Liverpool – Chelsea 2-0

Það er alveg hreint ákaflega hressandi að slútta helginni á mjög góðum sigri á hinu mjög vel keypta Chelsea liði sem hefur byrjað mótið gríðarlega vel, öfugt við okkar menn. Það er jafnvel ennþá meira hressandi að hinn “daufi” og “pirraði” Fernando Torres sjái um að klára þá með tveimur frábærum mörkum svo ekki sé talað um að maður leiksins er líklega hástökkvari tímabilsins í vinsældum meðal stuðningsmanna Liverpool, Lucas Leiva.

Það væri síðan hræsni að hrósa ekki Roy Hodgson fyrir þennan sigur því hans leikskipulag gekk mjög vel upp í dag og baráttan í liðinu, sérstaklega í fyrri hálfleik var gríðarleg. Hann er búinn að gera vel síðan við skitum á okkur gegn Everton og þessi sigur á Chelsea var alveg hreint risastór miðað við það sem á undan hefur gengið í ár.

Ég sem einn mesti gagnrýnandi Hodgson skal glaður taka það strax fram að meðan Hodgson er að fá liðið til að sýna baráttu eins og í dag og gott spil á köflum svo ekki sé talað um að safna stigum þá má hann stýra Liverpool áfram. Mér líkar ekki að við stillum upp sem litla liðið á Anfield eins og við gerðum svolítið í dag og vill sjá það breytast undir stjórn NESV en ætla alls ekki að gagnrýna að þetta sé gert í dag gegn Chelsea enda þó nokkur munur á leikmannahópum liðana eins og staðan er núna.

En þá að leiknum sjálfum.

Liðsuppstilling Hodgson kom þó nokkuð á óvart fyrir leik þó það hafi að mestu komið til vegna meiðsla eða veikinda. Johnson sem spilaði heilan leik á fimmtudaginn tognaði fyrir þennan leik, Kyrgiakos var veikur, eitthvað sem ég hreinlega hélt að myndi ekki gerast og Joe Cole var meiddur. Á hinn bóginn var Dirk Kuyt kominn aftur og boy o boy var hann kominn aftur.

4-4-2 í dag með Kuyt upp á topp og mjög þétta miðju.

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Konchesky

Meireles – Lucas – Gerrard – Maxi
Kuyt – Torres

Bekkurinn Hansen, Wilson, Spearing, Poulsen, Shelvey, Ngog, Jovanovic.

Fyrri hálfleikur byrjaði alveg dæmalaust rólega og lítið sem ekkert merkilegt gerðist fyrstu tíu mínúturnar. Það er fínt mál ef þú hefur Fernando Torres í þínu liði því hann getur fuðrað upp á örskotstund. Það gerði hann á 11.mínútu þegar Dirk Kuyt tók við góðri sendingu frá Skrtel, sneri sér og sendi algjörlega frábæra sendingu yfir vörn Chelsea og beint í lappirnar á Torres sem tók frábærlega á móti boltanum brunaði að marki og lagði boltann af öryggi framhjá Cech í marki Chelsea, eða Hjálmari eins og Gaupi kallaði hann í leiknum. Æðislegur ávani hjá Torres að skora alltaf gegn Chelsea og þetta var 4 markið hans gegn þeim í 4 leikjum.

Eftir þetta kom mjög mikið sjálfstraust í okkar menn sem stjórnuðu miðjunni gjörsamlega án þess þó að liðin væru að skapa sér mörg teljandi færi. Lucas, Meireles og Gerrard voru gjörsamlega út um allt og ef Chelsea hætti sér nálægt vallarhelmingi Liverpool var þeim mætt af gríðarlegum krafti. Chelsea saknaði klárlega Lampard og Essien í dag en það tekur ekki neitt frá okkar miðjumönnum sem áttu allir mjög góðan dag. Eins þarf nú að taka fram að við spiluðum allann tímann án C. Poulsen!!

En það helsta sem ég punktaði hjá mér í fyrri var að Yuri Zhirkov var heppinn að fá ekki dæmt á sig víti þegar hann fékk boltann klaufalega í hendina innan teigs og eins var John Terry mjög heppinn að fá ekki gult þegar hann fór harkalega aftan í Torres sem lá eftir ásamt reyndar Terry og Alex sem varð einnig fyrir Terry hraðlestinni.

Fyrri hálfleikur hefði síðan ekkert getað endað mikið betur, Lucas og Meireles pressuðu miðjumenn Chelsea frábærlega og Meireles vann boltann og sendi á Torres sem var úti við vítateigshornið, tók Ivanovic á þó ég sé ekki alveg viss um að hann hafi vitað af honum, sá að fjærhornið var ekki að gera neitt sérstakt og klíndi því boltanum af fádæma öryggi þangað. Stórkoslegt mark hjá okkar mönnum og gríðarlega gott dæmi um að pressan og baráttan var að skila árangri.

Það heyrðist síðan ekki þegar Howard Webb flautaði til leikhlés enda Torres lagið í “spilun” á Anfield og volume takkinn var skrúfaður í botn.

Í hálfleik virðist Ancelotti hafa áttað sig á að hann væri í alvörunni mættur á Anfield og Liverpool er ennþá alveg á lífi og sýndi hann okkur þá virðingu að setja sinn langbesta sóknarmann inná. Það var reyndar eitthvað talað um að Drogba hafi verið veikur í vikunni en hver á svosem að trúa því? Hann var pottþétt að leika það enda skíthræddur við Anfield og auðvitað þekktur fyrir áhuga sinn á leiklist.

Fyrstu 20-25 mínútur seinni hálfieiks voru þó alveg djöfululega erfiðar fyrir okkar menn, liðið datt allt of aftarlega og bauð Chelsea í heimsókn, eitthvað sem eiginlega bara má ekki. Chelsea fékk á þessum kafla eitthvað af föstum leikatriðum á hættulegum stöðum en við stóðum það af okkur sem betur fer, þó ljóst væri á 70.mínútu að margir leikmanna Liverpool væru orðnir eins og undirritaður eftir 10.mínútur á hlaupabretti.

Á 65.mínútu getur samt verið að Pepe Reina sem ekkert hafði þurft að gera í leiknum hafi blásið mesta vindinn úr gestunum. Það gerði hann með heimsklassa markvörslu eftir skot frá Malouda sem skaut af stuttu færi eftir að Drogba hafði sent fyrir markið.

Í kjölfarið fóru okkar menn aftur að komast yfir miðju og á 73.mínútu var Dirk Kuyt gríðarlega nálægt því að kála leiknum endanlega eftir fyrstu hornspyrnu okkar manna í leiknum. Kuyt fékk boltann eftir klafs í teignum og náði fínu skoti að marki sem Peter “Hjálmar” Cech varði stórglæsilega í horn.

Eftir þetta veit ég ekki alveg hvað gerðist í leiknum enda ákaflega stressaður og ekki var Gaupi að hjálpa mikið til ef maður leit af skjánum enda svona lýsandi sem talar um hornspyrnu á hættulegum stað, Gaupi samt flottur 🙂

Síðasta markverða sem gerðist í leiknum var svo þegar Pepe Reina staðfesti endanlega að Chelsea var ekkert að fara skora í þessum leik. Anelka var í dauðafæri og náði föstu skoti sem Reina náði einhvernvegin að verja undir sig og þaðan í þverslánna. Þaðan barst boltinn til Drogba sem missti hann aftur til Reina.

2-0 sigur staðreynd og guð minn góður hvað við máttum alveg með slíkum tölum úr þessum leik.

Eftir svona leiki er ekki hægt annað en að hrósa flest öllum okkar leikmönnum enda sigur á besta liði Englands eins og staðan er í dag og það án þess að fá á sig mark.

Reina gerði sitt og rúmlega það þegar á þurfti að halda og Carragher sem er miðvörður og spilaði miðvörð var að spila einn sinn besta leik gegn Chelsea síðan 2005 (hefur reyndar ekki alltaf átt góðan dag gegn þeim). Skrtel var mjög óöruggur á köflum og vissi EKKERT hvað hann átti að gera við boltann þegar hann var með hann en varnarlega var hann flottur í dag og Chelsea átti varla skot á markið. Konchesky var einnig óöruggur á köflum í byrjun en átti þó líklega sinn besta leik til þessa í Liverpool búningi og stóð sig vel í dag. Hinumegin var loksins kominn Martin Kelly og sá lagði heldur betur allt í þennan leik. Chelsea lagði greinilega upp með að sækja á hann og fékk hann því að kljást við Cole, Zhirkov og Malouda í dag en þeir voru ekkert að ná að gera lítið úr honum og ljóst að þetta var risastór leikur fyrir Kelly sem fær pottþétt meiri spilatíma í vetur haldist hann heill.

Miðjan hjá okkur var síðan bara frábær í dag, sérstaklega hvað baráttu varðar og í fyrri hálfleik réðu þeir alveg ferðinni. Í byrjun seinni hálfleiks gáfu þeir aðeins eftir en náðu sér aftur á strik í restina. Gerrard sem klárlega er í góðu standi þessa dagana sýndi strax að hann ætlaði að stjórna þessum leik og gerði það lengstum. Meireles sem titlaður var hægri kantmaður var einnig mjög öflugur í dag þó hann hafi ekki mikið verið á kantinum. Lucas var síðan út um allt í þessum leik og ég held að það sé engin spurning um að þetta var hans besti leikur í ár og hann er mjög fljótt að vinna stóran hluta stuðningsmanna á sitt band. Minn maður leiksins.

Maxi var síðan fínn líka og hafði líklega átt að fá víti í restina, alveg ljóst að þetta er ekki eins lélegur leikmaður og margir vildu meina í upphafi tímabilsins. Ég sakna þó rosalega manna sem geta tekið menn almennilega á og komið sér upp kantana, en í dag er ekki tíminn til að spá í það.

Dirk Kuyt átti svo frábæra innkomu og sendingin hans í fyrra markinu var snilld. Sá reyndar ekki mjög mikið meira frá honum sóknarlega í leiknum en hann var eins og vanalega að vinna gríðarlega vel og gaf sig allann í leikinn. Torres kláraði síðan einfaldlega leikinn. Við vorum ekkert að finna hann trekk í trekk og þetta leikskipulag er líklega ekki líklegt til að virka gegn öllum liðum, en það gekk upp í dag og Torres sannaði enn eina ferðina að það má ekki gefa honum svo mikið sem fermeter í pláss.

Snilldar sigur, langt síðan maður fékk að finna þessa tilfinningu síðast, þ.e. góðan sigur gegn einu af toppliðunum. Útlltið er í dag alls ekki eins hrikalega dökkt og fyrir nokkrum vikum síðan, Liverpool á sínu versta tímabili í langan tíma er komið á bls.1 á stigatöflunni og takið eftir…við erum með jafn mörg stig og hið “frábæra” lið Tottenham sem hefur skemmt sér ákaflega vel á okkar kostnað sl. ár.

Enda þetta á því að segja að með þessum sigri og mikilli breytingu á liðinu síðan við lékum gegn Everton hefur Roy Hodgson keypt sér meiri tíma fyrir mér, það eru næg verkefni framundan og ég er langt í frá sannfærður ennþá en þetta er orðið töluvert skárra. Stjóri Chelsea er engu að síður svalari, það verður að viðurkennast!

Babú

152 Comments

 1. Þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef séð í langan tíma. Allir leikmenn að spila á 110% getu og Torres með frábær mörk og verðskuldað maður leiksins.

  Til hamingju allir.

  YNWA

 2. Lucas og Kelly áttu báðir stórleik og það var ekki að sjá á Kuyt að hann vantaði leikæfingu. En það getur bara verið einn maður leiksins. Fernando Torres!!

