Tilboð í Diego Costa

Flestir fjölmiðlar á Englandi greindu frá því í kvöld að Liverpool hefði lagt inn tilboð í “hinn” sóknarmanninn hjá A. Madríd. Brasilíumanninn Diego Costa. Tilboðið er sagt vera £21.8m sem er sagt virkja klásúlu í samningi hans.

Costa spilaði stórt hlutverk í frábæru liði Atlético Madrid á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 10 mörk í 31 deildarleik en hann var með 20 mörk í 44 leikjum allt í allt á síðasta tímabili. Hann er með góða tölfræði yfir nýtingu færa og skoraði öll mörkin sín inni í vítateig.

Þetta er hrikalega sterkur kubbur sem er 1,88m á hæð og virðist vera þannig leikmaður inni á vellinum að hann lætur Suarez og Aspas líta út fyrir að vera fyrirmyndar kórdrengi. Hann böggar andstæðinginn látlaust og er alls ekki líklegur til vinsælda hjá andstæðingunum. Mikið í lagi mín vegna.

Hér er hann að berjast við Sergi Ramos og Pepe

Hér er grein eftir Sid Lowe í Guardian frá því í vetur um Costa

Hann virðist vera með ágætan hraða og er best nýttur sem annar sóknarmaður og er einnig sagður geta spilað á kantinum.

Liverpool væri varla að bjóða í manninn án þess að vita eitthvað um áhuga hans á að koma til liðsins, hann er sagður vilja fara til Englands en eins og staðan er núna er alveg óljóst hvort þetta virkji í raun klásúlu í samningi hans og því síður hvort hann vilji koma.

Ian Ayre sem og allir aðrir tengdir Liverpool hafa staðfastlega sagt að Suarez sé ekki til sölu og þessi leikmaður því vonandi ekki hugsaður sem eftirmaður hans heldur samherji og því jákvætt að Liverpool sé að láta til sín taka á markaðnum. Það er einnig smá skondið að þessi leikmaður var fyrr í sumar sterklega orðaður við Arsenal, ætli Liverpool sé að reyna dreifa athygli þeirra frá Suarez eða þá að stefna á að enda uppi með bæði Costa og Suarez í lok ágúst?

Annars get ég ekki sagt að ég viti mikið um þennan leikmann og hef aldrei horft á leik þar sem ég var eitthvað sérstaklega að veita honum athygli. Njósnarateymið veit líklega hvað það er að gera ef við erum að bjóa svona upphæð í leikmanninn.

ATH: Höldum umræðunni innan regluramma kop.is.

74 Comments

 1. Heyrðu ég horfði á þetta videó….við verðum að kaupa þennan leikmann. Þvílíkt Legend!

 2. Þetta er jákvætt. Það þarf að senda þau skilaboð að klúbburinn ætli sér í topp 4. Ef Bale fer til RM þá sitja Tottenham á bunka af cashi. Því gott að ná að klára þetta áður. Ætti líka að hjálpa til við að halda Suarez. Ef það gengur og við nælum í öflugan varnarmann lítur hópurinn vel út.

 3. Já takk. Nú verður ekki lengur lagt áherslu á vinsemd og virðingu í leik okkar heldur barið all hressilega á andstæðingum.

 4. Nú veit ég litið sem ekkert um þennan mann en það er nokkuð ljóst að dagar Suarez hjá Liverpool eru liðnir með komu hans.
  Þessi gaur en án vafa nokkuð klikkaður í hausnum og er tilvalin arftaki Suarez hjá LFC, meira að segja reyndi hann að bíta puttann af Ramos þannig að munurinn á þeim er ekki mikill af því leyti nema að þetta er örugglega ekki næstum því jafn góður fótboltamaður og Suarez.
  En að borga rúmlega 21 miljón fyrir lítið þekktan sóknarmann lítur ekki vel út. Hefði ekki verið nær að fara á eftir Bony sem fór til Svansea eða Remy hjá QPR.
  Báðir eru þeir nautsterkir og miklu miklu ódýrari. Ég er nú ekki vanur að tala niður leikmanna kaup Liverpool svona fyrirfram en mér líst ekkert á þessi kaup ef ég á að segja eins og er. En vonandi hef ég kolrangt fyrir mér.

