Kop.is Podcast #53

Hér er þáttur númer fimmtíu og þrjú af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 53. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Maggi, SSteinn, Eyþór og Babú.

Í þessum þætti ræddum við sigurinn á Fulham, bikartapið gegn Arsenal og spáðum í spilin í næstu leiki í deildinni.

41 Comments

  1. djofull er eg glaður með að það se farið að detta inn podcast i hverri viku 😉

    hlakka til að hlusta eins og alltaf !!!

    þið eruð snillingar

  2. Umræðan um að snerta dómarann var eitthvað það besta sem ég hef hlustað á 🙂

  3. Flott podcast, sammála meiri hlutanum af því sem sagt var. Var nú reyndar ekki í sturtu, það hefði getað breytt álitinu smávegis.

    Annars langar mig að spyrja, veit einhver hvar er best að horfa á Liverpool leiki í miðborg Kaupmannahafnar? Veit að það eru örugglega fullt af stöðum, en langaði að heyra hvort einhver viti um einhverja staði þar sem það er alveg búllettprúf að maður sjái leikinn.

  4. Ands… nú er ég enn einu sinni að lenda í sama veseninu.
    Viðurkenni það fúslega að ég er töflufatlaðari en flestir en samt…
    Eftir að ég setti inn síðasta komment þá datt potkastið á byrjun og mér er lífsins ómögulegt að fara þangað sem ég var kominn í spjallinu. Óþolandi ands… :p
    Og þar sem ég er nú byrjaður, hvar í h…….. er þessi download takki – aka hvernig get ég hlustað, sett á pásu og gert hluti , án þess að fokka öllu upp? :p

  5. Gunnar

    Ertu ekki með itunes á tölvunni? Fínt að hlusta á þetta þar.

    Eins getur þú hægri smellt á bláa textann í færslunni:

    KOP.is podcast – 53. þáttur (líka hægt að smella á þennan link)

    og valið að opna í nýjum glugga, þá kemur þetta á sér síðu bara sem spilari, getur farið á þann stað sem þú villt þar.

  6. Já virkilega frábært hlaðvarp, að venju.

    Varðandi dómaramálið stóra þá langar mig að koma mínu að þar sem ég hef setið á klósettinu frá því þessi leikur var, úrslitin hafa greinilega farið svona svakalega illa í mig, ekkert skrítið þar sem liðið okkar tapar ekki mörgum leikjum á þessum árum.

    Ég kommentaði á lokamínútu fyrri hálfleiksins og sagði að Webb væri að dæma eins og fáviti. Hann hélt því áfram í seinni hálfleiknum og það náði auðvitað hámarki með enn einum heigulshættinum þegar Suarez var neitað um víti, eitt skýrasta víti sem sést hefur á fótboltavellinum í áraraðir. Ég hreinlega vissi ekki að það væri svona ,,óuppgefinn kvóti” á vítum.

    Ég vil ekkert sérmeðferð á okkar mönnum, vil bara sanngjarna dómgæslu. Sterling mátti alveg fá gult spjald fyrir að þukla á webb, Gerrard mátti alveg fá sitt annað gula spjald og margir hefðu dæmt víti á Skrtel. Það eina sem ég vil að þessir starfsmenn geri þegar þeir dæma þessa leiki er að þeir geri það án komplexa og án einhverja ,,kvóta” sem þeir hafa uppfyllt í huga sínum fyrr í leiknum eða í öðrum leikjum þar á undan.
    Ef leikmaður er sparkaður greinilega niður inn í vítateig þá á að dæma víti, og ef hann er sparkaður aftur niður 4 mínútum síðar þá á að dæma víti aftur og enn og aftur ef tilefni er til þess!!
    Það er greinilegt að þessir ágætu starfsmenn eru hræddir við að missa atkvæði þegar þeir verða valdir til að dæma á stórmótum, svona rétt eins og siðspilltir stjórnmálamenn sem svífast einksins til að hagræða sannleikanum.

