Ágúst er mættur (opinn þráður)

Þá er ágústmánuður mættur og í dag eru 16 dagar fram að fyrsta leik Liverpool í ensku Úrvalsdeildinni gegn Stoke City.

Fram að því eru þrír öflugir æfingaleikir, sá fyrsti þeirra er testimonial-leikur fyrirliðans okkar magnaða, Steven Gerrard, gegn Olympiacos.

Liðið er nú aftur mætt á Melwood og búast má við að nú verði breyting á æfingaplaninu, í stað þess að hlaupa og djöflast með boltann verði nú farið í meiri leikfræði og tæknivinnu sem við vonandi sjáum eitthvað af gegn Grikkjunum.

Þegar rennt er í umræðuna þá eru enn sömu umræðupunktarnir í gangi. Í viðtali við Liverpool Echo er Gerrard ansi djarfur þegar hann segist vera að gera allt sem hann getur til að halda í Suarez og segir í raun að okkar væntingar til vetursins eigi að ráðast af því hvort Luis fer eða verður áfram. Með hann í liðinu sé hægt að gera atlögu að 4.sæti en án hans verði lítið um framfarir. Þetta eru stór orð en sennilega hárrétt.

Því lítið virðist vera að gerast í leikmannamálunum okkar. Stjórinn er látinn svara fyrir innkaupaplanið á opinberu síðunni og hann segir það sama þar og áður. Leikmennirnir sem eiga að koma inn þurfa að vera af góðum gæðum og með ríkan sigurvilja. Liðið muni kaupa þá ef þeir séu til sölu en nú bætir hann við “affordable price” inn í setninguna. Minnist nú ekki þess að hafa heyrt þetta quote áður, hvort verið er að vísa í að við hættum víst við að reyna við Soldado þegar ljóst varð að hann færi ekki nema fyrir lausnarklásúluna í samningi hans. Verð sem Tottenham hafa nú greitt og eru að semja við drenginn as we speak.

Endalausir brandarar hafa svo flogið um netið út af orðalista sem er víst dreift nú á meðal starfsmanna Liverpool varðandi óviðeigandi orð sem ekki skuli nota. Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þeim fréttum öllum. Ég beið í gær eftir því að einhver frá klúbbnum kæmi fram og lýsti þessu sem algeru bulli. Það hefur enn ekki gerst og nú er svo að öflugir LFC-twitterar eru farnir að vísa í þennan lista sem í alvörunni verk klúbbsins. Þetta er svosem ekki stórt PR slys en mér er fyrirmunað að skilja hver meiningin er með að prenta svona út og dreifa. Þarna er m.a. að finna orðin “man up” sem eitt sem er bannað, en það skilst mér á sumum pennum að sé sérstaklega beint að Rodgers. Einmitt…

Annars er þráðurinn opinn!

52 Comments

 1. Þrátt fyrir skemmtilegan fótbolta oft á tíðum eftir áramót þá veit ég ekki hvort Liverpool hafi hópinn í það að enda í meistaradeildarsæti, ég vill frekar eiga góðan sumarglugga og geta sleppt því að versla í janúar. Það er mánuður eftir að glugganum og enn og aftur glýmir lfc við það að skorta breidd á gæðaleikmönnum. Einu þeir af þeim ungu sem ég sé fyrir mér fái einhvern spilatíma eru Jordan Ibe og nátturlega Sterling. En núna vill ég sjá Liverpool eyða eitthvað. Ekki kaupa einhvern og selja svo strax annan í staðinn.

 2. Lykilatriði að kaupa alvöruleikmann en svo virðist sem að markaðurinn bjóði ekki upp á skynsamleg kaup. Soldado á £26 milljónir, Bale á £90 milljónir! Hvað er það? Bale er frábær en þetta er rugl.

  Evrópa í efnahagssamdrætti og verð á leikmönnum hækkar. Gengur ekki upp!