 5. Hefði verið,ef mögulegt væri, að sjá þennan kubb kljást viðí Sigga Jóns, það hefði mælst á jarðskjálftamælum….. 🙂

 6. Eftir að hafa skoðað vídeo af þessum manni er ég ekki hrifinn!! Held að okkar ástkæra félag sé ekki að gera góð kaup í þessum manni því miður.

 7. Af einhverjum fáránlegum ástæðum þá varð ég ótrúlega spentur fyrir þessum leikmanni eftir að hafa horft á þetta video þar sem að hann pikka í og böggar Pepe og Ramoz hægri vinstri. Djöfull er örugglega ótrúlega pirrandi að spila fótbolta á móti svona manni. Svo er líka örugglega ekki verra að hækka aðeins meðalhæð Liverpool liðsins. En annars er þessi gaur ekki með neina súper tölfræði. En hann getur örugglega pirrað og búið til pláss fyrir Suarez, Coutinho og Sturridge

 8. Þetta er kannski bara plot hjá Liverpool til að Suarez fái frið frá Ensku pressunni. Ætli hann fái ekki alla neikvæðu pressuna beint í æð hann Diego ef að hann kemur og Suarez á bara eftir að líta út eins og Kórdrengur honum við hlið?

 9. Eins skemmtilegt og það er að sjá manninn senda Sergio Ramos skælandi til dómarans að klaga (veit ekki með þetta hor samt) held ég að við verðum fyrst og fremst að gera kröfu um framúrskarandi leikmann fyrir svona peningaupphæðir. Annars erum við ennþá í sömu súpu og þegar við keyptum Paul Ince bara af því að Jamie Redknapp og félagar á miðjunni voru of mikil krútt til að tækla. En hver veit, kannski er þetta leikmaður sem bætir liðið. Njósnararnir vita það vonandi betur en við hinir virku í kommentakerfunum.

 10. Hann er helvíti góður í Þeim ágæta leik football manager 2013

 11. Er Liverpool alvara með þessu tilboði, eða eru þeir rétt eins og Arsenal að sýna stuðingsmönnum að þeir geti boðið í stór nöfn og annað slíkt.
  Ég veit ekki hvort það er, en mikið hrikalega vona ég að þessi leikmaður komi.

 12. Ef við ætlum að fá e-n leikmann sem pirrar andstæðinginn þá er alveg eins hægt að enda 1m punda í Kevin Davies týpu þarna í neðri deildunum.
  Finnst alltof mikið að borga svona háa upphæð fyrir leikmann sem hefur aldrei skorað fleiri en 10 deildarmörk á leiktíð. Ofan á það er hann víst algjör fantur sem hendir sér niður. Þannig að ég segi nei takk. Höfum alveg nóg á okkar könnu og getum gert betur fyrir þennan pening.

 13. @5 Remy er með nauðgunarákæru hangandi yfir sér. Lítið gagn í þvi að kaupa sóknarmann sem endar svo jafnvel í nokkura ára fangelsi. Er hins vegar sammála þér með það að það er rugl að hafa ekki tekið Bony, rosalegur sóknarmaður. Þar sem ég fylgist vel með Hollenska boltanum get ég sagt að Bony var mest spennandi leikmaður þar síðan Suarez var í Hollenska boltanum. Tek það samt fram að Suarez er og var samt miklu betri talent.

  @11 þú ert að tala um Douglas Costa ekki þennan Costa.

 14. Hann á víst að vera svipað klikkaður og vinur okkar Luis Suarez.. Sá eitt sem var sagt um þá og Aspas á Twitter.
  ” Luis Suarez, Iago Aspas & Diego Costa will never play together. At least one of them will always be suspended. But if they do…ouch.”

