Lokadagur gluggans 2014

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD!
SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR!

(Nýjasta uppfærsla efst)

21:41 (KAR): James Pearce hjá Liverpool Echo segir að Liverpool séu búnir í dag. Enginn inn, enginn seldur. Assaidi lánaður til Stoke, Coates lánaður til Sunderland. Fabio Borini verður áfram hjá Liverpool í vetur, Lucas Leiva líka. Enginn markvörður inn í kvöld.

Mikið var hressandi að vera ekkert stressaður á Deadline Day!


18:20 (Babu) Þessir eru oft mjög hressir, endilega kíkið á þetta enda ekkert að frétta hjá okkar mönnum


18:00 (Babu) – Guðfaðir TDD Jim White hefur þetta eftir stærstu stjörnu TDD Harry Redknapp um Fabio Borini, gerum a.m.k. ráð fyrir að Borini verði ekki leikmaður Liverpool á morgun.


17:50 (Babu) Þetta segir allt sem segja þarf um hversu ómerkilegur TDD þetta er


17:45 (Babu) Óstaðfestar fréttir frá Liverpool Echo segja reyndar að Enrique sé staddur í London og hafi þurft að taka stóra ákvörðun.


17:40 (Babu) Sky er ekki einu sinni með myndavél á Melwood í dag. Það eru þó einhverjir leikmenn á leiðinni út og Sebastian Coates er farinn á láni í eitt ár til Sunderland, fínt að sjá hvað hann getur í EPL áður en hann er seldur.


11:37 (KAR): James Pearce hjá Liverpool Echo segir í netspjalli að Liverpool sé að íhuga að bjóða Victor Valdes samning. Valdes er samningslaus (og meiddur fram í desember) þannig að það er hægt að gera við hann samning eftir að glugganum lýkur. Mögulegt sé að Liverpool bjóði honum samning í október/nóvember til að fá hann inn um jólin, lítist þeim vel á heilsu hans á þeim punkti. En það er allavega möguleiki, fari svo að enginn markvörður komi í dag, að fá Valdes seinna í vetur.

Einnig segir Pearce að Oussama Assaidi gæti enn farið til Stoke en bara ef hann lækkar launakröfur sínar sem eru víst fáránlegar (eldri fregnir herma að hann hafi heimtað að Stoke tvöfaldi launin sem hann hefur hjá Liverpool í dag, trúi því varla). Rodgers hefur gert honum ljóst að hann fær ekki mínútu með liðinu í vetur og því hlýtur hann að fara fyrir dagslok.


10:38 (KAR): BBC staðfesta hér að Sebastian Coates verður á láni hjá Sunderland í vetur. Ég er sáttur við þann díl, er ekki tilbúinn að gefast upp á honum strax og vil sjá hann fá heilt tímabil í Úrvalsdeildinni. Ég vona að hann standi sig vel og komi inn fyrir Kolo Touré næsta sumar. Gott mál.


10:23 (KAR): Það er enn lítið að frétta hjá Liverpool, eins og við var að búast. United virðast vera að tryggja sér Falcao á láni (en enga varnarmenn), mönnum til mikillar skemmtunar. Annars sást einn besti leikmaður heims á Melwood í morgun:

Ó, Luis. Við munum sakna þín!


Þá er komið að lokadegi félagaskiptagluggans sumarið 2014. Það stefnir í rólegan dag hjá okkar mönnum þar sem flest viðskipti hafa farið fram tímanlega í sumar. Liverpool hefur keypt 9 leikmenn (lánað einn þeirra strax út) og selt 7 í byrjun dags, auk þess að lána 8 leikmenn. Í dag þykir líklegast að við sjáum brottfarir frá Fabio Borini, Oussama Assaidi og jafnvel Lucas Leiva, þótt koma eigi eftir í ljós hvort þeir verða seldir eða lánaðir. Einnig virðist Seb Coates ætla að bætast í lánshópinn en hann verður hjá Sunderland í vetur ef af líkum lætur.

Hvað innkomur varðar er helst skrafað um Sergio Romero, landsliðsmarkvörð Argentínu sem leikur fyrir Sampdoria en var á láni hjá Mónakó síðasta vetur. Sagt er að Liverpool hafi enn áhuga á að fá góða samkeppni fyrir Simon Mignolet og því gæti eitthvað gerst í þeim málum í dag.

Við fylgjumst að sjálfsögðu með hér á Kop.is og ef eitthvað gerist hjá okkar mönnum verður þessi færsla uppfærð með nýjustu fréttum. En þangað til er þetta opinn þráður, þið getið rætt félagaskipti annarra liða eða hvað sem ykkur sýnist hér.

79 Comments

 1. F5 takkinn à eftir að eiga rólegan lokadag tímabilsins hans Sigvalda í þetta skiptið. Sem er àgætis tilbreyting.

 2. Maður er sallarólegur í þetta skiptið.

  Annars er áhugavert að hugsa til baka til síðasta janúarglugga. Veit einhver af hverju það var ekkert reynt að fá Konoplyanka núna í sumar? Nú veit maður svosem ekkert um það hvort það hafi raunverulega verið reynt, en það bárust allavega engar fréttir af neinum þreifingum. Var hann kannski bara ekkert til sölu? Eða mátu menn stöðuna svo að með því að fá Lallana og Markovic væri búið að covera stöðuna sem hann hefði verið keyptur fyrir?

