðurinn hjá Sunderland og tóku stuðningsmenn liðsins miklu ástfóstri við hann eftir að hann skoraði nokkur mikilvæg mörk fyrir þá – til að mynda í báðum grannaslögunum gegn Newcastle og í úrslitum Deildarbikarsins gegn Manchester City.

Sjórar liðana, Gus Poyet og Mark Hughes, vildu ólmir festa kaup á leikmönnunum eftir að lánssamningum þeirra lauk. Ég held að óhætt sé að fullyrða að þarna hafi félögin verið tilbúin að greiða hátt í tvöfalt það sem Liverpool verðmat þá með tilliti til “framlags” og “mikilvægis” í hópnum – sem var í raun bara ekki neitt!

Báðir leikmenn spyrntu hælunum í jörðina og gekk illa fyrir félögin að sannfæra þá um að koma í sínar raðir. Fréttir hermdu að launakröfur Assaidi skildu Stoke eftir gapandi og endaði með því að þeim tókst aðeins að sannfæra hann um að koma á láni út leiktíðina og greiddu Liverpool í staðin milljón pund. Liverpool tapaði því einhverjum sex milljónum á þessum kröfum Assaidi – Mino Raiola er umboðsmaður hans þannig að svo háar launakröfur koma nú ekki mikið á óvart.

Fabio Borini virtist njóta sín vel hjá Sunderland á síðustu leiktíð. Eins og segir þá skoraði hann mikilvæg mörk, var einn besti leikmaður liðsins og var elskaður af stuðningsmönnunum. He had it all. Sunderland sýndi líka mikinn vilja í verki með því að bjóða Liverpool fjórtán milljónir punda til að fá hann varanlega í sínar raðir. Maður reiknaði með að þetta myndi ganga nokkuð smurt fyrir sig og hann myndi klára félagsskiptin fyrr en seinna. Annað kom á daginn.

Líkt og kollegi hans þá virtist sem hann ætlaði að handjárna sig við hliðið á Melwood og vildi ekki fara. Hann frestaði að gefa Sunderland af eða á en aldrei missti Sunderland áhugann. Borini fór með Liverpool í æfingaferðina til Bandaríkjana í sumar og virtist sem hann vildi fyrst og fremst ná að sanna sig fyrir Brendan Rodgers og eiga feril hjá Liverpool. Það fór ekki betur en svo að hann meiddist á öxl í fyrsta leik vestan hafs og fór fyrr heim úr ferðinni í kjölfarið. Undirbúningstímabilið sem átti eflaust að vera hans tækifæri varð að engu og það sem hann hafði áður sýnt var langt frá því að vera sannfærandi. Ferill hans hjá Liverpool virtist búinn hvað alla aðila varðaði – nema hann sjálfan.

Hann endaði á að hafna Sunderland og launakröfur hans fengu meira að segja QPR (sem stýrt er af Harry Rednkapp) til að ganga frá borði eftir að Liverpool tók tólf til þrettán milljóna punda tilboði í hann á lokadeginum í gær. Hugsið ykkur, launakröfur hans voru það háar að QPR af öllum liðum fannst hann fara fram á of mikið!

Félagsskiptaglugginn lokaði og hann fór ekki fet þrátt fyrir mikinn áhuga annarra liða á sér. Það var áhugi frá Inter Milan á honum en þar var aðeins talað um lán og Liverpool vildi selja. Kannski vildi hann fara aftur til Ítalíu og vonaði að einhver ítölsk félög hefðu komið á eftir honum.

The point remains. Fabio Borini er enn leikmaður Liverpool og verður það allavega fram í janúar. Maður er á báðum áttum varðandi það. Hluti af manni hefði viljað sjá Liverpool fá þennan pening fyrir hann, búa til pláss í liðinu og fá aukið fjármagn til að hugsanlega bæta einhverju meira við hópinn. Annar hluti af manni dáist að áræðni hans í að vilja vera áfram hjá Liverpool og er spenntur að sjá hvort honum takist að láta kné fylgja kviði.