 3. Ég elska TORRES !!!
  Mikið rosalega er gaman þegar vel gengur. Hvernig væri að halda þessu áfram.

 4. Lucas Leiva var besti maðurinn í þessum leik að mínu mati.. gjörsamlega frábær.

 5. Liverpool liðið maður leiksins, þvílík barátta um allan völl og ekkert gefið eftir.

  Til hamingju allir sem einn. We´re back in it!

  • Jose Manuel Reina.

  • Martin Kelly.

  • Jamie Carragher.

  • Martin Skrtel.

  • Paul Konchesky.

  • Raul Meireles.

  • LUCAS LEIVA.

  • Steven Gerrard.

  • Maxi Rodriguez.

  • DIRK KUYT.

  • F E R N A N D O T O R R E S.

  Endurreisnin er hafin. Ég biðst velvirðingar á öllu slæmu sem ég hef sagt um Roy Hodgson.

 6. Sælir félagar

  Glæsileg niðurstaða. Vörnin geirnegld með Carra í miðverðinum og Torres loksins að líkjast sjálfum sér. Lucas að verða einn besti varnartengiliður í deildinni. Það sem ég er búinn að bölva honum í gegnum tíðina, það hefur hann rekið allt ofaní mig aftur. Vinnslan, baráttan og viljinn var liðinu til sóma. Frábært.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 7. Bið Roy Hodgson afsökunar á allri vantrú sem ég hef haft á honum og hans taktík!

 8. 3 stig, og höldum hreinu. Mikil batamerki á leik liðsins. Eigendur LFC hljóta að vera með gæsahúð í mánuð eftir þessa tvo leiki sem þeir eru búnir að sjá.

  Næst tveir erfiðir útileikir, en við eigum að vinna þá báða.

  YNWA

 9. Lucas var algjörlega frábær í dag og núna hljóma menn að hætta endanlega að tala um að hann sé lélegur fótboltamaður. Hann hefur verið að brillera í þessu varnarsinnaða hlutverki sínu – hann passaði ekki með Mascherano, það sáu allir – en sem aftasti miðjumaður getur hann verið frábær. Les leikinn vel, er með öruggar sendingar á samherja og vinnur boltann oft af mótherjunum.

  Annaðhvort hann eða Torres eru leikmenn dagsins.

  Mikið var þetta ótrúlega ánægjulegt. Fyrir þremur vikum hefði ég sætt mig við 2-0 tap gegn Chelsea, því ég átti von á algjörri niðurlægingu í þessum leik. En Hodgson er að rífa þetta lið upp og á meðan að liðið heldur áfram að vinna leiki þá hefur hann minn stuðning.

  Frábært!!!

 10. Mikið æðislega er þetta góð tilfinning, ég var búinn að gleyma hvernig þetta er!

  YNWA

 11. Frábær sigur! Til hamingju með daginn LFC-menn nær og fjær. Liðið í heild maður leiksins

 12. Lucas Leiva að spila einn af sínum bestu leikjum… maður leiksins að mínu mati

 13. Snilldar sigur, Lucas var rosalegur í þessum leik, besti leikur hans í LFC treyjunni að mínu mati…
  Torres er besti striker í heimi! staðfest og þinglýst

 14. Ég er svo sæll og glaður að ég get varla sagt neitt af viti um þennan leik. Ég elska þetta lið, ég elska Torres, og mér er meir að segja frekar hlýtt til Hodgson þessa stundina.

  P.S. Voru gefin út einhver tilmæli til dómara í Englandi að gefa Terry ekki gult hvað sem á gengur?

 15. FRÁBÆRT!

  Nokkrir punktar…

  01 – Kelly var frábær í dag. Ungur strákur að fá loksins traustið í stórleik og sá stóð undir því. Hélt Malouda og Cole niðri lengst af í leiknum og ógnaði hinum megin. Við þurfum ekki að kaupa hægri bakvörð með hann og Johnson þarna inni, og við þurfum vonandi aldrei aftur að nota Carra þar heldur.

  02 – Lucas Leiva!!! Hann er að spila fáránlega vel, ótrúlega góður leikur hjá honum í dag. Hann, Gerrard og Meireles tóku Mikel, Ramires og Zhirkov og gjörsamlega pökkuðu þeim saman í dag en ég held að það sé sanngjarnt að segja að Lucas var leiðtoginn í þessari frammistöðu. Hann væri klárlega maður leiksins ef ekki væri fyrir …

  03 – FERNANDO TORRES! Mikið anda ég léttar að vita að hann og Gerrard eru báðir komnir í gang aftur. Nú fer maður að halda inn í leiki sigurviss á nýjan leik.

  04 – Innáskiptingar Hodgson í lokin sögðu okkur ansi mikið. Shelvey, Ngog og svo Spearing komu inná. Á meðan sátu Poulsen, Jovanovic og Babel á bekknum og fengu ekkert hlutverk. Ég held að það sé nokkuð ljóst hvaða þrír leikmenn koma til með að víkja fyrstir allra fyrir nýjum leikmönnum. Ef við seljum þessa þrjá leikmenn strax í janúar og fáum ný andlit inn mun ég ekki gráta þá.

  05 – Gefum Hodgson það kredit sem hann á skilið. Þegar ég sá í upphafi leiks að hann væri að spila 4-4-1-1 með Kuyt í holunni og Meireles á kantinum óttaðist ég að hann væri að skora enn eitt sjálfsmarkið í taktísku deildinni. En annað kom á daginn – Meireles var frábær hægra megin og vann mikilvæga vinnu þar því Chelsea-liðið sækir nær aðallega þeim megin upp á þeim Malouda, Ashley Cole og Zhirkov. Því var mikilvægt að Kelly fengi góða hjálparvörn þeim megin og Meireles sinnti því. Á meðan losaði hann Kuyt undan varnarskyldunum hægra megin svo að hann gat einbeitt sér að pressuvörninni og sóknarboltanum. Og hvað gerðist? Stoðsending og næstum mark undir lokin, Kuyt var frábær í dag.

  Með öðrum orðum, Hodgson vann taktískan sigur á Ancelotti í dag. Þau orð hefði ég aldrei átt von á að skrifa fyrir þremur vikum síðan. Mikið hefur gengi liðsins breyst og Hodgson á hrós skilið fyrir að snúa þessu við.

  Það er mikið eftir, liðið komið upp í 6.-10. sæti ásamt fjórum öðrum liðum með jafn mörg stig (erum í 9. sæti á markatölu) og það eru bara tvö stig upp í liðið í 5. sæti. Sem sagt, deildin er GALOPIN og við getum hæglega byggt á síðustu fjórum leikjum og haldið áfram að klifra okkur upp töfluna.

  Mikið hlakka ég til næsta leiks. Mikið er gott að vera Púllari í dag. Þetta er allt annað!

 16. Er Torres ekki kominn upp á 8 mörk á móti Chelsea núna?

  Snilldar leikur, allir pressuðu frábærlega. Eina sem ég get sett út á er hvernig Roy lét þá bakka eftir hálfleik. En það breyttist svo, og allt endaði vel. YNWA

 17. Sammála mönnur hér að ofan, Lucas & Torres voru frábærir í leiknum. Annars stóðu allir fyrir sínu, Kelly var frábær í hægri bak og Reina átt enn eina markvörsluna sem bjargaði hugsanlega stigum fyrir okkur, púllari eður ei það geta allir verið sammála um að hann er besti markvörður deildarinnar by far!

  Flottur sigur, hefði verið sætt að setja þriðja markið á þá í lokinn – sofna klárlega með bros á vör í kvöld 🙂

 18. Leikurinn var fínn. Menn klárir í bátanna. Fyrri hálfleikur vel spilaður í hreinu 4-4-2 kerfi. Kuyt á toppnum með Torres sem olli Chelsea miklum heilabrotum. Tvö flott mörk og gaman.

  Seinni hálfleikur duttu þeir aftur og voru heppnir að fá ekki á sig 1-2 mörk. Þökkum Reyna kærlega fyrir. Allir að berjast en of aftarlega. Munaði miklu um meistara leikhússins – Drogba.

  My 2 cents: Lucas maður leiksins. Torres kláraði færin sín. Óvæntasta innkoman er Kelly. Gerði nánast ekkert vitlaust og spurning hvort Johnson verði bara breytt í kantmann í framhaldinu!

 19. Torres og Pepe Reina voru menn leiksins að mínu mati,og Lucas var örugglega að spila einn af sínum besta leik á sínum ferli.Og núna tek allt það illa til baka sem ég sagpi um Roy Hodgson.

 20. Ég verð að hrósa Hodgson aðeins, eftir skelfilega byrjun á tímabilinu er liðið farið að spila góðann fótbolta og leikgleðin er frábær virðist vera.
  Torres frábær í dag og Lucas er að vinna alla stuðningsmenn Liverpool á sitt band í fjarveru vælu Mascherano.
  Vörnin er farinn að halda hreinu og liðið að skora mörk aftur og liðið komið á bullandi siglingu.
  Til hamingju með daginn Liverpool menn.

 21. Góð skilaboð til Joe Cole. “Þú þarft að spila betur en þetta til að fá stöðuna þína aftur”

 22. Það er líka frábært að við eigum leik á miðvikudaginn. Menn ættu að vera enn algerlega uppfullir af sjálfstrausti og mæta í þann leik á fullu. Við eigum að geta náð 6 stigum á miðvikudag og laugardag. Djöfull hlakka ég til!

 23. Kristján Atli 05: 100% sammála. Mér fannst hann stilla þessu illa upp, setja Meireles hægra megin í varnaruppstillingu. Hefði viljað hafa Kuyt hægra megin, Meireles á miðjunni með Lucas og Gerrard í holunni. En þetta svínvirkaði. Taktískur sigur, hárrétt. Chelsea fékk varla færi í leiknum en nýtingin hjá Torres er 2:2 – 100%. Gjörbreytir fótboltanum að hafa svona leikmenn.

 24. Held að það ætti einhver að byrja að semja söngva um Lucas eftir þessa frammistöðu

 25. Lucas, Gerrard og Torres voru i allt öðrum klassa en allir Chelsea leikmennirnir til samans. Hvaða stöðu spilaði Gerrard eiginlega.. Eg sa hann allsstaðar, maðurinn er Superman, og djöfull er Lucas að troða þessari gagnrýni upp i rassgatið á öllum shit !

 26. Lucas og Kuyt bestu menn vallarins að mínu mati en þó get ég ekki tekið það af Torres að vera maður leiksins. Svo var Gerrard bara sjálfum sér líkur og það er einfaldlega frábært. Svo elska ég líka Reina og bara Liverpool yfir höfuð!

  YNWA!

 27. “Fantastic’ Chelsea don’t need Liverpool striker Fernando Torres” – Carlo Ancelotti

 28. Er staddur í Afríku og sá ekki leikinn…. maður fær gæsahúð á að lesa lýsingar ykkar um leikinn… vona að LFC sé komið á beinubrautina…. Til hamingju með daginn allir púlarar nær og fjær…

 29. Flottur sigur. En eins og mig grunaði þá fóru allir Liverpool menn að lofsyngja liðið. Hodgson verður að víkja, það vantaði aðaldrifkraftinn í Chelsea liðið gleymum því ekki Lampard og Essein hefðu vel getað breytt gangi leiksins. En flottur sigur og gaman að sjá að Liverpool menn virstu vera njóta spila.

