Arsenal – Liverpool 2-1

Fyrsta tap ársins staðreynd þegar Arsenal sló Liverpool úr bikarnum í dag á Emirates í hörkuleik.

Liðin stilltu þessu svona upp í dag:

Jones
Flanagan – Skrtel – Agger – Cissokho
Allen – Gerrard – Coutinho
Suarez – Sturridge – Sterling

Jones tók sæti Mignolet á milli stanganna, Agger kom inn í stað Toure og Allen lék við hlið Gerrard í stað Hendo sem var á bekknum eftir smá aðgerð á úlnliðnum í vikunni.

Fabianski
Jenkinson – Mertesacker – Koscileny-Monreal
Arteta-Flamini
Chamberlain-Özil-Podolski
Sanogo

Fabianski, Jenkinson, Sanogo, Podolski og Flamini komu allir inn hjá Arsenal.

Fyrri hálfleikur

Það voru fimm mínútur búnar af fyrri hálfleik þegar maður var blótandi yfir því að vera ekki í 0-2. Fyrst fékk Sturridge frábæran bolta frá Gerrard, ekki ósvipað sendingunni gegn Fulham, reyndi að skjóta á milli fóta Fabianski sem varði í horn, dauðafæri. Það var svo mínútu síðar eða svo sem Suarez vippaði boltanum yfir vörn Arsenal á Sturridge sem lék á Fabianski en skaut í hliðarnetið í dauðafæri. Hefði eflaust viljað vera með boltann á þeirri vinstri þarna, en átti engu að síður að gera mikið betur!

Það var svo á 16 mínútu, eftir hornspyrnu Arsenal, sem að fyrirgjöf kom af hægri kanntinum, Skrtel fór upp í óskiljanlegan bolta, var svo langt frá því að ná honum að þetta minnti mann á David James á sínum Liverpool árum. Sanogo fékk því nægan tíma til að taka boltann á kassann og skjóta. Mér sýndist boltinn fara í hönd Gerrard, þaðan barst hann til Chamberlain sem var einn og óvaldaður og skoraði örugglega, 1-0.

Eftir þetta var ekki mikið að gerast, fyrri hálfleikur var frekar rólegur og spilaður mjög hægt. Eins og hvorugt liðið vildi taka almennilega sénsa. Það átti svo sannarlega eftir að breytast.

Seinni hálfleikur

Fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik voru nákvæmlega eins og fyrstu 45 mínúturnar, við fengum dauðafæri þegar Suarez spólaði sig í gegnum vörn Arsenal en Fabianski varði frábærlega með fótunum. Í næstu sókn kom Podolski Arsenal í 2-0 þegar þeir komust á bakvið vörn okkar, sendu út í miðjan teiginn á þjóðverjan sem skoraði örugglega.

Stuttu síðar hefði Özil svo getað klárað leikinn en Jones varði mjög vel. Þegar þarna var komið var hrikalegur hraði í leiknum og liðin skiptust á að sækja. Suarez fékk boltann á hægri vængnum, lék inní teig þar sem Podolski kom og sparkaði aftan í Suarez og Webb dæmdi víti. Upp steig fyrirliðinn og setti boltann í sama horn og gegn Fulham fyrr í vikunni, staðan 2-1 og game on! Í kjölfarið kom Hendo inn í stað Cissokho og nú átti að vinna leikinn.

Sturridge fékk stuttu síðar sitt þriðja dauðafæri eftir frábæran bolta frá Coutinho, aftur reyndi hann að sóla Fabianski sem sá við honum í þetta skiptið. Maður hafði varla tíma til að sækja sér kaffibolla á þessum tíma. Í næstu sókn kom vendipunktur leiksins, Suarez ætlar að taka boltann með sér vinstra meginn í teignum en Chamberlain nelgdi Suarez niður beint fyrir framan Webb. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað Webb að sleppa augljósustu vítaspyrnu tímabilsins. Hræðileg ákvörðun!

Arsenal menn þurftu eftir þetta að verjast löngum stundum. Við pressuðum ofarlega á vellinum og fannst mér Sterling vera frábær, lék sér að Monreal lengi vel og var alltaf hætta þegar hann fékk boltann. Þetta minnti lengi vel á handboltaleik, hrikalegur hraði og liðin skiptust á að sækja.

Gerrard var heppinn að fá ekki sitt seinna gula spjal eftir brot á títt nefndnum Chamberlain, en sendi svo fimm mínútum síðar heimsklassabolta innfyrir vörn Arsenal á Coutinho sem náði ekki almennilegu valdi á boltanum og skotið var slakt. Hefði e.t.v. geta sent boltann út á Suarez í staðinn.

Við fengum lokatækifæri til þess að jafna þegar Agger skallaði framhjá eftir aukaspyrnu Gerrard. Fabianski kom út og náði ekki til boltans (náði aðeins til Aggers í staðinn), en Agger hefði bara þurft að hitta á markið, en þetta var svona dagur, inn fór boltinn ekki.

Leikurinn fjaraði svo út eftir þetta og niðurstaðan svekkjandi 2-1 tap gegn Arsenal.

Niðurstaða

Byrjum á manni leiksins, það er auðvitað Fabianski, klárlega. En besti leikmaður Liverpool í þessum leik fannst mér Sterling (eins og svo oft áður á síðustu vikum og mánuðum). Vantaði kannski upp á end prodöktið hjá honum en hann skapaði hættu hvað eftir annað og var virkilega sprækur í þessum leik.

Sko, við áttu að vinna þennan leik. Við fengum amk 4-5 dauðafæri ásamt því að Webb gerði sig að athlægi þegar hann dæmdi ekki víti þegar Suarez var sparkaður niður. Það var eins og hann vildi ekki dæma annað víti svona stuttu eftir hitt. Alveg hreint fáránlegur dómur!

En ég sagði það fyrir þennan leik og fyrir leikinn á Anfield, ef ég hefði mátt velja annan þessara leikja til þess að vinna þá hefði það verið deildarleikurinn allan daginn, alla daga vikunnar. Við höfum átt erfiðu gengi að fagna þarna á Emirates í gegnum árin en frammistaðan og spilamennskan í dag fannst mér nokkuð góð, þrátt fyrir tapið.

Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs, þessi leikur tapaðist vegna þess að sóknin skoraði ekki þrjú mörk að þessu sinni (djúpt, ég veit). Við fáum á okkur of mörg mörk, 2 í dag og er það í þrettánda sinn á leiktíðinni þar sem við fáum á okkur 2+ mörk. Hingað til hefur sóknin reddað því fyrir okkur en náði því ekki í dag, því miður. Á góðum degi hefði Sturridge getað sett þrennu, en hann var búinn að skora í 7 leikjum í röð áður en það kom að þessum leik og því varla við hann að sakast, það hlaut að koma að þessu.

Sigurvegarinn í þessum leik fær Everton á heimvelli í næstu umferð. Maður horfði á liðin sem eru eftir í pottinum og það var tækifæri þarna til að ná í dollu! En það verður ekki þetta árið því miður.

Nú er ein keppni eftir, og þar erum við í flottum málum. En það er stutt í næstu lið, fyrir ofan og neðan, og því má ekkert útaf bregða. Þetta tímabil er svo jafnt að við gætum alveg eins endað í sjötta sæti eins og því fyrsta. Liðin fyrir ofan okkur eru að fara spila stóra leiki í CL á næstu vikum og eiga eftir að koma á Anfield á meðan við höfum viku á milli leikja núna þar til í maí. Á þessum tímapunkti er hinsvegar ekkert gefins, allir leikir eru úrslitaleikir þar til sú feita syngur í maí. Við erum á rosalegu rönni og þurfum að halda því áfram og klára tímabilið með stæl!

