Liðið gegn Arsenal

Liðið gegn Arsenal er komið, Agger er kominn til baka og tekur sæti Toure. Jones stendur á línunni og Allen kemur í stað Henderson, sem fór víst í litla aðgerð á úlnliðnum í vikunni og tekur sér sæti á bekknum.

Jones
Flanagan – Skrtel – Agger – Cissokho
Allen – Gerrard – Coutinho
Suarez – Sturridge – Sterling

Fínasta lið, ég skil þó ekki alveg í því að gefa Jones þennan leik á kostnað Mignolet, en hvað um það. Sterkt lið, eins og við var búist, á með topp topp leik að geta lagt þetta Arsenal lið.

Lið Arsenal er:

Fabianski
Jenkinson – Mertesacker – Koscileny-Monreal
Arteta-Flamini
Chamberlain-Özil-Podolski
Sanogo

Þeir skipta s.s. einnig um markmann, Jenkinson kemur inn í stað Sagna, Flamini kemur úr banni, Podolski og Sanogo koma einnig inn, sá síðarnefndi á kostnað Giroud, sem er að biðja konunnar afsökunar.

KOMA SVO!!

98 Comments

 1. Mignolet meiddur? Annars er engin eðlileg skýring fyrir því að hvíla hann en engan annan.

 2. Jones hefur fengið bikarleikina og staðið sig mjög vel.

  Bara ekkert að því, Simon karlinn hefur gott af því að standa uppi á tánum finnst mér, hefur ekki verið sannfærandi frá áramótum.

  Alvöru spalvöru!

 3. Mér finnst mjög lógískt að gefa Jones þennan leik. Hann hefur sýnt það á síðustu árum að hann er bara nokkuð fínn keeper og Mignolet hefur bara því miður ekki verið 100% á tímabilinu. Hann (að mínu mati) var algjörlega eins og steypa í öðru marki Fulham í síðasta leik og eins og aðrir sem gera mistök þá finnst mér eðlilegt að hann missi sætið. Rodgers hefur fryst aðra leikmenn með góðum árangri… ég vona nú samt að Jones fái ekkert alltof marga leiki en að þetta ýti Mignolet af línunni…!

  Fínasta lið og ég hlakka til að horfa á leikinn!

 4. Fabianski, Jenkinson, Mertesacker, Koscileny, Monreal, Arteta, Flamini, Chamberlain, Ozil, Podolski, Sanogo

 5. Það sem Maggi sagði.

  Jones hefur ekki verið sér til skammar hjá Liverpool og hversvegna má ekki bekkja Mignolet aðeins eftir undanfarnar vikur? Gerir honum vonandi gott að finna að það sé smá samkeppni um þessa stöðu.

 6. Spennan að ná hámarki hérna við vatnið….. ég ætla að vona að Agger hirði aftur þessa stöðu sína.

  KOMA SVO!!!!!!

 7. “sá síðarnefndi á kostnað Giroud, sem er að biðja konunnar afsökunar”

  ha ha …hvað gerði hann af sér???

 8. Íslogi nr. 8 – Hann hélt víst framhjá konunni sinni med glamúrfyrirsaetu en neitadi í fyrstu. Thad gekk ekkert alltof vel hjá greyjinu thví núna í morgun var birt mynd af honum hálfnöktum inná hótelherbergi. (Myndin var tekin af glamúrfyrirsaetunni)

  En ad alvörunni. Ég er nokkud bjartsýnn fyrir thennan leik, en treysti ekki Jones fyrir lífinu mínu. Hann virdist alltaf vera svo shaky og ótraustvekjandi thó ad hann hafi nú bara komist ágaetlega útúr theim leikjum sem hann hefur spilad.
  Ég spái naumum sigri thar sem SASASAS skori mörkin og ad lélegri útgáfan af Sterling(Caemberlain) muni strída okkur.

  YNWA

 9. Everton 3-1 Swansea.
  Hvad vard eiginlega um thetta léttleikandi lidi Swansea sem kom sífellt á óvart? Hrikalegt hversu slappir their eru ordnir.

 10. #8 – Hann lenti í framhjáhaldi, greyjið kallinn.

  Hef fulla trú á þessu – sem veitir ekki á gott 🙂

 11. Menn sem eru hér að tala um framhjáhald ættu að muna að maður á ekki að kasta steini úr glerhúsi. Stjórinn okkar er víst fluttur að heiman og farinn að halda við eina unga.

  En þetta er sterkt lið sem Rodgers stillir upp í dag og vonandi heldur sigurgangan áfrm.