  Ég er mjög sáttur við hvernig FSG/Rodgers er að lækka launakostnaðinn hjá félaginu með því að losa um leikmenn sem hafa verið á allt of háum launum miðað við getu:

  Alberto Aquilani £90, Joe Cole £90, Dirk Kuyt £70, Maxi £70, Craig Bellamy £70K, Andy Carroll £85 og Charlie Adam £50k

  Úr því að Mignolet var keyptur er ekki skynsamlegt að hafa Reina á £100 á bekknum. Skrtel er á £70 og Downing sömuleiðis. Það er of mikið fyrir þessa leikmenn.

  Sá klúbbur sem er núna bestum málum fjárhagslega er Arsenal. Það gerðist ekki af sjálfu sér en núna eru þeir að uppskera fjárhagslega.

  Við munum ekki ná árangri ef félagið er yfirskuldsett í taprekstri.

 3. Ég ætla spá því að Soldado fari til spurs.Suarez fari til Arsenal útaf þvi að það er sterkur órðrómur og svo ætlar Arsenal að einbeita ser að Suarez þar sem þeir misstu af Higuain..Svo er spurning með Agger og Skrtel.. Agger er vist efstur á óskalista Barcelona en þeir vilja frekar kaupa D.Luiz frá Chelsea en ef að tekst ekki þá ætla þer að reyna fá Agger..sem yrði jú áfall að missa hann sem og Skrtel..svo er ég hræddur um að Fabregas fari til Man.Utd. Aðeins herna með R.Madrid og Suarez þá er það min skoðun að R.Madrid kaupi hann ekki þar sem þeir vilja fá Bale! Svofinnst mer þeir græða hjá Surs ef þeir selja Bale þá fá þeir vist Modric og tala nu ekki um ef Soldado komi lika..Finnst það alls ekki veikja liðið! en Spurs mættu ætla vegna reyna fá sér goðan varnamann til að aua breiddini í vörnini!

 4. Svo skil eg ekki af hverju eru stuðnings menn að hugsa um fjárhagstöðu klúbbsins..? Hef aldrei vitað eða heyrt nokkuð um það! eru stuðnigsmenn Leeds ekki en þá stuðnigs menn Leeds og ja Porsmou…VIl meina að þar var H.Redknap að kenna að hálfu! Menn munu tala um kannski Man.Utd ..felagið rekur sig nokkuð veginn sjálft….og það er ja slegist að auglysa á treyurnar hjá þeim þott það se ekki nema upphitunar galli! Svo gæti gerst að Arsenal fári yfi í Adidas 2014/15! og ef menn ætla tala um Malaga þá er þar margt sem er ekki sanngjarn fyr Malaga FC fyrir fyrsta þá keyptu nyjir menn klubbin hefði truað þvi að Malaga mundi fá lengri tima til að koma fjárhagstöðuni í “lag” hjá sér!..og svo hafa orðið stærri minusar hja liði eins og R.Madrid og minusin þar en nu ekki það lá!

 5. “Affordable” leikmenn. Ja herna her. Þannig er þetta bara, eigendur okkar hafa ekki bolmagn til að keppa við stóru liðin. Staðreynd. Gerrard talar um að það verði ad halda Suarez, hann hefur rett fyrir ser enda kemur enginn maður i hans klassa til LFC.
  Vonandi kroppum vid okkur i topp4. Glugginn er ennþa opinn, en er frekar svartsynn a að einhver “kanóna” komi til LFC.

 6. Nr. 5

  Hvað ertu að tala um?

  Ef að stuðningsmenn Liverpool hafa ekki vit á því núna að rekstur félagsins og fjárhagsstaða er grunnurinn að öllu öðru þá er mér næstum öllum lokið en spyr þó á móti HVAR VARSTU 2010?

  Þegar maður er að velta fyrir sér leikmannakaupum og sölum er auðvitað nærtækast að skoða verðið og velta fyrir sér hvort maður sjái Liverpool ráða við það og hvort núverandi eigendur séu líklegir til að taka þátt í því. Skapar jafnan upplýstari umræðu.