Borini var fyrsti leikmaðurinn sem Rodgers fékk í sínar raðir og þekkti hann vel til hans eftir að hafa unnið með honum í unglingastarfi Chelsea og hjá Swansea. Hjá Swansea var hann frábær og átti stóran þátt í að koma þeim upp í Úrvalsdeildina en fór eftir það til Roma þar sem hann lék vel, vann sér inn sæti á EM með Ítalíu og gekk í raðir Liverpool. Hann þekkti vel til stjórans, gat leyst af nokkrar stöður og hlutverk og var á besta aldri, það var því margt sem manni fannst ganga upp í þessum kaupum og hafði maður mikla trú á þessum strák.

Það er erfitt að neita því að meiðslin sem hann varð fyrir á fyrstu leiktíð sinni á samningi hjá Liverpool hafi sett stórt strik í reikninginn. Hann fótbrotnaði í landsleik með Ítalíu snemma á leiktíðinni og þegar hann kom til baka datt hann úr axlarlið. Greyið strákurinn hlýtur að hafa gert eitthvað af sér í fyrra lífi og karmað kom og beit hann í rassinn.

Rodgers ákvað að lána kauða til Sunderland á síðustu leiktíð og vonaðist til þess að hann gæti fundið sitt gamla form og spilað sig í stand. Á sinn hátt tókst honum það, hann spilaði 32 deildarleiki fyrir Sunderland og skoraði sjö mörk. Hann spilaði mestmegnis á kantinum og stóð sig með prýði. Hann náði að sannfæra Gus Poyet stjóra Sunderland um að hann væri leikmaðurinn fyrir sig en hann virðist ekki hafa náð að sannfæra Rodgers um það sama – þó að hinn norður-írski stjóri Liverpool hafi hrósað honum vel eftir æfingaleik liðsins strax eftir lok síðustu leiktíðar og útskýrt hugsunina á bakvið lánssamning hans til Sunderland:

Liverpool endaði á að kaupa nokkra leikmenn í sumar sem spila sömu stöður og Borini gerir. Lazar Markovic, Adam Lallana, Rickie Lambert og Mario Balotelli bættust allir við í hópinn og geta ýmist spilað á vængnum eða í framlínunni líkt og Borini. Ofan á það eru Coutinho, Sturridge og Sterling þarna líka svo samkeppnin um stöður er orðin gífurlega hörð hjá Liverpool. Borini hefur ekki verið í hóp hjá Liverpool á leiktíðinni og breyttist hljóðið í Rodgers þegar nálgaðist gluggalok:

“I think Fabio’s situation is clear,” said Rodgers. “All the players who there have been doubts about know exactly where they are at. Fabio has got a move there to Sunderland which has been ongoing for a number of weeks. He knows where he stands in terms of his position here at Liverpool. For him, it’s best to move on and get playing regularly. But that’s something he has to decide”

“We will have the types of strikers that I want in Balotelli, Sturridge and Lambert. Rickie has already showed his worth. He was brought in to come on and affect games and he’s done that for the last two games. For Fabio, he will want to play I’m sure. He’s a good kid whose opportunities here been limited. We will see how that develops.”

Þarna skorar Rodgers á Borini að leita á önnur mið því hann sé ekki ofarlega í plönum sínum og tækifærin sem hann mun fá hjá Liverpool verði af skornum skammti.

Ég held að við getum horft á þetta á tvenna vegu:

  • Í fyrsta lagi er Rodgers að segja satt, Borini er ekki inn í myndinni og hann er að ýta honum út um dyrnar. Við viljum ekki hafa þig, farðu burt!
  • Hann er að skora á hann. Kemur fram opinberlega og segir að hann sé ekki í sínum plönum, ýtir baki Borini upp að vegg. Nú er það komið opinberlega fram að hann er ekki ofarlega í goggunarröðinni, hann hefur leið út en vilji hann vera áfram hjá Liverpool þá sé það algjörlega undir honum komið að sanna fyrir Rodgers að hann eigi sæti í liðinu skilið. Þú segist ekki vilja fara frá Liverpool, sannaðu það og sýndu í verki!

Fabio Borini verður leikmaður Liverpool í vetur. Af hverju vildi hann ekki fara? Hversu mikið vill hann vera áfram hjá Liverpool? Hefði hann sýnt meiri metnað með að fara en að vera um kyrrt? Nær hann að vinna sig inn í liðið?

Við munum líklega fá svör við þessum spurningum í vetur og verður fróðlegt að fylgjast með. Staða Borini hjá Liverpool er óljós en maður skilur afstöðu hans vel. Fabio Borini, ef þú lest þetta: Put your money where your mouth is!