 3. Utd samt fengi? á sig færri mörk en vi?. Sóknin er verri. Gerir ekki 0-0 jafntefli vi? Burnley. Falcao styrkir þá helling enda betri en Rooney og RVP.

 4. @Viðar Ég verð að viðurkenna, einsog þetta lítur út myndi ég allan daginn vilja skipta okkar leikmannaglugga út fyrir þann sem united er að púlla þessa stundina… Di Maria, Falcao og Luke Shaw myndi allir eiga tilkall í byrjunarliðið.. þekki minna til Rojo, Herrera og Blind

 5. Rooney, Mata, Di Maria, Van Persie, Falcao er dæmi um þokkalega sókn verður að viðurkennast :-\
  Kæmi ekki á óvart ef þeir myndu versla 1-2 rándýra varnarmenn líka.
  Liverpool verða rólegir í dag

 6. 6# Krulli, berðu saman liðin sem united hafa mætt í þessum fyrstu þremur umferðum við liðin sem Liverpool hafa mætt.

  Swansea, Sunderland og Burnley hjá united á móti Southampton, man city og tottenham hjá Liverpool!

  Er skrýtið að þeir hafa fengið færri mörk á sig?

 7. Ég sá slúður um Victor Valdes líka. Meikar reyndar ekki sens að fá hann núna, hann er meiddur og verður frá í nokkra mánuði enn, og getur komið á frjálsri sölu hvenær sem er. Ég er ekki brjálæðislega spenntur fyrir Valdes, en finnst mikilvægt að kaupa almennilega samkeppni við Mignolet. Stundum geta “samkeppniskaup” orðið til þess að hinn aðilinn bæti sig, sem myndi þá skila sér vel.

 8. #7 Röggi þú vilt semsagt skipta hópnum hjá scum út fyrir okkar hóp í heild sinni?

  Svo geturu hugsað um launakostnaðinn sem fylgir þessum nýju mönnum, þú kaupir Shaw og borgar honum 120þús +, Falcao er á 300+ launum, di Maria 150+, Persie 180, shrek 300 (launakostnaður skv sögusögnunum, en líklega nokkuð til í þessu), þarna ertu bara komin með launakostnað sem er hærri heldur en allt byrjunarliðið okkar…. og svo fylliru restina af liðinu með drasli??

  Lýst allan daginn betur á hópinn okkar heldur en hjá Scum þótt það eru leikmenn þar sem eru betri einstaklingar en í byrjunarliðinu okkar.

 9. @9 Davíð.

  Vissulega, vissulega. Við náðum nú ansi langt á engri vörn í fyrra. Reikna fastlega með að Utd styrkist með tímanum enda engin smá sóknarlína sem þeir eru komnir með eftir að Di Maria og Falcao komu. Baráttan um Meistaradeildarsætin verður a.m.k. hörð á milli okkar, Arsenal og Utd. Reikna fastlega með að City og Chelsea stingi af í baráttunni um titilinn sjálfann.

 10. #11 siffi – Neibb, talaði ekki um hópinn heldur þennan glugga, þ.e.a.s. kaupin í þessum leikmannaglugga svo það sé á hreinu.

 11. Vissulega munu United styrkjast hrikalega mikið við komu Falcao en þeir hljóta að ætla að versla eitthvað í vörnina hjá sér, ekki að mér er nokkuð sama um þá.

  Ég held að þessi dagur verði með þeim rólegri enda liðið hjá okkur í frábærum málum allt frá vörn til sóknar, væri þó fínt að fá þennan Romero til þess að berjast um stöðuna við Mignolet.
  En ég er sáttur hvort sem eitthvað gerist eða ekki. Man ekki eftir að það hafi gerst áður 🙂

 12. Það er alveg klárt að yfirmenn Man Utd voru ekki búnir að vinna heimavinnu sína þegar Ferguson hvarf á brott. Það var ekkert plan í gangi hvernig átti að halda áfram uppbyggingu liðsins áfram og hver hugmyndafræði félagsins átti að vera. Ekki ósvipað og gerðist hjá Liverpool þegar Benitez hvarf á brott. Nýr maður (Hodgson og Moyes) tekur við og yfirfærir sína hugmyndafræði og áherslur yfir á lið sem eiga engan vegin við þann leikmannahóp sem þeir eru með í höndunum.

  Eins og staðan er í dag hjá Man Utd virðist vera erfitt að skynja að það sé búið að móta einhverja stefnu eða hugmyndafræði. Ráðinn var knattspyrnustjóri með gott record en erfitt er að sjá fyrir sér að hann hafi verið ráðinn með langtímasjórnarmið í huga. Hann hefur heldur betið fengið peninga til þess að kaupa leikmenn, svo mikla að Chelsea og Man City fölna í samanburðinum. Það er vissulega alltof snemmt að dæma um þessi kaup hjá Utd í dag en maður veltir engu að síður fyrir sér hvað liggur mikil vinna á bakvið þessi kaup. Eru menn þar á bæ að kaupa menn í réttar stöður? Geta Falcao, Rooney og Persie allir spilað saman?