 30. Ég ætla að byrja þetta á einu Oleoleoleole–ole-ole!! Síðan ætla ég að hrósa Hodgson fyrir gott dagsverk og engin ástæða til að skammast útí hann í bili og vonandi aldrei EN ég er ennþá þeirrar skoðunar að þessi maður mun ekki færa okkur englandsmeistara titilinn. En á meðan hann stendur sig vel þá óska ég honum og öllum Liverpool mönnum til hamingju með sigurinn. Mikið verður gaman (loksins) að fara í vinnuna á mánudagsmorgni: )

 31. En eins og mig grunaði þá fóru allir Liverpool menn að lofsyngja liðið

  Hvað eigum við nákvæmlega að segja um liðið þegar það vinnur Chelsea 2-0?

 32. Ási 25# hvað er að því að lofsyngja lið sem var að klára að vinna sinn 4 leik í röð og var að vinna chelsea 2-0.
  Mér er alveg sama þó að Essien og Lampard hafi ekki verið með, það er ekki eins og þetta chelsea lið sé ekki miklu dýrara en Liverpool án þeirra.
  Á meðan að liðið á svona siglingu og heldur áfram að hala inn stig þá styð ég liðið og Hodgson 100%
  Megi Hodgson vera sem lengst ef þetta heldur svona áfram.

  If it ain’t broken don’t fix it !!!!

 33. Frábær sigur og stórkostleg frammistaða hjá okkar mönnum. Fengum loksins að sjá Liverpool einsog það á að vera. En þetta eru auðvitað bara 3 stig og næsta á dagskrá er að vinna Wigan og klífa upp töfluna. 🙂

  Toppleikur hjá Torres og svo voru Lucas og Kelly að koma mér skemmtilega á óvart í dag.
  Nú þurfa Johnson og Cole að fara að sýna sitt rétta andlit til að komast í liðið og það er bara gott mál!

 34. Næstu leikir eru Wigan og Stoke úti svo kemur West Ham heima og vonandi náum við að þokast nær toppnum eftir þessa 3 leiki.

 35. Torres,,Torres,,Torres,, Reina, Kuyt, Lucas, Gerraed, Meireles, og svo hinir, FRÁBÆR SIGUR á bara ekki til orð: Jess jess bless.

 36. Frábær sigur og fyrri hálfleikurinn frábær og seinni hálfleikur skynsamur. Margir frábærir eins og menn hafa nefnt voru Torres og Lucas menn leiksins. Einnig var Pepe Reina öruggur eða eiginlega frábær á erfiðum tíma í seinni hálfleik einnig fannst mér Carragher frábær. En það er nú bara þannig að þessi leikur mun missa allt vægi ef við klárum ekki næsta leik á móti Wigan í vikunni. En skrítið að vera komnir með 15 stig sem er jafnmikið og Tottenham sem menn hafa verið að lofsyngja allt tímabilið fyrir frábæran leik

 37. Það vantaði menn hjá Chelsea já en það vantaði líka slatta í okkar lið. Joe Cole, Glen Johnson, Kyrgiakos og Daniel Agger eru allir meiddir.

  Einfaldlega frábær sigur í dag. Flott uppstilling hjá Hodgson sem gékk algjörlega upp.

 38. 4 sigrar í röð

  2-1 heima gegn hörmulegu Blackburn liði
  1-0 úti gegn Bolton þar sem við vorum ljónheppnir að vinna
  3-1 gegn Napoli þar sem snilli Gerrard bjargaði leiknum
  2-0 gegn vængbrotnu Chelsea liði þar sem snilli Torres tryggir sigurinn

  Góðir sigrar sem því miður virðist það tryggja að Hodgson verði áfram.

  Ég vil þennan mann í burtu sem allra fyrst.

 39. Besti leikur tímabilsins, liðið höndlaði pressuna mjög vel og leikmenn liðsins fá prik fyrir þessa frammistöðu

 40. Frábær sigur hjá okkar mönnum, stóðu sig eins og sannar hetjur allir sem einn.
  Hodgeson gerði allt rétt í dag og fær plús í kladdann fyrir það.

  Nú er bara að halda gleðinn áfram, næstu leikir Liverpool í deildinni eru þessir:

  Wigan ú.

  Stoke ú.

  Westham h.

  Tottenham ú.

  Ég sé ekki betur en við eigum að taka a.m.k. 8 stig úr þessum leikjum sem eftir eru í Nóvember. En auðvitað getur allt gerst ; )

 41. Ekki sammála þér Hafliði. Mér finnst að eitthvað minna en 10 stig úr þessum leikjum væri óásættanlegt á meðan maður veit að liðið getur spilað eins og þeir gerðu í dag.

 42. 2 stórkostleg mörk frá Torres valda því að Lucas er ekki maður leiksins.

  Lucas hefur verið að spila vel undanfarið og langt því frá að vera sökudólgur síðast seasons eins og margir vildu meina en leikurinn í dag hjá honum VÁÁÁÁ…

 43. Sá viðtalið við John Henry á BBC. Þessi maður eflir mönnum sjálfstraust. Hann talar og hugsar long term.

 44. Flottur baráttusigur, hefur ekki sést síðan í fyrsta leik á móti Arsenal . Ekki fallegt en 3. dýrmæt stig.

  Þrátt fyrir sigur þá get ég ekki sagt að þetta sé sá bolti sem að ég hef gaman að horfa á, þá meina ég þessa 4ra siðustu í deild og evrópu (bjóst ekki við neinum sambabolta í dag en ánægður með baráttuna)

  Ég er ennþá á þeirri skoðun að Hogdson verður að fara sem fyrst þrátt fyrir sigur í dag .
  Liðið undir hans stjórn er að spila alveg drepleiðinlegan bolta og því miður hef ég enga trú á það komi til með að breytast

 45. Þetta ætlar að verða ansi langur dans hjá pistlahöfundi og Gumma…Enda tilefni til.

 46. 6 stig í næstu leikjum gæti hleypt mikilli spennu í þetta, í ljósi þess að það er manchester slagur á miðvikudag 🙂
  Gætum verið komnir nálægt meistaradeildarsæti eftir tvær umferðir með tveimur sigrum 😉

 47. étt villi og það er þá lík eins gott að við klikkum ekki í næstu 2 lekjum, er enn með óbragð í munninum yfir leik okkar gegn Wigan í mars síðastliðnum þar sem við töpuðum fyrir þeim og hvort Bramble hafi ekki skorað í þeim leik, minnir það en það er ef ég man rétt reyndar eini ósigur okkar gegn Wigan og mun ekki gerast aftur. Hef hins vegar meiri áhyggjur af leikum á Britania næsta laugardag en treysti samt á 6 stig í þessari viku, verður að gerast…

  En hvar ætlar Hodgson að koma Joe Cole inní liðið? fyrir mér er eini möguleikinn þarna úti vinstra megin, vil alls ekki fokka upp miðjunni þar sem þeir Spiderman, Superman og Batman virðast algjörlega vera bera búnir að taka málin í sinar hendur…

 48. Torres eftir leik… http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_6493327,00.html

  He said: “It’s been difficult for me with injuries but I am training every day and every day feeling better and improving.

  “I don’t know if I can play my best soon – but I will as soon as possible… I know the expectation I have but I can handle that.”

  Ef Torres er ennþá að ná sér af meiðslum og á enn eftir að sýna mun meira en í dag… þá get ég bara engan veginn beðið. Vil sjá næsta leik á morgun takk!!!

 49. Helgi F #44…

  Vængbrotið lið Chelsea…. (vantar) 2 menn og þá er liðið vængbrotið…. how…. HOW ! ! ! !

 50. Leiðinlegur fótbolti eða skemmtilegur. Í enda dagsins eru það stigin sem telja mér er slétt sama um leikskipulagið ef það skilar okkur 3 stigum. Þú hefur nú ekki mikið verið að horfa á leikinn ef þér fanst liðið spila leiðinlega bolta fyrri hálfleikur var það besta sem ég hef séð í langan tíma. Við bökkum aðeins of mikið í seinni hálfleik en samt sem áður bara eðlilegt að reyna að halda fengnum hlut og það hafðist í dag. Það má ekki gleyma konchesky spilaði framarlega í dag og spilaði sinn langbesta leik hingað til. Og kelly að spila sinn fyrsta alvöru leik í byrjunarliði en spilaði eins og hann hafi aldrei gert neitt annað og lét cole líta virkilega illa út. Fyrir mér var það vörnin í heild sinni sem vann þennann leik í dag eftir að vera búin að líta út vægast sagt illa í síðustu leikjum þá steig hún vart feilspor í dag.

 51. Kristján V #57

  Já ég myndi segja að það vanti ansi mikið í liðið þegar Lampard, Essien og Drogba byrja ekki inná.

  Drogba kom að vísu inná en er búinn að vera veikur og er það eflaust ennþá miðað við leikinn þar sem hann var bara hress með Carra í stað þess að vera að henda sér niður og röfla.

  Vantar ansi mikið í liðið þeirra þegar þessir eru ekki með.

  Svipað og Liverpool án Torres og Gerrard.

  Þetta voru ekki bara einhverjir dúddar sem vantaði í liðið þeirra.

  Flottur sigur þrátt fyrir þetta en ég er bara engan veginn á því að liðið sé farið að spila eitthvað glimrandi vel. Úrslitin hafa bara fallið með okkur aldrei þessu vant.

 52. Þetta ætlar að verða ansi langur dans hjá pistlahöfundi og Gumma…Enda tilefni til.

  Verð aðeins að biðjast afsökunar, HELVÍTIS NETIÐ datt út hjá mér þegar ég var við það að ýta á update!! Gummi fór svo strax og hann sá að ég ætlaði að fara dansa enda er oftast hringt beint á leigubíl þegar ég byrja á þeirri fáránlegu iðju!

  En hvað umræðuna varðar þá tek ég heilshugar undir þetta 🙂

  Hodgson burt! Benitez heim! Babú sem forseta!

  WTF?

 53. Lucas: Upptökustjórinn var hvað eftir annað að setja Lucas í nærmynd. Hann átti það þvílíkt skilið í þessum leik. Annað hefði verið Ed Wood leikstjórn.

  Kelly: Varnarlega séð er hann betri bakvörður en Glen Johnson. Það var frábært að sjá í fyrri hálfleik að þetta ungur leikmaður var með staðsetningarnar og tæklingarnar á hreinu. Glen Johnson er auðvitað miklu betri í sókn og það væri gaman að sjá Roy þora að setja Glen á kantinn, t.d. í Evrópudeildinni.

  Gerrard: Hvað var eiginlega Chelsea að spá í fyrri hálfleik? Hann fékk að stjórna og gera það sem hann vildi allan tímann. Miðjan hjá Chelsea var hræðileg í fyrri hálfleik.

  Torres: Æi, sáuð þið skottæknina í öðru markinu? Nei, þetta var svo sem ekki neitt. Ég hef oft gert þetta. Þetta eru svona mörk sem ég framleiði á færibandi með augun lokuð, stírur í augunum og smá slef niður á höku. Og svo vakna ég.

  John Terry: Fyrir ykkur sem aldrei hafið prófað að dæma í nokkurri íþrótt, endilega trúið því að það hafi verið óvart að Terry stökk upp og rak hnéð í bakið á Torres í fyrri hálfleik. Hann var bara að reyna að ná boltanum, er það ekki? Í heildina var Webb mjög góður í dag en þetta var verulega ljótt hjá Terry og þetta var ekki óvart.

 54. Haukur 58
  Ég var ekki bara að tala um leikinn í dag, enda tók ég fram að þetta væri það jákvæðasta sem ég hef séð frá liðinu síðan við mættum Arsenal og að ég hefði verið ánægður með baráttuna sem leikmenn liðsins sýndu í dag.

  Það breytir samt ekki þeirri skoðun minni að heit yfir er liðið að spila alveg drepleiðinlegan bolta og að ég hef enga trú á því að það breytist neitt að ráði undir stjórn Hogdson.

