LFC STAÐFESTIR SÖLU Á KLÚBBNUM! (opin umræða)

UPPFÆRT (Babu), 11:55 – Broughton svarar nokkrum lykilspurningum varðandi væntanlega sölu á klúbbnum, væntanleg dómsmál sem Hicks ætlar að höfða o.fl. tengt sölu á klúbbnum. Hann gerir sitt besta til að byggja upp væntingar okkar stuðningsmanna og væri varla að því nema vera sannarlega bjartsýnn á að hann sé með allann réttinn sín megin.


UPPFÆRT (Kristján Atli, kl. 6:54 að morgni miðvikudags): Opinber heimasíða klúbbsins staðfesti nú í morgunsárið að það er búið að taka tilboði New England Sports Ventures í klúbbinn! Söluferlið er farið af stað!

NESV er félag milljónamæringa sem eiga m.a. hafnaboltaliðið Boston Red Sox, Fenway Sports Group (sem eiga Fenway Park, heimavöll Red Sox) og Rousch Fenway Racing sem ég held að sé veðhlaupabraut. Ég fylgist ekki mikið með hafnabolta, Einar Örn getur eflaust frætt okkur betur um það, en mér skilst á öllu að þessir eigendur hafi tekið Red Sox á sínum tíma og fært þá til nútímans, styrkt liðið mikið, endurnýjað Fenway og fært liðinu árið 2004 sinn fyrsta hafnaboltatitil í næstum því heila öld. Þannig að þeir kunna greinilega að reisa stórveldi úr öskustónni.

Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool, sagði þetta um málið í yfirlýsingunni:

“I am delighted that we have been able to successfully conclude the sale process which has been thorough and extensive. The Board decided to accept NESV’s proposal on the basis that it best met the criteria we set out originally for a suitable new owner. NESV’s philosophy is all about winning and they have fully demonstrated that at Red Sox.

We’ve met them in Boston, London and Liverpool over several weeks and I am immensely impressed with what they have achieved and with their vision for Liverpool Football Club.

“By removing the burden of acquisition debt, this offer allows us to focus on investment in the team. I am only disappointed that the owners have tried everything to prevent the deal from happening and that we need to go through legal proceedings in order to complete the sale.”

Með öðrum orðum: þeir uppfylltu öll skilyrði sem gerð eru til nýs eiganda Liverpool, þeir heilluðu Broughton og stjórnina með áætlunum þeirra fyrir Liverpool-liðið, þeir munu með kaupunum þurrka út skuldina sem hvílir á klúbbnum og setja pening í að styrkja liðið.

Eigendurnir fá hins vegar ekki neitt, og þess vegna eru þeir að berjast á lagahliðinni. Sú barátta mun eflaust tefja ferlið eitthvað aðeins og það er ekki víst að salan gangi í gegn, Hicks og hans menn gætu enn náð að stöðva söluna.

Við vonum það besta. Þetta verða áhugaverðir dagar.

(Upphafleg frétt Babu frá því í gær er hér fyrir neðan. Við munum uppfæra þessa færslu til að halda umræðunum um sölumálin á einum stað)


Hodgson og liðið fá frí í bili…þetta kemur nýbakað af opinberu síðunni:

Núna er svo sannarlega allt að gerast og mjög mikið í gangi á Anfield. Gillett og Hicks ætla að gera sitt allra allra besta til að gera stuðningsmenn Liverpool snar sturlaða af bræði og reyna allt sem þeir geta til að hindra það að þessum tilboðum verði tekið, núna með því að reyna að bola Ayre og nýja besta vini okkar stuðningsmanna (skrítinn heimur) Christian Purslow! Með því að setja fáráðlinginn hann son Tom Hicks í stjórn ásamt einhverri konu sem ég nenni ekki einu sinni að slá upp á google.

Vonum það besta.

YANKS OUT…og hugsanlega IN (“,)

234 Comments

  1. Samkvæmt sky-fréttastöðinni reyndu Hicks og Gillet að bola tveimur mönnum útúr stjórninni til að koma sínum mönnum að, málið er í lögfræðingaferli. Fréttaritari Sky greindi jafnframt frá því að hlutirnir gætu gerst mjög hratt á næstu dögum. Nú er stóra spurningin; sendir RBS Kanana heim með næstu vél frá Heathrow eða dregur bankinn lappirnar? Og hvað mun gerast í Liverpool ef könunum tekst að koma í veg fyrir þessi kaup?

  2. Þeir virðast ekki ætla að gefast upp, bara taka klúbbinn með sér í gröfina.

  3. Það þarf alltaf eitthvað að gerast eða koma fyrir svo fólk sjái að það þurfi breytingar. Liverpool þarf að vera í fallsæti eftir 7 umferðir svo að kanarnir drullist út. Bankakerfið á Íslandi þurfti að hrynja áður en fólk sá að hér var eitthvað að. Grátlegt.

  4. Sko ef þeir ætla að koma í veg fyrir enn eitt tilboðið þá skal ég glaður taka á móti tilboðum sem leigu-útfararstjóri og fara með hólkinn heim til þessara andsko………….
    YNWA-selja takk

  5. Bíðið þið bara, þetta er laaaangt frá því að vera nálægt því að vera í höfn, þeir trúðar tveir munu sko sjá til þess að þetta verður enginn quicky sale, nú fer þetta í lögfræðingastapp á næstunni og óvissutíminn gæti orðið lengri en margur heldur.

  6. VÁ!!!

    Þetta er ótrúleg fréttatilkynning frá fótboltaklúbbi, örugglega sú eina sinnar tegundar í heiminum. Tvö tilboð komin inn, þau eru góð og stjórnin er að reyna að selja klúbbinn en Hicks og Gillett eru að reyna að stöðva það með því að skipta Purslow og Ayre út úr stjórninni. Sennilega af því að fregnir af þessum tilboðum segja að þeir fái fjárfestinguna sína til baka en engan gróða. Þeir vilja gróða og ætla að berjast fyrir honum, þótt það verði til þess að klúbburinn sé fastur í limbói einhverja mánuði í viðbót og fótboltaliðið líði skort fyrir vikið.

    Helvítis aumingjar. Ég hef blótað Purslow jafn mikið og næsti maður en ef hann og Ayre eru að standa í vegi fyrir gróðabraski eigendanna á hann stuðning minn allan. Vonandi tekst þetta ekki hjá Hicks & Gillett.

    En já, við getum (sem betur fer) hvílt umræðuna um fótboltaliðið í bili. Það verður rosalegt að fylgjast með borgarastyrjöld Liverpool FC næstu dagana. Mig grunar að þetta sé lokaspretturinn á mikilli og langri baráttu til að losna við helvítis krabbameinin.

  7. Djöfull verður sóðalegt partý þegar þessi helvítis svín verða farin, en því miður fyrir mann sem hefur gaman að góðum partýum, þá gæti enn verið talsverður tími í að það partý geti hafist. Ég ætla allavega ekki að flýta mér í ríkið á morgun, til að kaupa kampavínið.

    Þetta er svo ósmekklegt hjá þessum svínum, að ég á bara ekki til orð. Þarna sýna þeir bara svart á hvítu, hvað þeim er orðið drullu sama um klúbbinn sem slíkan, og ætla bara að hanga á þrjóskunni einni saman, til að græða nokkrar krónur, af því að þeir eru báðir á hvínandi kúpunni !!!! Þeim er slétt sama um örlög eða gengi liðsins á meðan.

    Mér finnast þeir líka kaldir, að halda að þeir geti um frjálst höfuð strokið, ef þeir klúðra þessu síðasta tækifæri til að labba í burtu, áður en allt verður gersamlega brjálað þarna…. mér sýnist þráðurinn í mönnum vera farinn að styttast ansi mikið…

    Insjallah

    Carl Berg

  8. Ég er ekki að segja að ég sé að hóta þeim enda ekki í stöðu til þess, en staða Gillett og Hicks fer mjög fljótlega að verða þeim lífshættuleg, hvar sem þeir láta sjá sig.

    Þessi tilkynning á opinberu síðunni er eins og KAR segir með öllu ÓTRÚLEG og enn einn kaflinn í svakalegri sögu Gillett og Hicks sem eigenda Liverpool FC. Get þó ekki sagt að þetta komi neitt á óvart, allt þeirra eignarhald hefur nákvæmlega einkenst af svona stjórnunarháttum. Áður var það opinbert stríð við stjórann sem þeir réðu ekki við vegna vinsælda hans og óvinsælda þeirra og núna ætla þeir í stjórn klúbbsins sem ég trúi ekki að þeir geti allt í einu núna sippað út. Þeir eru svo með þessu í leiðinni að fá hvern einn og einasta aðdáanda Liverpool endanlega og opinberlega upp á móti sér, jafnvel þá sem stýra opinberu síðu klúbbsins…sem þeir “eiga” víst ennþá!

  9. Ja Há núna verða sko spennandi næstu dagar það er alveg á hreinu.

    Ef þetta gengur ekki í gegn núna þá er eins gott fyrir þessa menn að vera búnir að hafa samband við Osama Bin Laden til þess að fá hann til þess að finna fyrir sig öruggan felustað til lífstíðar.

    Jæja þá er bara að leggjast á koddann og vona það allra besta.

  10. Hvernig í andskotanum dettur þessum mönnum það í hug að þeir geti fengið einhvern gróða útúr sölunni á klúbbnum? Liðið situr eins og er í fallsæti og allt virðist í bál og brand. Þeir eiga að prísa sig sæla með það að sleppa útúr þessum bisness á núllinu.

  11. Nú er bara að skella sér á skeljarnar og biðja til FótboltaGuðs um aðstoð við að koma þessu máli í mark fyrir okkur stuðningsmenn. Óttast að SSteinn hafi rétt fyrir sér þó.

  12. Ég get ekki beðið eftir þeim degi þegar Kanarnir láta sig hverfa úr Liverpool borg. Ég legg til að haldið verði svakalegt partý á heimavöllum Liverpool á Íslandi ÞEGAR þeir fara.

  13. jáha…mar er hissa… ekki hægt að annað yfir þessari harðorðu yfirlýsingu frá klúbbnum… sem þeir hafa eflaust dregið úr frekar en hitt…. svo málin er væntanlega verri en þau sýnast..

    gæti verið að leikmennirnir séu að mótmæla sjálfir ? mar hefur spurt sig sjálfur..hvernig geta allir þessir leikmenn verið svona lélegir ? kannski

    Shit hvað næstu dagar og vikur verða áhugaverðar

  14. Ætli sé ekki líklegast að það séu enn 10 dagar það minnsta í lausn þessa máls. 262m punda lánið fellur á gjalddaga og RBS verður orðinn tæknilegur eigandi klúbbsins og vald Gillett&Hicks takmarkað svo það verður ekki um annað að velja en þeir neyðist til að labba burt án hagnaðar (ekki það að þessir menn eigi það á nokkurn hátt skilið að ganga burt með hagnað eftir því hvernig félaginu hefur verið stjórnað undanfarin ár.)

    Hljómar þessi uppskrift ekki svoldið kunnuglega? Banki, tæknilegur eigandi…

  15. Er líka hræddur um að menn séu að misskilja málið.. Það stendur “received two financial offers” ekki accept.

    Sé því miður ekki að menn hafi tekið tilboðum eingöngu að þau hafa borist. Vona þó auðvitað eins og allir aðrir að kanarnir drulli sér í burtu sem fyrst

  16. “Með því að setja fáráðlinginn hann son Tom Hicks í stjórn ásamt einhverri konu sem ég nenni ekki einu sinni að slá upp á google.”

    Sem sagt ásamt syni Hicks þá vilja þeir ráða inn Vice-president, man ekki íslenska orðið yfir þetta, hjá Hicks Holdings – svo satt að segja þá gætu þau varla verið tengdari Hicks.

    Eigendurnir sýna sitt sanna eðli þarna, þeir ætla að græða á þessu og fara ósiðlegar leiðir til þess – ekki að það komi manni eitthvað á óvart. Annars mjög flott að sjá að stjórnarmeðlimir, sem oftar en ekki hafa verið umdeildir, eru að berjast fyrir klúbbinn.

    Vonandi klárast þetta sem allra, allra fyrst!

  17. Hver svo sem ber ábyrgðina á þessu þá verð ég enn og aftur að hrósa opinberu síðunni fyrir þessa sögulegu yfirlýsingu. Þeir hafa sannarlega reynt eins og þeir geta að vera með puttann á púlsinum og svara öllum stórum orðrómum hratt. Þessi yfirlýsing er gríðarlega óvenjuleg.

  18. Í alvuru þessir menn eru ekki heilir í hausnum! Eru þeir ekki búnir að gera okkur nóg?!

    Vona svo mikið að þetta gengur í gegn og þessir menn drullist í burtu!

    YNWA! ÁFRAM LIVERPOOL! YANKS OUT!!!!

  19. Í alvuru þessir menn eru ekki heilir í hausnum! Eru þeir ekki búnir að gera okkur nóg?!

    Vona svo mikið að þetta gengur í gegn og þessir menn drullist í burtu!

    YNWA! ÁFRAM LIVERPOOL! YANKS OUT!!!!

  20. Þetta er þrjóska á hæðsta stigi. Þeir vita að þeir eru að missa klúbbinn í hendur RBS og reyna öll brögð og tefja út í eitt til að forðast það óumflýjanlega. Ef að þessir helvítis eigendur ættu pening þá væru þeir búnir að borga vextina af þessu láni. Rbs SOS please and put the yanks out of their misery!

  21. Smá sum up, hvort ég sé að hugsa þetta rétt:
    Þegar lánið var síðast endurfjármagnað þá var samþykkt að setja af stað söluferli á klúbbnum og Martin Broughton fenginn inn frá RBS til að annast þetta söluferli. Hann yrði stjórnarformaður og ásamt honum kæmu þeir Purslow og Ayre inn í stjórn til að tryggja að Hicks og Gilllett gætu ekki staðið í vegi lengur fyrir tilboðum sem bankanum litist nógu vel á.

    Þess vegna vill Hicks sem er ennþá að reyna fjármagna lánið koma tveimur úr sínum herbúðum að til að getað stjórnað sölu á klúbbnum sjálfur og líklega nota klúbbinn sem veð fyrir nýju láni sem myndi borga lán RBS upp en skilja klúbbinn eftir í sama skítnum.

    Þetta vilja Broughton og hinir tveir ekki enda komnir með nógu gott tilboð í hendurnar og því er þetta að fara í hart.

    Yfiirlýsing Hicks sannar svo það sem allir vissu, þetta er elliær, fífl og helber lygari sem á að borga væna summu til að sleppa heill frá klúbbnum, ekki græða grænan eyri á því:
    (set llink eftir smá, búinn að heyra þetta þvaður frá honum)

  22. Hér er þetta frá Hicks..

    Hicks says will resist sale of club “without due process or agreement of the club”
    In April, we confirmed our agreement to sell Liverpool, and appointed a new Chairman and advisers to oversee the process.
    At that time we and Martin Broughton stated our commitment to finding the right buyer for LFC, one that could support and sustain Club in the future. We remain committed to that goal.
    The owners have invested more than $270 million in cash into the club, and during their tenure revenues have nearly doubled
    investment in players has increased and the Club is one of the most profitable in the EPL.
    As such, the Board has been presented with offers that we believe dramatically undervalue the Club
    To be clear, there is no change in our commitment to finding a buyer for Liverpool Football Club at a fair price that reflects the very significant investment we’ve made.
    We will however resist any attempt to sell the Club without due process or agreement by the owners.”