35 Comments

  1. Glæsilegur fyrsti pistill, átti ekki von á öðru eftir að hafa lesið síðuna þína nokkrum sinnum.

    Mér finnst mjög jákvætt hvernig Rodgers meðhöndlaði þetta mál. Nú vita allir hvernig staðan er, Borini veit að núna þarf hann bara að hisja upp um sig brækurnar og gefa sig 110% í verkefnið til þess að sýna hvað í honum býr og til þess að sýna að hann geti átt framtíð hjá félaginu – Ef ekki, þá er hann bara djöfulsins hálfviti.

  2. Flottur pistill!

    Ég er annars sammála honum Babú (á twitter), mér finnst bara ágætt að halda honum. Hann er ekki nema á um 30þpundum á viku og því ekki dýr sem squad leikmaður. Hans hlutverk er klárt, er og verður okkar fjórði striker á eftir Sturridge, Balotelli og Lambert. Það þarf ekki nema ein meiðsli og þá er hann líklega kominn í hóp.

    Menn tala mikið um að loyalty sé ekki til í boltanum lengur – en mér finnst þetta bara virðingavert hjá Borini. Vildi ekki fara nema þá að fá bull laun (3x). Verður þá bara áfram og berst fyrir sínu sæti.

    Í besta (versta) falli kemur hann að notum ef við lendum í miklum meiðslum eða hann fer í janúar eða næsta sumar.

    Annars gott mál fyrir okkur pennana á kop.is sem og lesendur síðunar að fá Ólaf með okkur í lið, er flottur penni!

  3. Velkominn í hópinn Óli.

    Flottur pistill um Borini, kom inn á það í gær að ég er ekkert ósáttur við að halda honum a.m.k fram að áramótum enda fullt af leikjum framundan í öllum keppnum.

    Borini er striker fyrst og fremst, framar í röðinni í þá stöðu en t.d. Markovic, Sterling og Coutinho sem allir spila aftar.

    Helsta samkeppnin er við Balotelli, Sturridge og Lambert. Ef við erum alveg sanngjörn þá getur fullkomlega allt gerst með Balotelli og hann gæti misst af einhverjum leikjum. Sturridge er meiddur 1/3 af hverju tímabili og ef við ætlum að spila þetta kerfi með tígulmiðju án hans er Borini framarlega í röðinni myndi ég halda, sé ekki fyrir mér marga leiki með Balotelli og Lambert saman frá byrjun.

    Hefur Borini ekki bara ákveðið að taka sénsinn í a.m.k. hálft ár og gefa ferli sínum (og draumi) hjá Liverpool séns áður en hann samþykkir að fara á miklu lægra level sem er ekkert víst að hann nái sér upp úr aftur? Hann hefur trú á sér og ég get vel skilið það að hann sjái alveg fyrir sér að fá sénsa í liði Liverpool í vetur.

    Rodgers/FSG virkar ekki á mann sem maður sem refsar leikmönnum fyrir svona hugarfar, þ.e. refsa honum fyrir að vilja ekki fara.

    Þeir sem saka Borini um peningagræðgi eru þeir sömu og eru fúlir að hann vildi ekki fara vegna þess að Liverpool hefði grætt svo mikið á að selja hann.

  4. þetta dæmi er einsog groundhog day þegar henderson var sagt að hypja sig……

    hann neitaði að vera notaður sem skiptimynt og hysjaði upp um sig buxurnar….

    það eru örugglega ekki margir sem eru tilbúnir að skipta á henderson og clint dempsey í dag held ég.

  5. Nr. 4

    Það voru reyndar alls ekki margir sem voru að trúa þessu þá heldur og alls ekki til í þessi heimskulegu skipti. En það var líka mun minni peningur í spilunum í þeim díl og gott ef þetta var ekki lánsdíll sem Henderson átti að fara á til Fulham. Er ekki ennþá að kaupa það dæmi allt reyndar.

  6. Flottur fyrsti pistill, og eins og Doremi kemur inn á, ekki við öðru að búast frá Ólafi Hauki, miðað við fína pistla af síðunni hans.