 15. Ég hefði ekki getað sagt til um hver Diego Costa væri nema með hjálp internetsins í gær er byrjað var að orða hann við Liverpool. En ég fylgist líka ekkert of grannt með spænska boltanum. En það ætti að segja okkur eitthvað að hann hefur verið stór partur og spilað stórt hlutverk í frábæru liði A. Madríd undanfarin ár. Þeir hafa verið að gera merkilegri hluti en við og virðast ekkert ólmir í að selja hann.

  Þannig að ég held að maður bíði með að missa sig í jákvæðni/neikvæðni yfir verði eða öðru fyrr en þetta er gengið í gegn a.m.k. og kannski eftir að hann hefur spilað smá. Njósnarateymið er að störfum til að meta menn sem flestir þekkja ekki vel og alls ekki af sérfræðiþekkingu.

  Eitt er í það allra minnsta ljóst að Liverpool getur svo sannarlega notað mann sem er 1,88m, kraftmikill og nautsterkur. En hann yrði okkar fimmti striker (Suarez, Sturridge, Aspas, Borini, (Costa)) og ég vona að það yrði frekar Borni sem myndi víkja frekar en Suarez ef einhver af þeim færi frá Liverpool í staðin sem verður að teljast líklegt.

 16. Eins og fleiri varð ég að googla & youtube-a þegar ég las fréttir dagsins. Mæli með þessu ágæta myndbandi einnig:

  http://www.youtube.com/watch?v=yo90od2Sgzk

  Er hann ekki annars bara keyptur fyrir Suarez til að taka hitann af honum í fjölmiðlaumfjöllun ? 😉

 17. Phil Ball, sem skrifar um spænska boltan á Soccernet, valdi Diego Costa besta leikmann síðasta tímabils fyrir utan Messi og Ronanldo. Í pistli þar sem hann gerir upp tímabilið segir hann:

  Player of the Year: It’s a tricky one, because the Messi-Ronaldo
  hybrid is becoming an unimaginative choice year after year. If I had
  to choose between them this season, I’d choose Ronaldo due to his
  sheer will-to-win attitude and astonishing consistency – but in a
  campaign that has not really thrown up any obvious candidates, save
  several from Real Sociedad, I’ll risk general wrath by going for
  Atletico’s Diego Costa. He’s a gnarly fellow, shaped from the same
  mould as his manager Diego Simeone, but his emergence this season,
  after being farmed out to Rayo Vallecano last time, has been nothing
  short of miraculous. Radamel Falcao has been the name in the
  headlines, but Costa has been the real motor of the side, scoring 20
  goals and generally annoying every team he has played against. He’s
  very astute, is good in every facet of the game and is competitive in
  the way that Simeone once was. Without him, Atletico would not have
  enjoyed such an excellent season.

 18. ég myndi nú halda að þessi costa sé hugsaður sem replacement fyrir anna’ hvort borini eða downing… suarez hlýtur að vera spenntur að fá svona vitleysing með sér í lið….

  gífurlega jákvætt líka finnst mér að það virðist enginn miðill hafa haft hugmynd um að þetta tilboð kæmi sem þýðir að samstaða sé innan veggja okkar ástkæra félags og þar að auki þá skal ekki fara drulla strax yfir njósnara teymið…. þeir grófu allavega cautinho upp þannig að að er eitthvað rétt að gerast hjá þeim…

  er stoltur af mínu félagi í dag 🙂

 19. Gaman að sjá loksins einhverjar fréttir, maður er búinn að nauðga F5 takkanum að ástæðulausu síðustu daga. Eina alvöru afþreyingin var að lesa orðaskiptin í síðasta þráð ;)..

  En þessi Diego Costa hlýtur að vera mikill meistari fyrst Deus #8 er spenntur fyrir honum.. Hef litið hérna inn nánast daglega síðasta eina og hálfa ár og aldrei séð neitt nema bölsót og neikvæðni frá honum..