90 Comments

 1. Getur einhver svarað því af hverju Rodgers vildi bara spila með 10 menn á vellinum í dag ?
  Eina skiptið sem ég sá Allen í mynd var þegar hann sparkaði boltanum útaf vellinum á um 70 mín, alveg fáranlegt að þessi leikmaður skuli hafa fengið 93 mín inná vellinum þegar við höfum Moses, Aspas og Texeira á bekknum sem hefðu allan daginn spilað betur en Allen var að gera í dag. Klárlega lang slakasti maðurinn á vellinum í dag.

  En ég var mjög sáttur með Brad Jones í markinu, hann var vel vakandi og kom vel í ala bolta og varði mjög vel frá Özil í eitt skipti.

  En við unnum þá í deildinni og ég tek það fram yfir þennan leik og núna þarf liðið að ná þessu 4 sæti eða ofar og þá er tímabilið mjög fínt.

 2. Þoli ekki hvernig það er aldrei hægt að ræða vítið eða vafaatriði almennt án þess að einhver reyni að réttlæta það með því að telja upp öll önnur mistök dómarans. Annars var þetta fínn leikur og töluvert betri frammistaða en hjá Arsenal á Anfield fyrir viku.

 3. Ég verð að vera ósammála þér Bond, mér fannst Allen eiga hörkugóðan leik og náði yfirleitt að skila boltanum frá sér vel, koma með góða pressu og skapa nokkur góð færi.
  Það jákvæða við leikinn er að við náðum þrátt fyrir tap að yfirspila Arsenal og að mínu mati sönnuðum við það í þessum tveimur leikjum á móti Arsenal að við erum einfaldlega betri en þeir.

 4. Óheppnir að tapa þessu. Fínn leikur, en mér finnst eins og Suarez sé að einangrast of mikið með að spila á kanntinum. Hann og Sturridge mættu rótera í leikjum. Sturridge ekki í markaskónum sínum í dag, en eins og Mcallister sagði, þetta tap gæti verið “blessing in disguise” hjá okkar mönnum. Nú er bara deildin að einbeita sér að.

  Ég er annars enn vel saddur eftir 5-1 🙂

 5. Alltaf svekkjandi að tapa, en þessi niðurstaða þýðir jú að það verður meira álag á Arsenal og Everton fyrir vikið á næstunni, sem hlýtur að vera bara bónus í deildinni.

 6. Vil þakka liverpool fyrir goða skemmtun i dag, þetta vinnst ekki allt.

 7. Djöfull get ég hatað það stundum þegar ég hef rétt fyrir mér…..en ég hafði einmitt spáð 2-1 tapi.

  Við áttum að vinna þennan leik og voru miklu betri. Vorum bara “webbaðir”. Hann stóð ofan í þessu broti á Suarez. Djöfulsins skandall!

  Sturridge í fyrsta sinn með slæma færanýtingu. Annars syrgi ég það ekkert rosalega að vera úr þessari keppni. Við sönnuðum það að við erum með betra lið en Arsenal. Einbeitum okkur að því að landa þessu 4. sæti.

  Bring og Swansea!

 8. Maður er hrikalega fúll yfir þessu tapi. Einfaldlega ósanngjarnt tap. Pirrandi hvað þarf lítið til að andstæðingar skori gegn Liverpool. Það virðist nóg að blása boltanum í átt að marki L´pool og hann fer inn.

  Ég skil samt engann veginn af hverju BR skellti ekki sóknarmönnum inná bara einhvern tímann frá 70 min. Skiptir engu máli hvort liðið tapi 3-1 eða 2-1. Maður beið eftir tvöfaldri skiptingu en ekkert gerðist.

  Eina sem lætur mann gleyma þessu tapi er sigur í deild:)

 9. Öndum aðeins með nefinu.

  Það er drullusúrt að detta út úr FA Cup – sérstaklega eftir svona dómgæslufíflagang eins og við urðum vitni af í dag.

  Hins vegar þá má ekki missa sjónar af aðaltakmarkinu, CL sætinu … og mögulega meistaratitli.

  Það að detta úr leik í FA Cup leyfir okkur að fókusa enn frekar á deildina og færir Arsenal um leið meira leikjaálag.

  Sigur í FA Cup færir okkur ekkert nema 2ja tíma gleði og sæti í UEFA Cup.

  Höldum fókusnum á deildina … það er hún sem skiptir máli á þessum tímapunkti!

 10. Eins og góður maður sagði eitt sinn – þetta var svona leikur þar sem liðið sem skorar fleiri mörk, vinnur leikinn.

  Fínt bara að taka út tapleikinn þarna. Þetta gefur mönnum vonandi spark í afturendann fyrir komandi átök í deildinni, þannig þetta getur bara virkað sem vítamínsprauta fyrir toppbaráttuna í deildinni.

  Svekkjandi tap, en ekkert til að missa svefn yfir.

  Já, og Howard Webb er besti dómari England. Sem segir meira en mörg orð um stöðu dómara þar í landi 😉

  Homer

 11. Hvernig geta menn sagt að Allen hafi verið slakur? Horfið á seinni hálfleik aftur og segið það þá. Ég gerði það að gamni mínu að horfa á hann allan seinni hálfleik og hann var með flottar sendingar utan 1-2 sinnum, var að búa fullt til og hélt boltanum vel. Get ekki verið sammála þessu.

  Svo þarf að hvíla Webb. Ég hef oftast varið hann og fundist stuðningsmenn Liverpool vera óvægnir við hann. Um daginn (man ekki hvaða leik) þá tók hann greinilegt víti af okkur þegar brotið var á Sterling. Núna get ég talið 6 stór atriði í þessum leik og hann náði bara einu réttu.

  1. Monreal reyndi að fótbrjóta Flanno í upphafi leiks. Klárt rautt spjald.
  2. Vítið á Chamberlain vs. Suárez.
  3. Gerrard átti að fá sitt annað gula spjald niðri á vítateygshorni.
  4. Það var víti á Skrtel þegar hann fór með löppina upp í hæðstu hæðir á 80+ mín. (vs. Arteta minnir mig)
  5. Agger átti að fá víti þegar hann var kýldur af markmanninum undir lokin.
  6. (Eina rétta ákvörðunin) Suárez átti að fá víti, sem var dæmt.

  Þar fyrir utan var hann ósamkvæmur sjálfum sér, gaf stundum gul spjöld og stundum ekki fyrir samskonar brot (t.d. Podolski vs Flanno í fyrri hálfleik). Þetta er bara of mikið. Svona menn þurfa að fá nokkra leiki í 1. deildinni til að kæla. Webb virðist ekki hafa kjarkinn í að taka sársaukafullar ákvarðanir.

 12. Flottur leikur hjá Liverpool í dag. Útivöllur gegn Arsenal sem vildu hefna sín fyrir stórtap um daginn og við stjórnuðum öllum síðarihálfleiknum og vorum hættulegri en þeir í fyrihálfleik.

  Venjulega hefði þessi framistaða dugað því að við fengum fullt af góðum færum án þess að gefa þeim mörg færi. Við áttum miðjuna í þessum leik og er ég viss um að menn fara að leita að sökudólgum og er ég viss um að Allen fær skammir af því að hann er nýji maðurinn inná miðjuni(hann stóð sig samt vel í þessum leik). Við höfum spilað ver en þetta og unnið og við höfum fengið helmingi færri færi í leikjum og skorað fleiri mörk svo að eina sem vantaði var að klára færinn og þá værum við að ræða allt aðra hluti.