 12. Vid maetum Everton í bikarnum ef vid komumst í gegnum Arsenal leikinn! Bring it on Neverton!!

 13. Núna verðum við alveg pottþétt að vinna og slátra síðan Everton í næstu umferð 🙂

 14. Og við fáum Everton í næstu umferð ef að við náum að sigra Arsenal.

 15. Væri nú týpískt ef Agger myndi nú skora sjálfsmark í þessum leik.
  Annars hef ég fulla trú áJones í markinu en býst ekki við að hann sé að fara að byrja í deildinni.

 16. Okkar menn lita nu ekki beint sannfærandi ut… Steindauðir… Spai storu tapi þvi miður 🙁

 17. afhverju i fjandanum að gefa jones þenna leik jesus getur ekkert óþarfi að skemma leiki me ðað gefa svona aumingjum leik

 18. Rúmlega skelfilegur varnarleikur í markinu hjá Arsenal. Hvernig stendur á því að enginn maður er til að dekka oxlade-chamberlain?

 19. Rosalega eru menn eitthvað jákvæðir svona á sunnudegi, 2-4 sigur okkar manna!

 20. Jones er að gera vel í hornspyrnunum. Kemur út og tekur þessa bolta.

 21. virðist sem að arsenal hafi gert kaup í janúar og það af manutd, howard webb að brillera fyrir þá.

 22. Verðum að sætta okkur við að þetta er meðvituð áhætta. Þegar helmingurinn af útispilurunum eru vonlausir varnarmenn, þá er hætta á að svona gerist.

 23. Eruð þið viss um að Joe Allen er í byrjunarliðinu?
  Hef ekki séð hann ennþá.

 24. Hafið þið tekið eftir því að Weber og Podolski eru eins og tvíburar?

 25. Arsenal kannski heilt yfir betri ….fjörugur leikur og allt getur gerst. En Webb er greinilega ákveðinn í að gefa okkur ekki aukaspyrnur við vítateig Arsenal.

 26. Hvers vegna í ósköpunum er Webb að dæma þennan leik þegar hann hefur trekk í trekk sýnt það að hann veldur engann veginn verkefni af slíkri stærðargráðu…

 27. webb er ekki að tapa þessum leik, Liverpool er að tapa honum. Við getum skorað fleiri en eitt mark í seinni hálfleik. 🙂

 28. Þetta er án efa lélegasti dómari deiladarinnar, hvernig gat þetta ekki verið brot þarna ó lokin….

 29. Howard Webb hlýtur að vera ofmetnasti dómari heims. Algjör brandari að hann skuli hafa dæmt úrslitaleik HM síðast.

 30. Webb er bara ekki eins góður dómari og FA heldur að hann sé. Hann er bara týpískt dæmi um fyrirbæri sem er hypað upp í fjölmiðlum.
  Það versta er samt að hann trúir því sjálfur.

 31. Sælir félagar

  HW heldur sig við leistann sinn og dæmir eins og fífl. Vonandi nær hann áttum í seinni og dæmir jafnt á bæði lið. Það er merkilegt að hann spjaldar leikmenn L’pool fyrir allt en Arse leikmenn helst alls ekki fyrir sömu brot. Og öll vafa-atriði fala Arse í skaut.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 32. Obbobbobb Sterling að Þukla á Webb, ef ákvarðanir féllu okkur í óhag í fyrri hálfleik, þá verður það barnaleikur miðað við það sem koma skal í þeim seinni……

 33. nallarnir liggja aftarlega og ætla ekki að láta sprengja sig í sundur eins og um síðustu helgi. Suarez er eiginlega í felum út á hægri kanti og þarf að koma honum inn á miðjuna.

  Spurning að koma þeim framar og setja Suarez í target senterinn og þá kemur þetta.

  Koma svo drengir !

 34. Smári #26 Mikið rosalega ertu sorglegur. Ömurlegt þegar stuðningsmenn eru kalla okkar menn aumingja! Eða ertu örugglega stuðningsmaður Liverpool?

 35. strákar alltaf þegar það gengur illa þa er það alltaf beint í dómarann við getum bara heppnir að vera með 11 menn inná ….. webb er einn besti dómarinn í heimi þessa stundina þannig skulum aðeins slappa á með að kenna honum um allt eins og þið gerið vanalega

 36. við höfum nú séð það í gegnum tíðina að við getun átt von á öllu frá þessum svokallaða besta dómara í deildinni.

 37. Með betri svip sem ég hef séð þegar Sterling snerti léttilega bringuna á háæruverðugan Webb með einum….. jafnvel tveimur fingrum . Hann horfði á bringuna á sér eins og hann væri að athuga hvort dóninn hefði nokkuð makað mykju á sig.
  Kostulegt.