  23. Þessi yfirlýsing frá Hicks lýsir kaupum og hugsunarhætti þessara kappa í hnotskurn. Liverpool kaupin þeirra voru skammtímafjárfesting þar sem þeir ætluðu að ná fram skjótfengnum gróða.

  24. Þessi yfirlýsing Hicks er bara stríðsyfirlýsing. Maðurinn er í einhverri glerkúlu og gæti ekki staðið meir á sama um hjartað í Liverpool…. Áhangendur. Það er ekki nóg fyrir hann að sleppa á sléttu. Hann linnir ekki látum fyrr en klúbburinn verður rifinn úr höndunum á honum og Gillette af lánadrottnum með ófyrirséðum afleiðingum. Hið óhugsandi á kannski eftir að gerast þessa leiktíð. Eins gott að fara að búa sig undir það versta.

    YNWA

  25. Óli G, ertu til í að pósta FT greininni hérna svo við sleppum við að skrá okkur á FT….

  26. Greinin af FT í kvöld

    Open warfare broke out at Liverpool FC after the club announced that plans for directors to discuss two “excellent” offers to buy the Premier League club, including one from the owners of the Boston Red Sox, were preceded by the current US owners’ efforts to remove two independent board members.

    New England Sports Ventures, the holding company for the baseball team, tabled an offer to cover the £280m of debt owed by Liverpool owners Tom Hicks and George Gillett to Royal Bank of Scotland and Wachovia. The offer on the table is believed to be £300m.

    Another offer – from the Far East – believed to be of the same magnitude was also discussed by the board.

    In a statement on the club’s website on Tuesday night, Liverpool FC said: “The board of directors have received two excellent financial offers to buy the club that would repay all its long-term debt.

    “A board meeting was called today to review these bids and approve a sale. Shortly prior to the meeting, the owners – Tom Hicks and George Gillett – sought to remove managing director Christian Purslow and commercial director Ian Ayre from the board, seeking to replace them with Mack Hicks and Lori Kay McCutcheon.”

    Mack Hicks is a son of Tom Hicks and a vice-president of his father’s Hicks Holdings sports and real estate group. Ms McCutcheon is also a vice-president of Hicks Holdings.

    The statement added that the matter was subject to legal review and that the three independent board directors – chairman Martin Broughton, Mr Purslow and Mr Ayre – would continue to explore the club’s sale at the earliest opportunity.

    According to people with knowledge of the protracted and bitter sale process, the independent directors had planned to discuss the offers with the owners on a conference call, and hoped to move the discussion onto details about which of the two to accept.

    It is understood the meeting began with the US owners stating they intended to oust the independent directors and change the board’s constitution. Mr Broughton adjourned the meeting to take advice and returned to tell them that they could not impose the moves.

    But the owners, who have placed a much higher valuation on the club, were said to have told the board that they were not interested in the offers on the table, a response that was said by one person to have been expected. They then withdrew from the meeting.

    The owners later released a statement saying they had been presented with offers that “dramatically undervalue the club” and did not reflect the investment they had made in Liverpool, which they put at more than $270m. They said they remained committed to the sale of the club, but added: “We will, however, resist any attempt to sell the club without due process or agreement by the owners.”

    Mr Hicks is believed to remain determined to refinance the debt, although he has had one proposal rejected by the independent board members in June after they took legal advice. The deadline for the repayment of the owners’ loan is Friday week.

    According to another person with knowledge of the situation, NESV’s owner John Henry is in the UK with senior management figures with the intention of “closing the deal”.

    While NESV has been interested in Liverpool for some weeks, the Far East interest is believed to have become known only in the past week. NESV’s thinking is that Liverpool would be another iconic sports brand to go with the Boston Red Sox and Roush Fenway Racing, one of the pre-eminent teams in Nascar racing.

    But given the hostility of Liverpool fans to the Gillett-Hicks ownership, NESV is believed to be sensitive to any anti-US sentiment from supporters.

  27. Var að sjá þetta á twitternum … The official website is refusing to post Hicks and Gillett’s ‘statement’. Open warfare.

  28. Takk Lýður og áhugaverð grein þarna

    Get þó ekki varist því að það sem situr eftir hjá mér úr þessari grein er þetta:

    • Friday week.

    HVENÆR BYRJAR HÚN ? 🙂

  29. Hvernig er það, verður bankinn ekki að taka hæst bjóðanda ef þeir sjá um söluna eftir þessa 10 daga (semsagt ekki endilega fjársterkasta aðila) og láta allt umfram höfuðstólin renna til kananna? Hafa þeir þá einhver tímamörk eða hvað? Trúi ekki að klúbburinn fari bara á uppboð en einhvern rétt hljóta þessi Kanar að hafa til móts við bankann.

    Allavega finnst mér þó á umræðunni sem hefur átt sér stað (þó hún beri nú enganvegin e-ð nákvæma mynd af málunum) að flest, ef ekki öll, boð séu upp á höfuðstólin sléttann eða hér um bil (ef eitthvað hærra tilboð hefði borist, hefðu kanarnir sennilega stokkið á það). Það virðist ekki falla vel í kramið á þeim fíflum og það er ekki eins og e-r fari að bjóða þeim 600m punda fyrir klúbbin ef þeir geta fengið hann á 282m punda eftir 10 daga (og ef sá aðili er til vil ég hann fjarri Liverpool FC). Það er því engu líkast að þeir séu með það viðhorf að annaðhvort fái þeir hagnað eða reyna valda sem mestum skaða og almennum leiðindum, eins og tapsárir krakkar.

    Þetta snertir líf milljónir manna og þeim er alveg sama. Skíthælar! Er virkilega til öll þessi ofgnótt af fólki sem er tilbúið að láta ótal fólk þjást fyrir nokkra þúsund kalla, milljónir eða milljarða í viðbót? Ætla nú ekki að líkja þessu við það að fólk missi húsin sín, vinnuna, upplifi matarskort eða annað slíkt en maður þjáist óneitanlega á sinn hátt við að horfa á þessi fífl eiga klúbbinn og hvernig upp á hann er komið.

    Let me ask you one question
    Is your money that good
    Will it buy you forgiveness
    Do you think that it could
    I think you will find
    When your death takes its toll
    All the money you made
    Will never buy back your soul.

    Brenni þeir í helvíti!

  30. Nr. 34 eins og kemur fram í greininni sem Mummi linkar á þá virðast báðir þessir nýju aðilar hafa beðið með að bjóða í klúbbinn fram á síðustu stundu og það er klárlega engin tilviljun.

    En varðandi nýja eigendur þá set ég skilyrði að þeir komi ekki frá Texas og hafi helst aldrei komið þangað.

  31. AAAAAA SHIT hvað ég er að verða pirraður! ég héllt að þetta væri að koma þegar ég sá þetta fyrst í kvöld en auðvitað ekki! þessir fokking kanar ohhhhhh geta þeir ekki bara drullað sér í burtu!!! anskotinn hvað ég er pirraður! og ef þessi ógeðis sonur hans kemst inní þessa stjórn þá fer nú allt held ég endanlega til fjandans!

    en ég er samt ekki alveg að skilja þetta allt.. af hverju ættu þeir að seigja nei við einhverju tilboði ef þeir eru hvort eð er að fara að missa klúbbinn eftir 10 daga?? það kemur hvort eð er ekkert hærra tilboð á þeim tíma.. þeir hljóta að hafa einhvað um þetta að seigja við bankann fyrst þeir eru að stöðva þetta? annars er eina útskýringin að þeir ætli að reyna að skemma eins mikið og þeir geta áður en þeir missa klúbbinn!

  32. Vill alls ekki fá annan Kana við stjórnvölin. Gillet,Hicks og Glazer segjir allt sem segja þarf. Vill helst fá tycoon buyout eða einhvern sem hefur virkilega ástríðu fyrir fótbolta fyrst og fremst.

  33. ,,I’ve been reliably informed that Ayre, Purslow and Broughton this week blocked a refinancing offer that Hicks and Gillett put to the board. They were using the ground Melwood etc up as clout to get refinance.´´

    Áhugavert, virðist sem CP sem hefur virst vera á þeirra hlið sé kominn með nóg og vilji sölu.

  34. Jæja þá er það komið í ljós:
    Breaking News á SkyNews : Liverpool Football Club is to be sold to the owners of the Boston Red Sox, according to Sky News sources.

    Frá RAWK
    Tariq Panja on Twitter:
    Just been woken up to be told #LFC sold to NESV. Full details likely in half an hour on club website
    NESV deal to buy Liverpool subject to approval from Premier League and resolving dispute with previous owners. #LFC

  35. Það eru ekki litlar fréttirnar í morgunsárið….

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/board-agree-proposed-sale

    Board agree proposed sale

    Liverpool Football Club today announces that the Board has agreed the sale of the Club to New England Sports Ventures (NESV).

    New England Sports Ventures currently owns a portfolio of companies including the Boston Red Sox, New England Sports Network, Fenway Sports Group and Rousch Fenway Racing.

    Martin Broughton, Liverpool FC Chairman, said:

    “I am delighted that we have been able to successfully conclude the sale process which has been thorough and extensive. The Board decided to accept NESV’s proposal on the basis that it best met the criteria we set out originally for a suitable new owner. NESV’s philosophy is all about winning and they have fully demonstrated that at Red Sox.

    “We’ve met them in Boston, London and Liverpool over several weeks and I am immensely impressed with what they have achieved and with their vision for Liverpool Football Club.

    “By removing the burden of acquisition debt, this offer allows us to focus on investment in the team. I am only disappointed that the owners have tried everything to prevent the deal from happening and that we need to go through legal proceedings in order to complete the sale.”

    Note to editors:

    The sale is conditional on Premier League approval, resolution of the dispute concerning Board membership and other matters.

  36. Klúbburinn er búinn að staðfesta þetta, ég er búinn að uppfæra færsluna hér að ofan.

    Það verður að hafa í huga samt að þetta er ekki í höfn. Hicks og Gillett eru enn að reyna að blokkera söluna og lögfræðibaráttan gæti staðið í einhvern tíma. Við vonum bara að þetta gangi í gegn sem fyrst.

    Við vonum líka að nýju eigendurnir séu ekki falskur fugl eins og þessir tveir bjánar reyndust. Það að þetta sé bandarískt fyrirtæki þýðir ekki endilega að þetta sé slæmt. Það er hægt að benda á Hicks/Gillett og Glazer-fjölskylduna en á móti kemur t.a.m. að Randy Lerner hefur gert frábæra hluti með Aston Villa miðað við þá stöðu sem þeir voru í þegar hann keypti. Þá var Thaksin Shinawatra enginn draumaeigandi fyrir Man City, og það var enginn þeirra sem keyrði Portsmouth niður í jörðina bandarískur. Þannig að USA þarf ekki að þýða slæmt. Þetta veltur á einstaklingunum.

    Ég býst við að lesa mér allhressilega til um Boston Red Sox og eigendamál þeirra næstu daga. Hlakka til.

  37. Þetta ferli sem fer af stað núna hvað eru menn að tala um að það geti tekið langan tíma??? erum við að tala um fleiri mánuði, vikur eða daga???

    óneitanlega spennandi tímar framundan þó ég efist um að fá aðra kana þarna inn en ætla þó ekki að dæma þessa menn strax. Það var talað um það að þessir menn vildu styrkja leikannahópinn en var eitthvað minnst á nýja leikvanginn???

  38. Er hægt að byrja daginn á betri fréttum ? Ég bara spyr! Yanks out! Yanks in!

  39. Það er rétt að taka fram að það er algjör móðgun að kalla Red Sox menn Yanks, því erkifjendur þeirra eru New York Yankees. Það eru Yanks. Texas-menn eru heldur ekki Yanks (hef þess vegna aldrei skilið það uppnefni yfir Hicks og Gillett).

    Réttara væri því að segja: Cowboy out, Bostoner in!

  40. Heilmikill sparnaður í því að geta pakkað mótmælaspjöldunum gegn könunum inn í skáp og notað þau aftur ef illa fer.

  41. Nú er ég hvorki sérfraedingur í vidskiptarétti né félagarétti, en ég sé samt ekki ad haegt sé ad ganga endanlega frá sölu félags (thótt stjórn thess hafi samthykkt söluna) nema slíkur gjörningur sé formlega stadfestur á hluthafafundi. Med ödrum ordum sé ég ekki ad thad verdi haegt ad ganga frá thessu nema med samthykki eigendanna.

    Núverandi eigendur eru greinilega á móti thví ad samthykkja thetta kauptilbod og thví eru fljótt á litid tvaer mögulegar leidir til ad salan gangi í gegn:
    1. Ad nú thegar sé í gildi samningur eigenda vid vedhafa félagsins sem jafngildi fyrirfram samthykki theirra vid sölu sem uppfylli ákvedin skilyrdi. Ég hef ekki séd beina stadfestingu á tilvist svona samnings, en thetta er samt ekki útilokad midad vid hvernig stjórnin hagar sér núna og hvernig stjórnarformadurinn hefur talad opinberlega ádur (m.a. sagt skýrt ad sala sé ákvördun stjórnar en ekki eigenda og bent á ad eigendurnir hafi ekki meirihluta í stjórninni). Ef svona samningur er í gildi munu eigendurnir vaentanlega ekki hafa neinn möguleika á ad stödva söluna med thví ad hefja málaferli, thar sem their hafa thegar fyrirfram samthykkt ad stjórnin gangi frá sölu.
    2. Ad vedhafarnir gangi ad vedinu 15. okt. og thad verdi thví fulltrúar bankanna sem fái thad hlutverk ad stadfesta söluna á hluthafafundi. Thetta mun vaentanlega orsaka 9 stiga refsingu frá deildinni (6 stig eftir 7 leiki er nógu slaemt, en -3 stig eftir 7 leiki er enn verra).

    Í stuttu máli sé ég ekki betur en ad annad hvort verdi salan stadfest nokkud hratt thar sem eigendurnir hafi í raun samthykkt hana fyrirfram vid sídustu framlengingu lánsins, eda thá ad thad verdi ad fara med thetta í hart thannig ad bankarnir taki félagid yfir og selji thad. Í bádum tilfellum aetti thetta ad verda ljóst ekki sídar en mánudaginn 18. okt. Nema ég sé ad misskilja thetta algerlega, sem er vel mögulegt.

  42. Eftir ad hafa skodad thetta adeins betur sé ég ekki betur en ad málid sé leid 1. í athugasemd minni hér ad ofan (nr. 47, med smá klúdri í uppsetningu thar sem 3 málsgreinar urdu ad einni). Eigendurnir virdast ekki vera ad krefjast thess ad salan gangi ekki í gegn á theirri forsendu ad hún fái ekki studning hluthafafundar, heldur á theirri forsendu ad stjórnin sem tók ákvördunina um ad ganga frá sölu hafi ekki verid lögleg thar sem their sem eigendur hafi fyrir fundinn sett tvo stjórnarmenn af og skipad tvo nýja í stadinn. Thad er ekki útilokad ad their hafi heimild til thess ad gera thetta. Ef svo er hafa lögfraedingar theirra einfaldlega fundid smugu í samningnum vid bankana.

    Jafnvel thótt thetta gangi upp hjá theim geta their vaentanlega ekki hindrad yfirtöku bankanna thann 15. (nema their nái ad endurfjármagna lánid fyrir thann tíma). Líklegast er thvi ad their séu med taktík sem gengur út á ad vera med eins mikid vesen og their geta til ad neyda bankann eda nýja eigendur til ad láta thá fá einhverja peninga til ad forda félaginu frá greidslustödvun og theim refsingum sem thví fylgja. Hvad eru menn tilbúnir ad borga mikid fyrir 9 úrvalsdeildarstig?