    Varðandi Borini, þá gæti þetta alveg orðið upphafið að Öskubuskusögu, þar sem hann, hálfgerður utangarðsmaður, getur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna með því að brjótast ómögulega leið inn í liðið. Ég held að hann geti spilað allar þrjár framherjastöðurnar í 4-3-3 og getur verið mikilvægur ef breyta þarf um kerfi, úr tígulmiðju með tvo strikera, í 4-3-3 með kantstrikera. Og eins og Babú segir, annar af tveimur senterum í tígulmiðjukerfinu. Ég tek reyndar ekki undir það að hann sé fyrst og fremst striker.

    Vonum bara að hann sé þolinmóður og með rétt hugarfar í þetta, þá gæti hann, rétt eins og Lucas, orðið mikilvægur fyrir okkur í mestu törnunum í vetur.

  7. en það verður samt að segjast að henderson var ekki hátt skrifaður á þessum tíma…
    það verður að segjast eins og er.. og á þeim tíma þá var nottla kolbeinn kafteinn að stýra skútunni og það er ýmsu hægt að trúa 🙂

  8. Flottur pistill og velkominn í þennan hóp af snillingum sem halda utan um þessa síðu..

    Varðandi Borini þá eru þetta svona Blendnar tilfinningar. Innst inni er ég ánægður að hann fór ekki. Sakar ekki að hafa breidd í þessa framlínu því það er mikið álag. og eins og Babu segir Sturridge er meiddur 1/3 á hverju tímabili. Lambert 32 ára og Balotelli Er Balotelli! Borini kemur með nauðsynlega breidd þarna framávið þó ég voni nú að liðið þurfi ekki að stóla á hann. Reyndar gæti þetta haft góð áhrif að Balotelli sé með einn ítala með sér í liðinnu. Ég held að þetta verði smart move að halda honum í vetur og losa okkur við hann ef nær ekki að standa sig eða sýna sitt rétta andlit í vetur. Plús launakostnaður er ekki 10% af Falcao þannig ekki getur það verið slæmt 🙂

    Svo fynnst mér líklegt að Sterling þróist í framherja miðað við uppganginn á honum og hvað hann er orðinn skuggalega góður, þannig framherjarstöðurnar hjá okkur er í vægast sagt góðum málum.

  9. Alveg sammála Babú og Eyþóri.

    Fínt að hafa Borini áfram, er orðinn hundleiður á leikmönnum sem gera allt til að losna frá okkur og ætla bara að fá að vera glaður með leikmenn sem stinga hælunum í jörðina. Held að hann sé ekki ríkjandi þáttur í launaliðnum og þó ágætt væri að fá peninginn inn þá þarf ekki að koma til nema meiðsli eins framherja og við erum þunnskipaðir uppi á topp.

    Velkominn annars Óli. Flott byrjun!

  10. Flottur nýr penni á kop.is! Á svo ekki að fara hlaða upp í nýtt Podcast ? 🙂

  11. Borini á bekknum er allan daginn betra en ástandið í fyrra þegar við vorum með Aspas.
    Borini er flottur 3-4 kostur til að hafa til taks og hann mun örugglega fá sinn skerf af tækifærum í bikarkeppnunum og á móti minni spámönnum í deildinni.

    Við þurfum breidd allstaðar á vellinum og með því að halda honum þá höfum við hana þarna frammi. Hann kann alveg að skora mörk og ég er viss um að hann komi til með að skora meira í vetur en Torres gerði á einu tímabili með chelsea.

  12. Fín umræða en ég held að Rodgers sé einfaldlega raunsær varðandi Borini. Allt of margir leikmenn á undan honum í goggunarröðinni.

    Sjáum hvað setur en mér finnst langsótt að bera stöðu Borini við stöðu Henderson. Það voru ekki 5-6 miðjumenn sem Henderson þurfti að slá út eins og raunin er með Borini.

    Borini er öflugur leikmaður en það er munur á því að vera öflugur og að vera í Liverpool klassa.

    Áfram Liverpool!

  13. Flottur pistill.
    Við töpum nákvæmlega engu á því að halda vinnuþjarki eins og Borini til að veita hinum sóknarmönnunum samkeppni. Það sást glögglega á seinasta tímabili að okkur vantaði meiri breidd og gæði í sóknina og er Borini klárlega þægilegri möguleiki til að hafa á bekk en Aspas og Moses. Í dag er þetta bara orðið að lúxusvandamáli hvað við erum með gott úrval á bekknum.