 7. Babu veitt að þu heitir það ekki en allt í lagi..fyrsta hvað heldur þu að margir eru hugsa um fjárhagstöðu hjá öðrum félögum í stórum deildum?? LFC er ekki að spila á Íslandi! Þar sem sami styrkjaaðili er að styrkja mörg félög! þu ert bara eitthvað skritin ef þu et farinn að velta þer upp ur fjárhagstöðu LFC! meina mennfara á leiki á Íslandi ekki til að horfa a hágæða fotolta heldur til þess að styrkja liðið! gott að enda kostar á alla leiki á Íslandi 1500 kr.´!menn eru að velta ser upp ur kostnði aðra leikmenn og dæma ut ur þvi að hann er að spila ekki á Englandi þá er han ekki nogu goður eða þá í liði sem er ekki í topp 4.! hvaða steyp er í gangi..og allra fyndnasta er að menn tala um LFC sem stærrasta félag á englandi en hversu oft hefur LFC unnið ensku urvalsdeldina?? menn lifa í gömlum timim, með rassgatið blí fast í g..skyjum..! og svo er það allra fyndnasta að Gerrard heldur þv fram að LFC se stærri en arsenal.á goal.com (sem er ju ekki margtæk fyrir suma) hvernig fær hann það út Arsenal er í CL. hafa unnið úrvldeildina! nu auðvitað segja menn ja LFC vann cl 2005 þa gett eg sagt að rauða stjarna vann cl 1990/91 ! geta þessi lið ekki þa lifað í gömlum timum??? Nei greynilega ekki þar sem þetta lið er ekki að spila í Engandi! Ju það sagði eihver vist að enka deildinværi globa dæmi!

 8. LFC er buinn að kaupa í sumar sem komið er fyrir 26.7! Everton er buið að kaupa fyrir 11. Kone á 7 og Joel á 4 ogsvo fengu þeir Gerard Deulofeu á láni..segir þetta ekki eitthvað..Sunderland hafa keypt fyrir 23.3 og sjáiði þa sem þeir hafa keypt Giaccherini á 9 já á 9 J. Altidore á 10 V. Mannone á 2,4 D. Moberg-Karlsson á 1,4 og so hafa þeir fengið marga frítt! E.Ba,Dong-Won Ji,V. Roberge,Cabral,M. Diakité. þessir leikmenn hafa komið frá Basel,Lazio,Augsburg! Swansea hafa keypt ja fyrir22,7 segjum 23! Bony 13,8.J. Shelvey 5,9 Pozuelo 500K.Jordi Amat 2,9 og svo hafa þeir lika fengið leikmenn frítt dæm Cañasi þessir leikmenn sem hafa verið keyptir koma vitesse,espanyol,betis,liverpool og svo hafa leikmenn verið lanaðir þangað aðallega fra á spáni og einn frá Arsenal. Samkvæmt soccerway. þá hafa Arsenal enekki keypt tel að þessi ungi frá Auxerre se ekki keypt fyrir aðall liði á þessari leiktið meira fyrir framtiðina! og svo hafa man.utd ekki keypt heldur nema ju ungan urugvæja sem er væntalnlega hugsaður til framtiðar.. er ekki að fara setja Evra a bekkin..þa´er klárt mál..! En segir þessi kaup hjá já lakar liðum ekki okkur eitthvað..Mer finnst það! og ekki eru þeir að örvænt (stuðnigsmen) hjá Man.utd,Arsenal að þeir hafa ekki keypt neitt stórt en LFC stuðningsmenn fara a taugum sem er ju skiljanlegt! en auðvita ekki fyrir þá sem eru BJART sýnir!