  Ég er ekki frá því að vandræði Man Utd séu ekki einungis innan vallar. Fyrir þá sem fylgjast með utan frá skynja örvæntingu og stjórnleysi hjá þessum klúbb. Hugsanlega eiga hlutirnir eftir að fara hrökkva í gang en ég held engu að síður að félagið eigi töluverða vinnu framundan móta sér stefnu. Til þess þurfa leikmenn, stjórnendur og aðdáendur þess félags að temja sér þolinmæði. Það höfum við Liverpool aðdáendur lært að temja okkur í gegnum tíðina.

 13. ” Það höfum við Liverpool aðdáendur lært að temja okkur í gegnum tíðina.”
  Einmitt.

 14. Utd getting Falcao and Di Maria is the equivalent of giving somebody who needs heart surgery fake tits. Looks nice, but isn’t what’s needed.

 15. Er ég einn um að finnast hálf sorglegt hvernig Manchester United hefur fljótt farið í að verða einskonar Man City 2.0 og reyna að kaupa sér árangur strax. Virðist ekki vera nein hugsun á bak við þetta.

 16. Eru menn að gráta það að hafa ekki fengið Falcao? Hann hefði komið í max eitt tímabil til að fara svo til Real?

  Ég er hrikalega sáttur að hafa fengið Super Mario fyrir litlu meira en eitt ár með Falcao átti að kosta!!

  Ég held nefnilega að Balotelli sé akkurat maðurinn sem þurfti – Ég hafði miklar áhyggjur af því að Sturridge ætti að vera „eini“ strikerinn okkar, því þegar lið þurfa bara að passa hann virðist hann ekki fá plássið sem hann þarf.. aftur á móti þegar það er komin ógn frá Balotelli, myndast plássið sem Sturridge þarf og því held ég að þetta eigi eftir að verða frábært tímabil..

  Svo er náttúrulega bara svakalegt að sjá Balotelli og Sakho hlið við hlið þegar við eigum hornspyrnur.. þetta tímabil verður eitthvað!!

 17. Eftir öll þessi kaup þá kíkti ég rétt aðeins yfir stöðuna varðandi kaup og sölur og miðað við núverandi stöðu þá er Liverpool sirka 32 miljónir í mínus. Svo ef við seljum Borini á 12 þá erum við að tala um eyðslu uppá um 20 miljónir punda. Það ætti nú að teljast ansi góður gluggi svona miðað við fjöldan að mönnum sem hafa komið inn og ansi mikil gæði bæst við hópinn.
  Svo gætum við selt Lucas og Assaidi þá ættum við að vera komnir nokkurn veginn á núll eyðslu.

  Það væri nú ekki ónýtt að fá eitthvað óvænt stórt nafn við hópinn svona rétt fyrir lokun, svona allavega smá hint þannig að F5 takkinn fengi eitthvað að gera fram að kvöldi.

 18. #21
  Hvaða rugl er þetta, auðvitað stilla þeir aldrei upp svona, verða að vera með einhverja í vörn, miðað við kaupin í sumar er þetta mun líklegra: pic.twitter.com/bWKdgTXebf

 19. Nr. 18

  Það er ekkert að marka þennan Di Marzio, ef svo væri hefðu félagsskiptin þetta árið verið svona fjórtán sinnum fleiri.

 20. Ef ég ber saman sóknarlínu Man utd og Liverpool þá held ég að ég myndi velja sóknarlínu Man utd en ég myndi þurfa að hugsa mig um í smá stund.
  Sterling, Sturridge, Super Mario, Markovitch, Lallana og Coutinho vs Rooney, RVP, Mata, Di Maria, Falco og Wellbeck

  Ég myndi líka allan daginn taka De Gea fram yfir Mignolet.

  Svo skoða ég miðsvæðið og vörninna og þar þarf maður ekkert að hugsa. Á þessum svæðum er Liverpool miklu betri mannað í dag.

  Ef Man utd kaupir ekki alvöru miðvörð í dag þá er þetta ekki nógu góður gluggi hjá þeim.

  Fyrir þennan glugga þá hugsaði maður þetta um liverpool.
  – auka breyddina = tókst
  – alvöru vinstri bakkvörð = tókst
  – einn alvöru miðvörð til viðbótar = tókst
  – einhvern til þess að leysa Glen af hólmi = tókst
  – leikmenn til þess að skora(taka smá pressu af Sterling/Sturridge að fylla markakvótan hjá Suarez) = tókst

  Ég held bara að þetta var besti glugginn sem ég man eftir hjá liverpool

 21. ég verð að viðurkenna það að ég er frekar öfundssjúkur útí utd. menn að fá falcao….
  plús það að ef hann er ekki að standa sig þá geta þeir bara offlódað hann næsta sumar…
  en það verður gaman að sjá hann í ensku deildinni það er alveg bókað mál

 22. Ég hef aðeins fylgst með stuðlinum á þessi Falcao Transfer á Betfair í dag.