  EN ÞAÐ ER AUÐVITAÐ BARA MÍN SKOÐUN OG ÞÚ ÞARFT EKKERT AÐ VERA SAMMÁLA ÞVÍ.

 55. Það bara verður að gefa scouser-unum credit fyrir þetta snilldartilboð sem var á Anfield í dag!

  WTF?

 56. Frábær leikur hjá liðinu í dag. Barátta frá aftasta manni, fram á miðjuna og Torrse sá síðan um rest. Lucas, Gerrard og Meireles hreint út sagt frábærir og létu leikmenn Chelsea finna all hressilega fyrir sér.
  Hodson á hrós skilið fyrir að koma baráttuandanum inn í liðið og þegar hún er til staðar þá getur þetta lið unnið öll önnur lið.
  Hvort einhverja hafi vantað í lið Chelsea skiptir ekki nokkur máli, sigurinn í dag var frábær og bara allt annar bragur á öllu hjá Liverpoll.
  Verð bara að segja eins og er að ég er drullu hrifinn af þessum nýja eiganda liðsins og það sem meira er að ég er enn hrifnari af konunni hans, hún er náttúrulega gullfalleg, held að hún eigi stóran þátt í þessari velgengni liðsins, hver vill ekki sýna sig fyrir þessari konu.

 57. Össi, maður sá nú stundum svipaða takta hjá þér á Diddó…

 58. Jæja, 3 sigurleikir komnir í röð í dag. Þá eru bara lágmark 6 sigrar eftir í næstu 7 leikjum.

  Annars merkilegt að “hinn heimski” Roy Hodgson hafi unnið taktískan sigur á Angelotti.

 59. Ég held að kúlurnar hafi loks komið niður á Lucas, ég held barasta að ég hafi ekki séð hann svona ákveðinn fyrr en nú. Hann var á köflum eins og mannýgt naut.

  En annars til hamingju félagar.

 60. Fullur alla helgina og svo frábær sigur á sunnudegi.
  Hvað biður maður meira um?

 61. Dásamlegur dagur og fyrri hálfleikurinn í dag var algerlega stórfenglega vel lagður upp af stjóranum og leikinn af liðinu. Auðvitað má ekki líta fram hjá snilld Torres en þeir leikmenn sem léku þessar 45 mínútur sýndu okkur öllum að þar fara leikmenn sem eiga að vera í treyjunni um sinn, meira að segja Skrtel.

  Annars hittir Babu alla höfuðnaglana í skýrslunni, ég er sammála því öllu nema kannski því að mér fannst Konchesky eiga mjög góðan dag, hann var með gríðarlega yfirferð og lokaði á fyrirgjafir frá hægri allan leikinn.

  Auðvitað var Torres frábær en shit hvað við erum að fá flotta miðju með Lucas, Meireles og Gerrard. Meireles eru snilldarkaup og Lucas Leiva skellti klessu á húfuna hans Henry Birgis í dag. Hver var þessi Mascherano, drengurinn er snilld að vinna boltann og fínn að spila honum frá sér.

  Og ég er glaður með það að sjá Hodgson brosa, hann er að ná að vinna liðið út úr mikilli krísu og það er til marks um góðan þjálfara. Hann er smátt og smátt að átta sig á leikmannahópnum og hann fær 10,0 í einkunn frá mér í dag.

  Auðvitað máttum við reikna með að lenda undir pressu frá besta liði Englands í dag, en þessi sigur hlýtur að blása vindi í seglin og gefa fyrirheit um frekari klif upp töfluna. Og nú geta fyrirsagnir morgundagsins snúist um annað en fýlu og formleysi El Nino, sem var stórkostlegur í dag. John Terry hlýtur að vera með hann í þreföldum 20 á píluspjaldinu sínu, lét hann líta út eins og byrjanda í dag eins og oft áður!

  Frábær leikur, landið er tekið að rísa!!!

  • ég er sammála því öllu nema kannski því að mér fannst Konchesky eiga mjög góðan dag,

  Ég sagði nú að þetta hafi verið hans besti leikur fyrir liðið og stóð sig vel í dag. Smá óöryggi í byrjun fannst mér ásamt Skrtel en flottur leikur hjá honum. 🙂

 62. Ef þið horfið á þetta http://www.101greatgoals.com/videodisplay/liverpool-chelsea-7469585/ og hlustið á gæjann sem er að lýsa, hann er eitthvað að skíta yfir Torres þarna fyrstu 10 sekúndurnar og einni sekúndu eftir að gæjinn lokar á sér kjaftinum þá skorar Torres. Er þetta ekki Alan Smith, Arsenal hæna og Liverpool-hatari með meiru? Svona á allavega að þagga niður í gagnrýnendum sem vita ekki um hvern þeir eru að tala.

 63. Mig langar bara að henda inn einni staðreynd. Frá því að Hodgson henti (og þá meina ég henti) Christian Poulsen útúr liðinu hefur LIverpool blómstrað. Ég ætla ekki að fara kenna Poulsen um slakt gengi til að byrja með, ég skrifa þetta aðallega á stjórann Roy Hodgson. En hann fær kúdos fyrir að taka Poulsen út, því Meireiles og Lucas eru komnir til að vera.
  Hann fær jafnframt prikk í kladdann fyrir að nota Euro League sem stökkpall fyrir yngri leikmennina og halda sig við það (sbr.heimaleikinn gegn Napoli). Leikmenn eins og Kelly og Jonjoy fá þar að láta ljós sitt skína….feykilega mikilvægt og alveg morgunljóst að það er efniviður fyrir hendi í herbúðum rauða hersins, það þarf bara að virkja hann.
  ps.
  Roy Hodgson verður í starfi á þessu tímabili, John Henry vill ekki fara hrófla við hlutunum og er þess greinlega fyllilega meðvitaður að það sem Liverpool þarf er ekki dramatísk framkvæmdarstjóraskipti heldur stöðugleika, frið og ró, hvað svo sem verður eftir þetta tímabil.

 64. Ívar, þú sem fyrrverandi meðlimur í Litla félaginu átt að vita að á Diddó árunum hefði ég aldrei náð að hoppa með hnéð upp í axlir á nokkrum manni. Það er óþarfi hjá þér að blanda ósköp saklausum straujunum inn í þessa umræðu.

 65. 44 Helgi F ..

  vængbrotið Chelsea lið ? hvað meinarðu eiginlega? .. það “vantaði” tvo menn í liðið, þar með talið Lampard sem hefur ekki verið með allt tímabilið , og blámennirnir komu inn í þennan leik með markatöluna 27-3 .. án hans! .. hlægileg athugasemd!

  Til hamingju Liverpool.. YNWA !!

 66. Mér fannst Reina stórkostlegur í dag… þessi drengur er hrikalega góður!!!

 67. Þetta var ansi gott.

  Torres var klárlega maður leiksins. Lucas var frábær í dag, en í rauninni var hann bara að gera það nákvæmlega sama og hann hefur alltaf gert.

  Það sem er samt langjákvæðast er að liðið á ennþá alveg helling inni, ég tala nú ekki um ef við styrkjum hópinn í janúar.

  Hodgson hefur slökkt allra mesta blóðþorstan í mér allavega.

  áfram vegin…

 68. Flott úrslit. Langar bara að bæta því í umræðuna að mér finnst ansi langsótt að kalla eitt ríkasta lið heims vængbrotið þegar þrjá leikmenn vantar, ekki eru menn að kalla Chelsea eða stjóra þess stóra liðs hálfvita þegar um innkaup þeirra er að ræða er það?

 69. Fínn pistill, verð samt að setja smá athugasemd við þessa línu:

  “liðið datt allt of aftarlega og bauð Chelsea í heimsókn”

  Liðið fór ekkert af yfirlögðu ráði til baka, þetta er bara það sem gerist þegar Englandsmeistarnir mæta til seinni hálfleiks brjálaðir og pressa og pressa. Og okkar menn gerðu allt rétt vörðust vel og stóðust pressuna, svo þegar mesti vindurinn var úr Chelsea fóru okkar menn að sækja aftur fram og hefðu vel getað bætt í markatöluna.

  Carlito # 47

  Svo ég svari þessu hjá þér þá er ég alveg sammála með að vilja meira úr þessun 4 leikjum, en af þessum 4 eru 3 útileikir og ég er nógu gamall til að vita að í fótbolta fer ekki allt eins og maður vonar, spurðu bara alla þessa sem voru búnir að setja X2 á getraunaseðilinn sinn við leik okkar manna í dag ; )

  Þegar maður skoðar prógrammið okkar í deildinni það sem eftir er af árinu þá kemur bersýnilega í ljós að við erum búnir með “stóruleikina” og ættum þessvegna að eiga nokkuð smooth sailing fram á nýja árið : )

  Vonum það besta : )

 70. Babu, fín skýrsla, en það má ekki taka tæklingu ársins af Carra. Þú segir að Drogba hafi misst boltann til Reina en þetta voru einfaldlega næst bestu tilþrif leiksins á eftir seinna markinu hjá Torres. Þetta var líka FÁRÁNLEGA mikilvægt því ef Drogba hefði skorað þarna hefði ég veðjað mánaðarlaununum á að Chelsea hefði skorað aftur! 🙂

  Munið þið hvernig ykkur leið eftir Everton leikinn? Og miðað við núna? Svei mér þá, að fótbolti skuli hafa þessi áhrif á mann…

  • Hodgson hefur slökkt allra mesta blóðþorstan í mér allavega.

  Tek undir þetta þó ég verð að viðurkenna að það er að verða smá þreytandi að geta aldrei glaðst yfir eða verið reiður yfir ákveðnum leikmönnum eða stjórum án þess að vera alltaf skipaður í sérstakan flokk, með eða á móti og ekkert grátt svæði. Því staðreyndin er að oftast er gráa svæðið ansi stórt og eins og allir vita er afar stutt oft milli hláturs og gráturs í fótbolta.

  Núna eru þeir sem hafa stutt Hodgson, eða skulum við segja hafa ekki tekið þátt í því að hakka hann í sig að spyrja hvernig þeim líður sem vildu hann burt með fyrstu lest frá Liverpool (meira á Twitter kannski heldur en hér). Sama var upp á teningnum (x2) þegar Benitez var með liðið og ekki hægt að hrósa neinu sem hann gerði án þess að vera “Blindaður af ást á Benitez” eða öfugt. Reyndar var þetta kannski komið rétt rúmlega út í öfgar með Benitez og jafnvel líka með Hodgson. En þar er ég kominn að punktinum og þá svarinu við spurningunni sem ég sá á Twitter áðan og hef fengið frá nokkrum í dag (ekki endilega LFC aðdáendum). Þ.e. hvernig mér líður fyrst Hodgson vann svona góðan taktískan sigur á Chelsea í dag, svona þar sem maður hefur ekki farið leynt með sína skoðun á honum.

  Svarið er að auðvitað líður manni mjög vel með þetta, frábær sigur og greinilegt að handbragð Hodgson var komið á liðið. Við höfum verið að vinna síðustu leiki og núna þegar kom að stóra prófinu þá stóðst liðið hans Hodgson það í dag. Liðið virðist hafa verið tekið úr handbremsu eftir Everton leikinn sem var hrein hörmung og það er einmitt það sem verið var að öskra á.

  Þetta þýðir samt ekki að ég standi ekki við allt það sem ég sagði í upphafi tímabils, ég hraunaði yfir Hodgson og stend við hvert orð, ef þú ert að þjálfa Liverpool og liðið er í 19.sæti og dettur út úr bikar gegn Northamton þá kem ég til með að drulla all hressilega yfir stjórann (og liðið) og hef í raun meiri áhyggjur af þeim sem gera það ekki.