  43. Stjórnin hlýtur að hafa átt að selja klúbbinn og að salan yrði þá háð samþykki Hicks og Gillett. Þegar maður heyrir orðið málaferli þá dettur mér í hug vesen. Þetta er ekkert að fara að gerast í dag ef þetta er að fara í málaferli. Þetta er ljóta ruglið. Minnir á slæma sápuóperu. Maður heldur alltaf að eitthvað gott sé að fara að gerast en þá boom kemur einhver drama..

  44. Sko, Boston Red Sox hefur verið síðustu ár með eitt af 2-3 bestu liðunum í hafnaboltanum. Þeir voru kannski á svipuðum stað og Liverpool þegar að Henry og félagar keyptu liðið árið 2001.

    • Gríðarlega langt síðan að þeir unnu deildina.
    • Frábær en gamall heimavöllur. Alltaf uppselt, en litlar tekjur miðað við nýrri velli.
    • Gríðarlega mikið af áhagendum um allan heim/öll Bandaríkin.

    Þeir hafa breytt liðinu talsvert, ráðið til sín góða menn til að stjórna liðinu á bakvið tjöldin (einsog Theo Epstein, bætt völlinn (þó ekki byggt nýjan) og svo hafa þeir verið með næst dýrasta leikmannahópinn síðustu ár (á eftir New York Yankees).

    Þetta er ekki fyrirtæki, sem ætlar að dæla peningunum í liðið einsog arabarnir hjá City, heldur er þetta félag sem vill græða á liðinu til langs tíma. Eflaust munu þeir horfa á þetta einsog Red Sox dæmið – að liðið sé vanmetið og að með betra markaðsstarfi og betra rekstrarteymi sé hægt að ná miklu meiri pening útúr félaginu, sem hægt er að setja aftur inní liðið. Þeir þurfi eflaust að setja inn meira pening inní liðið núna strax en til lengri tíma litið geti liðið staðið undir sér sem lið í fremstu röð.

    Þeir hafa líka séð það á tímanum með Red Sox að árangur skilar sér í auknum tekjum. Uppáhaldsliðið mitt í hafnaboltanum, Chicago Cubs, var á svipuðum stað og Red Sox árið 2001- gamall völlur, áratugir síðan þeir unnu, mikið af áhagendum um öll Bandaríkin – en á meðan Red Sox hafa vaxið innanvallar og utan eftir að Henry og co tóku við – hafa Cubs haldið áfram í sama farinu. Þeir taka inn peninga og það er uppselt á alla leiki, en ef enginn árangur næst inná vellinum þá situr liðið í sama farinu ár eftir ár.

    Nota bene, þegar að Red Sox unnu titilinn árið 2004 – þá var það í fyrsta skipti síðan **1918**. Og í undanúrslitunum unnu þeir New York Yankees 4-3 í lekjum talið eftir að hafa lent undir 3-0. Semsagt, þeir unnu 4 síðustu leikina – sem er stórkostlegt. Þetta væri einsog að við þyrftum að bíða í 66 ár í viðbót eftir titli og þegar hann kæmi þá gerðist það með sigri í næst síðasta leiknum gegn Man United eftir að þeir hefðu verið yfir 5-0 í hálfleik.

    Mér líst vel á þetta. Henry og félagar eru nokkurn veginn mín hugmynd að besta mögulega eigenda (ég hef oft líst því yfir að ég vil ekki fá einhver sykurpabba). Það á vel að vera hægt að styrkja Liverpool gríðarlega til lengri tíma án þess að dæla í það pening hvert ár. Helsti styrkur Liverpool erum jú við – allt þetta fólk um allan heim, sem veit fátt skemmtilegra en að fylgjast með þessu liði.

    Já, og Red Sox eru sennilega næst vinsælasta liðið í Bandaríkjunum (á eftir Yankees – en öfugt við Yankees þá eru ekki margir sem hatast útí Red Sox utan New York), þannig að Liverpool og Red Sox gætu eflaust átt gott samstarf í markaðsmálum.

  45. „Hvad eru menn tilbúnir ad borga mikid fyrir 9 úrvalsdeildarstig?“

    Nákvæmlega. Ekki. Neitt.

    Við erum að tala um framtíð félagsins, ekki afdrif liðsins á einni leiktíð. Ef það kostar okkur Evrópusæti í vor, ef það kostar okkur Torres eða Gerrard, þá er það þess virði að tryggja það að þessir andskotar fái ekki krónu fyrir ómakið á leið sinni út og að tryggja það að við fáum sem besta nýja eigendur inn í staðinn.

    Ég kýs frekar 17. sæti í deildinni í vor og söluna á Torres og Gerrard en að ná 6. sæti, berjast allt næsta sumar við að halda þeim og missa af góðum eigendum.

    Étum þessa níu stiga refsingu ef við þurfum þess. Hicks og Gillett eiga ekki að fá krónu út úr sölunni.

  46. Frá Tariq Panja á Twitter …. Hear immediate plans to alter #LFC management. Unlikely NESV will announce a new chief exec or other management changes right now.

  47. Mummi – mér skilst að upplýsingar Panja séu að meina stjórn félagsins, ekki stjórn knattspyrnuliðsins. Það er því væntanlega frekar verið að tala um Broughton, Purslow og Ayre frekar heldur en Hodgson og þjálfarateymið.

    Annars sýnast mér í fljótu bragði þessar greinar í skjalinu sem þú vísar á vera nokkuð klárar. Eitthvað hljóta lögfræðingar Hicks þó að hafa fyrir sér fyrst þeir reyna þessa leið en ekki einhverja aðra, til að stöðva söluna.

  48. The Yanks are dead, long live the Yanks!

    Gleymum Hicks og co og horfum til framtíðar.

  49. Það er búið að gefa það út að engin stig verði tekin af Liverpool þó að H & G nái að tefja söluferlið fram yfir 15 okt. Við getum þá andað rólega og vonandi að hópurinn verði styrktur í Janúar og félagið losi sig við flesta þessa miðlungsleikmenn sem það hefur verið að sanka að sér undanfarin ár. Þó að útlitið sé ekki bjart að þá er mikilvægt að áherlsa verði lögð á deildina og 4 sætið eða betra verði tryggt.

    Guð blessi Liverpool 🙂

    • Gleymum Hicks og co og horfum til framtíðar.

    Ekki strax, ekki fyrr en þetta fífl er alveg örugglega með öllu án allra tengsla við Liverpool FC.

    Mikið væri nú gott ef eitthvað myndi nú einu sinni ganga smurt fyrir sig hjá LFC, alltaf þarf að setja ný viðmið í veseni og tómu rugli.

    Annars lýst mér í fljótu bragði ekki illa á þessa væntanlegu eigendur, vill reyndar ekki sjá Bandaríkjamenn koma nálægt fótbolta en eins og með H&G fá þeir svo sannarlega séns til að sanna sig. Reyndar lýst mér aðallega vel á þá á þeirri forsendu að þeir geta hugsanlega ekki verið verri en Gillett og Hicks!

  50. Þetta ætti vonandi líka að gefa leikmönnum Liverpool von um að núna verði ekki fleiri loforð svikinn og liðið verði sennilega styrkt í jan.

  51. Á bandarískan félaga sem er Red Sox stuðningsmaður. Þetta sagði hann um nýja kaupendur Liverpool (NESV):
    “These guys are just businessmen. They hire the right people to run the team and they don’t meddle in daily operations or team management. They aren’t afraid to spend money either. I think this is probably going to work out okay.
    Before they bought the Red Sox in 2001 (I think this is the right year), the Sox hadn’t won the World Series since 1918. Since they bought the team, Boston has won two World Series.”

    GBE

  52. Ziggi (#58) vísar í góða grein hjá BBC. Hér eru nokkrar sem ég hef rekist á undanfarinn klukkutíma eða svo:

    Allt að gerast, margt að frétta. Mikið hefur maður beðið lengi eftir þessum degi. 🙂

  53. Ástandið getur allavega ekki orðið verra en þetta og miðað við fullyrðingar stjórnarmanna þá er Liverpool mjög vel rekið fyrirtæki út frá markaðssjónarhorni séð og það koma inn miklir peningar í kassann sem hafa svo endan í vösum G&H og í vexti sem að núna ætti loksins að geta skilað sér í stærri leikmannahóp og betri leikmönnum.
    Ég er allavega sáttur að þetta séu ekki einhverjir sykurpabbar sem ætla sér að kaupa alla bestu menn heimsins heldur að félagið geti orðið nokkuð skuldlaust og með tímanum og nýjum velli rekið sig sjálft og verið samkeppnishæft um leikmenn sem að lið eins og United og chelsea t.d eru á eftir en ekki lið eins og Stoke og Fulham með fullri virðingu fyrir þeim ágætu félögum.

  54. flott grein hjá Kristján sérstaklega þarsem Hicks er í versta sæti og við erum fá þá bestu.

  55. Mikið er ég sammála því að fá svona eigendur inn en ekki einhverja Araba sem ætla bara að moka og moka seðlum inn. Það væri upphafið af endalokum Liverpool og hver vill vinna titil þegar eina sem maður heyrir er money money money þó þeir spili að sjálfsögðu nánast öllu máli.

    Liverpool FC hlýtur að vera gott viðskiptadæmi enda lið með mjög mikla sögu, aðdáendur út um allann heim osfr Mér gæti ekki staðið meira á sama hvort þessir menn séu frá Egyptalandi, Englandi eða USA, það skiptir bara ekki máli. Svo lengi sem þetta eru menn með gott viðskiptavit og átta sig á því að án titla mun fjárfesting þeirra ekki borga sig.

    Ef við fáum slíka menn inn þá ættum við að vera í fínum málum. Ekki er heldur verra að þeir ráði inn gott fólk, flottann stjóra og láti það fólk svo um að stjórna klúbbnum day to day og eru ekki með puttana í öllum rössum.

    Ganga bara frá þessu máli hér og nú og fara beint í að finna þann stjóra sem ætlar að taka liverpool úr öskustónni og byggja upp almennilegt lið sem mun vinna fjölda titla á næstu árum. (lesist sem ekki Hodgson)

    YNWA

  56. Mummi #52
    Hear immediate plans to alter #LFC management. Unlikely NESV will announce a new chief exec or other management changes right now.

    Þetta frá panja var víst ekki rétt þar sem hann gleymdi einu mikilvægi orði í þessa færslu sína.

    Sorry crucial dropped word in last tweet. NO immediate plans to change management structure. Phew! Perils of tweeting

    Sem sagt ekki heyrst af neinum upplýsingum varðandi breytingar á stjórninni.

  57. Nú er einsýnt að Liverpool fær nýja bandaríska eigendur. Það þurfa ekki endilega að vera slæm tíðindi þótt sporin hræði. Þessir nýju eigendur koma frá Boston og það gæti verið smá huggun harmi gegn. Bísnissmenn frá NY svæðinu eru sprottnir úr öðrum jarðvegi en t.d. kollegar frá Texas. Eða er ég að láta óskhyggjuna hlaupa með mig í gönur? Líklega!

    Einnig er ljóst að nýi eigandinn, New England Sports Ventures, kemur til Liverpool undir allt öðrum formerkjum en oligarki frá Rússlandi eða olíuprins frá Arabíuskaganum. NESV ætlar að græða á Liverpool. Þeir ráðast til atlögu sökum þess að G&H standa veikt og félagið fæst fyrir lítið. Þeir ráðast á veikasta dýrið í hjörðinni eins og sannra kapítalista er siður.

    Hvað næst? Sá sem ræður mestu í NESV heitir John Henry og er býsna áhugaverð persóna. Hann hefur auðgast (og tapað) á afleiðuviðskiptum sem er mesta hákarlasport í heimiþ Ég fæ satt best að segja hroll við tilhugsunina um að næsti eigandi Liverpool verði spákaupmaður um framvirka samninga og gjaldmiðlabrask! En Henry er engin venjulegur spákaupmaður heldur á hann rætur í heimspeki og rokki auk þess að vera bóndasonur frá Illinois sem allt eru ágætis teikn finnst mér.

    Hvað um það; það er mikill munur á að vera þokkalega farsæll bísnissmaður eins og Henry eða ömurlegir í alla staði eins og G&H. Ég vil því ekki útiloka fyrirfram að þessir Kanar komi með verðmæta þekkingu inn í Liverpool. Félagið er gífurlega verðmætt vörumerki á heimsvísu og á mikla ónýtta möguleika sem hálfvitar á borð við G&H áttu ekki sjens í að gera sér mat úr. Um fjárfesta er stundum sagt að þeir komi ýmist með “stupid money” eða “just money” og er það fyrst nefnda best þegar að fjármunum fylgir verðmæt þekking til að nýta þessa peninga sem best. G&H og Glaziers eru síðan dæmi um nýja tegund fjáfesta sem koma með “no money” sem er vitanlega algjört brjálæði eins og allir vita nú.

    Ég skal samt játa að ég er búinn að fá upp í kok af því að sjá mörg glæstustu íþróttafélög heimsins komast í hendur fjárfestingafélaga, glæpamanna frá Rússlandi og ofdekraðra pabbastráka frá Asíu.

  58. Vonandi thydir thetta ad the Liverpool way verdi aftur i havegum haft a Anfield. Ekkert rugl eins og er buid ad vera undanfarin ar, og heldur ekkert sykurpabbadaemi. Bara godir solid eigendur sem vilja ad klubburinn geri vel, punktur.

  59. Þessir nýju eigendur leggjast orðið bara ágætlega í mann en maður vill þó vita hvort laggst verði í framkvæmd á nýjum velli og þá hvort það verði völlurinn sem Gillett og Hicks létu teikna fyrir sig eða hvort það eigi núna að fara að tefja það ferli enn meira og láta teikna nýjan völl???

    Hversu mikið af peningum eiga þessir menn svo??? eru þetta menn sem væru tildæmis vísir til þess að kaupa einn leikmann á 50 milljónir punda ef það væri leikmaður sem stjórinn vildi og myndi styrkja liðið verulega???

    Þetta eru allt spurningar sem við eigum eftir að fá svör við en erfitt er að bíða og þið sem eruð með enskuna 130% og eruð einnig að lesa ykkur til allt sem þið finnið um þessa ágætu menn megið endilega upplýsa og mata okkur hina á öllu því áhugaverða sem þið finnið og ef þið eruð að finna heilu greinarnar væri það æðislegt ef þið gætuð kannski sagt svona frá því helsta sem greinin segir á íslensku…..

    Í lokin langar mig að þakka síðuhöldurum fyrir hreint frábæra síðu sem er hreinlega að rúlla yfir opinbera liverpool síðu Liverpool klúbbsins á íslandi, hvað varð um þá síðu segir maður bara? inná því spjallborði þar er tildæmis lítil sem engin hreyfing lengur og sú littla hreyfing sem þar er fer fram af fólki yngra en 14 ára sýnist manni. Einnig er þessi síða bara oftast á undan með fréttirnar og þeir fjölmörgu Liverpool aðdáendur sem ég þekki virðast nánast hættir að nota Liverpool.is eða fara allaveganna á undan inná kop.is. Þessir Strákar sem sjá um þessa frábæru síðu kop.is eiga ekkert nema heiður skilin fyrir frábæra þjónustu við okkur hina…

    Takk fyrir mig…. Viðar Skjóldal

  60. Þetta virðist vera úr höndunum á Gög og Gokke.. Sérstaklega ef þessi frétt um engin 9 stiga refsing muni koma til sé rétt. Þá virðist allt “leverage” vera fokið út um gluggann hjá þeim.

