Björkvöld á föstudaginn / Opin umræða

Þar til upphitun kemur á morgun er ekki úr vegi að hafa bara opna umræðu og nýta tækifærið til að minna á að taka föstudaginn næsta frá fyrir fyrsta Pub Quiz Liverpool bloggsins og bjórkvölds Liverpool klúbbsins. Við auglýsum þetta betur alveg á næstunni en bendum áhugasömum á að þeir þurfa sannarlega að fara lesa sig til um klúbbinn til að vera með hlutina á hreinu á Players á föstudaginn 🙂

45 Comments

  1. Þetta er magnað framtak, og gaman frá því að segja, að við norðan menn stefnum á að fjölmenna á þessa skemmtun ! – Við vitum að vísu ekki neitt sem gæti gagnast í Pub Quiz, en orðið bjórkvöld var eitthvað að heilla okkur 😉

    Það verður sko engin rúta, heldur langferðarbíll !!!

    Insjallah.. Carl Berg

  2. Góð hugmynd hjá isloga í #2, við sem erum berskjaldaðir yrðum voða glaðir allavega að heyra menn tjá sig undir nickinu sínu!!!

    Verður skemmtilegt, sannfærður um það!

  3. Leiðinlegt að geta ekki mætt! Treysti því að þetta sé ekki “one time thing”, mæti klárlega næst.

    Virkilega góð hugmynd, kudos!

  4. Var að koma heim úr vinnunni (vinn á hóteli í Dublin) þar sem ég yfirsá prívat kvöldverð fyrir sjónvarpsstöðina ESPN. John Aldridge og Ronnie Whelan voru aðalgestir þar sem talsmenn ESPN voru að kynna þeirra markmið með sýningarrétt á Ensku deildinni. Talið barst fljótt að Liverpool nútímans og töldu báðar hetjurnar víst að Roy Hodgson væri bara tímabundinn “leppur” þar til framtíðarstjóri finnst og að einu leikmennirnir sem verða seldir (í Janúar og í sumar) væru þeir sem Roy fékk inn (mínus Meireles) auk Babel.

    Ótrúlega gaman að hlusta á sögurnar sem þessir karlar höfðu að segja, þvílíkt skopskyn sem þeir hafa…enda Írar báðir tveir!

  5. Skítt með nafnspjöld, leitið mig bara uppi. Svona lítur kallinn út á bjórkvöldi:

    Babú verður svo í Selfoss-treyju. Maggi verður þessi sem talar af viti og Steina þekkja allir (því miður).

    Einfalt.

  6. Gylfi Freyr – svolítið spes að heyra Aldridge, sem hefur verið einn þeirra sem gagnrýndu Rafa, segja að bara Hodgson-kaupin og Babel verði látnir fara. Ég hélt að Hodgson hefði erft svo lélegt lið eftir Rafa í sumar? Og á samt ekki að selja neinn af þeim nema Babel? Skrýtið.

    Það er alveg ljóst að liðið sem Hodgson erfði í sumar var ekki nógu gott til að vinna titil. En hann bætti liðið ekki heldur með sínum kaupum. Sagði það eftir leikinn í gær, Babel, Jovanovic og Poulsen eiga að vera fyrstu menn út um dyrnar. Hef séð nóg til Babel og Poulsen og Hodgson virðist þegar hafa afskrifað Jovanovic.

  7. Já, ég verð svo þessi myndarlegi á svæðinu 😉

    Insjallah..

    Carl Berg

  8. Pepe Reina:
    ‘I signed a six-year deal seven months ago and I’m happy at the club, but every footballer wants to be competing for trophies and winning things.

    ‘I will stay at Liverpool at least until the end of the season. I know there are rumours about me leaving but I want to make it clear that I have no intention of going back to Spain.’

    Reina also hinted that previous manager Rafael Benitez’s departure in the summer had not left him overly happy.

    ‘Rafael Benitez was an essential person for this club and the reason I came to Liverpool,’ he said.

    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1327896/Arsenal-Pepe-Reina-red-alert-Liverpool-keeper-hints-quit-Anfield-summer.html?