  Liðið var að spila ömurlega, kallinn var að skora hvert sjálfsmarkið á fætur öðrum í viðtölum og virtist bara hafa eitt plan í leikjum eins og aðdáendur Fulham höfðu varað við. Ég var hreint ekki sáttur og hef raunar alls ekki tekið Hodgson fyllilega í sátt ennþá og býst ekki við að gera það alveg á næstunni.

  En það gengur vel núna, liðið að vinna góða sigra og þá hefur maður ekki yfir miklu að kvarta, en þetta er líka töluverð breyting frá því sem við sáum í upphafi móts.

  Helsta áhyggjuefni mitt varðandi Hodgson hefur ekki alveg verið hvort hann næði að koma sínu handbragði á klúbbinn, hef alveg haft trú á því að hann kæmi til með að byggja upp lið sem myndi ná að næla í einhver stig. Heldur hef ég áhyggjur af því hvort það sé nógu gott fyrir Liverpool. Án þess að vilja hljóma eins og versti Newcastle (eða Real) aðdáandi þá er þetta sem við sáum í dag ekki beint það sem maður vill sjá til langsframa hjá Liverpool, að liðið spili eins og útilið á heimavelli. Þetta var nefninlega sama upplag og í flestum örðum leikjum tímabilsins, heima og heiman, núna er liðið bara með betra sjálfstraust og engan Poulsen inná.

  Liðið í dag spilaði eins og Fulham lið Hodgson á góðum degi, þetta var svipað og Fulham liðið sem vann Liverpool í fyrra, sátu mjög aftarlega, lokuðu gjörsamlega öllum svæðum og leyfðu mótherjandum að herja á sig. Þetta er sá Hodgson fótbolti sem maður kannast við, þetta er það sem maður óttaðist að yrði innleitt á Anfield og eins og staðan er núna er handbragð Hodgson að koma mjög bersýnilega í ljós. Alls ekki slæmar fréttir upp á næstu vikur og mánuði að gera, það er gríðarlega erfitt að brjóta Hodgson lið á bak aftur, en hann þarf að taka leik liðsins upp á næsta skref engu að síður ef hann ætlar að halda í þá hefð stjóra Liverpool sl. 60 ár að vinna a.m.k. 1 titil.

  Ég ætla samt ekki að útiloka hann alveg jafn afgerandi og ég gerði fyrir svona 2-3 vikum, hjá Liverpool hefur Hodgson miklu betra tækifærði til að þróa sinn leik heldur en hann gat gert hjá Fulham og undir stjórn NESV er hann með miklu metnaðarfyllri eigendur en hann hefur nokkurntíma unnið fyrir. Að mínu mati þarf hann klárlega að breyta töluvert sínum hugsunarhætti sem á köflum hefur verið móðgandi við stolta Liverpool aðdáendur en kannski að úr þessu gefi maður honum tækifæri fram í a.m.k janúar eins og maður sagðist ætla að gera þegar hann var ráðinn.

 71. Skal viðurkenna það að ég er búin að skíta yfir lucas mjög lengi en síðustu 2 leikir hjá honum hafa verið alveg magnaðir og kelly virkar ekkert smá traustur svakaefni þar á ferð! Til hamingju allir

  • Babu, fín skýrsla, en það má ekki taka tæklingu ársins af Carra. Þú segir að Drogba hafi misst boltann til Reina en þetta voru einfaldlega næst bestu tilþrif leiksins á eftir seinna markinu hjá Torres.

  Ég hef bara misst af þessu þá, var líklega að ná í hjartað úr buxunum! Horfi eftir því ef ég sé þetta aftur.

 72. “þá er þetta sem við sáum í dag ekki beint það sem maður vill sjá til langsframa hjá Liverpool, að liðið spili eins og útilið á heimavelli”

  Ekki upplifði ég þetta svona Babu, og skil reyndar ekki hvað þú meinar með þessu. Liverpool var einfaldlega betri aðilinn í fyrri hálfleik (fyrsti fyrri hálfleikurinn á tímabilinu sem er góður) og vörðust svo brjálaðri pressu frá Englandsmeisturum Chelsea sem eru með dýrari bekk en flest lið í deildinni hafa byrjunarlið.

  Sorrý en þetta er bara einmitt það sem ég vil sjá til langframa hjá Liverpool, mikil barátta, flottar sóknir og blússandi stemmning í liðinu. Mér finnst menn vera fljótir að gleyma að í dag kom besta lið deildarinnar í heimsókn og steinlá.

  Svo er þetta rétt sem Hjalti # 80 segir varðandi hvernig Carra renndi sér fyrir fæturna á Drogba og kom í veg fyrir mögulegt mark, enduðu svo í faðmlögum blessaðir drengirnir : )

 73. Ég er bara virkilega ánægður með Meireles í þessum leik. Þetta er það sem er búið að vanta síðan Alonso fór. Meireles áttu hluta í báðum mörkum Liverpool í dag. Ég elska að halda með Liverpool!

 74. nr.77
  Lucas var frábær í dag, en í rauninni var hann bara að gera það nákvæmlega sama og hann hefur alltaf gert.

  Ekki alveg sammála þessu það hafa verið gríðalegar framfarir hjá Lucas og ég var einn af þeim sem gagnrýndu hann mikið en kannski aðallega vegna þess að hann virkaði aldrei vel með mascherano.
  Nú spilar hann með mun meira sjálftrausti, hann skilar bolta mun betur og það sem mér finnst hafa breyst mest hjá honum er að hann er hættur að brjóta svona klaufalega af sér eins og hann átti svo oft til.
  En annars frábær sigur á efsta liði deildarinnar ÁFRAM LIVERPOOL:)

 75. Það má ekki taka tæklingu ársins af Carra. Og ekki skemmdi fyrir að sjá viðbrögð Drogba, þar sem hann stóð yfir Carra og ýtti nokkrum sinnum á hann á eftir. Held að Drogba hafi séð sénsinn fara með björgun Carra. Svo held ég að ef konan hans Henry verði áfram á Anfield þá verði allir á 160% performance það sem eftir er, klárlega flottasta first Lady í boltanum. 🙂 Skil ekki af hverju hún var ekki valin spúsa helgarinnar í Sunnudagsmessu Gumma og Hjörvars. En frábært að sjá aftur El Nino vinna vinnuna sína eins og hann gerir svo vel.

 76. Össi: ég átti nú eiginlega við að leggja hann í hliðarnetið. Minnir nú að þú hafir ekkert oft komið aftur fyrir miðju;)

 77. Var enginn hérna sem taldi töpuð einvígi hjá Lucas á móti Malouda í dag?

 78. Held að Lucas sé að njóta góðs af því að fyrirliðinn okkar er farinn að spila eins og Guð. Maður sá það á andlitinu á Gerrard að hann ætlaði að berjast, hann á það til að hengja stundum haus, en núna með enskan þjálfara, enska leikmenn, efnilega unglinga, þá er kafteinninn kominn í stuð.

 79. nei kennedy geturu sagt okkur hvað þau voru mörg?
  lucas var alveg rosalega flottur í þessum leik og bara allt liðið í heild sinni og þetta er að lofa góðu núna þessir seinustu 7 dagar eða 3 leikir sem við höfum spilað.
  ef roy heldur svona áfram þá fær hann + í kladdan hjá mér en þá verður hann að halda svona áfram og má ekki fá – í leik frá manni :D.
  vonandi heldur liverpool áfram á sömu braut og þeir eru á og halda áfram að spila svona sterkan varnarleik 😀
  er alveg rosalega sáttur í dag:D
  Bæði Real madrid og liverpool með glæsilega sigra 😀

 80. Mögnuð samantekt af Lucas í dag og endurspeglar bara frábæran leik hans, en eitt skil eg ekki, maðurinn er orðinn eins og Hulk bara, grjótharður í návígjum og hirðir alla bolta sem landa maður á mann, hann var alltaf hálfhræddur eitthvað en það er eitthvað allt annað í gangi núna…

  og Benitez þessi 23 ára drengur er og verður aldrei til sölu fyrir skitnar 5 milljónir, 30 milljónir væru kannski of mikið fyrir hann en þó nær sanngjörnu verði en 5 milljónir finnst mér. Hann er bara 23 ára og verður bara betri og betri og það kæmi mér bara ekkert á óvart að hann myndi festa sig í sessi í liðinu og verði hjá okkur í mörg mörg ár í viðbót.

 81. Frábær sigur. Mikið þurfti andleg líðan vor á þessu að halda! Svo margt jákvætt við leik liðsins í dag. Það sem kom mér mest á óvart hvað miðjan svínvirkaði! Og ég er á því að það var engin þörf á því að detta í svona aftarlega í skotgrafirnar í seinni hálfleik. Miðjan okkar átti í fullu tré við besta lið deildarinnar og gat alveg mætt þeim ofar. En engin nauðsyn á væli eftir svona leik. Roy Hodgson er enn á skilorði hjá mér (Sumt af því sem hann hefur puðrað út úr sér við pressuna.. fennir ekki svo glatt yfir það!). Og vonandi heldur áfram að troða sokk í þverrifuna á mér og heldur áfram að hala inn stigum. Go Go Hodgson!

  YNWA 🙂

 82. Þótt að ég hafi verið fáránlega ánægður með þennan leik og alla leikmenn þá ætla ég ekki að gleyma því eins og sumir hérna að Hodgi er ekki rétti maðurinn til að vera of lengi með liðið, þurfum uppbyggingar mann sem getur verið með liðið í minnst 20 ár

 83. John Barnes er meistari helgarinnar: Former Liverpool and England striker John Barnes became a father for the seventh time – while working as a television pundit during his former club’s victory over Chelsea on Sunday. Barnes was informed live on air at half-time that his wife Andrea had given birth to Alexander, but said he would stay for the second half before dashing to the hospital.

  http://www.dailymail.co.uk/news/article-1327485/Football-pundit-John-Barnes-told-seventh-child-arrived-hes-air–declines-rush-hospital.html?ito=feeds-newsxml

 84. Ég verð að viðurkenna það að á sínum tíma blótaði ég Benitez fyrir að nota Lucas og eftir að ég var búinn að því þá blótaði ég Lucas í sand og ösku mér fannst hann svo lélegur. Ég skyldi ekki hvað Benitez sá við Lucas og af hverju hann notaði hann yfir höfuð.

  Well á þessu tímabili hefur Benitez aldeilis “face-að” mig í drasl! Lucas hefur á þessu tímabili blómstrað og hefur tekið að sér miklu meiri ábyrgð! Ég vil meina að Benitez vissi allan tíman hvað Lucas gæti og væri hreinlega að bíða! Þetta sé pínu svona Fletcher dæmi þar sem SAF notaði hann grimmt þrátt fyrir að mörgum fannst hann aldrei geta neitt.

  Þrátt fyrir að Hodgson sé ekki minn uppáhalds þá verður maður að hrósa honum fyrir nokkra hluti:

  *Taktíkin í dag var góð og hann skilaði góðum sigri!
  *Hodgson er að gefa ungum strákum tækifæri í stað þess að nota menn eins og Poulsen eða Jovanovic! Leikmenn eins og Ngog, Shelvey, Kelly og Pacheco eru allir leikmenn sem ég vil sjá koma meira inn í liðið. Það eru bláköld staðreynd að menn eins og Gerrad og Carra eru ekkert að verða yngri og því þurfum við að fara ala upp nýja kynslóð! Hodgson er að gefa þessum strákum meiri séns og fyrir það getur maður ekki verið annað en sáttur!

  En þetta virðist vera detta í réttan farveg eftir slæma byrjun! Það er nóg eftir og höldum áfram að styðja Liverpool að hörku!!