  14. Svo sagði fólk að Deadline day væri ekki spennandi fyrir okkur

  15. Arsenal keyptu Welbeck á 16 miljóna pund og Liverpool er að halda í mann sem er þegar greiddur upp á fullu og er einfaldlega betri en Welbeck!

    Þegar Liverpool var með Fowler, Owen og McManaman þá var þjóðverji nokkur að nafni Karl-Heinz Riedle fengin inn sem fjórði kostur. Hann var fínn sem slíkur og Liverpool endaði í 3 sæti og Riedle skoraði 6 mörk. Þarna var Riedle reyndar komin á sín síðustu ár í fótboltanum og því ætti hungrið í Borini að vera meira í að sanna sig.

    Borini á eftir að vera fínn ef hann fær sénsana og ég sé í honum það sem vantar dáldið í framherjana í dag eitthvað sem Fowler og Rush höfðu. Að vera réttur maður á réttum stað. Borini er dáldið þannig.

    Niðurstaða um áframhald veru Borini= GOOD SHIT

  16. ha, Borini réttur maður á réttum stað eins og Fowler og Rush?

    Tja, maður spyr sig.

  17. Hann hefur þennan efect í sér að vera réttur maður á réttum stað. Ef þú hefur eitthvað horft á hreyfingar og staðsetningar hjá Borini þá veistu hvað ég er að meina. Er ekki að líkja hann við þessa 2 meistara að engu öðru leiti því honum vantar náttúrlega að slútta færunum eins og Rush og Fowler voru sérfræðingar í að gera. Það kemur vonandi með reynslunni og spilatíma!

  18. Æi mikið vona ég að hann nái sér á strik hjá Liverpool. Þetta er maður með hjartað á réttum stað. Ég held að vandamálið hans hjá Liverpool sé það að hann er of æstur í að sanna sig, og hleypur þar af leiðandi alltaf á eftir boltanum frekar en að bíða á svæðum þar sem boltinn gæti dúkkað upp (m.ö.o. að vera réttur maður á réttum stað) sem er einmitt hans styrkleiki. Þetta gerði hann einmitt svo vel hjá Sunderland, enda var hann kanski ekki að reyna að sanna sig jafn mikið þar.

  19. sælir.

    Of topic.

    Hvar get eg nálgast stórar myndir til að hengja upp á vegg í barnaherbegi af leikmönnum?
    70cm til 1m á lengd.

  20. Finnst þetta ekki gott. Hefði verið frábært að fá 14 millur fyrir mann sem er varla að fara að spila mínútu fyrir okkur í vetur og verður pottþétt seldur í janúar eða næsta sumar fyrir -10 millur.
    Rodgers hafði mikla trú á honun en hann hefur bara alls alls ekki orðið sá leikmaður sem hann bjóst við að hann yrði. Frá fyrstu mínútu hans, burt séð frá meiðslunum, hefur mér fundist hann algjör B maður, frekar hægur, klaufi með boltann og ekkert spes skotmaður (þó svo að það sé líklega hans besti kostur). Duglegur er hann, en það nýtist honum bara varnarlega því að sóknarlega virðist duglegheitin bara gera það að verkum að hann er bara eins og eitthvað fiðrildi útum allt og ekket gerist.

    Virkar eins og léleg útgáfa af Kuyt. Grunar að hann komi lítið sem ekkert við sögu og þetta move hjá honum endi bara á að kosta okkur 4-5 millur þar sem við fáum aldrei 14 milljóna punda boð í hann aftur.

  21. Velkominn á Kop.is Ólafur Haukur!

    Lúxus okkar Liverpool-manna heldur áfram, hver gæðapenninn á fætur öðrum ritar hugleiðingar sínar niður hér fyrir okkur og það er stórkostlegt.

    Ég hef alltaf haft trú á Borini, sá hann líka aðeins með U21 ítalska landsliðinu og hann kann að sækja. Hann getur líka tekið góð víti og getur verið match-winner týpa þegar sá gállinn er á honum. Hann sýndi það heldur betur með Sundurlandinu.

    Það verður fínt að hafa hann í hópnum þegar álagið fer að segja til sín í vetur. Virkilega gott!