 38. Er annars ekki búið að segja þeim hvernig drátturinn fór?

  Annars erum við ekkert verra liðið á vellinum. Arsenal liðið mjög þétt til baka og treystir svo á Ox í skyndisóknum, Ozil ekki með frekar en vanalega. Sturridge hefði mátt klára amk annað af þessum færum. Allen má stíga upp í síðari hálfleik og bakverðirnir mega bara sleppa þessum krossum. Næsta mark skiptir öllu, sé okkur ekki koma til baka eftir 2-0 á emirates þó það sé auðvitað ekkert óhugsandi. Sáttur með jafntefli hér, tap ekkert skammarlegt á emirates svona… svo lengi sem það er ekki 5-1 *hóst*.

  …og endilega ekki kenna dómaranum um að vera 1-0 undir, kemur honum ekkert við. Hann er vissulega búinn að gefa nokkra gula en það voru allt gul spjöld. Hefði reyndar mátt spjalda Podolski. Howard Webb er samt fífl, ekki misskilja – en óþarfi að fela sig bakvið hann núna, komum bara til baka frekar.

 39. Allen og Coutinho eru ekki að eiga góðan leik, vinstri hliðin er fremur bitlaus og Suárez er helst til utarlega. Erum samt alls ekkert að spila neitt illa, bjuggum til tvö fín færi á fyrstu mínútum. Henderson hlýtur að koma inn á í síðasta lagi á 60. mín ef fram heldur sem horfir og hann er í lagi.

  Vefarinn mikli frá Manchester er ekki að valda þessu verkefni, frekar en oft áður. Spjaldaglaður, en sleppti alveg hrikalega augljósu á Podolski (brotið á Flanagan). Þarf e.t.v. að senda hann í sjónmælingu. 🙂

  Koma svo, Liverpool! Vinna þetta!

 40. Hvaða væl er þetta í mönnum. Ekkert út á Webb að setja í fyrri hálfleik. Við jöfnum þetta í seinni hálfleik.

 41. amk tvö furðuleg dómgæsluatriði hjá Webb í fyrri hálfleiknum

  a) sleppa spjaldi á Podolski eftir tæklingu þar sem hann var u.þ.b mínútu of seinn í tæklingu á Flanagan
  og b) brotið í lokin

  Auk þess er hann búinn að spjalda hálft Liverpool liðið.

  en koma svo, förum og rústum Nöllunum

 42. Eg segi það aftur, Suarez er buinn að tapa mojoinu sinu. Og það munar um minna.

 43. Hvernig fór drátturinn? Hverjum mætir Liverpool eftir 3-2 sigur í dag?

 44. Er Webb núna þegar rauðnefur er hættur að fara að klæðast arsenal búningnum

 45. Vil gefa Aspas og fleirum sens nuna strax.

  Ekkert nytt að við seum að fa a okkur 2 mörk. Soknin er hins vegar alveg bitlaus.

 46. Leikurinn er hvort eð er buinn. Um að gera að leyfa fleirum að spreyta sig og hvila lykilmenn.

 47. FFS, þó það sé nýbúið að dæma víti geturu ekki bara sleppt næsta!

 48. Þessi fokkkking Webb. Þulirnir segja, Stone wall penalty, shocking decision.

 49. Webb…. ertu blindur? 30 sentimetrum frá atviki sem er svo klárt víti að það hálfa væri nóg. Gunga og ekkert annað.

 50. “this is shocking from the so called best ref in the country” þetta sögðu þulirnir um brotið á Suarez

 51. Sturridge að eiga skelfilegan leik i dag 🙁
  Samt ekki jafn slæmur og Webb sem er einfaldlega algjör drulla.

 52. Ætli það sé í lögum hjá FA að það megi ekki dæma tvö víti á sama lið í leik ?

 53. Tekið af Echo:

  Then seconds later Liverpool are denied one of the most blatant penalties you could ever wish to see. Oxlade-Chamberlain clatters Suarez inside the box but Webb, stood 2 yards away, awards a goal kick. That is an awful decision from supposedly the best referee in the Premier League.

 54. Hreint með fokkings ólíkindum að við fengum ekki annað víti þarna, hvernig er EKKI hægt að dæma víti á þetta??

  Annars mjög góður leikur hjá okkar mönnum og þetta mun detta inn í restina, sjáið til!

 55. Í dag varð Sterling að manni. djöfull er ég ánægður með hann!

 56. Já, það er hreint með ólíkindum að fylgjast með Sterling. Ég er orðlaus.

  Annars er þetta flottur leikur hjá okkar mönnum, gegn mjög góðu liði Arsenal, en óhætt að segja að úrslitin varpi ekki réttu ljósi á leikinn.