  YNWA

 85. Smá Lucas tölfræði úr síðustu 4 deildarleikjum.

  Everton – 52 reyndar sendingar, þar af 2 misheppnaðar.
  Blackburn – 41, þar af 1 misheppnuð.
  Bolton – 48, þar af 2 misheppnaðar.
  Chelsea – 27, þar af 3 misheppnaðar.

  Samtals hefur hann reynt 168 sendingar og heilar 8 sendingar hafa mistekist.

  Þetta er hreinlega magnað hjá drengnum.

 86. Torres LIVERPOOL NUMBER 9
  Afgreiðslunar voru vel útfærðar.

  Baráttu gleðin er kominn. Þrátt fyrir það þá segi ég við höfðum Reina og “Heppnina” með okkur í gær. Reina lokaði markinu og Carra tókst ekki að skora mark:)
  Gaman að sjá herra 110% “Kyut” er að koma til og allt annað að sjá hann hlaupa upp kanntin en Carra.

  Shellsí mætti aldrei til leiks það vantaði allt bit í þá sem betur fer. Drogba kom inn í hálfleik og það varð eigilega enginn ógn af honum.

  Maður leiksins: Torres að mínu mati 2 mörk og seinna markið afar glæsilegt.

 87. Smá off-topic en nauðsynlegt.

  þetta viðtal við Gerrard um helgina.

  Það eru þar nokkrir punktar sem vert er að hugsa dálítið um .

  “I think the past year have been the most difficult for me since I was 18 and broke into the first team,” admitted Gerrard. “It’s been a difficult time to be a Liverpool player. We finished seventh in the League and there was all the stuff going on off the pitch. You would hear rumours that the takeover was going to happen, then it didn’t, and it messes with your mind.

  “Your mood swings when you hear different news at different times. I was always kept updated and told to be patient and, in the end, the takeover did happen. The debt has gone off the club, and as people say, it is a new era with new owners, a new manager and results are starting to turn and improve. So, yeah, I’m a lot more confident that things will be brighter moving forward.”

  Semsagt, allt þetta vesen í kringum G + H síðustu árin fór beint í hausinn á leikmönnum. Og þeir sem voru hérna að segja að það myndi ekki leysa neitt að láta Rafa fara, það yrði að fara í rót vandans höfðu rétt fyrir sér. Leikmenn gátu ekkert farið að einbeita sér að fótboltanum fyrr en það gerðist.
  Í raun má segja að þetta G+H mál hafi að vissu leyti eyðilagt fyrir okkur síðasta tímabil.

  Mögulega má horfa á þetta þannig að það hefði ekki skipt máli hvaða stjóri kom inn í sumar, vandamálið var ennþá til staðar og ennþá að eyðileggja út frá sér.

  Horfið bara á viðsnúninginn núna, Gerrard er farinn að hugsa um bara eitt, fótbolta og aftur fótbolta og leikgleðin er mætt aftur.

 88. John Barnes sleppti fæðingu sonar síns svo hann gæti klárað að horfa á leikinn – Þetta kallar maður að forgangsraða rétt! 😉
  Það fylgdi reyndar sögunni að þatta var hans sjöunda barn og því kannski engin eftirvænting að vera viðstaddur, en það er nú annað mál.

 89. Eitt sem ég tók eftir í myndbandinu með Lucas (og reyndar í leiknum sjálfum) er það hvernig hann keyrir inn í andstæðinginn og ætti í raun að dæmast brotlegur fyrir. Ef við lítum á fyrri tímabil hans þá sjáum við að hann hefur verið dæmdur brotlegur fyrir samskonar “brot”.
  Þetta skrifa ég á hversu lengi hann hefur verið þarna, þ.e. í byrjunarliðinu og viðloðandi það. Hann virðist vera að vinna sér inn eitthvað respect til að fá að gera það sem hann vill (sbr. árásirnar frá Terry í dag)

 90. Aðeins varðandi þessa Lucas lofræðu þá tek ég ekki alveg undir að hann sé bara að springa út núna og loksins sýna hvað hann getur, hann hefur alveg átt svona leiki áður. En þá var hann oftar en ekki með Mascherano við hliðina á sér, mann sem er betri varnarlega og ekkert í líkingu við Gerrard og Meireles sóknarlega. Þ.e. þeir voru hræðilegt miðju combo og náðu enganvegin saman og um þetta var talað í hverjum þræðinum á fætur öðrum. Sérstaklega átti þetta við um leiki gegn minni liðum sem erfitt var að brjóta á bak aftur. Gagnrýnin á Lucas var ansi oft mjög ósanngjörn og núna þegar hann hefur tekið við stöðu aftasta miðjumanns er hann loksins að blómstra svo eftir sé tekið og með fleiri svona leikjum og auknu sjálfstrausti á hann bara eftir að verða betri.

  og Hafliði

  • Sorrý en þetta er bara einmitt það sem ég vil sjá til langframa hjá Liverpool, mikil barátta, flottar sóknir og blússandi stemmning í liðinu. Mér finnst menn vera fljótir að gleyma að í dag kom besta lið deildarinnar í heimsókn og steinlá.

  Við verðum þá bara að vera ósammála upp að vissu marki, auðvitað vill ég sjá þessa baráttu í liðinu og stemmingu. En ég tek ekki undir að það hafi verið margar blússandi sóknir og liðið hefur alls ekki sótt eins mikið í ár og áður, nýtir kantana afar illa og það er ansi hætt við því að sóknarleikurinn verði einhæfur. Við bíðum átekta, pressum af krafti þegar andstæðingurinn nálgast okkar vítateig og beitum counter attack óspart. Það er gott og blessað og getur virkað vel, gerði það t.a.m. hjá Houllier upp úr aldarmótum. En það sem ég er að meina er að til lengri tíma litið vill ég sjá Liverpool lið sem heldur boltanum og stýrir leiknum og spilar mun meira á vallarhelmingi andstæðinganna heldur en okkar eigin, sérstaklega á Anfield.

  Segi síðan ekki að Chelsea hafi beint steinlegið, þeir töpuðu gegn góðu Liverpool liði og það á bara ekkert að vera svo mikil stórfrétt, sama hvað Roy Hodgson hefur reynt að sannfæra okkur um að liðið sem hann fékk í hendur sé lélegt. Vonandi fer hann að tala aðeins meira eins og hann sé að stýra Liverpool, ekki Fulham eftir þennan leik.

 91. Dagurinn eftir og maður er enn með bros, var búinn að gleyma þeirri tilfinningu, megi hún nú áfram lifa um sinn!!!

  Lucas Leiva hefur fengið ósanngjarnari umræðu en allir leikmenn síðustu ára, með Kuyt, Babel og Kyrgiakos samanlagt. Þessi strákur er feykilega yfirvegaður á boltann, tapar fáum boltum og er geysilega duglegur. Hefur alltaf verið sá leikmaður. Hann aftur á móti var klaufi í leikbrotum og átti það til að láta draga sig of framarlega á völlinn, þannig að svæðin sem hann átti að verja voru á köflum þau sem að við fengum á okkur hættu.

  Hann var líka sá sem var látinn aðlagast. Þegar hann var með Alonso/Aquilani átti hann að verjast meira en sækja, en svo öfugt með Mascherano. Hann hefur átt mína aðdáun lengi því hann hefur haldið áfram þrátt fyrir ÓTRÚLEGT mótlæti og alltaf orðið betri. Steven Gerrard hefur mjóróma reynt reglulega að benda fólki á hæfileika þessa stráks en yfirdrullið á síðum blaða og á bloggi hefur ekki farið framhjá honum – það er á hreinu.

  Svo í haust, rétt fyrir gluggalok var hann skyndilega í þeirri stöðu að stjórinn var til í að láta hann fara til að ná sér í senter. Sem betur fer tókst það ekki og ég er sannfærður um það að Hodgson er jafn glaður með það í dag og ég er. Hugsa það ekki til enda ef að Poulsen og Spearing voru þeir sem áttu að leysa hans hlutverk!!!

  En hann hélt bara áfram þegar sumir sýrufýlupúkar hefðu heldur betur staðið öðruvísi að málum og örugglega kennt konunni sinni eða veðrinu um, eða tekið elstu klisjuna í bókinni um “new challenge needed” (lesist Mascherano og Alonso).

  Hann er í mínum augum búinn að vera jafnbesti maður liðsins í vetur, ásamt Kyrgiakos, og ekki kæmi mér á óvart að skoðað verði hvort gamli Daninn verði ekki bara seldur.

  Því við erum komnir með afburða góðan varnartengilið sem kann vel við sig í rigningunni á Englandi og telur sig vera hjá besta liði í heimi, ólíkt öðrum (lesist aftur Alonso og Mascherano) og er að mynda frábæra miðju, hvort sem það er þriggja manna pýramídi með Meireles og Gerrard eða fjögra manna lína með Gerrard, Meireles og Maxi.

  Svo er ég alveg sammála Babu í því að það er kjánalegt að vera búið að búa til “blokkir” um að reka eða halda Hodgson. Hann einfaldlega leit afar illa út allt framyfir Everton leikinn og sagði sjálfur frá mikilvægi þess að vinna Blackburn svo ekki voru það nú neitt nýjar fréttir. Hann hafði fallið á stórum prófum á OT, City of Manchester Stadium og Litla Vellinum í Liverpool og þess vegna var stórt spurt um hann, ekki út af neinu öðru.

  En kannski er það rétt hjá Gerrard að eigendarifrildið sem hófst haustið 2009 hafi smám saman étið klúbbinn upp og andrúmsloftið hafi verið orðið óbærilegt. Það rekst þá á við það að liðið hefur leikið vel síðan í Everton leiknum, eftir að eigendaruglinu lauk og eftir gærdaginn hlýtur sjálfstraustið að vera komið aftur.

  Svo gæti ég tekið enn einn pistilinn um mikilvægi Dirk Kuyt. Ég sveiflast meira með hann en nokkurn annan leikmann í sögu Liverpool, en í stóru leikjunum gegn risaliðunum er hann svo mikilvægur að því verður ekki lýst.

  Síðan get ég heldur ekki lýst ánægju minni með minn uppáhaldsmann í Liverpool, Jamie Carragher. Vissulega er Carra að eldast og hann lítur ekki alltaf vel út með boltann í fótunum. En einbeitingin sem skein af honum í gær, sérstaklega eftir að Drogba var kominn inn á völlinn og frammistaða þessa magnaða Liverpoolmanns veitti mér svakalega gleði. Með frammistöðu eins og í gær sómir Jamie Carragher sér í öllum fótboltaliðum álfunnar.

  Það er nú bara þannig!!!

 92. Ef það á að fara velta manni uppúr því að hafa gagnrýnt Lucas þá held ég að sú gagnrýni hafi alveg átt rétt á sér þ.e. ef hún hefur verið málefna leg. Annars neglir Babu þetta alveg í kommentinu hér að ofan. Hann og Mascerano voru einfaldlega skelfilegir saman á miðjunni enda báðir varnarmiðjumenn.

  Ég sagði þegar Mascherano fór að Liverpool þyrfti ekki að styrkja sig inná miðjunni þar sem að ég myndi alveg treysta Lucas að vinna skítaverkin sem varnamiðjumaður. Þess vegna voru skelifleg Poulsen kaupin mér mikil vonbrigði. Bæði vegna þess að Pulsen hefur alltaf farið í taugarnar á mér sem leikmaður og mér fannst keyptur á fáranlegu verði.

  Það kom á daginn að eitt alversta miðjupar var uppgötvað á haustmánuðum þegar Lucas og Pulsen var stillt upp saman. Eftir á að hyggja var það kannski ekki svo vitlaust að stilla þeim saman en þá sá Lucas að það væri til lélegri leikmaður en hann og við það fylltist hann sjálfstrausti. En án djóks þá hefur Lucas blómstrað í síðusu leikjum eftir að Pulsen var fjarlægður og öflugur sóknarmiðjumaður var fengin við hlið Lucasar. Það er óskandi að Lucas nái að festa sig í sessi og haldi sama dampi og bæti sig. Hef fulla trú á að það geti gerst svo lengi sem hann er með réttan mann við hliðina á sér.