    Auðvitað verður maður með varann á sér gagnvart nýjum eigendum… brennt barn forðast eldinn! En vonandi er þetta satt…. Skuldir þurkaðar út og fjármagn sett í uppbyggingu. Svo er bara að bíða og sjá og vona að þetta capital sé ekki einhver kúlulána loftbóla (fyrirhugaðar klikkaðar veðsetningar á klúbbinn etc. etc.) heldur alvöru peningar!

    Aðeins ein skilaboð til og kveðja með blessun til Tom Hicks og George Gillete… FUCK OFF.

    YNWA

    • Opinbera liverpool síðu Liverpool klúbbsins á íslandi, hvað varð um þá síðu segir maður bara? inná því spjallborði þar er tildæmis lítil sem engin hreyfing lengur og sú littla hreyfing sem þar er fer fram af fólki yngra en 14 ára sýnist manni.

    Opinbera síðan stendur að því er ég best veit vel fyrir sínu og er heimasíða Liverpool klúbbsins á Íslandi sem er að vinna frábært starf og hefur gert í mörg ár. Eins eru þetta engin börn sem skrifa fréttir og oft þýða fréttir á síðunni.

    En ég skoða spjallið þar ekki og hef ekki gert í langan tíma, enda spratt kop.is að hluta til upp til að hafa betri stjórn á meira fullorðins umræðu (sem hefur ekki alltaf verið auðvelt get ég trúað).

  61. Já… gleymdi! Takk fyrir frábæran þráð. M.a. upplýsingar frá Stebba (47 og 48) og Kop pennum! Þetta er bara besta Liverpool áhangenda síða norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað! 🙂

    YNWA

  62. Aðdáendur Red Sox segja Henry eiga allan heiðurinn á tittlunum sem þeir hafa unnið síðustu ár. Þessi maður getur bara ekki verið verri og hinar tútturnar. Hafa ekki hundsvit á fótbolta og hafa sennilega haldið að þeir hafi verið að fjárfesta í ruðningsliði í denn. Mér er alveg sama um fótboltavit þessa manns ef hann bara stendur við sitt, borgar upp skuldir, leggur fjármagn í leikmannakaup og snýr hjólinu aftur í gang gagnvart nýjum skæðilegum velli. Svo getum við kannski farið að spila eins og menn? ha,, Gerrard? Torres? já einmitt.

    YNWA – Vonum bara að þetta taki ekki 3 vikur, klárið þetta fyrir helgi fyrir okkur.

    1. Bæta Anfield í stað nýjan völl? JÁ TAKK. Það yrði of erfitt að kveðja þetta mannvirki. Líst enn betur á þessa gæja núna. (eða þennan gæja?)

  63. Í biskupstungum er verið að undirbúa að slátra 2 sauðum í tilefni þessara frábæru tíðinda!!!!

  64. Babú vil bara taka það fram að ég sagði aldrei að Börn skrifuðu fréttirnar á Liverpool.is og veit allt um það sjálfur, var aðallega að tala um spjallið þar sem þúsundir manna notuðu hér áður fyrr en hafa greinilega ansi margir fært sig hingað. Liverpool klúbburinn er frábær og skilar frábæru starfi um það þarf engin að efast er bara að setja útá síðuna hjá þeim sem er bara ekki jafn góð og hún var að mínu og ansi margra annarra mati sem sést nú ágætlega á þvi þegar formaður klúbbsins skrifar frekar hér inn heldur en á Liverpool.is…

    Vildi aðallea bara hrósa ykkur fyrir frábær störf….

  65. 78.. Heita sauðirnir Gillett og HIcks..

    Það má eyða kommenti 80 hjá mér..

  66. Menn geta reyndar alveg gleymt því að þetta klárist fyrir helgina, fyrir það fyrsta þá hafa The Premier League allt að 10 daga til að yfirfara þetta allt saman, því þeirra samþykki þarf, svo er algjörlega óvíst hversu lengi menn geta dregið þessar lagaflækjur og dómsmál sem virðast ætla að fara af stað núna. En mikið lifandis skelfing verð ég feginn ef þetta mál klárast hratt og örugglega (þá er ég að tala um að ef þetta klárast á vikum, frekar en mánuðum).

  67. Samkvæmt Broughton á aðalsíðunni.

    þá ætti allt að skýrast á rúmri viku. Niðurstaða úr dómi og hvað verður í kjölfarið. Menn telja litlar líkur á að Hicks vinni (þó það séu einhverjar til staðar). Ef svo fer þá hefur Broughton einhverjar leiðir upp í erminni. Þetta þýðir viku hið minnsta í rugli.

  68. Chelsea maðurinn að standa sig bara! Segist vera með undirritaðar yfirlýsingar frá G&H um að hann einn megi gera breytingar á stjórninni og þeir megi ekki standa í vegi fyrir álitlegri sölu.

  69. Nr. 91

    WTF! Ekki veit ég hvernig ég afrekaði þetta en þetta ætti að vera komið í lag núna, thanks man.

  70. ATH: Sum ummæli sem innihalda link fara í spam síuna.

    Ef það gerist gæti verið ein leið að senda ummæli inn án þess að hafa link (til að benda á þetta).

  71. Ég er algerlega slefandi í dag.

    Ákvað í gærkvöldi að slökkva snemma á tölvunni, en sá strax á andliti kollega minna (púlara) í vinnunni að eitthvað gott hafði gerst þegar ég hitti þá klukkan tíu. Þá vissi ég ekki neitt!

    Hef núna ekki þurft að líta af þessari síðu og spjallinu, enn og aftur er maður stoltur af því að fá að lesa svona síðu, frábært eftirlit meistarar sem settu þetta upp í gærkvöldi. Maður er auðvitað orðinn góðu vanur, en þetta er SVAKALEGA góður fréttaflutningur.

    Svo er ljóst að lesendur þessarar síðu eru ekki venjulegir aðdáendur, það er svo margir frábærir hlekkir hér frá ykkur kæru lesendur að mér finnst það eitt og sér bara blaðamál. Hef ekki farið af þessari síðu núna í dag, hún dugar FULLKOMLEGA!!!

    En aðalmálið, lokaorustan er í gangi. Ég ætla að vera rólegur að fagna þangað til að þetta er orðið alveg klárt, en við erum vel settir ef þessir gæjar eru komnir inn í klúbbinn af alvöru. Sigurganga þeirra með Red Sox er í raun mögnuð og þessi goðsagnakenndi risi í Ameríku var vakinn af þyrnirósarsvefni.

    Þessir gæjar hafa skorað hátt á öllum “eigendalistum” í amerískum íþróttum, eru farnir að nálgast sess “legenda” í þeim bransa eins og Jerry Buss (LA Lakers) og Stan Kroenke (New England Patriots).

    Öfugt við H & G hafa lið þeirra náð árangri innan vallar og utan.

    Ég aftur á móti spái því að þeir muni reyna aftur að stækka Anfield og ég er alveg til í að gefa séns á það. Veit ekki alveg hvort einhver raunveruleiki felst í því að byggja nýjan völl í núverandi efnahagsástandi og ég vill ALDREI, ALDREI, ALDREI “do a groundshare” með Blue Shite.

    En ég bíð rólegur og vona. Það er ekki spurning!!!

  72. Frá panja

    broughton says prospective new owners have full confidence in Roy Hodgson. Money will be available for new players in January

    Það má auðvitað deila alltaf um Hodgson og stöðu hans en í tilefni dagsins þá lætur maður það kyrrt liggja. Hins vegar þá er afar jákvætt að sjá að það eigi að vera peningur til staðar í janúar en hins vegar þorir maður ekki að leyfa sér að treysta svona ummælum því maður hefur nú oftar en ekki brennt sig á svona orðum undanfarið.

    Annars þá lýst mér bara mjög vel á NESV og árangur þeirra með Red Sox er virkilega góður, en staða þeirra svipar mjög til Liverpool og er því mjög heillandi. Þeir fjárfesta vel sínum peningum og gerðu liðið samkeppnishæft á mörgum sviðum – vonandi að sá árangur skili sér líka hjá Liverpool.

    Einnig finnst mér þetta vera þá meira traustvekjandi, svona frekar en að treysta á að einn ákveðinn maður missi ekki sína persónulegu fjármuni: Broughton stressed there are 17 principal investors behind New England Ventures and that the future is by no means dependent on the personal wealth of John Henry Winter.

    Svo gæti verið styttra í það að FA komist að ákvörðun um NESV eftir að þau hafa fundað a.m.k. einu sinni áður.

    * Executives from NESV have already had at least one “clearance” meeting with the Premier League to discuss meeting “fit and proper” owners requirements, say sources Stateside. The Premier League is expected to release a statement later today to make the general point it is undertaking its own checks.

    Vonandi klárast þetta sem allra, allra fyrst!

  73. Miðað við Broughton þá stendur salan og fellur með úrskurði dómstóla sem verður væntanlega ljós í næstu viku og síðan má náttúrulega gera ráð fyrir áfrýjun sem hann telur að taki stuttan tíma. Vonandi gengur þetta bara allt fljótt og vel fyrir sig svo við séum lausir við Hicks og Gillett fyrir fullt og allt, þó fyrr hefði verið.

  74. Hvað Roy Hodgson varðar og stöðu liðsins þá ætla ég ekki einu sinni að spá í það á meðan sala á klúbbnum í heild er líklegri en nokkurntíma áður. Við erum búin að bíða eftir þessum degi í a.m.k. 2 ár. Ef verðandi eigendur eru eins miklir sigurvegarar og af er látið verða þeir fljótir að sjá hvort við erum að fara ná árangri með núverandi stjóra eða nýjum.

    Annars er hérna sorglegt sum up frá Liverpool Echo á 15 forsíðum blaðsins sl. ár sem sýna vel hvaða vitleysinga við höfum verið að díla við, hvað þeir hafa svikið mörg loforð og hvað það verður vonandi svakalega gott að þurfa ekki að heyra þá aftur nefnda sem eigendur Liverpool.
    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-news/local-news/2010/10/06/archive-liverpool-echo-front-pages-tchart-tom-hicks-and-george-gillett-s-reign-at-liverpool-fc-100252-27413982/

  75. Það er nefnt hér að ofan að þessir eigendur vilja halda Hodgson. Veit nú ekki hversu mikið er að marka það en ég held að það væru engu að síður mikil mistök. Held að karlinn sá sé bara ekki rétti karlinn í brúna og með nýjum eigendum ættu margir þjálfarar að líta mjög svo hýru auga til Liverpool.Við værum því í allt annarri stöðu varðandi nýja menn en þegar við réðum Hodgson og klúbburinn til sölu og mætti því búast við að stærri nöfn væru tilbúinn í slaginn.

  76. Auðvitað vill maður sjá söluna ganga í gegn áður en maður fer mikið að spá í Roy Hodgson. En mér verður samt flökurt við tilhugsunina ef að nýjir eigendur koma inn og eitthvað af peningum í leiðinni og að Roy Hodgson sé að fara að versla fyrir þá peninga í jánúar. Það má bara ekki gerast

  77. Guð minn almáttugur hvað ég var búinn að sakna þess að sjá jákvæð komment og broskalla á þessari síðu !

  78. “To be able not to know that Liverpool was for sale you would have had to live on Planet Zong!!!”

    Broughton þegar hann var spurður hvort að fjárfestum á heimsvísu hafi verið gert nægilega ljóst söluferli klúbbsins.

    SNILLD!!!

  79. New England Sporting Ventures (NESV) er einmitt pakkinnn sem ég var að vona að “Hickup og Cockup” væri þegar Moores seldi klúbbinn á sínum tíma. Eigendur sem væru með reynslu af rekstri á íþróttaklúbb sem fært gæti LFC á næsta plan. Það reyndist rangt en það er vonandi að þessi 300 milljón punda sala gangi í gegn á þessari viku sem útvarpið hér ytra var að tjá mér.

    Ég tel að RBS (Royal Bank of Scotland) geti lítið aðhafst fyrr en fresturinn rennur út fyrir Hickup og Cockup að borga inn á lánið, eða fá 60m punda sekt. Þeir hafa ekki fundið neinn aðila til að aðstoða sig við þessa endurfjármögnun því annars væru þeir búnir að redda lánunum nú þegar. Um leið og fresturinn rennur út er RBS með þann rétt að hirða klúbbinn sem veð upp í þessa skuld (247.1m + 40m), og þessar 300m frá NESV myndu hreinsa upp skuldirnar fremur sem þeir fara ekki sömu leið og samlandar þeirra gerðu, sem ég tel litlar líkur á. Bring on the 15th!!

  80. Held að mér hafi aldrei líkað jafn vel við chelsea mann eins og mér líkar vel við þennan gutta! Hef trú á að þetta gangi í gegn.. Koma svoo!!

  81. Loksins jákvæðar fréttir af okkar elskaða félagi.

    Bara það eitt að það svarta óveðursskýið sem hangið hefur yfir Anfield sé að rifna í sjaldséðum sólargeislum ætti að setja kraft í okkar menn innanvallar sem utan, nú er bara að vona að stjórinn og leikmennirnir andi að sér ferska loftinu sem mun streyma um betrihluta Liverpool borgar og byggi á því.

    Gott að byrja uppsveifluna á því að vinna granna okkar Everton í næsta leik:)

  82. Skil þetta ekki alveg. Er hann seldur eða í söluferli.. það er ekkert endalega staðfest?

  83. Það er búið aði samþykkja kauptilboðið en eigendurnir eru að reyna að koma í veg fyrir söluna þar sem þeim finnst verið að undirbjóða raunverulegt verðmæti klúbbssins. Þetta ágreiningsmál verður leyst fyrir dómstólum, miðað við hvað flestir eru að segja þá standa kanarnir frekar höllum fæti og salan gengur að öllum líkindum í gegn.

  84. Hér er áhugaverður vinkill á (væntanlega) nýjan eiganda frá Mirror umfjölluninni….

    “On the field, he is a fan of Sabremetrics – using reams of statistics to build a winning team based on the theory that lesser-known players who perform consistently are more important that big-money superstars.” Legg áherslu á BIG-MONEY SUPERSTARS!

    hér er meira um þetta á Wikipedia…http://en.wikipedia.org/wiki/Sabermetrics.

    Henry virðist samkvæmt þessu vera að nota sömu aðferðir við að meta núverandi og framtíðar frammistöðu leikmann Red Sox og hann gerði þegar hann byrjaði að nota tölfræðina við að spá fyrir um verðhækkanir og verðfall á mörkuðum á sínum tíma, með góðum árangri.

    Verður áhugavert að fylgjast með hvort þessari aðferðafræði verði beitt ef þessi kaup ganga í gegn…sem ég vona svona við fyrstu upplýsingar um Henry og viðskiptafélaga hans og hvernig þeir hafa staðið að uppgangi Red Sox.

  85. Ég get ekki séð að Hicks sé að fara að stoppa þetta og Broughton virðist viss í sinni sök. Hann hefur nokkra daga til að fá, hvað 200 – 300 mp lánaðar og borga RBS. Það væri ástæðulaust fyrir hann að bíða með að ganga frá því ef hann væri búinn að redda þessu og Broughton væri ekkert með þessar yfirlýsingar ef það væri raunhæfur möguleiki á að Hicks gæti borgað lánið. Munum líka að Gillett vill fara út úr þessu veseni og þá stendur bara Hicks eftir með sitt credit, sem mér skilst að gæti verið betra. Hlutirnir eru nákvæmlega eins og þeir sýnast, það vill enginn lána Hicks, þeir eru að missa félagið til veðhafans eftir ótal marga og dýra fresti – og við erum að fá nýja eigendur að Liverpool FC. Þetta er ekki draumur.