 9. Veit einhver hvað Baldur Jon Anwein er að segja eða hverju hann er að reyna koma á framfæri? Upplýsingar óskast!

 10. Djöfull er ég sammála þér Baldur Jon Anwein. Þvílíkt innsæi á þessum síðustu og verstu.

 11. Eru leikmannamálin ekki nokkurn veginn svona:
  – Góður markmaður út / góður markmaður inn = jafnvægi
  – Góður (eldri) miðvörður út / góður (eldri) miðvörður inn = jafnvægi
  – Nokkrir efnilegir miðjumenn út / nokkrir efnilegir miðjumenn inn = jafnvægi
  M.ö.o. ekki sérstakar framfarir eða bæting. Erum varla með mikið betra lið nú en í vor. Fari Suarez erum við í verulega slæmum málum og fáum ekki eitthvað svipað í staðinn á síðutsu stundu.

  Og eru eigendamálin etv svona:
  Vinalegir kanar sem fram að því að þeir keyptu Liverpool voru ekki með áhuga eða þekkingu á þessari göfugu íþrótt. Ákvörðunin var viðskiptalegs eðlis. Það er því ólíklegt að þeir fari að dæla fé í liðið eins og einhverjir oligarkar eða olíufurstar. Við erum því varla að fara að sjá fott kaup á frábærum leikmönnum. Því miður.

  ….. eða er þetta of mikil svartsýni??

 12. Ekki einu sinni Google Translate nær að fá eitthvað samhengi í skrif Baldurs 🙂

 13. Núna var verið að lána Jack Robinson til Blackpool
  http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/141454-robinson-joins-blackpool-on-loan

  Erum við að lána svona lélega leikmenn eða ?
  Af hverju sjáum við Liverpool aldrei lána unga og efnilega leikmenn til litlu liðanna í úrvalsdeildinni.
  Sosu t.d , hefði ekki verið nær að reyna að koma honum að hjá Swansea eða Southamton sem spila bæði fínan fótbolta en hafa ekki mikla peninga.

  Conor Coady er annar, búinn að vera fyrirliði unglinga liðs Liverpool í langan tíma og hann kemst í Sheffield United.

 14. Mér fannst rauði þráðurinn í þessu viðtali við Rodgers svolítið vera að undirbúa aðdáendur fyrir það að það komi ekki fleiri leikmenn til okkar í sumar. Já við erum að leita að mönnum en bara réttu leikmennina á rétta verðinu.

 15. jajja þá er það nokkuð ljóst að hér eru menn með fórdoma! en það er ekki í fyrsta skifti og örugglega ekki í það síðasta bæði leikmaður og stuðnigsmenn! ..gott að menn ætla að sleikja rassgatið á Babu og það er lámark að lesa það sem eg hef verið að skrifa ætla vegna gefa ser tima..gott að menn skilji Garragher betur þá segir þa nokkuð að menn eru með heilann milli lappana og ætla her að segja að þeir skilji Garragher betur en mann sem talar/skiraf á íslensku..! ÉG FER MEÐ ÞETTA Í FRÉTTIRNAR OG SEGJA BARA HREINNT OG BEINN ÚT AÐ STUÐNINGSMENN LFC ERU FÓRDOMAFULLIR!! OG MUNN NOTA ÞETTA ALLT..! EKKI FÁ SJÓKK ÞEGAR ÞETTA VERÐUR TEKIÐ UPP JÁ Í FRÉTTUM ANNAÐKVÖLD.! OG VA HVAÐ ÞAÐ R SÉRSTAKT AÐ MAÐUR SEM SKRIFAR Á KOP.IS SKULI LÁTA SVOLEIÐIS ÚT UT SÉR..ÞYKIST VITA MANN BEST!! OG AUÐVITAÐ ERU ÞARNA SVARTIR SAUÐIR SEM LITA Á HANN SEM GUÐ ALLMÁTUGAN! EN EKKI VERA HISSA EF ÉG LÆT LOKA SÍÐUNI! VEGNA FÓRDOMA!!