 93. Hvað voru menn svo að tala um að Liverpool gæti fallið… ha ha ha ha 🙂

 94. er lucas bara orðin besti leikmaður lfc útaf því að hann var ágætur í leiknum á móti chelsea, hann er góður varnarlega en getur lítið sem ekkert varnarlega, han ner ekki mjög skapandi í sendingum og býr ekki mikið til, flestar sendingar hans eru til baka. Hann vann bolta á móti chelsea og var góður í leiknum ásamt hinum miðjumönnunum en þa ðað segja að hann hafi verið bestur af þeim og verið leiðtoginn á miðjunn er bara rugl.

  En ég tek það ekki af honum að hann átti góðan leik, en í samanburði við alonso og mascherano þá á hann langt í land, en hann er ungur og ég vona að hann eigi svo sannarlega eftir að taka framförum á næstunni og enda með því að verða eins og alonso.

 95. Glæsilegur sigur og Lucas að uppskera laun erfiði síns síðustu ára og hann er greinilega með breitt bak eftir að hafa þolað alla þessa gagnrýni (ég hef oft gagnrýnt hann).
  Til þess að koma með smá innlegg í Poulsen umræðuna. Þá var ég á ferð um vestfirði í sumar á leið frá Ísafirði til Rvk tók ég upp puttaling. Hann var ítalskur og harður Juventus maður, fór á flesta heimaleiki liðsins, þá var umræða um Poulsen kaupin komin af stað. Hann sagði mér að hann væri ekki sá vinsælasti á meðal stuðningsmanna Juventus og ef Liverpool ætlaði að borga fyrir að fá hann væri það sennilega verstu kaup félagsins. Það hlakkaði í honum að losna við hann og þótti ótrúlegt að fá pening fyrir hann til baka.
  Það hefu heldur betur komið á daginn að hann er vita vonlaus knattspyrnumaður, gæti verið að hann sér með lítið sjálfstraust þessa dagana…..en fyrr má nú vera.
  Ég er ekki enn sannfærður um Hodgson en hann vinnur vissulega á. Ef hann byggir á þessum sigri og sýnir það að Liverpool er komið til að vinna á heimavelli en ekki stilla til varnar og svarar sögusögnum á réttan hátt (eða svarar þeim ekki) sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann haldi áfram, en hann er enn á reynslu fyrir mitt leiti.

 96. 110

  “hann er góður varnarlega en getur lítið sem ekkert varnarlega”

  ertu ákveðinn?

  • er lucas bara orðin besti leikmaður lfc útaf því að hann var ágætur í leiknum á móti chelsea, hann er góður varnarlega en getur lítið sem ekkert varnarlega, han ner ekki mjög skapandi í sendingum og býr ekki mikið til, flestar sendingar hans eru til baka.

  Alltaf kemur einn með svona! Nei það er enginn að segja að hann sé besti leikmaður LFC, en það er MJÖG MIKIÐ Í LAGI að hrósa honum eftir leikinn í gær. Þú segir að hann sé góður varnarlega og ég tek það sem þú sért að meina að hann geti lítið sem ekkert sóknarlega, það er risastórt kjaftæði hjá þér. Hann er að spila djúpan miðjumann með tvo – þrjá meira skapandi miðjumenn við hliðina á sér sem þýðir að hans verk er að sjá um skítverkin og koma boltanum frá sér til þeirra sem eru meira skapandi. Þetta byggist allt upp á því að finna réttu blönduna og á meðan Lucas spilar svona og skilar SÍNU HLUTVERKI eins og hann gerði gegn Chelsea þá er ég sáttur.

  Að segja að hann geti lítið sem ekkert sóknarlega er síðan í besta falli bull enda mikið betri heldur en t.d. Mascherano og Sissoko í að skila boltanum frá sér eða taka spretti með boltann upp völlinn. Hann er að skila boltanum frá sér til samherja af nánast eins miklu öryggi og Hamann gerði jafnan hér áður fyrr, þetta má sjá á video-i sem var bent á hér ofar í umræðunni.

  Það er við þessa kalla sem við eigum að miða Lucas, og þá líklega Poulsen sem spilar”best” í einmitt þessu hlutverki. Um leið og við förum að miða hann við Alonso eða Gerrard og slíka leikmenn þá fer hann auðvitað að líta verr út og “geta ekkert” sóknarlega. En það ætti nú svosem við um flest alla djúpa miðjumenn.

 97. Þulinn á Sky sem sagði fréttirnar að Barnes væri orðinn pabbi óskaði honum til hamingjum með “bay Alexander” en þá greip Barnes fram í fyrir honum og sagði “Fernando” 🙂

  En það að vera að gagnrýna Lucas fyrir hvað hann gerir lítið sóknarlega þá er það nú bara þannig í flest öllum liðum að það er einn leikmaður á miðjunni sem er í því hlutverki að vinna boltann og koma honum á þá leikmenn sem hafa betri sendingagetu eins búið er að benda á hér á undan.

  Ef við skoðum nokkra af bestu leikmönnum í þessari stöðu, Roy Keane, Claude Makalele, Gattuso o.fl. þá eru þeir ekki beinlýnis þekktir fyrir sóknartilburði en öll lið vildu hafa þá í sínu liði.

 98. Frábær leikur og það sem gerði þetta enn sætara var það að ég var að horfa á leikinn með United félaga mínum sem er svooooo búinn að skjóta á mann það sem af er tímabili. Sá að það var farinn að perla svitinn á enninu á honum enda ekki langt í Scummarana núna !

  En af leiknum sjálfum. Ég stend við þá gagnrýni sem ég hef sett hér inn á Hodgson, Lucas og fleiri. En núna er kominn tími á að hrósa. Ekkert að því að hrósa mönnum eins og að gagnrýna. Liverpool gerði í raun og veru allt rétt í þessum leik. Drifkrafturinn á miðjunni var svo sannarlega Lucas Leiva og hann fær ansi stóran plús í kladdann hjá mér !! Keep up the good work segi ég. Torres er einfaldlega að ná fyrra formi og það sést á honum að hann er að fá leikgleðina á ný. En ég ætla bara að velja mann leiksins Roy nokkurn Hodgson. Maður hefur hamast á honum. réttilega að mínu mati, undanfarnar vikur en núna er hann að gera vel.

  Það er gaman núna en þetta getur allt farið á versta veg aftur þannig að ég held ró minni !

 99. Það sem Rúnar #110 er greinilega að tala um er að Lucas geti lítið sem ekkert sóknarlega.

  Málið er bara það að eins og málum er háttað í fótboltaheiminum í dag er iðulega einn miðjumaður (eða fleiri) sem þarf ekki að geta mikið sóknarlega, því það er ekki hans hlutverk. Þrátt fyrir þetta held ég að Lucas sé ekki svo slæmur sóknarlega, en það er irrelevant í þessari umræðu, enda er það ekki hans hlutverk. Slíkur varnasinnaður miðjumaður hefur það hlutverk að vinna boltann, styðja vörnina og koma boltanum á kreatívari leikmenn, sem eru þá hinir 3 miðjumennirnir hverju sinni. Þannig leikmaður er Lucas hjá okkur og hann hefur bætt sig jafnt og þétt og skilar nú mjög góðum performans leik eftir leik. Ef það vantar kreatívitet í sóknina, þá er hægt að kenna Gerrard, Meirales og Maxi um það, ekki Lucas.

  Að velta fyrir sér hvort Lucas verði jafn góður og Alonso er beside the point, Lucas gegnir því hlutverki sem Mascherano gerði, en Meirales má að einhverju leyti líta á sem arftaka Alonso, þótt hann eigi auðvitað langt í land með ná því leveli.

 100. Sé núna að tveir hafa tekið sig til og póstað nákvæmlega sömu skilaboðum og ég. En góð vísa verður aldrei of oft kveðin 🙂

 101. Svipurinn á Ancelotti með tyggjó minnti skemmtilega á Alex F á sama stað fyrir ári….we are fu*ked svipurinn….

  Snilldar leikur og vel spilað af okkar mönnum. Ánægður með þennan Meirelleseses! Lucas í sókn og svo var Kelly ákaflega solid. Torres snilli þegar hann mætir! 5 stig í 4. sætið og 5 stig í fallið, allt galopið.

  Kominn tími á útisigur gegn Wegan, say no more….

 102. Er ekki alveg klárt að leikurinn við Wigan er á Miðvikudag? Liverpool.is er með Miðvikudag en Textavarpið td með Þriðjudag sem er hæpið þar sem leikurinn okkar var á sunnudegi…

  Hafið þið annars tekið eftir hvað textavarpið virðist oft með marga leiki setta á vitlausa tíma og vitlausan dag?

  Annars er ég svo sáttur eftir gærdaginn að þessi wigan leikur mætti helst vera seinni partinn í dag bara og Stoke leikurinn svo eftir kvöldmat…

 103. Viðar, það er 120% klárt að miðvikudagurinn er dagurinn …

  Þessi leikur var líklegast settur á þriðjudag í upphafi en færðist þegar Chelsea leikurinn fluttist til.

 104. Leikurinn er á Miðvikudag, þetta er vitlaust á textavarpinu og mbl.is

 105. Sammála Babu heldur betur í #113.

  Lucas er leikmaður í svipuðum anda og Didi Hamann. Mascherano er allt önnur gerð af leikmanni og er t.d. eins og fíll í postulínsbúð í liði Barcelona. Lucas hefur mjög margt líkt með Didi Hamann og þegar hann verður búinn að losna við neikvæðu umræðuna er ég alveg sannfærður um að við sjáum enn betri leikmann!

  Hvað þá ef hann er að verða fastur byrjunarliðsmaður í brasilíska liðinu, jafnvel fyrir framan Ramirez, sem Chelsea keypti fyrir 19 milljónir punda og menn töldu góð kaup. Ég veit allavega hvor lék betur á sunnudaginn.

  En auðvitað er fullkomlega eðlilegt að menn hafi gagnrýnt þegar hann lék ekki vel og enn eðlilegra að menn séu núna að gleðjast yfir því að hann sé að leika vel.

  Kop á bara ekkert að leita langt eftir laginu hans, mér t.d. dettur í hug lagið “Solid as a rock” með Ashford og Simpson 😉

 106. Nokkrir góðir leikir hjá Lucas og menn eru farnir að bera hann saman við Hamann!!

  Alveg rólegir það er bara einn Didi “Keiser” Hamann!!!

  Það eina sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir hafa spilað sömu stöðu. Hamann var fremri en Lucas á öllum sviðum svo að það sé á hreinu. Betri skotmaður, betri sendingamaður, meira skapandi, sterkari í loftinu, skynsamari og ég get haldið áfram.

  Kannski kemur sá dagur að Lucas kemst með tærnar þar sem Keisarinn hafði hælana en til þess að ég viðurkenni það að þeir séu samanburðarhæfir þá þarf Lucas að spila amk eitt gott tímabil frá byrjun til enda.

  • Það eina sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir hafa spilað sömu stöðu

  Bingó !!!

  Þar fyrir utan væri þetta allt rétt hjá þér ef við myndum lifa í heimi sem væri bara annað hvort svartur eða hvítur. Hamann var í miklu uppáhaldi hjá mér og stórgóður leikmaður og betri en Lucas á mjög mörgum sviðum, en Lucas er ennþá ungur og gæti alveg vaxið í jafnvel betri leikmann en Hamann og svei mér þá ef yfirferðin og krafturinn hjá Lucas sé ekki mun betri en hjá þjóðverjanum sem var nú enginn spretthlaupari og var partur af miðju sem skoraði fá mörk á ári. EN punkturinn er að þeir eiga að sjá um svipuð hlutverk, þar var samanburðurinn enda sagði ég að sendinga% Lucas jafnist á við Hamann…sem er mikið hrós til Lucas.