    Ég trúi því að þessi mótmæli stuðningsmanna Liverpool hafi haft áhrif á þá sem á annað borð hleyptu Hicks í viðtal til sín vegna endurfjármögnunar. Félagið þakkar vonandi þennan ótrúlega magnaða stuðning púllara um allan heim fyrir hagsmunagæzluna, inni á vellinum – það biður enginn um annað.

    Mér lýst vel á nýja eigendur, byggi það bæði á tilfinningu og því sem þeir hafa gert með hafnaboltaliðið sitt. Held svei mér þá að ég fái mér bara Boston red sox derhúfu eða e-ð ef þeir gera góða hluti fyrir Liverpool (sko, þetta er snilldar markaðsseting fyrir Red sox, hvort sem það það var hugsunin eða hliðarafurð). Liðið virðist komið í öruggar hendur og nú veit maður hvers virði það er.

  86. Ótrúlegt hvað þessi klúbbur hefur mikil áhrif á mann.
    Ég finn bara hvernig hægt og róleg losnar um einhvern kvíðahnút sem var orðin jafn samtvinnaður líkama mínum og eyrun á mér og ég hef greinilega gengið með í magnum allt of allt of lengi. Er ekki frá því að ég sé bara allt annar maður fyrir vikið.
    Bestu fréttir sem ég hef fengið allt of lengi.
    Skál fyrir frábærum fréttum, frábærri síðu, frábærum klúbb og bestu aðdáendum í heimi.
    Í gegnum súrt og sætt – YNWA

  87. Það eru nú fyrst og fremst glötuð leikmannakaup sem hafa gert liðið að því sem það er. Liverpool hafa eytt meira í leikmenn en manchester united , chelsea og arsenal seinustu 5 ár. Það sem fólk hérna ætti að gera er að sjá liverpool falla og velja sér nýtt lið

  88. Verst bara að þetta eru kanar. Það eitt lætur mig vera smá efins varðandi þessi eigandaskipti, þrátt fyrir góðan árangur hjá hafnaboltaliðinu þá er bara svo mikill munur á að reka íþróttaklúbb í bandaríkjonum og evrópu. Hicks og Gillett áttu báðir lið í usa en þegar til Evrópu komið höfðu þeir ekki hugmynd hvað þeir voru að hella sér út í. En það eina góða við þetta sem er nánast öruggt er að þeir bara geta ekki verið verri en Hicks og Gillett(sérstaklega Hicks). En vonandi að þetta þunga ský sem hefur legið yfir Liverpool síðan sumarið 2009, ætla rétt að vona að þeim stormi sé að ljúka og sólin smýgur sér inn. Það er bókamál hvort leikmenn segji það eða ekki, en ef klúbburinn er í algjöri óvissu þá spila leikmenn mun verr. Þetta er eins og vinna einfaldlega, ef fyrirtækið sem þú starfar hjá er við það að fara í þrot, þú ert ekki 100% focusaður. Sjáum bara hvað gerðist með Porsmouth,Leeds og meira segja Newcastle. Það þurfa öll hjólin að snúast í rétta átt. Ekki bara 4 í stað 5. En allavega er líka sáttur að sleppa því að byggja nýjan völl og ætla reyna stækka Anfield frekar, bara útaf því að þetta er Anfield. Stanley Park nýr völlur og 61þ manns, eða Anfield hef heyrt á bilinu 10-15 þús eru þeir með ú huga munar ekki miklu og Anfield er einn frægasti fótboltavöllur frá upphafi, þetta er líka sannkallaður menningarstaður í Liverpool ekkert síðri en Cavern Club.

  89. “Verst bara að þetta eru kanar”

    Í alvöru?

    Ætla menn þá bara að afskrifa þjóð sem telur yfir 300 miljónir manna bara útaf því að man Utd og Liverpool (ekki mikið lengur) eru í eigu Ameríkana sem reyndust ekki vel?

    Gleymum okkur ekki í fordómum, plís.

  90. það var verið að hvísla því að mér að þessir menn væru búnir að útiloka það að byggja nýjan völl, veit ekki hvort það sé rétt en ef það er rétt vil ég ekki sjá þessa menn, átti það ekki að vera eitt af skilyrðunum fyrir sölu??? auðvitað væri fínt að stækka anfield og þá helst um 20-25 þúsund manns en er ekki marg búið að athuga þann möguleika og hann einfaldlega ekki í boði??? Að stækka anfield ef það er hægt um 10-15 þúsund manns finns mér bara ekki nóg, þurfum lágmark 70 þúsund manna völl. Allaveganna ef þessir menn eru bissnesmenn þá hljóta þeir að sjá að með auknum sætafjölda þá kemur meiri peningur inn…

  91. Það eru engir fordómar faldir í því að vilja ekki að eigendur Liverpool séu ekki Bandaríkjamenn. Þeir einfaldlega skilja ekki knattspyrnumenninguna. Þeir halda að allar íþróttir hljóti að snúast um auglýsingatíma og sölumennsku og ef BNA menn hefðu meiri áhuga á fótbolta hefðu löngu verið búið að breyta honum. Það væri núna 4 leikhlutar og hvor þjálfari gæti tekið 3 leikhlé. Það myndi skapa 10 auglýsingatíma í staðinn fyrir einn. Ég vil mikið frekar fá aðila sem hafa Liverpool hjarta heldur en ofurkapítalisma sem láta budduna sína alltaf taka ákvarðanir.

    Þessir Kanar hljóma nú nokkuð vel og ég kvarta ekki mikið ef þeir taka yfir. Ég ætla þó að passa mig á að vera ekki of bjartsýnn og taka þessu öllu með stóískri ró þangað til eftir 5 ár þegar Anfield verður orðinn 75 þúsund manna dýflissa og miðlungsleikmenn verða bannaðir. Þá skal ég brosa og hrósa NESV.

  92. Viðar, það er ekkert búið að gefa neitt út um það og alveg ljóst ef miðað er við orð Broughton að nýr völlur er eitt af þeirra fyrstu verkum og skilyrðum fyrir sölunni. Þeir hafa þó áhuga á að skoða hvort hægt sé að laga Anfield frekar en að byggja nýjan völl líkt og þeir gerðu við Fenway Park með góðum árangri. Ef það er hægt efa ég að margir setji sig mikið upp á móti því.

    En þeir gera sér pottþétt grein fyrir því að völlinn þarf að gera arðbærari og ég hef litlar áhyggjur af því að við fáum aftur aðra eins svakalega jólasveina frá ameríku.

  93. “það var verið að hvísla því að mér að þessir menn væru búnir að útiloka það að byggja nýjan völl, veit ekki hvort það sé rétt en ef það er rétt vil ég ekki sjá þessa menn, átti það ekki að vera eitt af skilyrðunum fyrir sölu???”

    Reyndar kemur þetta fram í viðtalinu við MB…
    “The agreed fee from the new owners is £300million. £200million to pay off acquisition debt, and some to pay off working capital debt, plus other amenities. Other bank charges are a matter between the RBS and the new owners.

    “On a short timetable, we will have a new stadium development of over 60,000 capacity. The new owners will listen to the people, just as they have done with the Boston Red Sox.”

    Miðað við það sem maður hefur lesið og heyrt frá Boston að þá eru þessir eigendur mjög vel liðnir… veruleg tilbreyting fyrir LFC 🙂

  94. Það held ég að væntanlegir nýir eigendur Liverpool nagi sig í handabökin að hafa ekki náð að klára þessi kaup örlítið fyrr. Nú eru þeir búnir að missa Gaua Þórðar til BÍ/Bolungarvíkur!

  95. Það eru engir fordómar faldir í því að vilja ekki að eigendur Liverpool séu ekki Bandaríkjamenn. Þeir einfaldlega skilja ekki knattspyrnumenninguna

    Hvað eru þetta annað en fordómar?

  96. Sá þennan tengil ekki í fljótu bragði.

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/nesv-our-objective-for-lfc

    NESV: Our objective for LFC

    New England Sports Ventures (“NESV”) can confirm that their bid for Liverpool FC has been selected by the Club’s Board of Directors and agreement has been reached with the Board to purchase the Club.

    NESV wishes to extend its appreciation to the Board for their diligence and their efforts on behalf of Liverpool FC and its supporters.

    NESV wants to create a long-term financially solid foundation for Liverpool FC and is dedicated to ensuring that the Club has the resources to build for the future, including the removal of all acquisition debt. Our objective is to stabilise the Club and ultimately return Liverpool FC to its rightful place in English and European football, successfully competing for and winning trophies.

    Since 2001, New England Sports Ventures has made successful investments in sports and entertainment properties. Our portfolio of companies, including the Boston Red Sox and Fenway Park, New England Sports Network, Fenway Sports Group and Roush Fenway Racing, are all committed to one common goal: winning. NESV wants to help bring back the culture of winning to Liverpool FC.

    We have a proven track record, shown clearly with the Boston Red Sox. The team has won two World Series Championships over the past six years. We will bring the same kind of openness, passion, dedication and professionalism to Liverpool FC.

    We are hopeful with regard to the pending legal and English Premier League procedures now underway; however, in light of these issues, we will respectfully refrain from comment or further actions at this time.

  97. Einar Örn, þetta er staðreynd og staðreyndir eru aldrei fordómar 😉

    Er svo hjartanlega sammála að bandaríkjamenn kunna ekki að stýra alvöru fótboltaliði, sérstaklega ensku.

    YNWA

  98. það sem ég vona mest er Liverpool verði Barcelona Englands þarsem Liverpool mun búa til fleiri heims klassa leikmenn en að verða Chelsea, Man City eða Real Madrid

  99. Ætla nú ekkert að vera leiðinlegur…eða jú Kop.is er mín heimasíða LFC á Íslandi með fullri virðingu fyrir Liverpool.is þá finnst mér sú síða bara hlægileg við hlið ykkar.
    Liverpool.is er bara tilkynningasíða svona eins og tilkynningaskylda skipa
    Er sérstaklega ánægður með Chelski kallinn Broughton,hann er með klær sá gamli
    YNWA

  100. Ég ætla að bíða með að tjá mig um nýja eigendur fyrr en ég hef heyrt eitthvað frá þeim. Hlakka mikið til þess að heyra hvað þeir hafa að segja um þessa nýju fjárfestingu og hvert þeir stefna með klúbbinn.

    Það er líka ágætt að sitja á sér þangað til að væntanlegt dómsmál er yfirstaðið en það er með hreinum ólíkindum hvernig G&H hafa hagað sér í kringum þessa sölu og raunar allann þann tíma sem þeir hafa hangið á félaginu. Held að þessir menn munu skipa sérstakan kafla í sögu Liverpool og það verður ekki falleg ritning.

  101. Úff, hvað það verður mikið silly season næst. Ætli við kaupum ekki Villa og Messi, eða hvað?

    En hvað verður svo um Broughton, tæki Henry við af honum eða hvernig virkar þetta?

  102. Það er meira að segja spenningur hér úti á Grænlandi, maður getur kanski hlakkað til að klára seasonið án þess að tapa fleiri leikjum. Ég segi nú bara svona.

  103. Án þess ég sé 100% viss Bragi en þá held ég að Broughton hafi eingöngu verið ráðin til þess að annast söluna á klúbbnum svo ætli hann fari ekki að gera eitthvað annað bara þegar þessu lýkur nema auðvitað nýju eigendunum og honum sjálfum langi að starfa saman bara…

    Mjög sáttur annars að heyra það að annaðhvort verði Anfield stækkaður eða nýr völlur, vona bara að þessir kallar komist fljótt að því hvor niðurstaðan er betri og vindi sér í verkið sem allra fyrst….

  104. Broughton hefur held ég alveg meira en nóg að gera hjá British Airways og fer líklega bara aftur í boxið sitt á Stamford Bridge.

  105. Broughton hefur sagt að hann sé bara hjá félaginu til þess að selja það.

  106. En mig langar spyrja einhvern sem veit meira en ég.. Af hverju er alltaf bara talað um 60.000þús manna völl og hefur alltaf verið gert. Stanley park átti að taka 60 og ef þeir stækka Anfield þá verður hann stækkaður mest uppí 60. Hví ?? Er það útaf samgöngumálum í borginni eða einhvað þannig. Finnst þetta pínu skrítið því nú eru mannakúkarnir í næstu borg að taka 75þús og mer finnst það muna soldið miklu! Af hverju er ekki verið að stækka uppí 70 þús ???

    Þetta eru mjög spennandi tímar og satt best að seigja var mér nokkurn veigin farið að vera drullu sama um hver myndi kaupa liðið bara ef þetta helvíti færi að klárast. kanar eða ekki kanar skiptir held ég ekki miklu máli því þeir geta nú ekki verið verri en þessir tveir bakkabæður ! mer lýst ágætilega á þessa kaupendur og vona bara að þetta gangi í gegn og að þeir nái því sama með Liverpool og þeir hafa gert með Red sox. En við sjáum alveg að þetta eru ekki einhver Chelsea/Man C kaupendur sem eru bara að fara að leika sér. Þeir ætla að græða á þessu en þeir ætla líka að VINNA sem hentar mér vel 🙂 En ég ætla nú ekki að byrja að hoppa strax fyrr en ég sé myndir af þessum manni/mönnum haldandi á LIVERPPOL fánanum inná Afield !

  107. Rétt örsnöggt til að svara númer 141.

    1. Samgöngur, þá kostar verulegar fjárhæðir að fara upp fyrir 61.000 manna markið, því þá þarf að setja á lestarkerfi og slíkt. Planning permission leyfir ekki meiri fjölda við núverandi ástand. Hvert sæti hlutfallslega fram yfir þessa stærð kostar miklu meira en hin.

    2. Óþarfa tippakeppni við ná-granna okkar. Sjáum bara Arsenal, þeir taka meiri tekjur á sínum 60k velli á hverjum leikdegi heldur en ManYoo með sín 76k. En nýr völlur, eins og hann er teiknaður í dag, er hannaður með það í huga að geta stækkað í 75k seinna meir. 61 væri alveg nóg fyrir okkur í bili á meðan verið er að koma sér á stallinn aftur.

  108. Það er alltaf talað um 60.þús+ sem þýðir að það er alltaf gert ráð fyrir að hann geti stækkað í framtíðinni. Öfugt t.d. við Anfield sem hingað til hefur ekki verið talinn stækkanlegur svo það svari kostnaði.

    En ég held ástæðan fyrir því að ekki er talað um meira en 60.þúsund er aðallega vegna þess að þeir fengu ekki leyfi fyrir meira vegna þess að samgöngur þola það ekki (held ég). Eins er 15.þús manna stækkun í einu ansi gott til að byrja með.

    En annars er nýr völlur spennandi og ætti að skila miklum tekjum sbr. t.d. fáránlega flottann völl Arsenal.

  109. Það væri rosalega flott ef það væri hægt að stækka Anfield í 60þús manns en var ekki búið að kanna þann möguleika áður ?
    Ef það yrði byggður nýr völlur, erum við þá að tala um 2-3 ár ?

  110. Steini eða aðrir sem vita. Er ekki hærra miðaverð hjá stóru liðunum í London heldur en hjá stærri liðum utan London??