    Andskotinn hafi það, halleljúah!!

  7. Nr.3 Sigmar

    Þú ættir að geta horft á leiki á O´Learys á Hovedbanegarden. Einnig ættir þú að geta hent inn línu á http://www.liverpool-fc.dk/ og athugað hvort einhver vilji ekki bara hýsa þig í svona tvo tíma 😉

  8. Miðað við Liverpool leiki undanfarinna mánaða var skemmtanagildið í fyrri hálfleik á Etihad eins og í viðureign Stoke og Wimbledon. Vantaði bara Vinnie Jones.

  9. Nr. 3 Sigmar

    Tók Liverpool leikinn á þessum stað um daginn. Held að þeir sýni flesta ef ekki alla LFC leiki þó staðurinn sé í eigu City manna.

    Annars ættu nú Íslendingar í Kaupmannahöfn að geta svarað þessu? Er enginn ykkar hér?

  10. NR,3

    Ludvigssen held ég að hann heiti! Það er Liverpool sportstaður rétt hjá Istegade

  11. þetta er á horninu á Sundevedsgade , Vesterbro

    þvílíkt stemmning sungið og trallað!!

  12. Það var að sjálfsögðu svekkjandi að detta út úr FA bikarnum persónulega var ég miklu svekktari eftir leikinn á móti Hull sem Liverpool gat ekki blautann. Eftir þann leik hugsaði maður vá hvað það er langt í að Liverpool nái toppliðunum en eftir að hafa horft á Liverpool koma á Emirates og stjórna leiknum sýnir bara hversu gott þetta lið er orðið.

    Ef við hefðum tapað á móti Arsenal í deildinni og farið þá á Craven Cottage með lágt sjálfstraust og tapað stigum þar og svo unnið á Emirates þá er ég viss um að svartsýnisraddirnar myndu hljóma ansi hátt hér á kop.is, þar á meðal mín.

    Það sem skiptir ÖLLU máli er að ná 4. sæti og helst 3. sæti(til að sleppa við umspil)af því að fyrir utan peningahliðina þá er það crucial til að lokka til okkar menn í sumar sem ekki bara stækka hópinn heldur menn sem ættu að detta beint í byrjunarliðið. Rodgers sýndi það í fyrra að hann er að horfa á stærstu bitana en það var ekki hægt einfaldlega útaf þessari ástæðu! Champions League Football.

    Svo er ég líka rosalega sáttur með Rogders að láta Howard Webb heyra það eftir leikinn, ég er án gríns að sjá næsta Sir Alex in the making í honum oft á tíðum og þá meina ég það á jákvæðan hátt. Taka athygli og pressu af leikmönnum frá pressunni og benda henni annað. Það fer svo ekkert milli mála að bakvið lokaðar dyr á Melwood fá þeir leikmenn alveg að vita hvað þeir gerðu ekki nógu vel.

    Núna eru 12 leikir eftir og 36 stig í pottinum og Liverpool 4 stigum frá efsta sæti! Mitt glas er hálffullt!

  13. Sæl og blessuð.

    Illt er að hafa ekki komist enn í þessar Kopferðir en það er á listanum, “49 skemmtilegheit til að gera áður en maður hrekkur upp af.”

    Er á leið til Bretlands í vor og dagsetning er sveigjanleg. Er einhver svo snjall að geta sagt mér hvaða vit er í þessum reisum með matsveininum Tómasi:

    http://www.thomascooksport.com/Football/Premier-League/Liverpool-FC

    Þetta virkar nú ekkert svo ógeðslega dýrt – ef gisting er innifalin…

  14. Áhugaverð grein um Webberinn sem #8 bendir á.