  9. Þetta er eitthvað til þess að hafa áhyggjur af. Ég hef hingað til talið Reina einn af þeim sem myndu ekki yfirgefa Liverpool og setti hann í hóp með Carragher, Kuyt (nema einhver þjálfari myndi vilja losa sig við hann) og núna Gerrard. En þetta þýðir bara eitt, Henry verður að sannfæra hann um að halda áfram hjá Liverpool. Kaupin í janúarglugganum þurfa að vera metnaðarfull og við verðum að stefna á að komast í meistaradeildina, þrátt fyrir slæma byrjun. FA eða/og Uefa væri líka mjög sterkt. Þetta eru samt augljós markmið, en þau verða alltaf mikilvægari og mikilvægari.

    Það yrði líka grátlegt að sjá hann í öðru liði í ensku deildinni.

  10. Öll svona comment sem koma frá leikmönnum Liverpool þessa dagana
    eru ekkert nema þeirra leið til að þrísta á að liðið verði styrkt með kaupum
    á heimsklassa leikmönnum. 🙂

  11. Númer 13, persónulega finnst mér akkúrat ekkert áhugavert við þessa grein, frekar en annað sem þessi gaur setur á prent. Annálaður stuðningsmaður Hicks, hefur verið í agenda gagnvart fyrri stjóra í mjög langan tíma og er almennt (af LFC stuðningsmönnum) talinn mesti bullari fyrir utan kannski Conman hjá Koptalk. Bara nokkrir punktar úr þessum “facts” hjá honum:

    Liverpool had only 3 (barely competitive) pre-season games this year (!). Typically, the club will have 5-7 games to prepare for a new season. Combine that with lots of players returning from the World Cup and you can see how this could have an impact on preparation.

    Það er HM ár, það er sama staðan hjá öðrum liðum. Stjórinn kemur að skipulagningu á æfingaleikjum, og þeir voru reyndar 4.

    Hodgson took over on 1 July 2010; Liverpool’s season kicked off on August 5th, which gave him just over a month of preparation time. That’s not much time at all, is it?

    HM ár eða ekki HM ár, leikmenn liðanna í ensku deildinni eru í fríi til 1. júlí á hverju einasta ári. Deildin byrjaði svo ekki fyrr en 15. ágúst. Ósköp eðlileg skipulagning, en inn komu líka tveir leikir í undankeppni EL sem varla geta talist til annars en æfingaleikja einnig.

    To add insult to injury, Hodgson’s momentum and time with the team has been disrupted by TWO International breaks since the season began. Ordinarily, that wouldn’t be a problem, but in a World Cup year, with limited preparation time and a non-competitive pre-season campaign, time with the team to get ideas across is essential.

    Og hverjar eru fréttirnar? Eitthvað nýtt á þessum bænum, er þetta ekki staðreynd á hverju einasta tímabili? Svo fer hann í einhvern samanburð, t.d. á Evrópuleikjum. Hann ætti kannski að reyna að átta sig á því að við erum að spila í EL núna, en ekki CL, smá munur á því.

    Staðreyndin var einfaldlega sú að þetta versta byrjun LFC í deild frá því að AMMA fæddist, það er alveg sama hvað reynt er að draga fram, það var óásættanlegt. Þar fyrir utan spilaði liðið algjörlega hörmulega. Það er komin betri tíð núna og að sjálfsögðu styður maður liðið og stjórann á meðan svo er. Batnandi mönnum er best að lifa. En Jaimie Kanwar er áfram einn mesti bullustertur (LFC tengdur) sem fyrirfinnst á internetinu.

  12. En að efni þessarar færslu, það verður alveg fáránlega gaman að hitta lesendur síðunnar (sem komast) á föstudaginn. Við félagarnir erum búnir að vera að semja spurningar hægri vinstri undanfarna daga og það verður ekki lítið gaman að sjá menn reyna sig á þeim. Núna er um að gera að renna yfir kop.is fram að helginni 🙂

  13. Hvað myndu menn segja við Niko Kranjcar hjá Tottenham ?

    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/11/09/unsettled-tottenham-hotspur-player-niko-kranjcar-would-fancy-liverpool-fc-move-says-his-dad-100252-27624239/

    Eða þennan hérna sem að var frábær með City í fyrra en hefur ekki fundið sig hjá Aston Villa

    http://www.caughtoffside.com/2010/11/08/liverpool-ready-to-sign-unhappy-aston-villa-midfielder-stephen-ireland-if-houllier-chooses-to-sell/

    Báðir sterkir leikmenn sem eru vanir Ensku deildinni.