  En að öllu gamni slepptu þá tilheyri ég jákvæða og bjartsýna hópnum hérna sem lætur ekki mikið í sér heyra. Hef fulla trú að núverandi hópur ætti að geta blandað sér í baráttuna um fjórða sætið að því gefnu að Suarez verði áfram. Höfum það í huga að þetta er í fyrsta skipti síðan Rafa var og hét, að sami stjóri hefur verið með liðið tvö undirbúningstímabil í röö. Kóngurinn fékk reyndar eitt og hálft tímabil, en hann tók við brunarústunum af Hodgson á miðju tímabili, og gat í rauninni ekki mótað liðið eftir sínu höfði fyrr en sumarið eftir. Brendan hafði allt síðasta sumar í tiltekt, og eftir hálft season, ásamt mjög góðum kaupum var liðið farið að spila eftir hans höfði. Nú er hann í aðstöðu til að móta liðið enn frekar.

  Á komandi tímabili getum við síðan sest í dómarastólinn og metið hvort hann (og FSG) hafi það sem þarf til að koma þessu gamla stórveldi upp á sinn verðskuldaða stall. En þangað til ætla ég að leyfa mér að vera óþarflega bjartsýnn og jákvæður. Ég segi bara eins og sönnum Liverpoolstuðningsmanni sæmir ” Næsta tímabil verður okkar tímabil”.

  Kv,
  Pollýanna

 20. Klárlega kaup til að sýna Suarez (og okkur hinum) að við ætlum okkur í þessa blessuðu Meistardeild.

  Costa – Sturridge – Suarez (B.up: Sterling, Aspas, Alberto, Downing, Borini & Assaidi)

  Coutinho – – – –

  Gerrard – Lucas – – –

  Gæti orðið ágætis sóknarbolti.

 21. Ps. við verðum klárlega hataðasta liðið á Englandi ef hann kemur og Suarez verður áfram. Djöfull er ég til í það.

 22. Hmmm, ef Diego Costa hefði smurt horinu í andlitið á Carragher en ekki Pepe, væru menn svona brosmildir yfir þessum leikmanni? Finnst full lítill klassi á honum þessum. Ég spyr… er virkilega nauðsynlegt að skipta út manni með full mikinn “farangur” fyrir annan með ennþá meiri?

 23. lýst ágætlega á þennan dreng ef Suarez verður áfram en mig grunar að hnn se hugsaður í stað suarez og þá lýst mér ekkert á þetta….

 24. Ef þessi kaup ganga eftir og Suarez verður áfram hjá Liverpool… endum við í 3. sæti! Þetta er maðurinn til að DJÖFLAST í varnarmönnum hjá liðum eins og Stoke o.fl. og hjálpar okkur að ná stigum gegn þess háttar liðum. Kaupum þennann dreng og bætum við MJÖG GÓÐUM cover fyrir L. Leiva og Liverpool er í góðum málum.

 25. jáháá við hljótum þá að fá eitthvað að rauðum spjöldum í vetur

 26. Hættið nú að tala um LFC og Suarez í sömu setningu. Hann er löngu búinn að naga sig frá klúbbnum.

  Hvað þennan Costa gaur varðar að þá er hann spurningarmerki. Mér finnst bara “Spurs” fnykur af LFC þetta sumarið. Við eigum að hafa boðið háar upphæðir í marga sterka leikmenn en fengið engan af þeim.

 27. Held að þetta sé nagli sem LFC þarf! Ef hann kemur þá er þetta bara byrjað að vera helvíti spennandi season.

 28. Sorry en mér finnst þessi leikmaður núll spennandi eftir að hafa horft á þetta video. Sýnist hann vera nær því að vera geðveikur en Pepe og þá er nú mikið sagt….

 29. Ég veit ekki með þetta snýta hori í aðra leikmenn og reyna að bíta í putta og allt það.
  Þetta virðist vera alveg nett “geðveikur” leikmaður og spurning hvort að þetta sé það sem við þurfum. Vissulega er þetta stór og sterkur leikmaður sem að myndi nýtast okkur vel að því leyti með litlu strumpunum okkar.