  Í kringum hádegisbilið var stuðullinn á að hann yrði áfram 1,18 og 6,50 á að hann færi til Man Utd.

  Eins og staðan er í dag, þá er stuðullinn 1,07 á að hann verði áfram og 13 á að hann fari til Man Utd.

  Það má ekki gleyma því heldur að Sky Sports galaði um að Falcao væri kominn til Real fyrir 3 dögum – þannig að það er ýmislegt ennþá óljóst í þessu að ég held.

 23. @30
  Að gera lánssamning upp á 6 milljónir punda fyrir eitt ár, og borga Falcao 20+ milljónir punda í laun fyrir þetta eina ár (ef fréttir reynast réttar) er ekkert minna en sturlun að mínu mati.
  Finn ekki snefil af öfund hjá mér.

  Sammála því samt að það verður gaman að sjá hann í EPL.

 24. Eru menn ekki almennt sáttir með liðið eins og það stefnir í að vera í lok gluggans ?

  Markmenn
  1. Mignolet
  2. Jones

  Hægri bakverðir
  1. Manquillo
  2. Johnson
  3. Flanagan

  Vinstri bakverðir
  1. Moreno
  2. Enrique
  3. Flanagan

  Miðverðir
  1. Lovren
  2. Skrtel
  3. Sakho
  4. Toure

  Varnarsinnaðir miðjumenn.
  1. Gerrard
  2. Emre Can
  3. Lucas

  Miðjumenn
  1. Henderson
  2. Allen
  3. Lallana

  Kantsóknarmenn
  1. Sterling
  2. Markovic
  3. Lallana
  4. Suso

  Sóknarmiðjumenn
  1. Coutinho
  2. Sterling
  3. Lallana
  4. Suso

  Sóknarmenn
  1. Sturridge
  2. Balotelli
  3. Lambert

  Loksins kominn alvöru breidd í þetta lið og mikil samkeppni um stöður og leikmenn sem geta spilað margar stöður á vellinum.

 25. #Hafliði

  Erfitt að segja til um launin hans á þessu stigi, en skv. Guillem Balague mun hann fá 180k á viku, sem er cirka 8,6m á ári (nokkuð fjarri 20m) en samt sem áður fjandi mikill peningur. Líklegast með kauprétti, allt frekar óljóst. Til samanburðar er talað um að við séum að borga Balotelli 125k á viku.

  Allavega, ég er öfundsjúkur, Falcao er sjúkur leikmaður og bætir hvaða lið sem er. Skil ekki rökin með skítavörnina þeirra hérna.. þó þig vanti markmann í liðið þitt myndir alla daga ársins kaupa Messi ef þú hefðir kost á því. Ekki satt?!

  Þeir eru samt um leið að selja/lána Welbeck (uppalinn local manchester strákur) til Arsenal.. Galactico væðing hjá scums, spurning hvað rauðnefur segir við öllu þessu.

 26. Sammála því Röggi, er bara að miða við þessar launatölur sem hafa verið á sveimi.
  Frábær leikmaður sem ég vona heitt og innilega að eigi ekki eftir að plumma sig í EPL 🙂

 27. Þetta hljómar kannski svolítið “harsh” en ég get ekki gert upp við mig hvort sýnir meira metnaðarleysi frá hendi Falcao: að signa hjá Monaco í fyrra en ManUtd núna?

  Manni finnst þetta lykta alveg svakalega eins og að eigendur Utd sjái ekki fram á að þola það fjárhagslega að vera án Meistaradeildarinnar 2 ár í röð og séu nú bara að setja “allt á rauðan” í von um að komast aftur í topp 4 strax. Spái því að við munum sjá þá borga 35millj plús fyrir miðvörð í kvöld.

 28. That being said væri ég sko meira en til að Falcao kæmi til Liverpool, hann er magnaður leikmaður. En þessar tölur fyrir gæja sem er að stíga upp úr krossbandaslitum eru bara út úr kortinu, sérstaklega þegar Utd vantar fyrst og fremst nýjan Vidic og nýjan Carrick.

 29. Sammála. Held hann verði farinn til Real Madrid eftir max 2 ár, líklegast eftir seasonið ef hann svo óheppilega myndi brillera. Metnaðarleysiskommentið má alveg eins segja á sínum tíma þegar Torres kom frá AM eða Súarez, þó það sé pínu gaman að pota í liggjandi United.

  Í raun eru FFP reglan að hjálpa united svakalega núna með Di Maria og Falcao.. united hefurverið í blússandi rekstarhagnaði undanfarin ár og hafa svigrúm til að eyða 200m+ í leikmenn án þess þurfa hugsa út í FFP á meðan PSG gat hreinlega ekki keypt Di Maria útaf takmörkunum FFP.
  Di Maria hefði undir “venjulegum” kringumstæðum valið PSG (með hærri laun og CL) frekar en united, það er allavega mín skoðun.