 16. Það sem ég se við þetta sem Baldur er að segja er að everton,swansea, eru að kaupa þekktari leikmenn..en við í Liverpool erum að kaupa menn sem eru ekkert þekktir ef ég skil þetta rétt (hjálp óskast) og erum að hugsa um fjármálin..sem öðrum stuðnigsmönnum er allveg sama! ég skil hvað þu Baldur meinar..eða vona það:P :/ en mé sárnar það sem menn eru að segja að þeir skilja þig ekki eða þá vilja ekki. ..bara sorry en sumir eru bara svona og verða ju bara svona heimkir og hálvitar..en ég vona að þu farir ekki með þetta í fréttirnar vegna þess þá erum við liverpool fans í djúpum shiiett…!

 17. Baldur…ekki vera að teygja þig uppi eitthvað sem þu nærð ekki i, her eru menn að ræða a vitsmunalegum notum og þu skilur það bara ekki, sry. Og ekki biðja mig um að utskyra þetta…

 18. Sælir félagar

  Ég hafði ekki hugsað mér að koma inn í þessar umræður um leikmannakaup og láta hverjum degi nægja sína þjáningu þar til niðurstaða (endanleg) væri komin í lok ágúst held ég.

  En þá kemur hér inn maður sem þolir ekki að við skiljum ekki framsetningu hans á íselnsku máli. Náum illa innihaldi þess texta sem hann skrifar o.s.frv.

  Vegna skilningleysis okkar og þess verknaðar að við viðurkennum að við skiljum ekki manninn þá hótar hann okkur fréttaumfjöllun og kærum vegna fordóma og heimsku.

  Kæru félagar. Ég heiti Sigkarl og er hálfviti.

  Það er nú þannig

  YNWA

 19. herna ertu þá að segja her með að Baldur sé heimskur?? ekki hjálpar þetta ef hann ætlar í fréttirnar með þetta olle samen:) !

 20. Skil ég þetta rétt hann er að segj að LFC hafi keypt lelega leikmenn en aðrir?? og er ég sá eini sem skil hvað blessaði Baldur er að segja eða er ég sá eini sem reynir?? 😛

 21. Ja hérna hér, líflegar og skemmtilegar umræður í gangi á kop og ekki spillir fyrir ef þær komast í fréttinar 😉

 22. Eftir einfalda google leit kemur í ljós að Baldur Jon Anwein er bara til inn á kop.is.

  hvergi annarstaðar er þetta nafn að finna og legg ég til að síðuhaldarar block-i Ip addressuna sem hann notar.

 23. Annars er byrjað að orða okkur við framherjann Diego Costa hjá Atletico Madrid. virðist vera algjört nutcase miðað við það sem ég hef lesið í dag

 24. Djöfull er samfélagið orðið dapurt ef að þetta kemst í fréttirnar!

 25. En annars eru allir trúverðugu miðlarnir að segja frá því að við séum búnir að bjóða 22 milljónir í þennan Diego Costa.

 26. Menn virðast alveg vera búnir að gleyma því að þó við höfum lent í 7 sæti í fyrra, og að mönnum finnist bætingin ekki mikil í sumar, þá styrktum við okkur all verulega síðustu áramót. Sú styrking breytti allri spilamennsku liðsins til hins betra og ég held að við höfum verið í topp 4 eftir áramót, eða þar um bil.

  Ef við höldum Suarez og einn af nýju leikmönnunum kemur sterkur inn í byrjunarliðið td Aspas, þá held ég að við ættum að vera í ágætum málum. Tala nú ekki um ef við bætum við einum byrjunarliðsmanni í ágúst.