    Tölfræðin sýnir greinilega að eftir mistökin í úrslitaleiknum á HM 2010 þjáist Webb af ákvörðunarfælni. Þ.e. hann velur frekar að aðhafast ekki þegar að hann ætti að grípa inn í frekar en að taka áhættuna á að dæma og reynast svo ekki hafa rétt fyrir sér. Sem var nákvæmlega það sem gerðist á HM 2010 þegar að de Jong slapp með skrekkinn eftir að hafa sparkað í kviðinn á Xabi Alsonso. Eins og menn kannski muna hleypti ragmennska Webb leiknum upp í mikla hörku.

    Webb er s.s. fórnarlamb eigin frægðar og er líklega í dag ófær um að dæma stórleiki svo vel sé. Ég er ekki alveg sammála um að Webb sé athyglissjúkur ef ég skildi þá podkastara rétt? Þetta snýr líklega meira að því að þora ekki að gera mistök og gera þ.a.l. ekki neitt.

    En gott var podkastið og mönnum mæltist vel að vanda.

  15. Nr.3 Sigmar

    Við félagarnir förum yfirleitt á The Globe að horfa á Liverpool leiki. Gallharður poolari sem á þennan stað og sýnir alla leiki með enskri lýsingu.

  16. Liverpool klubburinn i kbh hittist a Ludvigsen Vesterbrogade. 25kr bjórinn fyrir og á meðan leik stendur !! Eina vitið ef menn vilja horfa á Liverpool leiki i Köben með öðrum Liverpool mönnum.

  17. Ó elskurnar mínar, takk fyrir þetta podcast.

    Ég er samt algjörlega ósammála því að það sé nægjanlegt bara að fá til baka þá sem eru í láni og halda að það sé eitthvert Squad sem dugar fyrir meistaradeildina á næsta ári. Ég er algjörlega á því að það vanti game changera til að lúra á bekknum og skipta með sér leikjum við aðra aðila innan dyra hjá okkur í dag. Eins og þið söguð sjálfir þá eigum við rétt svo í eitt gott lið og kannski 2 varnarmenn rúmlega plús Allen en svo ekkert meir. Það er hinsvegar ekki gaman að þurfa að stóla á takmarkaðan hóp í öllum leikjum (50+) á einu sísoni. Þannig að mín skoðun er að það þarf að henda c.a. 50-60 milljónum punda í tvo virkilega góða leikmenn sem eru sóknarþenkjandi til viðbótar við unglingana sem snúa til baka reynslunni ríkari.

    Og svo því sé haldið til haga, þá er það okkar að tapa meistaradeildarsæti eins og staðan er núna, og helst að komast ofar við getum mögulega.

  18. Bayern svo gott sem búnir að skjóta Skytturnar út úr UCL (0-2). Leiddist ekkert að horfa á það. Veit samt ekki hvort það eru góðar eða slæmar fréttir fyrir LFC. Jú, sjálfstraustið hjá þeim er aftur að bíða hnekki. Á hinn bóginn minnkar þetta leikjaálagið þeirra fyrir lokaspretinn í ensku deildinni.

  19. Sælir félagar!

    Eg horfði einnig á leikinn, m.a. 40 milljón punda Mesut Özil. Ekki er allt gull sem glóir – a.m.k. ekki alltaf. Þeir á Sky töldu að hann væri svolítið utan gátta. Nefndu í því sambandi að Mertesacker hefði skammað hann á sínum tíma og í leiknum sjálfum skammaði Flamini hann einnig fyrir varnarvinnu.

    Eitt það mikilvægasta er að samheldnin í liðinu – eitt fyrir alla og allir fyrir einn. Það er lið. Sjáið framfarir hjá Sterling sem hefur verið frábær undanfarið. Hann væri ekki svona góður, held ég, hefði hann ekki fengið tækifæri á síðasta tímabili. Ég held líka að Egyptinn sé lakri leikmaður.

    Vissulega væri þó gott að fá leikmenn sem passa inn í hópinn og leikkerfið. Ég treysti BR að gera það.