 30. Palli, Rojo gæti verið nýr Vidic? Og Blind hinn nýji Carrick?

  Svo skil ég ekki afhverju stuðningsmenn United og annara liða drulla svona mikið yfir vörn United. Þeir hafa ekki ennþá náð að spila með sitt sterkasta lið. Rafael, Shaw og væntanlega Rojo eiga allir eftir að bæta vörn liðsins, það er alveg á hreinu.

 31. Sammála Ása

  Botna ekkert í tali um vörn og miðju United og að þá vanti menn þar og hafi ekkert gert.

  Þeir voru að eyða hellings pening í Rojo sem er miðvörður, sérstaklega í þriggja manna vörn og Luke Shaw sem er mjög efnilegur/góður bakvörður. Eiga núna 4-5 miðverði.

  Blind er DMC og bætist við hópinn ásamt Carrick sem er meiddur.

  Herrera er góður miðjumaður sem bætist við Mata og Fellaini sem hafa verið keyptir í síðustu gluggum. Rooney kemur líklega í þennan hóp líka eftir að United keypti Falcao.

  Ofan á það komu einmitt Falcao og Di Maria, þeir bætast við lið sem þegar er mjög vel mannað í þessum stöðum.

  Þetta er ansi góð breidd finnst mér fyrir lið í tveimur keppnum, þá er ég að tala um í öllum stöðum.

  Hvort þetta séu réttir leikmenn eða ekki er annað mál en þetta eru þeir sem United fór á eftir og gerðu vel að landa utan CL. Vona bara að LVG sé ekki rétti maðurinn til að púsla þessu saman .

  og varðandi þetta

  Sammála. Held hann verði farinn til Real Madrid eftir max 2 ár, líklegast eftir seasonið ef hann svo óheppilega myndi brillera

  Hann er 28 ára að verða 29 ára, ef Real myndi vilja hann (eða önnur topplið í CL væri hann farinn þanngað núna).

 32. borini ekki til qpr útaf launakröfum….. hmmmm…. via 433.is (slúður en samt…)

 33. Ferlegt að hafa ekki keypt Gaston Ramirez á 12 milljónir punda á sínum tíma. Hann kemst ekki í liðið hjá mannlausum Southamton og er á leiðinni til Hull á láni. Held að maður treysti bara þeim sem sjá um leikmannakaup hjá Liverpool bara um þau mál hér eftir.

 34. Utd að slátra þessum glugga. Fáránlega vel gert m.v. að vera ekki í CL og jafnvel þó þeir væru þar. Farinn að óttast þá aftur. Andskotinn hafii það!
  Hvernig má það vera að þeir séu búnir að styrkja sig betur en við?

 35. Að Welbeck sé að seljast á jafn mikið og Balotelli er auðvitað lögreglumál!!!!!!
  Hvað er að?????

 36. #Villi Enski “skatturinn” 🙂 Held nú að 16m sé ágætis díll hjá Arsenal fyrir Danny Welbeck miðað við allt og allt. Ekki Sturridge kaup, en ég held hann eigi eftir að styrkja frekar slappa framlínu þeirra ansi vel

 37. Röggi ósammála því finnst hann vera ofmetinn leikmaður þannig nú eiga Arsenal 2 strikera sem eru að mínu viti ekki í CL klassa.

 38. Man Utd eru að spila með þrjá leikmenn í miðverðinum.
  Hverjir eru valkostirnir? jú Evans, Jones, Blackett, Smalling, Rojo og Kean

  Já Luke Shaw og Rafel geta spilað í þessu bakvarða/kanntmann hlutverki með góðum árangri en það eru miðverðirnir sem eru meðal menn í besta falli.

  Myndi einhver af þessum miðherjum komast í Chelsea, Man City, Arsenal eða Liverpool? Svarið mitt er nei en samt vill Luis Snar Galinn spila með þrjá af þessum í einu í eiginlega fyrsta skipti sem Man utd eiga ekki virkilega sterkan miðvörð(held að Vidic væri frábær í þetta kerfi).

  Svo að ég skil 100% gagnrínina á þessa stöðu hjá Man utd. Já þessi staða lítur kannski betur út þegar Shaw sem er frábær leikmaður og Rafel sem er meðal leikmaður koma og vernda vörnina kannski betur en ég sé á vandræði hjá þeim allt tímabilið þarna.

  Ég sá Di Maria, Rooney, Mata og RVP spila á mótu Burnley um helgina og fannst mér Di Maria eini með lífi þarna inná. Rooney hefur verið á niðurleið, RVP er farinn að hægjast og Mata er langt frá sínum bestu Chelsea dögum. Svo að þessi Falco kaup gæti verið frábær hjá þeim.

  Annars er maður í skýjunum með gluggan hjá liverpool og ætla ég að gefa þeim 9 af 10 fyrir hann.

  P.s virkilega ánægður að við fengum ekki Remy því að þá hafði Super Mario aldrei komið.

 39. Sammála því sem menn eru að tjá sig hér um kaup Man U. Þeir verða firnasterkir ef þeir ná þessum mannskap saman. Eins og það hefur nú verið skemmtilegt að atast í ManU vinum þessa dagana. Skildu þeir dagar vera liðnir :/

  Annars er alveg magnað hvað Brendan og félagar stóðu sig vel í þessum glugga og frábært að vera búnir með öll helstu kaupin fyrir “silly” dag eins og þennan. Sakna samt pínu spennunnar sem fylgir þessum lokadegi þegar maður vonast til að fá inn einhvern spennandi leikmann á síðustu mínútum gluggans. Niðurstaðan hefur reyndar ansi oft valdið vonbrigðum í seinni ár svo sennilega er betra að hafa þetta svona.