 30. Þessi lítur ágætlega út og er örugglega hugsaður sem replacement fyrir Suarez.
  Ég er algjörlega sannfærður um að Suarez fari frá okkur í ágúst og ég ætla að spá því að Chelsea losi sig við Torres til spánar fljótlega og kaupi Suarez rétt fyrir framan nefið á Arsenal.

 31. Samkvæmt espnfc.com þá spilaði Costa 36 leiki í byrjunarliði og kom 8 sinnum inn af bekknum í öllum keppnum. Í þessum leikjum skoraði hann 20 mörk, 10 mörk í deild og var með 8 stoðsendingar, 7 af þessum stoðsendingum í deild.

  Hann átti í heild 56 skot að marki og 26 hittu ramman svo hann er með ágætis ‘conversion’ á færum. Svo virðist hann sækja þokkalega mikið magn af aukaspyrnum eða 92 sinnum í deildinni á seinasta tímabili, til samanburðar náði Luis Suarez ‘aðeins’ í 61 aukaspyrnu á seinasta tímabili.

  Persónulega er ég alveg þokkalega spenntur fyrir þessum leikmanni, held að hann muni styrkja byrjunarliðið hjá Liverpool því hann virðist taka gríðarlega mikið til sín!

 32. Ég þurfti nú aðeins að horfa einu sinni á þetta Real Madrid myndband til að lítast illa á kauða. Vissulega virðist þetta vera góður leikmaður, en heilastarfsemin virðist vera álíka mikil og hjá Gamla vini okkar Diouf.

 33. Hér er ágætis youtube með Costa. Ég veit að þetta er brot af því best en þessi gæi er mjög góður í fótbolta. Á því liggur enginn vafi.

  http://www.thisisanfield.com/2013/08/diego-costa-scouting-report-the-loved-hated-jekyll-hyde-forward-from-brazil/

  Það væri ekki auðvelt að eiga við hann, Suarez, Sturridge og Coutinho svo mikið er víst.

  Draumastaðan er þessi:

  Höldum Suarez
  Kaupum Costa
  Leigjum/Kaupum Lorenzo Melgarejo
  Kaupum Papadopoulos
  Seljum Skrtel
  Seljum Downing
  Seljum Spearing
  Seljum Assaidi
  Seljum Pacheco
  Gefum ungu strákunum tækifæri

  Ergó: Tilbúnir í slaginn um 4. sætið

  YNWA

 34. Ef að Suarez verður áfram, og Costa kemur, mætti hann kenna Suarez að fara betur með boltann þegar hann fær hann. Miðað við þessi myndbönd er hann ekki að sóa tímanum í eitthvað óþarfa drippl eða stæla. Góð nýtni. Öfugt við Suarez.

 35. Guardian columnist Sid Lowe sums up his on-the-field personality perfectly:

  Diego Costa says that he never takes his work home with him. Which is probably a good thing. If he did, the Atlético Madrid striker might walk through the door, goad the dog with a stick, surreptitiously elbow his wife out of the way on the stairs, shrug his shoulders innocently as she lay in a crumpled heap at the bottom and whisper insults to his children, look the other way and whistle when they burst into tears. He might stroll into the living room and dramatically collapse on the floor, roll around the rug holding his head and appeal for a penalty. He might even get it too.

 36. Sko bara til að hafa hlutina á hreinu þá fíla ég almennt ekki óheiðarlegan eða dirty leik. Og þessi gæji er fullur af svoleiðis. Hitt er annað mál að Liverpool í dag þarf á svona leikmönnum að halda. Eins og Magnús T #10 segir hér að ofan, það þurfti Paul Ince til að tækla af því að spice-boys voru of miklar dúkkur til þess. Það þarf bad-boy attitude til að ná árangri, það þarf dirty spilara sem andstæðingarnir hata að spila gegn. Málið með Diouf var að hann gat ekkert í fótbolta og var klikkaður. Þessi getur eitthvað í fótbolta og er klikkaður.

  Þess vegna væri ég alveg til í að sjá þennan mann í rauðri treyju eftir tvær vikur. Ég meina, hefðum við ekki viljað fá Suarez? Við vissum þá að hann var bad-boy, hverjir eru á móti því í dag? Kostar svipað, svipaður karakter, öflugur sóknarmaður, stór og sterkur, ef hann hættir dýfum og horslummuslettum þá verð ég sáttur.