 27. friðrik#31 af hverju á hann að vera á google..kannski er hann ekki með facebook..? kannski er hann búinn a búa 2 ár á Íslandi ef svo er þá er hann með gott tungumála kunnáttu og skrift..svo skil ég ekki, tek fram að eg er að læra lögfræði háskólanum á Ak…: af hverju er Sigkarl að segja að hann skilji ekki framsetningu hans á íslensku máli..?? en hafa menn reynt að lesa það sem hann Baldur hefur skrifað? ég reyndi aftur gaf mér góðan tíma og skil hvað hann meinar.. Gamli Jr. af hverju er samfélagið dapurt ef þétta kemst í fréttirnar..? Er eitthvað af því að tjá sig um sitt elskaða félag og koma sinum skoðunum á framfæri.?? svo hefur hann rétt á því að gera það sem hann telu rétt fyrir sig.! ef ég ætti að dæma þar sem ég er að læra lögfræði þá er þetta ekkert nema fórdomar..! ég meina lesiði það sem menn hafa skrifað..og svo veitt ég ekki betur en svo að löggreglan munn fylgjast með samfélagsmiðlum þar sem er grunn um fórdomar og framvegis..var í frétum ekki svo fyrir löngu! En endilega tölum um þetta hef gaman af þessu,og svo staðin fyrir að tala niður til Baldurs þá er betra og eðlilegra að biðja þessa menn sem hafa skrifað niðrandi til hans að biðjast afsökunar á gjörðum sinum og það sem vesta við þetta allt saman er að Babu sem heitir ekki Babu sem bloggar á þessa síðu er gerandi..Ef þetta færi til löggreglu ,lögfræðing ,sýslumanns og tala nú ekki um til hæstaréttar þá er ekkert sem hjálpar kop.is! Vill taka fram að ég hef lengi skoðað þessa síðu en aldei sagt neitt enda ekki mikill fótbolta áhugamaður en styð Liverpool.Verð endilega taka fram að ég þekki ekki neina í þessu líði fyrir utan Gerrard.!

 28. Jesús! Þetta gerist oft um Verslunarmannahelgi: við erum minna að vakta umræðurnar og þá fara þræðirnir hérna út í vitleysu. Ég er að kíkja á síðuna úr símanum í sumarbústað á Seyðisfirði. Ef ég væri við tölvu fengju ansi mörg ummæli hér að ofan að fjúka.

  Vinsamlegast andið rólega og munið REGLUR KOP.is um umræður. Ég verð í bænum eftir sólarhring og þá verður umræðan hér tekin föstum tökum. Reynið að brenna síðuna ekki til kaldra kola rétt á meðan.

  Annars var Liverpool að bjóða 22m punda í brasilískan landsliðsstriker. En jújú, endilega haldið áfram að tuða…

 29. Ég held að þessi Baldur og Andri Fannar séu sami maðurinn. Ef Andri er að meina það sem hann skrifar þá held ég að öllu sé nú hleypt inn í lagadeild Háskólans á Akureyri. Tek þessu sem góðu trolli þangað til annað kemur í ljós.

 30. Veit einhver meiri deili á þessum Costa, skilst að hann hafi átt sitt besta tímabil núna í fyrra einhver 20 mörk í 40+ leikjum.
  Annars segja þeir á twitter að ef hann bætist í hópin með Suarez og Aspas þá geti menn allavegna gleymt því að vinna fair play aword, en hverjum er ekki sama um nokkur spjöld ef um gæða leikmann er aðræða.

 31. Gaman af þessum Diego Costa, veit ekki mikið um hann nema bara man eftir myndbandi þar sem hann var að kasta hori á Sergio Ramos í eitthverjum leik. https://www.youtube.com/watch?v=jTeVf0I_JmA

  Þannig að með hann og Suarez frammi bítandi og kastandi hori og með almenn læti og svo heyrði ég að Aspas hafi verið að skalla menn og gefandi vallarstarfsmönnum puttann. þannig að ég gæti alveg séð fyrir mér að við gætum gert atlögu að titlinum hreinlega með svona nutcase í liðinu. Tala nú ekki um ef að Papadopopopolus komi líka, hann virðist vera eitthvað tæpur á geðinu. Það yrði allavega síður skemmtilegra að horfa á Liverpool en í fyrra hugsa ég.