  Ætla ekki að tala mikið um þetta en við áttum að fá tvo víti í stöðuni 2-1. Suarez var tekinn niður 100% og er varla hægt að dæma ekki víti. Agger átti svo að fá víti þegar hann Fabianski ruglast á höfuðinu á honum og bolta þetta er líka 100% víti og í reglunum skiptir það engu máli að Agger var búinn að skalla boltan.

  Jones 8 – virkilega flottur leikur og kom hann mér á óvart með svona góðri framistöðu. Virkaði öruggur og miklu betri en Mignolet í fyrirgjöfum(Mignolet er mikið á línuni).

  Cissokho 6 – átti ágætis leik en er enþá alveg skelfilegur þegar hann er með boltan

  Agger 7 – flott að fá hann aftur og minkar það stressið hjá manni.

  Skrtel 6 – fín varnarlega þótt að menn eru að setja úta hann í fyrsta markinu þá er hann eini Liverpool maðurinn sem er að reyna að trufla Arsenal mennina. Svo átti hann tvær lélegar sendingar sem ekkert varð út.

  Flanagan 7 – flottur varnarlega en sóknarlega ekki merkilegur.

  Gerrard 8 – flottur leikur hjá honum þar sem hann var með nokkrar stórkostlegar sendinar.

  Allen 7 – maður fylgdist vel með honum þar sem hann var nýr inn. Hann var að djöflast allan tíman, vann boltan nokkrum sinnum og skilaði honum vel frá sér(þótt að einn sendingar var alveg skelfileg) – og eiginlega lélegt en menn kenna honum um þetta tap því að við áttum miðjuna og fengum fullt af færum.

  Sturridge 6 – virkaði hættulegur en hann átti að ná að skora.

  Suarez 7 – Arsenal menn voru í vandræðum með hann en hann er ekki alveg að skora þessa dagana en virkar enþá heimsklassa.

  Sterling 9 – en einn stórkostlegur leikur hjá stráknum og fannst mér hann bestur á vellinum.

  Henderson 5 – átti ekki góða innákomu og tapaði boltanum tvisvar og átti eina skelfilega sendingu og ömurlega fyrirgjöf. Ég er samt á því að hann eigi að byrja næsta leik hann er búinn að vera það góður undanfarinn.

  Eins og ég segji. Liverpool flottir útá vellinum, skapa fullt af færum og áttum að fá tvö víti í viðbót. Nú er bara að klára næstu 12 leiki með stæl og sjá hverju það skilar okkur.

 13. Fannst liverpool vera betri aðilinn í leiknum, það er mjög jákvætt að geta sagt það á útivelli á móti Arsenal! Skil hinsvegar ekki afhverju Jones var í liðinu á kostnað Mignolet þegar aðrir leikmenn gæti haft not á smá hvíld, sem ætti kannski heldur ekki að þurfa. Margt jákvætt við þennan leik og hefðum vel getað komið út sem sigurvegarar.

  Er samt nokkuð sama um þessa keppni á meðan liðið er að standa sig í deildinni, suarez þarf að fara skora bráðum orðið alltof langt síðan 🙂

 14. Sterling hlýtur að vera á leiðinni til Brasilíu, djöfull fer hann ört vaxandi! Allen batnaði mikið er leið á leikinn.

  Auðvitað hefði maður viljað sigur, en ég er samt ekkert stórsvekktur. Við vorum ekki lélegra liðið á Emirates, munurinn lá bara í færanýtingunni – og að minna leyti undarlegri frammistöðu Webb. Alveg úr karakter hjá Sturridge að setja ekki 1-2 mörk í þessum leik. Hefði í raun getað byrjað með álíkahvelli og 5-1 leikurinn góði.

  Fabianski var frábær í markinu hjá Arsenal, finnst samt að við hefðum átt að fá víti í einu augljósu mistökunum hans.

  En já, Sterling maður leiksins hjá LFC og Gerrard næstbestur. Nú er bara að klára deildina með sóma! Tólf geysilega mikilvægir leikir framundan og vonandi skilar munur á leikjaálagi okkur smá forskoti á keppinauta okkar í þeirri törn.

 15. Ekki hægt að röfla yfir Webb í þessu broti á Suarez hann var mjög illa staðsettur til að sjá þetta…

 16. Annars svekkjandi og frekar ósanngjarnt tap. Vörnin okkar lekur enn einu sinni slæmum mörkum og alltaf þurfum við 3 mörk til að vinna leik. Ekki hægt að sakast við sóknarmennina fyrir lélega færanýtingu í dag enda búnir að vera rosalegir undanfarið.

  Get ekki sagt að ég gráti mig í svefn yfir að Liverpool sé dottið úr FA Cup og það að tapa fyrir Arsenal er mun auðveldara þegar liðið þitt spilar vel og er nýbúið að rústa þeim 5-1. Fyrir þessa rimmu hefði ég alltaf frekar valið þessa útkomu, orðum það þannig.

  Howard Webb hefur síðan reynst okkur hroðalega undanfarið, sjö tapleikir í röð með hann á flautunni og jafnan passar hann uppá að vera miðpunktur athyglinnar. Rosaleg ákvörðun að sleppa þessu augljósa víti í tilviki Suarez, dómarar hafa fengið refsingu fyrir minna.

 17. Svosem allt sagt.

  Wenger var klókur að bregðast við taktísku breytingunni okkar þegar Sterling fór í bakvörðinn, eftir að hann var kominn með Gibbs og Monreal vinstra megin og skipaði þeim að loka á allt þeim megin og leyfa Flanno að bera upp boltann fannst mér of mikið púður úr okkur og í fyrsta sinn sem ég bölvaði því að hafa ekki eldfljótan vængmann til að henda inná.

  Liðið lék vel og átti að nýta færin, klúðruðum allavega fjórum afspyrnugóðum.

  Nenni ekki að svekkja mig á Webb, þetta var svo svakalegt bull að maður bara nennir ekki að tjá sig um það…

  Þá er það bara deildin takk…

 18. Úr leikskýrslu EÖE eftir síðasta leik sem við þurftum að afplána með Webb á flautunni

  Og tvisvar átti Luis Suarez klárlega að fá vítaspyrnu. Í fyrra skiptið braut John Terry á honum og í seinna skiptið braut Eto’o á honum svo greinilega beint fyrir framan Howard Webb, sem var afleitur í seinni hálfleiknum. Að Webb skuli ekki hafa dæmt seinna vítið er einfaldlega skandall og gjörsamlega óþolandi að hann geri svona vitleysu í svona stórleik.

  Hljómar kunnuglega.

 19. frá árinu 2010 hefur webb dæmt 17 leiki liverpool, 5 leiki sem við unnum tvö jafntefli og tíu töp, þetta er töluvert langt frá meðaltali okkar á þessum tíma, þó það meðaltal verður að teljast frekar slæmt fyrir liverpool en samt, ég held hreinlega að þetta er ekki tilviljun og fullyrði að hver sem ástæðan er þá dæmir webb á móti okkur staðfastlega og örugglega meðvitað.

 20. afar athyglisvert að sja tolfræði Babu, 7 tapleikir i röð með webbarann a flautunni og rændir augljosum vitum af honum allavega i síðustu 2 leikjum sem hann hefur dæmt..

  uff þegar eg las þetta þa fekk eg kviðahnut og sa fyrir mer að næsti leikur sem hann dæmir hja okkar mönnum verður pottþett a old trafford i mars !!

  er ekki hægt að óska eftir þvi að þessi maður dæmi ekki fleiri leiki hja okkar mönnum ?

  annars finnst mer að webb eigi að fa refsingu fta knattspyrnu sambandinu eftir þennan leik , ekki spurning…

 21. Sælir félagar

  Það er ekki við okkar menn að sakast. Þeir spiluðu vel í þessum leik og áttu sigurinn skilið. Þetta er akki í fyrsta skipti sem við erum wbbaðir og vona ég bara að því verði komið til skila á Englandi og HW gefið frí úr efstu deild það sem eftir er leiktíðar.