 37. Ég er nú ekki vanur að vera spenntur fyrir leikmönnum sem ég hef aldrei séð eða heyrt um. Tek það fram að ég horfi reyndar ekkert á spænska boltann.

  En þegar ég sé þessi myndbönd og skoða stats þá minnir hann mig rosalega á Ruud Van Nistelrooy bara með attitude!!! Hávaxinn og sterkur eins og naut, þokkalega hraður, skorar bara í boxinu. Þegar ég hugsa meira um þetta þá skil ég ekki hvað hann er að gera í spænska boltanum – ætti klárlega að vera í enska eða þýska.

  En ég er klárlega að fíla attitude-ið í honum og ef Aspas er með svona mikið attitude… Costa, Aspas og Suárez 🙂

  Þá hættir liverpool sennilega að vera prúðasta liðið spjaldalega séð. Það er klárt.

 38. Loksins kemur einhver með testosterón í þetta lið! Rodgers talaði einmitt um að það vantaði smá karlmennsku í liðið á síðasta tímabili, sem sást greinilega þegar við mættum liðum sem byggðu á líkamlegu afli

 39. Hahaha það verður hátíð hjá bresku pressunni ef hann kemur. Vonandi að hann höndli hana betur en Suarez litli sem fékk aldrei frið út í búð og vill flytja til annars lands, landsins London.

  En án spaugs, stundum hefur manni funndist vanta þetta killer instinct í Liverpool og grimmd. Oft geta svona menn verið fínir uppá að berja menn áfram og koma sigurvilja inní hausinn á þeim.

  Roy Keane og Cantona voru svona nett bilaðir, það virkaði ágætlega.

 40. Sæl öll.

  Það er alveg kominn tími til að það komi leikmaður til Liverpool sem tekur eitthvað í bekkpressu, það er alla veg það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá mynd af Costa, minnir mig svolítið á Hulk er alla vega þokkalega kjötaður kallinn.
  Annar held ég að Suarez sé að fara fyrst þeir eru að reyna að kaupa Costa þeir eru með nokkra menn sem geta skorað t.d. Sturridge, Borini, Ibe,Coutinho og Aspas.

  KV JMB

 41. Það getur verið ansi erfitt að vera eins óþolinmóður og ég er. Ég vil bara fara að byrja þetta. Deadline á morgun, leikur á hinn.
  Svo veit ég hreinlega ekki með Costa. Eins og einhver benti á hér að ofan þá gæti hann verið ágætis kostur sem vöðvaskrímsli sem getur tekist á við helvítis varnarbuffin sem finnast víða á Englandi. Manni finnst oft okkar menn vera tveimur númerum of litlir og mjóir. En ég er hræddur ef gaurinn reynist svo vera algjör óhemja. Dómarar á Englandi eru fljótir að sigta svoleiðis gaura út og gefa þeim oft lítinn sem engan sjens.

 42. Èg mun ekki gràta það ef hann kemur til okkar, verdum lìklegast med dýrvitlausustu og skapmestu framlìnu á englandi ef ad Suarez verdur kyrr, með Aspas og Costa með honum. Þa? mà ekki gleyma þvì ad þetta eru menn sem gjörsamlega þola ekki að tapa! Fjandinn hafi það èg myndi ràða Vinnie Jones ef að hann gæti spilað ennþà og hann passaði ì leikkerfið okkar! YNWA

 43. XI: Mignolet, Enrique, Agger, Toure, Johnson, Lucas, Gerrard, Coutinho, Suarez, Sturridge og Costa.
  Subs: Jones, Skrtel, Kelly, Allen, Henderson, Sterling og Aspas.
  Utan hóps: Coates, Alberto, Downing, Wisdom, Ibe og Borini.

  Þetta er ekkert svo slæmt.