    Mér finnst það vera ansi stórt atriði í þessu að búa til nýjan völl, það gæti gjörbreytt tekjuhliðinni okkar til langstíma litið. Fjárhagshliðin í knattspyrnu þarf að vera til lengri tíma litið. Flestir okkar, fyrir utan Steina, erum svo ungir að við munum fylgjast með liðinu næstu 60 árin. Ég held að í rauninni vilji enginn okkar fá einhvern moldríkan Sáda eða Rússa sem notar félagið sem leikfang í 5-10 ár. Ég vil frekar bara tryggja fjárhagshliðina til lengri tíma litið og fá smá jafnvægi á þetta. Ef við náum ekki að halda tekjuhliðinni uppi til lengri tíma hætt við því að við missum af lestinni.

  111. Broughton og Purslow hafa fengið annan séns hjá mér eins og mörgum. Hafa þurft að standa fast í lappirnar í gærkvöldi og ljóst að Hicks er að reyna.

    Án Gillett á hann held ég engan séns á að ná í þennan pening.

    Hins vegar munu nýjir eigendur örugglega taka sér tíma fram á vorið að endurskipuleggja og taka til eftir snillingana tvo. Ég er alveg viss um að þeir munu skoða vandlega að stækka Anfield og það held ég að verði spennandi að sjá.

    Í raun var ég spenntari fyrir því en því að fara í Stanley Park, vegna þess að sjarmi Anfield er m.a. umgjörð vallarins og þá þyrfti ekki að færa The Park! En auðvitað er ljóst að það er ekki einfalt að stækka völlinn á núverandi stað, en miðað við það að Arsenal á enn eftir að greiða af sínum velli næstu 20 ár er alveg vert að sjá hvort hægt er að gera meira til að stækka Anfield…..

  112. Ok takk. Gott mál þá er ég með þetta á hreinu, ykkur að þakka. Þá er bara að bíða spenntur og sjá hvernig mál þróast. Þetta hlítur að ganga í gegn og þá ætti næsta ár að vera mjög spennandi

  113. Sælir félagar

    Upp er runninn tími vonar – og einnig svolítils ótta. Ef salan gengur ekki í gegn og hálfaularnir tveir halda klúbbnum. Þá mun margt deyja í því svartnætti sem rynni yfir heiminn. En, eins og ég hefi áður sagt, ég mun bíða í djuphugulli bæn til guðs og þeirra himnafeðga og allra góðra vætta að allt fari nú á besta veg.

    Hvað stækkun á Anfield varðar eða nýjan völl þá mundi ég frekar vilja stækkun á Anfield. Þvílík saga og gullaldarár sem þessi völlur geymir. Það er ómetanlegt fyrir okkur sem höfum lifað tímana tvenna í sögu klúbbsins og ekki síður fyrir þá sem yngri eru að koma á svo sögufrægan stað þar sem liðið okkar nær nýjum hæðum í komandi framtíð.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  114. Mér er svosem sama um þennan völl, þangað til næsta sumar amk. Aðal atriðið er að styrkja leikmannahópinn í janúar. Það ætti að segtja í forgang að kaupa tvo kantmenn og framherja.

    Síðan verður forvitnilegt að sjá hvort Rey Hodgson verður áfram stjóri í næsta leik á Goodison. Ég spái að hann fái 2-3 leiki til að rétta úr kútnum.

  115. Djöfulsins snilld er þessi dagur búinn að vera. Því meira sem maður les um þessa væntanlegu eigendur, því ánægðari er maður með að þetta sé að verða að veruleika. Ok, Kanar vita kannski ekki mikið um fótbolta, en þessir Kanar vita ýmislegt um það hvernig á að reka farsælan risaklúbb með merka sögu – annað en Hicks, félagi okkar, sem tókst að gera Texas Rangers að einhverju tap-sælasta liðinu í hafnaboltanum – og var á góðri leið með að koma Liverpool á botninn líka.

    Loksins, loksins LOKSINS smá bjartsýni og vonarglæta í þessu svartnætti sem hefur legið yfir síðustu misserin. Að sjálfsögðu gera þeir Hicks og Gillett sitt til að eyða þeirri vonarglætu, en þá er bara að treysta á lögfræðingana. Broughton virðist hafa gert sitt þegar hann kom að klúbbnum til að koma í veg fyrir að eitthvað svona gæti gerst og þá er bara að vona að það haldi í réttarsalnum. Hann er allavega að fá nokkur stig í kladdann hjá manni núna. KOMASVO! YNWA!

    • Flestir okkar, fyrir utan Steina, erum svo ungir

    Setning kvöldsins…jafnvel dagsins 🙂

  116. Það er feit skita framundan eftir margra mánaða harðlífi…..get ekki beðið…..

  117. Ég vill ekkert vera að draga menn niður hérna en ég er ekkert of bjartsýnn með þetta en af hverju var klubburinn ekki seldur til kinverjans og dubai gaurnum sem voru að reyna að kaupa félagið um daginn, þessir menn voru margfallt rikari en þessir boston red sox gaurar ég skil það bara ekki. við erum að fara að fa svona 20mill pund i leikmannakaup næsta sumar, það verður engin breyting á með þassa eigendur. Það eina sem átti að vera í boði var að fá efnaða eigendur eins og
    Man city og Chelsea eru með ekki einhverja gaura sem koma með eithvað 5 ára plan.
    En þetta er samt örugglega töluvert betri kostur en gillet og hiks þannig að baður er pinulitið ánægður með þetta því þessir grínistar hick og gillet eru náttúrulega einir verstu eigendur sem hægt er að hugsa sér.

  118. Af hverju afskrifaði RBS ekki hluta af lánunum Til Hicks og Gillet?

    áður en þið missið ykkur þá er þetta kaldhæðni.

  119. Eigum við ekki að halda smá hóf í tilefni þess að það sé verið að selja klúbbinn? :Þ

  120. Purslow er eftir allt saman Liverpool maður, það var alveg kominn tími á hann að sanna sig sem slíkur!

  121. Loki, auðvitað verður að halda hóf en maður þorir varla að hugsa um það fyrr en málið er í höfn.

    Allt er best í hófi 😀

  122. B12B14 “við erum að fara að fa svona 20mill pund i leikmannakaup næsta sumar, það verður engin breyting á með þassa eigendur.”

    Ég held að þetta sé engan veginn rétt hjá þér, boston red sox eru með næst dýrasta liðið í deildinni á eftir NY liðinu. Þeir byrja væntalega af krafti og svo á liðið að geta skaffað sér sjálft pening til leikmannakaupa. Þeir eru búnir að umturna boston liðinu síðan að þeir keyptu það og eru ekkert að fara að selja liðið. Ekki má heldur gleyma að þeir eru að kaupa þetta sem fyrirtæki sem á að skila hagnaði þegar upp er staðið. Er feginn að það hafi ekki komið einhver arabi sem er í champa að leika sér og sprengir allan launakostnað og skilar aldrei hagnaði.

  123. Já þessir aðilar virðast ætla að gera þetta eins og á að gera þetta. Setja smá innspýtingu í klúbbinn, losa okkur við helstu skuldir og láta svo klúbbinn reka sig sjálfann. Þetta er eina vitið.

    Sú leið að fá Araba/Rússa osfr sem eru að leika sér að þessu og dæla inn peningum held ég að sé eitthvað sem verður stöðvað á næstunni og mun svo heyra sögunni til. Ef ekki þá mun þessi peningleið hreinlega eyðileggja boltann.

  124. Sælir,
    Ég vona svo innilega að þessi eigendaskipti fari í gegn. Það sést á stöðu okkar manna í deildinni að það er ekki allt með felldu bak við okkar fínu leikmenn. RH á að fá tíma að mínu mati, maðurinn er í erfiðri stöðu og auðvita er alltaf pressa frá stuðningsmönnum en hann er með þennan ferill á bak við sig og ég trúi bara ekki öðru en að ef hann fær tíma þá getur hann pússlað þessu saman. Ég er reyndar ekki spenntur fyrir spilamennskunni sem hann leggur upp með eins og margir,, en hann hlýtur að fara átta sig á stærðarmuninum á stjórastöðu Lpool vs Fulham.
    Sambandi við vallarmálin, afhverju getum við ekki gert einhvað svipað og Arsenal gerðu með sinn völl, hagnaðurinn á bak við þessar hugmyndir hjá Arsenal er alveg fáránlegur. Breyta Anfield í lúxus-íbúðir og byggja alvöru völl… eða hvað? er Anfield okkur of kær…

  125. Svo ég svari nokkrum hér að ofan sem hafa áhyggjur af því að þessir verðandi kaupendur hafi ekki nægilega sterkan fjárhagslegan bakgrunn. NESV er ekki eignarhaldsfélag eins eða tveggja manna (John Henry &Tom Werner ) , NESV samanstendur af 17 aðilum sem allir eiga það sameiginlegt að eiga nóg af peningum. NESV á nú þegar talsvert af eignum og það sem betra er, er með mjög lítið af skuldum í félaginu – þ.e. sagan sýnir að (hingað til amk) þeir stunda ekki skuldsettar yfirtökur eins og við höfum séð með Hicks & Gillet sem og Glacier.

    Það hefur komið skýrt fram að þetta eru ekki aðilar sem koma til með að fara á spending-spree eins og City/Chelsea hafa gert í kjölfar sinna eigendaskipta. Kaupin fara þannig fram að um skuldaruppgjör við RBS er að ræða og verður klúbburinn því svo gott sem skuldlaus, að losna við 40-50 milljóna punda vaxtabirgði á hverju ári og geta nýtt það í eitthvað verður vel fagnað af öllum, þetta er náttúrulega gríðarlega íþyngjandi birgði og hefur svo sannarlega komið niður á eyðslu klúbbins á leikmanna markaðnum síðustu misseri.

    EBITA klúbbsins er bullandi jákvæð – félagið er rekið með góðum hagnaði þannig að ef nýjir eigendur drífa sig í stækkun/byggingu á nýjum velli þá mun það skapa rekstrargrundvöll fyrir komandi áratugi og hugsanlegan “platform” til þess að keppa við ManUtd hvað varðar innkomu á leikdegi. Sjáið bara Arsenal sem dæmi, velta þeirra á leikdegi hefur tvöfaldast frá því að þeir fluttu á Emeridge. (fyrir þá sem ekki þekkja, þá er EBITA er rekstrarafkoma fyrir fjármagnstekjur/gjöld og skatta , e. earnings before interest and taxes).

    En eins og sagt er, brennt barn forðast eldinn – við höfum heyrt svipuð loforð áður, sem voru svikin á allan mögulegan hátt. Ég ætla því að fagna eigendaskiptum (ef af verður) en taka þeim nýju með smá fyrirvara. Aðeins aðgerðir munu skapa traust til þeirra, en ekki fögur orð samin af ræðusnillingum.

    YNWA

  126. The outspoken Redknapp summarized, “It’s not often you’ll hear a manager stick up for a chairman or chairmen but I’d love to know what the two Americans have done that is so wrong.”
    “I have utmost sympathy for the Reds’ owners, George Gillett and Tom Hicks.”

    Harry Redknapp er ekki beint að vinna sig eitthvað upp vinsældarlistann minn eftir þessi comment sem hann hrækti út úr sér í dag eða gær. Skil nú ekki f hverju hann er alltaf að tjá sig um eitthvað sem kemur honum bara alls ekki við.

    http://www.imscouting.com/global-news-article/Harry-Redknapp-I-have-the-utmost-sympathy-for-Liverpools-Hicks-and-Gillett/11161/

  127. Einmitt, Óli Haukur – og frábært að hann nefni hvað H&G voru örlátir að kaupa Kuyt – hann kom 2006, þeir 2007…

  128. Harry Redknapp gerir alveg uppá bak þarna.

    Þegar Kuyt var keyptur þá var það persónulegt lán uppá 9 milljónir punda frá David Moores sem kom því máli í gegn.

  129. Já..auðvitað…haust útsölurnar eru byrjaðar í Liverpool…
    Strákar…ef þið hefðuð slegið saman þá væru þið að ganga frá starfslokum RH í þessum töluðu orðum….

  130. Auðvitað er viðbjóðurinn Harry Redknapp á móti þessu.

    Í fyrsta lagi þá er hann ógeðsleg rotta.

    í öðru lagi þá veit hann að það er möguleiki á að Liverpool eignist pening og hans menn fá samkeppni.

    Og í þriðja lagi þá er hann ógeðsleg rotta.

  131. Júlli það er svosem ekkert nýtt að koma fram þarna! mbl.is er bara u.þ.b. sólarhring á eftir með fréttirnar.

  132. Aðeins út fyrir efnið en maður var alveg búinn að steingleyma því að tveir leikmenn Liverpool munu líklega mætast í kvöld á klakanum þegar u21 árs liðið mætir Skotum. Danny Wilson að öllum líkindum í byrjunarliði Skota og Guðlaugur Victor í hópi Íslands. Verður gaman að fylgjast með þessu og verst að maður getur bara ekki skellt sér á leikinn.

  133. HAHA bið stjórnender þessarar síðu innilega afsökunar á ummælum mínum á commenti mínu nr. 164.

    Eins og ég sagði þá vissi ég að ég væri að brjóta landslög og er ég tilbúin til þess að fá minn dóm og vera dreginn fyrir landsdóm það er náttúrulega ekki hægt að láta Geir standa eina í þessu.

  134. Eins og maður fagnaði árið 2007 þegar nýjir eigendur komu til sögunnar ætla ég að vera rólegur á því núna. Þeir þurfa að sanna sig af verkum sínum með LFC, ekki í sojabaunabransanum eða hafnabolta.

    En mikið djöfulli kemur Martin Broughton skemmtilega á óvart. Þetta lítur út fyrir að vera efni í skemmtilega bíómynd þar sem vondu karlarnir eru skotnir niður af óvæntu hetjunni á lokastundu.

  135. Ætlum við samt í alvörunni að fá Ameríkana til að stjórna klúbbnum okkar aftur?

  136. Ef að NESV og þeir sem að því standa gera það sem þarf að gera og gera það vel og hafa sögu hefðir klúbbsins að leiðarljósi að þá get ég ekki séð að það skipti máli hvaðan þeir koma.

    Líst mun betur á það sem þeir hafa fram að færa en að fá einhverja Rússapeninga inn í þetta sem skilja eftir fullt af skuldum eins og er hjá Chelsea og ManCity. Hvað yrði td. um þessi félög ef eigendurnir vildu draga sig út úr þeim félögum.

    Þá vil ég frekar kana.

    YNWA

  137. Mér finnst magnað hvað Harry Redknapp ÞARF alltaf að tjá sig um hlutina, það er eins og þegar hann sjái fyrirsögn hringi hann í blaðið og panti viðtal um eftirfarandi, hann þarf ekki að tjá sig um þetta en hann þarf að komast í blöðin

  138. 178: Gene Hackman leikur þá væntanlega Hicks, en hverjir leika hina? 🙂

    Það fer samt eitthvað í taugarnar á mér að Hicks haldi að hann sé með eitthvað í höndunum. Allir virðast vera voða vissir um að svo sé ekki, en ég verð allavega fyrir miklum vonbrigðum ef annað kemur í ljós.

  139. Mikið innilega vona ég að þessi sérfræðingur sem Mummi vitnar í hafi rétt fyrir sér.

    Aldeils kominn tími á ferska byrjun hjá Liverpool FC. Ætla að leyfa mér að vera hóflega bjartsýnn í sambandi við þessa nýju eigendur. Þeir lofa góðu, mjög góðu en þeir þurfa eflaust tíma til að hreinsa til í rústunum eftir þá Hicks og Gillett. Gæti tekið nokkur ár að koma liðinu í toppbaráttu aftur, en mér er nokkuð sama svo lengi sem það hefst að lokum.

    En ég ætla að bíða með að skála þar til það er komin endanleg lausn í þetta.

  140. Einar Örn 129

    “Hvað eru þetta annað en fordómar?”