  22. Flottur pistil og góð umræða Borini á eftir að gera eitthvað flott í vetur sjáið bara til 🙂 en smá þráðarán.
    Vinnustaðurinn minn ákvað að taka vinnuferð á leik í enska boltanum stofnaður var sjóður til að fjármagna ferðina og svo vill til að við erum í meirihluta Liverpool og united menn sem sagt jafn margir svo fyrst ætluðum við á Anfield á Liverpool-united en þeir voru svo dýrir svo við enduðum á að bóka miða á old trafford á united-Liverpool því þeir voru helmingi ódýrari hver er ástæðan fyrir þessu er það stærðinn á völlunum?
    Og já flott byrjun á skrif ferli á þessari mögnuðu síðu sem kemur manni stanslaust á óvart 🙂

  23. Frekar vildi ég nú fá 14 millur fyrir þennan leikmann heldur en að halda honum ónotuðum á rekstrarreikningnum. Kannski hann fær tækifæri sem varamaður í Carling cup miðað við gæði hópsins. Hans eini séns er að við lendum í meiðslavandræðum, en ítalski folinn virðist sjálfur vera ansi gjarn á að meiðast sjálfur.

    14 millur fyrir þennan leikmann er nánast eins og 1 Balotelli eða Moreno. Peningur sem myndi nýtast vel á öðrum stöðum eflaust.

    Fyrst það var ekki hægt að selja manninn, þá er ágætt að hafa hann á Melwood til þess að sjá hvort hann geti staðið við stóru orðin. Miðað við þá leikmenn sem hann er að keppa við, sé ég ekki hvernig hann getur komið sér í leikmannahópinn.

  24. Ég er nú anski hræddur um að menn á Melwood séu brjálaðir útí hann. Hann verður núna settur á ís og kemst ekki á bekkinn.

    Því miður, ég er hrifinn af honum en hann fer ekki til Sunderland útaf launakröfum!
    Menn ekki sáttir við hann fyrir að klúðra transfer-inu.

    Plain and simple, við munum ekki sjá hann í vetur, ef eitthvað

  25. Nr. 28

    Ég er nú anski hræddur um að menn á Melwood séu brjálaðir útí hann. Hann verður núna settur á ís og kemst ekki á bekkinn.

    Hvað hefur hann gert af sér til að réttlæta þannig meðferð? Fáránlegt ef félagið lætur 10,5m mann á ís fyrir að vilja sanna sig hjá félaginu, fáránleg skilaboð það.

  26. Nr. 28
    Það er enginn að tala um að hann verði rasskelldur.
    Hann fer bara á ís enda ekkert pláss fyrir hann. King Ricky verður á bekknum.

  27. Það sem við vitum um Borini er eftirfarandi

    1. Hann vill ekki fara
    2. Liverpool eru tilbúnir að láta hann fara

    Svo að nú er það undir honum komið að standa sig hjá liverpool.

  28. Flott ritning hjá þér Ólafur! Ég tel að það sé hið ágætasta mál að Borini sé áfram í liðinu. Hann er greinilega viljugur og ákveðinn í að sanna sig og það getur varla verið slæmt upp á samkeppnina!
    Langaði að spyrja að einu og það er hversu langt það er í að við lesendur fáum að sjá ykkar árlegu Kop.is – spá fyrir tímabilið?

  29. Glæsilegur pistill eins og við var að búast miðað við skrif þín á þinni síðu.

    En, voru menn ekki að öskra eftir breidd í þetta lið á seinustu leiktíð?
    Hvað gera menn ef Sturridge meiðist og Balotelli gerir eitthvað Balo-legt? Þá er Lambert eftir (mögulega Sterling þarna inn samt) og svo er enginn sem hægt er að treista á á bekknum nema kannski einhver úr unglingastarfinu (Dunn möguelga).
    Er ekki bara fínt að hafa Borini á bekknum EF eitthvað kemur uppá.

    Nú, svo veit maður aldrei. Hann fær kannski sénsinn í deildarbikarnum setur helling af mörkum þar.

    Fylgdist mjög mikið með honum hjá Sunderland í fyrra og mikið fannst mér hann skemmtilegur. Hann pressaði boltann allan tíman og steig svo upp þegar á þurfti, sbr vítið gegn Chelsea.
    Loksins er einhver þarna sem VILL sanna sig og ÆTLAR að spila fyrir Liverpool, ég græt ekki að hafa þennan mann á bekknum.

    YNWA – Rogers we trust!

Lokadagur gluggans 2014

Gamlar leikskýrslur Kop.is