 107. Í sambandi við þessa Lucas umræðu þá tala tölurnar sínu máli:

  Smá Lucas tölfræði úr síðustu 4 deildarleikjum.

  Everton – 52 reyndar sendingar, þar af 2 misheppnaðar. Blackburn – 41, þar af 1 misheppnuð. Bolton – 48, þar af 2 misheppnaðar. Chelsea – 27, þar af 3 misheppnaðar.

  Samtals hefur hann reynt 168 sendingar og heilar 8 sendingar hafa mistekist.

  Ekki slæmt.

  • það er verði að tala um þjálfara FCK í Danmörku sem mögulegan þjálfar hjá Liverpool.

  tjahh, Jón Gnarr er borgarstjóri!

 108. Mbl er með frétt að það eigi að selja dönsku pulsuna. líst vel á það

 109. smá off topic, en var að velta því fyrir mér hvort einhverjir vissu um góðan stað eða síðu til að nálgast miða á leik með Liverpool á Anfield ?

 110. Ég vil nú bara benda á það að Lucas Leiva er jafngamall og Frarbegas.Fabregas var talinn fyrir nokkru síðan mesta efni sem menn hafa séð en hefur kannski eitthvað verið að dvína í síðastliðnum leikjum.Lucas er 23 ára gutti sem á framtíðini fyrir sér og svei mér þá ef hann verður bara ekki orðinn ”kop legend” fyrir þrítugt

 111. Það er bara ekki hægt annað en að tjá sig aðeins eftir svona leik 🙂

  Fyrir það fyrsta þá stóð liðið sig með miklum ágætum. Hodgson virðist vera á góðri leið með að skapa liðsheild þar sem hver vinnur fyrir annan og leikmenn eru með hlutverk sín á hreinu. Ég var mestann hluta ferils Benites ánægður með hans starf en gagnrýndi hið svokallaða “rotation” kerfi ítrekað. Það er nákvæmlega út af leiknum í gær sem mér finnst sannast að leikmenn verða að fá að spila saman og í sínum stöðum til að ná árangri. Ég er afar ánægður með að Hodgson virðist vera að fara þá leið í deildinni. Minni spámenn fá svo sín tækifæri í Evrópudeildinni.

  Í öðru lagi þá hef ég sjaldan ef ekki aldrei verið ánægðari með Gerrard. Mér hefur þótt hann hingað til ekki hafa gefið nægilega mikið af sér inn á vellinum þrátt fyrir að vera einhver allra besti leikmaður Liverpool fyrr og síðar. Þetta hefur snarbreyst. Hann brosir og hvetur sína leikmenn áfram og segir allt það rétta í fjölmiðlum. Það að taka af honum fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu tel ég að hafi verið mikil mistök hjá Capello og það þrátt fyrir að ég hefði fyrir nokkrum árum ekki talið hann heppilegasta manninn í starfið. Ég er líka glaður að heyra að Hodgson hvetur hann til dáða hvað þetta snertir og að hann haldi áfram að gefa af sér inni á vellinum.

  Í þriðja lagi þá er ég ánægður með leikmenn sem eru að stíga upp og hafa sínt miklar framfarir. Lucas er skýrasta dæmið en N´gog, Kelly og Kyrgiakos hafa einnig sýnt og sannað að þeir eru alvöru menn sem eiga fullt erindi í lið Liverpool. Ég er enn vongóður um að Skrtel, Agger, Maxy og Konchesky stígi upp því mér finnst þeir eiga meira inni en Paulsen, Babel og Jovanovich eru á útleið. Vonandi strax í janúar. Svo veit ég reyndar ekki alveg með Spearing en Shelvey er klárlega framtíðar leikmaður Liverpool.

  Í fjórða lagi er ég nokkuð ánægður með það leikkerfi sem liðið er að spila. Mér fannst 4-4-2 kerfið hafa komið vel út og það að stilla Kuyt frammi með Torres finnst mér ógnarsterk framlína. Hvaða kerfi er spilað ræðst f.o.f. af mannskapnum hverju sinni en mér finnst mér við hafa ágætann mannskap í þetta kerfi og ljóst að Torres þarf að hafa einhvern með sér frammi til að blómstra. Einhversstaðar hér fyrir ofan las ég að það hefði verið skipun Hodgson að bakka í seinni hálfleik á móti Chelsea og hann gagnrýndur fyrir það. Ég tel hins vegar að hjá því hefði ekki verið komist gegn ógnarsterku liði Chelsea. Þegar lið eins og Liverpool halda boltanum þá verður það að hafa burði til að skapa sér færi og skora. Þegar á móti blæs og hlutirnir eru ekki að ganga upp verða lið hins vegar líka að geta varist. Mér sýndist á leiknum í gær að liðið okkar er á réttri leið hvað þetta varðar – getur bæði haldið boltanum og skapað sér færi sem og að verjast vel og beita svo skyndisóknum þegar á móti blæs.

  Til að súmmera upp þá tel ég að Hodgson sé á réttri leið með liðið. Andinn, samheldnin, liðsheildinn og baráttan sem liðið sýndi í gær gefa ekki tilefni til að búast við öðru þrátt fyrir brösuga byrjun.

  Áfram Liverpool!

 112. Svei mér þá. Ég held að Hodgson eigi inni smá break núna. Vissulega gekk ekkert upp og leik eftir leik var hann að reyna sömu hlutina. Liðið var því ekkert að bæta sig, virtist þvert á móti vera að sökkva dýpra og dýpra með hverjum leiknum.

  Núna er aftur á móti annað hljóð í strokknum. Hann hefur loksins breytt taktíkinni, og virðist vera að gera hluti sem að stuðningsmennirnir hafa verið að öskra eftir.

  Dæmi:

  • Pressa ofar á vellinum
  • Spila bakverði í bakvarðarstöðu (Kelly inn í liðið)
  • Og það nýjasta, líklega selja Poulsen

  Batnandi mönnum og liði er best að lifa … Á meðan þetta gengur svona fyrir sig og stigin halda á fram að rúlla í hús, þá bara go Roy.

 113. 126 – Ef liðið fer að dala aftur hjá Hodgson og hann gerir slæm kaup í Janúar þá væri ég alveg til í að sjá Stole Solbakken taka við eftir tímabilið. Hann væri spennandi kostur í stöðunni að mínu mati. Mitt álit á honum hækkaði líka mikið um daginn þegar hann lét Gardiola heyra það og nánast hjólaði í hann eftir leikinn í meistaradeildinni. Mikill meistari þessi maður og hefur gert góða hluti með FCK, sem reyndar er svolítið eins og Chelsea dönsku deildarinnar undanfarin ár. Með lang mestu peningana til kaupa á leikmönnum!

  En héðan í frá fær Hodgson sénsinn út tímabilið að mínu mati ef allt fer ekki til fjandans í næstu leikjum.

 114. 124 – Verð að bæta við eftir að hafa horft á myndbandið af Lucas á móti Chelsea. Þetta er svolítið eins og þegar maður var í ProES eða FIFA í gamla daga. Þá var hægt að velja um að “tækla” standandi eða tækla með því að leggjast flatur. Lucas framkvæmir nánast allar sínar tilraunir til að ná boltanum standandi í þessum leik, oftar en ekki nær hann að pota í boltann og nær honum svo af því að hann er fljótur af stað. Gaman að sjá þetta!

 115. Viltu virkilega sjá Solbakken??? Heimir Guðjáns þá næst eða?
  Hann hefur fengið yfirgengilega mikinn pening með FCK og rústar þar öllu í Danmörku sko! Merja síðan Rosenborg og komast í riðlana, mæta Barcelona ná frábærum leik og sennilega MJÖG auðvelt að mótivera leikmenn fyrir leik gegn þeim. Fær samt credit fyrir það.

  Lendir síðan í riflildum við Guardiola sem menn hafa einhverja hluta vegna hrósað honum mikið fyrir…

  Ég er ekki sannfærður!

 116. Solbakken er líka hjartasjúklingur og þurfti að hætta að spila fótbolta þess vegna. Við erum búnir að hyafa tvo svoleiðis gæja og þeir urðu aldrei nema skugginn af sjálfum sér á eftir og árangurinn hrundi að því er virtist í beinu samhengi við hjartveikina.
  Ég ætla svo að spá því hér og verða fyrstur að því . Lucas Levia verður næsti fyriliði Liverpool!!

 117. Shit Liverpool vann Chelsea í gær ! en samt kemur inn upphitun frá ykkur á morgun fyrir annan leik í deildinni á móti Wigan á Miðvikudag. svo eigum við aftur leik á laugardaginn á móti Stoke ! Djöfull væri gaman að vinna þá báða ! Reyndar má ekki vanmeta Stoke heima þeir eru dugleigir að ná í stig þar. En gaman hvað það er stutt á milli leikja og 6 stig úr þeim leikjum sem ég fer fram á og ég held að allt blóðið muni renna í einn og sama líkamshlutan!

 118. Ég efast stórlega um að Poulsen verði seldur frá Liverpool í janúar einfaldlega vegna þess að það er enginn áhugasamur kaupandi til staðar. Held að það sé hægt að afskrifa þessar 4,5 milljónir punda sem fóru í hann að stórum hluta.

 119. Ég held að það verði ekki mikið mál að selja Poulsen ef við viljum í janúar. Við fáum aldrei allan peninginn til baka, en ég er sannfærður um að við getum losað okkur við hann í neðri deildir einhversstaðar í evrópu.

 120. Þetta var best í heimi! Vill meina að minn stuðningur hafi borgað sig..

  Já Ég var á ANFIELD þetta fallega kvöld! Stemmingin fyrir leik, á leiknum og eftir leik var bara ekki hægt.. Það var allt vitlaust á þessum fallega velli.

  Gerrard kominn í gang, Torres kominn í gang, Lucas byrjaður að standa sig vel og Poulsen á bekknum allar 90min! Þetta er allt að fara í gang!

  YNWA!!

 121. Ég hafði ekkert á móti Lucas né macherano, en þoldi bara ekki að sjá þessa tvo saman inná vellinum á sama tíma. En Lucas er snilli sem djúpur miðjumaður því þá er hann sá fyrsti slíkur sem getur sent boltan frá sér síðan sissoko var 😉
  Hann kemur svosem ekkert með killer sendingar en það er ekkert hans hlutverk endilega, hann bara skilar honum vel frá sér. Sé svo Meireles fyrir mér sem alonso í að vera útum allt að sjá um spilið… og það helst ekki utan af kanti. Og G-force svo frjálsari fyrir framan enda sást það vel móti Napoli hvað skeður ef hann fær að vera framar. Svei mér þá ef maður er ekki bara orðinn spenntur að horfa á næsta Liverpool leik 🙂

 122. Gat loksins sjed leikinn i gaerkvöld, endursyndan. Missti af honum vegna vinnu. Glaestur sigur og mikil baratta. Verd ad minnast a thad ad thad er langt sidan madur hefur heyrt svona vel og mikid i ahorfendunum. Manni fannst i lok seinustu leiktidar og byrjun thessarar frekar dauft yfir öllu a ahorfenda pöllunum. Meira ad segja baulad a stundum. En alls ekki thetta kvöld og hef eg tru a ad virkid Anfield eigi ekki eftir ad falla i vetur.

Liðið gegn Chelsea

Björkvöld á föstudaginn / Opin umræða