    Eru þetta virkilega fordómar, hvernig er þín skilgreining á fordómum. Í versta falli er þetta alhæfing en að segja að í henni felist fordómar er óttalegt bull.

    Geturu sagt það að ef fótbolti væri vinsælla sjónvarpsefni í BNA að það væri ennþá “bara” einn hálfleikur og hvorugur stjórinn gæti tekið leikhlé? Geturu fullyrt það með 100% vissu Einar? Eins og að ég tók fram í svari mínu þá sagði ég að þessir Bandaríkjamenn hljómuðu vel og að ég myndi meira segja brosa ef þeir eignast félagið og gerðu allt rétt.

    Jæja Einar Örn, hvar sérð þú fordóma?

  141. Loftur þetta er svo mikil þvæla hjá þér að hún er varla svaraverð.

    Auðvitað voru þetta fordómar.

    Og þetta dæmi sem þú tekur er bara út í hróa. Hvernig á Einar að geta staðfest þetta. Engin getur svarað neinu líkt þessu 100% Þetta er bara kjánalegt.

  142. Kampavínið er allavega komið inní kæli, bíð með opnun þar til dómstólar hafa kveðið upp úrskurð sinn og G&H munu tilheyra sögunni.

  143. Bragi B #183, það væri frekar Randy Quaid sem tæki hlutverk Hicks 🙂 suddalega líkir

    Líst annars vel á að það sé búið að staðfesta sölu. Ætla svosem ekki að kommenta neitt á þann sem kaupir, nema að það skiptir engu hver svo sem hann er, hvort hann viti eitthvað um fótbolta eða hvort hann sé kani eða með gervifót eða hvað sem er. Hver sem er er betri en G&H það er víst.

    til hamingju með daginn

    Góðar stundir.

  144. smá þráðrán, veit einhver hvort það er hægt að sjá ísland u21 árs leikinn einhvernstaðar? myndi fara á völlinn ef ég byggi ekki í danmörku

  145. A source close to the prospective new owners said they would study the ‘Arsenal model’ — only borrowing to build a stadium and only spending money they generate. Ekki líst mér nú á þetta Arsenal hefur ekki unnið neit í 5 ár..

  146. 193: það er hægt að sjá hann á SportTV.is fyrir gjald sem er 5 evrur. þetta er einungis opið fyrir útlendar IP-tölur.

  147. Ef þú býrð erlendis getur þú keypt aðgang að leiknum, íslensk lýsing, fyrir 5 evrur á SportTv.is
    Flott gæði og alles….mæli með því !

  148. Djöfulsins biturleiki og reiði er þetta í garð Redknapp’s fyrir að segja sína skoðun. Sumt sem hann sagði var alveg heimskulegt en hann var aðallega að benda á þetta:

    “It’s not their fault the expensive players who have been brought in are not performing as they should be. The Liverpool team is full of world-class talent and some costly flops.

    “Hicks and Gillett wrote cheques for star striker Fernando Torres and Dirk Kuyt, a member of Holland’s World Cup final squad. Alberto Aquilani cost £20 million and has been a disaster – but is that the owners’ fault?”

    Hvernig ætlið þið að mótmæla þessu? Ég veit að Kuyt var keyptur eitthvað fyrr.

    Seinasta sumar var nú bara 40millu sumar. Aqua, Taglið og Glen Johnson.

    Það er ekki hægt að skella öllu á Hicks&Gillett og þeir hafa alveg gefið pening fyrir leikmönnum (þó kannski ekki nóg).

    Mín skoðun er samt alveg að Hicks&Gillett eru algjör fífl en fannst Redknapp alveg koma með góða punkta. Hann má alveg hafa sína skoðun án þess að hann sé ógeðsleg rotta og svo frv.

  149. Það er nú ekki alveg nóg að horfa bara á hvað var keypt, heldur þarf að skoða líka hvað var selt og undanfarin ár eru Liverpool í + á leikmannamarkaðnum.

  150. Er sammála því Gummi.

    En ef þú eyðir 20 millum í leikmann og hann stendur ekki undir væntingum, er meiddur mest allt tímabilið, ekki notaður og að lokum lánaður út úr landinu er það ekki eigendunum að kenna.

  151. Fyrst ef að hafnaboltaliðið Boston Red Sox uxu svona ásmegin með innkoma NESV, þá tel ég því ekkert til fyrirstöðu að það sama gerist á Anfield . Liverpool er stærsta nafnið í boltanum , og með gríðarlega hefð. Að vísu er það meiri þrýstingur á betri árangur með tilkomu nýju fjárfestana en ég tel að það eigi bara eftir að kveikja í mönnum hvað árangur og uppbyggingu varðar . Með þessu tel ég að við verðum samkeppnishæfari , og förum að berjast um titilinn á hverju ár.

    En hvað Torres varðar og þann möguleika að lið á borð við Man. City , Real eða Chelsea gætu keypt
    kappan , þá tel ég að það yrði alls ekki heimsendir fyrir Liverpool. Því nýjar stórstjörnur fæðast , og með allra okkar þekkingu , og hefð þá getum við vel fundið leikmann sem skákar getur Torres vel .

    Svo að lokum vil ég benda á Dani nokkurn Pachedo en hann tel ég að gæti orðið upprennandi stórtsjarna svo lengi sem Roy og Co gefi honum tíma .

    YNWA

  152. Diet Coke #197, það er satt að peningum var eytt, en það var peningur sem skapaðist út frá sölu á Xabi Alonso(30m+) sem var keyptur af fyrri stjórn, Arbeloa(2-3m), Robbie Keane glugganum þar áður( ekki viss- talið af Liverpool hafi endurheimt stóran hluta upphaflegs verðs). TH&GG komu ítrekað fram og sögðu að það yrði peningur til staðar plús það sem skapaðist með sölu leikmanna, hinsvegar þegar kom að því virtist sá peningur ekki vera til sbr. Kyrgiakos kaupin sem voru eflaust 4-5 kostur í stöðunni vegna peninga og ekki fengust peningur til að kaupa striker sem Rafa viðurkenndi að hann væri að leita af og sagði nýlega í viðtali að hann hefði ekki fengið eins og hann bað um.

    Næsti gluggi kemur, þar er selt Dossena(~5m), Voronoin(~1-2m) en sama saga, ekki eytt neinu nema Maxi Rodriguez kemur inn frítt.
    Allt vorið heyrir maður sögur um stöðuga stöðu fjárhags Liverpools, í sumar verði splashed the cash og það verði 12m plús leikmannasala EN enn einn gluggan er liðið í plús, Mascherano er seldur á kringum 22-26, Riera X og Benayoun í kringum 5 plús nokkrar litlar sölur og enn og aftur fær þjálfarinn ekki peningamagnið sem var lofað fyrirfram.

    Það eru svikin sem allir eru ósvekktir með, hvernig það hefur verið logið með peninga, byggingu nýs vallar ásamt því að hafa skapað þokkalega óreiðu með Klinsman málið hér um árið

  153. Babu….. það er varla eigendunum að kenna að 11 leikmenn sem allir spiluðu á HM í sumar geti ekki spilað knattspyrnu þegar þeir klæðast rauðu. (Byrjunarlið sem spilaði á HM gæti litið svona út Reina Johnson Carra Skrtel Agger Kuyt Poulsen Gerrard Meirels Cole Torres)

  154. Nr 204

    Enda hef ég nú sjálfur aðallega verið að agnúast út í Hodgson! Skil ekki alveg þetta skot samt?

  155. Kiddi 203.

    Alveg rétt, enda var heimskulegt af Redknapp að segja “they’ve done nothing wrong” en það er bara Redknapp, hann talar mikið og er ekkert alltaf geðveikt mikið að meina hlutina.

    En ef þú lítur á hlutina. L’pool lenti í 2.sæti. Þannig þeir voru með lið til að berjast um titilinn. Já, Alonso fór og það var ákveðið að leysa það með Aqua. Arbeloa fór svo í staðinn fyrir Glen Johnson.

    Þannig breytingarnar á liðinu voru litlar milli tímabila þannig ekki er hægt að skella 7.sætinu á neinn annan en Benítez og leikmenn L’pool, þó að Hicks og Gillett hafi kannski ekki hjálpað til.

  156. Sko þesssir eigendur Tom og Georg eða hvað sem þessir gaurar heita eru náttúrulega engan vegin starfi sínu vaxnir, þeir gætu hugsanlega rekið fótboltalið í noregi eða eithvað slíkt en ekki Liverpool.
    Eigendur stórliða á Englandi þurfa að geta keypt leikmenn fyrir tugi milljona punda ár hvert þannig er þetta bara orðið þar að segja ef að þeir ætli sér að vera að berjast um titil af einhverjari alvöru.
    Svo auðvitað þegar að það er búðið að móta liðið og það er að berjast í tveimur efstu sætunum þá þarf bara að kaupa einn og einn leikmann svona af og til.
    Ef að red sox klíkan ætlar að koma okkur á toppinn þá þýðir ekkert að vera að kaupa alltaf einhverja leikmenn á 7 miljónir eða leikmenn sem eru kanski búin að vera á bekknum meira og minna allt árið eða eithvað álíka.
    Liverpool á að vera með stórstjörnu hjá sér í hverri stöðu og ekkert minna en það, Red sox þurfa núna bara að opna veskið og alls ekki seinna en í janúar

  157. Diet Coke #206

    Alonso vildi fara.

    Benitez vildi ekki láta hann fara nema fyrir háa fjárhæð.

    Hann gaf ekki eftir og Real gafst upp að lokum og borgaði það sem Benitez vildi.

    Í stað þess að láta Benitez fá peninginn til að kaupa menn sem hann hefði kosið að fylla skarð Alonso sögðu þeir: “Nei kallinn minn. Þú varst að gera nýja samninga við Pepe Reina, Fernando Torres, Jamie Carragher og Steven Gerrard. Það gerir samtals x upphæð og þú átt ekki lengur pening.”

    Benitex reyndi þá hvað hann gat til að fylla skarð Alonso og það vildi þannig til að Roma nenntu ekki að hafa Aguilani áfram og Liverpool fékk hann á Visa rað.

    Heildarverðið hans átti að greiða upp á nokkrum árum tengt spilatíma og frammistöðu.

    Benitez gat í kjölfarið ekki keypt annan framherja það sumarið en sumarið eftir var hann byrjaður að undirbúa kaup á framherja en þá var hann látinn fara og nýi framkvæmdastjórinn, hinn ofursnjalli Roy Hodgson, ákvað að lána Aquilani til Juve svo hann gæti keypt uppáhaldsleikmann allra, Poulsen.

    En já greinilega allt Benitez að kenna. Sé það núna.

  158. Helgi F.

    Þú ert eins og smábarnið sem hleypur í burtu “OK, þetta er þá bara allt mér að kenna” um leið og einhver dirfist til að segja eitthvað neikvætt um hann.

    Benítez losaði sig við Robbie Keane og Peter Crouch og skildi sjálfan sig eftir með einn framherja. Hann hefði alveg getað selt leikmann í einhverri annari stöðu. Þannig þetta framherjatal er smá út í hött.

    Glen Johnson var keyptur á 18 millur á meðan Arbeloa fór á miklu minna. Það var flottur RB til hjá liðinu en Benítez ákvað að fjárfesta í þeirri stöðu fyrir 18m.

    Ég geri mér alveg grein fyrir hlutverki Hicks og Gillett (ég er ekki stuðningsmaður þeirra, er ekki einu sinni að verja þá). Ég er bara að benda á að það að liðið sitji í fallsæti núna og í 7.sæti í fyrra skrifast að mestu leyti á knattspyrnustjóra og leikmenn.

  159. Eg las grein adan i tvi “astkæra” bladi The Sun i simanum minum eftir Steven Howard. Ok, The Sun, en tegar menn mæla eitthvad af viti er varla hægt ad malda i moinn. Tetta stydur comment #209 ad eg tel. Herna er bitastædasti parturinn:
    “Some Liverpool supporters, though, may like to have a look at themselves.

    Their animosity towards absentee landlords Hicks and Gillett – and the way those two burdened debt on to the club – saw them side with former manager Rafa Benitez.

    And yet Benitez played a huge role in Liverpool’s downfall. Amid all the bile directed at Hicks and Gillett, it is often overlooked Benitez was given some £170million in transfer funds during their time at the club.

    Whether it was technically their money or not, it was still made available.

    Only two clubs – Manchester City (£426m) and Tottenham (£177m) – have spent more since February 2007.

    Liverpool outspent Manchester United (£142m) and Chelsea (£112m), while Arsenal (£71m) trailed in well down the list. Despite that, Liverpool languish 18th in the Premier League.

    But should we be totally surprised, considering the dressing room mess Benitez left Hodgson?

    OK, Benitez is not responsible for the injury problems affecting Fernando Torres, while most managers would not mind being left Pepe Reina, Daniel Agger and, maybe, Maxi Rodriguez.

    But what of the other players Benitez bought?

    Some £16m on Glen Johnson, a right-back who cannot defend? Another £11m on Ryan Babel?

    Aurelio? Kyrgiakos? Insua? Degen? Lucas? And, before them, Morientes, Nunez, Josemi, Sissoko, Pennant and Dossena?

    Craig Bellamy and Peter Crouch – how Liverpool could do with them now – were both sold on, while Yossi Benayoun was too often left frustrated on the bench.

    Finally, he unsettled Xabi Alonso by moving for Gareth Barry, while the popular Sami Hyypia was none too impressed at being left out of Benitez’s Champions League squad.

    In all, Benitez signed more than 90 players for £260m and a net spend of £120m. And he left the worst to last. The delicate Alberto Aquilani for £18m.
    In Rafa we trust!”

    Tetta er akkurat stora vandamalid sem RH fekk 5 minutur til ad laga, en hefdi geta nytt thær betur til ad forda ser fra tvi ad mala sig ut i horn strax.

  160. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er pínu sannleikskorn í ummælum Redknapp. Skulum ekki gleyma því að Benitez átti stóran þátt í því að Alonso fór. Ári áður en hann ákvað að fara þá reyndi Benitez að selja hann til Juve sem var ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir hann. Alonso hefur sagt það sjálfur að það hafi verið vendipunkturinn í þeirri ákvörðun að hann skildi fara þar sem að stjórinn hafði ekki 100% trú á honum.

    Þó svo að hýenurnar G&H séu eins og þeir eru, má ekki gleyma ábyrgð leikmanna og stjóra sem eru með milljónir í vikulaun. Ástæða þess að Liverpool er í 18. sæti er að liðið missti sjálfstraustið undir stjónr Benitez og liðinu hefur ekki tekist að endurheimta það í um eitt ár. Verkefni dagsins í dag og morgundagsins er að berja sjálfstrausti í mannskapinn því getan er til staðar.

  161. Ég sé að þessi umræðuþráður er búinn að villast af leið og inn í hina margumræddu sölu á Xabi Alonso. Mikið fer sú umræða í taugarnar á mér.

    Það er talsverð einföldun að segja að Benítez hafi klúðrað Alonso-málunum. Þeir rifust vorið 2008 og Benítez tók í kjölfarið ákvörðun um að skipta Alonso út fyrir Gareth Barry. Á þeim tímapunkti var Alonso búinn að eiga tvö frekar döpur tímabil miðað við fyrstu tvö tímabilin hans og Rafa var reiðubúinn að breyta til. Juventus komu inn með tilboð í Alonso um sumarið og þá þurfti bara að klára kaupin á Barry til að grænt ljós yrði gefið á sölu Xabi til Ítalíu…

    …nema hvað, peningarnir sem Rafa hafði verið sagt að væru til fyrir Barry reyndust ekki vera til. Rafa var búinn að tala af sér snemma sumars í þeirri vissu að Barry væri á leiðinni fyrir þessar skrattans 18m punda sem hann átti að kosta og Barry var búinn að kveðja samherja sína hjá Villa. En neinei, þá sögðu eigendurnir að það væru ekki til 18m punda því þeir vildu frekar borga uppsett verð fyrir Robbie Keane og prútta svo niður verðið á Barry, þrátt fyrir að Rafa hefði forgangsraðað akkúrat öfugt (þ.e. kaupa Barry og prútta svo um Keane).