 57. Heppnissigur hjá arsanala í dag, það var stórkostlegt að sjá hvað Sterling er orðinn góður þarna á kantinum, maður leiksins að mínu mati!

  Bring on Sunderland, þurfum að vinna deildina!

 58. Jæja, held það sé óhætt að óska Howard Webb, æ nei Arsene Wenger og arsenal mönnum til hamingju…

 59. Þýðir ekkert að kenna Webb um þetta, hann er bara í eðli sínu Hörmulegur dómari, eins og flestir dómarar Englands.. Þetta er hvorki í fyrsta skiptið né síðasta skiptið sem að Enskur dómari tekur hræðilegar ákvarðanir, Hver man ekki eftir De Jong sólanum í bringuna á Alonso, samkvæmt Webb = Gult, og svo Dowd klúðrið gegn Everton þegar Mirallas átti að fá rautt og 5 leikja bann, Það samkvæmt Dowd = Gult.. en við höfum líka fengið smá heppnis ákvarðanir með okkur, en engu að síður áttum VIÐ að gera betur en ekki dómarinn.

 60. Allen var agjör farþegi í dag. Svo eru bæði skotin hjá Arsenal í leiknum beint á Jones.

  Skil ekki þetta varamarkmannsbull alltaf í bikarnum, þessi Jones gæji á ekkert erindi í liðið.

  Svo verður Sturridge að nýta eitthvað af þessum færum sínum, fær 3x færi einn á markmanninn…

  Sterling og Gerrard bestir okkar manna.

 61. Mér finnst það athyglisvert að samkvæmt lýsendunum hjá BT fyrir leikinn hafði Liverpool ekki unnið sjö leiki sem webb dæmdi í röð, núna átta og hann byrjaði leikin á að útbíta spjöldum á Liverpool leikmen einsog prestur úbítur lygar síðan sleppir hann einu, kasnki ekki augljósu viti rétt fyrir leikhlé og öðru sem hafði ekki getað verið augljósara ef það hefði gerst beint fyrir framan nefið á honum… ó nei… bíddu… það gerðist beint fyrir framan nefið á honum. blindur maður með veika heirn sem snéri baki við aburðinum hefði dæmt víti.

  ég er farinn að halda að howard kallin sé eitthvað á móti okkur.

 62. Svona fór um sjóferð þá. Ekki endilega betra liðið sem vann, en liðið sem skoraði fleiri mörk vann…svo augljóst sem það nú er. Engin heimsendir en það hefði óneytanlega verið gaman að komast áfram í bikarnum. Kláruðum vonandi öll klúður það sem eftir er tímabils upp við mark andstæðinganna. Eða voru þetta kannski engin klúður heldur heimsklassa markvörslur!!!! Ég er bara sáttur með liðið mitt og stjórann, ætla ekki að væla útaf einu né neinu í dag…..ekki einu sinni howard webb.
  YNWA

 63. Þetta á ekki að koma okkur neitt á óvart félagar, Webb er að fara að dæma á HM og er að passa sig að hafa clean sheet. Ekki séns hann sé að fara að dæma víti í stöðunni 2-1 nema einhver sé myrtur… þá myndi annað liðið drulla yfir hann í einkunnagjöf.
  Sorglegt en líklega staðreynd í enska boltanum í dag 🙁

 64. þetta féll ekki með okkur , áttum góð færi sem við nýttum ekki. Annars sáttur nema mér fannst Allen ekki sannfærandi.

 65. Jæja ruglið er byrjað á feisbúkk og ummælakerfum. Ef einhver púllari kvartar yfir vítaspyrnuÓdómnum koma apaheilarnir með þau rök að Gerrard hefði átt að fjúka útaf og annað eins. Jújú Gerrard hefði alveg getað fengið tvö gul en að sama skapi bölvaður Podolskíinn. Ég man ekki eftir því að hann hafi fengið gult. DISAPPOINTED!!!

 66. hér er listi yfir leiki sem webb dæmdi hjá okkur, frá 2010 töpuðum við 10 unnum 5 og tvö jafntefli.

  ég held í fullri alvöru að þetta geti ekki verið tilviljun.

 67. Afhverju er verið að kenna Jones um þetta í dag? Hann stóð sig bara vel í leiknum og gat ekkert gert í mörkunum.
  Mignolet er nú ekki búin að vera Brillera neitt upp á síðkastið. Þetta var nú frekar slakur varnarleikur frekar en markvarsla sem kostaði okkur leikinn.

Arsenal á morgun í FA Cup

Arsenal – Liverpool 2-1