  Það er í raun búið að segja allt um þennan leik og líka þetta svo ég læt stund sem nemur.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 22. Sæl og blessuð.

  Spámannskrílið heldur áfram að hanga á sínum tveimur stigum sem eftir eru samkvæmt spádómnum litla. Þau fóru ekki þrátt fyrir þetta tap, svo mikið er víst.

  Mörfíslögmálið var annars óhagganlegt á Furstavöllum í dag. Allt fór á þann veg sem verstur var nema vítið sem kafteinninn tók óaðfinnanlega. Rannsóknir mínar hafa leitt í ljós að tvennt fer hörmulega illa í okkar menn – góðir markmenn í liði andstæðinganna og lélegir dómarar. Ekki er við miklu að búast þegar þetta leggst á eitt í einum og sama leiknum.

  En við hristum Mörfí af okkur og fögnum því að BR og menn hans fá nú beiskju ósigursins í kokið. Ekkert veldur meiri klígju og ógleði hjá réttþenkjandi sigurvegurum og nú verða öll fallvötn virkjuð til þess að knýja orkuverið góða áfram svo við megum öll ganga fagnandi inn í sumarið.

 23. Þessi strákur…. þetta passion….. Hann er á hraðri leið með að verða einn af mínum uppáhalds leikmönnum frá því ég man eftir mér.

  DS15#Magnaður

  [img]https://fbcdn-sphotos-h-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn1/t1/1654088_729410800424265_1409702718_n.jpg[/img]

 24. Það að dæma ekki víti er ekkert annað en svindl. Sorrý en augljósara verður það ekki. Eitt það fáránlegast sem ég hef séð lengi.

  Óbragðímunninummaðurvá.

 25. Meira pirraður yfir dómgæslunni í leiknum heldur en að Liverpool séu dottnir útúr FA cup

 26. Jæja, hundfúlt. En setur fókusinn gjörsamlega 100% skýran. Núna er það bara deildin sem gildir og þar er allt galopið!

  Ég trúi því ekki að Howard Webb sé á leiðinni til Brasilíu í sumar, þá ekki nema hann hafi tryggt sér miða á einhverja leiki á HM.

 27. Enn einu sinni kom Howard Webb andstaedingum Liverpool til bjargar, nu genginn i radir Arsenal ur rodum Man.Utd. Otrulegt ad domari sem daemir i Meistaradeildinni skuli gera slik mmistok og hann gerdi i dag.

 28. Usher neglir þetta að vanda:

  http://espnfc.com/blog/_/name/liverpool/id/2527?cc=5739

  Félagar, upp með hökuna. Betra liðið vann EKKI í dag. Við erum með algerlega frábært fótboltalið og við sýndum það svo sannarlega í dag. Þetta var bara “one of those days”. Ekki dvelja of lengi við þetta og velta þessu of mikið fyrir okkur. Við sluppum að ég best veit við meiðsli og fáum nú viku til að gíra okkur fyrir næsta “úrslitaleik”.

  Get ekki beðið eftir næstu helgi 🙂

 29. Væri ekki rétt að fórna Toure á Webbarann þegar hann dæmir hjá okkur næst?

 30. Eftir að hafa horft á atvikið, þ.e. vítið sem átti að vera en varð ekki, er ég hugsi.

  Fótbolti er leikur með tiltölulega fáum mörkum og meiriháttar vafaatriðum. Milljónir ef ekki tugmilljónir manna sjá atvik eins og í dag þar sem dómarinn augljóslega ákveður af einhverjum ástæðum að fara ekki eftir reglunum og hygla með því öðru liðinu. Ekkert gerist, þ.e. dómarinn fær bara að halda áfram og kvartanir liverpool-manna eru meðhöndlaðar sem væl.

  Í amerískum fótbolta, í amerískum körfubolta og tennis svo að dæmi séu tekin er gefin kostur á því að endurskoða mikilvæg atvik (með einhverjum takmörkunum þó) í þeim tilgangi að dómarinn dæmi rétt.

  Ég held að það sé kominn tími á að skoða slíkt í fótbolta. Það er einfaldlega óásættanlegt að augljósum vítum o.fl. sé sleppt af því að dómarinn sá þau ekki, þrátt fyrir að hafa verið vel staðsettur og hafa horft á atvikið í dag.

  Það eru gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir félögin svo ekki sé talað um þá milljarða sem veðjað er á hvern leik. Það eru allt of margir hagsmunaðilar og of mikið í húfi til að leyfa slíkan skrípaleik eins og í dag.

  Mín skoðun.

 31. Liverpool lestin verður brjáluð og á fullu stími það sem eftir lifir móts. Rúllum þessu móti upp gott fólk.

 32. ….mikið svakalega er samt gaman að vera Poolari í dag – liðið er að spila frábæran bolta – í raun ótrúleg íheppni í bland við klaufaskap að vinnan þennan leiki ekki örugglega… …núna hlakkar manni virkilega til að horfa á næsta leik…. ….þessi leikur í dag segir ansi mikið til um framfarir Liverpool enda áratugir síðan við höfum yfirspilað Arsenal jafn svaklega á heimavelli þeirra eins og gerðist í dag….

  Síðan velti ég því fyrir mér hvort Brad Jones eigi ekki bara að byrja næsta leik. Leit vel út í dag og það er einfaldlega ótrúlega mikilvægt að taka þessa fyrirgjafir sem hann var að taka í dag. Mignolet hefur undanfarið verið límdur á línuna með tonnataki og það er ekki gott og gerir vörnina miklu óstyrkari.

  Frábært lið. Eina sem er ekki alveg að virka sóknarlega eru bakverðirnir en það kemur.

 33. Liverpool vinnur titla … ekki keppnir um fjórða sætið. Skelfilegt að detta úr bikarnum. Og bara svo það sé á hreinu – það eru engin rök fyrir því að þetta tap hjálpi okkur í deildinni. Þvert á móti.

  Hundfúllmeðettatap.

 34. Sammála 41, hundfúll. Skil ekki tá sem eru ad tala um ad tetta hjálpi okkur í deildinni. Tad hefdi verid miklu sterkara móralskt ad vinna tennan leik. Fyrir utan ad tad eru einungis 3 leikir eftir fyrir tau lid sem komast alla leid í keppninni svo allt tal um álag er fjarstæda. Webb er svo alveg ømurlegur dómari, svo greinilega hlutdrægur ad tad hálfa væri nóg.

 35. Þetta var ömurlegt. Bara ömurlegt.

  Ég lokaði Twitter eftir leikinn í gær og ákvað að tjá mig ekkert hér inni heldur. Að sjá Arsenal-menn fagna eins og um risasigur hefði verið að ræða sagði allt sem segja þarf. Þetta er lið sem okkar menn snýttu 5-1 viku áður, og þeir voru heppnir að sleppa með sigurinn hér, á heimavelli. Það sást á fögnuði þeirra hversu svekkjandi þetta er fyrir okkur.

  Það sást á leikmönnum okkar liðs hversu svekkjandi þetta er. Það sást á viðtölum við Rodgers eftir leik. Þetta var bikar sem við áttum mikinn séns á að vinna, það var þegar búið að draga í 8-liða úrslit og þar beið Everton á Anfield ef við hefðum komist áfram. Og svo Wembley. Og aðeins eitt stórlið eftir í keppninni. Og nú er sá séns farinn.