    En fyrst ég er nú farinn að tjá mig langar mig að taka smá U-beyju og ræða um trúðinn. Hans lið vann á Etihad-vellinum í deildinni og rætt var um hans “masterclass” leikaðferð. Vissu léku hans menn vel þá en hvað gerðist á sama velli milli sömu liða í birknum. Enginn virðist ræða um það – hvar var hans “masterclass”. Hann ******** upp á bak þar. Ofmetinn þjálfari (þó góður sé) sem hefur fengið að kaupa mökk af leikmönnum – margir þeirra hafa “floppað” eita Mutu, Andriy Shevchenko og fleiri.

    Ég hef trú á okkar liði og tel að við verðum fyrir ofan Arsenal í deildinni.

    Megi þið “Kopparar” eiga góða helgi í Liverpool. Þar hefur maður oft skemmt sér.

    YNWA

  20. Varðandi refsingu fyrir markmanninn hjá Arsenal að þá finnst mér nú alltaf jafn fáranlegt að aftasti maður reglan gildi um markmenn sem í eru jú alltaf aftasti maður á sínum vallarhelmingi. Væri eitthvað að ef hann væri það ekki í svona færi.
    Þetta var klárlega víti en að gefa markmanni rautt er út í hött. kannski gult en aldrei rautt.
    Þannig að hann hafi verið pirraður finnst mér bara mjög skiljanlegt. Ég væri allavega brjálaður ef þetta hefði komið fyrir Mignolet.

  21. Svona eru nú bara reglurnar það hefði allt orðið brjálað hefði hann gefið honum gult spjald,

    en það þarf að breyta þessu .

    Og takk fyrir frábært podkast fellow púlarar.

  22. Ég næ einungis að hala niður fyrstu rúmum sex mínútum af podcastinu. Eru fleiri að lenda í þessu?

  23. En það þarf klárlega að breyta þessum reglum varðandi markmanninn og það yrði nú ekki í fyrsta sinn sem reglum yrði breytt. Og annað ef markmaður er talinn aftastur afhverju er þá verið að reka útispilara af velli þegar markmaðurinn er líka talin „aftasti maður“?
    Annars fannst mér rauða spjaldið sem Demichelis hjá City fékk pjúra rautt en mér finnst að þetta eigi ekki að gilda um markmenn nema brotið sé beinlínis hrottalegt og þá gildir það sama og um útileikmann sé brotið talið nægilega gróft.

  24. @Styrmir. Reglan er ekki sú að aftasti maður fái rautt spjald. Það er sá sem sviptir annan leikmann upplögðu marktækifæri sem fær rautt spjald.

    Ég myndi vilja að þrefalda refsingin yrði endurskoðuð. Víti, liðið manni færri og leikmaður fær leikbann. Sérstaklega er þetta ansi hart ef dómurinn er umdeilanlegur. Ef menn eru ekki að verja með hendi á línu, þar sem er 100% ljóst að boltinn færi inn, þá finnst mér að víti og gult spjald ætti að nægja.

  25. Sá nú ágæta umræðu á netinu í gær um það hvort þessi tækling ein og sér hafi ekki verðskuldað rautt spjald, báðar lappir á lofti og hann fer í manninn (Robben)? Sú regla gildir jafnt um markmenn sem útileikmenn.

    En þetta er auðvitað hundleiðinleg regla sem skemmir oft leiki. Víti í þessu tilviki ætti að duga sem refsing og gult á þann sam braut af sér. Ef þetta er rautt er rosalega hart að þurfa að taka út leikbann líka.

    Annars má Arsenal þakka fyrir að Bayern er búið að skipta um stjóra, þeir hefðu ekki tekið þennan reitarbolta manni fleiri í fyrra.

  26. Það ætti bara að taka upp sömu reglu og er/var í íshokkí að ég held. Rautt spjald ef liðið brennir af vítinu en kemur aftur inn á ef þeir skora. Þ.e. í tilvikum þar sem brotið sjálft verðskuldaði ekki beint rautt. T.d. brotið á Demichelis á móti Barca.
    Því þegar þú færð víti, þá er ekki verið að svipta liðið augljósu marktækifæri.