 40. Ég hefði viljað fá varnartengilið og markmann. Annars er ég sammála því að þetta er besti gluggi Liverpool síðan sautjánhundrað og súrkál. Það er greinilega verið að setja stefnu á toppinn.

  Ég er líka hæst ánægður með eiganda félagsins. Hann er með skýra sýn á hlutina. Hann vill byggja upp lið til framtíðar og við skoðum hópinn þá er það að takast. Um átta leikmenn eru í kringum 20 ára aldurinn. þar að auki eru gaurar eins og Sturridge og Balotelli og Jordan Henderson ennþá það ungir að þeir eiga sín bestu ár eftir. Sama gengur um Lallana og Lovren.

  Þetta lið verður orðið svakalegt eftir svona 2-3 ár ef það heldur hópinn. Gerrard verður líklega dottinn út – en Emre Can búinn að taka við honum. Í næstu gluggum verður ekki keypt mikið af leikmönnum. Líklega enginn í janúarglugganum og mesta lagi tveir til þrír næsta sumar og einhverjir komnir úr láni – sem heilsteyptir leikmenn. Eins og t.d Ibe eða Teixeira.

 41. # 45
  Ertu United maður eða Everton maður ?

  Ef ekki þá biðst ég afsökunnar og segi YNWA.

  Það sem skiptir máli er hvar við enduðum í fyrra og hvar við endum í vor. Við vonum bara að svarið verði skýrt í vor 🙂

  United menn hafa sturtað úr veskinu undanfarna daga. Hafi Galinn verið undir pressu frá því hann kom þá myndi ég halda að hann væri undir 100 tonna Caterpillar eftir þennan glugga. Over and out !

 42. Hehehe það er eins og maður sé komin inná einhverja aðra síðu, en jú þetta er opin þráður og menn virðast hafa áhyggjur af manutd. Gæti ekki verið Meira sama um litla liðið í manchester. Við erum alltaf að fara að enda fyrir ofan þá í vor enda með frábæran og betri þjálfara.

 43. Borini náði ekki samkomulagi um laun við QPR. Ég bara spyr, á hvaða launum er hann hjá okkur ?

 44. Utd a? fá Romero. Hef?i vilja? hann. Vont a? hafa Jones á bekknum. Er honum bara sama þó hann sé varamarkvör?ur allan ferilinn?

 45. Af hverju fá Man Utd frest til að klára Falco, til hvers að loka glugganum ef hann er ekki lokaður, og annað, hann lokar á miðnætti á mið evrópu tíma, getur FA gefið frest á reglum sem Evrópa setur, þetta eru ekki enskar reglur, eða er ég að misskilja eitthvað?

 46. Er þetta ekki bara svona?

 47. Þetta lýtur vel út Babu.

  Svo má ekki gleyma að Jose Enrique er núna heill og Lucas er heill en báðir leikmenn duttu snema út á síðasta tímabili og er því breyddinn enþá meiri.
  Fyrir utan að við erum líka núna með Borini og Suso enþá(nema að Suso fer til AC Milan)

 48. @59 Babu

  Ætla menn í alvöru að sleppa Agger í þessu samhengi?
  Er ekki réttlætanlegra að segja að Lovren hafi komið í stað Agger frekar en Coates sem spilaði ekki eina einustu mínútu í fyrra. Annars öflugur gluggi hjá okkur.

 49. Leikmannakaup dagsins er klárlega að ná að halda Borini. Hann á eftir að vinna league cup fyrir okkur.

 50. Nr. 61

  Agger hefur bara pottþétt gleymst hvað þetta varðar, skil það vel enda ekki að meðtaka það sjálfur að hann sé farinn. Agger – Lovren klárlega.

  Enrique og Borini styrkja svo hópinn ennfrekar frá síðasta tímabili, mjög gott að halda þeim og Lucas sem allir hefðu líklega farið ef gott boð hefði komið.

  Ég er mögulega í minnihluta en ég er mjög sáttur við að halda Borini, kann að meta hugarfarið hjá honum. Hann vill sanna sig og er ekki til í að gefa Liverpool drauminn upp á bátinn fyrir Sunderland eða QPR eyðimörk. Hann hefur pung til að taka þessa ákvörðun og það er flott mál. Mjög gott að hafa fjóra sóknarmenn í leikjaálaginu fram að áramótum.