 44. Er þessi Costa ekki bara hugsaður til að taka fjölmiðla umfjöllunina af Suarez? hann lookar fyrir að vera verri ef einhvað er en Suarez þegar kemur að því að pirra andstæðinginn. Það væri ljómandi fínt að gefa Suarez smá frí með því að fá einn geðsjúkling sem tekur fyrirsagnirnar.

  Svo er ekki verra að hann kann alveg fótbolta.

 45. Skrítin umræða hérna. Menn eru að ætlast til að fá góða leikmenn leikmenn en finna sér allt til foráttu þegar einhver er orðaður við klúbbinn. 24 ára gamall sterkur hátt í 190 cm sterkur skalla maður með 20 mörk í öllum keppnum leggur upp og sterkur varnarlega séð. en stundar brjálæði er nóg til þess að menn vilji ekki sjá hann bara af því að það gæti gerst aftur.Keane,cantona,zidane,van bommel,peppe,casgoigne,balotelli, di canio,Gattuso,Maradonna, já og Suarez. Allt menn sem eiga það sameiginlegt að vera ekki skörpustu hnífarnir en já takk hefði viljað hafa þá alla í liðinu mínu og hvernig getur maður sem fékk 14 gul í yfir 40 leikjum og 1 rautt spjald talist vera líklegur til að valda miklu veseni.

 46. HaukurH með flottann lista yfir menn sem unnu titla….. Við höfum ekki efni á að segja nei við slíkum mönnum og fyrir mér persónulega þá fíla ég betur menn sem klína hori í aðra en þá sem éta það sjálfir!!!

 47. Blautasti draumur minn þessa dagana er að LFC kaupi Costa og Suaréz verði um kyrrt. #Skuggalegframlína.

 48. Þessi náungi er klæðskerasaumaður fyrir okkar lið og ef hann fær treyju númer ellefu og lætur sér vaxa mottu þá er um við loksins komnir með eftirmann Souness sem við sem erum eldri en 45 mun um eftir sem frábærum leikmanni en algerum rudda sem engvir aðrir þoldu.

 49. Ég er sammála mönnum sem vilja líta framhjá þessum leiðinda atvikum í leik hans. Það eina sem skiptir máli er hvort að þessi leikmaður sé nógu góður til að bæta liðið eða ekki. Mér gæti ekki verið meira sama um hvort að hann reyni að bíta einhvern eða kasta smá hori í hann ef hann bætir liðið það mikið að Liverpool komist í Meistaradeildina.

  Ég meina kommon, ein helsta stjarna Man Utd er það mikill drullusokkur að hann hélt ítrekað framhjá með konu bróður síns og fyrirliði Chelsea sefur hjá konum samherja sinna. Menn verða nú ekki mikið meiri viðbjóðar en þetta og hverjum er þá ekki sama þó að menn narti aðeins í mótherja sína á meðan leik stendur? Það er allavega skárra en að hafa lið sem er eingöngu skipað kórdrengjum og vinnur aldrei neitt 🙂

  Diego Costa virðist vera mjög góður leikmaður og myndi örugglega styrkja lið Liverpool en mig grunar að menn séu því miður að undirbúa sig fyrir brottför Luis Suarez.

 50. Hvert ætti Suarez að fara .. þ.e.a.s. ef Bale fer til RM ? PSG,RM,Barca búið að versla stór kaup.. og ekki fer hann til Arsenal United og City … þá er það bara Chelsea og Bayern eftir sem ég stór efast um.

 51. Atletico neitar thví ad tilbod hafi borist og vilja ekki selja at any price. Á sama tíma segir bbc ad Suarez muni líklega fara í mál vid LFC. Good times!

 52. og hvernig getur maður sem fékk 14 gul í yfir 40 leikjum og 1 rautt
  spjald talist vera líklegur til að valda miklu veseni.

  Amen, sjáið svo Suarez. Um 20 leikir í bönn en ekkert rautt spjald. Merkilegt.

 53. Er Atletico að fara að selja annan góðan sóknarmann eftir að hafa selt Falcao þegar þeir eru að fara í Meistaradeildina? Finnst það hæpið.