  Ég skil ekki þá sem segja að þetta sé gott eða jákvætt af því að nú sé hægt að einbeita sér að deildinni. Menn gera það úr því sem komið er af því að það er enginn séns á öðru, en allir með viti myndu glaðir þiggja að vera enn í baráttu í bikar og að spila í Evrópu á næstu vikum.

  Stórir, metnaðarfullir, alvöru klúbbar fórna ekki bikurum til að einbeita sér að því að tryggja 4. sæti í deildinni (eða mögulega meira). Stórir klúbbar reyna að vinna allar keppnir. City eru enn með í öllum keppnum, Chelsea og Arsenal í tveimur. Við höfum bara deildina.

  Það verður ekki þannig á næsta tímabili. Rodgers þarf vonandi ekki að þola að dragast á erfiða útivelli á næstu leiktíð eins og nú, og Liverpool verður aftur komið á meðal þeirra bestu í Evrópu. Eftir tólf mánuði verðum við kvartandi yfir leikjaálagi, og þannig á það að vera.

  Einbeita okkur að deildinni? Endilega, úr því sem komið er. Einbeitum okkur að henni til að tryggja að liðið sé að berjast á öllum vígstöðvum eftir ár.

  Í þetta sinn tapaði liðið bikarleik gegn Arsenal og missir því af dollu þetta árið. Það er ótrúlega svekkjandi.

 36. SÆL ÖLL SÖMUL…

  Ég leyfi mér að endurtaka og taka undir 2 ummæli hér!

  FYRST NR. 12
  1. Monreal reyndi að fótbrjóta Flanno í upphafi leiks. Klárt rautt spjald.
  2. Vítið á Chamberlain vs. Suárez.
  3. Gerrard átti að fá sitt annað gula spjald niðri á vítateygshorni.
  4. Það var víti á Skrtel þegar hann fór með löppina upp í hæðstu hæðir á 80+ mín. (vs. Arteta minnir mig)
  5. Agger átti að fá víti þegar hann var kýldur af markmanninum undir lokin.
  6. (Eina rétta ákvörðunin) Suárez átti að fá víti, sem var dæmt.

  …og svo NR. 43

  ENOUGH SAID

  LIVERPOOL4LIFE – INBRENDANWETRUST – YOU’LL NEVER WALK ALONE

 37. Þetta var súrsætt, fengum færi, áttum að fá aðra vítaspyrnu í stöðunni 2-1 og mér fannst fyrsta markið hálf lélegt, varnarlega séð hjá okkur. Fengum færi en höfum oft spilað betur. Þetta var bara la-la leikur í gær hjá okkur.

  En eftir leikinn hugsaði ég, ég myndi aldrei skipta á sigri í gær og í leiknum um daginn 5-1 sem ég tel mun mikilvægari þó þetta sé bikarinn, þá finnst mér 3 stig í deild á þessum tímapunkti vigta meira 🙂

 38. How does it feel the morning after? – Mig langar enn að berja Webb, þvílíkur erki fáviti ! Sérstaklega þegar maður les grein eftir grein í ensku pressunni sem tekur undir það. Sturridge gæti svosem líka hafa nýtt færin sín aðeins betur ….

  Þriðji leikur liðsins á einni viku og það sást pínulítið að þeir voru þreyttari en á laugardaginn var. Gott og vel, leikurinn á móti Fulham tók alveg á greinilega. Þá spyr maður sig, hvar er þá breiddin til að taka á þessu? Eini maðurinn á bekknum sem hefði getað breytt einhverju var Henderson og hann kom inn á. Ekkert annað í boði fyrir Brendan sem er eiginlega segir sína sögu. EInhverjir meiddir sem að hefðu getað gert eitthvað? … Sakho, Enrique og Lucas sem jú hefðu kannski sett Agger og Chissoko út úr liðinu, en enginn góður power forward leikmaður sem sárlega vantaði núna.

  En hvað þýðir þetta?
  Ef LFC ætlar sér að vera með í einhverjum fleiri keppnum næsta vetur af einhverjum krafti er alveg ljóst að FSG og Brendan þurfa að finna fleiri leikmenn sem geta komið inn á og breytt leikjum. Það er alveg kristaltært í mínum huga. Af þeim mönnum sem eru úti í láni eru tveir mögulegir kostir, Suso og Borini, sem leikmenn þá sem geta breytt hlutunum. Annars sá ég seinni hálfleikinn hjá Chelsea og Salah var nú ekki að gera neinar rósir þar …

  Semsagt, gott só far, fáviti ennþá þessi dómari en við verðum að fá meiri breidd í liðið.

 39. ….verð samt að segja eitt í öllum pirringnum yfir að hafa ekki fengið þetta víti og unnið leikinn;

  Þetta var auðvitað 100% víti en við getum ekki horft framhjá því að það var eins og Suarez hefði stigið á jarðsprengju – ef hann hefði bara dottið eðlilega er ég ekki frá því að hann hefði fengið víti. Hann gerir engum greiða með þessu og er klárlega ekki að fá vítaspyrnur út á þetta enda hálf asnalegt að horfa upp á þetta. Kútveltist þarna í grasinu eins og sprungin blaðra. En bottom line – dómarinn átti samt að dæma víti.

 40. Því miður held ég að Webb verði aldrei refsað af enska knattspyrnusambandinu og lækkaður niður í 1. deild um stund. Held að hann sé í svo miklum metum hjá FA og Ferguson og svo hefur hann líka náð lengra á HM en enska landsliðið hefur gert í manna minnum.

  En það þýðir ekkert að gráta þetta og við skulum frekar láta mótlætið herða okkur enn frekar.

 41. Ben

  Þetta er svo langt frá því að vera jafn afgerandi og augljóst víti og þetta í tilviki Suarez. Ekki hægt að líkja þessu saman einu sinni.

  Vísa þessu svo til föðurhúsanna með að leika alltaf einhver fórnarlömb, sérstaklega frá Arsenal mönnum sem grenja nú ekki lítið alla jafna.

  Liverpool voru betri í gær og áttu klárlega meira skilið úr þessum leik, fáir að mótmæla því. Öfugt t.d. við deildarleik þessara liða fyrr í vetur á Emirates og þá var enginn Liverpool maður að “leika eitthvað fórnarlamb”.

 42. Ég held að Ben og fleiri Arsenal menn séu ekki enn búnir að jafna sig á 5 – 1 leiknum þrátt fyrir úrslit gærdagsins. Þar vorum við að tala um alvöru FÓRNARLÖMB! :O)

  En vissu þið af því að lóan er komin?

 43. Arsenal verður nú að gera einhvað við þenna sigur. Telur afskaplega lítið ef að þeir fara svo og vinna ekki dolluna….