  27. Szczesny þekkir reglurnar og afleiðingarnar en valdi samt að tækla Robben sem hafði fullkomið vald á boltanum. Simple as that! Hann valdi líka að sýna wankerinn og veit vel hvaða afleiðingar það kann að hafa. Szczesny þyrfti líklega aðeins að taka til í hausnum á sér.

    Sama má segja um Wenger gamla sem virðist varla vita hvort hann er að fara eða koma þessa dagana.

    Þetta lið Bayern er frábært en undir Heynckes spilaði það skemmtilegri fótbolta að mínum dómi. Ekki svo að skilja að hægt sé að setja mikið út á liðið og Toni Kroos er orðinn fáránlega góður leikmaður. Það munar miklu að hafa mann af þessu kaliberi sem getur stýrt hraðanum og flæðinu í leiknum nánast að vild.

  28. Szczesny þyrfti líklega aðeins að taka til í hausnum á sér.

    Svosem sammála þessu hvað wanker merkið varðar, hefði mátt bíða með það en maður hefur svosem gert verri hluti sjálfur í svona pirringi. En þess utan held ég að Szczesny sé reyndar algjör meistari og einhver sem væri líklega vinsæll hjá okkur væri hann leikmaður Liverpool. Virkar nokkuð léttur og greinilega vinsæll hjá Arsenal.

  29. Það mætti taka Spænska knattspyrusambandið til fyrirmyndar. Þeir settu manninn sem dæmdi rauða spjaldið á Ronaldo í 10 vikna bann, auk þess sem hann var bannaður til frambúðar frá leikjum Real Madrid. Mér finnst að það ætti alfarið að banna Coward Webb frá leikjum Liverpool.

  30. Er svoleiðis refsing ekki bara til að auka enn frekar á ákvörðunartöku hjá dómurum. Munu dómarar í Spænsku deildinni eitthvað þora að refsa Ronaldo eftir þetta?
    Var að horfa á þetta atvik núna á youtube og Ronaldo virðist rífa í hárið á leikmanninum og ef það er það sem dómarinn sér að þá er það gult spjald sem í þessu tilfelli er seina gula og því rautt.
    Þarna er bara dæmi um að leikmaðurinn er stærra en sambandið. Það myndi ég ekki vilja sjá í ensku deildinni frekar en þessa eineltisstefnu sem FA er með.

  31. Ég skil vel að menn séu óánægðir með lélega dómgæslu en að setja í bann fyrir það er fáránlegt. Dómarar eins og leikmenn geta átt slæma daga.

  32. Það sem er sorglegt hjá þessum snillingum á spáni er það að Cronaldo hefur sjálfur gert sig sekann um nákvæmlega þetta.

    þ.e. fengið klapp í átt að andlitinu og kastað sér niður í von um rautt spjald á andstæðinginn.

    Enginn varð brjálaður þá og enginn dómari fór í bann.

    Fáránlegt að leikmenn séu stærri en sambandið, hefði Ricky Van Wolswinkel komist upp með það að sparka í bakið á Yaya Toure eftir að það var búið að dæma?

    ekki séns.

  33. Óviðkomani podcastinu.
    Ég var að hlusta á viðtal við Jordan Rossiter á lfc síðunni.
    Fyrir utan það að tala alveg nákvæmlega eins og JC sem er óskiljanlegt þá sagði hann
    “you know” 32x í viðtali sem tók 1.56 mín

    Verður flottur leikmaður.

  34. Siggi #40

    Er hann ekki bara að læra af Rush, sbr. viðtal við hann um Gerrard á lfctv-síðunni 🙂

Arsenal – Liverpool 2-1

Opinn þráður – Rodgers á réttri leið?