  14. Kristján Atli – Mér fannst þetta einmitt mjög sérstakt hjá Aldridge, hann virðist þjást allsvakalega af Reykhás Syndróminu. Annars fannst mér hann ekki koma gáfulega fyrir, bara þessi klassíski “working class” einfeldlingur ef svo má segja.

    Annars finnst mér þetta bjórkvölds framtak ótrúleg snilld og get ekki beðið eftir að komast á eitt slíkt. Vitaskuld er nauðsynlegt fyrir alla að vera með nafnspjald með nikkinu sínu!

  15. 14 Var ekki Tompkins annálaður stuðningsmaður Rafa? Er þá eitthvað áhugavert að sjá hvað hann setur fram?

    Ég meina persónulega finnst mér Tompkins ruglaður sem og reyndar þessi persóna sem styður Hicks enda er ég á því að það þurfi að vera eitthvað mikið að til að styðja Hicks.
    Tompkins er alveg jafn mikill bullstertur eins og þú orðar það en samt eru rosalega margir, btw sem voru stuðningsmenn Rafa gjörsamlega slefandi yfir þvælunni frá honum og trúa þessa eins og kirkjunnar menn á biblíuna. Bæði flottur skáldskapur sem fær ótrúlega marga til að hlusta. :o)
    Jæja en þetta voru nú bara skoðunarskipti og já líka sammála á einhvern hátt.

    Horfi bara fram á veginn á bjartari tíma, liðið komið með 4 sigur leiki í röð og liðið að ná saman loksins. Nýjir eigendur, nýr stjóri og ég hef trú á því að með smá styrkingu í janúar að þá séum við á réttri leið.

    En að þræðinum sjálfum. Flott framtak en þar sem ég bý ekki á Íslandi þá verður erfitt að koma :o). Hef reyndar verið mjög óvirkur í pöbba dóti og að fara út að sjá leiki eftir að ég fluttist hingað en kannski eru þeir með eitthvað svona hérna í Noregi.
    Maður þarf kannski að grafast eftir því.

    • Var ekki Tompkins annálaður stuðningsmaður Rafa? Er þá eitthvað áhugavert að sjá hvað hann setur fram?

    Ertu að grínast? Hefur þú lesið jafn mikið eftir báða? Trúðu mér Tomkins var fylgjandi Benitez og hefur gert sitt ALLRA BESTA til að sýna fram á afhverju. Þessi Kawnar er bara blöðruselur sem þráir athygli á skrif sín meira en Henrý Birgir, hvort sem það er neikvæð eða jákvæð. Himin og haf milli þessara manna og enginn tilviljun að t.d. nýjir eigendur LFC bjóði Tomkins í mat til að fá hans sjónarmið á klúbbinn en Kawnar hefur að því er ég best veit ekki fengið svo mikið sem pulsu á Bæjarins Bestu.

    Stórundarlegt að fólk lesi ennþá það sem kemur frá Liverpool-Kop, fyrir mér er það svipað gáfulegt og að taka því sem kemur frá The S*n sem vott af sannleik.

  16. Hlakka til að hitta mannskapinn. Verður gaman að sjá og kynnast mönnunum á bak við skoðanirnar sem maður hefur lesið um. Bömmer að hafa svona lítinn undirbúningstíma eða réttara tímasettningin. Er í miðjum ritgerðamánuði þannig að maður verður að treysta á vitneskjuna sem fyrir er í kollinum þar sem engin tími er til að lesa sér til. [farinn að afsaka mig fyrirfram :þ ]
    Þetta verður þrusu gaman hlakka til að sjá sem flesta.

    Mostly harmless, Precious.

  17. Ég er ekki að grínast með það Babu að mér finnst Tomkins vera óþolandi, hef í raun mun sterkar orð sem mér finnst um hann en kannski ekki viðeigandi á opinberum vettvangi.
    Ég þoli ekki já menn og sleikjur sem henda fram hinu og þessu og hagræða sannleikanum. Ég sagðist aldrei nokkurn tíma taka mark á Kawnar og mér er nokk sama hverjum er boðið í mat hingað og þangað. Það breytir því ekki að ég hef oftast nær gefist upp á pistlum Tomkins því ég er oftar en ekki ósammála honum.
    Hann er ekki slæmur penni og sérstaklega ekki fyrir þá sem fylgja honum en fyrir mína parta þá er hann óþolandi.

  18. Eitt sem ég gleymdi að nefna, nei ég hef ekki lesið jafnmikið eftir báða. Hef mun oftar reynt við að lesa pistla Tomkins en gengið illa.