    Í hönd fór því mjög vandræðalegt sumar 2008 fyrir Rafa, Alonso og Barry. Martin O’Neill reif kjaft allt sumarið (réttilega) af því að Liverpool höfðu talað um Barry snemma sumars en svo ekki fylgt því eftir með góðu tilboði, Alonso bjóst við að fara en hékk í lausu lofti og Rafa var brjálaður yfir því hvernig eigendurnir og Rick Parry gátu leyft ástandinu að verða svona flókið. Honum hafði verið sagt að Alonso yrði farinn og Barry kominn fyrir EM2008, en á endanum varð ekkert úr þessum kaupum og sölum.

    Það eina jákvæða sem kom út úr þessu var að Alonso fékk endurnýjað hungur til að standa sig vel, sennilega að hluta til til að sýna Benítez hvað í honum bjó, og hann átti því sitt besta tímabil fyrir okkur 2008/9. Það breytti því þó ekki að hann var búinn að fá nóg og skipti ekki um skoðun, fyrst Rafa ætlaði að selja hann 2008 vildi hann fara 2009 og sérstaklega þegar sénsinn á Real Madríd bauðst.

    Rafa seldi Alonso á endanum fyrir 30+m punda, eftir að hafa keypt hann fimm árum áður fyrir 10m og fengið þrjú stórkostleg (og tvö lakari) ár út úr honum. Vandamálið var bara að þá var Man City búið að kaupa Barry og Rafa lenti í vandræðum með að fylla í skarðið. Þar komu einu mistök Rafa í þessu máli að mínu viti, hann gamblaði á meiddan Ítala sem er hæfileikaríkur en var aldrei líklegur til að blómstra á fyrsta tímabili.

    Rafa tók rétta ákvörðun varðandi Alonso og Barry og við getum aldrei sagt að það hafi verið rangt. Því miður fáum við aldrei að sjá hvernig þessi miðjumannaskipti hefðu haft áhrif á spilamennsku liðsins en það er ekki hægt að skamma Rafa fyrir að taka þessa ákvörðun. Það voru aðrir sem eyðilögðu áætlanir hans sumarið 2008, það voru aðrir sem settu Keane í forgang, það voru aðrir sem ákváðu þegar Keane var seldur aftur að Rafa fengi þann pening ekki í nýjan framherja.

    Þessir “aðrir” verða farnir frá Liverpool FC í næstu viku. Og þótt fyrr hefði verið.

  162. Diet Coke ertu að tala um Arbeloa sem flúði til Real rétt eins og Alonso sem vildi fara og taka þátt í ævintýri Real Madrid eða vildiru sjá Steven Darby spila meira? Þa eru komnir right back-arnir hjá LFC sumarið 2009 og miðað við frammistöðu Darby gegn Fiorentina og fl. er hann Championship right back í besta falli

  163. 209, Keane var seldur vegna þess að þau kaup voru mistök vegna þess sem Kristján fer í gegnum hér að ofan. Þetta var einfaldlega spurning um “damage control”. Hann varð að selja manninn.

    Crouch hinsvegar vildi fara því hann vildi fá að spila meira og Rafa gat ekki lofað neinu slíku með tilliti til hvernig Torres var að standa sig á þeim tímapunkti og þá vorum við að spila með einn framherja. Rafa hafði því ekki mikið val hér. Og gat í hvorugri stöðu selt annan mann.

    Johnson fyrir 18 milljónir … já en í rauninni fór miklu minni peningur en það frá Liverpool þar sem Pompey skuldaði okkur einhverjar eða 7 eða 9 milljónir frá því þeir keyptu Crouch. Við hefðum líklega aldrei fengið þá skuld uppgerða öðruvísi. Arbeloa átti ár eftir á samningi, Real Madrid búið að hvísla í umbann að þeir vildu fá hann. Fyrir slíkan mann (sem á ár eftir á samningi) færðu ekki háar upphæðir.

    Þannig að 7 sætið í fyrra skrifast á RB, leikmenn OG G + H + Parry/Purslow. Hlutverk þeirra síðastnefndu í þessu er ansi stórt, því verður ekki neitað.

  164. Kristján, þó hófst þetta á að segja að Benítez hafi rifist við Alonso og viljað skipta honum út fyrir annan leikmann. Samt eru einu mistök Rafa að kaupa meiddan Ítala?

    Það er alveg vitað mál að Hicks og Gillett hafi gert marft rangt (þú bendir á ýmislegt) en Liverpool hafa alveg verið að eyða í leikmenn. Það er ekkert hægt að neita því.

    20m fyrir miðjumann.
    18m fyrir hægri bakvörð.

    Það má heldur ekki gera Hodgson að einhverjum lúser, Hicks og Gillett að nasistum á meðan Benítez og leikmennirnir eru allt í einu stikkfrí útaf nýliðnum atburðum.

  165. Diet Coke

    Já ég er algjört smábarn.

    1 Arbeloa vildi fara

    2 Verið var að samþykkja reglur um ákveðinn fjölda enskra leikmanna

    3 Benitez losaði sig við Robbie Keane af því að Benitez, keypti hann ekki heldur Rick Parry og Keane var almenn með leiðindi á æfingum + það að hann gat ekki neitt.

    4 Crouch hafnaði nýjum samningi við Liverpool af því að hann fékk ekki að spila nog sem var ekki skrítið þar sem Torres var að spila sitt beta tímabil með Gerrard sér við hlið sem var heldur ekkert slor.

    5 Þú talar alltaf um 20m miðjumann. Rafa átti engar 20m á þessum tíma. Við borguðum 4 milljónir upphaflega og restina átti að greiða á nokkrum árum. Þannig að þótt verðið gæti endað í 20 milljónum sem er ólíklegt þá voru það ekki 20 milljónir í einu lagi sem Rafa lagði út.

    6 Varðandi það að vera í fallsæti núna þá skrifa ég það 100% á Roy Hodgson. Betri framkvæmdastjóri væri með liðið á betri stað.

    Og frábært hjá eikifr #210 að koma með grein úr The S*n. Vel gert

  166. Helgi F.

    1. Vildi Arbeloa fara útaf eigendunum?

    2. Ok.

    3. Among Benitez’s mistakes were Robbie Keane and the alienation of Xabi Alonso in one crucial summer. Keane was, he says, a “good player and a fantastic professional who needed a target man with him”

    Fantastic professional bendir ekki beint til að hann hafi verið með leiðindi. Svo er Rick Parry ekki Hicks eða Gillett

    1. Þetta með Crouch tengist liðinu.

    2. Það er ekkert eins og Aqua sé eini leikmaðurinn sem menn borga á nokkrum árum. 20m er 20m, þó svo að menn borgi það með afborgunum eða straight cash.

    3. Sammála.

    Fannst þér 7. sæti vera ásættanlegur árangur? Finnst þér að tapa fyrir Reading í FA CUP ásættanlegt? Finnst þér að komast ekki uppúr riðlinum í CL ásættanlegt?

    Ef ekki, hvar liggur ábyrgðin? Hvort liggur hún meira hjá leikmönnum og þjálfara eða hjá Hicks og Gillett.

    Það er ekkert hægt að standa bara út í horni og segja “ég fékk ekki að kaupa framherja” þegar frammistaða liðsins í fyrra var hörmuleg.

  167. Nr 181 – “Ef að NESV og þeir sem að því standa gera það sem þarf að gera og gera það vel og hafa sögu hefðir klúbbsins að leiðarljósi að þá get ég ekki séð að það skipti máli hvaðan þeir koma.”

    Þetta er akkurat það sem þarf að breyta, ef að saga og hefðir verða hafðar að leiðarljósi næst enginn árangur og klúbburinn verður eins og gamla stórveldið Nottingham Forest. Það þarf að nútímavæða klúbbinn, og reka hann eins og stærstu fyrirtækin með það fyrir augum að ná sem mestu út öllum klúbbnum. Td ef að tölfræðin segir að Gerrard&Carragher séu farnir að hnigna er eina rétta að selja þá á meðan gott verð fæst fyrir.

  168. eikifr hættu að lesa þennan klósettpappír og í guðana bænum hafðu þá reglu að taka aldrei mark á neinu sem þar stendur.

    diet coke er svo bara vanvirðing við venjulegt coke.

  169. Nr. 219.

    Ekki halda að The Liverpool way felist í því að halda útbrunnum leikmönnum! Þetta lærði Shankly snemma og síðan hefur þetta verið ansi oft gert á Anfield. Sérð það með að lesa sögu klúbbsins aðeins betur.

    The Liverpool Way felst t.a.m. í því að vera ekki með opin stríð í fjölmiðlum yfir flest öllum ákvörðunum sem skipta máli eins og núverandi “eigendur” hafa masterað. Do things the Liverpool Way mætti heimfæra sem meiri fagmennsku, líkt og var jafnan við líði áður en Gillett og Hicks mættu á svæðið. Við viljum helst ekki vita af eigendum liðsins eða þeim hlutum sem snerta ekki fótbolta beint.

    Undir stjórn Gillett og Hicks hefur klúbburinn orðið gott efni í 3 ára háskólanám þar sem tekið er á ansi mörgum þáttum sem manni finnst að eigi ekki að skipta fótbolta of miklu máli!
    Talandi um það, þetta er kannski hugmynd? Ef ég man rétt kenndi Þórður Víkingur mér í HR og skora ég á hann í að skoða þetta sem hugmynd af háskólanámi 🙂

    The Liverpool Way innan vallar væri eins og ég skil þetta pass and move og sigra þær keppnir sem verið er að keppa í.

  170. Ef kaupin a Robbie Keane voru mistok eda svo kallad “damage control”, hvad var tha salan a honum, hvad tha timasetningin?!!? Eg fullyrdi thad ad ef Keane hefdi ekki verid seldur hefdi LFC unnid dolluna thad arid! Akkurat tessi sala voru endalok Benitezar hja LFC.

  171. 221 babu

    Ég er líklega bara svon ungur, en ég man á engan hátt eftir því að pass and move sé á nokkurn hátt einkenni Liverpool. Liverpool way að sigra keppnir !! Þú hlýtur að vera að grínast, ekki unnið deildina í tugi ára en jú unnið nokkra bikara og meistaradeildina (frábær árangur því neita ég ekki) en eru nokkrir bikartitlar nóg til þess að The Liverpool way er að sigra keppnir. Amk ekki ef þú ert yngri en 33ára. Ég held að einu liðin sem geta sagts vera með sigurhefð séu Chelsea og Man Utd.

  172. Grezzi, þú ert greinilega ungur.
    Pass and move var einkenni Liverpool þegar þeir voru upp á sitt besta og unnu næstum allt, þ.e. milli 1970-1980.

  173. Nokkrir punktar í kjölfarið á ummælum Hodgson um þörf á leikmannakaup í nokkrar veikar stöður hjá liðinu.
    Erfitt er að átta sig á byrjunarliði Hodson, eiginlega komin ný miðja í liðið.
    Sókn – Torres
    Vinstri kantur – Cole
    Sóknartengiliður – Gerrard
    Hægri kantur – Kuyt
    Miðja – Meireles/Poulsen

    Jovanovic byrjaði á vinstri en hefur ekkert getað, Babel hefur endanlega gert út um að vera Liverpoolleikmaður, Maxi er squadplayer, Lucas er squadplayer, Ngog er squadplayer.

    Svo bætist við að Torres er búinn að vera spila 50% fit, Cole í leikbanni, Kuyt meiddist og Meireles kom eftir að sísonið byrjaði.

    Ég held að Hodgson þurfi að kaupa a.m.k. 2 klassa framherja í liðið og spila sókndjarfari knattspyrnu. Hann er bara kominn í Willum fótbolta að reyna vinna 1-0, nema við höldum ekki einu sinni hreinu.

  174. Án þess að ég hafi neitt um það, er þá ekki mjög líklegt að það verði gert samkomulag við RBS um að ganga ekki á lánið meðan málaferlið er í gangi til að félagið missi ekki stigin, þar sem það verður greitt upp gangi kaupin í gegn. Ef þeir gjaldfella lánið áður er nú óvíst að af þessum kaupum verði.

  175. Ok, þetta er þreyttur og sveittur þráður, en hér er innlegg í þessa umræðu með vin okkar Redknapp og hans ummæli í Echo með nokkra góða punkta; þar á meðal að heildareyðsla í leikmenn á tímabili G&H var 151 milljónir punda – heildarsala 142. Sem sagt; eyðsla upp á 3,5 m á ári. Og menn eru enn – í alvörunni – að tala um hvað Benitez eyddi miklu í einstaka leikmenn og kenna því um að við séum núna í 18. sæti?

    http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-columnists/david-prentice-column/2010/10/08/just-what-did-liverpool-fc-s-american-owners-do-wrong-asks-harry-redknapp-where-do-you-want-us-to-start-replies-david-prentice-100252-27427798/

    Staðreyndin er bara sú að á fyrri hluta tímabilsins sem G&H voru hjá okkur gengu hlutirnir betur, kreppan ekki skollin á og peningar í kassanum fyrir menn eins og Torres. Stígandi í gengi liðsins. Svo skrúfaðist fyrir fjármagnið og G&H fengu að finna fyrir því að það þarf víst einhvern tímann að borga af lánum sem maður tekur. Og hvað gerðist? Liverpool var glugga eftir glugga í plús í leikmannakaupum, sem þýðir bara eitt – hópurinn þynnist. Og eitt einasta flopp – á borð við Aquilani – leiðir til algers skipbrots.

    Þessi bransi er bara þannig að mistök verða gerð. En því minna fjármagn sem þú hefur úr að spila, því minna svigrúm er fyrir mistökin. Aquilani kostaði ca 20 milljónir og var skítamistök sem við höfðum ekki efni á – af því að við vorum komnir í þann pakka að geta ekki eytt einni krónu, hvað þá pundi í leikmannakaup. Króna út – ekki króna inn.

    En ef við viljum horfa í krónur og aura þá vógu bara kaupin á Alonso upp þessi mistök með Aquilani – keyptur á 10, seldur á 30, gaf okkur þrjú fín ár og tvö verri. Og svo er fólk í alvöru enn að tala um Alonso sem einhver mistök hjá Benitez?!?

    Málið er bara þetta – ef þú ætlar að vera í toppbaráttu, þarftu að geta sett að jafnaði a.m.k. 10 – 15 milljónir punda árlega í leikmannakaup – fyrir utan sölur – til að viðhalda stíganda í liðinu og jafna út að leikmenn eldast, og missa þar með verðgildi sitt með hverju árinu. Þú getur ekki verið að leka tugmilljónum punda í vaxtagreiðslur árlega. Þú verður að geta keypt sæmilega dýra menn og þolað einstaka stórkaup sem floppa. Og þar koma eigendurnir inn. Og Gillett og Hicks skitu á sig – big time – hjá okkur. Og eiga á engan hátt skilið samúð frá nokkrum manni fyrir það hvernig þeir koma út úr þessu máli.

Dear Mr. Hicks – Opin umræða

Níu stig