Gamlar leikskýrslur Kop.is

Ég er búinn að breyta leikskýrsluhlutanum á þessari síðu (sjá tengil í valmyndinni). Núna er þar ein síða sem inniheldur allar leikskýrslur Kop.is frá upphafi. Þannig að mun auðveldara ætti að vera að leita að gömlum leikjum.

Ég veit ekki alveg hversu margar skýrslurnar eru en mér sýnist þær vera um 500 talsins. Þarna eru skýrslur allt frá fyrsta leiknum (æfingaleikur gegn Wrexham), 4-1 á Old Trafford, Istanbúl, bikarsigurinn 2006, 5-1 gegn Arsenal, Luis Garcia gegn Chelsea og svo framvegis og framvegis.

Ef mönnum vantar eitthvað að gera í landsleikjahléinu þá er þetta yfirlit yfir leikskýrslur Kop.is á þessum rúmlega 10 árum magnað safn.

(Sérstakar þakkir fær Vilhjálmur Gunnarsson fyrir að hjálpa mér við WordPress-vinnuna tengt þessu.)

9 Comments

  1. Heyrðu ég var búinn að gleyma þessu. En nei, ég er viss um að hann skrifaði einhvern tímann eina skýrslu fyrir aðalliðið. Steini skrifar aldrei leikskýrslur (og Einar Örn nánast aldrei upphitanir, þeirra val) en gerði það einhvern tíma fyrir okkur í hallæri. Ég man ekkert fyrir hvaða leik, sjálfur.

  2. Holy smoke, og það varð bara allt vitlaust í umræðunum við þessa einu leikskýrslu mína. Eins gott að maður tók ekki fleiri 🙂

  3. Það ætti frekar að vera ég sem ætti að gefa ykkur “mjólkurglas” fyrir að vera neytandi á þessu frábæra efni hérna í mörg ár.

The curious case of Fabio Borini

Spá Kop.is – fyrri hluti