  #8years8months27days en hver er að telja 😉

 44. Haha þið eruð meistarar, eruð að gera grín af liði sem hefur ekki unnið bikar í 8 ár meðan þeir hafa verið að keppa við peningarisana og verið að byggja upp rándýran völl og eru ekki reknir af einhverjum ríkum olíu fursta, samt hafa þeir haldið sér í topp 4 allan þennan tíma, gætu liverpool gert það? svarið samviskusamlega 🙂 og já, jafn afgerandi víti, þetta er sólatækling með löppina langt upp í loft inn í vítateig… jaa þið hefðuð örugglega ekkert viljað fá víti 🙂 erum bara komnir aftur á rétt ról, þið vinnið okkur ekki þegar við mætum til leiks, ekki einu sinni þegar við spilum ekki okkar sterkasta liði 🙂 en jæjja poolarar, haldið áfram að grenja og vonandi náiði nú í meistaradeildarsæti..því það verður eintóm skemmtun fyrir alla aðra en ykkur 😀

 45. Er Babú að grínast?
  Sóli á móti manni í skoti í tæplega meters hæð(og hittir hann beint í legginn) vs það að tveir menn hlaupi saman og Suarez búinn að sparka boltanum úr nálægð við sig. Það er varla samanburðarhæft enda er annað klárt víti og rautt og hitt er atvik sem gerist á velli og er engin illska í og er stundum dæmt á og stundum ekki. Þetta er bara farsi, Sterling hefði getað fokið útaf fyrir að stugga við Webb og Gerrard átti að fá augljósasta seinna gula spjald sem ég hef séð. Dómarar á Englandi eru tregir að dæma víti og það er ekki bara Liverpool sem lendir í því. Webb var ekki góður í gær og mér þótti hann dæma á öll lítil brot út á velli þegar Liverpool menn fengu litlar snertingar og þess háttar. Stundum að taka Liverpool gleraugun af sér og skoða þetta frá hlutlausu sjónarhorni. Monreal hefði að sjálfsögðu einnig geta fengið rautt en mér sýnist dómgæslan alls ekki hafa hallað á neinn þó hún hafi ekki verið góð. Vítið sem Liverpool fékk var líka ekki mikið, maður dettur ekki þegar það er sparkað í legginn á manni sem maður stendur í en Suarez hrundi niður og fiskaði víti(þó vissulega sé ekki leyfilegt að sparka í mann). Úlfur úlfur, það er bara djók hvernig maðurinn hrynur niður eins og spriklandi lax.

 46. jesús minn almáttugur, kannski sá ég ekki eitthvað en ekki viltu meina að monreal hefði átt að fá rautt þegar hann steig óvart á gæjann snemma í leiks ?

 47. https://twitter.com/Arseholic/status/435343614160670720/photo/1 það lýtur út fyrir að þú hafir ekki séð þetta herra hlutlaus þannig að ég sendi þér hérna mynd af þessu, ef þú heldur að þetta sé í lagi útaf hann er ekki hávaxinn þá ættiru að hætta tjá þig því þú lækkar greindarvísistöluna á öllum hérna á þessum miðli þegar þú tjáir þig, og ekki viltu vera lækka hana mjög mikið því þetta eru óttarlegar mannvitsbrekkur hérna sumir

 48. afsakið ekki herra hlutlaus, ég beini orðum minum að babú en ekki þér

 49. Ég mundi fara varlega í að tala um greindarvísitölur manna. Fyrir utan hvað greindarvísitölur eru vafasamir metlar á greind fólks þá er ég stærðfræðingur og sennilega ekki þú.

 50. Skrtel er að reyna að komast fyrir skotið en er augnabliki of seinn og fer réttilega með sólann í Cazorla og vel hægt að dæma víti þar. En með sömu rökum hefði Agger átt að fá víti. Þar er Fabianski of seinn og lemur Agger í höfuðið í sömu andrá og Agger skallar. Samskonar atvik í raun þó ólík séu.

  Líður þér annars aldrei eins og þú heitir ekki réttu nafni “Herra hlutlaus”? Það er ekki nóg að taka Liverpool gleraugun niður ef þú sérð svona illa við það og setja þá bara einhver önnur liðsgleraugu upp í staðinn.

 51. Herra Hlutlaus, greindarvísistala er mæling á greind manna, hvort sem þær séu mismunandi milli manna eða vafasamir metlar þá geturu samt tekið meðaltöluna ef þú vissir allar greindarvísistölur allra hérna á þræðinum og með heimskulegum ummælum gætir þú lækkað þessa meðalgreindarvísistölu eins og hann vill meina, þannig ég skil ekki alveg hvað þú ert að reyna segja þegar þú gefur í skyn að hann ætti ekki að tjá sig um greindarvísistölu manna útaf hann er ekki stærðfræðingur, þó svo ólíklega vill til að heimskuleg ummæli lækki greindarvísistölu manna er ekki hægt að útiloka það þó að þú sért glæsilegur stærðfræðingur

 52. Cazorla hittir ekki boltann – þess vegna leit þetta allt saman frekar undarlega og líklega ástæaðn fyrir að hann fékk ekki víti. Hins vegar ekki gæfuleg tækling hjá Skrtel – það verður bara að viðurkennast.

 53. Ef Podolski tæklingin á Flanagan var ekki gult. Þá var brot númer 2 hjá Gerrard á Chamberlin ekki gult. Má ég minna þig Ben á að þegar Suarez fékk víti, þá var það Podolski sem brýtur á honum, í annað skipti. Samskonar brot og Gerrard fékk gult fyrir fyrr í leiknum (Spark í legg). Þá getum við þurrkað þá umræðu út.

  Chamberlin hleypur Suarez niður, bókstaflega. Keyrir inn í hann á fullri ferð. Kom ALDREI við boltan og reyndi það ekki einu sinni. Klárt víti og margir dómarar í enska dómarasambandinu búnir að staðfesta það.

  Cazorla átti að mínu mati að fá ódýrt víti. Þó hann hafi ekki einu sinni hitt boltan. Þeir fara með lappirnar á móti hvor öðrum og Carzola beitti löppinni sinni öðruvísi. En ef Carzola átti að fá víti, þá átti Liverpool að fá 3 vítaspyrnur. Mannstu þegar Fabianski, ykkar besti leikmaður í gær fór í úthlaup og vildi svo óheppilega til að hann fór með hnefana í andlitið á Agger? Ef það var ekki víti, þá var Cazorla atvikið það ekki heldur.

  Betra liðið tapaði í gær. Einfalt.

 54. Sælir félagar

  Mikið vildi ég að við værum lausir við pósta eins og þá sem “ben” og “hlutlaus” eru að leggja hér inn. Eins mættu póstar eins og Einars missa sig líka. Við getum rætt um fótbolta fram á sumar og verið ósammála um hann. En endilega ekki vera metast um andlaga fátækt ykkar á þessu méli.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 55. Betra liðið tapaði er bara vitleysa. Leikurinn var jafn og liðið sem er yfir í svona leik fer ekki að taka þátt í blitzkrieg. Þar að auki er nú kannski ekki mikið að stæra sig af fyrir Liverpool að hafa verið inn í leiknum, Arsenal tefldu fram Sanogo, Monreal og Fabianski sem eru allt varaskeifur. Þá eru ótalin öll meiðslin hjá lykilmönnum(Ramsey, Walcott, Diaby) og Gibbs, Cazorla, Rosicky og Giroud allir á bekknum. Liverpool var bara að spila með varamarkmann og settu Henderson á bekkinn, annars var þetta þeirra sterkasta (Lucas og Johnson meiddir). Vantar mun meira af lykilmönnum hjá Arsenal svo það hefði nú verið frekar slæmt ef að Liverpool hefði ekki átt séns í þessum leik enda liðið leikið vel á köflum í vetur.