 54. Ég var að reka augun í þessa frétt mbl.is nú fyrr í kvöld http://www.dv.is/consumer/2013/8/2/um-30-prosent-dyrara-ad-horfa-enska-boltann-i-vetur/

  En í henni segir að enski boltinn muni hækka töluvert í verði, eða um 30% fyrir þennan vetur hjá Stöð 2 Sport. Þetta er auðvitað alger svívirða að rukka menn um 9.000 krónur á mánuði og senda manni málhaltan Gaupa og úrillan Arnar inn í stofu til manns á fallegum sunnudagsmorgni.

  Til að undirstrika drullusokkaháttinn í þeim, þá tekur þessi hækkun ekki gild fyrr en 1. september – þannig að það á algerlega að hala in viðskiptavinum inn núna á næstu 2 vikunum, fá þá í bindisamning út tímabilið, og skella svo verðhækkuninni á í skjóli myrkur um næstu mánaðarmót. En svona er bara þeirra skítlega eðli.

  Það er vissulega alltaf þessi möguleiki sem að unga fólki stendur í, að streama leikina, en ég vil það ekki. Mér finnst alveg sjálfsagt að greiða fyrir þá þjónustu sem ég fæ, í þessu tilviki enska boltann, en ég vil þá líka að verðið sé á eðlilegum nótum.

  Væri ekki lag ef að síðuhaldarar myndu bjóða einhverjum af þessum gervihnattafyrirtækjum að kynna þjónustu sína í pistli hér á síðunni og lista upp fyrir mönnum hvað sé í boði og hvað má reikna með að hlutirnir kosti. Mér skylst að það séu heilmiklar breytingar á útsendingarfyrirkomulaginu í ár og því væri gaman að fá upplýsingar um frá öðrum aðilum áður en maður lætur Jón Ásgeir og frú r*** manni í r*ss****ð eina ferðina enn.

 55. 68

  Er þessi kostnaður ekki tilkominn vegna þeirrar reglu að þeir verða að hafa íslenska þuli á öllum leikjum sem þeir sína.

  Þessi lagasetning er vandamálið, hvort sem hún er innlend eða erlend.

 56. @68
  ég er með sat-disk og dreambox. borga 50 pund á 3 mán fresti og allir helstu pakkar evrópu opnir. fyrir mér skiptir engu máli hvort leiknum sé lýst á ensku,frönsku,spænsku,ítölsku,sænsku,grísku eða pólsku. næstum allt er skárra en Gaupi og co. 😉

 57. Langar að spyrja, ef ég er með sportpakkann hjá skjánum, get ég þá verið öruggur um að sjá sem flesta Liverpool leiki? Finnst fáránlegt að borga 9000 kr fyrir að horfa á tvo leiki á viku og messuna. Þessi sportpakki er meira en þrisvar sinnum ódýrari.

 58. 9000 kr. er náttúrulega allt- allt- alltof mikið fyrir bara deildina, ef maður vill sjá deildarbikar, fa bikar eða meistaradeild þá þarf að bæta hinni rásinni við.
  Ef þetta væri sameinað í eina áskrift þá er dæmið aðeins skárra, ansi dýrt en skárra.
  Af hverju leggja þeir dæmið ekki upp þannig að það er t.d. bara ein áskrift með öllu?

  Nú eða ef þeir endilega vilja skipta þessu upp Stöð2 sport og Stöð 2 sport fótbolti með öllum boltanum?
  Gæti trúað að þeir fengu fleiri kúna með þessum hætti. Þessi skipting eins og hún er núna er ömurleg og alls ekki hugsuð út frá viðskiptavininum eða til þess að fá fleiri viðskiptavinni inn, nei þeir frekar tapa þeim í streaming, sky eða pöbbana.

 59. Hvað er að ykkur. Hann er að keppa á móti Real Madrid, erkifjöndunum, og er aðeins að djöflast í fíflinu honum Pepe. Þetta er bara alvöru maður.

Ágúst er mættur (opinn þráður)

Liverpool 2 Olympiacos 0