 51. Nei, falcao ekki fallið á læknisskoðun. Það er bara bull. Tekur bara lengri tíma, sem og welbeck.

 52. @64 kfc

  Þetta er kjaftæði. Utd fá frest til miðnættis. Klára þetta þá. Því miður. :/

 53. Ég er mjög feginn að Lucas Leiva hafi ekki farið í þessum glugga. Ég er nokkuð viss um að reynslan hans eigi eftir að nýtast liðinu mjög vel þegar kemur að álagspunktum í nóvember og desember. Hann verður betri en enginn í Meistaradeildinni, sanniði til. Það hefur líka farið mjög í taugarnar á mér hvað menn hafa verið til í að afskrifa hann upp á síðkastið. Klúbburinn eyddi 3-4 árum í að gera hann að almennilegum leikmanni og svo eftir tvö erfið meiðslaár á allt bara að vera búið? Nei, gefum honum tímabilið til að sanna sig, og hann á eftir að gera það.

  Aftur á móti er súrt að sjá á eftir Agger fara núna. Ég hefði viljað sjá hann í haffsentakvartett með Lovren, Sakho og Skrtel. En þetta er mjög skiljanleg sala, sem ég bjóst út af fyrir sig fyrir nokkrum árum, þá aðallega vegna samspils meiðsla og launa. En verðið fyrir hann er allt of lágt og líklega einhverjir bakdílar sem ekki er vitað um.

  Svo áskil ég mér þann rétt að dæma kaupin ekki fyrr en eftir nokkra mánuði. Menn hafa líka verið mjög trigger happy að dæma frábæra glugga margoft, það sést ekki fyrr en vel er liðið á tímabilið hvernig glugginn hefur spilast fyrir okkur. Næstu leikir skera t.d. verulega úr um hvort við eigum eftir að sakna Suarez.

  En þetta lítur vel út, það er engin spurning.

 54. Ég trúi ekki að þið séuð allir að væla yfir því að Falcao hafi gengið til liðs við United. Í síðustu viku töluðu menn um lítið annað en hvað hann væri ekki peninganna virði og að Balotelli væru fullkomin kaup, eruði að segja mér að þetta hafi snúist við af því að United fékk Falcao lánaðann fyrir fullt af peningum og Balotelli skoraði ekki í fyrsta leiknum sínum fyrir Liverpool?

  Falcao er mjög góður leikmaður, en þarf samt ekkert endilega að þýða að hann muni bæta leik United mikið. Hann hefur enga reynslu í EPL og United er með world-class sóknarmenn fyrir. Fyrir mér er lítur þetta út fyrir að vera stressskyndiákvörðun líkt og Fellaini var í fyrra. Fellaini er flottur leikmaður en bætir leik United alls ekki neitt.

  Það getur vel verið að sókn United líti betur út en Liverpool á pappírum, en Liverpool er samt með þann sem skoraði næstflest mörk í EPL á síðasta tímabili, Liverpool hefur besta ungling heims, Liverpool hefur Balo – mann sem getur klárað leiki upp á sitt einsdæmi og hann hefur sýnt það í EPL, Liverpool hefur Coutinho – það er ekki að ástæðulausu að hann er kallaður töframaður og síðast en ekki síst, meðalaldur sóknarmanna Liverpool er mörgum árum yngri en gömlu kallarnir í United.

  Ég veit allaveganna hvora sóknarlínuna ég mundi velja.

 55. @Doremí Allir að væla yfir að Utd tóku Falcao? Lastu commentin eða gerðiru bara ráð fyrir því að allir væru að væla?

 56. #68 Doremí

  skuggalega vel mælt hjá þér og er hveru orði satt..

 57. Virkilega góður transfer gluggi hjá okkur en eitt sem þetta fær mann til að hugsa um; á hvaða launum eru þessir leikmenn okkar sem eru ekki í plönunum hjá Rodgers? Fyrst Borini nær ekki að semja við QPR og Assaidi getur ekki samið við Stoke City til að ganga til liðs við þá full time. Þessir gaurar hljóta þá að vera á allt á háum launum hjá okkur eða eru þeira að heimta háa launahækkun til að ganga til liðs við lið sem leyfa þeim að spila í hverri viku? Maður bara spyr sig. Ég alla veganna skil ekki alveg hvað þessir leikmenn eru að spá en samt fínt að losna við Assaidi af launaskránni og fá smá pening í lánsfé.

  En hvað segja menn um þá “transfer sögu” að við séum hugsanlega að spá í að fá Victor Valdes á frjálsri sölu þegar hann verður heill? Er það ekki bara no brainer að fá hann til að veita Mignolet samkeppni ef hann er til í þá stöðu? Ég væri alla veganna meira en til í það.
  Ég er líka mjög fegin að Lucas fór ekki, ef og þegar hann fer vil ég alla veganna fá nýjan miðjumann til að fylla hans skarð því mér líst ekki á að hafa Gerrard sem eina leikmanninn sem Rodgers virðist treysta í þessa djúpu miðjustöður. Held að það verði nóg af leikjum í meistaradeild (þessir léttari leikir þar) og svo leikir í deildinni og bikar þar sem við viljum hvíla Gerrard, þar held ég alla veganna að Lucas sé fyrsta flokk backup fyrir captain fantastic.

  Nú segja þeir að Falcao kosti 6 milljónir punda sem lánsfé og 280.000 pund í laun á viku sem gerir í kringum 20 milljónir punda. Það er frekar mikill peningur fyrir eitt ár í lán, svo geta þeir keypt hann full time á eitthvað í kringum 50 milljónir punda næsta sumar þegar hann verður orðinn 29 ára. Verð að segja að mér finnst það meika töluvert meiri sens að fá Balotelli á 16 milljónir og eitthvað í kringum 130.000 pund á viku í laun.