  19. Ég hef áhyggjuefni þegar Pepe Reina kemur fram í miðlum og lætur hafa svona eftir sér. Bara til þess eins að skapa óvissu meðal leikmanna. Hvernig væri að halda þessu fyrir utan kastljós fjölmiðla og tala frekar beint við stjórnendur Liverpool. Mér finnst þetta lélégt þegar loksins er farið að ganga betur. Ég segi samt eins og John Henry sagði, ef þú vilt ekki spila lengur fyrir Liverpool FC þá er þér frjálst að fara !

  20. Jæja þá þú getur haft þína skoðun á honum fyrir mér en getur verið að það sem sé svo óþolandi við Tomkins að hann rannsakar sitt mál manna best og leggur sínar skoðanir fram á hátt sem reynist erfitt fyrir marga að mótmæla?

    Ég er ekki að segja að allt sé satt og rétt og hvað þá heilagt sem kemur frá Tomkins, hann segir það ekki einu sinni sjálfur, en að þér finnist hann einfaldlega óþolandi eru voðalega lítil rök finnst mér.

    • Ég þoli ekki já menn og sleikjur sem henda fram hinu og þessu og hagræða sannleikanum.

    Er ég semsagt í þessum flokki fyrir þér þar sem mér finnst Tomkins vera besti penni sem fjallar um Liverpool FC…by far?

  21. Ég verð að segja að þetta framlag frá ykkur, og auðvitað Liverpool klúbbnum líka, er til fyrirmyndar og virkilega spennandi. Það er bara synd að maður geti ekki skellt sér suður til að mæta á þetta.

  22. Óli Haukur segir:

    „Það er bara synd að maður geti ekki skellt sér suður til að mæta á þetta.“

    Snilld! Erkióvinur minn mun ekki mæta. Nú mun mín stjarna skína skært og ég get óhræddur tjáð mig án þess að óttast að menn segi, „Óli Haukur var þegar búinn að segja þennan brandara.“ 😉

  23. Ég verð þessi sem verð SKÆLBROSANDI eftir tveggja leikja SIGURferð 😀

  24. Haha Kristján, ég ætla ekkert að gefa eftir þó ég mæti ekki, ég reyni bara að twitta brandarana í tæka tíð! Sleppur ekki svona auðveldlega! 😉

  25. Carl Berg: Getur langferðabíllinn stoppað í Borgarfirði og tekið einn ölþyrstan púllara með sér?

  26. Sælir félagar

    Þetta hugnast mér vel. Ljóst að ég mun drekka mann og annan undir borðið.

    Það er nú þannig.

  27. Kennedy – jájá, en ekki búast við að hann mæti og geri grín á þér á móti.

    Jafntefli hjá Tottenham og Sunderland í kvöld þýðir að þau eru bæði bara stigi fyrir ofan okkur. Við verðum að vinna á morgun, halda skriðþunganum á fullu.

    Upphitunin er á leiðinni, meistari SSteinn er að klára að baka nokkrar möffins og strauja skyrtur og svo kemur þetta.

  28. @ Júlli – Hvar ertu í Norge? Getum við ekki bara komið upp okkar eigin quiz-kvöldi?

    • Kennedy – jájá, en ekki búast við að hann mæti og geri grín á þér á móti.

    Hefur hann einhverntíma talað um að hann ætli ekki að mæta??? Myndi segja að þetta væri alveg 50/50 með hann ennþá 🙂

  29. @ Bjöddn. Ég er í Lier, tja eða verð kominn í Mjondalen 19 nóvember.
    En mér líst ekki illa á þetta. Um að gera að gera eitthvað ef við erum í nágrenninu.

  30. Tveir dagar eftir, menn vonandi að lesa sér til um klúbbinn og allt í kringum leikmennina, þó er ég ekki viss um að menn þurfi að rifja upp skóstærðir og nöfn eiginkvenna.

    Og þó……….

  31. 42: Nú.. ég hefði nú aldrei grunað það … ;

    Ég kanna málið… þér er nú samt vissara að koma á mig netfanginu þínu, til öryggis, ef þetta gangur upp.

    Insjallah…
    Carl Berg

  32. Bjöddn, ertu í Osló, mættu þá á Andy’s pub, núna, þar fer fram Liverpool Quiz

Liverpool – Chelsea 2-0

Wigan á morgun