 56. Algjörlega sammála Sindra Rafni. Ef Cazorla átti að fá víti þá átti Agger það alveg eins skilið enda fékk hann einn á lúðurinn inní teig heimamanna, mjög sambærilegt að mínu mati.
  En annars er asnalegt að tala um þetta svona, því það er augljóst að Webb gerði nokkur mistök en Suarez atvikið voru þau lang verstu, þetta gat eiginlega ekki verið augljósara. Þetta hafði gríðarleg áhrif á leikinn því það er nánast hægt að bóka það að Gerrard hefði sett hann úr vítinu.
  Á hinn bóginn er ekkert víst að rautt spjald á Gerrard hefði eitthvað haft áhrif á lokaúrsltin, t.d. Leikurinn hefði þróast á allt annan veg ef við hefðum fengið þetta víti. Það hafði í raun ekkert svona veigamikið atriði komið upp fram að því svo ég muni.
  Annars sýndi Liverpool í þessum leik að þeir eru betri en Arsenal í dag og algjör synd að hafa ekki sett svona 4 mörk í þessum leik.
  Eins og Rodgers sagði við áttum að vera komnir í 2 – 0 eftir ca 7 mínútna leik. Þetta átti ekki að gerast ,það var bara þannig.
  Sammála Babu í því að það er auðveldara að sætta sig við tap þegar Liverpool er lélegra liðið eins og á Emirates fyrr í vetur en á sunnudaginn þá áttum við skilið að vinna og það var ógeðslegt að sjá Arsenal menn fagna eftir leikinn.

 57. The day after ! !

  Það skiptir engu máli kæru Liverpool og arsenal menn hvað þið rífist mikið um að ef þetta hefði verið svona og hinsegin, ef hitt, ef þetta ! Það skiptir engu máli um úrslitin í leiknum.

  Ég er alveg sammála KAR með það að auðvitað á Liverpool að vera að berjast um bikara, og á sem flestum vígstöðvum. Með því sem ég var að segja um að Liverpool hafi “bara” 4 sæti að keppa að núna, þá er ég bara að reyna að sjá það “jákvæða” við það að detta út úr FA cup.
  Ég vill auðvitað að Liverpool vinni allar keppnir, og það hefði verið æðislegt að fá að mæta everton í næstu umferð, en það er ekki að fara að gerast núna.

  Nú er bara að fókusa á næsta leik í deild, Swansea á heimavelli, sá leikur er sá mikilvægasti núna, nú þarf liðið að koma tilbaka, með sigri.

  YNWA

 58. Þetta er reyndar rétt sem Steini H segir nr. 64.

  Háskaleikur er óbein aukaspyrna

  An indirect free kick is also awarded to the opposing team if, in the opinion of
  the referee, a player:
  plays in a dangerous manner
  • impedes the progress of an opponent
  • prevents the goalkeeper from releasing the ball from his hands
  • commits any other offence, not previously mentioned in Law 12, for which
  play is stopped to caution or send off a play

 59. Kalli nr 68- hvernig faerdu tad ut ad liverpool se betra lid en arsenal i dag? Eftir jafnmarga leiki i deild er arsenal med 3 stigum meira, lidin buinn ad spila 3 leiki vid hvort annad i vetur, arsenal unnid 2 og pool 1. Svo ma lika nefna eitt sem audvitad allir poolarar sleppa ad nefna, arsenal byrjadi med 4 leikmenn inna i gaer sem eru ad ollu jofnu varamenn, tar af einn sem var ad spila sinn fyrsta leik fyrir arsenal, a tetta “betra” lid ykkar poolara ekki ad vinna verra lid sem by the way hvilir sina betri pòsta???

 60. Nú af þeirri einföldu ástæðu að við unnum Arsenal 5-1 á heimavelli þegar bæði lið voru með sitt sterkasta lið og af þeirri ástæðu að Liverpool var betra liðið í gær. Þetta gæti eiginlega ekki verið augljósara rétt eins og vítaspyrnudómurinn

 61. Svo ég sé nú aðeins málefnalegri.
  Mér finnst Liverpool búnir að sýna það með spilamennsku sinni í seinustu tveimur leikjum gegn Arsenal að þeir eru betri í augnablikinu, enda sagði ég, “í dag” í fyrra kommenti.
  Ef heildarframmistaðan í vetur er skoðuð þá er líklega erfitt að færa rök fyrir því að Liverpool sé betra liðið enda með færri stig og keppa á færri vígvöllum en ef við horfum á formið undanfarið þá er þetta ljóst í mínum huga.
  Þú talar um varamenn, þú hefur kannski ekki pælt í því að Wenger hafi ákveðið að gera breytingar á hópnum eftir arfaslakt gengi í fyrri leiknum. Leik þar sem menn eins og Wilshere, Giroud og fleiri sáust hreinlega ekki. Kannski var Wenger að hvíla menn, kannski ekki. Það er ekkert hægt að fullyrða um það eftir fyrri leikinn, þó það sé líklegt. Það var ljóst að Wenger þurfti að gera einhverjar breytingar.

 62. Skrtel atvikið er eitthvað sem var alveg hægt að dæma víti á rétt eins og þegar brotið var á Sterling innan teigs eða Fabianski kýldi Agger. Þetta eru vafaatriði sem koma upp í nánast hverjum leik og hægt að þræta um eftir leik.

  Suarez atvikið er það eina sem er svo hressilega afgerandi augljóst að það er með ólíkindum að hægt sé að sleppa því. Alls ekki sambærilegt við hin atvikin enda það eina sem umræðan snýst um eftir leik. Hér er hægt að sjá bæði atvikin mjög vel.

 63. #54 Ben
  fyrst þið eruð svona ógeðslega goðir og náið alltaf þessu 4 sæti afhverju í andskotanum eruð þið ekki að komast lengra í bikarkeppnum meðan lið eins og wigan, Birmingham, Swansea og svona lið hafa unnið hann?

 64. Fyndið, hvernig vanhæfni Howard Webb hefur komið flestöllum Arsenal mönnum í vörn, þannig að sumir þeirra sjá sig knúna til að mæta á spjallborð Liverpool manna, tilkynna þar að þeir séu stærðfræðingar og að þetta sé allt í lagi því þetta jafnist allt út. Ég held að það séu hagsmunir fótboltaunnenda allra, að svona atvikum verði útrýmt úr fótbolta. Ég er ekki mikill aðdáandi NFL, en þeir eru með alveg hreint frábæra reglu sem fækkar svona atriðum um eitthvað vel yfir 90% (held að flestir kannist við hana). Þó að Arsenal hafi grætt á því í dag, getur vel verið að þetta kosti þá úrslitaleik eða medalíu síðar (ég veit, ekki líklegt, en samt…). Þannig erum við bara að pissa í skóinn okkar með því að verja hlutdrægni og vanhæfni eins og Webb sýndi í þessum leik.

  Ég er raunar farinn að hallast að því að það hafi verið einhver úr rauðari hluta Liverpool borgar sem olli því að hann er ekki með stingandi strá á hausnum lengur, svo mikið er honum í mun um að skemma leiki fyrir okkur.

  Og fær að gera það aftur, og aftur, og aftur, og aftur, og þarf aldrei að svara fyrir það. Afþví að þetta er víst bara “væll”… Þægilegasta leið í heimi til að taka ekki á vandamáli, er að segja að þetta sé bara væll. Þar með þarf einhvernveginn ekkert að ræða þetta meira. Og svo er þetta líka hluti af leiknum. Og svo jafnast þetta einhvernveginn út. Líklega. Málið afgreitt, næsti leikur.

  Og ef að í einhverjum tilfellum það dugar ekki til, þá hendum við inn síðasta spilinu. Sá sem var brotið á, hann ÝKTI brotið.

  – Yðar hátign, ég krefst sýknu, sá sem umbjóðandi minn lamdi, hann ýkti stórlega atburðinn

  Þegar við loksins bætum við þessari reglu, þá fyrst verður erfitt að segja að liðið manns hafi tapað ósanngjarnt, því þá spila allir þessar 90 mínútur á jafnréttisgrunni, en ekki eftir geðþótta einhvers bjána með flautu. Þá minnkum við einnig líkurnar á því sem gerðist í þessum leik, að betra liðið í leiknum standi eftir með sárt ennið.

  Ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun næst þegar Liverpool hagnast á dómgæslu

 65. Skulum hafa eitt á hreinu.

  Háskaleikur er þegar að engin snerting verður. Um leið og háskaleikurinn verður til þess að sparka í viðkomandi mann þá er það leikbrot sem gefur beina aukaspyrnu.

  Annars er ekki til neins að ergja sig of lengi á þessu…áfram veginn.

 66. Bergur #71

  Án þess að ég ætla að fara ofaní það hvort liðið sé betra…

  Mignolet, Glen, Enrique, Sakho, Henderson og Lucas. Þetta eru 6 byrjunarliðsmenn.

 67. ég vona svo innilega að Rogers verður dæmdur í bann fyrir ummæli sín um webb, samt vonandi ekki langa því við meigum illa við að missa hann, en bann myndi þýða að webb dæmir ekki fleiri leiki hjá okkur á meðan Rogers stjónar liðinu og miðað við úrslitin í leikunum sem webb hefur dæmt, sem eru okkur svo í óhag að það getur ekki verið tilviljun, þá væri það fórn sem er vel hægt að lifa með að missa Rogers í einn eða tvo leiki.

 68. Voðalega er fúlt þegar spjallþráðurinn tekur sömu stefnu og viðtal Gísla Marteins við Sigmund Davíð. Tek heilshugar undir með Sigkarli, höldum okkur við að ræða um leikinn. Ekki hvort við séum betri en Arsenal eða hvað vantaði marga í hvort lið fyrir sig.

  Leikurinn tapaðist fyrst og fremst á tveimur atriðum. Slæmri færanýtingu Daniel Sturridge, góðri færanýtingu Arsenal og vafasamri dómgæslu. Það er hægt að deila um ýmis atriði í þessum leik eins og öðrum en þetta víti sem ekki var dæmt strax eftir hitt er algjör lykill í því hvernig leiknum lauk. Það breytist ekkert þótt bent sé á önnur atriði í leiknum.

  Það er hins vegar áhyggjuefni hversu illa Luis Suarez gengur að finna netið þessar vikurnar. Það var fyrirséð að hann myndi ekki halda þeim dampi sem hann var á í desember en hann er eitthvað kaldur núna karlinn og það munar alveg um minna. Hann hefði t.d. alltaf skorað úr aukaspyrnunni rétt fyrir utan teig ef leikurinn hefði verið í desember.

 69. Ég ætla byrja að taka það fram að ég er Liverpool stuðningsmaður frá toppi til táar, en þú KALLI ert einhver mesti hálfviti sem hefur nokkurntíman stigið fæti á þessa plánetu ef þú heldur svona í alvörunni að Liverpool séu betri en Arsenal, svona í alvörunni trúiru bullinu í sjálfum þér ? við fórum jú létt með þá á anfield en við getum allir viðurkennt það að það var mjög sjaldgæft tilvik af knattspyrnuleik og mun aldrei nokkurntíman gerast aftur, Arsenal mættu hreinlega ekki til leiks gegn sterki sóknarlínu en við töpuðum hinum tveimur leikjunum og þar með leiknum á sunnudaginn þar sem arsenal tefldu fram hálfgerðu varaliði sínu gegn apaliði okkar.

 70. Arsenal eru fyrir ofan okkur í deildinni, með fleiri stig og eru að keppa í FA bikarnum og Meistaradeildinni

  Liverpool eru fyrir neðan arsenal með færri stig og það er eina keppnin sem við erum í, því að við komumst ekki einu sinni Í EVRÓPUDEILDINA

  + það er liverpool hefur aðeins unnið arsenal 6 x í síðan 2001

  HELDURU SVONA VIRKILEGA AÐ LIVERPOOL SÉU BETRI? ÞAÐ ER VARLA HÆGT AÐ VERA LIVERPOOL STUÐNINGSMAÐUR Í DAG ÚTAF SVONA FÁVITUM EINS OG ÞÉR

 71. Gauti

  Reyndu að halda orðavali innan marka annars ertu ekki velkominn.

  Þetta frá Kalla kallaði enganvegin á þessi viðbrögð

  ert einhver mesti hálfviti sem hefur nokkurntíman stigið fæti á þessa plánetu ef þú heldur svona í alvörunni að Liverpool séu betri en Arsenal

  Kalli meira að segja útskýrði ágætlega hver meiningin hans er í ummælum Nr. 73. Má vera að þú sért ekki sammála en róum okkur í hástöfum og þessu

  HELDURU SVONA VIRKILEGA AÐ LIVERPOOL SÉU BETRI? ÞAÐ ER VARLA HÆGT AÐ VERA LIVERPOOL STUÐNINGSMAÐUR Í DAG ÚTAF SVONA FÁVITUM EINS OG ÞÉR

 72. Maggi:
  Háskaleikur getur líka verið þegar fóturinn er of hátt og andstæðingur sparkar í hann. Líkt og gerðist í þessu tilviki.
  En ekkert var dæmt þannig að líklega höfum við báðir rangt fyrir okkur, því besti dómari bretlandseyja var að dæma leikinn.

 73. Gauti, ummæli þín eru fyrir neðan allar hellur. Ég sætti mig við að þú sért ósammála en að koma fram með þessum hætti er fáranlegt og ekki þér til sóma.
  Ætlunin var ekki að stuða Liverpool menn heldur frekar Arsenal menn sem koma hingað inn en eiga samt ekkert erindi hér inn að mínu mati og eru búnir að tjá sig hér á þessum þræði.
  Svo ég útskýri frekar komment nr. 73:
  Frá lokum Desember til dagsins í dag hafa Liverpool menn fengið 17 stig meðan Arsenal hefur fengið 13 stig í deildinni. Á þessum sama tíma hefur Liverpool keppt tvisvar við Arsenal og sýnt í báðum leikjunum betri spilamennsku að mínu mati.
  Ég nefni einnig í fyrri kommentum að ef gengi liðanna er skoðuð yfir allan veturinn þá er erfitt að halda því fram að Liverpool sé betra liðið. Vinsamlega lestu það komment einnig.
  Betra liðið er ef til vill rangt orð. Getum við kannski sæst á að dagsformið á Liverpool sé betra í augnablikinu?
  Annars er þetta í síðasta skipti sem ég tjái mig um þetta. Þú getur verið ósammála enda er það bara helbrigt en sýndu öðrum sömu virðingu og þú villt sjálfur fá.

 74. Elvar #76, eru einhverjir Arsenal menn að verja “vanhæfni” Howard Webb? Held að flestir fótboltaðdáendur vilji góða dómgæslu og það þekkja örugglega allir þá tilfinningu þegar mönnum finnst á þá halla. Svo ég vitni nú í þig:

  Þó að Arsenal hafi grætt á því í dag, getur vel verið að þetta kosti þá úrslitaleik eða medalíu síðar (ég veit, ekki líklegt, en samt…).

  Finnst kostulegt að sjá þessi ummæli frá Liverpool manni í garð Arsenal manna. Spurning hvort þú sért nógu gamall til að muna eftir því, en Arsenal voru rændir úrslitaleik og Liverpool hagnaðist á því, einmitt í sömu keppni fyrir 13 árum. Skal fyrir þig að til að rifja upp fyrir þér. Ekki man ég eftir að Liverpool menn hafi mikið verið að vorkenna Arsenal mönnum á þessum tíma.

Liðið gegn Arsenal

Kop.is Podcast #53