 58. Viola – Auðvitað er ég að tala um alla þá sem vældu/voru jealous yfir þessu, sem mér fundust alltof margir. Viðurkenni að ég var ekki búinn að lesa öll commentin áður en ég kom með eitt sjálfur, þurfti bara ekki að lesa þau öll til að verða hneikslaður.

  Yfirleitt þegar menn orða innlegg eins og ég gerði, þá er það hugsað sem svar við ákveðnum hópi, en ekki svar við öllum öðrum innleggjum og menn átta sig yfirleitt á því.

 59. Skv. góðvini mínum honum Google, þá er Borini á 50k á viku hjá okkur.

 60. Smá þráðrán en er þetta löglegt?

  http://www.433.is/enski-boltinn/chelsea-er-med-26-leikmenn-uti-lani-margir-oflugir-leikmenn/

  Viðbjóðslegur klúbbur sem smala að sér bestu ungu leikmönnum heims og lána þá hvert tímabil á fætur öðru. Þeir hafa engan áhuga að leyfa þessum ungu strákum að þroskast og fá spilatíma hjá chelski liðinu heldur fá þá eftir 3-4 ár tilbaka annaðhvort sæmilega góðir eða fótboltaferill þeirra á enda þar sem þeir fá aldrei þann tíma til þess að vaxa sem fótboltamenn hjá sínu liði.

 61. #Davíð “Viðbjóðslegur klúbbur sem smala að sér bestu ungu leikmönnum heims”.

  Fjölmörg lið með stóra hópa lána út yngri leikmenn svo þeir öðlist leikreynslu og haldist í leikform. Liverpool hefur einnig keypt leikmenn og lánað þá út strax. Þetta er ekki óleyfilegt og ekki viðbjóðslegt.

  Öll lið í úrvalsdeildinni eru bundin takmörkunum varðandi stærð ( varðandi leikmenn yfir 21 aldur) og ýmsar reglur til þess gerðar að auka hlut ‘home-grown’ leikmanna í hópnum. Þú getur lesið aðeins um þetta hér

 62. ESPN setti færslu á twitter sem sýndi total worth af byrjunarliðum ensku liðana eftir sumar kaupin. Upphæðir í pundum

  Liverpool: 125,6 m dýrasti “varamaðurinn” 16m Balotelli
  man utd: 262,5 m – dýrasti varamaðurinn 28.8m Herrera
  man city: 230,6 m – dýrasti varamaðurinn 26m Milner
  chelsea: 190 m – dýrasti varamaðurinn 32m Willian
  arsenal: 150,5 m – dýrasti varamaðurinn 16m Chambers

  *Ég ákvað ekki liðin eða hver væri varamaður. 🙂

 63. Sæll eg lét plata mig einn túr á sjó og hef ekki seð neinn af fyrstu þrem leikjum omkar manna þennan veturinn, i þokkabot þá datt allt net og simasamband ut a laugardagskvoldið og var að detta inn nuna rúmum 2 solarhringum siðar, menn her um borð a skipinu sögðu mer a sunnudag að Liverpool hefði unnið Tottenham 0-3, skipstjorinn heyrði það i utvarpinu, eg for og talaði við skipstjorann og þá sagði hann mer að tottenham hefði unnið 3-0, eg ráfaði seint a sunnudagskvold inna eitthvað danskt textavarp og naði að klora mig i urslit ur enska boltanum og sá að við unnum 0-3 sem er frabært, eg vaeg veit að’ sja nuna hverjir skorðuðu ásamt þvi að eg er rett nuna að sja hvað gerðist i glugganum i lokin…

  eg veit td ekki hvort borini hafi farið og eg veit ekkert hvort arsenal hafi fengið einhverja leikmenn. eina sem eg veit er að man utd fekk falcao og blind og ekkert meira og þá er eg alsæll, united liðið vantaði varnarmenn og miðjumenn sem þeir fengu ekki..

  annars er eg alsæll með byrjun okkar manna a þessu moti, eg hefði tekið 4 stig ur fyrstu þrem leikjunum alsæll en að fá sex stig er draumur …

 64. Ég er mjög sáttur við þennan glugga heilt yfir.

  Ég hefði verið til í markmann en mér finnst orðrómurinn um að Victor Valdes komi líklegur og ef það genugr eftir þá verð ég alsæll.
  Ég hefði ekki grátið það að Borini færi fyrir 14 millur en fyrst hann vill vera hvort sem það er vegna þess að honum finnst hann hafa eitthvað að sanna eða að hann sé bara gráðugur þá verður hann að stíga upp. Ef hann gerir það þá verð ég alsæll og þá erum við komnir með mjög gott cover í framherjastöðunum, sem og alls staðar á vellinum.

  Svei mér þá ef við verðum ekki bara í titilbaráttu í vetur!

Tottenham 0 – Liverpool 3

The curious case of Fabio Borini