 32. Svo lengi sem brassinn kann eitthvað í fótbolta er hann velkominn. Er á því að ef við höldum Suarez og fáum annan nöttara með honum myndi það valda svefnlitlum nóttum hjá varnarmönnum andstæðingana fyrir leiki gegn Liverpool. Svo er ágætt að deila fyrirsögnunum á milli tveggja í staðinn fyrir að Suarez taki þær á sig einn …

 33. HAHAHAHA sjitt ég gernjaði úr hlátri þegar ég áttaði mig á því hverskonar geðsjúklingar eru að detta inn í liðið!!!

  jesús kristur…. þetta verpur eitthvað næsta season ef þetta er raunin…

  skyndilega er maður bara kominn í verslógírinn

 34. Èg sé fyrir mèr fyrirsagnir blaðanna á morgun: “Riflildri á fótboltaspjallborði – hvað gerir ríkisstjórnin?”

  Ég er óánægður með að þurfa að googla alla leikmenn sem Liverpool gerir tilboð í, en ánægður með að við horfum einkum til s-evrópu eftir leikmönnum. Sama hvað má segja um kanana, virðast þeir allavega hafa áttað sig á því að þar eru framleiddir hæfileikaríkustu leikmennirnir. Mér finnst þó að meðan ríku liðin eru að versla í Hugo Boss erum við að reyna að finna töff jakkaföt í Dressman. Ég stilli því væntingum í hóf fyrir komandi tímabil, en mikið djöfulli væri gaman að sjá Suarez og Coutinho taka eitt gott tímabil saman.

 35. Þetta er að gerast í borgarslagnum í Madrid og Ramos svona gaur sem maður stundum langar að snýta sér í.

  Lítið að marka þetta nema kannski að það er smá líf og pungur í stráknum.

 36. Tony Barrett @TonyBarretTimes
  For those who haven’t seen much of Diego Costa, the only way I can describe him is as a bigger nuisance than Luis Suarez.

 37. Í þessu videoi þar sem hann er að kljást við Ramos, þá meðal annars kastar hann hori tvisvar í Ramos og reynir einu sinni að bíta hann. Æji nei takk, eigum einn svona vitlausan núna og það er nóg. Þetta er ekkert skylt því að vera harðjaxl, eins og t.d. Bellamy.

 38. DIEGO COSTA já takk…
  Þetta væru snilldar kaup, svipað og þegar við fengum Torres/Suarez á 22.mills punda…

  Allan tíman já COSTA, þú getur snýtt þér í Rooney og Terry

 39. Ja hérna ég hef misst af heljar hasar í dag. Reglur kop.is eru gott mál, það er ljóst. Ég held að maður sleppi þessari umræðu að mestu en fyrir það fyrsta vissi ég ekki að Baldur Jón væri ekki Íslendingur og var ekkert að tala um málfræði eða annað (ummæli Nr. 8) heldur bara innihaldið í ummælunum sem ég var að svara.

  En ég held að þessi þráður hafi runnið sitt skeið og við setjum annan í loftið og áréttum betur reglur síðunnar og reynum að fylgja þeim betur eftir.

 40. Mér líst bara nokkuð vel á þetta tímabil og hef ég nú fylgst með LFC í 41 ár… ef að Suarez fer og enginn framherji kemur í staðinn, þá er staðan samt sú að við höfum að mér finnst 3 spræka strikera, Sturridge, Aspas og Borini sem er orðinn heill, ég hefði viljað halda Suarez en við sjáum til…. ég set frekar spurningarmerki við Def. Midf þar sem Lucas ræður ríkjum, vill ekki hugsa það til enda ef hann meiðist eitthvað, höfum reyndar Allen en hefði viljað sjá eitt gott nafn í þessa stöðu… sem hefur verið aðalsmerki LFC síðan Hamann var og hét 😉

Vangaveltur um FSG

Tilboð í Diego Costa